Landslið

Styrkleikalisti FIFA - Karlalandslið

Ísland í 92. sæti á FIFA-listanum - 24.10.2005

Ísland er í 92. sæti á styrkleikalista FIFA fyrir karlalandslið, sem gefinn var út í síðustu viku, og stendur því í stað frá því listinn var síðast gefinn út.  Brasilíumenn eru efstir sem fyrr og Hollendingar eru áfram í öðru sæti.

Lesa meira
 
EM U19 landsliða kvenna

Dregið í milliriðla hjá U19 kvenna - 19.10.2005

Ísland er í milliriðli í EM U19 landsliða kvenna með Englandi, Danmörku og Rúmeníu, en dregið var í riðla í Osló í Noregi í dag, miðvikudag.  Milliriðlarnir fara fram í lok apríl á næsta ári.

Lesa meira
 
Eyjólfur Sverrisson

Eyjólfur Sverrisson ráðinn þjálfari A landsliðs karla - 14.10.2005

Knattspyrnusamband Íslands hefur ráðið Eyjólf Sverrisson sem þjálfara A landsliðs karla. Samningurinn er til næstu tveggja ára - gildir frá 1. nóvember 2005 til 31. október 2007. Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Samningar við Ásgeir og Loga ekki endurnýjaðir - 14.10.2005

Stjórn KSÍ hefur ákveðið að endurnýja ekki samninga við þjálfara A landsliðs karla, þá Ásgeir Sigurvinsson og Loga Ólafsson, en samningar þeirra renna út 31. október næstkomandi. 

Lesa meira
 
EM 2008

Ísland í 5. styrkleikaflokki fyrir EM 2008 - 14.10.2005

A landslið karla er í 5. styrkleikaflokki samkvæmt flokkun UEFA fyrir undankeppni EM 2008.  Dregið verður í riðla í Montreux í Sviss 27. janúar næstkomandi.  Úrslitakeppnin fer fram í Austurríki og Sviss.

Lesa meira
 
Heimsmeistarakeppnin 2006

Sænskur sigur á baráttuglöðu liði Íslands - 12.10.2005

Baráttuglaðir Íslendingar biðu lægri hlut gegn sterku liði Svía í lokaumferð undankeppni HM 2006, en liðin mættust á Råsunda í Stokkhólmi í dag.  Íslenska liðið tók forystuna í leiknum, en Svíar stóðu uppi sem sigurvegarar, 3-1.

Lesa meira
 
Heimsmeistarakeppnin 2006

Þrjár breytingar fyrir leikinn gegn Svíþjóð - 12.10.2005

Þrjár breytingar hafa verið gerðar á byrjunarliði Íslands fyrir leikinn gegn Svíum í undankeppni HM 2006 á Råsunda í kvöld.  Árni Gautur Arason, Gunnar Heiðar Þorvaldsson og Heiðar Helguson koma inn í liðið.

Lesa meira
 
U21 landslið karla

Ísland hefur ekki tapað gegn Svíþjóð á árinu - 12.10.2005

Landslið Íslands og Svíþjóðar hafa mæst sex sinnum á þessu ári og hefur Svíum ekki enn tekist að sigra.  Öll yngri landslið karla hafa leikið gegn sænskum landsliðum á árinu, sem og A landslið kvenna.

Lesa meira
 
EM U21 landsliða karla

Fjögur mörk gegn Svíum og glæsilegur sigur í höfn - 11.10.2005

U21 landslið karla lagði Svía að velli á glæsilegan hátt með fjórum mörkum gegn einu þegar liðin mættust í lokaumferð undankeppni EM í Eskilstuna í Svíþjóð fyrr í dag, þriðjudag.

Lesa meira
 
EM U21 landsliða karla

Byrjunarlið U21 karla gegn Svíum í Eskilstuna - 11.10.2005

Eyjólfur Sverrisson, þjálfari U21 liðs karla, hefur tilkynnt byrjunarlið Íslands gegn Svíum, en liðin mætast í lokaumferð undankeppni EM í Eskilstuna í dag og hefst leikurinn kl. 16:30 að íslenskum tíma.

Lesa meira
 
U17 landslið kvenna 2004

Úrtaksæfingar U17 kvenna í Fífunni um helgina - 11.10.2005

Úrtaksæfingar fyrir U17 landslið kvenna fara fram í Fífunni í Kópavogi um næstu helgi.  Alls hafa leikmenn 35 frá félögum víðs vegar af landinu verið boðaðir til æfinga að þessu sinni.

Lesa meira
 
Teddy Lucic

Fimm leikmenn í sænska hópnum leika í Svíþjóð - 11.10.2005

Fimm leikmenn í 22 manna hópi Svía sem tilkynntur var fyrir leikina gegn Króötum og Íslendingum leika með sænskum félagsliðum.  Sex leikmenn í 20 manna hópi Íslands leika hér á landi.

Lesa meira
 
Gunnar Heiðar Þorvaldsson í landsleik gegn Króötum

Þrír af yngri leikmönnum Íslands leika í Svíþjóð - 11.10.2005

Þrír leikmenn í íslenska landsliðshópnum sem mætir Svíum í lokaumferð undankeppni HM 2006 í Stokkhólmi á miðvikudag leika með sænskum liðum.  Allir eru þeir meðal yngstu leikmanna í hópnum. Lesa meira
 
Norðurlönd

Norðurlandamót yngri landsliða næstu árin - 11.10.2005

Ákveðið hefur verið hvar Norðurlandamót yngri landsliða fara fram árin 2006 - 2012.  Þrjú mót eru áætluð á Íslandi - U17 kvenna 2008, U21 kvenna 2009 og U17 karla 2011.

Lesa meira
 
EM U21 landsliða karla

Lokaumferð undankeppni EM U21 karla á þriðjudag - 10.10.2005

Lokaumferðin í undankeppni EM U21 landsliða karla fer fram á þriðjudag.  Ísland mun hafna í fjórða sæti, hvernig sem leikir dagsins fara, en íslenska liðið getur þó haft áhrif á lokastöðu riðilsins. Lesa meira
 
Heimsmeistarakeppnin 2006

Svíar þurfa stig til að tryggja HM-sætið - 10.10.2005

Lokaumferð undankeppni HM 2006 fer fram á miðvikudag.  Í 8. riðli þurfa Svíar a.m.k. jafntefli gegn Íslendingum á Råsunda til að tryggja sæti í lokakeppni HM í Þýskalandi næsta sumar.

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Póllands

Tap gegn Pólverjum í fimm marka leik - 7.10.2005

Íslenska landsliðið tapaði vináttulandsleik gegn Pólverjum í Varsjá í dag, föstudag.  Fimm mörk voru skoruð í leiknum og átti íslenska liðið tvö þeirra, bæði í fyrri hálfleik. Tveir leikmenn léku sinn fyrsta A-landsleik. 

Lesa meira
 
Brynjar Björn Gunnarsson reynir markskot

Byrjunarlið Íslands gegn Póllandi - 7.10.2005

Landsliðsþjálfararnir, Ásgeir Sigurvinsson og Logi Ólafsson, hafa tilkynnt byrjunarlið Íslands fyrir vináttulandsleikinn gegn Pólverjum í dag. Liðin mætast í Varsjá og hefst leikurinn kl. 15:00 að íslenskum tíma og er sýndur beint á Sýn. Lesa meira
 
EM U19 landsliða karla

Góður sigur á Bosníumönnum - 7.10.2005

U19 landslið karla vann í dag, föstudag, góðan 2-0 sigur á liði Bosníu/Hersegóvínu í lokaumferð síns riðils í undankeppni EM, en riðillinn fór einmitt fram í Sarajevo í Bosníu.  Bæði mörk íslenska liðsins komu seint í leiknum.

Lesa meira
 
EM U19 landsliða karla

Byrjunarlið U19 karla gegn Bosníu/Hersegóvínu - 7.10.2005

Nokkrar breytingar voru gerðar á byrjunarliði U19 landsliðs karla fyrir leikinn gegn Bosníu/Hersegóvínu í undankeppni EM í dag, sem hefst kl. 09:00 að íslenskum tíma.  Hvorugt liðið á möguleika á að komast áfram í riðlinum.

Lesa meira
 
EM U19 landsliða karla

Sigurmark Króata á lokasekúndunum - 5.10.2005

Króatar gerðu dramatískt sigurmark gegn Íslandi á lokamínútunni í undankeppni EM U19 landsliða karla, en liðin mættust í Sarajevo í Bosníu í dag, miðvikudag.  Íslenska liðið á því ekki möguleika á að komast upp úr riðlinum.

Lesa meira
 
Þeir svartklæddu eru stundum grænklæddir ...

Rússneskir dómarar í báðum A-landsleikjunum - 5.10.2005

Dómgæslan í báðum leikjum A-landsliðs karla sem framundan eru verður í höndum Rússa - í vináttulandsleiknum gegn Pólverjum og leiknum í undankeppni HM 2006 gegn Svíum.

Lesa meira
 
Hannes Sigurðsson

Hannes Þ. Sigurðsson í landsliðshópinn - 5.10.2005

Heiðar Helguson verður ekki með íslenska landsliðinu í vináttulandsleiknum gegn Pólverjum á föstudag og hafa landsliðsþjálfararnir kallað á Hannes Þ. Sigurðsson í hans stað. Lesa meira
 
EM U19 landsliða karla

Byrjunarlið U19 karla gegn Króatíu - 5.10.2005

Guðni Kjartansson, þjálfari U19 landsliðs karla, hefur valið byrjunarlið Íslands fyrir leikinn gegn Króatíu í undankeppni EM í dag.  Riðillinn fer fram í Sarajevo í Bosníu.

Lesa meira
 
Áfram Ísland!

Upphitun fyrir leik Svíþjóðar og Íslands - 4.10.2005

Áfram Ísland klúbburinn verður með upphitun  fyrir leik Svíþjóðar og Íslands í undankeppni HM 2006 þann 12. október næstkomandi. Upphitunin fer fram á Crazy Horse, Sturegatan 12, í miðbæ Stokkhólms. 

Lesa meira
 
Helgi Valur Daníelsson

Breytingar á landsliðshópnum gegn Pólverjum og Svíum - 3.10.2005

Tvær breytingar hafa verið gerðar á íslenska landsliðshópnum fyrir leikina gegn Pólverjum og Svíum.  Helgi Valur Daníelsson og Daði Lárusson koma inn í hópinn í stað Jóhannesar Harðarsonar og Árna Gauts Arasonar. Lesa meira
 
EM U21 landsliða karla

Þrír leikmenn í U21 hópnum í fyrsta sinn - 3.10.2005

Eyjólfur Sverrisson, þjálfari U21 landsliðs karla, hefur valið þrjá leikmenn sem leika með U19 landsliðinu í hópinn fyrir lokaleik U21 liðsins í undankeppni EM 2006, gegn Svíþjóð 11. október.

Lesa meira
 
EM U19 landsliða karla

Eins marks tap gegn Búlgörum hjá U19 karla - 3.10.2005

Mark úr vítaspyrnu á 50. mínútu réði úrslitum í leik U19 landsliðs karla gegn jafnöldrum sínum frá Búlgaríu í undankeppni EM í dag.  Fátt markvert gerðist í leiknum og lítið var um færi. Lesa meira
 
EM U19 landsliða kvenna

U19 kvenna áfram þrátt fyrir tap gegn Rússum - 3.10.2005

Þrátt fyrir 1-5 tap gegn Rússum í lokaumferð undankeppni EM U19 liða kvenna komst Ísland áfram í milliriðla, sem fram fara í apríl á næsta ári.  Greta Mjöll Samúelsdóttir gerði mark Íslands gegn Rússum.

Lesa meira
 
EM U19 landsliða karla

U19 karla - Byrjunarliðið gegn Búlgörum - 3.10.2005

Guðni Kjartansson, landsliðsþjálfari U19 karla, hefur tilkynnt byrjunarliðið sem mætir Búlgörum í fyrsta leiknum í undankeppni Evrópumótsins í dag Lesa meira
 

Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög