Fréttir

U16 karla - UEFA Development Tournament hefst á þriðjudaginn - 31.3.2018

U16 ára lið karla hefur leik á UEFA Development Tournament á þriðjudaginn þegar liðið mætir Eistlandi. Ísland er einnig í riðli með Litháen og Búlgaríu, en leikið er í Litháen.

Lesa meira
 
Páskaegg

Páskakveðja - 30.3.2018

Knattspyrnusamband Íslands óskar landsmönnum nær og fjær gleðilegra páska.  Njótið samverunnar með hverjum öðru og góðs súkkulaðis!

Lesa meira
 
Lengjubikarinn

Lengjubikarinn - KA tekur á móti Grindavík - 29.3.2018

Seinni leikur undanúrslita A deildar karla í Lengjubikarnum fer fram í dag, fimmtudaginn 29. mars, þegar KA tekur á móti Grindavík í Boganum.  Leikurinn hefst kl. 14:00 og mun sigurvegarinn mæta Val í úrslitaleik. Lesa meira
 

U17 kvenna - Sigur í síðasta leiknum - 28.3.2018

Stelpurnar í U17 lögðu í dag Asera í lokaleik liðsins í milliriðli fyrir EM en riðillinn var leikinn í Þýskalandi.  Lokatölur urðu 3 - 1 fyrir Ísland sem leiddi, 2 - 0, í leikhléi.  Ísland endaði því í öðru sæti riðilsins á eftir gestgjöfunum í Þýskalandi

Lesa meira
 

A karla - 1-3 tap gegn Perú í New Jersey - 28.3.2018

A landslið karla tapaði 1-3 gegn Perú, en það var Jón Guðni Fjóluson sem skoraði mark Íslands í fyrri hálfleik. Leikurinn fór fram á Red Bull Arena í New Jersey.  

Lesa meira
 

U17 kvenna - Ísland mætir Aserbaídsjan á miðvikudag - 27.3.2018

U17 ára lið kvenna mætir á miðvikudag Aserbaídsjan í síðasta leik liðsins í milliriðlum undankeppni EM 2018. Leikurinn hefst klukkan 10:00 að íslenskum tíma, en leikið er í Þýskalandi.

Lesa meira
 

Breytingar á lögum KSÍ og breytingar á reglugerð KSÍ um knattspyrnumót - 27.3.2018

Á fundi stjórnar KSÍ 15. mars sl. samþykkti stjórn KSÍ breytingar á lögum KSÍ og breytingar á reglugerð KSÍ um knattspyrnumót. Breytingar þessar eru annars vegar til samræmis við samþykktir ársþings KSÍ 2018 og hins vegar samþykktar breytingar að tillögu mótanefndar KSÍ.

Lesa meira
 

Knattspyrnusamband Íslands sendi nýlega inn beiðni um stjórnsýslulega niðurfellingu á vörumerkjaskráningu Húh! - 27.3.2018

Knattspyrnusamband Íslands sendi nýlega inn beiðni um stjórnsýslulega niðurfellingu á vörumerkjaskráningu Húh!. Með þessu er ætlun KSÍ að koma í veg fyrir að utanaðkomandi aðilar geti hagnast á auðkenni landsliða Íslands.

Lesa meira
 

A karla - Ísland mætir Perú aðfararnótt miðvikudags - 26.3.2018

A landslið karla mætir Perú aðfararnótt miðvikudags, en þetta er í fyrsta sinn sem þjóðirnar mætast. Leikurinn fer fram á Red Bull Arena í New Jersey og hefst hann klukkan 00:00.

Lesa meira
 
U21 landslið karla

U21 karla - Markalaust jafntefli gegn Norður Írum - 26.3.2018

Strákarnir í U21 gerðu markalaust jafntefli gegn Norður Írum í kvöld í undankeppni EM en leikið var í Coleraine.  Heimamenn sóttu meira í leiknum og sköpuðu sér nokkur góð færi en íslenska liðið varðist vel og átti einnig sín færi. Lesa meira
 

Héraðsdómaranámskeið í höfuðstöðvum KSÍ fimmtudaginn 5. apríl - 26.3.2018

Héraðsdómaranámskeið verður haldið í Sókninni á 3. hæð í höfuðstöðvum KSÍ fimmtudaginn 5. apríl kl. 18:00. Námskeiðið er hugsað fyrir alla starfandi dómara og þá sem vilja öðlast réttindi héraðsdómara.

Lesa meira
 

Byrjendanámskeið í höfuðstöðvum KSÍ - 26.3.2018

Byrjendanámskeið fyrir dómara verður haldið í höfuðstöðvum KSÍ, þriðjudaginn 3. apríl. Námskeiðið er haldið af KSÍ í hefst kl. 17:30.

Lesa meira
 

KSÍ og Coca Cola skrifa undir nýjan samstarfssamning - 26.3.2018

KSÍ og Coca Cola hafa skrifað undir nýjan samstarfssamning og mun CCEP áfram vera einn af bakhjörlum knattspyrnusambandsins. Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, og Magnús Viðar Heimisson, vörumerkjastjóri Coca Cola á Íslandi, skrifuðu undir samninginn á dögunum.

Lesa meira
 
Vonarstræti  4 þar sem stofnfundur KSÍ var haldinn 26. mars 1947

KSÍ stofnað 26. mars fyrir 71 ári - 26.3.2018

Í dag, mánudaginn 26. mars fagnar Knattspyrnusamband Íslands 71 árs afmæli sínu.  Fjórtán félög og íþróttabandalög stofnuðu KSÍ 26. mars 1947 og var Agnar Klemens Jónsson fyrsti formaður KSÍ.

Lesa meira
 
EM U21 landsliða karla

U21 karla - Leikið gegn Norður Írlandi á mánudaginn - 25.3.2018

U21 ára lið karla mætir Norður Írlandi á mánudaginn, en leikurinn er liður í undankeppni EM 2019. Leikurinn hefst klukkan 18:30 að íslenskum tíma og fer fram á The Showgrounds í Sligo.

Lesa meira
 
UEFA EM U17 kvenna

U17 kvenna - Þjóðverjar höfðu betur - 25.3.2018

Stelpurnar í U17 biðu lægri hlut gegn stöllum sínum frá Þýskalandi í dag í milliriðlum EM en leikið er einmitt í Þýskalandi.  Lokatölur urðu 3 - 1 eftir að heimastúlkur höfðu leitt, 1 - 0,  í leikhléi.  Ísland leikur lokaleik sinn í riðlinum gegn Aserum, næstkomandi miðvikudag.

Lesa meira
 

U17 kvenna - Leikið gegn Þýskalandi á sunnudag - 24.3.2018

U17 ára lið kvenna mætir Þýskalandi á sunnudaginn í öðrum leik liðanna í milliriðlum undankeppni EM 2018, en leikið er í Þýskalandi. Ísland vann Írland 2-1 í fyrsta leik liðsins á meðan Þýskaland nældi í 5-0 sigur gegn Aserbaídsjan.

Lesa meira
 

A karla - 3-0 tap gegn Mexíkó - 24.3.2018

A landslið karla tapaði 3-0 gegn Mexíkó í San Fransisco, en leikið var á Levi's Stadium. Ísland skapaði sér fullt af færum og var óheppið að skora ekki.

Lesa meira
 

Vilhjálmur Alvar dæmir í Grikklandi - 23.3.2018

Vilhjálmar Alvar Þórarinsson mun dæma leik Grikklands og Tékklands í undankeppni EM U21 karla, en leikið verður í Xanthi í Grikklandi.

Lesa meira
 
Valgeir Valgeirsson kastar upp peningi, Reynir Leósson og Guðmundur Steinarsson fylgjast spenntir með

Fjórða leikmannaskiptingin leyfð í framlengingu - 23.3.2018

Alþjóðanefnd knattspyrnusambanda (IFAB) hefur nýlega samþykkt breytingar á knattspyrnulögunum og er ætlunin að þær taki gildi fyrir komandi keppnistímabil hér á landi. Ísland er þar með, nú sem oft áður, fyrst þjóða til að taka breytingarnar til framkvæmda.  Lesa meira
 
Gylfi Orrason

VAR-dómgæsla og 4. skiptingin í framlengingu - 23.3.2018

Á 132. ársfundi Alþjóðanefndar knattspyrnusambanda (IFAB) sem haldinn var í Zürich í byrjun þessa mánaðar voru ákvæðin um "vídeó-aðstoðardómgæslu" (VAR =Video Assistant Referees) formlega skrifuð inn í sjálf knattspyrnulögin. Lesa meira
 

A karla - Byrjunarliðið gegn Mexíkó - 23.3.2018

Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari A karla, hefur tilkynnt byrjunarlið Íslands fyrir leikinn gegn Mexíkó. Rúnar Alex Rúnarsson og Albert Guðmundsson eru báðir í byrjunarliðinu í dag.

Lesa meira
 
Merki Styrkleikalista FIFA kvenna

Styrkleikalisti FIFA kvenna - Ísland upp um eitt sæti - 23.3.2018

Íslenska kvennalandsliðið er í 19. sæti á nýjum styrkleikalista FIFA sem gefinn var út í morgun.  Fer liðið upp um eitt sæti frá síðasta lísta en af Evróipuþjóðunum er Ísland í 11. sæti.  Bandaríkin eru í efsta sæti listans en England, sem hefur sætaskipti við Þýskaland, er í öðru sæti. Lesa meira
 
U21 landslið karla

U21 karla - Írar höfðu betur í Dublin - 22.3.2018

Strákarnir í U21 biðu lægri hlut gegn Írum í vináttulandsleik sem fram fór í Dublin í kvöld,  Lokatölur urðu 3 - 1 fyrir heimamenn, sem leiddu 2 - 0 í leikhléi.  Leikurinn var undirbúningur fyrir leik gegn Norður Írum í undankeppni EM sem fram fer á þriðjudaginn. Lesa meira
 

Milliriðill EM U17 kvenna:  Ísland vann Írland - 22.3.2018

U17 landslið kvenna lék í dag fyrsta leik sinn í milliriðli EM 2018, en leikið er í Þýskalandi.  Mótherjinn var Írland og var um hörkuleik að ræða.  Svo fór að Ísland hafði 2-1 sigur og mætir Þýskalandi, sem vann sinn leik 5-0, á sunnudag í næstu umferð.

Lesa meira
 

A karla - Ísland mætir Mexíkó í dag á Levi's Stadium - 22.3.2018

A landslið karla mætir Mexíkó á föstudaginn, en leikurinn fer fram á Levi's Stadium í San Fransisco og hefst hann klukkan 02:00 aðfararnótt laugardags að íslenskum tíma.

Lesa meira
 

A kvenna - Hópurinn sem mætir Slóveníu og Færeyjum - 22.3.2018

Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari, hefur valið hópinn sem mætir Slóveníu og Færeyjum í undankeppni HM.  Leikið er ytra og fara leikirnr fram 6. og 10. apríl.  Ísland er í harðri baráttu um sæti á HM í Frakklandi 2019 og hefur tapað fæstum stigum allra þjóða í riðlinum.

Lesa meira
 
Lengjubikarinn

Lengjubikar karla - Valur tekur á móti Stjörnunni á Valsvelli - 22.3.2018

Framundan eru undanúrslitaleikir A deildar Lengjubikars karla og mætast Valur og Stjarnan í fyrri undanúrslitaleiknum, föstudaginn 23. mars kl. 18:00 á Valsvelli.  Það verða svo KA og Grindavík sem leika í hinum undanúrslitaleiknum og fer hann fram á KA velli, fimmtudaginn 29. mars kl. 14:00. Lesa meira
 
UEFA EM U17 kvenna

U17 kvenna - Mæta Írlandi í fyrsta leik liðsins í milliriðlum undankeppni EM 2018 - 21.3.2018

U17 ára lið kvenna mætir Írlandi fimmtudaginn 22. mars í fyrsta leik liðsins í milliriðlum undankeppni EM 2018. Riðillinn fer fram í Þýskalandi og ásamt heimamönnum eru Ísland, Írland og Aserbaídsjan í honum.

Lesa meira
 

U21 karla - Ísland mætir Írlandi á fimmtudaginn - 21.3.2018

U21 ára lið karla mætir Írlandi fimmtudaginn 22. mars, en um er að ræða vináttuleik og fer hann fram á Tallaght Stadium í Dublin.

Lesa meira
 

HM styttan kemur til Íslands - 21.3.2018

Þann 25. mars næstkomandi mun hinn eini sanni HM-bikar koma til Íslands í boði Coca-Cola. Um er að ræða þaulskipulagt ferðalag til yfir 50 landa  Íslenskir aðdáendur fá því tækifæri til að virða fyrir sér eftirsóttasta verðlaunagrip knattspyrnunnar.  Bikarinn verður til sýnis í  Smáralindinn, sunnudaginn 25. mars, á milli kl.14 - 18. Lesa meira
 

Námskeið fyrir aðstoðardómara á Akureyri laugardaginn 31. mars - 20.3.2018

Námskeið fyrir aðstoðardómara verður haldið laugardaginn 31. mars í Hamri (Þórsheimilinu) og hefst það kl. 10:00. Bryngeir Valdimarsson FIFA aðstoðardómari mun fara yfir ýmis lykilatriði í aðstoðardómgæslunni.

Lesa meira
 

Hæfileikamótun KSÍ og N1 í Reykjavík - 20.3.2018

Þorlákur Árnason, yfirmaður Hæfileikamótunar KSÍ og N1, hefur kynnt hópa fyrir æfingar í Reykjavík dagana 27.-28. mars. Æfingarnar fara fram í Egilshöll, en stúlkur æfa 27. mars og piltar 28. mars.

Lesa meira
 
uefa-logo-biglandscape

U16 karla - Hópurinn sem fer á UEFA Development Tournament - 20.3.2018

Davíð Snorri Jónasson, landsliðsþjálfari U16 karla, hefur valið hóp til þáttöku í UEFA Development Tournament U16 karla.

Lesa meira
 

Ívar Orri og Birkir dæma í Póllandi - 19.3.2018

Ívar Orri Kristjánsson dómari og Birkir Sigurðarson aðstoðardómari verða við störf næstu daga í Pólland, en þar fer fram einn af milliðriðlum EM hjá U17 karla. Þjóðirnar sem leika í þessum riðli eru auk heimamanna Írland, Georgía og Makedónía.

Lesa meira
 

U16 kvenna - Hópurinn sem fer á UEFA Development Tournament - 19.3.2018

Jörundur Áki Sveinsson, landsliðsþjálfari U16 kvenna, hefur valið hóp til þáttöku í UEFA Development Tournament U16 kvenna. Mótið fer fram í Klaipeda í Litháen dagana 8.-13. apríl.

Lesa meira
 

Hæfileikamótun KSÍ og N1 á Vesturlandi á mánudaginn - 19.3.2018

Þorlákur Árnason, yfirmaður Hæfileikamótunar KSÍ og N1, hefur kynnt hóp fyrir æfingar á Vesturlandi næstkomandi mánudag. Æfingarnar fara fram í Akraneshöllinni. Næstu æfingar verða síðan í Ólafsvík, en þá bætast Vestfirðingar við.

Lesa meira
 
Knattspyrna á Íslandi

Leikjaniðurröðun í mót sumarsins - Síðasti dagur athugasemda er 20. mars - 19.3.2018

Félög eru vinsamlegast beðin um að skoða vandlega sína leiki í leikjaniðurröðun sumarsins og koma athugasemdum á framfæri í síðasta lagi þriðjudaginn 20. mars.  Mjög mikilvægt er að allar óskir/athugasemdir komi í einu lagi frá hverju félagi en ekki frá einstökum þjálfurum.  Lesa meira
 

A karla - Leikið gegn Gana á Laugardalsvelli 7. júní - 16.3.2018

A landslið karla mun leika gegn Gana á Laugardalsvelli 7. júní, en leikurinn er síðasti leikur liðsins í undirbúningi þess fyrir HM 2018 í Rússlandi. Um er að ræða fyrsta leik liðanna í sögunni.

Lesa meira
 

A karla - Hópurinn sem leikur gegn Mexíkó og Perú - 16.3.2018

Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari A karla, hefur valið hópinn sem tekur þátt í leikjunum tveimur gegn Mexíkó og Perú í Bandaríkjunum. Um er að ræða 29 leikmenn, en nokkrir þeirra taka aðeins þátt í leiknum gegn Mexíkó.

Lesa meira
 

U21 karla - Hópurinn sem spilar við Norður Írland og Írland - 16.3.2018

Eyjólfur Sverrisson, landsliðsþjálfari U21 karla, hefur valið hópinn sem leikur gegn Norður Írlandi og Írlandi 22. og 26. mars næstkomandi. Í hópnum eru átta nýliðar, sem eru einnig gjaldgengir í næsta U21 lið.

Lesa meira
 

Útgefin þátttökuleyfi á öðrum fundi leyfisráðs - 15.3.2018

Annar fundur leyfisráðs í leyfisferlinu fyrir keppnistímabilið 2018 fór fram í gær miðvikudag og voru þátttökuleyfi 15 félaga samþykkt. Átta af leyfunum 15 eru gefin út með fyrirvara. Níu félög fengu útgefin þátttökuleyfi á fundi ráðsins fyrir viku síðan.

Lesa meira
 

KSÍ B próf - 16. apríl - 15.3.2018

Mánudaginn 16. apríl kl. 16:00 stendur fræðslusvið KSÍ fyrir KSÍ B prófi (UEFA B prófi). Prófið er opið öllum þjálfurum sem hafa klárað KSÍ I, II, III, IV, KSÍ B þjálfaraskólann og skilað öllum verkefnum á fullnægjandi hátt (engar undantekningar eru gerðar).

Lesa meira
 

Knattspyrnudeild Vals sektuð vegna ummæla þjálfara - 15.3.2018

Á fundi Aga- og úrskurðarnefndar KSÍ 13. mars 2018 var tekin fyrir greinargerð sem framkvæmdastjóri KSÍ sendi til nefndarinnar þann 2. mars sl., skv. 21. gr. í reglugerð KSÍ um aga- og úrskurðarmál. Fram kemur í greinargerð framkvæmdastjóra að málið varði ósæmilega framkomu Ólafs Jóhannessonar, þjálfara Vals í mfl. kk., í útvarpsviðtali sem birtist á vefmiðlinum fótbolti.net, þann 1. mars 2018.

Lesa meira
 

U15 karla - Æfingar helgina 23.-25. mars - 14.3.2018

Þorlákur Árnason, landsliðsþjálfari U15 karla og yfirmaður Hæfileikamótunar KSÍ og N1, hefur valið úrtakshóp fyrir æfingar helgina 23.-25. mars.

Lesa meira
 
Russia 2018 Tickets

Miðasala HM - Leiðbeiningar FIFA til þeirra sem hafa hug á að skipta um nöfn á miðum eða selja þá - 14.3.2018

FIFA hefur gefið út leiðbeiningar til þeirra miðaeigenda sem hafa hug á að skipta um nöfn á miðum sem þeir hafa keypt eða selja þá.

Lesa meira
 

U17 karla - 0-1 tap gegn Ítalíu í síðasta leiknum í miliriðlinum - 13.3.2018

U17 ára lið karla tapaði 0-1 gegn Ítalíu í síðasta leik liðsins í milliriðlum undankeppni EM 2018. Riðillinn var leikinn í Hollandi og voru Tyrkland og Holland einnig í riðlinum.

Lesa meira
 

U17 karla - Byrjunarliðið gegn Ítalíu - 13.3.2018

Þorlákur Árnason, þjálfari U17 karla í milliriðlum undankeppni EM 2018, hefur tilkynnt byrjunarliðið fyrir leikinn gegn Ítalíu. Þetta er þriðji, og síðasti, leikur liðsins í riðlinum, en báðir leikirnir til þessa hafa tapast.

Lesa meira
 

Aðstoðarmaður framkvæmdarstjóra japanska knattspyrnusambandsins, í heimsókn hjá KSÍ 1. – 10. mars - 13.3.2018

Shun Kitamura, aðstoðarmaður framkvæmdarstjóra japanska knattspyrnusambandsins, var í heimsókn hjá KSÍ 1. – 10. mars. Shun hefur undanfarna mánuði ferðast um heiminn og kynnt sér starfsvenjur og kúltur nokkurra sérsambanda sem og álfusambanda.

Lesa meira
 

Samstarfsverkefni FIFA og KSÍ um frekari þróun á kvennaknattspyrnu - 13.3.2018

Alþjóða knattspyrnusambandið (FIFA) hefur valið KSÍ úr hópi evrópskra knattspyrnusambanda til að taka þátt í nýju tilraunarverkefni FIFA um kvennaknattspyrnu (Women‘s football development pilot project 2018).

Lesa meira
 

Ólöglegur leikmaður með Leikni Reykjavík í Lengjubikarnum - 13.3.2018

Í samræmi við greinar 10.1 og 11.2 í reglugerð KSÍ um Deildarbikarkeppni karla hefur skrifstofa KSÍ staðfest að Ryota Nakamura lék ólöglegur með Leikni R. gegn Fjölni í Lengjubikar karla þann 10. mars síðastliðinn. Leikmaðurinn er skráður erlendis.

Lesa meira
 

Námskeið fyrir dómara mánudaginn 19. mars - 13.3.2018

Námskeið fyrir dómara verður haldið í höfuðstöðvum KSÍ, mánudaginn 19. mars kl. 18:00, en Kristinn Jakobsson, fyrrum FIFA dómari mun kenna á námskeiðinu.

Lesa meira
 

U17 karla - Leikið gegn Ítalíu á þriðjudaginn - 12.3.2018

U17 ára lið karla leikur síðasta leik sinn í milliriðlum undankeppni EM 2018 á þriðjudaginn, en þá mætir liðið Ítalíu. Leikurinn hefst klukkan 18:00 að íslenskum tíma og fer fram á Sportpark Zuideinderpark. Leikið er í Hollandi.

Lesa meira
 

KSÍ styður Vinaliðaverkefnið - 12.3.2018

Nýverið gaf Knattspyrnusamband Íslands 96 bolta til Vinaliðaverkefnisins. 48 skólar eru þátttakendur í verkefninu og undanfarnar vikur hefur tveimur fótboltum verið dreift í hvern skóla.

Lesa meira
 

UPPFÆRT - Næsti miðasölugluggi á HM 2018 í Rússlandi opnaður - 12.3.2018

Næsti miðasölugluggi á HM 2018 í Rússlandi hefst á þriðjudaginn næstkomandi, 13. mars, klukkan 9:00 að íslenskum tíma. Um er að ræða sölu þar sem miðakaupendur fá strax svör frá kerfinu um það hvort miðarnir fást – fyrstur kemur, fyrstur fær.

Lesa meira
 

U17 karla - 0-3 tap gegn Tyrklandi - 10.3.2018

U17 ára lið karla tapaði á laugardaginn 0-3 gegn Tyrklandi í öðrum leik liðsins í milliriðlum undankeppni EM 2018. Liðið leikur síðasta leik sinn í riðlinum á þriðjudaginn þar sem strákarnir mæta Ítalíu.

Lesa meira
 

U17 karla - Byrjunarliðið gegn Tyrklandi - 9.3.2018

U17 ára lið karla leikur í dag annan leik sinn í milliriðlum undankeppni EM 2018 þegar það mætir Tyrklandi. Þorlákur Árnason, þjálfari liðsins, hefur tilkynnt byrjunarliðið. 

Lesa meira
 

Drög að leikjaniðurröðun sumarsins liggur fyrir - 9.3.2018

Drög að leikjaniðurröðun í mótum sumarsins hefur verið birt á vef KSÍ. Félög eru vinsamlegast beðin um að skoða vandlega sína leiki og koma athugasemdum á framfæri í síðasta lagi þriðjudaginn 20. mars á netfangið birkir@ksi.is.

Lesa meira
 

U17 karla - Leikið gegn Tyrklandi á laugardaginn - 9.3.2018

U17 ára lið karla leikur á laugardaginn annan leik sinn í milliriðlum undankeppni EM 2018 þegar liðið mætir Tyrklandi. Leikurinn hefst klukkan 13:00 og fer fram á Sportpark Parkzicht, en riðillinn fer fram í Hollandi.

Lesa meira
 

Níu þátttökuleyfi útgefin á fyrri fundi leyfisráðs - 8.3.2018

Fyrri fundur leyfisráðs í leyfisferlinu fyrir keppnistímabilið 2018 fór fram í gær. Níu félög fengu útgefin þátttökuleyfi, en afgreiðslu leyfisumsókna 15 félaga var frestað um eina viku. Ráðið kemur aftur saman á miðvikudag í næstu viku.

Lesa meira
 

Forsetahjónin bjóða heiminum að ganga til liðs við #TeamIceland - 8.3.2018

Guðni Th. Jóhannesson, forseti og Eliza Reid, forsetafrú bjóða heiminum að taka þátt í HM-ævintýri Íslendinga í nýju myndbandi frá Inspired by Iceland. Forsetahjónin hvetja fólk til að ganga til liðs við „Team Iceland“ og upplifa gleðina frá fyrstu hendi og kynnast landinu betur.

Lesa meira
 

A kvenna - 6-5 sigur eftir vítaspyrnukeppni gegn Danmörku - 7.3.2018

Ísland vann Danmörku 6-5 eftir vítaspyrnukeppni og tryggði sér með því 9. sætið á Algarve Cup. Það var Hlín Eiríksdóttir sem skoraði mark Íslands í venjulegum leiktíma. Lesa meira
 

U19 karla - Úrtaksæfingar helgina 16.-18. mars - 7.3.2018

Þorvaldur Örlygsson, landsliðsþjálfari U19 karla, hefur valið úrtakshóp sem tekur þátt í æfingum helgina 16.-18. mars, en æfingarnar fara fram í Egilshöll og Kórnum.

Lesa meira
 

U17 karla - 1-2 tap gegn Hollandi í fyrsta leik liðsins í milliriðlum undankeppni EM 2018 - 7.3.2018

U17 ára lið karla tapaði 1-2 gegn Hollandi í fyrsta leik liðsins í undankeppni EM 2018, en leikið er í Hollandi. Það var Andri Lucas Guðjohnsen sem skoraði mark Íslands úr vítaspyrnu í síðari hálfleik.

Lesa meira
 

A kvenna - Byrjunarliðið gegn Danmörku - 7.3.2018

Ásmundur Haraldsson, aðstoðarþjálfari A landsliðs kvenna, hefur tilkynnt byrjunarlið Íslands fyrir leik liðsins gegn Danmörku, en leikið er um 9. sætið.

Lesa meira
 

U16 karla - Úrtaksæfingar helgina 16.-18. mars - 7.3.2018

Davíð Snorri Jónasson, landsliðsþjálfari U16 karla, hefur valið úrtakshóp sem tekur þátt í æfingum helgina 16.-18. mars, en æfingarnar fara fram í Egilshöll og Kórnum.

Lesa meira
 

U17 karla - Byrjunarliðið gegn Hollandi - 7.3.2018

U17 ára lið karla leikur í dag fyrsta leik sinn í milliriðlum undankeppni EM 2018 þegar það mætir Hollandi. Þorlákur Árnason, þjálfari liðsins, hefur tilkynnt byrjunarliðið.

Lesa meira
 

A kvenna - Leikið um 9. sætið gegn Danmörku í dag - 7.3.2018

A landslið kvenna leikur í dag síðasta leik sinn á Algarve Cup þegar liðið mætir Danmörku í leiknum um 9. sætið. Þetta er í annað sinn sem liðin mætast á mótinu, en fyrri leikur þeirra endaði með markalausu jafntefli. Leikurinn fer fram á Est. Municipal de Vila Real Santo Antonio og hefst hann klukkan 18:30 að íslenskum tíma.

Lesa meira
 

Byrjendanámskeið fyrir dómara verður haldið hjá ÍR þriðjudaginn 13. mars - 6.3.2018

Námskeiðið er haldið af KSÍ í samvinnu við ÍR og hefst kl. 19:30. Námskeiðið stendur yfir í um tvær klukkustundir og er öllum opið sem náð hafa 15 ára aldri.

Lesa meira
 

U19 kvenna - 1-1 jafntefli gegn Svíþjóð - 6.3.2018

U19 ára landslið kvenna lék í dag síðasta leik sinn á æfingamóti á La Manga þegar liðið mætti Svíþjóð. Leikurinn endaði með 1-1 jafntefli, en það var Dröfn Einarsdóttir sem skoraði mark Íslands í síðari hálfleik.

Lesa meira
 

Þinggerð 72. ársþings KSÍ - 6.3.2018

Hér að neðan má sjá þinggerð 72. ársþings Knattspyrnusambands Íslands, sem haldið var á Hilton Nordica, Reykjavík 10. febrúar síðastliðinn

Lesa meira
 

U17 karla - Fyrsti leikur í milliriðlum undankeppni EM 2018 á miðvikudaginn - 6.3.2018

U17 ára lið karla leikur fyrsta leik sinn í milliriðlum undankeppni EM 2018 á miðvikudaginn, en þá mætir liðið Hollandi. Leikurinn hefst klukkan 15:00 að íslenskum tíma og fer fram á Sportpark Parkzicht.

Lesa meira
 

U19 kvenna - Leikið gegn Svíþjóð í dag - 6.3.2018

U19 kvenna leikur síðasta leik sinn á æfingamóti á La Manga, Spáni, í dag þegar það mætir Svíþjóð. Liðið mættust einnig á laugardaginn, en þá vann Svíþjóð 2-0 sigur.

Lesa meira
 

A kvenna - Ísland mætir Danmörku í leiknum um 9. sæti - 5.3.2018

A landslið kvenna mun leika gegn Danmörku um 9.-10. sætið á Algarve Cup, en þetta varð ljóst eftir lokaumferðina í riðlakeppni mótsins. Ísland og Danmörk voru saman í riðli, Ísland endaði í því þriðja og Danir í því fjórða.

Lesa meira
 

A kvenna - Markalaust jafntefli gegn Evrópumeisturunum - 5.3.2018

Ísland gerði á mánudag markalaust jafntefli gegn Evrópumeisturum Hollands í síðasta leik liðsins í riðlakeppni Algarve Cup. Liðið mætir Danmörku í leik um 9. sæti á miðvikudaginn.

Lesa meira
 

A kvenna - Byrjunarliðið gegn Hollandi - 5.3.2018

Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari A kvenna, hefur valið byrjunarlið Íslands sem mætir ríkjandi  Evrópumeisturum, Hollandi, í dag. Fanndís Friðriksdóttir er í liðinu, en hún hefur misst af tveimur fyrstu leikjunum vegna meiðsla. 

Lesa meira
 

Byrjendanámskeið fyrir dómara í Garði frestað - 5.3.2018

Dómaranámskeiði sem átti að vera haldið í Garði þriðjudaginn 6. mars hefur verið frestað um óákveðin tíma.

Lesa meira
 

Grunnnámskeið fyrir aðstoðardómara þriðjudaginn 13. mars - 4.3.2018

Grunnnámskeið fyrir aðstoðardómara verður haldið þriðjudaginn 13. mars í höfuðstöðvum KSÍ og hefst það kl. 18:00. Bryngeir Valdimarsson FIFA aðstoðardómari mun fara yfir ýmis lykilatriði í aðstoðardómgæslunni.

Lesa meira
 

A kvenna - Leikið gegn Hollandi á mánudaginn - 4.3.2018

A landslið kvenna leikur þriðja, og síðasta, leik sinn í riðlakeppninni á Algarve Cup á mánudaginn. Mótherjarnir eru Hollendingar, en þær hafa unnið báða leiki sína til þessa og eru Evrópumeistarar frá síðasta sumri. Leikurinn hefst klukkan 15:40 og fer fram á Est. Municipal de Albufeira.

Lesa meira
 

Ræða hertar refsingar við hópmótmælum - 4.3.2018

Starfshópar á vegum IFAB, sem er verndari knattspyrnulaganna og leggur grunninn að öllum breytingum sem gerðar hafa verið á knattspyrnulögunum, hafa að undanförnu verið að skoða og meta ýmsar hugmyndir sem IFAB hefur borist að undanförnu.

Lesa meira
 

U19 kvenna - 0-2 tap gegn Svíþjóð á La Manga - 3.3.2018

U19 ára landslið kvenna tapaði fyrir Svíþjóð 0-2, en leikurinn fór fram á La Manga. Þetta var annar leikur liðsins á tveimur dögum, en liðið er á Spáni að leika á æfingamóti.

Lesa meira
 

U19 kvenna - Byrjunarliðið gegn Svíþjóð - 3.3.2018

U19 ára lið kvenna leikur í dag annan leik sinn á æfingamóti á La Manga. Liðið tapaði 1-2 fyrir Ítalíu á föstudag en leikur nú gegn Svíþjóð. Leikurinn hefst klukkan 14:00 að íslenskum tíma.

Lesa meira
 

U19 kvenna - 1-2 tap gegn Ítalíu - 2.3.2018

U19 ára lið kvenna tapaði í dag fyrir Ítalíu á æfingamóti á La Manga, Spáni. Það var Guðrún Gyða Haralz sem skoraði mark Íslands. Ísland leikur gegn Svíþjóð á morgun, en leikurinn hefst klukkan 14.00 að íslenskum tíma.

Lesa meira
 

A kvenna - 1-2 tap gegn Japan - 2.3.2018

Ísland tapaði 2-1 fyrir Japan í öðrum leik liðsins á Algarve Cup. Það var Glódís Perla Viggósdóttir sem skoraði mark Íslands í seinni hálfleik.

Lesa meira
 

U17 kvenna - Hópurinn sem keppir í milliriðlum undankeppni EM 2018 - 2.3.2018

Jörundur Áki Sveinsson, landsliðsþjálfari U17 landsliðs kvenna, hefur valið hópinn sem keppir í milliriðli undankeppni EM 2018 sem fer fram í Neubrandenburg í Þýskalandi dagana 20.-29. mars.

Lesa meira
 

U19 kvenna - Byrjunarliðið gegn Ítalíu - 2.3.2018

Þórður Þórðarson, landsliðsþjálfari U19 kvenna, hefur valið byrjunarliðið fyrir leikinn gegn Ítalíu, en hann hefst klukkan 17:30 að íslenskum tíma.

Lesa meira
 

A kvenna - Byrjunarlið Íslands gegn Japan - 1.3.2018

Freyr Alexandersson, þjálfari A landsliðs kvenna, hefur tilkynnt byrjunarlið Íslands gegn Japan. Freyr gerir 10 breytingar á liðinu sem hóf leikinn gegn Danmörku, en Ingibjörg Sigurðardóttir er sú eina sem heldur sæti sínu í byrjunarliðinu.

Lesa meira
 

A kvenna - Ísland mætir Japan á föstudaginn í öðrum leik sínum á Algarve Cup - 1.3.2018

A landslið kvenna mætir Japan á föstudaginn í öðrum leik sínum á Algarve Cup. Leikurinn fer fram á Est. Bela Vista Parchal og hefst klukkan 15:25 að íslenskum tíma.

Lesa meira
 

U19 kvenna - Leikið gegn Ítalíu á föstudaginn á La Manga - 1.3.2018

U19 ára lið kvenna leikur á föstudaginn fyrsta leik sinn á æfingamóti á La Manga og verða mótherjarnir Ítalía. Leikurinn hefst klukkan 18:30 að íslenskum tíma.

Lesa meira
 Fréttir
Aðildarfélög
Aðildarfélög