Landslið

Byrjunarliðið fyrir leikinn gegn Svíum hjá U17 karla á Norðurlandamótinu

Naumt tap gegn Svíum hjá U17 karla - 31.7.2007

Íslenska U17 karlalandsliðið beið lægri hlut gegn jafnöldrum sínum frá Svíþjóð í dag en leikurinn er liður í Norðulandamótinu er fram fer í Danmörku.  Svíar unnu sigur með því að skora sigurmarkið á 77. mínútu leiksins. Lesa meira
 
Merki_WU19_Iceland_2007

Glæsilegri úrslitakeppni U19 kvenna lokið - 31.7.2007

Eins og kunnugt er lauk úrslitakeppni EM U19 landsliða kvenna með úrslitaleik á Laugardalsvelli síðastliðinn sunnudag.  Mótið var hið glæsilegasta í alla staði og eiga hinir fjölmörgu sjálfboðaliðar sem störfuðu við mótið þakkir skildar.

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Byrjunarlið U17 karla gegn Svíum á NM - 31.7.2007

U17 landslið karla mætir Svíum í dag, þriðjudag kl. 13:00, í öðrum leik sínum í Norðurlandamótinu, sem fram fer í Danmörku að þessu sinni.  Luka Kostic, þjálfari liðsins, hefur tilkynnt byrjunarlið Íslands.

Lesa meira
 
Amandine Henry og Isabel Kerschowski eru í úrvalsliðinu - uefa.com

Úrvalslið EM U19 kvenna kynnt - 31.7.2007

UEFA hefur kynnt úrvalslið úrslitakeppni EM U19 kvenna, sem er nýlokið hér á Íslandi.  Það eru fréttaritarar uefa.com sem standa að valinu og eru Þjóðverjar áberandi á meðal valinna leikmanna.

Lesa meira
 
Fanndís Friðriksdóttir

Fanndís markahæst ásamt tveimur öðrum - 31.7.2007

Fanndís Friðriksdóttir varð markahæst á nýafstaðinni úrslitakeppni EM U19 landsliða kvenna, ásamt tveimur öðrum leikmönnum.  Fanndís, hin enska Ellen White og Frakkinn Mary-Laure Delie skoruðu allar þrjú mörk.

Lesa meira
 
Argentínumenn fagna sigri á HM U20 karla 2007 - fifa.com

Geir í skipulagsnefnd HM U20 karla - 31.7.2007

Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, hefur verið skipaður í skipulagsnefnd á vegum FIFA fyrir Heimsmeistarakeppni U20 landsliða karla sem fram fer í Egyptalandi 2009. 

Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands gegn Englandi í úrslitakeppni EM U17 í Belgíu 2. maí 2007

Tap hjá U17 karla gegn Englendingum - 30.7.2007

Norðurlandamót U17 karla hófst í dag en mótið fer fram í Danmörku.  Íslendingar biðu lægri hlut gegn Englendingum í fyrsta leik sínum.  Englendingar skoruðu tvö mörk án þess að Íslendingum tækist að svara. Lesa meira
 
U17_hopurinn_i_Portugal

Norðurlandamót U17 karla hefst í dag - 30.7.2007

Norðurlandamót U17 karla hefst í dag í Danmörku og leikur íslenska liðið sinn fyrsta leik gegn Englandi kl. 13:00.  Einnig eru Svíar og Finnar með Íslendingum í riðli.  Luka Kostic, landsliðsþjálfari, hefur tilkynnt byrjunarliðið fyrir leikinn í dag. Lesa meira
 
Merki_WU19_Iceland_2007

Þjóðverjar Evrópumeistarar U19 kvenna - 29.7.2007

Þjóðverjar lögðu Englendinga með tveimur mörkum gegn einu í úrslitaleik EM U19 kvenna á Laugardalsvellinum í dag.  Markalaust var eftir venjulegan leiktíma og bæði mörkin komu í framlengingu.  Þjóðverjar eru því Evrópumeistarar U19 landsliða kvenna. Lesa meira

 
Tyskaland-England

Þýskaland - England í dag - 29.7.2007

Úrslitaleikur EM U19 kvenna fer fram á Laugardalsvelli í dag kl. 16:00.  Mætast þá gamalgrónar knattspyrnuþjóðir, Þýskaland og England.  Þjóðverjar eru núverandi handhafar titilsins en enska liðið hefur komið mörgum á óvart með framgöngu sinni í mótinu. Lesa meira
 
Mary-Laure Delie - uefa.com

Markadrottningar berjast - 27.7.2007

Þrír leikmenn eru nú markahæstir í úrslitakeppni EM U19 kvenna, en aðeins einn þeirra getur bætt við.  Þær Fanndís Friðriksdóttir, Mary-Laure Delie og Ellen White hafa allar skorað 3 mörk.

Lesa meira
 
Englendingar fagna marki í undanúrslitaleiknum gegn Noregi í EM U19 kvenna

Englendingar mæta Þjóðverjum - 27.7.2007

Það verða tvær rótgrónar knattspyrnuþjóðir, Þýskaland og England, er mætast í úrslitaleik EM U19 á sunnudaginn.  Þetta varð ljóst eftir að Englendingar unnu Norðmenn á KR-vellinum í gærkvöldi með þremur mörkum gegn engu. Lesa meira
 
Úr leik Þýskalands og Frakklands - uefa.com

Þjóðverjar áfram eftir framlengdan leik - 26.7.2007

Þjóðverjar tryggðu sér sæti í úrslitaleik EM U19 landsliða kvenna þegar þeir báru sigurorð af Frökkum með fjórum mörkum gegn tveimur eftir framlengdan leik.  Úrslitaleikurinn fer fram á Laugardalsvelli á sunnudag kl. 16:00.

Lesa meira
 
Isabel og Monique Kerschowski - uefa.com

Hafið auga með þessum leikmönnum - 25.7.2007

Undanúrslitin í lokakeppni EM U19 landsliða kvenna fara fram á fimmtudag.  Vert er að gefa lykilmönnum liðanna fjögurra góðar gætur, því þar eru á ferð gríðarlega efnilegir leikmenn sem eru þegar farnir að banka á dyr A-landsliða sinna.

Lesa meira
 
Úr leik Danmerkur og Noregs á Akranesvelli í úrslitakeppni EM U19 kvenna

Undanúrslitin á fimmtudag hjá U19 kvenna - 25.7.2007

Nú standa fjórar þjóðir eftir í úrslitakeppni EM U19 kvenna og er leikið í undanúrslitum á morgun, fimmtudag.  Á Laugardalsvelli leika Þýskaland og Frakkland kl. 16:00 og kl. 19:00 mætast England og Noregur á KR-velli. Lesa meira
 
Fanndís Friðriksdóttir

Fanndís markahæst eftir riðlakeppnina - 24.7.2007

Fanndís Friðriksdóttir, framherji í U19 landsliði Íslands, er markahæst allra leikmanna eftir riðlakeppnina í úrslitakeppni EM U19 kvenna.  Fanndís skoraði öll þrjú mörk íslenska liðsins í keppninni.  Næstu leikmenn hafa skorað tvö mörk.

Lesa meira
 
Íslenski U19 hópurinn er tekur þátt í úrslitakeppni EM U19 kvenna á Íslandi.

Þjóðverjar unnu sigur í Grindavík - 23.7.2007

Þjóðverja lögðu Íslendinga með fjórum mörkum gegn tveimur í lokaumferð riðlakeppni U19 kvenna, en liðin mættust í Grindavík í dag.  Fanndís Friðriksdóttir gerði bæði mörk Íslands í leiknum og skoraði því öll þrjú mörk Íslands í keppninni.

Lesa meira
 
Merki_WU19_Iceland_2007

Norðmenn tryggðu sér sigur í lokin - 23.7.2007

Í dag lauk riðlakeppni úrslitakeppni EM U19 kvenna og fóru fram fjórir hörkuleikir.  Þýskaland, Noregur, England og Frakkland halda áfram í undanúrslitin sem fara fram á fimmtudaginn.  Lesa meira
 
Guðný Björk Óðinsdóttir

Byrjunarlið Íslands gegn Þjóðverjum í U19 - 23.7.2007

Ólafur Þór Guðbjörnsson, þjálfari U19 landsliðs kvenna, hefur tilkynnt byrjunarlið Íslands gegn Þjóðverjum í dag.  Fimm breytingar eru gerðar á liðinu sem mætti Dönum á föstudag.  Leikurinn gegn Þýskalandi fer fram í Grindavík og hefst kl. 16:00

Lesa meira
 
Merki_WU19_Iceland_2007

Leikir dagsins hefjast allir kl 16:00 - 23.7.2007

Lokaumferð riðlakeppni úrslitakeppni U19 kvenna fer fram í dag og fara fram fjórir sem hefjast allir kl.16:00.  Ísland tekur á móti Evrópumeisturum Þjóðverja í dag í lokaleik sínum í keppninni og fer leikurinn fram á Grindavíkurvelli. Lesa meira
 
Merki_WU19_Iceland_2007

Þjóðverjar öruggir í undanúrslit - 20.7.2007

Þjóðverjar tryggðu sér í dag sæti í undanúrslitum EM U19 kvenna með því að leggja Norðmenn á Fylkisvelli í dag með tveimur mörkum gegn engu.  Baráttunni um hin sætin þrjú lýkur á mánudag.

Lesa meira
 
Íslenski U19 hópurinn er tekur þátt í úrslitakeppni EM U19 kvenna á Íslandi.

Naumt tap gegn Dönum í hörkuleik - 20.7.2007

Íslenska U19 kvennalandsliðið beið lægri hlut gegn Danmörku í kvöld á Kópavogsvelli með tveimur mörkum gegn einu.  Fanndís Friðriksdóttir skoraði mark íslenska liðsins í síðari hálfleik. Lesa meira
 
Merki_WU19_Iceland_2007

Ísland mætir Danmörku á föstudag - 19.7.2007

Önnur umferð riðlakeppninnar í úrslitakeppni EM U19 landsliða kvenna fer fram á föstudag.  Þrír leikir fara fram kl. 16:00, en kl. 19:15 mæta Íslendingar Dönum á Kópavogsvelli. Frítt er á alla leikina í boði Orkuveitu Reykjavíkur.

Lesa meira
 
Íslenski U19 hópurinn er tekur þátt í úrslitakeppni EM U19 kvenna á Íslandi.

Norskur sigur á Laugardalsvelli - 18.7.2007

Norðmenn lögðu Íslendinga með fimm mörkum gegn engu í fyrsta leik liðanna í úrslitakeppni EM U19 landsliða kvenna, en liðin mættust á Laugardalsvelli í kvöld.  Noregur hefur því tyllt sér á topp A-riðils.

Lesa meira
 
Merki_WU19_Iceland_2007

Þremur leikjum lokið í fyrstu umferð - 18.7.2007

Þrír leikir í fyrstu umferð úrslitakeppni EM U19 landsliða kvenna fóru fram í dag.  Frakkland og Þýskaland unnu eins marks sigra og eru því með þrjú stig, en England og Pólland skildu jöfn eftir mikla dramatík á lokasekúndunum.

Lesa meira
 
Merki Orkuveitunnar

Orkuveita Reykjavíkur býður á leikina - 18.7.2007

Orkuveita Reykjavíkur er sérstakur samstarfsaðili KSÍ vegna úrslitakeppni EM U19 kvenna.  Einn stærsti þátturinn í þessu samstarfi er sá að Orkuveitan hefur ákveðið að bjóða knattspyrnuáhugafólki frítt á alla leikina í keppninni.

Lesa meira
 
Merki_WU19_Iceland_2007

Setningarathöfn fyrir fyrsta leik Íslands - 18.7.2007

Fyrir leik Íslands og Noregs á Laugardalsvelli í kvöld verður stutt setningarathöfn í tilefni fyrsta leikdags í úrslitakeppni EM U19 kvenna.  Setningarathöfnin hefst um kl. 19:00 og munu um 100 iðkendur frá Þrótti Reykjavík koma þar við sögu. Lesa meira
 
Merki_WU19_Iceland_2007

Leikir dagsins í úrslitakeppni U19 kvenna - 18.7.2007

Úrslitakeppni EM U19 kvenna hefst í dag. Á Fylkisvelli mætast Pólland og England, á Kópavogsvelli leika Spánn og Frakkland og á Víkingsvelli mætast Danmörk og Þýskaland.  Á Laugardalsvelli kl. 19:15 leika svo Íslendingar og Norðmenn.  Ókeypis er inn á alla leiki mótsins í boði Orkuveitu Reykjavíkur. Lesa meira
 
Byrjunarlið U19 kvenna gegn Englandi í nóvember 2006

Byrjunarlið Íslands gegn Noregi - 18.7.2007

Ólafur Þór Guðbjörnsson, landsliðsþjálfari U19 kvenna hefur tilkynnt byrjunarliðið sitt er mætir Norðmönnum í fyrsta leik liðsins í úrslitakeppni U19 kvenna.  Leikurinn hefst kl. 19:15 í kvöld og er leikinn á Laugardalsvelli. Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands gegn Englandi í úrslitakeppni EM U17 í Belgíu 2. maí 2007

Hópurinn valinn hjá U17 karla fyrir Norðurlandamótið - 17.7.2007

Lúka Kostic, landsliðsþjálfari U17 karla, hefur valið landsliðshóp sinn er tekur þátt á Norðurlandamótinu frá 29. júli til 5. ágúst næstkomandi.  Íslendingar eru í riðli með Englendingum, Svíum og Finnum. Lesa meira
 
Merki_WU19_Iceland_2007

Bakhjarlar liðanna - 17.7.2007

Samstarfsaðilar KSÍ hafa tekið að sér að vera bakhjarlar aðkomuliðanna sjö í úrslitakeppni EM U19 kvenna sem fram fer hér á landi og hefst á miðvikudag.  Samstarfsaðilarnir gefa stuðningsmönnum "síns liðs" gjafir á leikstöðunum.

Lesa meira
 
Geir Þorsteinsson og Michel Platini á fundi í Genf í apríl 2007

Platini afhendir sigurverðlaunin - 16.7.2007

Á miðvikudaginn verður flautað til leiks í úrslitakeppni EM U19 kvenna en mótið er sem kunnugt er haldið hér á landi.  Þrír leikir hefjast kl. 16:00 á miðvikudaginn en fjórði leikurinn, á milli Íslands og Noregs, hefst kl. 19:15 á Laugardalsvelli.  Nú er ljóst að forseti UEFA, Michel Platini, mun verða viðstaddur úrslitaleikinn og afhendir nýbökuðum Evrópumeisturum sigurverðlaunin.

Lesa meira
 
Merki_WU19_Iceland_2007

Fyrstu fulltrúar UEFA koma til landsins í dag - 12.7.2007

Alltaf styttist í úrslitakeppni EM U19 kvenna en keppnin hefst sem kunnugt er, 18. júlí næstkomandi.  Sjálfboðaliðar hafa þegar hafið störf og er von á fyrstu fulltrúum UEFA og styrktaraðila mótsins í dag. Lesa meira
 
Merki_WU19_Iceland_2007

U19 hópurinn fyrir úrslitakeppnina tilkynntur - 10.7.2007

Ólafur Þór Guðbjörnsson, þjálfari U19 landsliðs kvenna, hefur valið leikmannahópinn sem tekur þátt í úrslitakeppni EM fyrir hönd Íslands, en keppnin fer fram hér á landi og hefst í næstu viku.

Lesa meira
 
Island_U17_kvenna_NM3

Enduðu í 8. sæti - 9.7.2007

U17 kvenna lék á sunnudag um 7.-8. sæti á Norðurlandamótinu í Noregi við Dani og urðu lokatölur leiksins 4-1 fyrir Dani. Lesa meira
 
U17-2001-0001

Úrtaksæfingar vegna U17 karla - 6.7.2007

Eftirtaldir leikmenn hafa verið valdir til að taka þátt í úrtaksæfingum vegna U17 liðs karla. Æfingarnar fara fram undir stjórn Lúkasar Kostic þjálfara U7 landsliðs Íslands. Lesa meira
 
Alid-byrjunarlid-01a-togt

Danmörk - Ísland á Parken - 6.7.2007

Áfrýjunardómstóll UEFA mildaði dóm gegn Dönum vegna atviks í leik Dana og Svía 2. júní sl. þannig að Danmörk verður nú að leika tvo næstu heimaleiki sína í 140 km fjarlægð frá Kaupmannahöfn. Lesa meira
 
Island_U17_kvenna_NM3

Tap í síðasta leik riðilsins á NM U17 kvenna - 5.7.2007

 

Íslandi tapaði fyrir Hollandi 1 - 3 í síðasta leik riðilsins á NM U17 kvenna í dag í Noregi. Ísland komst yfir á 15 mínútu með marki Jónu Hauksdóttir, Holland jafnaði á 30 mínútu og komst svo yfir á 35 mínútu, síðasta mark Hollands kom svo á 60 mínútu.

Lesa meira

 
Merki_WU19_Iceland_2007

Tvær vikur í úrslitakeppni U19 ára - 5.7.2007

Nú eru aðeins tvær vikur þar til úrslitakeppni EM U19 ára stúlkna hefst hér á Íslandi og undirbúningur því kominn vel á veg Lesa meira
 
Island_U17_kvenna_NM3

U17 stúlkur leika gegn Hollandi í dag á NM - 5.7.2007

 

Noregur og Svíþjóð eru jöfn í efsta sæti riðilsins, hafa unnið báða leiki sína og leika til úrslita á morgun.  Noregur sigraði Holland 1-0 og Svíþjóð sigraði Holland 3-1.    

Lesa meira

 
Svitjod_2007

Ísland U17 kvenna tapaði fyrir Noregi á Norðurlandamótinu - 3.7.2007

Íslenska U17 landslið kvenna tapaði 0 – 2 fyrir Noregi á Norðurlandamótinu í dag, staðan í hálfleik var 0 - 2. Lesa meira
 
Við erum öll í íslenska landsliðinu!

Norðurlandamót U17 kvenna - 3.7.2007

 

Íslenska U17 landslið kvenna leikur í dag gegn Noregi ytra en þetta er annar leikur liðsins í mótinu en leikurin er liður í Norðurlandamóti kvenna U17. Leikurinn hefst kl. 17:00 að íslenskum tíma

Lesa meira

 
Við erum öll í íslenska landsliðinu!

Tap í fyrsta leik hjá U17 kvenna á Norðurlandamótinu - 2.7.2007

Íslenska U17 landslið kvenna tapaði 3 – 0 fyrir Svíþjóð á Norðurlandamótinu Lesa meira
 
Við erum öll í íslenska landsliðinu!

Norðurlandamót U17 - 2.7.2007

Íslenska U17 landslið kvenna leikur í dag  gegn Svíþjóð ytra en leikurin er liður í Norðurlandamóti kvenna U17.  Leikurinn hefst kl. 15:00 að íslenskum tíma

Lesa meira

 

Stúlkurnar hjá U17 hefja leik í dag - 2.7.2007

Stúlkurnar hjá U17 hefja leik á Norðurlandamótinu í dag og leika gegn Svíþjóð kl. 15.00 að íslenskum tíma. Lesa meira
 
Merki_WU19_Iceland_2007

Mikill fjöldi sjálfboðaliða við úrslitakeppni EM U19 kvenna - 1.7.2007

Eins og kunnugt er hefst úrslitakeppni EM U19 kvenna hér á landi 18. júlí næstkomandi.  Mikill fjöldi sjálfboðaliða mun starfa með einum eða öðrum hætti við keppnina og hefur gengið vel að manna þau störf. Lesa meira
 

Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög