Landslið

EM U19 landsliða kvenna

Öruggur sigur á Rúmenum í lokaleiknum - 29.4.2006

U19 landslið kvenna vann í dag öruggan sigur á Rúmenum í lokaumferð milliriðils EM, sem fram fór í Rúmeníu.  Greta Mjöll Samúelsdóttir gerði tvö mörk fyrir íslenska liðið.  Danir lögðu Englendinga í hreinum úrslitaleik um sæti í lokakeppni EM. Lesa meira
 
EM U19 landsliða kvenna

Byrjunarlið U19 kvenna gegn Rúmeníu - 29.4.2006

U19 landslið kvenna leikur í dag lokaleik sinn í milliriðli EM, sem fram fer í Rúmeníu.  Mótherjarnir í dag eru einmitt heimamenn, Rúmenar, en bæði liðin eru án stiga eftir töp gegn Englendingum og Dönum.

Lesa meira
 
A lið kvenna

Breyting á hópnum gegn Hvít-Rússum - 28.4.2006

Jörundur Áki Sveinsson, landsliðsþjálfari kvenna, hefur tilkynnt um eina breytingu á hópnum fyrir leikinn gegn Hvít Rússum í Minsk.  Málfríður Erna Sigurðardóttir kemur í hópinn í stað Olgu Færseth. Lesa meira
 
EM U19 landsliða kvenna

Naumt tap hjá U19 kvenna gegn Dönum - 27.4.2006

Íslensku stelpurnar í U19 landsliðinu léku í dag sinn annan leik í undanriðli fyrir EM, sem fram fer í Rúmeníu.  Leiknum lyktaði 1-2 fyrir þær dönsku eftir að þær höfðu tveggja marka forystu í hálfleik Lesa meira
 
EM U19 landsliða kvenna

Byrjunarlið U19 kvenna gegn Danmörku - 27.4.2006

Annar leikur íslenska U19 kvennalandsliðisins í undanriðli EM, fer fram í dag kl. 14:00 að íslenskum tíma.  Mæta þá stelpurnar dönsku stöllum sínum en danska liðið sigraði það rúmenska í sínum fyrsta leik, 7-0. Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands gegn Svíum

A landslið kvenna gegn Hvít-Rússum valið - 25.4.2006

Jörundur Áki Sveinsson, þjálfari A landsliðs kvenna, hefur tilkynnt liðið sem mætir Hvít-Rússum ytra þann 6. maí nk.  Leikurinn er liður í undankeppni HM 2007. Lesa meira
 
EM U19 landsliða kvenna

Stórt tap hjá U19 kvenna gegn Englandi - 25.4.2006

Íslenska U19 kvennaliðið tapaði fyrsta leik sínum í riðlakeppni EM en riðillinn er leikinn í Rúmeníu.  Íslenska liðið tapaði 1-7 og er það stærsta tap hjá íslenska U19 kvennaliðinu frá upphafi. Lesa meira
 
EM U19 landsliða kvenna

Byrjunarlið U19 kvenna gegn Englandi - 25.4.2006

Á slaginu kl. 11 að íslenskum tíma hefst leikur Englands og Íslands í millirðlum fyrir EM sem fram fer þessa dagana í Rúmeníu.  Ólafur Þór Guðbjörnsson landsliðsþjálfari U19 kvenna hefur tilkynnt byrjunarliðið. Lesa meira
 
Heimsmeistarakeppnin 2006

Enn hægt að fá miða á HM 2006 á netinu - 24.4.2006

Ennþá eru eftir miðar á HM 2006 í Þýskalandi sem hefst 9. júní.  Fimmta þrep söluferlis FIFA hefst 1. maí en einungis er hægt að kaupa miða á sérstakri HM síðu FIFA. Lesa meira
 
Davíð Þór Viðarsson er leikjahæstur í U21 hópnum

U21 karla hópurinn sem mætir Andorra - 24.4.2006

Lúkas Kostic, þjálfari U21 landsliðs karla, hefur valið hópinn sem mætir Andorra ytra þann 3. maí í forkeppni Evrópumóts U21 landsliða 2006/2007.  Þetta er fyrri leikur þessara þjóða en seinni leikurinn fer fram hér heima 1. júní. Lesa meira
 
Styrkleikalisti FIFA - Karlalandslið

Nýr styrkleikalisti FIFA - 19.4.2006

Á nýjum styrkleikalista FIFA, sem birtur var í dag, stendur íslenska karlalandsliðið í stað og er í 97. sæti.  Fyrstu mótherjar okkar í undankeppni EM 2008, Norður Írar, skjótast upp fyrir okkur á listanum. Lesa meira
 
EM U19 landsliða kvenna

U 19 kvenna - hópurinn valinn - 19.4.2006

Ólafur Þór Guðbjörnsson, landsliðsþjálfari U19 kvenna, hefur valið eftirtalda leikmenn í U19 ára landslið kvenna sem tekur þátt í milliriðlum EM sem fram fara nú í apríl í Rúmeníu.

Lesa meira
 
Hólmfríður Magnúsdóttir skoraði mark Íslands

Fyrsti ósigurinn gegn Hollendingum staðreynd - 12.4.2006

A landslið kvenna beið í kvöld ósigur gegn Hollendingum, en þetta er í fyrsta sinn sem þeim appelsínugulu tekst að vinna sigur á íslenska liðinu.  Sigurmark hollenska liðsins kom í síðari hálfleik. Lesa meira
 
A lið kvenna

Byrjunarliðið gegn Hollandi í kvöld - 12.4.2006

Jörundur Áki Sveinsson, þjálfari A landsliðs kvenna, hefur tilkynnt byrjunarlið Íslands sem leikur vináttulandsleik gegn Hollendingum í kvöld.  Leikurinn fer fram á Oosteerenk Stadium í Zwolle hefst kl. 18:00 að íslenskum tíma.

Lesa meira
 
Íslenska liðið gegn Hollandi í Den Ham 5. júní 1996

Alltaf unnið Hollendinga - 10.4.2006

A landslið kvenna mætir Hollendingum í vináttulandsleik á miðvikudag.  Liðin hafa mæst fjórum sinnum áður og hefur íslenska liðið unnið sigur í öllum viðureignunum. Síðasta viðureign liðanna var í undankeppni EM 1997. 

Lesa meira
 
EM U19 landsliða kvenna

Landsliðsæfingar U19 kvenna um páskana - 5.4.2006

Á þriðja tug leikmanna hafa verið boðaðir á æfingar U19 landsliðs kvenna sem fram fara á Fylkisvelli um páskana.  Æfingarnar eru hluti af lokaundirbúningi liðsins fyrir EM milliriðil, sem fram fer í Rúmeníu í lok apríl.

Lesa meira
 
Fífan

Úrtaksæfing U21 karla 15. apríl - 4.4.2006

Tæplega þrjátíu leikmenn hafa verið boðaðir á úrtaksæfingu vegna U21 landsliðs karla, sem fram fer í Fífunni í Kópavogi laugardaginn 15. apríl.  Æfingarnar fara fram undir stjórn Lúkasar Kostic, þjálfara liðsins.

Lesa meira
 
Holland - Ísland 0-1, EM - Rotterdam 24. september 1994

Hópurinn gegn Hollendingum tilkynntur - 3.4.2006

Jörundur Áki Sveinsson, þjálfari A landsliðs kvenna, hefur valið 18 manna hóp fyrir vináttulandsleikinn gegn Hollendingum, sem fram fer á Oosterenk leikvanginum í Zwolle 12. apríl næstkomandi. 

Lesa meira
 

Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög