Landslið
EM U19 landsliða kvenna

Dregið í milliriðla hjá U19 kvenna

Ísland í riðli með Englandi, Danmörku og Rúmeníu

19.10.2005

Ísland er í milliriðli í EM U19 landsliða kvenna með Englandi, Danmörku og Rúmeníu, en dregið var í riðla í Osló í Noregi í dag, miðvikudag.  Milliriðlarnir fara fram í lok apríl á næsta ári.

Íslenska liðið hafnaði í 2. sæti í sínum riðli í undankeppninni og tryggði sér þannig áframhaldandi þátttöku í keppninni, en riðillinn fór fram í Sarajevo í Bosníu um síðustu mánaðamót.

Milliriðillinn sem Ísland leikur í fer fram í Rúmeníu.


Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög