Landslið

Helgi Valur Daníelsson

Helgi Valur í landsliðshópinn í stað Hjálmars - 31.5.2005

Helgi Valur Daníelsson, leikmaður Fylkis, hefur verið valinn í íslenska landsliðshópinn fyrir leikina gegn Ungverjum og Maltverjum í undankeppni HM 2006, í stað Hjálmars Jónssonar, sem er meiddur. Lesa meira
 

Ungverjar hafa yfirhöndina í fyrri viðureignum - 31.5.2005

Ungverjar hafa yfirhöndina í innbyrðis viðureignum við Ísland í gegnum tíðina, hafa unnið fimm leiki en Íslendingar þrjá.  Síðustu þremur viðureignum þjóðanna hefur lyktað með ungverskum sigri, síðast í Búdapest í september síðastliðnum, þegar heimamenn unnu 3-2 í hörkuleik.

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Ungverjalands

Landsliðshópur Ungverja - 31.5.2005

Ísland og Ungverjaland mætast á Laugardalsvelli næstkomandi laugardag í undankeppni HM 2006.  Lothar Matthaus, landsliðsþjálfari Ungverja, þykir vera á réttri leið með liðið, sem hefur bætt sig nokkuð á undanförnum árum.

Lesa meira
 

KSÍ-klúbburinn 2005 - 30.5.2005

Fimmtánda starfsár KSÍ-klúbbsins hefst laugardaginn 4. júní er Ungverjar sækja okkur heim. 

Lesa meira
 

U21 landslið karla gegn Ungverjalandi og Möltu - 28.5.2005

Eyjólfur Sverrisson, þjálfari U21 landsliðs karla, hefur valið 18 manna hóp fyrir leikina gegn Ungverjum og Maltverjum í undankepni EM, sem fram fara hér á landi í byrjun júní. Fyrst verður leikið gegn Ungverjalandi föstudagnn 3. júní á Víkingsvelli og gegn Möltu fjórum dögum síðar á KR-velli. Lesa meira
 
Byrjunarliðið gegn Skotlandi

Góður sigur á Skotum - 25.5.2005

A landslið kvenna vann í kvöld góðan 2-0 sigur á Skotum í vináttulandsleik sem fram fór á McDiarmid Park í Perth.  Lesa meira
 
asgeir2

A landslið karla gegn Ungverjalandi og Möltu - 25.5.2005

Ásgeir Sigurvinsson og Logi Ólafsson hafa valið 20 manna leikmannahóp fyrir leikina gegn Ungverjalandi og Möltu í undankeppni HM 2006, sem fram fara á Laugardalsvelli í byrjun júní.  Lesa meira
 
Alidkv20030221

Byrjunarlið A kvenna gegn Skotum - 25.5.2005

Jörundur Áki Sveinsson, þjálfari A landsliðs kvenna, hefur tilkynnt byrjunarlið Íslands fyrir vináttulandsleikinn gegn Skotum á McDiarmid Park í Perth á miðvikudag. Lesa meira
 
Laugardalsvollur_yfirlit

Miðasala á Ísland - Malta - 25.5.2005

Sala aðgöngumiða á leik Íslands gegn Möltu í undankeppni HM 2006 er nú í fullum gangi. 

Lesa meira
 

A kvenna - Leikið gegn Skotum á miðvikudag - 24.5.2005

A landslið kvenna leikur vináttulandsleik gegn Skotum á McDiarmid Park í Perth á miðvikudag og hefst leikurinn kl. 18:30 að íslenskum tíma.  Ísland hefur yfirhöndina í innbyrðis viðureignum þjóðanna og hefur íslenska liðið ekki tapað fyrir því skoska síðan liðin mættust fyrst, árið 1981, í fyrsta A-kvennalandsleik Íslands.  Byrjunarlið íslenska liðsins verður væntanlega tilkynnt að morgni leikdags. Lesa meira
 

Góður árangur gegn Skotum - 19.5.2005

A landslið kvenna hefur náð góðum árangri gegn Skotum í gegnum tíðina.  Liðin hafa mæst alls fimm sinnum og hefur íslenska liðið unnið þrisvar, skoska liðið einu sinni og í eitt skipti skildu liðin jöfn. 

Lesa meira
 

A kvenna - Hópurinn gegn Skotlandi - 19.5.2005

Jörundur Áki Sveinsson, þjálfari A landsliðs kvenna, hefur valið leikmannahóp Íslands fyrir vináttulandsleikinn gegn Skotum, sem fram fer á McDiarmid Park í Perth 25. maí næstkomandi.  Ásthildur Helgadóttir, fyrirliði liðsins, er kominn í hópinn á ný eftir erfið meiðsli sem hún hlaut í mars á síðasta ári, í vináttuleik gegn Skotum í Egilshöll.

Lesa meira
 

Leikdagar fyrir HM kvenna 2007 staðfestir - 3.5.2005

Leikdagar í riðli Íslands í undankeppni HM kvenna 2007 hafa verið staðfestir. Fyrsti leikur íslenska liðsins er gegn Hvíta-Rússlandi 21. ágúst hér á landi og sá næsti viku síðar gegn Svíþjóð á útivelli. Lesa meira
 

Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög