Landslið
NM U17 karla

Stórsigur Englendinga á Færeyingum

Ísland tapaði fyrir Írlandi í Keflavík

3.8.2005

Englendingar unnu í dag stórsigur á Færeyingum í Fagralundi í Kópavogi, unnu með sjö mörkum gegn engu og var hvert markið öðru glæsilegra.  Framherji enska liðsins, Ashley Chambers, skoraði þrennu í leiknum.

Í hinum leik B-riðils lögðu Svíar Finna með þremur mörkum gegn engu og munu því Englendingar og Svíar berjast um efsta sæti riðilsins þegar liðin mætast á Akranesi á föstudag.  Í hinum leiknum mætast Færeyingar og Finnar.

Í A-riðli lögðu Danir Norðmenn með þremur mörkum gegn engu í Grindavík og á sama tíma tapaði Ísland fyrir Írlandi í Keflavík með tveimur mörkum gegn engu.  Jafnræði var með liðunum lengst af, en Írarnir náðu forystunni þegar um 10. mínútur voru til leiksloka og bættu síðan við öðru marki úr vítaspyrnu á lokamínútu leiksins.

Í lokaumferð A-riðils mætast Írar og Danir annars vegar og Íslendingar og Norðmenn hins vegar.

Upplýsingar um Opna Norðurlandamótið má sjá með því að smella á valmyndina hér hægra megin á síðunni.


Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög