Fréttir

A kvenna - Markalaust jafntefli gegn Danmörku - 28.2.2018

Ísland gerði markalaust jafntefli gegn Danmörku í fyrsta leik sínum á Algarve Cup. Liðið lék mjög vel varnarlega séð og hefði hæglega getað skorað.

Lesa meira
 

A kvenna - Byrjunarlið Íslands gegn Danmörku - 28.2.2018

Freyr Alexandersson, þjálfari A landsliðs kvenna, hefur gefið út byrjunarlið Íslands fyrir leikinn gegn Danmörku. Aðeins einn leikmaður getur ekki spilað vegna meiðsla, en það er Fanndís Friðriksdóttir.

Lesa meira
 

Craig Pawson gestur landsdómararáðstefnu KSÍ - 28.2.2018

Helgina 2-3. mars fer fram hin árlega landsdómararáðstefna KSÍ, en þar hittast dómararnir til að undirbúa sig fyrir komandi tímabil. Craig Pawson, alþjóðlegur dómari frá Englandi, verður gestur ráðstefnunnar að þessu sinni.

Lesa meira
 

A kvenna - Ísland mætir Danmörku á miðvikudaginn í fyrsta leik liðanna á Algarve Cup - 27.2.2018

A landslið kvenna mætir á miðvikudag Danmörku í fyrsta leik liðanna á Algarve Cup. Leikurinn fer fram á Estadio Municipal de Lagos og hefst hann klukkan 18:30 að íslenskum tíma.

Lesa meira
 

N1 og KSÍ endurnýja samstarfssamning sinn - 27.2.2018

N1 og KSÍ hafa endurnýjað samstarfssamning sinn sem fyrst var undirritaður árið 2014 og gildir endurnýjunin til þriggja ára. Um er að ræða stærsta samstarfssamning N1 en hann felur í sér að N1 verði áfram einn helsti bakhjarl KSÍ.

Lesa meira
 

U16 kvenna - Hópur valinn fyrir úrtaksæfingar helgina 9.-11. mars - 27.2.2018

Jörundur Áki Sveinsson, landsliðsþjálfari U16 kvenna, hefur valið hóp sem tekur þátt í úrtaksæfingum helgina 9.-11. mars, leikmenn fæddir 2002 og 2003. 

Lesa meira
 

U17 karla - Ísak Snær Þorvaldsson hefur dregið sig út úr hópnum vegna meiðsla - 27.2.2018

Þorlákur Árnason, landsliðsþjálfari U17 karla (leikmenn fæddir 2001 og síðar), hefur þurft að gera eina breytingu á hópnum sem leikur í milliriðlum undankeppni EM 2018.

Lesa meira
 

A kvenna - Fyrsta æfing ferðarinnar fór fram í dag - 26.2.2018

A landslið kvenna mætti til Algarve á sunnudagskvöld, en liðið leikur hér fjóra leiki á næstu dögum. Fyrsta æfing ferðarinnar fór fram í dag þar sem æft var frábærar aðstæður. Töluverð rigning, logn og grænt gras. Það gerist ekki mikið betra en það.

Lesa meira
 

U21 karla - Hópur valinn sem æfir 2. og 3. mars - 26.2.2018

Eyjólfur Sverrisson, landsliðsþjálfari U21 karla, hefur valið æfingahóp sem mun æfa í Kórnum 2. og 3. mars.

Lesa meira
 

A kvenna - Berglind Björg Þorvaldsdóttir inn í hópinn á Algarve Cup - 26.2.2018

Freyr Alexandersson, þjálfari A landsliðs kvenna, hefur þurft að gera eina breytingu á hópnum fyrir Algarve Cup. Sigrún Ella Einarsdóttir getur ekki komið til móts við liðið í Portúgal vegna meiðsla og í hennar stað kemur Berglind Björg Þorvaldsdóttir inn í hópinn.

Lesa meira
 

Umsóknarfrestur í Mannvirkjasjóð KSÍ er til 1. mars 2018 - 23.2.2018

Umsóknarfrestur í Mannvirkjasjóð KSÍ er til 1. Mars, en sjóðnum er ætlað að styðja við nýframkvæmdir knattspyrnumannvirkja á Íslandi á árunum 2016 - 2019, til þess að skapa iðkendum, áhorfendum og stjórnendum sem besta aðstöðu.

Lesa meira
 
Knattspyrnuráð Reykjavíkur

Valur Reykjavíkurmeistari í meistaraflokki kvenna - 23.2.2018

Úrslitaleikur Reykjavíkurmóts meistaraflokks kvenna fór fram fimmtudaginn 22. febrúar og mættust þar Valur og KR. Það voru Valsstúlkur sem unnu leikinn, 3-1, og lyftu því titlinum í lok leiks.

Lesa meira
 

ÍSÍ auglýsir eftir þátttakendum á námskeið á vegum Alþjóða Ólympíuakademíunnar í Grikklandi - 23.2.2018

Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands auglýsir eftir tveimur þátttakendum, kven- og karlkyns, á námskeið ungs íþróttafólks (20 til 35 ára) á vegum Alþjóða Ólympíuakademíunnar í Ólympíu í Grikklandi dagana 16.-30. júní n.k. 

Lesa meira
 
Russia 2018 Tickets

KSÍ hvetur miðaumsækjendur að fylgjast vel með tölvupóstinum sínum næstu daga - 21.2.2018

Fjöldi spurninga hafa borist KSÍ varðandi greiðslur á miðum á HM í Rússlandi. Svo virðist sem FIFA sé byrjað að úthluta miðum og að sumir miðaumsækjendur eru að lenda í því að FIFA takist ekki að skuldfæra á það kreditkort sem skráð er í miðaumsókninni.

Lesa meira
 

Meiðsli, meðhöndlun og fyrirbyggjandi aðgerðir - Fyrirlestrar í höfuðstöðvum KSÍ 21. febrúar - 21.2.2018

Miðvikudaginn 21. febrúar mun KSÍ og Háskóli Íslands standa fyrir fyrirlestrum um meiðsli og fyrirbyggjandi æfingar í íþróttum. Fyrirlestrarnir fara fram í höfuðstöðvum KSÍ í Laugardal frá 17:00-20:00.

Lesa meira
 

Jóhannes Ólafsson sæmdur Gullmerki KSÍ - 20.2.2018

Jóhannes Ólafsson var sæmdur Gullmerki KSÍ á ársþingi sambandsins á laugardaginn, en hann gaf ekki kost á sér að nýju í stjórn KSÍ eftir að hafa setið þar síðan 2013, og í varastjórn frá 2000.

Lesa meira
 

Kristinn V. Jóhannsson valinn vallarstjóri ársins 2017 - 20.2.2018

Aðalfundur samtaka íþrótta- og golfvallastarfsmanna á Íslandi var haldinn á dögunum. Þar var Kristinn V. Jóhannsson, vallarstjóri Laugardalsvallar, valinn vallarstjóri ársins 2017 í flokki Knattspyrnuvalla.

Lesa meira
 
UEFA

Styrkir vegna verkefna á sviði háttvísi eða samfélagslegrar ábyrgðar - 19.2.2018

Eins og kynnt var í lok desember hafnaði Ísland í fyrsta sæti á háttvísilista UEFA fyrir tímabilið frá  júlí 2016 til júní 2017.  Þessum árangri fylgir allt að 50 þúsund evra styrkur, sem eyrnamerktur er verkefnum á vegum aðildarfélaga, sem snúa að háttvísi eða samfélagslegri ábyrgð.    

Lesa meira
 
Knattspyrnuráð Reykjavíkur

Úrslitaleikur meistaraflokks kvenna á Reykjavíkurmóti KRR fer fram fimmtudaginn 22. febrúar - 19.2.2018

KR og Valur mætast 22. febrúar í úrslitaleik Reykjavíkurmóts meistaraflokks kvenna. Leikurinn fer fram í Egilshöll og hefst klukkan 19:00, en jafnframt verður hann í beinni útsendingu á Sport TV.

Lesa meira
 

U17 karla - Hópurinn sem leikur í milliriðlum undankeppni EM 2018 - 19.2.2018

Þorlákur Árnason, landsliðsþjálfari U17 karla, hefur valið hópinn sem leikur í milliriðlum undankeppni EM 2018 í mars. Mótherjar liðsins þar verða Holland, Ítalía og Tyrkland, en leikið er í Hollandi.

Lesa meira
 

Spurt og svarað um HM 2018 - upplýsingar frá sendiráði Íslands í Moskvu - 16.2.2018

Sendiráð Íslands í Moskvu hefur tekið saman skjal með helstu þáttum sem huga þarf að ef stefnan er sett á heimsmeistaramótið í knattspyrnu karla í Rússlandi í sumar.

Lesa meira
 

KSÍ B próf haldið 16. apríl - 16.2.2018

Mánudaginn 16. apríl kl. 16:00 stendur fræðslusvið KSÍ fyrir KSÍ B prófi (UEFA B prófi). Prófið er opið öllum þjálfurum sem hafa klárað KSÍ I, II, III, IV, KSÍ B þjálfaraskólann og skilað öllum verkefnum á fullnægjandi hátt (engar undantekningar eru gerðar).

Lesa meira
 

KSÍ IV B þjálfaranámskeið 23.-25. febrúar 2018 - 16.2.2018

KSÍ IV þjálfaranámskeið verður haldið helgina 23.-25. febrúar 2018. Námskeiðið fer fram í Reykjavík. Þjálfarar geta tekið þetta námskeið þó þeir hafi misst af fyrri hlutanum. Hann verða þeir þá að taka að ári.

Lesa meira
 

U17 kvenna - Úrtaksæfingar 23.-24. febrúar - 16.2.2018

Jörundur Áki Sveinsson, landsliðsþjálfari U17 kvenna, hefur valið hóp til úrtaksæfinga fyrir U17 kvenna. Æfingarnar fara fram 23.-24. febrúar og fara þær fram í Kórnum.

Lesa meira
 

U19 kvenna - Hópurinn sem fer til La Manga - 15.2.2018

Þórður Þórðarson, landsliðsþjálfari U19 kvenna, hefur valið hópinn sem fer í æfingabúðir á La Manga, Spáni. Mun hópurinn æfa þar og leika gegn Ítalíu, Skotlandi og Svíþjóð.

Lesa meira
 

A kvenna - Hópurinn sem fer á Algarve Cup - 15.2.2018

Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari A kvenna, hefur valið hópinn sem fer á Algarve Cup í Portúgal. Fyrsti leikur liðsins fer fram 28. febrúar þar sem liðið mætir Danmörku. Í riðlinum eru einnig Japan og Holland.

Lesa meira
 

A karla - Ísland í 18. sæti á heimslista FIFA - 15.2.2018

A landslið karla er í 18. sæti á nýjum heimslista FIFA, en það er besti árangur liðsins til þessa. Ísland var í 20. sæti í síðustu útgáfu hans og hækkar sig því um tvö sæti á milli lista.

Lesa meira
 

Haukur flutti fyrirlestur á ráðstefnu FIFA og CONCACAF - 14.2.2018

Á þriðjudag flutti Haukur Hinriksson, lögfræðingur og leyfisstjóri KSÍ, fyrirlestur á ráðstefnu FIFA og CONCACAF (FIFA-CONCACAF Professional Football Conference) í Orlando, Flórída. Ráðstefnan var hugsuð af FIFA sem vettvangur til að veita aðildarsamböndum CONCACAF í Norður- og Mið-Ameríku aðstoð og alhliða upplýsingar um málefni tengdum atvinnumanna fótbolta.

Lesa meira
 

A landslið kvenna - Hópurinn sem fer á Algarve Cup kynntur 15. febrúar - 14.2.2018

Freyr Alexandersson, þjálfari A landsliðs kvenna, mun þann 15. febrúar tilkynna hópinn sem fer og keppir á Algarve Cup, en fyrsti leikur liðsins þar er gegn Danmörku 28. febrúar. Bein útsending verður frá blaðmannafundinum á miðlum KSÍ og hefst hún klukkan 13:15.

Lesa meira
 

Dagskrá Hæfileikamótunar KSÍ og N1 á næstu mánuðum - 12.2.2018

Hæfileikamótun KSÍ og N1 er að fara aftur af stað á nýju ári og er komin dagskrá fyrir næstu mánuði. Nánari dagskrá og hópar koma síðar.

Lesa meira
 

Guðmundur Pétursson sæmdur Heiðurskrossi KSÍ á ársþinginu á laugardaginn - 12.2.2018

Guðmundur Pétursson, fyrrum varaformaður KSÍ, var sæmdur Heiðurskrossi KSÍ á ársþingi sambandsins á laugardaginn fyrir störf sín í þágu þess. 

Lesa meira
 

Bikarkeppni KSÍ - Dregið í fyrstu umferðum karla og kvenna - 12.2.2018

Dregið hefur verið í fyrstu umferðum Bikarkeppni KSÍ karla og kvenna. Karlarnir hefja leik 12. apríl og konurnar 6. maí. 

Lesa meira
 

Drög að leikjaniðurröðun í 2. deild kvenna tilbúin - 12.2.2018

Drög að leikjaniðurröðun í 2. deild kvenna hefur verið birt og eru 8 félög skráð til leiks.

Lesa meira
 

Riðlaskipting og drög að leikjaniðurröðun í 4. deild karla tilbúin - 12.2.2018

Birt hefur verið riðlaskipting 4. deildar karla, jafnframt því að drög að leikjaniðurröðun í henni hafa verið gefin út.

Lesa meira
 

Læknamálþing UEFA var haldið í Aþenu 30. janúar - 1. febrúar síðastliðinn - 12.2.2018

Reynir Björnsson og Haukur Björnsson sóttu hið sjöunda lækna málþing á vegum UEFA fyrir hönd KSÍ á dögunum, en það fór fram í Aþenu dagana 30. janúar – 1. febrúar síðastliðinn.

Lesa meira
 

72. ársþingi KSÍ lokið - 10.2.2018

Rétt í þessu lauk 72. ársþingi KSÍ sem haldið var á Hótel Nordica Reykjavík.  Tveir nýir aðilar koma inn í aðalstjórn KSÍ að þessu sinni en 10 voru í framboði um fjögur sæti. Lesa meira
 

72. ársþing KSÍ hafið - Fylgist hér með framvindu þingsins - 10.2.2018

Nú er nýhafið 72. ársþing KSÍ en það haldið á Hilton Reykjavík Nordica.  Nokkrar tillögur liggja fyrir þinginu og verður fylgst með afgreiðslu þeirra hér í þessari frétt og verður hún uppfærð reglulega.

Lesa meira
 

Valur, Fylkir og Fram fengu Dragostyttur - 10.2.2018

Á 72. ársþingi KSÍ voru veittar viðurkenningar fyrir háttvísi í deildarkeppni.  Dragostytturnar eru veittar í Pepsi-deild karla og Inkasso deildinni en sérstök háttvísiverðlaun í öðrum deildum.

Lesa meira
 

RÚV fær Fjölmiðlaviðurkenningu KSÍ - 10.2.2018

Fjölmiðlaviðurkenningu KSÍ fyrir árið 2017 hlýtur íþróttadeild RÚV fyrir þættina „Leiðin á EM“, heimildaþáttaröð í umsjá Eddu Sifjar Pálsdóttur og Maríu Bjarkar Guðmundsdóttur. 

Lesa meira
 

Fylkir hlýtur Dómaraverðlaun KSÍ - 10.2.2018

Dómaraverðlaunun í ár hlýtur Fylkir fyrir öflugt dómarastarf í gegnum tíðina. Ásamt því að sinna vel málaflokknum í þeim leikjum sem félagið ber ábyrgð á að manna, hafa margir dómarar skilað sér frá Fylki inn í dómarahópinn sem starfar fyrir KSÍ. 

Lesa meira
 

Íþróttafélagið Ösp fær Grasrótarverðlaun KSÍ - 10.2.2018

Íþróttafélagið Ösp hefur verið leiðandi í knattspyrnu fatlaðra hér á landi undanfarin ár. Blómstrandi knattspyrna er í boði fyrir fatlaða einstaklinga undir handleiðslu Darra McMahon, knattspyrnuþjálfara og framkvæmdastjóra félagsins. 

Lesa meira
 

Málþing um stöðu og framtíð knattspyrnunnar á Íslandi vel sótt - 9.2.2018

KSÍ stóð í dag fyrir málþingi í tengslum við Ársþing KSÍ 2018 undir yfirskriftinni:Sækjum fram #fyririsland - Málþing um stöðu og framtíð knattspyrnunnar á Íslandi. 

Lesa meira
 

Minnt á undanþáguákvæði í reglugerð KSÍ um félagaskipti - 9.2.2018

Vert er að minna á undanþáguákvæði í grein 3.5 í reglugerð KSÍ um félagaskipti, samninga og stöðu leikmanna og félaga, nú þegar Lengjubikarinn er að hefja göngu sína.  Greinin er svohljóðandi: Lesa meira
 

KSÍ og Vodafone skrifa undir samstarfssamning - 8.2.2018

KSÍ og Vodafone hafa skrifað undir samstarfssamning og bætist Vodafone því í hóp bakhjarla sambandsins.

Lesa meira
 

Lengjubikar karla hefst á föstudaginn og kvenna á laugardaginn - 8.2.2018

Lengjubikar karla hefst á föstudaginn með leik HK og Grindavíkur og Lengjubikar kvenna á laugardaginn með leik Breiðabliks og ÍBV. 

Lesa meira
 

Sækjum fram #fyririsland - Málþing um stöðu og framtíð knattspyrnunnar á Íslandi - 8.2.2018

Föstudaginn 9. febrúar mun KSÍ standa fyrir málþingi um stöðu og framtíð knattspyrnunnar á Íslandi. Málþingið verður haldið í höfuðstöðvum KSÍ í Laugardal og byggt upp á örfyrirlestrum, auk pallborðsumræðu.

Lesa meira
 

Fjöldi þingfulltrúa á 72. ársþingi KSÍ - Uppfært 9. febrúar - 7.2.2018

Laugardaginn 10. febrúar næstkomandi fer fram 72. ársþing KSÍ og verður það haldið á Hilton Reykjavík Nordica.  Alls hafa 151 fulltrúar rétt til setu á þinginu, en nú þegar hefur kjörbréfum verið skilað fyrir 144 frá 21 héraðssambandi eða íþróttabandalögum.

Lesa meira
 

Dagskrá 72. ársþings KSÍ - 7.2.2018

Ársþing KSÍ, það 72. í röðinni, fer fram á Hilton Reykjavík Nordica, laugardaginn 10. febrúar.  Þingið verður sett kl. 11:00 en afhending þinggagna er frá 10:30.  Hér að neðan má sjá dagskrá þingsins.

Lesa meira
 

U17 kvenna - Átta fengu Nýliðamerki KSÍ - 7.2.2018

Átta leikmenn léku sinn fyrsta unglingalandsleik með U17 kvenna í leikjunum tveimur gegn Skotlandi á dögunum og fengu afhent Nýliðamerki KSÍ. 

Lesa meira
 

Þorvaldur Árnason dæmir leik Krasnodar og Real Madrid í UEFA Youth League í dag - 7.2.2018

Þorvaldur Árnason dæmir í dag leik Krasnodar og Real Madrid í 16 liða úrslitum UEFA Youth League, en honum til aðstoðar verða þeir Jóhann Guðmundsson og Andri Vigfússon.

Lesa meira
 

Öll 24 félögin hafa skilað leyfisgögnum - 6.2.2018

Öll 24 félögin sem undirgangast leyfiskerfi KSÍ fyrir keppnistímabilið 2018, þ.e. félögin í Pepsi-deild karla og Inkasso-deild karla, hafa skilað leyfisgögnum. Leyfisstjórn hefur þegar farið yfir gögnin og gert athugasemdir þar sem við á. 

Lesa meira
 

Upplýsingar um 72. ársþing KSÍ - 6.2.2018

Allar upplýsingar um 72. ársþing KSÍ, sem fram fer á Hilton Reykjavík Nordica hótelinu laugardaginn 10. febrúar næstkomandi, má finna hér á vef KSÍ.  Í aðdraganda þings eru ýmsar upplýsingar birtar, og á sjálfan þingdag má síðan fylgjast með framvindu mála Lesa meira
 

U15 karla - Úrtakshópur valinn fyrir æfingar helgina 16.-18. febrúar - 6.2.2018

Þorlákur Árnason, þjálfari U15 karla, hefur valið úrtakshóp sem tekur þátt í æfingum helgina 16.-18. febrúar. Æfingarnar fara fram í Kórnum og Egilshöll.

Lesa meira
 

U16 karla - Úrtaksæfingar helgina 16.-18. febrúar - 6.2.2018

Davíð Snorri Jónasson, þjálfari U16 ára landsliðs Íslands, hefur valið úrtakshóp sem tekur þátt í æfingum helgina 16.-18. febrúar. Æfingarnar fara fram í Kórnum og Egilshöll.

Lesa meira
 

U17 kvenna - Annar 4-0 sigur á Skotlandi - 6.2.2018

U17 ára lið kvenna vann annan 4-0 sigur á Skotlandi þegar liðin mættust í öðrum leik liðanna. Það voru þær Katla María Þórðardóttir, Ída Marín Hermannsdóttir, Karólína Lea Vilhjálmsdóttir og Karolína Jack sem skoruðu mörk Íslands.

Lesa meira
 

KSÍ IV B þjálfaranámskeið 23.-25. febrúar 2018 - 6.2.2018

KSÍ IV þjálfaranámskeið verður haldið helgina 23.-25. febrúar 2018. Námskeiðið fer fram í Reykjavík. Þjálfarar geta tekið þetta námskeið þó þeir hafi misst af fyrri hlutanum. Hann verða þeir þá að taka að ári.

Lesa meira
 

Byrjendanámskeið fyrir dómara verður haldið hjá Aftureldingu þriðjudaginn 13. febrúar - 6.2.2018

Námskeiðið er haldið af KSÍ í samvinnu við Aftureldingu og hefst kl. 20:00. Námskeiðið stendur yfir í um tvær klukkustundir og er öllum opið sem náð hafa 15 ára aldri.

Lesa meira
 

U17 kvenna - Ísland leikur seinni leik sinn gegn Skotlandi á þriðjudag - 5.2.2018

U17 ára lið kvenna leikur á þriðjudag seinni vináttuleik sinn við Skotland. Leikurinn fer fram í Kórnum og hefst klukkan 12:00. Ísland vann fyrri leik liðanna á sunnudag 4-0 með mörkum frá Karólínu Leu Vilhjálmsdóttur, Clöru Sigurðardóttur og Helenu Ósk Hálfdánardóttur.

Lesa meira
 

Fyrstu UEFA A markmannsþjálfararnir útskrifaðir - 5.2.2018

KSÍ hefur nú útskrifað fyrstu UEFA A markmannsþjálfarana hér á landi en á laugardaginn hlutu átta þjálfarar þann heiður að útskrifast með hæstu þjálfaragráðu sem UEFA veitir markmannsþjálfurum.

Lesa meira
 

U17 kvenna - Frábær 4-0 sigur gegn Skotlandi - 4.2.2018

U17 ára lið kvenna vann í dag góðan 4-0 sigur á Skotlandi, en liðin mættust í Kórnum. Ísland stjórnaði leiknum frá byrjun og var frammistaða liðsins mjög góð. Liðin mætast aftur á þriðjudaginn kemur og hefst sá leikur klukkan 12:00 og fer fram í Kórnum.

Lesa meira
 

Traust fjárhagsstaða - 2.2.2018

Rekstur KSÍ á árinu 2017 var að mestu leyti í samræmi við samþykkta fjárhagsáætlun. Rekstrartekjur sambandsins á árinu 2017 námu 1.379 mkr. en áætlun gerði ráð fyrir 1.356 mkr. Eigið fé KSÍ var 539 mkr. í árslok 2017. Rekstur KSÍ er í jafnvægi og fjárhagsstaðan er traust.

Lesa meira
 
ÍSÍ

Kynferðislegt áreiti og ofbeldi - 2.2.2018

Í ljósi umræðunnar í kjölfarið á #metoo hefur ÍSÍ sent erindi á sérsambönd og íþróttabandalög, íþróttafélög og deildir þeirra, til að upplýsa um það helsta sem nú er unnið að af hálfu ÍSÍ varðandi málefnið.  Á vef ÍSÍ hafa auk þess verið birtar ýmsar gagnlegar upplýsingar og fræðsluefni,   Lesa meira
 

Ein sterk heild - 2.2.2018

Það er óhætt að segja að við séum að lifa skemmtilega tíma sem áhugafólk um fótbolta. Við eigum svo sannarlega að njóta augnabliksins núna sem stuðningsmenn landsliðanna okkar.

Lesa meira
 
Knattspyrnuráð Reykjavíkur

Fjölnir og Fylkir mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmóts meistaraflokks karla á mánudaginn - 2.2.2018

Fjölnir og Fylkir mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmóts meistaraflokks karla mánudaginn 5. febrúar og hefst leikurinn klukkan 20:00. Hann fer fram í Egilshöll og verður sýndur beint á Sport TV.

Lesa meira
 

KSÍ I þjálfaranámskeið haldið í Ólafsvík - 1.2.2018

Knattspyrnusamband Íslands mun halda KSÍ I þjálfaranámskeið í Ólafsvík helgina 9.-11. febrúar. Námskeiðið verður haldið í íþróttahúsi Snæfellsbæjar, að Engjahlíð 1.

Lesa meira
 Fréttir
Aðildarfélög
Aðildarfélög