Landslið
Þjóðfáni Kólumbíu

Kólumbíumenn áttu að leika gegn Áströlum

Ástralir hættu við leikinn og ákváðu að setja upp æfingabúiðr

4.8.2005

Ísland og Kólumbía mætast í vináttulandsleik á Laugardalsvelli 17. ágúst næstkomandi.  KSÍ hafði samið við Venesúela um að leika þann dag, en eins og kunnugt er hætti knattspyrnusamband Venesúela við leikinn og ákvað að leika heldur gegn Ekvador. 

Kólumbíumenn lentu í svipaðri aðstöðu.  Þeir áttu að leika vináttulandsleik gegn Áströlum 17. ágúst á Craven Cottage í Lúndúnum, sem er heimavöllur enska úrvalsdeildarliðsins Fulham.  Knattspyrnusamband Ástralíu ákvað hins vegar skyndilega að hætta við leikinn og setja upp æfingabúðir fyrir landslið sitt.


Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög