Landslið

UEFA

U19 kvenna tryggði sér sæti í milliriðlum - 29.9.2007

Ungmennalandslið Íslands léku í dag í riðlakeppni EM en eru þetta U19 kvenna og U17 karla sem eru í eldlínunni.  Stelpurnar unnu sigur á Grikkjum, 4-1 en strákarnir töpuðu gegn Ísrael, 0-3. Lesa meira
 
UEFA

U19 kvenna og U17 karla leika í dag - 29.9.2007

Ungmennalandslið Íslands standa í ströngu þessa dagana en U19 kvenna og U17 karla leika nú í riðlakeppni EM.  Stelpurnar leika í við Grikkland í dag en strákarnir etja kappi við Ísrael. Lesa meira
 
UEFA

Góður sigur í fyrsta leik hjá U19 kvenna - 27.9.2007

Íslenska U19 kvennalandsliðið byrjaði riðlakeppni EM 2008 með látum en fyrsti leikur liðsins var í dag.  Rúmenar voru þá lagðir að velli með fjórum mörkum gegn engu en staðan í hálfleik var 2-0.  Leikið verður gegn Grikkjum á laugardaginn kl. 15:00 Lesa meira
 
U17_karla_NM2006_Danir

Tap í fyrsta leik hjá U17 karla gegn Serbíu - 27.9.2007

Strákarnir í U17 töpuðu fyrsta leik sínum í riðlakeppni EM en leikið er í Serbíu.  Andstæðingarnir í dag voru heimamenn og lauk leiknum með sigri þeirra, 1-0.  Mark Serba kom á fyrstu mínútu og tókst íslensku strákunum ekki að jafna metin. Lesa meira
 
Byrjunarliðið fyrir leikinn gegn Svíum hjá U17 karla á Norðurlandamótinu

U17 karla hefur leik í dag - 27.9.2007

U17 karlalandsliðið hefur leik í dag í riðlakeppni EM en riðillinn er leikinn í Serbíu.  Fyrsti leikur íslenska liðsins er gegn heimamönnum í Serbíu og hefst leikurinn kl. 13:30 að íslenskum tíma. Lesa meira
 
Íslenski U19 hópurinn er tekur þátt í úrslitakeppni EM U19 kvenna á Íslandi.

Fyrsti leikur U19 kvenna í dag í Portúgal - 27.9.2007

Íslenska U19 kvennalandsliðið leikur fyrsta leik sinn í riðlakeppni EM í dag en riðillinn er leikinn í Portúgal.  Fyrsti leikur liðsins er gegn Rúmeníu og hefst leikurinn kl. 15:00 að íslenskum tíma.  Lesa meira
 
Íslenski U19 hópurinn er tekur þátt í úrslitakeppni EM U19 kvenna á Íslandi.

Breyting á hópnum hjá U19 kvenna - 24.9.2007

Ólafur Þór Guðbjörnsson, landsliðsþjálfari U19 kvenna, hefur gert breytingu á hóp sínum er leikur í riðlakeppni EM í Portúgal.  Dagný Brynjarsdóttir úr Val kemur inn í hópinn fyrir Ólöfu Gerði Ísberg úr KR. Lesa meira
 
Byrjunarliðið fyrir leikinn gegn Svíum hjá U17 karla á Norðurlandamótinu

Breyting á hópnum hjá U17 karla - 24.9.2007

Luka Kostic, landsliðsþjálfari U17 karla, hefur gert eina breytingu á hóp sínum er leikur í riðlakeppni EM í Serbíu dagana 27. september til 2. október.  Ottó Hólm Reynisson úr Þór Akureyri kemur inn í hópinn. Lesa meira
 
UEFA

U17 kvenna áfram í milliriðla EM - 22.9.2007

U17 landslið kvenna tryggði sér í dag sæti í milliriðli EM með 3-0 sigri á Úkraínu í lokaleik riðilsins í undankeppninni.  Berglind Björg Þorvaldsdóttir sem skoraði öll mörkin í leiknum.

Lesa meira
 
Byrjunarlið U17 kvenna er lagði Slóveníu með fimm mörkum gegn engu riðlakeppni EM

Byrjunarlið U17 kvenna gegn Úkraínu - 22.9.2007

Kristrún Lilja Daðadóttir, landsliðsþjálfari U17 kvenna, hefur tilkynnt byrjunarlið sitt er mætir Úkraínu í riðlakeppni EM í dag.  Með sigri eða jafntefli tryggir íslenska liðið sig áfram í milliriðla EM. Lesa meira
 
Byrjunarlið U17 kvenna er lagði Slóveníu með fimm mörkum gegn engu riðlakeppni EM

Öruggur sigur á Slóvenum hjá U17 kvenna - 19.9.2007

Stelpurnar í U17 landsliðinu sigruðu sinn annan leik í riðlakeppni fyrir EM en riðillinn er leikinn í Slóveníu.  Voru heimastúlkur lagðar að velli að þessu sinni með fimm mörkum gegn engu og gerði Dagný Brynjarsdóttir þrennu í leiknum. Lesa meira
 
Byrjunarlið U17 kvenna gegn Lettlandi í lánsbúningum

Byrjunarlið U17 kvenna gegn Slóveníu - 19.9.2007

Kristrún Lilja Daðadóttir, landsliðsþjálfari U17 kvenna, hefur tilkynnt byrjunarlið sitt er mætir Slóveníu í riðlakeppni EM.  Riðillinn er leikinn í Slóveníu en íslenska liðið sigraði Letta í fyrsta leik sínum, 7-1.  Leikurinn í dag hefst kl. 14:30. Lesa meira
 
Íslenski U19 hópurinn er tekur þátt í úrslitakeppni EM U19 kvenna á Íslandi.

Hópurinn valinn hjá U19 kvenna fyrir riðlakeppni EM - 18.9.2007

Ólafur Þór Guðbjörnsson, landsliðsþjálfari U19 kvenna, hefur valið hópinn er heldur til Portúgal og leikur þar í riðlakeppni EM U19 kvenna.  Mótherjar Íslands í riðlinum eru Rúmenía, Grikkland og Portúgal. Lesa meira
 
Byrjunarliðið fyrir leikinn gegn Svíum hjá U17 karla á Norðurlandamótinu

Hópurinn hjá U17 karla valinn fyrir Serbíuför - 17.9.2007

Lúkas Kostic, landsliðsþjálfari U17 landsliðs karla, hefur valið  U17 landsliðshóp Íslands sem keppir í undankeppni Evrópumótsins í Serbíu 27. september – 2. október. Lesa meira
 
Byrjunarlið U17 kvenna gegn Lettlandi í lánsbúningum

Stórsigur hjá U17 kvenna gegn Lettlandi - 17.9.2007

Stelpurnar í U17 kvenna byrjuðu riðlakeppni Evrópumótsins af miklum krafti og lögðu Letta örugglega í fyrsta leik sínum.  Lokatölur urðu 7-1 eftir að staðan í hálfleik hafði verið 5-0.  Berglind Björg Þorvaldsdóttir gerði fimm mörk í leiknum. Lesa meira
 
Island_U17_kvenna_NM3

Byrjunarlið U17 kvenna gegn Lettum - 17.9.2007

Íslenska U17 landslið kvenna leikur í dag sinn fyrsta leik í riðlakeppni fyrir EM en þetta er í fyrsta skiptið sem slík keppni er haldin í þessum aldursflokki.  Leikið er gegn Lettum og hefur Kristrún Lilja Daðadóttir, landsliðsþjálfari, tilkynnt byrjunarliðið. Lesa meira
 
Strákarnir minntust fráfalls Ásgeirs Elíassonar eftir sigurleik gegn Norður Írlandi

Sætur sigur á Norður Írum - 12.9.2007

Íslendingar unnu í kvöld ákaflega sætan sigur á Norður Írum í riðlakeppni EM 2008.  Lokatölur urðu 2-1 Íslendingum í vil eftir að staðan hafði verið 1-0 í hálfleik fyrir Ísland.  Ármann Smári Björnsson skoraði mark Íslendinga í fyrri hálfleik en sigurmarkið var sjálfsmark Norður Íra. Lesa meira
 
Byrjunarliðið fyrir leikinn gegn Svíum hjá U17 karla á Norðurlandamótinu

37 leikmenn valdir til úrtaksæfinga hjá U17 karla - 12.9.2007

Luka Kostic, landsliðsþjálfari U17 karla, hefur valið 37 leikmenn til úrtaksæfinga um komandi helgi.  Æft verður laugardag og sunnudag og fara æfingar fram í Fífunni í Kópavogi. Lesa meira
 
Alid-byrjunarlid-01a-togt

Byrjunarliðin tilkynnt klukkutíma fyrir leik - 12.9.2007

Byrjunarlið Íslands og Norður-Írlands fyrir viðureign liðanna í undankeppni EM 2008 á Laugardalsvelli í kvöld verða tilkynnt um það bil einni klukkustund fyrir leik.  Jafnframt verða þau birt hér á vefnum þegar þau berast.

Lesa meira
 
ÁFRAM íSLAND!!

Ísland - Norður Írland í kvöld - 12.9.2007

Miðasala á leik Íslands og Norður Írlands í riðlakeppni fyrir EM 2008 er nú í fullum gangi.  Leikurinn fer fram á Laugardalsvelli í kvöld, miðvikudaginn 12. september og hefst kl. 18:05. Lesa meira
 
U21 landslið karla

Markalaust jafntefli gegn Belgum - 11.9.2007

Íslenska karlalandsliðið U21 lék í dag við Belga í undankeppni EM 2009.  Markalaust jafntefli varð niðurstaðan í leiknum og eru Íslendingar því með 2 stig eftir 3 leiki í riðlinum. Lesa meira
 
Flottir stuðningsmenn málaðir í fánalitunum!

Andlitsmálun fyrir leik gegn Norður-Írlandi - 11.9.2007

Boðið verður upp á andlitsmálun fyrir landsleik Íslands og Norður-Írlands á miðvikudag.  Því er um að gera að mæta tímanlega og láta mála fánann á kinnina og ennið, jafnvel að láta mála allt andlitið til að vera sem flottastur!

Lesa meira
 
Forsíðan á leikskránni fyrir leikinn gegn Norður-Írum

Leikskráin fyrir leikinn gegn Norður-Írum - 11.9.2007

Leikskráin fyrir leikinn gegn Norður-Írum á miðvikudag telur 20 blaðsíður og inniheldur ýmsar áhugaverðar og gagnlegar upplýsingar.  Leikskráin verður seld við innganginn á leikvanginn og kostar aðeins kr. 500.  Lesa meira
 
KSÍ 60 ára

U21 karla leikur gegn Belgum í dag - 11.9.2007

Íslenska U21 karlalandsliðið leikur sinn þriðja leik í riðlakeppni fyrir EM 2009 í dag.  Mótherjarnir að þessu sinni eru Belgar og hefst leikurinn kl. 17:30 og fer fram á Akranesvelli. Lesa meira
 
U19_karla_Skotland

Annar sigur á Skotum hjá U19 karla - 10.9.2007

Íslenska U19 karlalandsliðið sigraði jafnaldra sína frá Skotlandi í dag í vináttulandsleik.  Leikurinn fór fram á Njarðvíkurvelli og lauk með sigri Íslands, 1-0.  Gylfi Þór Sigurðsson skoraði mark Íslendinga í fyrri hálfleik. Lesa meira
 
Við erum öll í íslenska landsliðinu!

Miðasala á Ísland - Norður Írland í fullum gangi - 10.9.2007

Miðasala á leik Íslands og Norður Írlands í riðlakeppni fyrir EM 2008 er nú í fullum gangi og gengur vel.  Leikurinn fer fram á Laugardalsvelli, miðvikudaginn 12. september og hefst kl. 18:05. Lesa meira
 
U19_karla_Skotland

Leikurinn við Skota verður á Njarðvíkurvelli í dag - 10.9.2007

Vináttulandsleikur á milli Íslands og Skotlands hjá U19 karla, sem fram fer í dag kl. 17:30, verður leikinn á Njarðvíkurvelli.  Upphaflega átti leikurinn að fara fram á Keflvíkurvelli en vegna vallaraðstæðna þar hefur leikurinn verið færður. Lesa meira
 
KSÍ 60 ára

Tvær breytingar á hópnum hjá U21 karla - 10.9.2007

Luka Kostic, landsliðsþjálfari U21 karla, hefur gert tvær breytingar á hóp sínum fyrir leikinn gegn Belgum.  Hjálmar Þórarinsson og Stefán Kári Sveinbjörnsson koma inn í hópinn í stað Guðjóns Baldvinssonar og Rúriks Gíslasonar sem eru meiddir. Lesa meira
 
Stemmning hjá áhorfendum

Miðar á landsleikinn gegn Norður-Írlandi fyrir handhafa A-passa - 10.9.2007

Handhafar A-passa frá KSÍ fá aðgöngumiða á leikinn Ísland - Norður Írland afhenta þriðjudaginn 11. september frá kl. 12:00 - 17:00. Miðarnir verða afhentir í miðasölu Laugardalsvallar. Lesa meira
 
U19_karla_Skotland

U19 karla leikur við Skota í dag - 10.9.2007

Íslenska U19 karlalandsliðið leikur annan vináttulandsleik sinn við Skota í dag en leikurinn verður í Keflavík kl. 17:30.  Íslendingar sigruðu í fyrri leik þjóðanna á laugardaginn með þremur mörkum gegn engu en þá var leikið í Sandgerði. Lesa meira
 
Island_U17_kvenna_NM2

Hópurinn hjá U17 kvenna er fer til Slóveníu - 9.9.2007

Kristrún Lilja Daðadóttir, landsliðsþjálfari U17 kvenna, hefur valið hópinn er heldur til Slóveníu og leikur þar í undanriðli fyrir EM 2008.  Er þetta í fyrsta skipti sem að Evrópumót er haldið í þessum aldursflokki. Lesa meira
 
Úr leik Íslands og Trinidad & Tobago

Jafntefli við Spánverja í hörkuleik - 8.9.2007

Íslendingar og Spánverjar gerðu jafntefli í hörkuleik á Laugardalsvelli í kvöld en leikurinn var í riðlakeppni EM.  Íslendingar komust yfir í fyrri hálfleik með marki Emils Hallfreðssonar og þannig var staðan þangað til 86 mínútur voru liðnar af leiknum en þá jafnaði Andres Iniesta leikinn. Lesa meira
 
KSÍ 60 ára

Sigur á Skotum hjá U19 karla - 8.9.2007

Íslenska U19 karlalandsliðið sigraði Skota í vináttulandsleik í dag en leikurinn fór fram á Sparisjóðsvellinum í Sandgerði.  Lokatölur urðu 3-0 Íslendingum í vil.  Þjóðirnar leika annan leik á mánudaginn og fer sá leikur fram í Keflavík kl. 17:30. Lesa meira
 
Úr vináttulandsleik Íslands og Kanada 22. ágúst 2007

Byrjunarliðið gegn Spánverjum í kvöld - 8.9.2007

Eyjólfur Sverrisson, þjálfari A-landsliðs karla, hefur tilkynnt byrjunarlið Íslands fyrir kvöldið, en Íslendingar mæta Spánverjum á Laugardalsvellinum kl. 20:00 í undankeppni EM 2008.

Lesa meira
 
KSÍ - Alltaf í boltanum

U19 karla mætir Skotum í Sandgerði í dag - 8.9.2007

Íslenska U19 karlalandsliðið leikur í dag vináttulandsleik gegn Skotum.  Leikurinn fer fram á Sparisjóðsvellinum í Sandgerði og hefst kl. 14:00.  Þetta er fyrri vináttulandsleikur þjóðanna en sá síðari er á mánudaginn á Keflavíkurvelli. Lesa meira
 
ÁFRAM íSLAND!!

Ísland - Spánn í kvöld kl. 20:00 - 8.9.2007

Íslendingar og Spánverjar mætast í riðlakeppni EM 2008 í kvöld kl. 20:00 á Laugardalsvelli.  Miðasala verður á Laugardalsvelli frá kl. 12:00 í dag en nokkur hundruð miðar eru enn eftir.  Lesa meira
 
U21 landslið karla

Jafnt hjá U21 karla í Slóvakíu - 7.9.2007

Strákarnir í U21 karla gerðu í dag jafntefli Slóvakíu i riðlakeppni EM U21 en leikið var ytra í grenjandi rigningu.  Lokatölur urðu 2-2 og skoruðu Bjarni Þór Viðarsson og Theódór Elmar Bjarnason mörk Íslendinga. Lesa meira
 
Leikskráin Ísland - Spánn

Leikskráin fyrir Ísland - Spánn - 7.9.2007

KSÍ ákvað á þessu ári að hefja að nýju útgáfu leikskrár fyrir heimalandsleiki, en slík útgáfa hafði ekki verið í meira en áratug.  Fyrir landsleikinn gegn Spánverjum á laugardag verður gefin út 20 blaðsíðna leikskrá með ýmsum áhugaverðum og gagnlegum upplýsingum. 

Lesa meira
 
Við erum öll í íslenska landsliðinu!

Mætum tímanlega og forðumst biðraðir - 7.9.2007

Áhorfendur á leik Íslands og Spánar eru hvattir til að mæta vel tímanlega á leikinn á laugardag til að forðast biðraðir og til að hita upp fyrir leikinn.  Boðið verður upp á ýmislegt fyrir leikinn til að stytta fólki stundir og hefja fjörið.

Lesa meira
 
Flottir stuðningsmenn málaðir í fánalitunum!

Andlitsmálun fyrir leik gegn Spáni - 7.9.2007

Boðið verður upp á andlitsmálun fyrir landsleik Íslands og Spánar á laugardag á Laugardalsvelli.  Því er um að gera að mæta tímanlega og láta mála íslenska fánann á kinnina og ennið, jafnvel að láta mála allt andlitið til að vera sem flottastur!

Lesa meira
 
U21 landslið karla

U21 karla leikur við Slóvaka í dag - 7.9.2007

Íslenska U21 landslið karla leikur í dag við Slóvakíu í riðlakeppni EM 2009.  Leikið er í Senec í Slóvakíu og hefst leikurinn kl. 17:00 að íslenskum tíma.  Luka Kostic, landsliðsþjálfari, hefur tilkynnt byrjunarlið sitt fyrir leikinn. Lesa meira
 
Úr vináttulandsleik Íslands og Kanada 22. ágúst 2007

Síðasti dagur forsölu á Ísland - Spánn - 7.9.2007

Í dag, föstudag, er síðasti dagur forsölu miða á landsleik Íslands og Spánar sem fram fer laugardaginn 8. september kl. 20:00 á Laugardalsvellinum.  Það fer því hver að verða síðastur að tryggja sér miða á leikinn með forsöluafslætti. Lesa meira
 
ÁFRAM íSLAND!!

Klæðum stúkuna í blátt - 6.9.2007

Áttu gamlan landsliðsbúning, eða nýjan?  Áttu bláa úlpu eða bláa peysu, bláa húfu eða trefil?  Áttu bláa skó, bláa vettlinga?  Áttu eitthvað blátt?  Klæðum stúkuna í blátt á laugardaginn!  Allir að mæta í bláu!

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Ásgeir Þór inn í hópinn hjá U19 karla - 5.9.2007

Kristinn R. Jónsson, landsliðsþjálfari U19 karla, hefur gert eina breytingu á hóp sínum er mætir Skotum í tveimur vináttulandsleikjum 8. og 10. september.  Ásgeir Þór Ingólfsson úr Haukum kemur í stað Björns Jónssonar sem er meiddur. Lesa meira
 
KSÍ - Alltaf í boltanum

Tveir leikmenn ekki með gegn Spánverjum vegna meiðsla - 4.9.2007

Tveir leikmenn hafa þurft að draga sig út úr íslenska landsliðshópnum fyrir landsleikinn gegn Spáni vegna meiðsla. Leikmennirnir eru Brynjar Björn Gunnarsson, Reading og Helgi Sigurðsson úr Val. Lesa meira
 
ÁFRAM íSLAND!!

Miðasala á Ísland - Spánn í fullum gangi - 3.9.2007

Miðasala á landsleik Íslands og Spánar í riðlakeppni fyrir EM 2008 stendur nú sem hæst.  Leikurinn fer fram á Laugardalsvelli laugardaginn 8. september og hefst kl. 20:00.  Sala aðgöngumiða á landsleiki fer fram í miðasölukerfi frá midi.is  Lesa meira
 
Við erum öll í íslenska landsliðinu!

Miðasala á Ísland - Norður Írland hafin - 1.9.2007

Miðasala á leik Íslands og Norður Írlands í riðlakeppni fyrir EM 2008 er hafin.  Leikurinn fer fram á Laugardalsvelli, miðvikudaginn 12. september og hefst kl. 18:05.  Miðasala fer fram í miðasölukerfi frá midi.is Lesa meira
 

Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög