Landslið

GretarRafn_Danmork_2006

Naumt tap gegn Spánverjum - 28.3.2007

Íslendingar biðu lægri hlut gegn gríðarsterku spænsku landsliði með marki á 80. mínútu.  Hetjuleg barátta leikmanna íslenska liðsins dugði því miður aðeins of skammt og Spánverjar fögnuðu sigri Lesa meira
 
Alid-byrjunarlid-01a-togt

Byrjunarlið Íslands gegn Spánverjum - 28.3.2007

Eyjólfur Sverrisson, landsliðsþjálfari, hefur tilkynnt byrjunarliðið sem mætir Spánverjum í kvöld.  Eyjólfur stillir upp í leikaðferðina 4-4-2 og mun Gunnar Þór Gunnarsson leika sinn fyrsta landsleik .  Leikurinn hefst kl. 20:00 að íslenskum tíma og er sýndur í beinni útsendingu á sjónvarpsstöðinni Sýn.

Lesa meira
 
Alid-byrjunarlid-01a-togt

Landsliðið æfði í hellirigningu í morgun - 28.3.2007

Strákarnir í landsliðinu voru snemma á fótum í morgun og æfðu kl. 11:00 að staðartíma eða kl. 9:00 að íslenskum tíma í morgun.  Það hefur rignt hressilega á sólareyjunni Mallorca í dag og ljóst að völlurinn verður vel vökvaður fyrir leikinn. Lesa meira
 
Brynjar Björn Gunnarsson reynir markskot

Spánn - Ísland í kvöld á Mallorca - 28.3.2007

Íslendingar mæta Spánverjum í kvöld í undankeppni fyrir EM 2008.  Leikurinn er í F-riðli og fer fram á Mallorca.  Íslendingar hafa hlotið þrjú stig til þessa í riðlinum en Spánverjar hafa sex stig.  Þetta er í tíunda skiptið sem þjóðirnar mætast. Lesa meira
 

Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög