Landslið

Knattspyrnusamband Íslands

Úrtaksæfingar hjá U17 og U18 landsliðum karla - 28.6.2005

Æfingar fyrir U17 og U18 landslið karla fara fram dagana 2. og 3. júlí næstkomandi.  Alls hafa tæplega 60 leikmenn frá félögum víðs vegar af landinu verið boðaðir til æfinga að þessu sinni, sem og leikmenn frá erlendum félögum. Lesa meira
 
U17 landslið kvenna 2004

Hópurinn fyrir NM U17 kvenna valinn - 27.6.2005

Erna Þorleifsdóttir, þjálfari U17 landsliðs kvenna, hefur tilkynnt hópinn sem tekur þátt í Norðurlandamóti U17 kvenna sem fram fer í Noregi í byrjun júlí. Lesa meira
 
NM U17 karla

Norðurlandamót U17 landsliða karla - 21.6.2005

KSÍ leitar að sjálfboðaliðum til starfa við Norðurlandamót U17 landsliða karla, sem fram fer í Reykjavík og nágrenni 1. - 8. ágúst næstkomandi. Alls taka 8 lið þátt í mótinu, Norðurlandaþjóðirnar sex auk Englands og Írlands. Lesa meira
 
Eiður Smári Guðjohnsen

Eiður Smári sæmdur heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu - 17.6.2005

Eiður Smári Guðjohnsen, fyrirliði íslenska landsliðsins í knattspyrnu, var í dag, 17. júní, sæmdur heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu.  Eiður Smári var í hópi 12 Íslendinga sem forseti Íslands sæmdi heiðursmerki við athöfn á Bessastöðum.

Lesa meira
 
Erna Þorleifsdóttir

Undirbúningsæfingar U17 kvenna fyrir NM - 16.6.2005

Erna Þorleifsdóttir, þjálfari U17 landsliðs kvenna, hefur tilkynnt 22 manna undirbúningshóp fyrir Norðurlandamót U17 liða kvenna sem fram fer í Noregi í byrjun júlí.

Lesa meira
 
Tryggvi Guðmundsson tók þátt í Knattspyrnuskóla KSÍ á sínum tíma

Knattspyrnuskóli karla 2005 - 16.6.2005

Knattspyrnuskóli karla 2005 fer fram að Laugarvatni 20. - 24. júní næstkomandi.  Frey Sverrisson, landsliðsþjálfari U16 karla hefur umsjón með skólanum og eru leikmenn í skólanum í ár fæddir 1991.

Lesa meira
 
www.fifa.com

Upp um sjö sæti á FIFA-listanum - 16.6.2005

Íslenska landsliðið hefur hækkað um sjö sæti á styrkleikalista FIFA frá því í síðasta mánuði.  Liðið er nú í 90. sæti.  Efstu þrjú sætin eru óbreytt - Brasilía efst, Tékkland í öðru sæti og Argentína í því þriðja - en Hollendingar draga nokkuð á efstu liðin og eru nú í fjórða sæti.

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Svíþjóðar

Jafntefli í síðari leik U19 liða Íslands og Svíþjóðar - 9.6.2005

U19 lið karla mætti Svíþjóð í vináttulandsleik í Sandgerði í dag, fimmtudag, í annað sinn á þremur dögum.  Úrslit leiksins í dag urðu 2-2 og þótti íslenska liðið leika vel.  Matthías Vilhjálmsson og Pétur Mar Pétursson skoruðu mörk íslenska liðsins

Lesa meira
 

Seinni leikurinn gegn Svíþjóð í dag - 9.6.2005

U19 landslið karla leikur síðari vináttulandsleik sinn gegn Svíþjóð í Sandgerði í dag, fimmtudag, kl. 12:00. Liðin mættust í Grindavík á þriðjudag og hafði íslenska liðið þá betur með tveimur mörkum gegn engu og skoraði fyrirliðinn Theodór Elmar Bjarnason bæði mörkin. Lesa meira
 
Eiður Smári Guðjohnsen

Frábær 4-1 sigur gegn Möltu - 8.6.2005

Ísland lagði Möltu með fjórum mörkum gegn einu í undankeppni HM 2006 á Laugardalsvelli á miðvikudagskvöld og innbyrti þar með fyrsta sigur sinn í keppninni.  Eiður Smári Guðjohnsen skoraði sitt 15. mark fyrir landsliðið og Tryggvi Guðmundsson sitt 10., ásamt því að leggja upp tvö mörk.

Lesa meira
 

Ísland - Malta: Byrjunarliðin - 8.6.2005

Smellið hér að neðan til að skoða byrjunarliðin og númer leikmanna hjá Íslandi og Möltu fyrir viðureign liðanna í undankeppni HM 2006 á Laugardalsvelli í kvöld.

Lesa meira
 
Home Depot Center í Los Angeles

A landslið kvenna leikur í Los Angeles - 8.6.2005

Leikstaður hefur verið ákveðinn fyrir vináttulandsleik Bandaríkjanna og Íslands, sem fram fer ytra 24. júlí næstkomandi.  Leikið verður á Home Depot Center í Los Angeles, heimavelli LA Galaxy liðsins í MLS-deildinni.

Lesa meira
 
Heiðar Helguson

Heiðar Helguson ekki með gegn Möltu - 8.6.2005

Heiðar Helguson verður ekki með íslenska landsliðinu í leiknum gegn Möltu á Laugardalsvelli  í undankeppni HM í kvöld.  Heiðar er veikur og getur því ekki leikið. Lesa meira
 
Tryggvi Guðmundsson er í framlínunni gegn Möltu

Byrjunarliðið gegn Möltu - 8.6.2005

Landsliðsþjálfararnir, Ásgeir Sigurvinsson og Logi Ólafsson, hafa tilkynnt byrjunarlið Íslands gegn Möltu, en liðin mætast á Laugardalsvellinum í undankeppni HM í kvöld.  Uppstillingin er mikið breytt frá leiknum gegn Ungverjum á dögunum.

Lesa meira
 
Brynjar Björn Gunnarsson

Stór áfangi hjá Brynjari Birni - 8.6.2005

Brynjar Björn Gunnarsson lék sinn 50. A-landsleik fyrir Íslands hönd á Laugardalsvellinum í kvöld, þegar Íslendingar mættu Maltverjum í undankeppni HM 2006.

Lesa meira
 
Luka Kostic

Úrtaksæfingar fyrir U17 landslið karla - 8.6.2005

Úrtaksæfingar fyrir U17 landslið karla fara fram dagana 11. og 12. júní næstkomandi á Tungubökkum í Mosfellsbæ.  Æfingarnar fara fram undir stjórn Lúkasar Kostic, þjálfara U17 landsliðs Íslands.

Lesa meira
 
Landsliðskonur framtíðarinnar taka þátt í Knattspyrnuskóla KSÍ

Knattspyrnuskóli kvenna 2005 - 8.6.2005

Knattspyrnuskóli kvenna fer fram um næstu helgi að Laugarvatni. Erna Þorleifsdóttir, landsliðsþjálfari U17, kvenna hefur umsjón með skólanum og eru leikmenn í skólanum í ár fæddir 1991. Lesa meira
 
malta_fa

Ísland - Malta á Laugardalsvelli á miðvikudag - 7.6.2005

Ísland mætir Möltu í undankeppni HM 2006 á Laugardalsvellinum á miðvikudag.  Þessi lið hafa mæst 11 sinnum áður í A-landsleik karla og hefur Ísland unnið átta sinnum, Malta tvisvar, en einu sinni hafa liðin skilið jöfn. 

Lesa meira
 
Hannes Sigurðsson

Hannes í A-landsliðshópinn gegn Möltu - 7.6.2005

Hannes Sigurðsson hefur verið kallaður í A-landsliðshópinn fyrir leikinn gegn Möltu í undankeppni HM 2006 á Laugardalsvelli á miðvikudag.  Hannes kemur í stað Gylfa Einarssonar, sem meiddist í leiknum gegn Ungverjum á laugardag.

Lesa meira
 
Hannes Sigurðsson reynir markskot

Markalaust á KR-vellinum - 7.6.2005

U21 landslið karla náði ekki rjúfa varnarmúr Maltverja á KR-vellinum í kvöld, þegar liðin mættust í undankeppni EM.  Niðurstaðan var markalaust jafntefli og verður að segjast eins og er að íslenska liðið hefði átt að klára leikinn og innbyrða stigin þrjú.

Lesa meira
 

Góður sigur á Svíum hjá U19 karla - 7.6.2005

U19 landslið karla lagði Svía í vináttuleik á Grindavíkurvelli í dag með tveimur mörkum gegn engu.  Sigurinn var fyllilega verðskuldaður og skoraði fyrirliðinn Theodór Elmar Bjarnason bæði mörk Íslenska liðsins. Lesa meira
 
Heiðar Geir Júlíusson er í framlínu íslenska liðsins

Byrjunarlið U19 karla gegn Svíum - 7.6.2005

Guðni Kjartansson hefur valið byrjunarlið Íslands fyrir vináttulandsleik U19 landsliða karla í Grindavík í dag.  Leikurinn hefst kl. 15:00 og er aðgangur ókeypis. Lesa meira
 
Ólafur Ingi Skúlason - Fyrirliði U21 liðs karla

Byrjunarlið U21 karla gegn Möltu - 7.6.2005

Eyjólfur Sverrisson, þjálfari U21 landsliðs karla, hefur valið byrjunarlið Íslands fyrir leikinn gegn Möltu í undankeppni EM. Þrjár breytingar eru gerðar á byrjunarliðinu frá leiknum við Ungverja á Víkingsvelli síðastliðinn laugardag. Lesa meira
 
Gylfi Einarsson fagnar marki sínu gegn Ítalíu

Gylfi ekki með gegn Möltu vegna meiðsla - 6.6.2005

Ljóst er Gylfi Einarsson mun ekki leika með A landsliðinu gegn Möltu í undankeppni HM á miðvikudag vegna meiðsla sem hann hlaut í leiknum gegn Ungverjalandi á laugardag.  Lesa meira
 
Áfram Ísland!

Aðgöngumiðar á Ísland - Malta fyrir handhafa A-passa - 6.6.2005

Handhafar A-passa frá KSÍ fá aðgöngumiða á leikinn Ísland - Malta afhenta þriðjudaginn 7. júní frá kl. 10:00 - 17:00 í suðurenda Laugardalsvallar (gengið inn um hlið sem merkt er Boðsmiðar). Lesa meira
 
Jörundur Áki Sveinsson (vinstra megin) - Þjálfari A landsliðs kvenna

A landslið kvenna mætir Bandaríkjunum - 6.6.2005

Ákveðið hefur verið að A landslið kvenna leiki vináttulandsleik gegn Bandaríkjunum 24. júlí næstkomandi.  Ísland og Bandaríkin mætast þá í þriðja sinn á innan við einu ári.

Lesa meira
 
Guðni Kjartansson - Þjálfari U19 landsliðs karla síðan 1992

U19 karla leikur gegn Svíum á þriðjudag - 6.6.2005

U19 landslið karla mætir Svíum í vináttulandsleik í Grindavík á þriðjudag kl. 15:00.  Liðin mætast aftur í Sandgerði á fimmtudag kl. 12:00.  Guðni Kjartansson, þjálfari íslenska liðsins, valdi 22 manna hóp fyrir leikina.

Lesa meira
 
Evrópukeppni kvennalandsliða

Úrslitakeppni EM kvennalandsliða á Englandi - 6.6.2005

Úrslitakeppni EM kvennalandsliða, sem fram fer á Englandi, hófst á sunnudag með tveimur leikjum.  Opnunarleikur mótsins var viðureign Svía og Dana í Blackpool, en síðar um daginn mættust gestgjafarnir Finnum á City of Manchester Stadium.

Lesa meira
 
Sölvi Davíðsson

Tvær breytingar á U21 liði karla - 6.6.2005

Tvær breytingar hafa verið gerðar á U21 landsliðshópnum fyrir leikinn gegn Möltu í undankeppni EM á KR-velli á þriðjudag.  Garðar Gunnlaugsson og Sölvi Davíðsson koma inn fyrir Tryggva Svein Bjarnason og Sigmund Kristjánsson. Lesa meira
 
Heiðar Helguson

Landsliðshópurinn gegn Möltu - 6.6.2005

Landsliðshópurinn er nokkuð breyttur frá þeim sem upprunalega var valinn í leikina tvo gegn Ungverjalandi og Möltu.  Heiðar Helguson tók út leikbann gegn Ungverjalandi, en kemur inn í hópinn fyrir leikinn á miðvikudag.

Lesa meira
 
A landslið karla í golfi á Hvaleyrarholtsvelli

Léku golf í Hvaleyrarholti - 6.6.2005

Leikmenn A-landsliðs karla léku golf á Hvaleyrarholtsvelli á sunnudag til að stytta sér stundir og þjappa hópnum saman fyrir leikinn gegn Möltu á Laugardalsvelli á miðvikudag. Lesa meira
 
Auðun Helgason

Auðun og Bjarni Ólafur í landsliðshópinn - 5.6.2005

Auðun Helgason og Bjarni Ólafur Eiríksson hafa verið kallaðir í landsliðshópinn fyrir leikinn gegn Möltu í undankeppni HM á miðvikudag.  Auðun á að baki 29 A-landsleiki og hefur skorað eitt mark, en Bjarni Ólafur er í fyrsta skipti í hópnum. Lesa meira
 
Zoltan Gera - fyrirliði Ungverja

Ungverskur sigur á Laugardalsvellinum - 4.6.2005

Ungverjar unnu í kvöld 3-2 sigur á Íslendingum á Laugardalsvelli í undankeppni HM 2006.  Sigur þeirra verður að teljast ósanngjarn því íslenska liðið lék vel lengst af og hefði átt skilið að  minnsta kosti eitt stig úr leiknum.

Lesa meira
 
Alid20020070

Byrjunarlið Íslands gegn Ungverjum - 4.6.2005

Landsliðsþjálfararnir Ásgeir Sigurvinsson og Logi Ólafsson hafa tilkynnt byrjunarlið Íslands gegn Ungverjalandi í undankeppni HM, en liðin mætast á Laugardalsvelli í dag, laugardag, kl. 18:05.

Lesa meira
 
UEFA

Eins marks tap U21 karla gegn Ungverjum - 3.6.2005

U21 landslið karla tapaði fyrir Ungverjum í undankeppni EM með einu marki gegn engu á Víkingsvelli í kvöld.  Eina mark leiksins kom strax á 12. mínútu.

Lesa meira
 
Lothar Matthäus

Ungverjar leika væntanlega 3-5-2 gegn Íslandi - 3.6.2005

Landslið Ungverja hefur gengið í gegnum miklar breytingar undir stjórn Lothars Matthäus, fyrrverandi fyrirliða þýska landsliðsins.  Matthäus hefur gert leikskipulag liðsins mun markvissara og virðist vera að innleiða þýskan aga í leikmenn liðsins.

Lesa meira
 
Áfram Ísland

3.000 miðar þegar seldir á Ísland - Ungverjaland - 3.6.2005

Nú þegar hafa selst um 3.000 miðar á leik Íslands og Ungverjalands, en liðin mætast í undankeppni HM 2006 á Laugardalsvelli á laugardag.

Lesa meira
 
Eyjólfur Sverrisson

Byrjunarlið U21 karla gegn Ungverjum - 3.6.2005

Eyjólfur Sverrisson, þjálfari U21 landsliðs karla, hefur valið byrjunarlið Íslands gegn Ungverjalandi, en þjóðirnar mætast í undankeppni EM á Víkingsvelli í kvöld kl. 18:00.

Lesa meira
 
Laugardalsvöllur að kvöldi til

Netsölu á Ísland - Ungverjaland lýkur í kvöld - 2.6.2005

Netsölu aðgöngumiða á Ísland - Ungverjaland, sem fram fer á laugardag, lýkur í kvöld, fimmtudagskvöld.  Forsala heldur áfram á völdum ESSO-stöðvum á föstudag.

Lesa meira
 
Áfram Ísland

Aðgöngumiðar á landsleiki fyrir handhafa A-passa - 2.6.2005

Handhafar A-passa frá KSÍ fá aðgöngumiða á leikinn Ísland - Ungverjaland afhenta föstudaginn 3. júní frá kl. 10:00 - 17:00 í norðurenda Laugardalsvallar (gengið inn um hlið sem merkt er Keppendur). Lesa meira
 
Þjóðfáni Portúgals

Portúgalskir dómarar á Ísland - Ungverjaland - 2.6.2005

Dómarakvartettinn í leik Íslands og Ungverjalands á laugardag kemur frá Portúgal.  Dómarinn heitir Lucilio Cardoso Cortez Batista, er 40 ára gamall, og dæmdi meðal annars í lokakeppni EM 2004.

Lesa meira
 

Landsliðsleikur á sport.is - 2.6.2005

Vefurinn Sport.is, í samstarfi við nokkur öflug fyrirtæki, stendur fyrir skemmtilegum landsliðsleik í tengslum við leiki Íslands gegn Ungverjalandi og Möltu í undankeppni HM 2006 á Laugardalsvelli.

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Knattspyrnuskóli KSÍ 2005 - 2.6.2005

Knattspyrnuskóli stúlkna verður haldinn að Laugarvatni 12. - 16. júní næstkomandi og knattspyrnuskóli drengja 20. - 24. júní á sama stað.  Lesa meira
 
Hannes Þ. Sigurðsson skýtur að marki Svía í Grindavík - 2004

U21 karla leikur gegn Ungverjum á föstudag - 1.6.2005

U21 landslið karla leikur í undankeppni EM gegn Ungverjalandi á Víkingsvelli á föstudag kl. 18:00.  Með sigri í leiknum á íslenska liðið góða möguleika á að blanda sér verulega í baráttuna um efstu tvö sæti riðilsins.

Lesa meira
 
Hermann Hreiðarsson gefur eiginhandaráritun

Opin æfing á fimmtudag - 1.6.2005

A landslið karla æfir á Laugardalsvelli á fimmtudag kl. 16:00 og verður æfingin opin fyrir þá sem áhuga hafa á að fylgjast með.  Að æfingu lokinni gefst fólki kostur á að fá eiginhandaráritanir og láta taka myndir af sér með landsliðsmönnunum.

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Svíþjóðar

Undirbúningsæfingar U19 karla fyrir leiki gegn Svíum - 1.6.2005

U19 landslið karla leikur tvo vináttuleiki gegn Svíum hér á landi í byrjun júní, þann fyrri í Grindavík 7. júní og þann síðari í Sandgerði tveimur dögum síðar. Lesa meira
 
Malouda, Rothén og Cissé fagna marki.

Ungverjar léku gegn Frökkum á þriðjudag - 1.6.2005

Ungverjar, mótherjar Íslands í undankeppni HM á laugardag, mættu Frökkum í vináttulandsleik í Metz í Frakklandi á þriðjudag og höfðu heimanenn betur, 2-1.

Lesa meira
 

Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög