Landslið

U21 landslið karla

Jafnt hjá U21 karla í Slóvakíu - 7.9.2007

Strákarnir í U21 karla gerðu í dag jafntefli Slóvakíu i riðlakeppni EM U21 en leikið var ytra í grenjandi rigningu.  Lokatölur urðu 2-2 og skoruðu Bjarni Þór Viðarsson og Theódór Elmar Bjarnason mörk Íslendinga. Lesa meira
 
Leikskráin Ísland - Spánn

Leikskráin fyrir Ísland - Spánn - 7.9.2007

KSÍ ákvað á þessu ári að hefja að nýju útgáfu leikskrár fyrir heimalandsleiki, en slík útgáfa hafði ekki verið í meira en áratug.  Fyrir landsleikinn gegn Spánverjum á laugardag verður gefin út 20 blaðsíðna leikskrá með ýmsum áhugaverðum og gagnlegum upplýsingum. 

Lesa meira
 
Við erum öll í íslenska landsliðinu!

Mætum tímanlega og forðumst biðraðir - 7.9.2007

Áhorfendur á leik Íslands og Spánar eru hvattir til að mæta vel tímanlega á leikinn á laugardag til að forðast biðraðir og til að hita upp fyrir leikinn.  Boðið verður upp á ýmislegt fyrir leikinn til að stytta fólki stundir og hefja fjörið.

Lesa meira
 
Flottir stuðningsmenn málaðir í fánalitunum!

Andlitsmálun fyrir leik gegn Spáni - 7.9.2007

Boðið verður upp á andlitsmálun fyrir landsleik Íslands og Spánar á laugardag á Laugardalsvelli.  Því er um að gera að mæta tímanlega og láta mála íslenska fánann á kinnina og ennið, jafnvel að láta mála allt andlitið til að vera sem flottastur!

Lesa meira
 
U21 landslið karla

U21 karla leikur við Slóvaka í dag - 7.9.2007

Íslenska U21 landslið karla leikur í dag við Slóvakíu í riðlakeppni EM 2009.  Leikið er í Senec í Slóvakíu og hefst leikurinn kl. 17:00 að íslenskum tíma.  Luka Kostic, landsliðsþjálfari, hefur tilkynnt byrjunarlið sitt fyrir leikinn. Lesa meira
 
Úr vináttulandsleik Íslands og Kanada 22. ágúst 2007

Síðasti dagur forsölu á Ísland - Spánn - 7.9.2007

Í dag, föstudag, er síðasti dagur forsölu miða á landsleik Íslands og Spánar sem fram fer laugardaginn 8. september kl. 20:00 á Laugardalsvellinum.  Það fer því hver að verða síðastur að tryggja sér miða á leikinn með forsöluafslætti. Lesa meira
 

Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög