Landslið

Frá NM U17 landsliða karla 2005

Úrtaksæfingar U17 karla fyrstu helgina í desember - 30.11.2005

Úrtaksæfingar fyrir U17 landslið karla fara fram í Fífunni í Kópavogi og Egilshöll í Reykjavík fyrstu helgina í desember.  Æft verður undir stjórn Lúkasar Kostic, þjálfara U17 landsliðs karla. Lesa meira
 
Danmörk - Ísland 5-1 (2-0), VL - Árósar, Århus stadion 7. ágúst 1949

Landsleikir komnir í gagnagrunn KSÍ - 29.11.2005

Skrifstofa KSÍ hefur á þessu ári unnið í því að koma öllum eldri úrslitum inn í gagnagrunn sambandsins.  Allir landsleikir Íslands frá upphafi í öllum landsliðum hafa verið skráðir, ásamt öllum leikjum í efstu deild karla.

Lesa meira
 
Styrkleikalisti FIFA - Karlalandslið

Ísland í 93. sæti á FIFA-listanum - 23.11.2005

A landslið karla hefur fallið um eitt sæti milli mánaða á styrkleikalista FIFA og er nú í 93. sæti.  Brasilíumenn eru efstir sem fyrr, en tékkar lauma sér upp fyrir Hollendinga í 2. sætið og þar fyrir neðan eru Argentínumenn og Frakkar.

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Hollands

Leikið gegn Hollandi í Zwolle - 23.11.2005

A landslið kvenna mætir Hollandi í vináttulandsleik 12. apríl á næsta ári og hefur leikstaður nú þegar verið ákveðinn. Leikurinn fer fram á Oosterenk leikvanginum í Zwolle, um 125 kílómetrum frá Amsterdam.

Lesa meira
 
ksi_merki

Úrtaksæfingar U17 og U19 kvenna - 22.11.2005

Um komandi helgi fara fram úrtaksæfingar U17 og U19 landsliða kvenna. Lesa meira
 
Ólafur þjálfari er til vinstri á myndinni

Úrtaksæfingar U19 kvenna 19. og 20. nóvember - 15.11.2005

Dagana 19. og 20. nóvember næstkomandi fara fram úrtaksæfingar fyrir U19 landslið kvenna á Stjörnuvelli í Garðabæ og í Egilshöll í Reykjavík.  Æfingarnar fara fram undir stjórn Ólafs Þórs Guðbjörnssonar, þjálfara liðsins.

Lesa meira
 
Íslenska liðið gegn Hollandi í Den Ham 5. júní 1996

Vináttuleikur A-kvenna gegn Hollandi í apríl - 10.11.2005

Ákveðið hefur verið að A landslið kvenna leiki vináttulandsleik gegn Hollendingum ytra 12. apríl næstkomandi.  Leikurinn er liður í undirbúningi fyrir leiki í undankeppni HM kvenna í maí og júní 2006.

Lesa meira
 
Heimsmeistarakeppnin 2006

FIFA sektar KSÍ um 230.000 krónur - 8.11.2005

FIFA hefur sektað KSÍ um 5.000 svissneska franka, andvirði um 230.000 króna, vegna fjögurra áminninga sem leikmenn Íslands hlutu í lokaleik liðsins í undankeppni HM 2006, gegn Svíum á Råsunda 12. október.

Lesa meira
 
U17 landslið karla á NM 2005

Úrtaksæfingar U17 karla 12. og 13. nóvember - 8.11.2005

Úrtaksæfingar fyrir U17 landslið karla fara fram í Fífunni og Egilshöll um næstu helgi.  Alls hafa 36 leikmenn verið boðaðir til æfinga að þessu sinni og koma þeir frá félögum víðs vegar um landið.

Lesa meira
 
A landslið kvenna

Leikjum ársins í undankeppni HM lokið - 7.11.2005

Í byrjun mánaðarins fóru fram tveir leikir í riðli Íslands í undankeppni HM kvennalandsliða, síðustu leikirnir í riðlinum á þessu ári.  Portúgal lék heimaleiki við Svía og Tékka og tapaði þeim báðum með þriggja marka mun.

Lesa meira
 
U19 landslið karla

Úrtaksæfingar U19 karla 5. og 6. nóvember - 1.11.2005

Guðni Kjartansson, landsliðsþjálfari U19 landsliðs karla, hefur valið 29 leikmenn úr 17 félögum á úrtaksæfingar U19 landsliðs karla um komandi helgi. Lesa meira
 
Luka Kostic þjálfar U17 landslið karla

Lúkas Kostic ráðinn þjálfari U21 karla - 1.11.2005

Lúkas Kostic hefur verið ráðinn þjálfari U21 landsliðs karla og mun hann stjórna liðinu í næstu tveimur keppnum, en samningur hans og KSÍ er til þriggja ára. Lúka hefur stjórnað U17 landsliði karla frá 2003. Lesa meira
 
ksi_merki

Úrtaksæfingar yngri landsliða - 1.11.2005

Úrtaksæfingar yngi landsliða karla og kvenna hefjast næstu helgi með æfingum U19 landsliðs karla í Fífunni og Egilshöll og næstu helgar þar á eftir verða úrtaksæfingar hjá fjórum öðrum yngri landsliðum karla og kvenna. Lesa meira
 

Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög