Landslið
Áfram Ísland!

Upphitun fyrir leik Svíþjóðar og Íslands

Áfram Ísland klúbburinn hitar upp - Allir hvattir til að mæta

4.10.2005

Áfram Ísland klúbburinn verður með upphitun  fyrir leik Svíþjóðar og Íslands í undankeppni HM 2006 þann 12. október næstkomandi. Upphitunin fer fram á Crazy Horse, Sturegatan 12, í miðbæ Stokkhólms og hefst kl. 16:00 að staðartíma. 

Allir eru hvattir til að mæta - aðeins 10 mínútna ferð með lest á Råsunda-leikvanginn.  Stuðningsmenn íslenska liðsins koma einnig saman eftir leik á sama stað.

Allir sem mæta fá happdrættismiða þar sem verða m.a. dregnir út frábærir ferðavinningar frá Icelandair.  Áfram Ísland klúbburinn verður með húfur, fána, trefla og annan varning til sölu á fínu verði.  Boðið verður upp á andlitsmálningu, skrúðgöngu á leikinn og margt fleira.

Allir Íslendingar og aðrir stuðningsmenn íslenska liðsins sem ætla á leikinn eru hvattir til að  mæta á staðinn og skemmta sér í góðum félagsskap.

Áfram Ísland!!!


Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög