Landslið

Alidkv1983-0001

40 landsliðskonur komu saman fyrir 100. leikinn - 28.6.2006

Alls mættu um 40 landsliðskonur í hóf sem haldið var í Laugardalshöll í tilefni af 100. kvennalandsleik Íslands. Á meðfylgjandi mynd eru 37 þessara landsliðskvenna en a.m.k. þrjár til viðbótar mættu en voru fjarstaddar þegar myndin var tekin.

Lesa meira
 
U17 landslið kvenna 2004

U17 hópur kvenna á NM í Finnlandi - 26.6.2006

Jón Óli Daníelsson hefur valið liðið sem mun leika fyrir Íslands hönd á Norðurlandamóti U17 kvenna er fram fer í Finnlandi í júlí.  Ísland er í riðli með Svíþjóð, Þýskalandi og Hollandi. Lesa meira
 
U17 landslið karla á NM 2005

Riðlaskipting fyrir Norðurlandamót U17 karla - 26.6.2006

Skipt hefur verið í riðla á Norðurlandamóti U17 karla er fram fer í Færeyjum í júlí- og ágústmánuði.  Íslendingar eru í riðli með Dönum, Finnum og heimamönnum frá Færeyjum. Lesa meira
 
Katrin_50leikir_Akvenna

Fengu afhenta viðurkenningu fyrir 50 landsleiki - 19.6.2006

Í tengslum við 100. A landsleik kvenna, leik Íslands og Portúgals, fengu þrír leikmenn afhenta viðurkenningu fyrir 50 landsleiki.  Þetta voru þær Olga Færseth, Guðlaug Jónsdóttir og Katrín Jónsdóttir. Lesa meira
 
U17 landslið kvenna 2004

Undirbúningshópur fyrir U17 kvenna valinn - 19.6.2006

Jón Ólafur Daníelsson, landsliðsþjálfari U17 kvenna, hefur valið 25 leikmenn í undirbúningshóp fyrir Norðurlandamótið sem fram í júlí í Finnlandi.  18 manna hópur fyrir Norðurlandamót verður síðan tilkynntur mánudaginn 26. júní.

Lesa meira
 
Greta Mjöll á leiðinni inn á - hennar fyrsti A landsleikur

Góður sigur í hundraðasta leiknum - 18.6.2006

Íslenska kvennalandsliðið lagði það portúgalska með þremur mörkum gegn engu en leikurinn var liður í undankeppni fyrir HM 2007.  Margrét Lára Viðarsdóttir skoraði tvívegis og Greta Mjöll Samúelsdóttir eitt mark. Lesa meira
 
Alidkv2003-0325

Byrjunarlið Íslands gegn Portúgal - 17.6.2006

Jörundur Áki Sveinsson landsliðsþjálfari, hefur tilkynnt byrjunarlið Íslands gegn Portúgal.  Leikurinn er í undakeppni fyrir HM 2007 og hefst kl. 16:00, sunnudaginn 18. júní á Laugardalsvelli. Lesa meira
 
akvennahollandIMG_0362

ÍSLAND - PORTÚGAL - 16.6.2006

Laugardalsvöllur verður vettvangur leiks Íslands og Portúgals í undankeppni fyrir HM 2007.  Leikurinn verður sunnudaginn 18. júní kl. 16:00 og er þetta 100 A landsleikur kvenna.  Aðgangur á leikinn er ókeypis og er fólk hvatt til að fjölmenna. Lesa meira
 
Holland - Ísland 0-1, EM - Rotterdam 24. september 1994

Fjórði leikur Íslands og Portúgals - 15.6.2006

Leikur Íslands og Portúgal á sunnudaginn verður fjórði A landsleikur kvenna á milli þjóðanna.  Fyrstu þrír leikirnir hafa allir farið fram í Portúgal og því í fyrsta sinn er þjóðirnar mætast á Íslandi.  Íslenska liðið hefur enn ekki náð að landa sigri gegn Portúgal.

Lesa meira
 
Þessir kappar leika í 7 manna bolta

Knattspyrnuskóli drengja 19.- 23. júní 2006 - 14.6.2006

Knattspyrnuskóli karla 2006 fer fram að Laugarvatni 19. - 23. júní næstkomandi.  Freyr Sverrisson, þjálfari U16 karla hefur umsjón með skólanum og eru leikmenn í skólanum í ár fæddir 1992.

Lesa meira
 
akvennahollandIMG_0362

Dómarar leiksins koma frá Danmörku - 14.6.2006

Það verður danskt dómaratríó sem kemur til með að stjórna ferðinni í leik Íslands og Portúgals, sunnudaginn 18. júní.  Leikurinn er, eins og áður hefur komið fram, 100. A landsleikur kvenna. Lesa meira
 
Alidkv1994-0003

100. leikur kvennalandsliðsins á sunnudag - 12.6.2006

A landslið kvenna leikur á sunnudag 100. leik sinn frá upphafi þegar það mætir Portúgölum á Laugardalsvelli í undankeppni HM 2007.  Þóra B. Helgadóttir tekur við fyrirliðabandinu af systur sinni, Ásthildi, sem er í leikbanni,

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Knattspyrnuskóli stúlkna á Laugarvatni - 8.6.2006

Knattspyrnuskóli stúlkna fer fram í næstu viku að Laugarvatni.  Leikmenn í skólanum í ár fæddir 1992.  Gestakennarar verða á flestum æfingunum og þar er von á mjög góðum gestum. Lesa meira
 
U17 landslið karla á NM 2005

Æfingahópur fyrir U17 karla - 7.6.2006

Luka Kostic, þjálfari U17 karlaliðs Íslands, hefur valið æfingahóp til æfinga um komandi helgi.  Æfingarnar fara fram á Tungubökkum, laugardaginn 10. júní og sunnudaginn 11. júní. Lesa meira
 
U21 landslið karla

Andorramönnum skellt á Skaganum - 2.6.2006

Íslenska U21 karlalandsliðið tryggði sér sæti í undankeppni fyrir EM 2007 með því að leggja Andorra með tveimur mörkum gegn engu.  Liðið  leikur gegn Austurríki og Ítalíu í undankeppninni. Lesa meira
 
akvennahollandIMG_0362

100. A landsleikur kvenna - 1.6.2006

Þann 18. júní nk. leikur íslenska A landslið kvenna sinn 100. landsleik.  Leikið er við Portúgal í undankeppni fyrir HM 2007.  Fyrsti A landsleikur kvenna var leikinn 29. september 1981 í Skotlandi. Lesa meira
 
Emil Hallfreðsson er í byrjunarliðinu

Byrjunarlið Íslands gegn Andorra - 1.6.2006

Lúka Kostic landsliðsþjálfari U21 karla hefur tilkynnt byrjunarliðið er mætir Andorra á Akranesvelli kl. 18:15.  Stillt er upp í leikaðferðina 4-3-3 og stefnt á að brjóta vörn Andorra á bak aftur en fyrri leik liðanna lauk með markalausu jafntefli Lesa meira
 
KSÍ - Alltaf í boltanum

Knattspyrnuskóli KSÍ - ítrekun - 1.6.2006

Knattspyrnuskóli stúlkna verður haldinn að Laugarvatni 12. - 16. júní næstkomandi. Framlengdur frestur er til kl. 12:00 á morgun, miðvikudaginn 7. júní. Lesa meira
 

Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög