Landslið

Úr leik Íslands og Trinidad & Tobago

Glæsimark frá Yorke og umdeild vítaspyrna - 28.2.2006

A landslið karla tapaði 0-2 í vináttulandsleik gegn Trinidad & Tobago á Loftus Road á þriðjudagskvöld.  Fyrra markið kom eftir um tíu mínútna leik, en síðara markið kom úr heldur umdeildri vítaspyrnu snemma í seinni hálfleik.

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Skotlands

Þrjú mörk Skota á fyrsta hálftímanum - 28.2.2006

U21 landslið karla tapaði 0-4 gegn Skotum í vináttulandsleik á þriðjudagskvöld.  Skoska liðið gerði í raun út um leikinn með þremur mörkum á fyrstu 30 mínútunum og réði einnig gangi leiksins eftir það. Lesa meira
 
Davíð Þór Viðarsson er leikjahæstur í U21 hópnum

Byrjunarliðið gegn Skotum á Firhill tilkynnt - 28.2.2006

Byrjunarlið U21 landsliðs karla gegn Skotum hefur verið tilkynnt, en liðin mætast í vináttulandsleik á Firhill leikvanginum í Glasgow í kvöld.  Leikurinn, sem hefst kl. 19:30, er sá fyrsti sem liðið leikur undir stjórn Lúkasar Kostic.

Lesa meira
 
Dóra Stefánsdóttir er ein af fjórum í hópnum sem leika með erlendum félagsliðum

Jörundur tilkynnir hópinn gegn Englandi - 28.2.2006

Jörundur Áki Sveinsson, þjálfari A-landsliðs kvenna, hefur tilkynnt íslenska hópinn fyrir vináttulandsleikinn gegn Englendingum í Norwich 9. mars næstkomandi.  Harpa Þorsteinsdóttir úr Stjörnunni er eini nýliðinn í hópnum.

Lesa meira
 
Emil Hallfreðsson er í byrjunarliðinu

Byrjunarliðið gegn Trinidad & Tobago - 28.2.2006

Eyjólfur Sverrisson, þjálfari A-landsliðs karla, hefur tilkynnt byrjunarlið Íslands fyrir vináttulandsleikinn gegn Trinidad & Tobago.  Liðin mætast á Loftus Road í Lundúnum í kvöld og hefst bein útsending Sýnar kl. 19:30.

Lesa meira
 
Kári Árnason

Kári Árnason ekki með gegn T&T - 26.2.2006

Kári Árnason, leikmaður sænska liðsins Djurgården, er meiddur og getur því ekki tekið þátt í vináttulandsleiknum gegn Trinidad & Tobago, sem fram fer í Lundúnum á þriðjudag. Lesa meira
 
U21 landslið karla

Atli Jónasson í stað Hrafns Davíðssonar - 26.2.2006

Atli Jónasson markvörður úr KR hefur verið valinn í U21 landsliðshópinn fyrir vináttulandsleikinn gegn Skotum í Glasgow á þriðjudag.  Atli kemur í stað Hrafns Davíðssonar úr ÍBV, sem er meiddur.

Lesa meira
 
EM U19 landsliða kvenna

Undirbúningshópur fyrir EM U19 kvenna 2007 - 25.2.2006

Ólafur Þór Guðbjörnsson landsliðsþjálfari U19 kvenna hefur valið 28 manna undirbúningshóp fyrir úrslitakeppni EM U19 kvenna sem fram fer hér á landi í júlí 2007.  Undirbúningur íslenska liðsins hefst í mars á þessu ári. 

Lesa meira
 
Vítaspyrnukeppni

Vítaspyrnukeppni ef jafnt eftir 90 mínútur - 24.2.2006

Vináttulandsleikur Íslands gegn Trinidad & Tobago er dálítið óvenjulegur fyrir þær sakir að hann fer fram á hlutlausum velli og ef jafnt verður að venjulegum leiktíma loknum fer fram vítaspyrnukeppni milli liðanna Lesa meira
 
Úr leik U21 liðsins gegn Svíum 2004

Fyrstu leikirnir undir stjórn nýrra þjálfara - 24.2.2006

Þriðjudaginn 28. febrúar vera A og U21 landslið karla í eldlínunni og leika vináttulandsleiki á erlendri grundu.  Um er að ræða fyrstu leiki liðanna undir stjórn nýrra landsliðsþjálfara. 

Lesa meira
 
Jim Leighton er markmannsþjálfari skoska liðsins

Skotar tilkynna U21 hópinn gegn Íslendingum - 21.2.2006

Skotar hafa tilkynnt U21 hóp sinn fyrir vináttuleikinn gegn Íslendingum á Firhill leikvanginum í Glasgow 28. febrúar.  Í hópnum eru að mestu leikmenn frá skoskum félagsliðum, en nokkrir leika í ensku deildarkeppninni.

Lesa meira
 
Þessar voru í U19 liðinu 2004

U17 og U19 kvenna æfa 25. og 26. febrúar - 21.2.2006

Dagana 25. og 26. febrúar fara fram æfingar fyrir U17 og U19 landslið kvenna og hafa alls um 50 leikmenn verið boðaðir á æfingarnar.  U17 liðið æfir í Reykjaneshöll, en U19 liðið á Fylkisvelli og í Egilshöll.

Lesa meira
 
Kristján og Bjarni léku saman í U19 liðinu 2002

Kristján Valdimarsson í U21 hópinn - 21.2.2006

Lúkas Kostic, þjálfari U21 landsliða  karla, hefur valið Kristján Valdimarsson í hópinn fyrir vináttuleikinn gegn Skotum 28. febrúar.  Kristján kemur í staðinn fyrir Bjarna Hólm Aðalsteinsson, sem er meiddur.

Lesa meira
 
Gylfi Einarsson fagnar marki sínu gegn Ítalíu

Gylfi Einarsson inn fyrir Grétar Ólaf Hjartarson - 21.2.2006

Grétar Ólafur Hjartarson er meiddur og getur því ekki leikið með A landsliði karla í vináttuleiknum gegn Trinidad & Tobago 28. febrúar.  Í stað hans hefur Gylfi Einarsson verið kallaður í hópinn.

Lesa meira
 
A landslið kvenna í Rússlandi 2002

Önnur æfingahelgi A kvenna í febrúar - 20.2.2006

A landslið kvenna kemur saman til æfinga um næstu helgi, en um er að ræða síðari æfingahelgina af tveimur í febrúar.  Liðið mætir Englendingum í vináttulandsleik á Carrow Road í Norwich 9. mars næstkomandi. Lesa meira
 
EM U19 landsliða kvenna

Undirbúningur fyrir EM U19 kvenna 2007 hafinn - 17.2.2006

KSÍ mun í tilefni af 60 ára afmæli sambandsins halda úrslitakeppni Evrópumóts U19 landsliða kvenna sumarið 2007.  Markviss undirbúningur íslenska liðsins fyrir keppnina er þegar hafinn. Lesa meira
 
Styrkleikalisti FIFA - Karlalandslið

A landslið karla í 96. sæti á FIFA-listanum - 15.2.2006

A landslið karla er í 96. sæti á styrkleikalista FIFA í febrúar og fellur því um eitt sæti milli mánaða.  Stærstu breytingar á listanum koma til vegna Afríkukeppni landsliða. Lesa meira
 
Spánverjar fagna marki (uefa.com)

Vináttuleikur gegn Spánverjum í ágúst - 14.2.2006

KSÍ hefur samið við Knattspyrnusamband Spánar um að A-karlalandslið þjóðanna leiki vináttuleik á Laugardalsvelli 16. ágúst næstkomandi.  Liðin eru jafnframt saman í riðli í undankeppni EM 2008.

Lesa meira
 
Dwight Yorke

Landsliðshópur T&T gegn Íslandi - 14.2.2006

Leo Beenhakker hefur valið 20 manna landsliðshóp Trinidad & Tobago, sem mætir Íslandi í vináttulandsleik á Loftus Road í Lundúnum 28. febrúar.  Beenhakker mun nota leikinn til að gefa nokkrum nýjum leikmönnum tækifæri.

Lesa meira
 
EM 2008

Leikjaniðurröðun í undankeppni EM 2008 - 14.2.2006

Leikjaniðurröðun í F-riðli í undankeppni EM 2008 hefur verið ákveðin.  Fyrsti leikur Íslands í keppninni verður á útivelli gegn Norður-Írlandi 2. september, en fyrsti heimaleikurinn verður fjórum dögum síðan gegn Dönum. Lesa meira
 
Leo Beenhakker, þjálfari T&T

Beenhakker leitar að leikmönnum fyrir T&T - 14.2.2006

Leo Beenhakker, þjálfari landsliðs Trinidad & Tobago, leitar nú að sterkum leikmönnum um allan heim sem eiga rætur sínar að rekja til landsins og gætu leikið með liðinu á HM í sumar.

Lesa meira
 
Davíð Þór Viðarsson er leikjahæstur í U21 hópnum

U21 hópurinn sem mætir Skotum 28. febrúar - 14.2.2006

U21 landslið karla mætir Skotum í vináttulandsleik á Firhill Stadium í Glasgow 28. febrúar næstkomandi.  Lúkas Kostic, þjálfari íslenska liðsins, hefur tilkynnt hópinn fyrir leikinn, sem er sá fyrsti undir hans stjórn.

Lesa meira
 
Eyjólfur Sverrisson

Landsliðshópurinn gegn Trinidad & Tobago - 14.2.2006

Eyjólfur Sverrisson, þjálfari A-landsliðs karla, hefur tilkynnt fyrsta hóp sinn síðan hann tók við stjórn liðsins síðastliðið haust.  Íslenska liðið mætir Trinidad & Tobago í vináttulandsleik á Loftus Road í Lundúnum 28. febrúar.

Lesa meira
 
Heimsmeistarakeppnin 2006

Fjórða söluþrep á HM opnar 15. febrúar - 14.2.2006

Fjórða söluþrep í miðasölu fyrir úrslitakeppni HM opnar 15. febrúar á fifaworldcup.com.  Um 30.000 miðar eru í boði að þessu sinni og góðar líkur eru á því að fleiri miðar verði í boði eftir því sem líður á þrepið.

Lesa meira
 
EM 2008

Fundað um niðurröðun leikja í undankeppni EM 2008 - 13.2.2006

Þriðjudaginn 14. febrúar funda forystumenn og landsliðsþjálfarar þjóðanna sjö sem eru í F-riðli í undankeppni EM 2008.  Þar verður leikjaniðurröðun riðilsins ákveðin og verður hún birt hér á vefnum um leið og hún liggur fyrir. Lesa meira
 
England - Ísland 1-0, HM 22. sept 2002

Æfingar A-landsliðs kvenna í febrúar - 13.2.2006

Jörundur Áki Sveinsson, þjálfari A landsliðs kvenna, hefur boðað 26 leikmenn á æfingar liðsins í febrúar.  Liðið mætir Englendingum í vináttulandsleik á Carrow Road í Norwich 9. mars næstomandi.

Lesa meira
 
Firhill Stadium í Glasgow

U21 karla mætir Skotum á Firhill Stadium - 8.2.2006

Leikstaður hefur verið ákveðinn fyrir vináttuleik U21 karlalandsliða Skotlands og Íslands, sem fram fer ytra 28. febrúar næstkomandi.  Leikið verður á Firhill Stadium í Glasgow, heimavelli Partick Thistle. Lesa meira
 
U17 landslið karla á NM 2005

Úrtaksæfingar U17 og U19 karla 11. og 12. febrúar - 6.2.2006

Alls hafa um 60 leikmenn verið boðaðir á úrtaksæfingar fyrir U17 og U19 landslið karla, sem fram fara um næstu helgi.  U17 hópurinn er nokkuð stærri, en henn telur 34 leikmenn.

Lesa meira
 
Dwight Yorke fagnar HM-sætinu

Fámennasta þjóðin á HM frá upphafi - 6.2.2006

Trinidad & Tobago verður í sumar fámennasta þjóðin sem tekur þátt í úrslitakeppni HM frá upphafi.  Í landinu býr 1,1 milljón manna á rúmlega 5 þúsund ferkílómetrum.

Lesa meira
 
Carrow Road

A landslið kvenna leikur á Carrow Road - 6.2.2006

Leikstaður hefur verið ákveðinn fyrir vináttuleik A landsliðs kvenna gegn Englandi 9. mars næstkomandi.  Leikið verður á Carrow Road, heimavelli knattspyrnuliðsins Norwich City.

Lesa meira
 
U21 landslið karla

Tæplega 30 leikmenn á úrtaksæfingum U21 karla - 3.2.2006

Tæplega 30 leikmenn hafa verið boðaðir á úrtaksæfingar fyrir U21 landslið karla, sem fara fram í Reykjaneshöll dagana 11. og 12. febrúar.  Æfingarnar fara fram undir stjórn Lúkasar Kostic, þjálfara liðsins.

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Skotlands

U21 landslið karla leikur gegn Skotum - 2.2.2006

Ákveðið hefur verið að U21 landslið karla mæti Skotum í vináttulandsleik 28. febrúar næstkomandi í Skotlandi.  Leikstaður hefur ekki verið ákveðinn.  Sama dag leikur A landslið karla vináttuleik gegn Trinidad og Tobago. Lesa meira
 

Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög