Landslið

Jafntefli í Moskvu

9.8.2003

A landslið kvenna gerði í dag 1-1 jafntefli við Rússa í undankeppni Evrópumóts kvennalandsliða en leikið var í Moskvu. Hrefna Huld Jóhannesdóttir kom íslenska liðinu yfir á 10. mínútu, en Rússar jöfnuðu metin 7 mínútum síðar og þannig stóð í hálfleik. Í upphafi síðari hálfleiks var einum leikmanni rússneska liðsins vísað af leikvelli. Eftir þetta sótti íslenska liðið meira en tókst ekki að skora þrátt fyrir ágæt færi, en þær áttu meðal annars tvö skot í þverslá rússneska marksins.


Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög