Landslið

UEFA

Dregið í undankeppni EM hjá U17 og U19 karla - 28.2.2007

Á morgun, fimmtudaginn 1. mars, verður dregið í riðla fyrir undankeppni EM hjá U17 og U19 karla.  Dregið verður í Barcelona og verður byrjað að hræra í skálunum kl. 15:00 að íslenskum tíma.

Lesa meira
 
Fjarðabyggðarhöllin

Úrtaksæfingar fyrir U17 kvenna á Austurlandi - 28.2.2007

Úrtaksæfingar verða haldnar í Fjarðabyggðarhöllinni á Reyðarfirði á laugardaginn hjá U17 kvenna.  Kristrún Lilja Daðadóttir, landsliðsþjálfari U17 kvenna, hefur valið 38 leikmenn til þessa æfinga. Lesa meira
 
Úr leik Íslands og Portúgals frá árinu 2006

Hópurinn sem fer til Algarve tilkynntur - 26.2.2007

Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari, hefur tilkynnt hópinn sem tekur þátt á Algarve Cup 2007.  Sigurður Ragnar velur 20 leikmenn í þetta verkefni en hópurinn heldur utan 5. mars og leikur fjóra leiki. Lesa meira
 
Íslandskort

Æfingahópur hjá U17 kvenna tilkynntur - 21.2.2007

Æfingar eru fyrirhugaðar hjá U17 kvenna um helgina og hefur Kristrún Lilja Daðadóttir, landsliðsþjálfari, valið 25 leikmenn til þessara æfinga.  U17 kvenna tekur þátt í riðlakeppni fyrir EM síðar á þessu ári, þeirri fyrstu í þessum aldursflokki. Lesa meira
 
U19-isl-eng-2006

Undirbúningur U19 kvenna heldur áfram - 20.2.2007

Undirbúningur U19 kvenna fyrir úrslitakeppni EM, sem haldin er hér á landi í júlí, er í fullum gangi og hefur Ólafur Þór Guðbjörnsson, landsliðsþjálfari U19 kvenna, valið hóp til æfinga um helgina.

Lesa meira
 
Ásthildur Helgadóttir og Katrín Jónsdóttir í kröppum dansi gegn Tékkum á Laugardalsvelli 19. ágúst 2006

25 leikmenn valdir til æfinga um helgina - 20.2.2007

Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari, hefur valið 25 leikmenn á landsliðsæfingar A landsliðs kvenna sem fram fara helgina 24. - 25. febrúar.  Æft verður tvisvar um helgina.  Lesa meira
 
Úthlutun úr Afrekskvennasjóði Glitnis og ÍSÍ.  Kvennalandslið Íslands í knattspyrnu hlaut styrk upp á milljón króna

KSÍ hlýtur styrk úr Afrekskvennasjóði - 20.2.2007

Í dag var í fyrsta skiptið úthlutað úr Afrekskvennasjóði Glitnis og ÍSÍ. KSÍ fær eina milljón króna vegna undirbúnings og þátttöku kvennalandsliðsins í undankeppni Evrópumóts kvenna í knattspyrnu sem fram fer í Finnlandi 2009. Lesa meira
 
U19-isl-eng-2006

U19 kvenna leikur í Portúgal - 19.2.2007

Dregið var í dag í riðlakeppni fyrir EM 2008 hjá U19 kvenna í dag.  Ísland lenti í 1. riðli með Portúgal, Grikklandi og Rúmeníu og verður riðillinn leikinn í Portúgal 27. september til 2. október. Lesa meira
 
UEFA

U17 kvenna leikur í Slóveníu - 19.2.2007

Í dag var dregið í riðlakeppni fyrir EM hjá U17 kvenna en þetta er í fyrsta skiptið sem keppnin er haldin í þessum aldursflokki.  Ísland er í fjórða riðli og leika gegn Úkraínu, Slóveniu og Lettlandi.

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Úrtaksleikir gegn Møre og Romsdal - 16.2.2007

Úrtakshópar KSÍ karla og kvenna munu leika fjóra vináttuleiki gegn úrvalsliðum Møre og Romsdal fylkis í Noregi í næstu viku.  Freyr Sverrisson og Kristrún Lilja Daðadóttir hafa hvort um sig valið tvo úrtakshópa til að leika sitt hvorn leikinn.

Lesa meira
 
UEFA

Dregið í EM U17 og U19 kvenna á mánudaginn - 15.2.2007

Mánudaginn 19. febrúar næstkomandi verður dregið í riðlakeppni Evrópukeppni U17  og U19 kvenna.  Dregið verður í Nyon í Sviss.  Þetta er í fyrsta skiptið sem Evrópukeppni U17 kvenna fer fram. Lesa meira
 
Styrkleikalisti FIFA - Karlalandslið

Ítalir í efsta sæti styrkleikalista FIFA - 14.2.2007

Nýr FIFA styrkleikalisti karla var birtur í dag og er Ísland í 95. sæti listans.  Eftir að hafa verið á toppi listans í 55 mánuði samfleytt, detta Brasilíumenn niður í annað sætið.  Heimsmeistarar Ítala smella sér á toppinn í fyrsta sinn síðan 1993. Lesa meira
 
Úr leik Íslands og Portúgals frá árinu 2006

Hópur valinn til æfinga hjá A landsliði kvenna - 13.2.2007

Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari kvenna í knattspyrnu, hefur valið leikmenn til æfinga.  Æft verður helgina 17. og 18. febrúar og fara æfingarnar fram í Akraneshöllinni og Eglishöllinni. Lesa meira
 
U21 landslið karla

Riðlarnir klárir fyrir EM U21 karla - 13.2.2007

Í dag var dregið í riðla fyrir riðlakeppni EM U21 karla 2007-2009.  Úrslitakeppnin fer fram í Svíþjóð og af því tilefni var dregið í Stokkhólmi.  Ísland var í þriðja styrkleikaflokki og lenti í riðli með Belgíu, Slóvakíu, Austurríki og Kýpur.

Lesa meira
 
UEFA

Dregið í riðla fyrir EM U21 karla á þriðjudaginn - 7.2.2007

Þriðjudaginn 13. febrúar verður dregið í riðla fyrir EM 2007-2009 hjá U21 karla en úrslitakeppnin fer fram í Svíþjóð.  Ísland er í þriðja styrkleikaflokki en alls verða 51 þjóð í pottinum.

Lesa meira
 
Knattspyrna á Íslandi

Fjöldi úrtaksæfinga um helgina - 6.2.2007

Um helgina fara fram fjölmargar úrtaksæfingar hjá yngri landsliðum karla.  Um er að ræða U16, U17 og U19 karla sem verða á ferðinni um helgina.  Alls hafa 146 leikmenn verið boðaðir á þessar æfingar.

Lesa meira
 
Alid-byrjunarlid-01a-togt

Vináttulandsleikur við Kanada 22. ágúst - 2.2.2007

Í dag gerði KSÍ samning við Knattspyrnusamband Kanada um að þjóðirnar leiki vináttulandsleik á Laugardalsvelli 22. ágúst næstkomandi.  Þetta er í fyrsta skiptið sem þjóðrnar mætast í landsleik í knattspyrnu. Lesa meira
 

Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög