Landslið
David_Healy

Landsliðshópur Norður Íra tilkynntur

24 leikmenn skipa hópinn er mætir Lettum 8. september og Íslendingum 12. september

28.8.2007

Nigel Worthington, landsliðsþjálfari Norður Íra hefur tilkynnt landsliðshóp sinn fyrir leiki gegn Lettlandi og Íslandi.  Norður Írar heimsækja okkur heim á Laugardalsvöllinn, miðvikudaginn 12. september kl. 18:05 og er leikurinn í riðlakeppni fyrir EM 2008.

Hópinn skipa 24 leikmenn og leika 20 þeirra í ensku deildarkeppninni.  Norður Írar eru sem stendur í 2. sæti riðilsins og hafa ekki tapað leik síðan þeir biðu lægri hlut gegn Íslendingum í Belfast.

Hópinn skipa eftirtaldir leikmenn:

Markverðir: Maik Taylor (Birmingham City); Roy Carroll (Glasgow Rangers); Alan Mannus (Linfield).

Varnarmenn: Michael Duff (Burnley); Chris Baird (Fulham); Gareth McAuley (Leicester City); Stephen Craigan (Motherwell); Tony Capaldi (Cardiff City); George McCartney (West Ham United); Sean Webb (Ross County); Aaron Hughes (Fulham); Jonathan Evans (Manchester United).

Miðjumenn: Keith Gillespie (Sheffield United); Steven Davis (Fulham); Sammy Clingan (Nottingham Forest); Chris Brunt (West Bromwich Albion); Steve Jones (Burnley); Grant McCann (Barnsley); Stuart Elliott (Hull City); Damien Johnson (Birmingham City).

Framherjar: Warren Feeney (Cardiff City); David Healy (Fulham); Kyle Lafferty (Burnley); Ivan Sproule (Bristol City).

Mynd: David Healy, framherji Fullham og Norður Írlands, hefur verið gríðarlega iðinn við kolann í markaskorun fyrir Norður Íra og hefur skorað 11 mörk í riðlakeppninni.


Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög