Landslið

Byrjunarliðið gegn Ítalíu - 30.3.2005

Landsliðsþjálfararnir Ásgeir Sigurvinsson og Logi Ólafsson hafa tilkynnt byrjunarlið Íslands í vináttuleiknum gegn Ítölum í kvöld. Leikaðferðin er sú sama og gegn Króötum, 4-2-3-1. Lesa meira
 

Markalaust jafntefli í Padova - 30.3.2005

Ítalía og Ísland gerðu í kvöld markalaust jafntefli í vináttulandsleik í Padova fyrir framan tæplega 30.000 áhorfendur. Ítalska liðið var sterkari aðilinn í leiknum og sóttu leikmenn þess án afláts nær allan leikinn, en vörn íslenska liðsins hélt út þrátt fyrir mikla pressu. Lesa meira
 

Ítalski hópurinn gegn Íslandi - 29.3.2005

Marcello Lippi, landsliðsþjálfari Ítalíu, hefur valið leikmannahóp sinn fyrir vináttulandsleikinn gegn Íslandi á miðvikudag. Lippi mun nota leikinn í Padova til að skoða nokkra leikmenn sem hafa verið nálægt því að komast í lokahópinn og hafa leikið vel í Serie A á þessu keppnistímabili. Lesa meira
 

Fjórir nýliðar í íslenska hópnum gegn Ítalíu - 29.3.2005

Leikmannahópur íslenska landsliðsins er nokkuð breyttur fyrir vináttuleikinn gegn Ítölum í Padova frá leiknum gegn Króötum síðasta laugardag. Í hópnum nú eru fjórir leikmenn sem ekki hafa leikið A-landsleik. Lesa meira
 

Meiðsli í íslenska hópnum - 28.3.2005

Jóhannes Karl Guðjónsson, Arnar Þór Viðarsson og Heiðar Helguson verða ekki með íslenska landsliðinu í vináttuleiknum gegn Ítölum í Padova næstkomandi miðvikudag. Lesa meira
 

Byrjunarliðiðið gegn Króatíu - 26.3.2005

Ásgeir Sigurvinsson og Logi Ólafsson, þjálfarar A landsliðs karla, hafa valið byrjunarliðið gegn Króatíu í undankeppni HM 2006. Leikið er í Zagreb og hefst leikurinn kl. 17:00 að íslenskum tíma, í beinni útsendingu á Sýn. Lesa meira
 

Króatar einfaldlega of sterkir - 26.3.2005

Króatíska landsliðið lagði það íslenska í undankeppni HM 2006 í dag með fjórum mörkum gegn engu. Leikið var á þjóðarleikvanginum í Zagreb að viðstöddum fjölmörgum áhorfendum og var gríðarleg stemmning á vellinum. Lesa meira
 

U21 karla tapaði naumlega gegn Króatíu - 25.3.2005

U21 landslið karla tapaði í dag naumlega gegn Króatíu í undankeppni EM. Keflvíkingurinn Ingvi Rafn Guðmundsson kom íslenska liðinu yfir undir lok fyrri hálfleiks, en Króatar jöfnuðu í uppbótartíma í fyrri hálfleik og skoruðu sigurmarkið þegar um tíu mínútur voru eftir af leiknum. Lesa meira
 

Byrjunarliðið tilkynnt á föstudag - 24.3.2005

Landsliðsþjálfararnir Ásgeir Sigurvinsson og Logi Ólafsson munu væntanlega tilkynna byrjunarlið Íslands gegn Króatíu á föstudag. Athyglisvert verður að sjá uppstillinguna án Eiðs Smára, en reikna má með að áhersla verði lögð á varnarleikinn. Lesa meira
 

Byrjunarliðið U21 karla gegn Króatíu - 24.3.2005

Eyjólfur Sverrisson, þjálfari U21 landsliðs karla, hefur tilkynnt byrjunarlið Íslands gegn Króatíu í undankeppni EM. Liðin mætast í Velika Gorica á föstudag og hefst leikurinn kl. 14:00 að íslenskum tíma. Lesa meira
 

Styrkleikalisti FIFA - 23.3.2005

FIFA hefur gefið út styrkleikalista sinn fyrir síðasta mánuð og er Ísland í 95. sæti, en mótherjarnir í undankeppni HM 2006 á laugardag, Króatía, eru í 24. sæti. Lesa meira
 

Eiður Smári ekki með gegn Króötum og Ítölum - 23.3.2005

Eiður Smári Guðjohnsen, fyrirliði íslenska landsliðsins, er meiddur og verður ekki með í leiknum gegn Króatíu í undankeppni HM 2006 og vináttuleiknum gegn Ítalíu fjórum dögum síðar. Lesa meira
 

Gunnar Heiðar í stað Hjálmars - 22.3.2005

Ein breyting hefur verið gerð á íslenska landsliðshópnum fyrir leikina gegn Króatíu og Ítalíu. Hjálmar Jónsson, leikmaður Gautaborgar í Svíþjóð, er meiddur og í hans stað hafa þeir Ásgeir og Logi valið Gunnar Heiðar Þorvaldsson, sem leikur með sænska liðinu Halmstad. Lesa meira
 

A kvenna - Leikið gegn Skotum í maí - 22.3.2005

Ákveðið hefur verið að A landslið kvenna leiki vináttuleik gegn Skotlandi ytra 25. maí næstkomandi, en þessi sömu lið mættust einmitt í Egilshöll í mars á síðasta ári og vann þá íslenska liðið 5-1 sigur. Lesa meira
 

Meiri reynsla í íslenska liðinu? - 21.3.2005

Ef borinn er saman heildarfjöldi landsleikja þeirra leikmanna sem eru í landsliðshópum Króatíu og Íslands má sjá að heildarleikjafjöldi 18 manna hóps Íslands er 421 leikur (14,5 leikir að meðaltali á leikmann), en 412 leikir hjá 21 manns hópi Króata (12,5 leikir að meðaltali á leikmann). Lesa meira
 

Lykilmenn Króata - 21.3.2005

Króatar eiga öfluga leikmenn í flestar stöður og margir í hópnum leika með sterkum félagsliðum. Varnarmaðurinn Igor Tudor þótti á sínum tíma eitt mesta efni Króata, en hann leikur nú með Siena á Ítalíu sem lánsmaður frá Juventus. Lesa meira
 

Undankeppni HM kvenna - Dregið í riðla í dag - 18.3.2005

Dregið verður í riðla fyrir undankeppni HM kvennalandsliða í dag, föstudaginn 18. mars, kl. 12:45 að íslenskum tíma. Lesa meira
 

Undankeppni HM kvenna - Dregið í riðla - 18.3.2005

Rétt í þessu var dregið í riðla fyrir undankeppni HM kvenna 2007. Ísland lenti í riðli með Svíum, Tékkum, Portúgölum og Hvít-Rússum. Dráttinn í heild sinni má sjá á uefa.com. Lesa meira
 

U19 kvenna - Dregið í riðla - 18.3.2005

Dregið var í riðla fyrir undankeppni EM U19 landsliða kvenna í dag, föstudag. Ísland hafnaði í riðli með Rússlandi, Bosníu-Hersegóvínu og Georgíu. Leikið verður um mánaðamótin september/október næstkomandi. Lesa meira
 

U21 karla - Leikmannahópur Króata - 17.3.2005

Slaven Bilic, þjálfari U21 landsliðs Króatíu, valdi á mánudag 23 manna hóp fyrir leiki liðsins gegn Íslandi og Möltu í undankeppni EM. Aðeins einn leikmaður í hópnum er á mála hjá félagi utan Króatíu. Lesa meira
 

Dómarar frá Afríku - 17.3.2005

Dómarinn í viðureign Króatíu og Íslands þann 26. mars næstkomandi heitir Jerome Damon og kemur frá Suður-Afríku. Lesa meira
 

Króati af brasilísku bergi brotinn - 16.3.2005

Króatar hafa löngum verið þekktir fyrir það í gegnum tíðina að nánast framleiða sterka knattspyrnumenn á færiböndum. Athygli vekur að sá leikmaður sem hvað mest er talað um í U21 landsliði þeirra nú er Eduardo Da Silva, leikmaður sem er með bæði brasilískt og króatískt ríkisfang, sem reyndar er einnig í A-landsliðshópnum. Lesa meira
 

Sigursæll sem leikmaður og þjálfari - 16.3.2005

Landsliðsþjálfari Króatíu, Zlatko Kranjcar, á að baki farsælan feril bæði sem leikmaður og þjálfari. Kranjcar lék með Dinamo Zagreb í heimalandinu áður en hann hélt til Austurríkis, þar sem hann lék með SK Rapid í Vínarborg, vann austurrísku deildina tvisvar sinnum og bikarkeppnina þrisvar, og skoraði alls 130 mörk í 266 leikjum með félaginu. Lesa meira
 

Mikill meirihluti leikur utan heimalandsins - 16.3.2005

Mikill meirihluti leikmanna bæði Króatíu og Íslands eru á mála hjá félögum utan heimalandsins. Af 21 leikmanni í króatíska hópnum leika fjórir með liðum í Króatíu, þar af þrír með Dinamo Zagreb. Lesa meira
 

Landsliðshópur Króata - 15.3.2005

Zlatko Kranjcar, landsliðsþjálfari Króata, hefur úr stórum leikmannahópi að velja og er ljóst að þeir leikmenn sem valdir voru í hópinn fyrir leikinn gegn Íslandi 26. mars og Möltu fjórum dögum síðar eru margir hverjir í hæsta gæðaflokki. Lesa meira
 

Þjálfarar U21 liðanna hafa mæst áður - 15.3.2005

U21 landslið Króatíu og Íslands leika í undankeppni EM föstudaginn 25. mars næstkomandi. Þjálfarar liðanna eru ekki að mætast í fyrsta sinn, því þeir hafa nokkrum sinnum mæst sem leikmenn í þýsku Bundesligunni. Lesa meira
 

A landslið karla - Hópurinn gegn Króatíu og Ítalíu - 14.3.2005

Landsliðsþjálfararnir, Ásgeir Sigurvinsson og Logi Ólafsson, hafa tilkynnt 18 manna hóp fyrir leikinn gegn Króötum 26. mars í undankeppni HM 2006 og vináttuleikinn gegn Ítölum fjórum dögum síðar. Lesa meira
 

U21 landslið karla - Hópurinn gegn Króatíu - 14.3.2005

Eyjólfur Sverrisson, þjálfari U21 landsliðs karla, hefur valið 18 manna hóp fyrir leikinn gegn Króötum 25. mars í undankeppni EM. Króatar eru efstir í riðlinum með fullt hús stiga eftir þrjá leiki, en Íslendingar eru í öðru sæti riðilsins með 6 stig eftir fjóra leiki. Lesa meira
 

Undankeppni HM kvenna - Dregið í riðla 18. mars - 10.3.2005

Dregið verður í riðla fyrir undankeppni HM kvennalandsliða 18. mars næstkomandi. Í undankeppninni verður leikið í fimm riðlum og verður hver riðill skipaður fimm liðum, einu úr hverjum potti innan efsta styrkleikaflokks. Lesa meira
 

U16 karla - Úrtaksæfingar - 8.3.2005

Úrtaksæfingar fyrir U16 landslið karla fara fram um næstu helgi í Reykjaneshöll. Alls hafa 36 leikmenn frá félögum víðs vegar af landinu verið boðaðir til æfinga að þessu sinni, en um er að ræða leikmenn fædda 1990. Lesa meira
 

U17 og U19 karla - Úrtaksæfingar - 1.3.2005

Úrtaksæfingar fyrir U17 og U19 landslið karla fara fram um næstu helgi í Reykjaneshöll og Egilshöll. Alls hafa rúmlega 50 leikmenn frá félögum víðs vegar af landinu verið boðaðir til æfinga að þessu sinni. Lesa meira
 

Vináttulandsleikur gegn Ítalíu - 1.3.2005

Knattspyrnusambönd Íslands og Ítalíu hafa gert samkomulag um að A landslið þjóðanna leiki vináttulandsleik á Ítalíu 30. mars næstkomandi. Lesa meira
 

Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög