Landslið
Birkir Bjarnason

Systkini í U19 landsliðum Íslands

Björg og Birkir Bjarnabörn, búsett í Noregi

20.9.2005

Systkinin Björg Bjarnadóttir og Birkir Bjarnason eru í U19 landsliðum Íslands.  Þau eru búsett í Stavanger í Noregi og eru börn Bjarna Sveinbjörnssonar, sem lék m.a. með Þór Akureyri og ÍBV hér á árum áður.

Björg Bjarnadóttir, sem leikur með liði Klepp, er í U19 landsliðshópi kvenna fyrir undankeppni EM í Bosníu/Hersegóvínu um næstu mánaðamót.

Birkir Bjarnason leikur með Viking FK og lék með U19 landsliði karla í vináttuleik gegn Hollandi í sumar.  Hann er að auki í undirbúningshópi liðsins fyrir undankeppni EM.


Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög