Fréttir

ksi.is

1.9.2005

134.000 heimsóknir á ksi.is í ágúst

Yfir 100.000 heimsóknir að staðaldri yfir sumartímann

Heimsóknir á vef KSÍ í ágúst voru alls um 134.000, sem er svipaður fjöldi og árið á undan.  Heimsóknir á vef KSÍ eru nú að staðaldri yfir 100.000 á mánuði og vel rúmlega það yfir sumartímann.

Vefurinn gegnir veigamiklu hlutverki í daglegri starfsemi KSÍ og þjónustu sambandsins við aðildarfélög, fjölmiðla og annað knattspyrnuáhugafólk. 

Þar er að finna allar helstu upplýsingar um knattspyrnu á Íslandi, fréttir og tilkynningar, upplýsingar um mót, landslið, reglugerðir, eyðublöð og margt fleira.

Nýr ksi.is var opnaður í maímánuði og hafa viðbrögð notenda við honum verið mjög jákvæð.
Fréttir
Aðildarfélög
Aðildarfélög