Fréttir

28.11.2001

"Lifi Þróttur!"

Nýlega kom út bókin "Lifi Þróttur", sem skrifuð er og gefin út í tilefni 50 ára afmælis Þróttar árið 1999. Bókina skrifaði Jón Birgir Pétursson, en fleiri valinkunnir Þróttarar hafa þó lagt hönd á plóginn. Bókin gefur góða mynd af starfi í íþróttafélagi á Íslandi á seinni hluta síðustu aldar, þar sem skiptast á skin og skúrir, og lýsir því vel hve þrautseigja og þolinmæði skipta miklu í slíku starfi. Bókin fæst í Þróttarheimilinu við Gervigrasvöllinn í Laugardal og kostar kr. 5.400.
Fréttir
Aðildarfélög
Aðildarfélög