Landslið

Merki_WU19_Iceland_2007

Þrjár vikur í úrslitakeppni EM U19 kvenna - 27.6.2007

Í dag eru réttar þrjár vikur þangað til að flautað verður til leiks í úrslitakeppni EM U19 kvenna.  Ísland er í riðli með Noregi, Danmörku og Evrópumeisturum Þýskalands og mæta Norðmönnum í fyrsta leik sínum.

Lesa meira
 
U17_kv_byrjunarlid_Danir_2006

Hópurinn hjá U17 kvenna valinn fyrir Noregsför - 26.6.2007

Kristrún Lilja Daðadóttir, landsliðsþjálfari U17 kvenna, hefur valið 18 leikmenn er taka þátt í Norðurlandamóti U17 kvenna sem fram fer í Noregi í júlí.  Ísland leikur í riðli með Svíþjóð, Noregi og Hollandi. Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands gegn Frakklandi 16. júní 2007

Glæstur sigur Íslands á Serbíu - 21.6.2007

Íslenska kvennalandsliðið skemmti 5.976 áhorfendum konunglega þegar þær lögðu Serbíu örugglega í kvöld.  Lokatölur urðu 5-0 Íslandi í vil eftir að staðan í hálfleik hafði verið 2-0.  Aldrei hafa áhorfendur verið fleiri á kvennalandsleik á Íslandi.

Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands gegn Frakklandi 16. júní 2007

Byrjunarlið Íslands gegn Serbíu - 20.6.2007

Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari, hefur tilkynnt byrjunarliðið er mætir Serbum.  Leikurinn er liður í undankeppni EM  og hefur íslenska liðið unnið báða leiki sína til þessa í riðlinum.  Serbneska liðið hefur unnið eina leik sinn í riðlinum til þessa. Lesa meira
 
Dagmar_Damkova

Dómarar leiksins koma frá Tékklandi - 20.6.2007

Dómarar leiksins koma frá Tékklandi og mun Dagmar Damkova sjá um dómgæsluna.  Hún er einn þekktasti dómari Tékklands og árið 2003 varð hún fyrst kvendómarinn til að dæma í efstu deild karla í Tékklandi. Lesa meira
 
Ásthildur Helgadóttir, Katrín Jónsdóttir og Dóra Stefánsdóttir í baráttunni gegn Frökkum

Leikmannahópur valinn fyrir Serbaleikinn - 20.6.2007

Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari, hefur valið 18 manna hóp er mætir Serbum í undankeppni EM á fimmtudagskvöld.  Leikurinn hefst kl. 21:15 á Laugardalsvelli og eru áhorfendur hvattir til þess að láta ekki sitt eftir liggja. Lesa meira
 
U17_kv_byrjunarlid_Danir_2006

26 leikmenn valdir til æfinga hjá U17 kvenna - 20.6.2007

Kristrún Lilja Daðadóttir, landsliðsþjálfari U17 kvenna, hefur valið 26 leikmenn í undirbúningshóp fyrir Norðurlandamótið sem fram í júlí í Noregi.  Hópurinn æfir á Laugarvatni um næstu helgi. Lesa meira
 
Við erum öll í íslenska landsliðinu!

Aðgangur á Ísland - Serbía fyrir handhafa A-skírteina - 19.6.2007

Fyrir landsleikinn gegn Serbíu á fimmtudaginn geta handhafar A-skírteina sýnt þau við merktan inngang á Laugardalsvelli þegar komið er á völlinn.  Mikilvægt er að aðeins sé notaður þessi merkti inngangur fyrir A-skírteini. Lesa meira
 
Grétar Rafn skoraði gegn Búlgaríu

Landsliðið á fjögurra þjóða mót á Möltu - 19.6.2007

Íslenska karlalandsliðið mun taka þátt í fjögurra þjóða móti á Möltu í febrúar á næsta ári.  Auk heimamanna í Möltu verða Hvít-Rússar og Armenar með í mótinu.  Leikirnir verða þrír og eru leikdagar 2., 4. og 6. febrúar 2008.

Lesa meira
 
U19-isl-eng-2006

Góður sigur hjá U19 gegn Svíum - 19.6.2007

Íslenska U19 kvennalandsliðið bar í gær sigurorð af Svíum í vináttulandsleik sem fram fór í Norrtalje í Svíþjóð.  Lokatölur urðu 0-1 og var það Rakel Hönnudóttir sem skoraði sigurmark íslenska liðsins á 64. mínútu. Lesa meira
 
Perica Krstic

Perica Krstic þjálfar kvennalandslið Serbíu - 19.6.2007

Þjálfari kvennalandsliðs Serbíu, sem mætir því íslenska í undankeppni EM 2009 á fimmtudag, heitir Perica Krstic.  Krstic er virtur þjálfari í kvennaknattspyrnu í heimalandinu, en hann þjálfar einnig U19 kvennalandslið Serba.

Lesa meira
 
Sæti í úrslitakeppninni í höfn

Úrtaksæfingar hjá U17 karla um helgina - 18.6.2007

Luka Kostic, landsliðsþjálfari U17 karla, hefur valið 34 leikmenn til úrtaksæfinga um komandi helgi.  Leikmennirnir sem fæddir eru árið 1991, munu æfa tvisvar um helgina og færa æfingarnar fram á Tungubökkum. Lesa meira
 
Áhorfendur á Frakkaleiknum fagna sigri

Ísland - Serbía fimmtudaginn 21. júní kl. 21:15 - 18.6.2007

Ísland tekur á móti Serbíu í undankeppni Evrópumóts kvennalandsliða.  Leikurinn fer fram fimmtudaginn 21. júní á Laugardalsvelli og hefst kl. 21:15.  Íslenska liðið hefur farið vel af stað í riðlakeppninni og er með fullt hús stiga eftir tvo leiki. Lesa meira
 
U19-isl-eng-2006

U19 kvenna leikur í Svíþjóð í dag - 18.6.2007

Íslenska U19 landslið kvenna leikur í dag vináttulandsleik gegn Svíþjóð ytra.  Leikurinn sem er lokaleikur liðsins fyrir úrslitakeppni EM U19 kvenna hefst kl. 17:00 að íslenskum tíma.  Ólafur Þór Guðbjörnsson hefur tilkynnt byrjunarlið sitt. Lesa meira
 
Marki Margrétar Láru gegn Frökkum fagnað af innlifun

Frábær sigur á Frökkum - 16.6.2007

Íslendingar unnu frábæran sigur á Frakklandi í dag með einu marki gegn engu.  Margrét Lára Viðarsdóttir skoraði mark Íslands á 81. mínútu eftir fyrirgjöf frá Dóru Maríu Lárusdóttur.  Íslenska liðið varðist frábærlega og gaf Frökkum fá færi á sér. Lesa meira
 
Þóra Helgadóttir, hér í leik gegn Svíum 2006, leikur sinn 50. landsleik gegn Ítalíu á Algarve Cup 2007

Byrjunarliðið gegn Frökkum tilbúið - 15.6.2007

Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari, hefur tilkynnt byrjunarlið sitt er mætir Frökkum á Laugardalsvelli á morgun.  Leikurinn er í undakeppni EM og hefst kl. 14:00.  Um er að ræða tímamótaleiki hjá Eddu Garðarsdóttur og Dóru Stefánsdóttur. Lesa meira
 
Ásthildur Helgadóttir og Katrín Jónsdóttir í kröppum dansi gegn Tékkum á Laugardalsvelli 19. ágúst 2006

Hjálpaðu við að láta drauminn rætast! - 15.6.2007

Ísland og Frakkland mætast í undankeppni EM á Laugardalsvelli, laugardaginn 16. júní kl. 14:00.  Góður stuðningur áhorfenda getur skipt sköpum í þessum leik og hjálpað stelpunum í því að láta drauminn rætast. Lesa meira
 
Úr leik Íslands og Portúgals frá árinu 2006

18 leikmenn valdir fyrir leikinn gegn Frökkum - 15.6.2007

Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari, tilkynnti í dag hvaða 18 leikmenn munu skipa liðið gegn Frökkum á morgun.  Rakel Logadóttir verður ekki með í þessum leik vegna meiðsla. Lesa meira
 
Katrín Jónsdóttir í leik gegn Tékkum á Laugardalsvelli 2006

Tvisvar áður verið í riðli með Frökkum - 15.6.2007

Íslenska kvennalandsliðið hefur tvisvar sinnum áður verið með Frökkum í riðli í undankeppni EM.  Fyrsta viðureignin fór fram á Akranesvelli í september 1995 og gerðu liðin þá 3-3 jafntefli. Lesa meira
 
Þóra Helgadóttir, hér í leik gegn Svíum 2006, leikur sinn 50. landsleik gegn Ítalíu á Algarve Cup 2007

Miðasala á leikinn gegn Frökkum í gangi - 14.6.2007

Miðasala á leik Íslands og Frakklands sem fram fer laugardaginn 16. júní kl. 14:00, er hafin.  Hægt er að kaupa miða á hér á síðunni og á www.midi.is.  Miðinn kostar 1000 krónur en frítt er fyrir 16 ára og yngri.  Sætaval er frjálst í vesturstúkunni. Lesa meira
 
Wendy Toms

Wendy Toms dæmir leikinn - 13.6.2007

Dómarinn í viðureign Íslands og Frakklands á laugardag er Englendingurinn Wendy Toms. Toms varð á sínum tíma fyrsti kvendómarinn til að starfa í ensku úrvalsdeildinni og starfaði þar sem aðstoðardómari á fjölmörgum leikjum.

Lesa meira
 
Evrópukeppni kvennalandsliða

Möguleikar íslenska liðsins - 13.6.2007

Áhugavert er að velta fyrir sér möguleikum A-landsliðs kvenna á sæti í lokakeppni EM 2009.  Í riðli Íslands er ljóst að Frakkar þykja sigurstranglegir og er talið að íslenska liðið eigi góðan möguleika á 2. sæti riðilsins.

Lesa meira
 
Bruno Bini - www.fff.fr

Bruno Bini þjálfar landslið Frakka - 13.6.2007

Þjálfari kvennalandsliðs Frakka er Bruno Bini, en hann tók við liðinu í febrúar á þessu ári.  Hann þjálfaði áður U19 kvennalandslið Frakka og gerði það lið m.a. að Evrópumeisturum árið 2003.

Lesa meira
 
Sandrine Soubeyrand

Gríðarsterkur landsliðshópur Frakka - 13.6.2007

Frakkar tefla fram gríðarlega sterkum leikmannahópi gegn Íslandi í undankeppni EM næsta laugardag.  Í hópnum er góð blanda eldri og reyndari leikmanna annars vegar og ungra og efnilegra hins vegar.

Lesa meira
 
akvennahollandIMG_0362

Handhafar A-passa á leikina gegn Frakklandi og Serbíu - 13.6.2007

Fyrir landsleikina gegn Frakklandi og Serbíu geta handhafar A-skírteina sýnt þau við merktan inngang á Laugardalsvelli þegar komið er á völlinn.  Mikilvægt er að aðeins sé notaður þessi merkti inngangur fyrir A-skírteini. Lesa meira
 
Styrkleikalisti FIFA - Karlalandslið

Styrkleikalisti karlalandsliða frá FIFA birtur - 13.6.2007

Nýr styrkleikalisti FIFA var birtur í dag og fellur íslenska liðið niður um þrettán sæti á listanum og sitja í sæti 109.  Ítalir halda toppsætinu en Frakkar fara upp fyrir Brasilíumenn í annað sætið. Lesa meira
 
Ásta Árnadóttir

Flestir leikmenn frá Val - 12.6.2007

Í 22 manna landsliðshópi Sigurðar Ragnars Eyjólfssonar, þjálfara A-landsliðs kvenna, eru hvorki fleiri né færri en 9 leikmenn frá Íslands- og bikarmeisturum Vals, eða tæplega helmingur hópsins. Lesa meira
 
Edda Garðasdóttir

Edda og Dóra gætu náð áfangaleikjum - 12.6.2007

Edda Garðarsdóttir og Dóra Stefánsdóttir ná stórum áföngum í landsleikjafjölda ef þær koma við sögu í leiknum gegn Frökkum í undankeppni EM 2009 á Laugardalsvelli næsta laugardag.

Lesa meira
 
Kvennalandslið Frakklands - Mynd af www.fff.fr

Frakkar sigurvissir - 12.6.2007

Á vef franska kvennalandsliðsins fer nú fram könnun á meðal knattspyrnuáhugafólks þar sem spáð er um úrslit viðureignar Íslendinga og Frakka í undankeppni EM 2009.  Frakkar sigurvissir fyrir leikinn. Lesa meira
 
U19-isl-eng-2006

U19 kvenna leikur gegn Svíþjóð 18. júní - 12.6.2007

Ólafur Þór Guðbjörnsson, landsliðsþjálfari U19 kvenna, hefur valið landsliðshóp sinn er mætir Svíum í vináttulandsleik í Svíþjóð 18. júní.  Leikurinn er síðasti leikurinn hjá íslenska liðinu fyrir úrslitakeppni EM sem hefst hér á landi í 18. júlí. Lesa meira
 
Úr leik Íslands og Portúgals frá árinu 2006

Hópurinn valinn fyrir Frakkland og Serbíu - 11.6.2007

Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari, hefur valið landsliðshóp sinn fyrir leikinga tvo gegn Frakklandi og Serbíu.  Leikurinn gegn Frakklandi fer fram laugardaginn 16. júní kl. 14:00 en Serbíuleikurinn fimmtudaginn 21. júní. Lesa meira
 
Evrópukeppni kvennalandsliða

Íslenski hópurinn tilkynntur í dag - 11.6.2007

Landsliðshópurinn sem mætir Frökkum og Serbum í undankeppni EM kvennalandsliða 2009 verður tilkynntur með blaðamannafundi í höfuðstöðvum KSÍ í dag, mánudag kl. 14:00.

Lesa meira
 
UEFA

Svíum dæmdur sigur gegn Dönum - 8.6.2007

Aganefnd UEFA úrskurðaði í dag Svíum sigur í leik gegn Dönum sem fram fór 2. júní síðastliðinn.  Leikurinn var flautaður af í stöðunni 3-3 þegar að danskur áhorfandi veittist að dómara leiksins.  Danir hafa áfrýjað niðurstöðunni. Lesa meira
 
Ásthildur Helgadóttir og Katrín Jónsdóttir í kröppum dansi gegn Tékkum á Laugardalsvelli 19. ágúst 2006

Ísland - Frakkland laugardaginn 16. júní - 7.6.2007

Ísland mætir Frakklandi í undankeppni fyrir EM kvenna 2009 og er leikurinn leikinn á Laugardalsvellinum.  Leikurinn fer fram daginn fyrir þjóðhátíðardaginn, laugardaginn 16. júní og hefst kl. 14:00.  Stuðningur áhorfenda getur skipt sköpum í þessum leik. Lesa meira
 
Alid-byrjunarlid-01a-togt

Tap hjá Íslendingum í Stokkhólmi - 6.6.2007

Íslendingar biðu lægri hlut gegn Svíum í landsleik í Stokkhólmi en leikurinn var í riðlakeppni fyrir EM 2008.  Lokatölur urðu þær að heimamenn skoruðu fimm mörk án þess að Íslendingar næðu að svara. Lesa meira
 
Búningarnir tilbúnir fyrir leikinn gegn Svíum

Svíþjóð - Ísland kl. 18:15 í kvöld - 6.6.2007

Í dag sækir íslenska landsliðið það sænska heim á Rasunda vellinum í Stokkhólmi.  Leikurinn er í riðlakeppni fyrir EM 2008 og hefst kl. 18:15 að íslenskum tíma.  Eyjólfur Sverrisson, landsliðsþjálfari, hefur tilkynnt byrjunarlið sitt. Lesa meira
 
Íslenska landsliðð æfir á Raslunda vellinum í Stokkhólmi daginn fyrir leikinn gegn Svíum á þjóðhátíðardag heimamanna, 6. júní.

Landsliðið æfði á Rasunda vellinum - 5.6.2007

Íslenska landsliðið æfði í dag á rennisléttum Rasunda vellinum en á morgun etja þeir kappi þar við Svía.  Aðstæður eru allar hinar bestu og var um 26 stiga hiti í Stokkhólmi í dag. Lesa meira
 
Sigurður Ragnar Eyjólfsson og Guðni Kjartansson taka við A-landsliði kvenna

Góður sigur hjá U19 karla á Azerum - 5.6.2007

Íslenska U19 karlalandsliðið vann lokaleik sinn í milliriðli fyrir EM en riðillinn var leikinn í Noregi.  Sigur vannst á Azerbaijan með fimm mörkum gegn tveimur. Leikurinn í gær var síðasti leikur hjá U19 karla þar sem Guðni Kjartansson stjórnar liðinu. Lesa meira
 
U19_karla_Skotland

Byrjunarlið U19 karla gegn Azerum - 4.6.2007

Guðni Kjartansson, landsliðsþjálfari U19 karla, hefur tilkynnt byrjunarlið sitt er leikur gegn Azerum í dag.  Leikurinn er í milliriðli fyrir EM og hefst kl. 17:00 í Noregi.  Þetta er þriðji og síðasti leikur Íslands í riðlinum. Lesa meira
 
Áfram Ísland

Upphitun hjá Áfram Ísland klúbbnum - 4.6.2007

Áfram Ísland, stuðningsmannaklúbbur íslenska landsliðsins í knattspyrnu, verða með upphitun fyrir leik Svíþjóðar og Íslands.  Upphitunin er í samvinnu við Icelandair og Íslendingafélagið í Stokkhólmi. Lesa meira
 
Brynjar Björn Gunnarsson reynir markskot

Jafntefli gegn Liechtenstein - 2.6.2007

Íslendingar gerðu jafntefli gegn Liechtenstein í dag og urðu lokatölur 1-1.  Brynjar Björn Gunnarsson kom Íslendingum yfir í fyrri hálfleik.  Liðið mun leika gegn Svíum næstkomandi miðvikudag ytra. Lesa meira
 
U19_karla_Skotland

Tap gegn Norðmönnum í markaleik - 2.6.2007

Íslenska U19 karlalandsliðið tapaði í gær gegn Norðmönnum í miklum markaleik en lokartölur urðu 4-3 fyrir Norðmenn.  Staðan í leikhléi var 3-2 Norðmönnum í vil.  Ísland leikur gegn Azerbaijan á mánudaginn í lokaleik sínum í þessum milliriðli fyrir EM. Lesa meira
 
Brynjar Björn Gunnarsson reynir markskot

Ísland - Liechtenstein í dag kl. 16:00 - 2.6.2007

Ísland og Liechtenstein mætast á Laugardalsvelli í dag kl. 16:00 en leikurinn er liður í undankeppni fyrir EM 2008.  Eyjólfur Sverrisson, landliðsþjálfari, hefur tilkynnt byrjunarlið sitt fyrir leikinn. Lesa meira
 
Fulltrúar KSÍ og fulltrúar frá Knattspyrnusambandi Gambíu hittust á 57. ársþingi FIFA

Gambíumenn þakklátir Íslendingum - 1.6.2007

Eins og kunnugt fram hefur komið er KSÍ einn af þeim aðilum er stendur á bakvið átakið "Útspark til Gambíu". Markmiðið þar er að safna fótboltabúnaði til þess að senda til Gambíu. Lesa meira
 
U19_karla_Skotland

Byrjunarlið U19 gegn Noregi - 1.6.2007

Guðni Kjartansson, landsliðsþjálfari U19 karla, hefur tilkynnt byrjunarlið sitt er mætir Norðmönnum í dag í milliriðli fyrir EM.  Riðillinn er leikinn í Noregi og hefst leikur þjóðanna kl. 17:00 að íslenskum tíma. Lesa meira
 

Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög