Landslið
Roots Hall, heimavöllur Southend United

Leikið við England á Roots Hall

Kvennalandsliðið leikur vináttulandsleik gegn Englandi ytra 17. maí

11.4.2007

Kvennalandsliðið leikur vináttulandsleik við England 17. maí næstkomandi.  Leikið verður á Roots Hall, heimavelli Southend United er leikur í næstefstu deild í Englandi.  Völlurinn tekur rétt tæplega 12.500 manns í sæti.

Leikurinn er liður í undirbúningi kvennalandsliðsins fyrir undankeppni EM 2009 en fyrsti leikurinn er ytra við Grikki, 31. maí næstkomandi.


Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög