Landslið
U19-isl-eng-2006

Ljóst hvaða þjóðir leika í úrslitakeppni EM U19 kvenna

Dregið í riðla við hátíðlega athöfn á Laugardalsvelli 23. maí

16.4.2007

Í gær skýrðist hvaða þjóðir munu leika hér á landi í úrslitakeppni EM U19 kvenna.  Keppnin fer fram dagana 18. - 29. júlí og er leikið á sjö völlum hér á landi.  Sjö þjóðir tryggðu sér farseðilinn til Íslands eftir keppni í milliriðlum.

Auk gestgjafanna frá Íslandi munu England, Frakkland, Þýskaland, Danmörk, Pólland og Spánn leika hér á landi.  Þessar þjóðir, aðrar en Ísland, sigruðu sína milliriðla en að auki komst Noregur áfram með bestan árangur í öðru sæti.

Milliriðlar

Núverandi Evrópumeistarar í þessum aldursflokki eru Þjóðverjar og fá þær tækifæri til þess að verja titil sinn.  Pólverjar komu á óvart með því að slá út Evrópumeistarana frá því 2005, Rússa, og eru með í úrslitakeppni þessa aldurflokks í fyrsta skiptið.

Sjónvarpsstöðin Eurosport mun koma hingað til lands í tengslum við keppnina og sýna m.a. annan undanúrslitaleikinn og úrslitaleikinn í beinni útsendingu.

Umfang þessarar keppni er gríðarlega mikið og fjölmörg störf sem þarf að vinna svo að vel takist.  Ennþá vantar sjálfboðaliða til starfa og eru áhugasamir hvattir til þess að senda tölvupóst á klara@ksi.is.  Sérstaklega vantar aðila sem fylgdarmenn keppnisliðanna og æskilegt að þeir aðilar töluðu tungumál viðkomandi þjóðar.

Merki_WU19_Iceland_2007


Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög