Landslið

GretarRafn_Danmork_2006

Naumt tap gegn Spánverjum - 28.3.2007

Íslendingar biðu lægri hlut gegn gríðarsterku spænsku landsliði með marki á 80. mínútu.  Hetjuleg barátta leikmanna íslenska liðsins dugði því miður aðeins of skammt og Spánverjar fögnuðu sigri Lesa meira
 
Alid-byrjunarlid-01a-togt

Byrjunarlið Íslands gegn Spánverjum - 28.3.2007

Eyjólfur Sverrisson, landsliðsþjálfari, hefur tilkynnt byrjunarliðið sem mætir Spánverjum í kvöld.  Eyjólfur stillir upp í leikaðferðina 4-4-2 og mun Gunnar Þór Gunnarsson leika sinn fyrsta landsleik .  Leikurinn hefst kl. 20:00 að íslenskum tíma og er sýndur í beinni útsendingu á sjónvarpsstöðinni Sýn.

Lesa meira
 
Alid-byrjunarlid-01a-togt

Landsliðið æfði í hellirigningu í morgun - 28.3.2007

Strákarnir í landsliðinu voru snemma á fótum í morgun og æfðu kl. 11:00 að staðartíma eða kl. 9:00 að íslenskum tíma í morgun.  Það hefur rignt hressilega á sólareyjunni Mallorca í dag og ljóst að völlurinn verður vel vökvaður fyrir leikinn. Lesa meira
 
Brynjar Björn Gunnarsson reynir markskot

Spánn - Ísland í kvöld á Mallorca - 28.3.2007

Íslendingar mæta Spánverjum í kvöld í undankeppni fyrir EM 2008.  Leikurinn er í F-riðli og fer fram á Mallorca.  Íslendingar hafa hlotið þrjú stig til þessa í riðlinum en Spánverjar hafa sex stig.  Þetta er í tíunda skiptið sem þjóðirnar mætast. Lesa meira
 
Fyrirliðinn, formaðurinn og þjálfarinn sker á kökuna í tilefni af 60 ára afmæli KSÍ, 26. mars 2007.  Landsliðið er statt á Mallorca í undirbúningi fyrir leik gegn Spánverjum.

60 ára afmælið haldið hátíðlegt á Mallorca - 26.3.2007

Knattspyrnusambandinu bárust margar góðar kveðjur í tilefni af 60 ára afmælinu og á sólareyjunni Mallorca var afmælisins minnst.  Þar eru landsliðsmennirnir á fullu í undirbúningi fyrir landsleikinn gegn Spánverjum, sem fram fer á miðvikudaginn. Lesa meira
 
Sæti í úrslitakeppninni í höfn

Úrslitakeppni í Belgíu bíður U17 karla - 24.3.2007

Íslenska U17 landslið karla, undir stjórn Luka Kostic, tryggði sér í dag sæti í úrslitakeppni EM 2007 sem fram fer í Belgíu.  Liðið tapaði ekki leik í milliriðlinum og lögðu ríkjandi Evrópumeistara Rússa í dag. Lesa meira
 
KSÍ 60 ára

Ótrúlegur fyrri hálfleikur hjá strákunum - 24.3.2007

Fyrri hálfleikur Íslands og Rússlands í milliriðli fyrir EM hefur verið hreint með ólíkindum.  Íslendingar leiða í hálfleik með fimm mörkum gegn engu gegn núverandi Evrópumeisturum í þessum aldursflokki.  Kolbeinn Sigþórsson hefur skorað fjögur mörk. Lesa meira
 
U17_karla_NM2006_Finnar

Byrjunarliðið hjá U17 gegn Rússum - 24.3.2007

Luka Kostic, landsliðsþjálfari U17 karla, hefur tilkynnt byrjunarliðið er mætir Rússum í dag kl. 15:00.  Leikurinn er lokaleikur liðsins í milliriðli fyrir EM 2007 og er riðillinn leikinn í Portúgal.  Með sigri eiga Íslendingar möguleika á að komast í úrslitakeppni EM 2007. Lesa meira
 
U17_karla_NM2006_Faroe

Komast strákarnir í úrslitakeppnina? - 23.3.2007

Á morgun, laugardaginn 24. mars leika strákarnir í U17 karla lokaleik sinn í milliriðli fyrir EM 2007.  Leikið verður við Rússa kl. 15:00 og með sigri eru möguleikar Íslands um sæti úrslitakeppninni fyrir hendi. Lesa meira
 
Alid-byrjunarlid-01a-togt

Ármann Smári valinn í hópinn - 23.3.2007

Eyjólfur Sverrisson, landsliðsþjálfari, hefur þurft að gera breytingu á landsliðshóp sínum fyrir leikinn gegn Spánverjum 28. mars næstkomandi.  Ármann Smári Björnsson, Brann,  hefur verið valinn í hópinn í stað Gunnars Heiðars Þorvaldssonar. Lesa meira
 
U17_karla_NM2006_Faroe

Jafntefli gegn Portúgal hjá U17 - 21.3.2007

Strákarnir í U17 gerðu sitt annað jafntefli í dag í milliriðli fyrir EM 2007.  Leikið var við gestgjafana í Portúgal og lauk leiknum með markalausu jafntefli.  Síðasti leikur Íslands er við Rússa á laugardaginn. Lesa meira
 
Indriði Sigurðsson

Tvær breytingar á landsliðshópnum - 21.3.2007

Eyjólfur Sverrisson hefur gert tvær breytingar á landsliðshóp sínum er mætir Spánverjum 28. mars næstkomandi.  Þeir Hólmar Örn Rúnarsson Silkeborg og Indriði Sigurðsson, Lyn, koma inn í hópinn.

Lesa meira
 
U17_karla_NM2006_Finnar

U17 karla leikur við Portúgal í dag - 21.3.2007

Í dag kl. 15:00 leikur U17 karla sinn annan leik í millirðili fyrir EM en leikið er í Portúgal.  Mótherjarnir eru að þessu sinni heimamenn í Portúgal.  Fyrsti leikur Íslendinga í riðlinum var gegn Norður Írum og lauk sá leik með jafntefli, 2-2. Lesa meira
 
U17_karla_NM2006_Danir

Jafntefli í fyrsta leik hjá U17 karla - 19.3.2007

Fyrsti leikur hjá U17 karlalandsliðinu í milliriðli fyrir EM 2007 fór fram í dag og voru andstæðingarnir Norður Írar.  Leiknum lauk með jafntefli, 2-2, eftir að Íslendingar höfðu leitt, 2-0.  Kolbeinn Sigþórsson skoraði bæði mörk íslenska liðsins. Lesa meira
 
GretarRafn_Danmork_2006

Hópurinn tilkynntur fyrir leikinn gegn Spáni - 19.3.2007

Eyjólfur Sverrisson, landsliðsþjálfari, tilkynnti í dag 18 manna landsliðshóp sem leikur gegn Spáni miðvikudaginn 28. mars nk.  Tveir nýliðar eru í hópnum að þessu sinni, þeir Gunnar Þór Gunnarsson Hammarby og Atli Jóhannsson KR. Lesa meira
 
KSÍ 60 ára

Landsliðshópur Íslendinga tilkynntur í dag - 19.3.2007

Í dag kl. 14:00 mun Eyjólfur Sverrisson, landsliðsþjálfari, tilkynna landsliðshóp sinn er mætir Spánverjum á Mallorca 28. mars næstkomandi.  Leikurinn er í F riðli í undankeppni fyrir EM 2008.  Þjóðirnar hafa báðar þrjú stig, Ísland eftir fjóra leiki en Spánverjar eftir þrjá.  Lesa meira
 
U17_karla_NM2006_Faroe

Strákarnir hefja leik í dag - 19.3.2007

Íslenska U17 karlalandsliðið hefur leik í dag í milliriðli fyrir EM og er leikið í Portúgal.  Norður Írar eru fyrsti mótherjinn og hefst leikur þjóðanna kl. 15:00.  Hinar þjóðirnar eru svo Rússar og heimamenn í Portúgal. Lesa meira
 
Styrkleikalisti FIFA - Karlalandslið

Styrkleikalistar karla og kvenna frá FIFA - 16.3.2007

Nýir styrkleikalistar FIFA, bæði í karla- og kvennaflokki, hafa verið birtir.  Karlalandsliðið fer upp um níu sæti og situr í sæti 86.  Konurnar eru hinsvegar áfram í sæti númer 21. Lesa meira
 
Byrjunarlið U19 kvenna gegn Englandi í nóvember 2006

Jafnt gegn Dönum hjá U19 - 16.3.2007

U19 landslið kvenna lék þriðja og síðasta leik sinn á æfingamóti á La Manga í dag og voru Danir mótherjar íslenska liðsins.  Lauk leiknum með jafntefli, 1-1, eftir að staðan hafði verið markalaust í hálfleik.  Rakel Hönnudóttir skoraði mark Íslands. Lesa meira
 
Spánverjar fagna marki (uefa.com)

Spánverjar tilkynna landsliðshópinn - 16.3.2007

Luis Aragones, landsliðsþjálfari Spánar, tilkynnti í dag landsliðshóp sinn sem mætir Dönum 24. mars og Íslendingum 28. mars.  Leikurinn við Íslendinga er leikinn á Mallorca og hefst kl. 20:00 að íslenskum tíma. Lesa meira
 
U19-isl-eng-2006

U19 kvenna leikur gegn Danmörku í dag - 16.3.2007

Síðasti leikur U19 kvenna á æfingamóti landsliða á La Manga verður leikinn í dag og eru andstæðingarnir Danir.  Ólafur Þór Guðbjörnsson, landsliðsþjálfari, hefur tilkynnt byrjunarliðið en leikurinn hefst kl. 13:00. Lesa meira
 
U19_karla_Skotland

Úrtaksæfingar U19 karla um helgina - 15.3.2007

Úrtaksæfingar verða um helgina hjá U19 karla og hafa verið valdir 27 leikmenn til þessara æfinga.  Æfingarnar verða undir stjórn Kristins Rúnars Jónssonar landsliðsþjálfara. Lesa meira
 
U19-isl-eng-2006

Jafntefli við Englendinga hjá U19 kvenna - 14.3.2007

U19 kvennalandslið Íslands gerði í dag jafntefli við Englendinga á æfingamóti landsliða á La Manga.  Lauk leiknum 1-1 eftir að Laufey Björnsdóttir hafði komið Íslendingum yfir á 51. mínútu.  Leikið verður við Danmörku á föstudaginn. Lesa meira
 
Úr leik Íslands og Portúgals frá árinu 2006

Frækilegur sigur Íslands á Kínverjum - 14.3.2007

Íslenska kvennalandsliðið vann í dag frækilegan sigur á Kínverjum í leik um níunda sætið á Algarve Cup 2007.  Lokatölur urðu 4-1 Íslendingum í vil eftir að staðan hafði verið markalaust í hálfleik. Lesa meira
 
Byrjunarlið U19 kvenna gegn Englandi í nóvember 2006

U19 kvenna leikur gegn Englandi í dag - 14.3.2007

Íslenska U19 kvennalandsliðið leikur í dag gegn stöllum sínum frá Englandi á æfingamóti landsliða sem haldið er á La Manga.  Fylgst verður með aðalatriðum leiksins hér að neðan í fréttinni. Lesa meira
 
akvennahollandIMG_0362

Byrjunarliðið gegn Kína - 14.3.2007

Núna kl. 10:00 hófst leikur Íslands og Kína á Algarve Cup en leikið er um níunda sætið á mótinu.  Sigurður Ragnar Eyjólfsson teflir fram sama byrjunarliði og í leiknum gegn Portúgal.  Fylgst verður með helstum fréttum af leiknum hér að neðan. Lesa meira
 
Katrín Jónsdóttir í leik gegn Tékkum á Laugardalsvelli 2006

Ísland mætir Kína á Algarve Cup - 13.3.2007

Íslenska kvennalandsliðið mun mæta því kínverska í leik um níunda sætið á Algarve Cup 2007.  Þetta var ljóst eftir leiki gærkvöldsins en Ísland vann þar öruggan 5-1 sigur á Portúgal en Kína tapaði 0-2 fyrir Finnum.

Lesa meira
 
Hólmfríður Magnúsdóttir skoraði mark Íslands

Hólmfríður með þrennu gegn Portúgal í 5-1 sigri - 12.3.2007

Íslendingar unnu öruggan sigur á Portúgal í lokaleik C riðils á Algarve Cup, 5-1  Hólmfríður Magnúsdóttir skoraði þrennu í seinni hálfleik.  Margrét Lára Viðarsdóttir skoraði sitt 23. landsliðsmark og er orðin markahæst frá upphafi.  Katrín Jónsdóttir fyrirliði lék sinn 60. landsleik í dag. Lesa meira
 
U19-isl-eng-2006

Naumt tap gegn Ítölum hjá U19 kvenna - 12.3.2007

Æfingamót U19 kvenna á La Manga hófst í dag og léku Íslendingar gegn Ítölum.  Leikurinn tapaðist með einu marki gegn tveimur eftir að Ísland hafði náð forystunni.  Næsti leikur Íslands er á miðvikudaginn gegn Englandi. Lesa meira
 
U19-isl-eng-2006

U19 kvenna hefur leik í dag - 12.3.2007

Íslenska U19 kvennalandsliðið tekur þátt á æfingamóti á La Manga sem hefst í dag.  Fyrsti leikur íslenska liðsins er gegn Ítalíu og hefur Ólafur Þór Guðbjörnsson, landsliðsþjálfari, tilkynnt byrjunarlið sitt fyrir leikinn.  Lesa meira
 
akvennahollandIMG_0362

Jafntefli gegn Írlandi - 12.3.2007

Ísland gerði jafntefli gegn Írlandi í öðrum leik liðsins á Algarve Cup 2007.  Leiknum lauk með jafntefli, 1-1 og leiddi íslenska liðið í hálfleik eftir að Rakel Logadóttir skoraði snoturt skallamark.

Lesa meira
 
Úr leik Íslands og Portúgals frá árinu 2006

Byrjunarlið Íslands gegn Portúgal - 12.3.2007

Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari, hefur tilkynnt byrjunarlið sitt sem mætir Portúgal í dag á Algarve Cup.  Þetta er síðasti leikurinn í riðlinum en einnig verður leikið um sæti.  Leikurinn hefst kl. 15:30 að íslenskum tíma og verður hægt að sjá leikinn á Ölver/Wembley í Glæsibæ. Lesa meira
 
Katrín Jónsdóttir í leik gegn Tékkum á Laugardalsvelli 2006

Byrjunarlið Íslands gegn Írlandi - 8.3.2007

Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari, hefur tilkynnt byrjunarliðið sem mætir Írlandi í öðrum leik liðsins á Algarve Cup.  Sigurður gerir sjö breytingar á byrjunarliðinu frá því í leiknum gegn Ítalíu. Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Æfing hjá U19 kvenna í Fagralundi - 8.3.2007

U19 landslið kvenna mun æfa föstudaginn 9. mars á félagssvæði HK í Kópavogi, Fagralundi.  Æfingin hefst kl. 21:00. Lesa meira
 
U17_kv_byrjunarlid_Danir_2006

Úrtakshópur hjá U17 kvenna æfir um helgina - 7.3.2007

Kristrún Lilja Daðadóttir, landsliðsþjálfari U17 kvenna, hefur valið úrtakshóp skipuðum 31 leikmanni til æfinga um helgina.  Leikmönnunum er skipt í 2 hópa og má sjá skiptinguna hér að neðan. Lesa meira
 
Aðstoðardómari að störfum á leik Íslands og Svíþjóðar

Dómgæslan á Algarve Cup 2007 í umsjón FIFA - 7.3.2007

Dómgæslan á Algarve Cup 2007 er í umsjón FIFA og eru þeir dómarar valdir sem möguleika eiga á því að dæma í næstu úrslitakeppni HM í Kína.  Yfirbragðið er því ákaflega alþjóðlegt á dómurum mótsins. Lesa meira
 
Þóra Helgadóttir, hér í leik gegn Svíum 2006, leikur sinn 50. landsleik gegn Ítalíu á Algarve Cup 2007

Naumt tap gegn Ítalíu - 7.3.2007

Í fyrsta leik Íslands á Algarve Cup 2007, beið Ísland nauman ósigur gegn liðið Ítalíu með tveimur mörkum gegn einu.  Sigurmark Ítala kom í uppbótartíma en staðan í hálfleik var 1-1.  Margrét Lára Viðarsdóttir skoraði mark Íslands úr vítaspyrnu í lok fyrri hálfleik.

Lesa meira
 
Úr leik Íslands og Portúgals frá árinu 2006

Byrjunarliðið gegn Ítölum tilkynnt - 6.3.2007

Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari, hefur tilkynnt sitt fyrsta byrjunarlið sem mætir Ítölum á morgun á Algarve Cup.  Þóra B. Helgadóttir mun leika sinn fimmtugusta landsleik og þær Sif Atladóttir og Fjóla Dröfn Friðriksdóttir leika sinn fyrsta landsleik.

Lesa meira
 
U17_karla_NM2006_Danir

U17 hópurinn sem fer til Portúgals - 6.3.2007

Luka Kostic, landsliðsþjálfari U17 karla, hefur valið hópinn sem heldur til Portúgals til þess að leika í milliriðlum fyrir EM.  Leikið verður dagana 19. - 24. mars og er leikið við Norður Íra, Portúgali og Rússa. Lesa meira
 
Katrin_50leikir_Akvenna

Katrín verður fyrirliði á Algarve - 6.3.2007

Kvennalandsliðið er komið til Algarve þar sem liðið leikur fyrsta leik sinn á mótinu á morgun.  Leikið verður við Ítalíu og hefst leikurinn kl. 18:00.  Þetta er fyrsti landsleikur Sigurðar Ragnars sem landsliðsþjálfara og hefur hann ákveðið að Katrín Jónsdóttir verður fyrirliði liðsins á mótinu.

Lesa meira
 
U19-isl-eng-2006

Hópur U19 kvenna sem fer til La Manga - 1.3.2007

U19 ára landslið kvenna mun taka þátt í æfingamóti á La Manga í mars og hefur Ólafur Þór Guðbjörnsson, landsliðsþjálfari U19 kvenna, valið 18 manna hóp fyrir mótið.  Leikið verður gegn Ítalíu, Englandi og Danmörku á þessu móti.

Lesa meira
 
UEFA

Riðlarnir klárir hjá U17 og U19 karla - 1.3.2007

Í dag var dregið í riðlakeppni fyrir EM 2007/08 hjá U17 og U19 karla í Barcelona.  Úrslitakeppnirnar fara fram í Tékklandi hjá U19 og í Tyrklandi hjá U17.  Íslendingar eru lentu í sterkum riðlum í báðum aldursflokkum.

Lesa meira
 
Merki Euro 2008

Miðasala hafin á úrslitakeppni EM 2008 - 1.3.2007

Í dag, 1. mars, hófst formlega miðasala á úrslitakeppni EM sem fram fer í Sviss og Austurríki í júní 2008.  Hægt er að sækja um miða, í þessari fyrstu atrennu miðasölunnar til 31. mars. Lesa meira
 

Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög