Fréttir

4.4.2002

Aðsókn að vef KSÍ eykst stöðugt

Vefur KSÍ hefur verið afar vel sóttur yfir vetrarmánuðina og hefur aðsókn aukist jafnt og þétt eftir því sem nær dregur sumri. Í febrúar voru heimsóknir á síðuna 22.000 en í mars voru þær 28.000, en þess má geta að í mars 2001 voru heimsóknirnar 16.000, þannig að um verulega aukningu milli ára er að ræða.

Ógrynni upplýsinga um íslenska knattspyrnu er að finna á www.ksi.is og er notagildi vefsins sífellt að aukast fyrir knattspyrnuáhugafólk og aðildarfélög KSÍ, sem m.a. sjá sjálf um að skrá úrslit og leikskýrslur í öllum flokkum.
Fréttir
Aðildarfélög
Aðildarfélög