Landslið

Ríkharður skorar gegn Svíum

Aldrei unnið Pólverja, en tvisvar unnið Svía - 30.9.2005

A landslið karla leikur tvo landsleiki í október - vináttulandsleik gegn Pólverjum og leik í undankeppni HM 2006 gegn Svíum.  Íslenska liðið hefur aldrei hampað sigri gegn Pólverjum, en hefur tvisvar sinnum lagt Svía að velli.

Lesa meira
 
EM U19 landsliða kvenna

Annar stórsigurinn í röð hjá U19 kvenna - 29.9.2005

U19 kvenna vann í dag annan stórsigurinn í röð í undankeppni EM.  Lið Bosníu/Hersegóvínu var lagt að velli með fimm mörkum gegn engu og þar með er sæti í milliriðli öruggt.

Lesa meira
 
Klara Bjartmarz

Klara Bjartmarz eftirlitsmaður UEFA í Portúgal - 29.9.2005

Klara Ósk Bjartmarz er eftirlitsmaður UEFA með riðli í undankeppni EM U19 landsliða kvenna.  Riðillinn fer fram í Portúgal í vikunni og í honum eru, auk heimamanna, Slóvakía, Wales og Kasakstan.

Lesa meira
 
EM U19 landsliða kvenna

U19 kvenna mætir Bosníu/Hersegóvínu í dag - 29.9.2005

U19 landslið kvenna leikur gegn Bosníu/Hersegóvínu í undankeppni EM í dag og hefst leikurinn kl. 14:00 að íslenskum tíma.  Riðillinn fer fram í Sarajevo, þannig að bosníska liðið er á heimavelli.

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Íslenski hópurinn gegn Pólverjum og Svíum - 28.9.2005

Landsliðsþjálfararnir Ásgeir Sigurvinsson og Logi Ólafsson hafa valið íslenska hópinn fyrir vináttulandsleikinn gegn Pólverjum í Varsjá 7. október og leikinn gegn Svíum í Stokkhólmi í undankeppni HM 2006 12. október.

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Póllands

Landsliðshópur Pólverja gegn Íslandi - 28.9.2005

Pólverjar hafa tilkynnt hóp sinn fyrir vináttuleikinn gegn Íslandi 7. október, en leikurinn er liður í undirbúningi liðanna fyrir lokaumferð undankeppni HM.  Pólverjar leika gegn Englendingum 12. október.

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Svíþjóðar

Sænski hópurinn gegn Króatíu og Íslandi - 28.9.2005

Svíar hafa tilkynnt gríðarsterkan 22 manna landsliðshóp fyrir síðustu tvo leiki sína í undankeppni HM 2006, gegn Króatíu í Zagreb 8. október og Íslandi á Råsunda í Stokkhólmi 12. október.

Lesa meira
 
Heimsmeistarakeppnin 2006

KSÍ sektað um hálfa milljón króna - 28.9.2005

FIFA hefur sektað KSÍ um 10.500 svissneska franka, eða um hálfa milljón króna, vegna fjölda áminninga sem A landslið karla fékk í tveimur leikjum í undankeppni HM 2006, gegn Króatíu og Búlgaríu.

Lesa meira
 
EM U17 landsliða karla

U17 karla úr leik eftir tap gegn Tékkum - 27.9.2005

U17 landslið karla hafnaði í 3. sæti síns riðils í undankeppni EM, sem fram fór í Bosníu/Hersegóveníu.  Lokaumferðin fór fram í dag, þriðjudag, og beið íslenska liðið 1-4 ósigur gegn Tékkum.

Lesa meira
 
EM U19 landsliða kvenna

Sjö marka sigur hjá U19 kvenna gegn Georgíu - 27.9.2005

U19 landslið kvenna vann Georgíu með sjö mörkum gegn engu í undankeppni EM í dag, þriðjudag.  Katrín Ómarsdóttir og Greta Mjöll Samúelsdóttir gerðu báðar tvö mörk fyrir íslenska liðið. Lesa meira
 
U19 landslið karla

U19 landslið karla til Bosníu/Hersegóvínu - 27.9.2005

Guðni Kjartansson, þjálfari U19 landslið karla, hefur valið 18 manna hóp fyrir undankeppni EM, en riðill Íslands fer fram í Sarajevo í Bosníu/Hersegóvínu í byrjun október. Lesa meira
 
EM U17 landsliða karla

Byrjunarlið U17 karla gegn Tékkum - 27.9.2005

Lúkas Kostic, landsliðsþjálfari U17 karla, hefur gert þrjár breytingar á byrjunarliðinu frá liðinu sem hóf leikinn gegn Svíum á sunnudag. Leikurinn hefst klukkan 14 að íslenskum tíma Lesa meira
 
EM U19 landsliða kvenna

Byrjunarlið U19 kvenna gegn Georgíu - 27.9.2005

Ólafur Þór Guðbjörnsson, þjálfari U19 landsliðs kvenna, hefur tilkynnt byrjunarlið Íslands gegn Georgíu í undankeppni EM, en liðin mætast kl. 14:00 í dag að íslenskum tíma.

Lesa meira
 
EM U17 landsliða karla

Jafntefli gegn Svíum hjá U17 karla - 25.9.2005

U17 landslið karla gerði í morgun 2-2 jafntefli við Svía í öðrum leik sínum í undanriðli Evrópukeppninnar. Lesa meira
 
Luka Kostic

U17 karla - Byrjunarliðið gegn Svíum - 25.9.2005

Lúkas Kostic, landsliðsþjálfari U17 karla, hefur gert eina breytingu á byrjunarliðinu sem mætir Svíum í dag klukkan 9 frá liðinu sem vann Andorramenn á föstudag.  Lesa meira
 
A landslið kvenna

Eins marks tap hjá A kvenna í Tékklandi - 24.9.2005

A landslið kvenna beið í dag, laugardag, lægri hlut gegn Tékkum í undankeppni HM 2007.  Eina mark leiksins kom snemma í fyrri hálfleik og þrátt fyrir mikla baráttu tókst íslenska liðinu ekki að jafna metin.

Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands gegn Svíum

Óbreytt byrjunarlið A kvenna frá síðasta leik - 23.9.2005

Jörundur Áki Sveinsson, þjálfari A landsliðs kvenna, mun tefla fram óbreyttu byrjunarliði frá jafnteflisleiknum gegn Svíum þegar íslenska liðið mætir Tékkum í undankeppni HM 2007 í Tékklandi á laugardag.

Lesa meira
 
EM U17 landsliða karla

Öruggur sex marka sigur gegn Andorra - 23.9.2005

U17 landslið karla vann í dag öruggan 6-0 sigur á Andorra í undankeppni EM, en riðillinn fer einmitt fram þar í landi. Í riðlinum leika einnig Svíþjóð og Tékkland, en þau lið mætast síðar í dag.

Lesa meira
 
Kastrup-flugvöllur í Kaupmannahöfn

Farangursvandræði hjá A landsliði kvenna - 23.9.2005

A landslið kvenna lenti í vandræðum á leið sinni til Tékklands til að leika við heimamenn í undankeppni HM.  Allur farangur liðsins varð eftir á Kastrup-flugvelli í Kaupmannahöfn.

Lesa meira
 
U17 landslið karla á NM 2005

U17 karla - Byrjunarliðið gegn Andorra - 23.9.2005

Lúkas Kostic, þjálfari U17 karla hefur tilkynnt byrjnarliði sem leikur gegn Andorra í fyrsta leiknum í undanriðli Evrópukeppnirnar í dag klukkan 10 að íslenskum tíma. Lesa meira
 
Þessir eru mjög sáttir við gervigrasið ...

Leikið á gervigrasi í HM U17 karla í Perú - 23.9.2005

Úrslitakeppni HM U17 landsliða karla fer fram þessa dagana í Perú og fara allir leikir fram á gervigrasi, þar á meðal úrslitaleikurinn sem leikinn verður á þjóðarleikvangi þeirra Perúmanna í höfuðborginni Lima. Lesa meira
 
U19 landslið karla

Undirbúningshópur U19 karla fyrir undankeppni EM - 22.9.2005

Guðni Kjartansson, þjálfari U19 landsliðs karla, hefur valið 34 leikmenn í undirbúningshóp fyrir undankeppni EM, en riðill Íslands fer fram í Sarajevo í byrjun október.

Lesa meira
 
Erla Hendriksdóttir

Kveðjuleikur Erlu Hendriksdóttur - 22.9.2005

Erla Hendriksdóttir, önnur leikjahæsta landsliðskona Íslands frá upphafi, hefur ákveðið að leggja skóna í hilluna í haust og því verður leikur Íslands gegn Tékkum í undankeppni HM 2007 á laugardag kveðjuleikur Erlu.

Lesa meira
 
Jóhannes Valgeirsson

Jóhannes Valgeirsson dæmir í Wales - 22.9.2005

Jóhannes Valgeirsson, FIFA dómari og Gunnar Sverrir Gunnarsson, FIFA aðstoðardómari, dæma í vikunni í undankeppni Evrópumóts landsliða U17. Lesa meira
 
Áfram Ísland!

Miðar til sölu á lokaleikinn í undankeppni HM 2006 - 22.9.2005

KSÍ hefur til sölu miða fyrir Íslendinga á viðureign Íslands og Svíþjóðar í undankeppni HM karlalandsliða 2006, sem fram fer í Svíþjóð 12. október næstkomandi, en um er að ræða lokaleik Íslands í riðlinum.

Lesa meira
 
Birkir Bjarnason

Systkini í U19 landsliðum Íslands - 20.9.2005

Systkinin Björg Bjarnadóttir og Birkir Bjarnason eru í U19 landsliðum Íslands.  Þau eru búsett í Stavanger í Noregi og eru börn Bjarna Sveinbjörnssonar, sem lék m.a. með Þór Akureyri og ÍBV hér á árum áður.

Lesa meira
 
U17 landslið kvenna 2004

Tæplega 50 leikmenn boðaðir á úrtaksæfingar - 19.9.2005

Úrtaksæfingar fyrir U17 landslið kvenna fara fram 24. og 25. september í Fífunni í Kópavogi.  Alls hafa tæplega 50 leikmenn frá félögum víðs vegar um landið verið boðaðir á æfingarnar. Lesa meira
 
EM U19 landsliða kvenna

U19 kvenna leikur í Bosníu um mánaðamótin - 19.9.2005

Ólafur Þór Guðbjörnsson, þjálfari U19 landsliðs kvenna, hefur tilkynnt íslenska hópinn fyrir undankeppni EM sem fram fer í Bosníu/Hersegóvínu um næstu mánaðamót. Lesa meira
 
Garðar Örn Hinriksson

Garðar Örn Hinriksson dæmir í EM U17 karla - 19.9.2005

Garðar Örn Hinriksson og Sigurður Óli Þórleifsson verða að störfum í undankeppni EM U17 landsliða karla í vikunni.  Þeir félagar starfa í leikjum riðils sem fram fer í Finnlandi.

Lesa meira
 
EM U17 landsliða karla

U17 landslið karla til Andorra - 16.9.2005

Lúkas Kostic, þjálfari U17 landsliðs karla, hefur valið 18 manna leikmannahóp fyrir undankeppni EM.  Riðill Íslands fer fram í Andorra 23. - 27. september og eru Tékkland og Svíþjóð einnig í riðlinum.

Lesa meira
 
Styrkleikalisti FIFA - Kvennalandslið

Upp um eitt sæti á styrkleikalistanum - 16.9.2005

Ísland hefur hækkað um eitt sæti á styrkleikalista FIFA fyrir kvennalandslið og er nú í 17. sæti. Engin breyting er á efstu sætunum, Þjóðverjar eru áfram efstir, Bandaríkjamenn í öðru sæti og Norðmenn í því þriðja.

Lesa meira
 
Heimsmeistarakeppnin 2006

Mikill áhugi á leik Svíþjóðar og Íslands - 16.9.2005

Mikill áhugi er í Svíþjóð á leiknum í undankeppni HM 2006 gegn Íslandi, en hann fer fram 12. október næstkomandi.  Nú þegar hafa 28.100 aðgöngumiðar verið seldir og talið líklegt að uppselt verði á leikinn.

Lesa meira
 
U19 landslið karla

Úrtaksæfingar U19 karla 17. og 18. september - 15.9.2005

Úrtaksæfingar fyrir U19 lið karla verða haldnar um næstu helgi, 17. og 18. september í Fífunni í Kópavogi. U19 landslið karla leikur í undankeppni EM í Bosníu í byrjun október.

Lesa meira
 
Hermann Hreiðarsson og ungur aðdáandi

Landsliðsmenn heimsóttu langveik börn í Rjóðri - 15.9.2005

Landsliðsmennirnir Gylfi Einarsson, Hermann Hreiðarsson og Tryggvi Guðmundsson heimsóttu Rjóður - hjúkrunarheimili fyrir langveik börn - þegar þeir komu til landsins fyrir leikinn gegn Króatíu á dögunum.

Lesa meira
 
Styrkleikalisti FIFA - Karlalandslið

Upp um tvö sæti á FIFA-listanum - 14.9.2005

Íslenska landsliðið hefur hækkað um tvö sæti á styrkleikalista FIFA frá því í síðasta mánuði og er nú í 92. sæti.  Svíar snúa aftur á topp 10 eftir níu ára fjarveru, á kostnað Englendinga. Lesa meira
 
Luka Kostic þjálfar U17 landslið karla

Úrtaksæfingar fyrir U17 karla 13. - 18. september - 12.9.2005

Úrtaksæfingar fyrir U17 landslið karla fara fram dagana 13. - 18. september og hafa 26 leikmenn verið boðaðir að þessu sinni.  Æfingarnar fara fram undir stjórn Lúkasar Kostic, þjálfara U17 landsliðs karla. 

Lesa meira
 
A lið kvenna

Kvennalandsliðið gegn Tékkum tilkynnt - 10.9.2005

Jörundur Áki Sveinsson, þjálfari A landsliðs kvenna, hefur tilkynnt hópinn fyrir viðureignina gegn Tékkum í undankeppni HM 2007, en liðin mætast í Kravare í Tékklandi 24. september.

Lesa meira
 
Grétar Rafn skoraði gegn Búlgaríu

Grátlegt tap gegn Búlgörum í Sofia - 7.9.2005

Íslenska landsliðið tapaði fyrir Búlgaríu í kvöld, miðvikudagskvöld, með þremur mörkum gegn tveimur í leik sem fram fór í Sofia.  Ísland komst í 2-0, en heimamenn náður að gera þrjú mörk áður en yfir lauk. Lesa meira
 
Luka Kostic

Úrtaksæfingar U17 karla 10. og 11. september - 7.9.2005

Úrtaksæfingar fyrir U17 landslið karla fara fram um helgina og hafa alls 17 leikmenn verið boðaðir til æfinga að þessu sinni.  Æfingarnar fara fram undir stjórn Lúkasar Kostic þjálfara liðsins.

Lesa meira
 
Eiður Smári leiðir lið sitt út á völl

Ein breyting fyrir leikinn gegn Búlgaríu - 7.9.2005

Ein breyting hefur verið gerð á byrjunarliði Íslands frá leiknum gegn Króötum á dögunum fyrir leikinn gegn Búlgaríu í undankeppni HM 2006.  Kári Árnason kemur inn í liðið fyrir Gylfa Einarsson, sem er í leikbanni.

Lesa meira
 
Heimsmeistarakeppnin 2006

Búlgaría og Ísland mætast í undankeppni HM í dag - 7.9.2005

Búlgaría og Ísland mætast í dag, miðvikudag, í undankeppni HM 2006 á Vassil Levski leikvanginum í Sofia.  Leikurinn hefst kl. 16:00 að íslenskum tíma og er í beinni útsendingu á Sýn.

Lesa meira
 
EM U21 landsliða karla

Frábær 3-1 sigur hjá U21 karla í Sofia - 6.9.2005

U21 landslið karla vann í dag, þriðjudag, frábæran 3-1 sigur á liði Búlgara í undankeppni EM 2006, en liðin mættust í Sofia í Búlgaríu.  Íslenska liðið lék vel í leiknum og var sigurinn fyllilega verðskuldaður.

Lesa meira
 
EM U19 landsliða kvenna

Undirbúningshópur fyrir EM U19 kvenna - 6.9.2005

Ólafur Þór Guðbjörnsson, þjálfari U19 landsliðs kvenna, hefur valið 24 leikmenn í undirbúningshóp fyrir undankeppni Evrópumóts kvenna, sem fram fer um næstu mánaðamót í Bosníu-Hersegovínu.

Lesa meira
 
EM U21 landsliða karla

Tvær breytingar á byrjunarliði U21 karla - 6.9.2005

Gerðar hafa verið tvær breytingar á byrjunarliði Íslands fyrir leikinn gegn Búlgaríu í dag í undankeppni EM.  Garðar Gunnlaugsson og Andri Ólafsson koma inn í byrjunarliðið.

Lesa meira
 
Dómaraflauta eða hljóðfæri?

Tyrkneskir dómarar í Sofia - 5.9.2005

Tyrkneskur dómara kvartett verður á viðureign Búlgaríu og Íslands í undankeppni HM 2006 á miðvikudag.  Fimm leikmenn íslenska liðsins eru á gulu spjaldi í keppninni og því vonandi að Tyrkinn verði í góðu skapi.

Lesa meira
 
Hristo Stoichkov - landsliðsþjálfari Búlgaríu

Búlgarar vilja mörk á móti Íslendingum - 5.9.2005

Eftir þriggja mark tap gegn gegn Svíum á laugardag hefur Hristo Stoichkov, þjálfari búlgarska landsliðsins, gert þá kröfu til sinna manna að þeir vinni sigur á Íslendingum á miðvikudag, og það á sannfærandi hátt.

Lesa meira
 
Þeir svartklæddu eru stundum grænklæddir ...

Íslenskir dómarar á þremur landsleikjum - 5.9.2005

Íslenskir dómarar verða á þremur landsleikjum í vikunni.  Garðar Örn Hinriksson og Egill már Markússon dæma leiki í undankeppni EM U21 landsliða karla og Kristinn Jakobsson dæmir leik í undankeppni HM 2006. Lesa meira
 
Bjarni Ólafur (nr.21) nýbúinn að skora - valur.is

Bjarni Ólafur í hópinn í stað Gylfa - 4.9.2005

Gylfi Einarsson fékk að líta gula spjaldið í leiknum gegn Króatíu á laugardag og verður hann því í leikbanni gegn Búlgaríu á miðvikudag.  Bjarni Ólafur Eiríksson, leikmaður Vals, hefur verið kallaður í hópinn í hans stað.

Lesa meira
 
Heimsmeistarakeppnin 2006

Þrjú mörk Króata í síðari hálfleik færðu þeim sigur - 3.9.2005

Þrjú mörk Króata í síðari hálfleik tryggðu þeim sigur í á Íslendingum í undankeppni HM 2006 á Laugardalsvellinum í kvöld.  Íslenska liðinu tókst ekki að fylgja eftir góðum fyrri hálfleik og voru gestirnir mun sterkari í þeim síðari.

Lesa meira
 
Byrjunarliðið gegn Suður-Afríku

Byrjunarlið Íslands gegn Króatíu í dag - 3.9.2005

Landsliðsþjálfararnir, Ásgeir Sigurvinsson og Logi Ólafsson, hafa tilkynnt byrjunarlið Íslands gegn Króatíu, en liðin mætast á Laugardalsvelli kl. 18:05 í dag í undankeppni HM 2006.

Lesa meira
 

Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög