Landslið

Rossi

Strákarnir kljást við ítalskar stjörnur - 31.8.2006

Þeir fjölmörgu aðdáendur ítalska boltans hér á landi munu vafalaust kætast yfir komu U21 liðsins hingað og leik þeirra við Íslendinga á föstudaginn.  Nokkrir leikmenn liðsins eru vel þekktir og leika margir stór hlutverk hjá sínum félagsliðum. Lesa meira
 
Eiður Smári leiðir lið sitt út á völl

Aðgöngumiðar á landsleiki fyrir handhafa A-passa - 30.8.2006

Handhafar A-passa frá KSÍ fá aðgöngumiða á leikinn Ísland - Danmörk afhenta föstudaginn 1. september frá kl. 10:00 - 17:00. Miðarnir verða afhentir í miðasöluskúrum sem staðsettir eru sunnan við austurstúku Laugardalsvallar. Lesa meira
 
David_Healy

Hópur Norður-Íra er mætir Íslendingum - 30.8.2006

Lawrie Sanchez, landsliðsþjálfari Norður-Írlands, hefur valið hópinn sem mætir Íslendingum í Belfast laugardaginn 2. september.  Leikurinn er fyrsti leikur beggja þjóða í riðlakeppninni fyrir EM 2008. Lesa meira
 
Stemmning hjá áhorfendum

Miðasala á Ísland - Svíþjóð hafin - 30.8.2006

Miðasala á leik Íslands og Svíþjóðar í riðlakeppni fyrir EM 2008 er hafin.  Leikurinn fer fram á Laugardalsvelli miðvikudaginn 11. október og hefst kl. 18:05.  Sala aðgöngumiða á landsleiki fer nú fram í nýju miðasölukerfi fyrir Laugardalsvöll frá midi.is.  Kaupendum gefst kostur á að velja sér það sæti sem viðkomandi vilja sitja í. Lesa meira
 
Ítalir fagna sigri á EM U21 liða karla 2004 - uefa.com

Ítalir gríðarlega öflugir í U21 aldursflokknum - 30.8.2006

Ítalir hafa verið gríðarlega öflugir í U21 aldursflokki karla undanfarin 15 ár, en þeir hafa hampað sigri á EM í fimm af síðustu átta skiptum sem keppnin hefur farið fram. Hollendingar eru núverandi Evrópumeistarar. Lesa meira
 
ISL_AND_Jun2006Rurikskorar1

Ísland - Ítalía á föstudag - Frítt á völlinn - 30.8.2006

Á föstudag mætast U21 landslið Íslands og Ítalíu í riðlakeppni EM.  Leikurinn fer fram á Laugardalsvelli og hefst kl. 19:00.  Takist okkar piltum að vinna sigur á Ítölum eiga þeir góða möguleika á að komast áfram í umspil um sæti í lokakeppninni.

Lesa meira
 
Eiður Smári leikur á varnarmann Suður-Afríku

Miðasala á Ísland-Svíþjóð hefst á hádegi á morgun - 29.8.2006

Miðasala á leik Íslands og Svíþjóðar í riðlakeppni fyrir EM 2008 hefst á hádegi á morgun, miðvikudag.  Leikurinn fer fram á Laugardalsvelli miðvikudaginn 11. október og hefst kl. 18:05.  Uppselt er á leik Íslands og Danmerkur. Lesa meira
 
U19 landslið karla

Landslið U19 karla valið - 28.8.2006

Guðni Kjartansson, landsliðsþjálfari U19 karla, hefur valið landsliðshóp sinn er heldur til Skotlands.  Mun liðið leika þar tvo vináttulandsleiki við heimamenn og fara leikirnir fram 4. og 6. september. Lesa meira
 
Eiður Smári Guðjohnsen

Örfáir miðar eftir á Ísland - Danmörk - 27.8.2006

Miðasala á leik Íslands og Danmerkur, er fram fer miðvikudaginn 6. september kl. 18:05 á Laugardalsvelli, gengur mjög vel.  Örfáir miðar eru eftir á leikinn og eru allra síðustu forvöð til þess að tryggja sér miða. Lesa meira
 
Alidkv2004-0404

Tap gegn Svíum - 26.8.2006

Íslenska kvennalandsliðið tapaði fyrir því sænska á Laugardalsvelli í dag.  Lokatölur urðu 0-4 eftir að staðan var 0-1 í hálfleik.  Íslenska liðið barðist vel í leiknum en sænska liðið reyndist of sterkt. Lesa meira
 
akvennahollandIMG_0362

Byrjunarliðið gegn Svíum tilkynnt - 25.8.2006

Jörundur Áki Sveinsson, landsliðsþjálfari, hefur tilkynnt byrjunarliðið er mætir Svíum.  Leikurinn hefst kl. 14:00, laugardaginn 26. ágúst og fer fram á Laugardalsvelli.  Aðgangur á leikinn er ókeypis.

Lesa meira
 
Eyjolfur_sverrisson_U21-2004-0001

Landsliðshópurinn tilkynntur - 25.8.2006

Eyjólfur Sverrisson, landsliðsþjálfari, hefur valið landsliðshópinn er mætir Norður-Írum og Dönum.  Leikurinn við Norður-Íra er leikinn í Belfast 2. september en leikurinn við Dani er á Laugardalsvelli, miðvikudaginn 6. september.

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Byrjunarlið U18 karla gegn Póllandi - 25.8.2006

Guðni Kjartansson, landsliðsþjálfari U18 karla, hefur tilkynnt byrjunarlið sitt er mætir Pólverjum í dag.  Leikurinn er liður í alþjóðlegu móti er fram fer í Tékklandi.  Liðið hefur gert jafntefli við Belga og tapað gegn Slóvakíu. Lesa meira
 
akvennahollandIMG_0362

Ísland - Svíþjóð laugardaginn kl. 14:00 - 25.8.2006

Ísland og Svíþjóð mætast á Laugardalsvelli 26. ágúst kl. 14:00 og er leikurinn í riðlakeppni HM.  Þessi leikur er síðasti heimaleikur íslenska liðsins í keppninni og eru knattspyrnuáhugamenn hvattir til þess að koma á völllinn og hvetja stelpurnar.  Aðgangur á leikinn er ókeypis. Lesa meira
 
Nicole_Petignat_domari

Nicole Petignat dæmir leik Íslands og Svíþjóðar - 25.8.2006

Dómari leiks Íslands og Svíþjóðar á laugardaginn er einn þekktasti dómari Evrópu, Nicole Petignat frá Sviss.  Hún dæmdi m.a. úrslitaleik Heimsmeistarakeppni kvenna árið 1999 þegar að Kína og Bandaríkin mættust í Los Angeles. Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Jörundur Áki í tveggja leikja bann - 25.8.2006

Aganefnd UEFA hefur úrskurðað Jörund Áka Sveinsson, landsliðsþjálfara kvennalandsliðsins, í tveggja leikja bann vegna brottvísunar hans í leik Íslendinga og Tékka þann 19. ágúst síðastliðinn. Lesa meira
 
U21 landslið karla

U21 karla mætir Ítölum 1. september - 24.8.2006

Lúka Kostic, þjálfari U21 landsliðs karla, hefur valið hópinn sem mætir Ítölum í riðlakeppni Evrópumóts U21 landsliða 2006/2007.  Leikurinn er leikinn á Laugardalsvelli, föstudaginn 1. september kl. 19:00. Lesa meira
 
KSÍ - Alltaf í boltanum

Tap gegn Slóvakíu hjá U18 karla - 23.8.2006

Íslenska U18 karlalandsliðið tapaði gegn Slóvakíu í dag en leikurinn var liður í alþjóðlegu móti er fram fer í Tékklandi.  Lauk leiknum 1-3 en Íslendingar komust yfir snemma leiks.

Lesa meira
 
akvennahollandIMG_0362

Óbreyttur hópur fyrir leikinn gegn Svíum - 23.8.2006

Íslenska kvennalandsliðið leikur gegn Svíum á Laugardalsvelli, laugardaginn 26. ágúst kl. 14:00.  Leikurinn er síðasti heimaleikur liðsins í riðlakeppni fyrir HM 2007.  Svíar eru efstir í riðlinum og hafa aðeins tapað stigi gegn Íslendingum. Lesa meira
 
KSÍ - Alltaf í boltanum

Jafntefli gegn Belgum hjá U18 - 23.8.2006

Íslenska U18 karlalandsliðið gerði í gær jafntefli við Belga á alþjóðlegu móti er fram fer í Tékklandi.  Lauk leiknum með því að hvort lið skoraði eitt mark.  Liðið leikur í dag gegn Slóvakíu og hefst leikurinn kl. 15:00 að íslenskum tíma. Lesa meira
 
Alid-byrjunarlid-01a-togt

Miðasala á leik Íslands og Danmerkur hafin - 22.8.2006

Miðasala á landsleik Íslands og Danmerkur í Evrópukeppni landsliða er hafin á ksi.is og midi.is.  Sala aðgöngumiða á landsleiki fer nú fram í nýju miðasölukerfi fyrir Laugardalsvöll frá midi.is.  Kaupendum gefst kostur á að velja sér það sæti sem viðkomandi vilja sitja í.

Lesa meira
 
Alid-byrjunarlid-01a-togt

Miðasölu seinkar á landsleik Íslands og Danmerkur - 22.8.2006

Verið er að vinna í uppsetningu á miðasölukerfi vegna leiks Íslands og Danmerkur.  Vegna þess mun opnun á miðasölu seinka en opnað verður síðar í dag.  Fylgist með hér á síðunni um opnun miðasölunnar. Lesa meira
 
Sviarkvenna

Leikreynt kvennalandslið Svía mætir til leiks - 22.8.2006

Svíar hafa tilkynnt leikmannahóp sinn er mætir Íslendingum á Laugardalsvelli laugardaginn 26. ágúst kl. 14:00.  Lið Svía er geysisterkt og mjög leikreynt en sex leikmenn hafa leikið yfir 100 landsleiki. Lesa meira
 
KSÍ - Alltaf í boltanum

U18 karlalandsliðið leikur í Tékklandi - 22.8.2006

Íslenska U18 karlalandsliðið er statt í Tékklandi þar sem það tekur þátt í alþjóðlegu móti.  Ísland leikur í riðli með Belgíu, Slóvakíu og Póllandi á mótinu.  Fyrsti leikur liðsins í mótinu er í dag kl. 15:00 þegar liðið leikur við Belga. Lesa meira
 
Eiður Smári leikur á varnarmann Suður-Afríku

Miðasala á Ísland- Danmörk hefst á hádegi í dag - 22.8.2006

Miðasala á landsleik Íslands og Danmerkur, hefst kl. 12:00 í dag, þriðjudag.  Leikurinn fer fram miðvikudaginn 6. september kl. 18:05.  Hægt er að kaupa miða á netinu og verslunum Skífunnar og BT-tölva. Lesa meira
 
richmond_university

Kvennalandsliðið leikur á Richmond Stadium í Virginíu - 21.8.2006

Íslenska kvennalandsliðið leikur vináttulandsleik við Bandaríkin 8. október næstkomandi.  Leikið verður á velli háskólans í Richmond í Virginíu.  Leikurinn verður í beinni útsendingu á sjónvarpsstöðinni ESPN2 í Bandaríkjunum.

Lesa meira
 
akvennahollandIMG_0362

Stelpurnar töpuðu gegn Tékkum - 19.8.2006

Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu laut í lægra haldi gegn Tékkum í dag.  Lauk leiknum með því að Tékkar skoruðu fjögur mörk gegn tveimur íslenskum.  Íslenska liðið leikur gegn Svíum laugardaginn 26. ágúst á Laugardalsvelli. Lesa meira
 
Margrét Lára Viðarsdóttir

Byrjunarliðið gegn Tékkum - 18.8.2006

Jörundur Áki Sveinsson, landsliðsþjálfari, hefur tilkynnt byrjunarlið sitt er mætir Tékkum á laugardag kl. 16:00 á Laugardalsvelli.  Ókeypis aðgangur er á leikinn og eru landsmenn hvattir til þess að mæta.  Lesa meira
 
akvennahollandIMG_0362

Allir á völlinn kl. 16:00 á laugardag - 18.8.2006

Íslenska kvennalandsliðið leikur á morgun, laugardag, gegn Tékkum í undankeppni fyrir HM 2007.  Leikið er á Laugardalsvelli og hefst leikurinn kl. 16:00.  Ókeypis er á völlinn og getur stuðningur skipt sköpum fyrir stelpurnar í leiknum. Lesa meira
 
Alidkv2004-0349

Kvennalandsliðið undirbýr sig af krafti - 17.8.2006

Íslenska kvennalandsliðið í knattspynu undirbýr sig nú af krafti fyrir leikinn gegn Tékkum.  Liðið kom saman á þriðjudaginn og æfa einu sinni á dag fram að leik.  Leikurinn er á laugardaginn á Laugardalsvelli og er ókeypis inn á völlinn. Lesa meira
 
EM U21 landsliða karla

Markalaust jafntefli í Austurríki - 16.8.2006

U21 karlalandslið Íslands og Austurríkis gerðu markalaust jafntefli í undankeppni EM í dag, miðvikudag, en leikurinn fór fram í Austurríki.  Nokkuð jafnræði var með liðunum í leiknum og segja má að jafntefli hafi verið sanngjörn úrslit. Lesa meira
 
akvennahollandIMG_0362

Kvennalandsliðið í eldlínunni á laugardaginn - 16.8.2006

Íslenska A-landslið kvenna verður í eldlínunni á laugardaginn þegar liðið tekur á móti Tékkum.  Leikið er á Laugardalsvelli og hefst leikurinn kl. 16:00.  Leikurinn er liður í riðlakeppni HM 2007. Frítt verður á þennan leik.

Lesa meira
 
ritzing

U21 karlalandsliðið leikur í dag - 16.8.2006

Í dag kl. 15:00 leika Íslendingar við Austurríkismenn í riðlakeppni fyrir EM hjá U21 landsliðum.  Leikurinn er fyrsti leikur riðilsins en Ítalir skipa einnig þennan riðil.  Aðeins er leikinn einn leikur við hvora þjóð. Lesa meira
 
Indriði Sigurðsson

Markalaust jafntefli gegn Spánverjum - 15.8.2006

Íslenska landsliðið gerði jafntefli við Spánverja í vináttulandsleik á Laugardalsvellinum í kvöld.  Lauk leiknum með markalausu jafntefli og var leikurinn prýðilegur af hálfu Íslendinga. Lesa meira
 
Alid-byrjunarlid-01a-togt

Byrjunarlið Íslands gegn Spáni - 15.8.2006

Eyjólfur Sverrisson, landsliðsþjálfari Íslands, hefur tilkynnt byrjunarlið sitt sem mætir Spánverjum í vináttulandsleik í kvöld kl. 20:00.

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Landslið U18 karla valið - 15.8.2006

Guðni Kjartansson, landsliðsþjálfari U18 landsliðs karla, hefur valið eftirtalda leikmenn í landslið Íslands sem keppir á alþjóðlegu móti í Tékklandi 21. ágúst - 27. ágúst.

Lesa meira
 
Stemmning hjá áhorfendum

Sala stæðismiða á Laugardalsvelli í dag - 15.8.2006

Sala stæðismiða á ksi.is og midi.is og einnig við Laugardalsvöll frá kl. 10:00 við aðalinngang vallarins í vesturstúku.   Áhorfendur eru hvattir til þess að mæta tímanlega því aðgöngumiðar eru skannaðir inn við aðgönguhlið.

Lesa meira
 
Stemmning hjá áhorfendum

Uppselt í sæti á Spánarleikinn - 14.8.2006

Í dag seldust upp síðustu miðarnir í sæti á vináttulandsleik Íslands og Spánar er hefst kl. 20:00, þriðjudaginn 15. ágúst.  Enn er hægt að kaupa miða í stæði en forsöluafsláttur er til miðnættis í kvöld. Lesa meira
 
Eiður Smári Guðjohnsen

Eiði Smára gefið frí gegn Spánverjum - 14.8.2006

Eiður Smári Guðjohnsen, fyrirliði íslenska landsliðsins í knattspyrnu, verður ekki með í vináttulandsleiknum gegn Spáni.  Í samráði við lækna íslenska liðsins og landsliðsþjálfara var ákveðið að gefa Eiði frí í þessum leik.

Lesa meira
 
Stemmning hjá áhorfendum

Aðeins nokkur hundruð miðar eftir í sæti - 14.8.2006

Miðasala á vináttulandsleik Íslands og Spánar, þriðjudaginn 15. ágúst, gengur mjög vel og í morgun voru nokkur hundruð miðar eftir í sæti.  Ljóst er að sætismiðar munu seljast upp í dag en einnig er hægt að kaupa miða í stæði á þennan leik. Lesa meira
 
Grétar Rafn skoraði gegn Búlgaríu

Um 1000 miðar óseldir í sæti - 13.8.2006

Miðasala á vináttulandsleik Íslands og Spánar, er fram fer þriðjudaginn 15. ágúst kl. 20:00, gengur mjög vel.  Í dag, sunnudag, eru aðeins um 1000 miðar óseldir í sæti.  Einnig eru seldir miðar í stæði á þennan vináttulandsleik. Lesa meira
 
Stemmning hjá áhorfendum

Um 2500 sæti eftir á landsleikinn gegn Spáni - 11.8.2006

Miðarnir renna hratt út á vináttulandsleik Íslands og Spánar sem fram fer þriðjudaginn 15. ágúst kl. 20:00.  Um 2500 sæti voru eftir á leikinn seinni partinn í dag, föstudag.  Salan tók góðan kipp í dag eftir að hópur Spánverja var tilkynntur. Lesa meira
 
Spánverjar fagna marki (uefa.com)

Sterkasta lið Spánverja mætir til leiks - 11.8.2006

Luis Aragones hefur tilkynnt hópinn er kemur til Íslands og mætir Íslendingum í vináttulandsleik, þriðjudaginn 15. ágúst kl. 20:00.  Lið Spánverja er stjörnum prýtt og mæta þeir með sitt sterkasta lið. Lesa meira
 
Stemmning hjá áhorfendum

Miðar seljast vel á Ísland-Spánn - 11.8.2006

Miðasala á leik Íslands og Spánar gengur vel en selt er í fyrsta skipti í gegnum nýtt miðasölukerfi á vegum midi.is.  Einnig er hægt að kaupa miða í verslunum Skífunnar og BT-tölva. Lesa meira
 
errea

Ísland leikur í nýjum búningum - 10.8.2006

Íslenska landsliðið mun leika í glænýjum búningum í vináttulandsleik þeirra gegn Spáni, 15. ágúst nk.  Um er að ræða nýja búninga frá Errea og verða Íslendingar albláir í leiknum. Lesa meira
 
Stemmning hjá áhorfendum

Aðgöngumiðar á landsleiki fyrir handhafa A-passa - 10.8.2006

Handhafar A-passa frá KSÍ fá aðgöngumiða á leikinn Ísland - Spánn afhenta föstudaginn 11. ágúst frá kl. 10:00 - 17:00. Miðarnir verða afhentir í miðasöluskúrum sem staðsettir eru sunnan við austurstúku Laugardalsvallar.

Lesa meira
 
Brynjar Björn Gunnarsson reynir markskot

Hjálmar Jónsson inn í landsliðshópinn - 10.8.2006

Eyjólfur Sverrisson hefur gert eina breytingu á landsliðshóp sínum fyrir leikinn gegn Spáni, þriðjudaginn 15. ágúst.  Hjálmar Jónsson, IFK Gautaborg kemur inn í hópinn í stað Brynjars Björns Gunnarssonar sem er meiddur. Lesa meira
 
akvennahollandIMG_0362

Hópurinn er mætir Tékkum - 9.8.2006

Jörundur Áki Sveinsson hefur valið landsliðshópinn er mætir Tékkum, laugardaginn 19. ágúst kl. 16:00.  Leikurinn er í undankeppni fyrir HM 2007 og er Ísland sem stendur í þriðja sæti riðilsins með jafnmörg stig og Tékkar. Lesa meira
 
ussoccer

Vináttulandsleikur gegn Bandaríkjunum - 8.8.2006

Knattspyrnusamband Íslands hefur þekkst boð Bandaríska knattspyrnusambandsins um að íslenska kvennalandsliðið mun leika vináttulandsleik við Bandaríkin, sunnudaginn 8. október næstkomandi.  Lesa meira
 
Alid-byrjunarlid-01a-togt

Hópurinn valinn er mætir Spánverjum - 8.8.2006

Eyjólfur Sverrisson landsliðsþjálfari hefur valið landsliðshópinn sem mætir Spánverjum í vináttulandsleik á Laugardalsvelli þriðjudaginn 15. ágúst kl. 20:00.  Miðasala er í fullum gangi á ksi.is og midi.is og gengur mjög vel.
 
Lesa meira
 

Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög