Landslið

Bjarni Þórður Halldórsson

Tvær breytingar á U21 hópnum gegn Króatíu - 31.8.2005

Tvær breytingar hafa verið gerðar á U21 hópnum sem mætir Króatíu á föstudag.  Bjarni Þ. Halldórsson og Viktor B. Arnarsson geta ekki tekið þátt.  Í þeirra stað koma Magnús Þormar og Eyjólfur Héðinsson.  Lesa meira
 
Ertu að meina þetta ... ?

Þrír leikmenn á gulu spjaldi - 31.8.2005

Þrír leikmenn A landsliðs karla eru á gulu spjaldi í undankeppni HM 2006 og fara í eins leiks bann ef þeir fá eitt gult spjald til viðbótar.  Eiður Smári, Hermann og Gylfi hafa allir fengið gult spjald í keppninni.

Lesa meira
 
Dómaraflauta eða hljóðfæri?

Þýskir dómarar á leik Íslands og Króatíu - 31.8.2005

Dómararnir í viðureign Íslands og Króatíu í á laugardag koma frá Þýskalandi, eftirlitsmaðurinn er danskur og dómaraeftirlitsmaðurinn ítalskur.  Dómararnir í leik U21 liðanna á föstudag koma frá Ísrael.

Lesa meira
 
Þóra B. Helgadóttir

Þóra valin maður leiksins í Karlskoga - 31.8.2005

Þóra B. Helgadóttir, markvörður A landsliðs kvenna, var valin maður leiksins í viðureign Svíþjóðar og Íslands í síðastliðinn sunnudag.  Í viðurkenningarskyni fékk Þóra afhenta forláta ryksugu að gjöf frá aðstandendum leiksins. Lesa meira
 
Áfram Ísland!

Aðgöngumiðar fyrir handhafa A-passa - 31.8.2005

Handhafar A-passa frá KSÍ fá aðgöngumiða á leikinn Ísland - Króatía afhenta föstudaginn 2. september frá kl. 10:00 - 17:00 í norðurenda Laugardalsvallar (gengið inn um hlið sem merkt er Keppendur).

Lesa meira
 
Hannes Þ. Sigurðsson skýtur að marki Svía í Grindavík - 2004

Þrír nýliðar í U21 hópnum gegn Króatíu og Búlgaríu - 29.8.2005

Þrír nýliðar eru í U21 hópnum fyrir leikina gegn Króatíu og Búlgaríu.  Framherjinn Hannes Þ. Sigurðsson, sem skorað hefur 6 af 7 mörkum Íslands í keppninni hingað til, er meiddur og getur ekki leikið.

Lesa meira
 
Hermann Hreiðarsson

Landsliðshópurinn gegn Króötum og Búlgörum - 29.8.2005

Landsliðshópurinn sem mætir Króatíu og Búlgaríu í undankeppni HM í byrjun september hefur verið tilkynntur.  Hermann Hreiðarsson og Brynjar Björn Gunnarsson koma inn í hópinn að nýju eftir meiðsli.

Lesa meira
 
Króatía

Ekki gengið vel gegn Balkanþjóðum - 29.8.2005

A landsliði karla hefur ekki gengið vel í viðureignum sínum gegn þeim þjóðum á Balkanskaganum sem áður tilheyrðu Júgóslavíu.  Ísland hefur leikið gegn þremur þeirra, en ekki innbyrt sigur.

Lesa meira
 
Margrét Lára Viðarsdóttir

Frábær úrslit á útivelli gegn sterku liði Svía - 28.8.2005

A landslið kvenna náði í dag frábærum úrslitum á útivelli gegn sterku landsliði Svía í undankeppni HM 2007.  Niðurstaðan í Karlskoga varð 2-2 jafntefli og er íslenska liðið á toppi riðilsins eftir tvo leiki.

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Byrjunarliðið gegn Svíum - 28.8.2005

Jörundur Áki Sveinsson, landsliðsþjálfari A landsliðs kvenna, hefur tilkynnt byrjunarliðið sem mætir Svíum í undankeppni HM í Karlskoga í Svíþjóð.

Lesa meira
 
Guðrún Sóley Gunnarsdóttir

Tímamótaleikur hjá Guðrúnu Sóleyju - 25.8.2005

Guðrún Sóley Gunnarsdóttir leikur væntanlega tímamótaleik fyrir A landslið kvenna á sunnudag, þegar Ísland mætir Svíþjóð í undankeppni HM.  Taki Guðrún þátt í leiknum verður það 25. landsleikur hennar.

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Króatíu

Hópur Króata fyrir leikina gegn Íslandi og Möltu - 25.8.2005

Króatar hafa tilkynnt landsliðshópinn fyrir leikina gegn Íslandi og Möltu í undankeppni HM 2006.  Króatar mæta Íslandi á Laugardalsvelli 3. september og Möltu fjórum dögum síðar.

Lesa meira
 
Bjarni Þór Viðarsson er í U19 liðinu

U19 landslið karla gegn Hollandi - 24.8.2005

Guðni Kjartansson, þjálfari U19 landsliðs karla, hefur tilkynnt hópinn sem mætir Hollendingum í vináttuleik í Hollandi 2. september.  Í hópnum eru 5 leikmenn sem eru á mála hjá erlendum liðum.

Lesa meira
 
RÚV

Svíþjóð - Ísland beint á RÚV á sunnudag - 24.8.2005

Viðureign Svíþjóðar og Íslands í HM kvennalandsliða verður sýnd í beinni útsendingu í Ríkissjónvarpinu.  Þetta er aðeins í annað sinn sem útileikur kvennalandsliðsins er sýndur beint í sjónvarpi. Lesa meira
 
Svíar fagna á EM 2005

Svíar með eitt af bestu kvennalandsliðum heims - 24.8.2005

Sænska kvennalandsliðið er á meðal þeirra sterkustu í heiminum í dag.  Svíar töpuðu naumlega í framlengingu gegn Norðmönnum í undanúrslitum í úrslitakeppni EM og eru í 6. sæti á styrkleikalista FIFA fyrir kvennalandslið.

Lesa meira
 
Áfram Ísland!

Miðasala á Ísland - Króatía - 23.8.2005

Forsala aðgöngumiða á viðureign Íslands og Króatíu í undankeppni HM 2006 er hafin á ksi.is og esso.is.  Liðin mætast á Laugardalsvelli laugardaginn 3. september næstkomandi og hefst leikurinn kl. 18:05. Lesa meira
 
Sigrún Óttarsdóttir hefur skorað á móti Svíum

Aðeins skorað eitt mark gegn Svíum - 23.8.2005

Íslenska kvennalandsliðið mæti Svíum ytra næstkomandi sunnudag í undankeppni HM 2007.  Þessi tvö lið hafa mæst 6 sinnum áður og hafa Svíar hampað sigri í öll skiptin.  Íslendingar hafa skorað eitt mark en Svíar 23.

Lesa meira
 
Byrjunarliðið gegn Hvíta-Rússlandi

Myndasyrpa úr Ísland - Hvíta Rússland - 23.8.2005

Smellið hér að neðan til að skoða myndasyrpu úr viðureign Íslands og Hvíta-Rússlands í undankeppni HM kvenna síðastliðinn sunnudag.  Næsti leikur íslenska liðsins er gegn Svíum ytra sunnudaginn 28. ágúst. Lesa meira
 
Erla Steina Arnardóttir

Tvær úr íslenska hópnum leika í Svíþjóð - 22.8.2005

Tveir leikmenn úr landsliðshópi kvenna sem mætir Svíum í undankeppni HM á sunnudag leika í Allsvenskan, sænsku úrvalsdeildinni.  Ásthildur Helgadóttir leikur með Malmö og Erla Steina Arnardóttir með Mallbacken.

Lesa meira
 
Erla tekur við viðurkenningu frá formanni KSÍ

Erla Hendriksdóttir heiðruð fyrir að leika 50 landsleiki - 22.8.2005

Erla Hendriksdóttir fékk afhenta sérstaka viðurkenningu frá KSÍ eftir leik Íslands og Hvíta-Rússlands í undankeppni HM 2007 á sunnudag fyrir að leika 50 leiki fyrir A landslið kvenna.

Lesa meira
 
Guðrún Sóley og Edda léku vel

Öruggur sigur á Hvít-Rússum - 21.8.2005

A landslið kvenna vann í dag öruggan 3-0 sigur á liði Hvít-Rússa í fyrsta leik liðsins í undankeppni HM 2007.  Nokkur góð færi fóru forgörðum hjá íslenska liðinu og hefði sigurinn getað verið mun stærri.

Lesa meira
 
Ásthildur með knöttinn í leik gegn Ungverjum

Byrjunarlið Íslands gegn Hvíta-Rússlandi - 20.8.2005

Jörundur Áki Sveinsson hefur tilkynnt byrjunarliðið fyrir leikinn gegn Hvít-Rússum í undankeppni HM kvenna á sunnudag.  Ásthildur Helgadóttir leikur í framlínunni, eins og hún hefur gert með góðum árangri með liði Malmö.

Lesa meira
 
Styrkleikalisti FIFA - Karlalandslið

Ísland í 94. sæti á styrkleikalista FIFA - 19.8.2005

A landslið karla er í 94. sæti á styrkleikalista FIFA sem gefinn var út í vikunni og fellur um tvö sæti frá því listinn var síðast gefinn út.  Lítil breyting er á efstu 10 sætunum, en Frakkar falla þó um tvö sæti.

Lesa meira
 
Greta Mjöll Samúelsdóttir

Greta Mjöll Samúelsdóttir eini nýliðinn - 19.8.2005

Greta Mjöll Samúelsdóttir er eini nýliðinn í landsliðshópnum sem mætir Hvíta-Rússlandi í undankeppni HM kvenna á Laugardalsvelli á sunnudag.  Greta hefur gengið í gegnum öll yngri landslið Íslands.

Lesa meira
 
UEFA

Vinsæll alþjóðlegur leikdagur - 18.8.2005

Landsleikur Íslands og Suður-Afríku fór fram á alþjóðlegum leikdegi fyrir landslið karla. Dagurinn virðist hafa verið óvenju vinsæll hjá knattspyrnusamböndum í Evrópu og tóku 49 þeirra þátt í landsleikjum þennan dag.

Lesa meira
 
Byrjunarliðið gegn Suður-Afríku

Sigurinn gegn Suður-Afríku í myndum - 18.8.2005

Sigurinn í vináttulandsleiknum gegn Suður-Afríku er eflaust flestum enn í fersku minni og því ekki úr vegi að kíkja á nokkrar myndir úr leiknum til að rifja upp stemmninguna. Lesa meira
 
A landslið kvenna 1996

Kvennalandsliðið tekur þátt í Algarve Cup 2006 - 18.8.2005

A landslið kvenna mun taka þátt í Algarve Cup í Portúgal í mars 2006.  Mótið er árlegt og í því taka þátt öll sterkustu kvennalandslið heims.  Ísland hefur tvisvar sinnum áður tekið þátt, árin 1996 og 1997.

Lesa meira
 
Áfram Ísland!

Fyrsti leikur Íslands í undankeppni HM 2007 - 18.8.2005

Ísland mætir Hvíta-Rússlandi í undankeppni HM 2007 á Laugardalsvelli á sunnudag.  Aðgangur á leikinn er ókeypis og er fólk því hvatt til að mæta og styðja við bakið á íslenska liðinu, því mikilvægt er að hefja keppnina vel.

Lesa meira
 
Sigurður Óli Þórleifsson

Dómaratríó frá Búlgaríu - 18.8.2005

Dómaratríóið í viðureign Íslands og Hvíta-Rússlands í undankeppni HM kvenna á Laugardalsvelli á sunnudag kemur frá Búlgaríu.  Varadómarinn verður hins vegar íslenskur og eftirlitsmaður UEFA er norskur.

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Greta Mjöll í stað Katrínar - 18.8.2005

Katrín Jónsdóttir hefur neyðst til að draga sig útúr landsliðshópnum sem mætir Hvítrússum og Svíum vegna meiðsla. Lesa meira
 
Eiður Smári lék vel gegn Suður-Afríku

Suður-Afríkumenn lagðir í Laugardalnum - 17.8.2005

Íslenska landsliðið vann í kvöld glæsilegan sigur á Suður-Afríkumönnum í vináttulandsleik á Laugardalsvelli.  Fjögur glæsileg mörk frá íslenska liðinu og frábær frammistaða gegn einni af sterkustu knattspyrnuþjóðum Afríku.

Lesa meira
 
Eiður Smári og Heiðar eru í framlínunni

Byrjunarliðið gegn Suður-Afríku - 17.8.2005

Landsliðsþjálfararnir Ásgeir Sigurvinsson og Logi Ólafsson hafa tilkynnt byrjunarlið Íslands gegn Suður-Afríku, en liðin mætast í vináttulandsleik á Laugardalsvelli í kvöld.  Leikkerfið er 4-5-1, sem gæti þó einnig verið túlkað sem 4-4-2. Lesa meira
 
Áfram Ísland

Miðasala gengur vel fyrir leikinn gegn Suður-Afríku - 17.8.2005

Sala aðgöngumiða fyrir vináttulandsleik Íslands og Suður-Afríku sem hefst kl. 20:00 í kvöld er nú í fullum gangi við Laugardalsvöll og er fólk hvatt til að kaupa sér miða tímanlega til að örtröð myndist ekki skömmu fyrir leik. Lesa meira
 
David McKeon við störf í írsku deildinni

Dómaratríóið kemur frá Írlandi - 16.8.2005

Dómaratríóið í vináttulandsleik Ísland og Suður-Afríku á Laugardalsvelli á miðvikudag kemur frá Írlandi.  Dómari er David McKeon, aðstoðardómarar þeir David Wogan og Paul Dearing. Lesa meira
 
Úr landsleik með Suður-Afríku

Bafana-Bafana - 15.8.2005

Suður-Afríkumenn eru fótboltaóðir, enda er álíka mikil stemmning á áhorfendapöllunum þar í landi og oft sést í myndum frá leikjum í Suður-Ameríku.  Uppgangur knattspyrnu þar í landi hefur verið mikill undanfarin 15 ár. Lesa meira
 
Laugardalsvöllur að kvöldi til

Miðasala á Ísland - Suður Afríka - 15.8.2005

Forsala aðgöngumiða á vináttulandsleik Íslands og Suður Afríku er hafin.  Smellið hér að neðan eða á valmyndina hér hægra megin til að skoða nánari upplýsingar um forsöluna. Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Úrtökumót KSÍ fyrir pilta 19. - 21. ágúst - 12.8.2005

Árlegt úrtökumót KSÍ fer fram að Laugarvatni helgina 19.-21. ágúst.  Á úrtökumótinu eru kallaðir saman efnilegustu drengir landsins fæddir 1990, þ.e. á yngra ári í 3. flokki karla. Lesa meira
 
Stuart Baxter

Þjálfaði félagslið í Noregi, Portúgal, Svíþjóð og Japan - 11.8.2005

Stuart Baxter, þjálfari Suður-Afríku, hefur komið víða við á ferli sínum.  Hann hefur þjálfað félagslið í Noregi, Portúgal, Svíþjóð og Japan, auk þess að starfa hjá enska knattspyrnusambandinu.

Lesa meira
 
Systurnar Ásthildur og Þóra Helgadóttir

A landslið kvenna gegn Hvíta-Rússlandi og Svíþjóð - 11.8.2005

Jörundur Áki Sveinsson, þjálfari A landsliðs kvenna, hefur valið íslenska hópinn fyrir leikina gegn Hvíta-Rússlandi á Laugardalsvelli  21. ágúst og Svíþjóð ytra 28. ágúst í undankeppni HM. Lesa meira
 
Áfram Ísland!

Aðgöngumiðar á Suður-Afríku fyrir A-passa - 11.8.2005

Handhafar A-passa frá KSÍ fá aðgöngumiða á leikinn Ísland - Suður Afríka afhenta þriðjudaginn 16. ágúst frá kl. 10:00 - 17:00 í norðurenda Laugardalsvallar.  Athugið að takmarkað magn af miðum er í boði.

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Suður-Afríku

Landsliðshópur Suður-Afríku tilkynntur - 10.8.2005

Stuart Baxter, landsliðsþjálfari Suður-Afríku, hefur tilkynnt hópinn fyrir vináttulandsleikinn gegn Íslandi í næstu viku.  Nokkur vel þekkt nöfn eru í hópnum og ljóst að spennandi viðureign er framundan.

Lesa meira
 
Hermann Hreiðarsson gefur eiginhandaráritun

Tuttugu manna hópur valinn - 10.8.2005

Þeir Hermann Hreiðarsson og Brynjar Björn Gunnarsson verða ekki með íslenska landsliðinu í vináttuleiknum gegn Suður-Afríku á Laugardalsvelli næstkomandi miðvikudag.  Landsliðsþjálfararnir hafa nú valið 20 manna hóp. Lesa meira
 
Fyrirliðar Ghana og Suður-Afríku heilsast fyrir leik

Eitt tap í tíu leikjum á árinu hjá Suður-Afríku - 10.8.2005

Landslið Suður-Afríku hefur leikið 10 landsleiki það sem af er árinu - unnið fimm, gert fjögur jafntefli og tapað einum.  Eina tap þeirra hingað til var gegn Ghana í júní í undankeppni HM 2006. Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Hollands

U19 karla leikur vináttuleik gegn Hollandi - 8.8.2005

U19 landslið karla mun leika vináttuleik gegn Hollendingum ytra 2. september næstkomandi.  KSÍ þáði boð hollenska knattspyrnusambandsins um leikinn, sem er liður í undirbúningi liðanna fyrir undankeppni EM.

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Suður-Afríku

Einu sinni áður mætt Suður-Afríku - 8.8.2005

Ísland hefur einu sinni áður mætt Suður-Afríku, í vináttulandsleik í Þýskalandi í júní 1998.  Leikurinn var lokaundirbúningur Suður-Afríku fyrir HM í Frakklandi það ár.

Lesa meira
 
NM U17 karla

Skemmtilegu Norðurlandamóti lokið - 8.8.2005

Opna Norðurlandamóti U17 landsliða karla lauk á sunnudag og eru Danir Norðurlandameistarar 2005.  Framkvæmd leikja var til mikillar fyrirmyndar og eiga þau félög sem tóku að sér að sjá um leiki hrós skilið.

Lesa meira
 
Úr landsleik með Suður-Afríku

Suður-Afríka í stað Kólumbíu - 7.8.2005

Það varð ljóst um helgina að landslið Kólumbíu kæmi ekki til Íslands til að leika vináttulandsleik 17. ágúst.  KSÍ tókst að semja um að Suður-Afríka kæmi hingað til lands í stað Kólumbíu.

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Írlands

Írar sigurvegarar á Opna Norðurlandamótinu - 7.8.2005

Írar lögðu Englendinga með tveimur mörkum gegn engu í úrslitaleik Opna Norðurlandamóts U17 landsliða karla á Laugardalsvelli í dag.  Fyrra mark þeirra kom á upphafsmínútunum en það síðara undir lok leiksins.

Lesa meira
 
NM U17 karla

Danir Norðurlandameistarar - 7.8.2005

Danir lögðu Svía í vítaspyrnukeppni á Fjölnisvelli í dag í leik um 3. sætið á Opna NM U17 landsliða karla.  Þeir eru jafnframt Norðurlandameistarar þar sem það verða Írar og Englendingar sem mætast í úrslitaleik mótsins í dag. Lesa meira
 
NM U17 karla

Írland og England leika til úrslita á Opna NM - 5.8.2005

Það verða tvær gestaþjóðir, England og Írland, sem leika til úrslita á Opna NM U17 landsliða karla.  Úrslitaleikurinn fer fram á Laugardalsvelli á sunnudag.  Íslendingar leika um 7. sætið á mótinu gegn Finnum. Lesa meira
 

Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög