Landslið

U17_karla_NM2006_Finnar

Finnar lagðir í fyrsta leiknum - 31.7.2006

Íslenska U17 karlalandsliðið fór vel af stað á Norðurlandamótinu er fram fer í Færeyjum.  Sigruðu strákarnir Finna 5-2,  eftir að hafa lent tveimur mörkum undir eftir aðeins sjö mínútur. Lesa meira
 
U17 landslið karla á NM 2005

U17 karla hefja leik í dag - 31.7.2006

Íslenska U17 karlalandsliðið hefur leik á Norðurlandamótinu í Færeyjum í dag.  Fyrsti leikur þeirra er við Finna og hefst leikurinn kl. 13:30 að íslenskum tíma.  Danir og Færeyingar eru einnig í riðli með Íslendingum. Lesa meira
 
Spánverjar á HM

Staðfestur leiktími á á Ísland-Spánn - 27.7.2006

Staðfestur hefur verið leiktími á vináttulandsleik Íslands og Spánar, sem fram fer á Laugardalsvelli þriðjudaginn 15. ágúst.  Leikurinn hefst kl. 20:00 og verður í beinni útsendingu á RÚV. Lesa meira
 
Pierluigi Casiraghi

Nýr þjálfari U21 landsliðs Ítala ráðinn - 24.7.2006

Ítalska knattspyrnusambandið hefur tilkynnt um ráðningu nýs þjálfara U21 landsliðs karla, en Íslendingar og Ítalir eru saman í riðli í undankeppni EM. Nýr þjálfari Ítala er Pierluigi Casiraghi, sem lék 44 sinnum með A-landsliði Ítala og skoraði 13 mörk. Lesa meira
 
U19 landslið karla

Úrtaksæfingar fyrir U18 og U19 karla - 24.7.2006

Úrtaksæfingar fyrir U18 og U19 landslið karla fara fram á Tungubökkum í Mosfellsbæ dagana 29. og 30. júlí.  Alls hafa um 60 leikmenn frá félögum víðs vegar af landinu verið boðaðir til æfinga að þessu sinni.

Lesa meira
 
Frá úrslitakeppni EM U19 karla 2006 - uefa.com

Kristinn varadómari í undanúrslitaleik - 24.7.2006

Kristinn Jakobsson verður varadómari á undanúrslitaleik Skotlands og Tékklands í úrslitakeppni EM U19 landsliða karla á miðvikudag og á möguleika á að dæma úrslitaleik keppninnar á sunnudag. Lesa meira
 
EM U19 landsliða karla

Kristinn dæmdi viðureign Austurríkis og Belgíu - 24.7.2006

Kristinn Jakobsson dæmir þessa dagana í úrslitakeppni EM U19 karla, sem fram fer í Póllandi.  Á sunnudag dæmdi hann viðureign Austurríkis og Belgíu, sem lauk með 4-1 sigri Austurríkismanna. Lesa meira
 
U_21_kvenna_Island_Danmork_NM_2006_eftirleik

U21 kvenna í fjórða sæti á Norðurlandamótinu - 22.7.2006

Íslenska U21 kvennalandsliðið tapaði fyrir Svíum í dag og enduðu því mótið í fjórða sætið.  Árangurinn er engu að síður mjög góður og sá besti er U21 lið Íslands hefur náð á þessu móti.  Liðið var aðeins einu marki frá úrslitaleiknum.

Lesa meira
 
U_21_kvenna_Island_Danmork_NM_2006_eftirleik

Ísland leikur við Svía um þriðja sætið - 20.7.2006

Ísland mun leika við Svía um þriðja sætið á Norðurlandamóti U21 kvenna sem fram fer í Stavanger í Noregi.  Þetta varð ljóst eftir úrslit í leik Bandaríkjanna og Noregs en fyrr í dag burstuðu íslensku stelpurnar stöllur sínar frá Danmörku.. Lesa meira
 
U_21_kvenna_Island_Danmork_NM_2006

Danir teknir í kennslustund - 20.7.2006

Íslenska U21 kvennalandsliðið rótburstaði Dani í lokaleik sínum í riðlakeppni Norðurlandamótsins.  Lokatölur urðu 6-1, eftir að Danir höfðu komist yfir á 11. mínútu.

Lesa meira
 
U_21_kvenna_Island_Noregur_NM_2006

Byrjunarlið U21 kvenna gegn Danmörku - 20.7.2006

Elísabet Gunnarsdóttir hefur tilkynnt byrjunarliðið er mætir Dönum kl. 14:00 í dag.  Leikurinn er lokaleikur liðsins í riðlakeppni Norðurlandamóts U21 en leikið er í Noregi.  Íslenska liðið er í harðri baráttu um efsta sætið í riðlinum. Lesa meira
 
U_21_kvenna_Island_Noregur_NM_2006

Stelpurnar gerðu jafntefli við Bandaríkin - 18.7.2006

Íslenska U21 kvennalandsliðið gerði jafntefli við Bandaríkjamenn á Norðurlandamóti U21 kvenna er fram fer í Noregi.  Lokatölur urðu 1-1 og kom Margrét Lára Viðarsdóttir Íslendingum yfir áður en Bandaríkin jöfnuðu úr vítaspyrnu. Lesa meira
 
U17 landslið karla á NM 2005

Lið U17 karla valið er spilar í Færeyjum - 18.7.2006

Lúka Kostic, landsliðsþjálfari U17 karla, hefur valið liðið er heldur til Færeyja og tekur þar þátt í Norðurlandamóti U17 karla.  Mótið stendur byrjar 30. júlí og lýkur 6. ágúst. Lesa meira
 
U_21_kvenna_Island_Noregur_NM_2006

Byrjunarliðið hjá U21 kvenna gegn Bandaríkjunum - 18.7.2006

Íslenska U21 landslið kvenna leikur annan leik sinn á Norðurlandamótinu í dag en leikið er í Stavanger í Noregi.  Mæta þá íslensku stelpurnar þeim bandarísku en þær sigruðu danskar stöllur sínar, 3-0.  Leikurinn hefst kl. 14:00 að íslenskum tíma. Lesa meira
 
U_21_kvenna_Island_Noregur_NM_2006

Sætur sigur á Norðmönnum - 17.7.2006

Íslenska U21 landslið kvenna hóf Norðurlandamótið með miklum glæsibrag þegar þær lögðu heimastúlkur í Noregi.  Leiknum lauk með sigri íslenska liðsins, 3-2.  Margrét Lára Viðarsdóttir skoraði tvo  mörk og Greta Mjöll Samúelsdóttir eitt. Lesa meira
 
U21kv2004-0017

U21 kvenna heldur til Noregs - 14.7.2006

Íslenska U21 landslið kvenna heldur Noregs á morgun til að taka þátt á Norðurlandamóti U21 kvenna.  Leikið verður í Stavanger og eiga stelpurnar sinn fyrsta leik á sunnudag þegar þær takast á við stöllur sínar frá Noregi. Lesa meira
 
Fernado_Torres

Landsleikurinn við Spánverja 15. ágúst - 14.7.2006

Spánverjar munu sækja Íslendinga heim og leika vináttulandsleik á Laugardalsvelli.  Leikurinn fer fram þriðjudaginn 15. ágúst og er það breytt dagsetning en leika átti leikinn 16. ágúst. Lesa meira
 
Styrkleikalisti FIFA - Karlalandslið

Nýr og breyttur styrkleikalisti FIFA - 12.7.2006

Nýr styrkleikalisti FIFA hefur verið gefinn út og er hann markaður af nýafstaðinni Heimsmeistarakeppni.  Einnig hafa átt sér stað róttækar breytingar í útreikningum á listanum  Hefur þetta í för með sér miklar breytingar á styrkleikalistanum. Lesa meira
 
U17_kv_byrjunarlid_Danir_2006

Tap gegn Dönum í leik um fimmta sætið - 10.7.2006

Íslenska stúlknalandsliðið skipað leikmönnum 17 ára og yngri tapaði 2-1 í lokaleik sínum á opna Norðurlandamótinu sem lauk í Finnlandi um helgina.  Íslensku stúlkurnar léku gegn Dönum í leik um 5. sætið á mótinu. Lesa meira
 
U17 landslið karla á NM 2005

Hópur valinn til úrtaksæfinga hjá U17 karla - 7.7.2006

Eftirtaldir leikmenn hafa verið valdir til að taka þátt í úrtaksæfingum vegna U17 liðs karla.  Æfingarnar fara fram undir stjórn Lúkasar Kostic þjálfara U17 landsliðs Íslands.

Lesa meira
 
U21kv2004-0017

U21 landslið kvenna valið - 7.7.2006

Elísabet Gunnardóttir landsliðsþjálfari hefur tilkynnt landslið Íslands fyrir Norðurlandamót U21 kvenna sem fram fer í Noregi 15.-23. júlí næstkomandi.  Í liðinu eru 5 eldri leikmenn en leyfilegt er að tefla þeim fram í þessu móti. Lesa meira
 
U17kv2004-0007

U17 kvenna leika við Dani um fimmta sætið - 7.7.2006

Íslenska U17 kvennalandsliðið tapaði gegn sænskum stöllum sínum í gærkvöldi, 0-3.  Leikurinn var síðasti leikurinn í riðlakeppni Norðurlandamóts U17 kvenna. Íslensku stelpurnar leika við Dani um fimmta sætið á mótinu.

Lesa meira
 
Nordic_Cup_U17_kvenna

Byrjunarliðið hjá U17 gegn Svíum - 6.7.2006

Jón Óli Daníelsson hefur tilkynnt byrjunarlið sitt er mætir Svíum í dag kl. 17:00.  Leikurinn, sem er liður í Norðurlandamóti U17 kvenna,  er síðasti leikur Íslands í riðlinum.  Leikið er í Kokkola í Finnlandi. Lesa meira
 
Nordic_Cup_U17_kvenna

Ósigur gegn Þjóðverjum hjá U17 kvenna - 5.7.2006

Stelpurnar í U17 landsliðinu töpuðu gegn Þjóðverjum í öðrum leik sínum á Norðurlandamótinu er fram fer í Kokkola í Finnlandi.  Lokatölur urðu 5-0 Þjóðverjum í vil en sigur vannst í fyrsta leiknum gegn Hollendingum,1-0. Lesa meira
 
U17kv2004-0006

Glæsilegur sigur á Hollendingum - 3.7.2006

Norðurlandamótið hjá U17 kvenna hófst í dag í Finnlandi og léku íslensku stelpurnar við Holland í sínum fyrsta leik.  Gerðu þær sér lítið fyrir og sigruðu hollenska liðið með einu marki gegn engu.  Það var Fanndís Friðriksdóttir sem skoraði markið á 5. mínútu. Lesa meira
 
U17 landslið kvenna 2004

Stelpurnar leika gegn Hollandi kl. 17:00 í dag - 3.7.2006

Íslenska stúlknalandsliðið skipað leikmönnum yngri en 17 ára leikur fyrsta leik sinn á Norðurlandamótinu sem fram fer í Finnlandi. Í dag leikur liðið gegn Hollendingum og hefur Jón Ólafur Daníelsson valið eftirtalda leikmenn til að hefja leikinn. Lesa meira
 

Mót landsliða




Landslið




Aðildarfélög




Aðildarfélög