Landslið

Íslenski U19 hópurinn er tekur þátt í úrslitakeppni EM U19 kvenna á Íslandi.

Norskur sigur á Laugardalsvelli - 18.7.2007

Norðmenn lögðu Íslendinga með fimm mörkum gegn engu í fyrsta leik liðanna í úrslitakeppni EM U19 landsliða kvenna, en liðin mættust á Laugardalsvelli í kvöld.  Noregur hefur því tyllt sér á topp A-riðils.

Lesa meira
 
Merki_WU19_Iceland_2007

Þremur leikjum lokið í fyrstu umferð - 18.7.2007

Þrír leikir í fyrstu umferð úrslitakeppni EM U19 landsliða kvenna fóru fram í dag.  Frakkland og Þýskaland unnu eins marks sigra og eru því með þrjú stig, en England og Pólland skildu jöfn eftir mikla dramatík á lokasekúndunum.

Lesa meira
 
Merki Orkuveitunnar

Orkuveita Reykjavíkur býður á leikina - 18.7.2007

Orkuveita Reykjavíkur er sérstakur samstarfsaðili KSÍ vegna úrslitakeppni EM U19 kvenna.  Einn stærsti þátturinn í þessu samstarfi er sá að Orkuveitan hefur ákveðið að bjóða knattspyrnuáhugafólki frítt á alla leikina í keppninni.

Lesa meira
 
Merki_WU19_Iceland_2007

Setningarathöfn fyrir fyrsta leik Íslands - 18.7.2007

Fyrir leik Íslands og Noregs á Laugardalsvelli í kvöld verður stutt setningarathöfn í tilefni fyrsta leikdags í úrslitakeppni EM U19 kvenna.  Setningarathöfnin hefst um kl. 19:00 og munu um 100 iðkendur frá Þrótti Reykjavík koma þar við sögu. Lesa meira
 
Merki_WU19_Iceland_2007

Leikir dagsins í úrslitakeppni U19 kvenna - 18.7.2007

Úrslitakeppni EM U19 kvenna hefst í dag. Á Fylkisvelli mætast Pólland og England, á Kópavogsvelli leika Spánn og Frakkland og á Víkingsvelli mætast Danmörk og Þýskaland.  Á Laugardalsvelli kl. 19:15 leika svo Íslendingar og Norðmenn.  Ókeypis er inn á alla leiki mótsins í boði Orkuveitu Reykjavíkur. Lesa meira
 
Byrjunarlið U19 kvenna gegn Englandi í nóvember 2006

Byrjunarlið Íslands gegn Noregi - 18.7.2007

Ólafur Þór Guðbjörnsson, landsliðsþjálfari U19 kvenna hefur tilkynnt byrjunarliðið sitt er mætir Norðmönnum í fyrsta leik liðsins í úrslitakeppni U19 kvenna.  Leikurinn hefst kl. 19:15 í kvöld og er leikinn á Laugardalsvelli. Lesa meira
 

Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög