Landslið

Mót í Svíþjóð í sumar

5.4.2005

KSÍ hefur þekkst boð sænska knattspyrnusambandsins um að taka þátt í fjögurra liða móti í Svíþjóð í sumar og verða liðin skipuð drengjum fæddum 1. janúar 1988 og síðar.

Um er að ræða U18 landslið, sem taka þátt í undankeppni EM U19 karla árið 2006. Mótið fer fram í Falkenberg dagana 19. - 23. júlí og þar munu leika, auk Íslands og heimamanna, Norðmenn og Tyrkir.Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög