Landslið

UEFA

Breyting á hópnum hjá U17 karla - 27.4.2007

Luka Kostic, landsliðsþjálfari U17 karla, hefur gert eina breytingu á landsliðshópnum er heldur til Belgíu á mánudaginn til að taka þátt í úrslitakeppni EM U17 karla.  Dofri Snorrason kemur inn í hópinn í stað Kristins Steindórssonar sem er meiddur. Lesa meira
 
UEFA

Hópurinn valinn hjá U17 karla sem fer til Belgíu - 20.4.2007

Luka Kostic, landsliðsþjálfari U17 karla, hefur valið hópinn sem heldur til Belgíu til þess að taka þátt í úrslitakeppni EM U17 karla.  Keppnin fer fram dagana 2. til 13. maí. Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Æfingar hjá U19 karla verða um helgina - 20.4.2007

Úrtaksæfingar verða hjá U19 karla um helgina og hafa landsliðsþjálfararnir Guðni Kjartansson og Kristinn Rúnar Jónsson valið alls 51 leikmenn til þessara æfinga.  Hópnum er skipt í tvennt, leikmenn fædda 1988 og 1989 Lesa meira
 
UEFA

Úrslitakeppni EM 2012 í Póllandi og Úkraínu - 18.4.2007

Michel Platini, forseti UEFA, tilkynnti í dag að úrslitakeppni EM 2012 muni fara fram í Póllandi og Úkraínu.  Þrjár umsóknir voru teknar fyrir við lokaákvörðunina en umsóknir Ítalíu og Ungverjalands/Króatíu hlutu ekki náð fyrir augum UEFA. Lesa meira
 
U19-isl-eng-2006

Ljóst hvaða þjóðir leika í úrslitakeppni EM U19 kvenna - 16.4.2007

Í gær skýrðist hvaða þjóðir munu leika hér á landi í úrslitakeppni EM U19 kvenna.  Keppnin fer fram dagana 18. - 29. júlí og er leikið á sjö völlum hér á landi.  Sjö þjóðir tryggðu sér farseðilinn til Íslands eftir keppni í milliriðlum. Lesa meira
 
Roots Hall, heimavöllur Southend United

Leikið við England á Roots Hall - 11.4.2007

Kvennalandsliðið leikur vináttulandsleik við England 17. maí næstkomandi.  Leikið verður á Roots Hall, heimavelli Southend United.  Völlurinn tekur rétt tæplega 12.500 manns í sæti. Lesa meira
 
Merki_WU19_Iceland_2007

Styttist í úrslitakeppni EM U19 kvenna - 10.4.2007

Úrslitakeppni EM U19 kvenna verður haldin hér á landi dagana 18. - 29. júlí.  Milliriðlar keppninnar hófust í gær og á sunnudaginn verður ljóst hvaða sjö þjóðir mæta hingað til leiks í úrslitakeppnina. Lesa meira
 
Evrópukeppni kvennalandsliða

Fyrsti leikur í riðli Íslands leikinn á morgun - 10.4.2007

Á morgun fer fram fyrsti leikur í riðli Íslands í undankeppni fyrir EM kvenna í Finnlandi 2009.  Taka þá Frakkar á móti Grikkjum og verður Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari á meðal áhorfenda á leiknum.

Lesa meira
 
Sæti í úrslitakeppninni í höfn

Riðlarnir klárir fyrir úrslitakeppni U17 - 4.4.2007

Í dag var dregið í riðla í úrslitakeppni EM U17 karla sem fram fer í Belgíu.  Leikirnir fara fram dagana 2. - 13. maí.  Fimm efstu þjóðirnar tryggja sér sæti á HM 2007 í Suður Kóreu. Lesa meira
 
UEFA

Dregið hjá U17 karla kl. 10:45 í dag - 4.4.2007

Í dag kl.10:45 verður dregið í riðla í úrslitakeppni EM U17 karla.  Úrslitakeppnin fer fram í Belgíu.  Átta þjóðir eru í pottinum og skiptast þær í tvo riðla.  Hægt er að fylgjast með drættinum á www.uefa.com. Lesa meira
 
U17_hopurinn_i_Portugal

28 leikmenn boðaðir á æfingar hjá U17 karla - 2.4.2007

Lúka Kostic, landsliðsþjálfari U17 karla, hefur valið 28 leikmenn til æfinga á næstu dögum.  Æfingarnar fara fram á Fylkisvelli og í Fífunni, fimmtudag, föstudag og laugardag. Lesa meira
 
Evrópukeppni kvennalandsliða

Riðlakeppni fyrir EM 2009 hefst í dag - 1.4.2007

Í dag hefst riðlakeppni fyrir EM 2009 kvenna þegar að Írar taka á móti Hollandi.  Fyrsti leikur Íslands verður leikinn í Grikklandi, 31. maí næstkomandi.  Sigurvegarar riðlanna sex tryggja sér sæti í úrsllitakeppninni í Finnlandi 2009.  Lesa meira
 
Sæti í úrslitakeppninni í höfn

Mótherjar U17 karla klárir í úrslitakeppni EM í Belgíu - 1.4.2007

Glæsilegur árangur hjá strákunum í U17 karla hefur vakið töluverða athygli víðsvegar um Evrópu.  Tvö íslensk landslið taka þátt í úrslitakeppni EM á þessu ári en stúlkurnar í U19 kvenna leika í úrslitakeppni hér á landi í júlí.

Lesa meira
 

Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög