Landslið
NM U17 karla

NM U17 karla í fimmta sinn á Íslandi

Fyrst haldið á Íslandi 1976

28.7.2005

NM U17 karla hefst með fjórum leikjum í Reykjavík næstkomandi þriðjudag.  Þetta er í fimmta sinn sem mótið er haldið hér á landi.

Fyrst var mótið haldið á Íslandi 1976 og var þá líkt og nú leikið í Reykjavík og nágrenni.  Næst var leikið á Íslandi 1984 og var leikið víðsvegar um Norðurland og sami háttur var hafður á síðast þegar mótið var hérlendis 1998.  Árið 1991 var mótið hins vegar haldið í Vestmannaeyjum.


Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög