Landslið

KSÍ - Alltaf í boltanum

U19 kvenna æfir um helgina - 31.10.2006

Ólafur Þór Guðbjörnsson, landsliðsþjálfari U19 kvenna, hefur valið landsliðshóp til æfinga um helgina.  Leikmennirnir eru 25 og munu æfa laugardag og sunnudag.  Framundan eru tveir leikir við England, 21. og 23. nóvember. Lesa meira
 
U17 landslið karla

Æfingar hjá U17 og U21 karla um helgina - 31.10.2006

Úrtaksæfingar hjá U17 karla og U21 karla verða laugardaginn 4. nóvember og sunnudaginn 5. nóvember.  Lúka Kostic landsliðsþjálfari, er þjálfar bæði þessi lið, hefur valið leikmenn til þessa æfinga.

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Yfirlýsing frá KSÍ - 30.10.2006

Vegna fréttar Fréttablaðsins um greiðslur til leikmanna A landsliða Íslands í knattspyrnu vill KSÍ koma eftirfarandi á framfæri: Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Æfingar yngri landsliða á næstunni - 26.10.2006

Næstu helgar munu verða haldnar úrtaksæfingar hjá yngri landsliðum Íslands.  Fyrirhugaðar æfingar verða sem hér segir að neðan en hugsanlegt er að einhverjar breytingar verði á dagskránni og verða þær þá tilkynntar síðar.
Lesa meira
 
Egilshöll

Tveir leikir við Englendinga hjá U19 kvenna - 25.10.2006

Íslenska U19 kvennalandsliðið leikur tvo vináttulandsleiki við Englendinga  í nóvember.  Leikirnir fara fram í hinni nýju Akraneshöll og Egilshöllinni.  Leikirnir eru undirbúningur fyrir úrslitakeppni EM hjá U19 kvenna er fer fram hér á landi næsta sumar. Lesa meira
 
Fífan

Úrtaksæfingar hjá þremur yngri landsliðum karla - 24.10.2006

Um komandi helgi verða úrtaksæfingar hjá þremur yngri landsliðum karla - U16, U17 og U19.  Alls hafa rúmlega 100 leikmenn verið boðaðir til æfinga, sem fram fara á Stjörnuvelli í Garðabæ, í Fífunni í Kópavogi og í Egilshöll í Reykjavík. Lesa meira
 
Styrkleikalisti FIFA - Karlalandslið

Ísland í 95. sæti á FIFA listanum - 18.10.2006

Íslenska karlalandsliðið fellur um átta sæti á nýjum styrkleikalista FIFA er birtur var í dag.  Ísland er í 95. sæti listans sem er leiddur, sem fyrr, af Brasilíumönnum.  Heimsmeistarar Ítala eru í öðru sæti. Lesa meira
 
U19_karla_Skotland

U19 karla ekki áfram þrátt fyrir sigur - 11.10.2006

Íslenska U19 karlalandsliðið sigraði Færeyinga í dag með þremur mörkum gegn einu.  Leikurinn var lokaleikur liðanna í riðlinum og enduðu þrjú lið með 6 stig en íslenska liðið lenti í þriðja sæti þegar innbyrðisviðureignir eru reiknaðar. Lesa meira
 
Indriði Sigurðsson

Svíar höfðu betur í hörkuleik - 11.10.2006

Íslendingar töpuðu fyrir Svíum í kvöld með einu marki gegn tveimur.  Leikurinn var fjörgur og voru Íslendingar síst lakari aðilinn.  Arnar Þór Viðarsson skoraði mark Íslendinga á 7. mínútu með þrumuskoti. Lesa meira
 
Alid-byrjunarlid-01a-togt

Byrjunarlið Íslands gegn Svíþjóð - 11.10.2006

Eyjólfur Sverrisson landsliðsþjálfari hefur tilkynnt byrjunarlið sitt er mætir Svíum í kvöld kl. 18:05.  Eyjólfur stillir upp leikaðferðinni 4-4-2 í þessum leik og verður spennandi að sjá strákana taka á móti efsta liði riðilsins. Lesa meira
 
U19_karla_Skotland

U19 karla - Byrjunarliðið gegn Færeyingum - 11.10.2006

Íslenska karlalandsliðið U19 mætir Færeyingum í dag í lokaleik liðanna í riðlakeppni fyrir EM.  Leikið er í Svíþjóð og hefst leikurinn kl. 13:00.  Guðni Kjartansson hefur tilkynnt byrjunarlið sitt.

Lesa meira
 
Jónas Guðni Sævarsson

Jónas Guðni og Ásgeir Gunnar valdir í landsliðshópinn - 10.10.2006

Eyjólfur Sverrisson hefur valið Keflvíkinginn Jónas Guðna Sævarsson og FH-inginn Ásgeir Gunnar Ásgeirsson í landsliðshópinn fyrir leikinn gegn Svíum í stað Veigars Páls Gunnarssonar og Helga Vals Daníelssonar. Lesa meira
 
Helgi Valur Daníelsson

Helgi Valur og Veigar Páll ekki með gegn Svíum - 10.10.2006

Fleiri skörð hafa verið höggvin í landsliðshópinn sem mætir Svíum í undankeppni EM 2008 á Laugardalsvelli á miðvikudag.  Veigar Páll Gunnarsson og Helgi Valur Daníelsson verða ekki með vegna meiðsla og veikinda. Lesa meira
 
Stemmning hjá áhorfendum

Ísland -Svíþjóð í dag - 10.10.2006

Miðasala á leik Íslands og Svíþjóðar í riðlakeppni fyrir EM 2008 er í fullum gangi.  Leikurinn fer fram á Laugardalsvelli miðvikudaginn 11. október og hefst kl. 18:05.  Sala aðgöngumiða á landsleiki fer nú fram í nýju miðasölukerfi fyrir Laugardalsvöll frá midi.is.  Einnig er hægt að kaupa miða í verslunum Skífunnar og verslunum BT-tölva á landsbyggðinni.

Lesa meira
 
Euro 2008

Brynjar Björn í leikbanni og Kári meiddur - 9.10.2006

Brynjar Björn Gunnarsson verður í leikbanni gegn Svíum á miðvikudag og Kári Árnason getur ekki verið með vegna meiðsla.  Varnarmaðurinn Ólafur Örn Bjarnason hefur verið valinn í hópinn í þeirra stað.

Lesa meira
 
EM U19 landsliða karla

U19 karla - Tveggja marka tap gegn Svíum - 8.10.2006

U19 landslið karla tapaði í dag 0-2 gegn Svíum í undankeppni EM.  Svíar, sem leika á heimavelli, skoruðu fyrra markið á 15. mínútu og það síðara á þeirri 48.  Á sama tíma unnu Pólverjar Færeyinga 2-1.

Lesa meira
 
Alidkv2004-0406

Sigurmark Bandaríkjamanna í uppbótartíma - 8.10.2006

A landslið kvenna mætti í dag liði Bandaríkjanna í vináttuleik í Richmond í Virginíufylki í Bandaríkjunum.  Íslenska liðið átti í vök að verjast allan leikinn en var mjög nálægt því að ná jafntefli gegn gríðarsterku liði heimamanna.

Lesa meira
 
Bjarni Þór Viðarsson er í U19 liðinu

Leikur við Svía hjá U19 karla í dag - 8.10.2006

Íslenska U19 karlalandsliðið leikur sinn annan leik í undanriðli fyrir EM í dag.  Leikið verður við heimamenn í Svíþjóð og mætast þá liðin sem að sigruðu leiki sína í fyrstu umferð riðilsins. Lesa meira
 
akvennahollandIMG_0362

Byrjunarlið Íslands gegn Bandaríkjunum - 8.10.2006

Jörundur Áki Sveinsson, landsliðsþjálfari, hefur tilkynnt byrjunarlið sitt er mætir Bandaríkjunum í vináttulandsleik í dag.  Leikið er í Richmond í Virginíu og má búast við erfiðum leik gegn geysisterku bandarísku liði. Lesa meira
 
Alid-byrjunarlid-01a-togt

Íslendingar lágu gegn Lettum - 8.10.2006

Íslenska karlalandsliðið beið lægri hlut gegn Lettum í undankeppni fyrir EM 2008.  Heimamenn fögnuðu góðum sigri í Riga en lokatölur urðu 4-0, Lettum í vil.  Íslenska liðið tekur á móti, efsta liði riðilsins, Svíum á miðvikudag. Lesa meira
 
Euro 2008

Byrjunarliðið gegn Lettum - 6.10.2006

Eyjólfur Sverrisson, þjálfari A landsliðs karla, hefur tilkynnt byrjunarlið Íslands gegn Lettum, en liðin mætast í undankeppni EM 2008 í Riga í dag og hefst leikurinn kl. 18:00, í beinni á Sýn.

Lesa meira
 
U19_karla_Skotland

Góður sigur á Pólverjum hjá U19 - 6.10.2006

Íslenska U19 karlalandsliðið vann góðan sigur á Pólverjum í dag með tveimur mörkum gegn engu. Leikurinn var fyrsti leikur liðanna i undankeppni fyrir EM og er riðillinn leikinn í Svíþjóð. Lesa meira
 
U19_karla_Skotland

U19 karla mætir Pólverjum í dag - 6.10.2006

Guðni Kjartansson, landsliðsþjálfari U19 karla, hefur tilkynnt byrjunarlið sig er mætir Pólverjum í dag.  Leikurinn er liður í undankeppni fyrir EM og er leikið í Svíþjóð.  Leikurinn hefst kl. 13:00 að íslenskum tíma. Lesa meira
 
Marians_Pahars

Landsliðshópur Lettlands - 5.10.2006

Jurijs Andrejevs, landsliðsþjálfari Lettlands, hefur tilkynnt hóp sinn er mætir Íslendingum og Norður-Írum á næstu dögum.  Flestir leikmenn hópsins leika í heimalandinu. Lesa meira
 
Eiður Smári leiðir lið sitt út á völl

Aðgöngumiðar á Svíaleikinn fyrir handhafa A-passa - 5.10.2006

Handhafar A-passa frá KSÍ fá aðgöngumiða á leikinn Ísland - Svíþjóð afhenta föstudaginn 6. október frá kl. 10:00 - 17:00. Miðarnir verða afhentir á skrifstofu vallarstjóra sem staðsett er í norðurenda  vesturstúku. Lesa meira
 
Petur_Marteinsson

Pétur Marteinsson meiddur - 5.10.2006

Pétur Marteinsson hefur dregið sig úr landsliðshópnum en hann á við meiðsli að stríða.  Pétur mun því hvorki leika með gegn Lettum á laugardag né gegn Svíum á miðvikudag.  Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Úrtaksæfingar hjá U19 kvenna um helgina - 4.10.2006

Ólafur Þór Guðbjörnsson, landsliðsþjálfari U19 kvenna, hefur valið hóp til úrtaksæfinga um næstu helgi.  Æfingarnar fara fram á Stjörnuvelli og í Egilshöllinni. Lesa meira
 
Kristrun_Lilja_Dadadottir

Úrtaksæfingar hjá U17 kvenna um helgina - 4.10.2006

Kristrún Lilja Daðadóttir, landsliðsþjálfari U17 kvenna, hefur valið úrtakshóp til æfinga um helgina.  Úrtaksæfingar eru svo fyrirhugaðar á næstunni með leikmönnum af Norður- og Austurlandi. Lesa meira
 
richmond_university

Jörundur velur hópinn gegn Bandaríkjunum - 4.10.2006

Jörundur Áki Sveinsson, landsliðsþjálfari, hefur valið hópinn er heldur til Bandaríkjanna og leikur þar vináttulandsleik gegn heimamönnum.  Leikurinn fer fram í Richmond Stadium í Virginíufylki, 8. október kl. 14:05 að staðartíma.

Lesa meira
 
U19karla

U19 hópurinn sem fer til Svíþjóðar - 4.10.2006

Guðni Kjartansson hefur valið U19 landslið karla sem tekur þátt í undankeppni Evrópumótsins í Svíþjóð 5. - 12. október. Liðið leikur í riðli með Pólverjum, Svíum og Færeyingum. Lesa meira
 
Merki_WU19_Iceland_2007

Fulltrúar UEFA skoða velli hér á landi - 2.10.2006

Í dag koma fulltrúar UEFA til að skoða vallaraðstæður fyrir úrslitakeppni EM U19 kvenna sem fram fer hér á landi í júlí 2007.  Þetta er önnur vettvangsheimsókn UEFA. Lesa meira
 

Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög