Fréttir

1.10.2003

Lokahóf knattspyrnumanna 2003

Lokahóf knattspyrnumanna fer fram á Broadway laugardaginn 4. október næstkomandi. Að loknu borðhaldi verða veittar viðurkenningar, flutt lög úr Motown-skemmtuninni og hljómsveitin Stuðmenn leikur síðan fyrir dansi. Heiðursgestur verður einn besti knattspyrnumaður allra tíma, Michel Platini, eini leikmaðurinn sem kjörinn hefur verið knattspyrnumaður Evrópu þrjú ár í röð (1983, 1984 og 1985).

Miðaverð hækkar eftir daginn í dag, sjá nánar með því að smella hér að neðan.

Dagskrá
Fréttir
Aðildarfélög
Aðildarfélög