Fréttir

U16 karla - 3-0 sigur gegn Litháen - 5.4.2018

U16 ára lið karla vann 3-0 sigur á Litháen í dag í öðrum leik liðsins á UEFA Development Tournament, en leikið er í Gargzdai í Litháen. Róbert Orri Þorkelsson, Valgeir Valgeirsson og Bjartur Barmi Barkarson skoruðu mörk Íslands.

Lesa meira
 

U16 karla - Byrjunarliðið gegn Litháen - 4.4.2018

U16 ára landslið karla leikur í dag annan leik sinn á UEFA Development Tournament og eru Litháen mótherjar dagsins. Leikið er í Gargzdai í Litháen og hefst leikurinn klukkan 08:00 að íslenskum tíma.

Lesa meira
 

Egill Arnar og Einar Ingi til Englands - 4.4.2018

Egill Arnar Sigurþórsson og Einar Ingi Jóhansson halda til Englands í vikunni þar sem þeir munu m.a. fylgjast með undirbúningi dómara í ensku úrvalsdeildinni. Þeir munu einnig starfa á leikjum í U23 deildinni í Englandi sem og æfa með úrvaldsdeildardómurum og aðstoðardómurum.

Lesa meira
 

KSÍ/FIFA auglýsir eftir starfsmanni - 4.4.2018

KSÍ óskar eftir að ráða öflugan einstakling tímabundið á skrifstofu sambandsins vegna samstarfsverkefnis FIFA og KSÍ um frekari þróun á kvennaknattspyrnu.

Lesa meira
 

U16 karla - Leikið gegn Litháen á fimmtudaginn - 4.4.2018

U16 ára landslið karla leikur á fimmtudaginn annan leik sinn á UEFA Development Tournament, en mótherjar þeirra verða Litháen. Leikurinn hefst klukkan 08:00 að íslenskum tíma, en leikið er í Garzdai í Litháen.

Lesa meira
 
Lengjubikarinn

Ólöglegir leikmenn í Lengjubikarnum - 4.4.2018

Á dögunum léku tveir leikmenn ólöglega í Lengjubikar karla. Viktor Guðberg Hauksson lék með GG, en hann er skráður í Grindavík, og Baldvin Freyr Ásmundsson lék með KF, en hann var í leikbanni vegna þriggja gulra spjalda.

Lesa meira
 

A kvenna - Hefðbundinn undirbúningur fyrir leikinn gegn Slóvenum - 4.4.2018

Kvennalandsliðið er nú í óða önn að undirbúa sig fyrir leik gegn Slóveníu í undankeppni HM en leikið verður í Lendava á föstudaginn.  Liðið æfði í gær og framundan er hefðbundinn dagur með æfingu og fundum.

Lesa meira
 

U16 karla - 2-1 sigur gegn Eistlandi í fyrsta leik í UEFA Development Tournament - 3.4.2018

U16 ára lið karla vann 2-1 sigur á Eistlandi í fyrsta leik liðsins á UEFA Development Tournament, en leikið er í Gargzdai í Litháen. Það voru Orri Hrafn Kjartansson og Davíð Snær Jóhannsson sem skoruðu mörk Íslands.

Lesa meira
 

A karla - Miðasala á leiki gegn Noregi og Gana í júní hefst um mánuði fyrir leik - 3.4.2018

Miðasala á vináttuleiki A landsliðs karla gegn Noregi og Gana í byrjun júní mun hefjast um mánuði fyrir hvorn leik. Þrjú miðaverð verða í boði og eru þau 3500, 5500 og 7500 krónur. 50% afsláttur verður fyrir börn, en selt verður á staka leiki.

Lesa meira
 

Viðar Halldórsson kjörinn í stjórn ECA - 3.4.2018

Viðar Halldórsson, formaður aðalstjórnar FH, var á dögunum kjörinn sem aukafulltrúi í stjórn ECA á fundi samtakanna í Róm á Ítalíu. ECA eru samtök félaga í Evrópu og telja þau 200 félög.

Lesa meira
 

FIFA hefur valið dómara fyrir HM 2018 í Rússlandi - 3.4.2018

Dómaranefnd FIFA hefur valið 36 dómara og 63 aðstoðardómara fyrir HM 2018 í Rússlandi, en þeir koma frá 46 mismunandi þjóðum.

Lesa meira
 

A kvenna - Framundan leikir gegn Slóveníu og Færeyjum - 3.4.2018

Framundan eru tveir gríðarlega mikilvægir leikir hjá kvennalandsliðinu í undankeppni HM en næstu daga verður leikið gegn Slóveníu og Færeyjum.  Liðið hélt utan í gær og, þrátt fyrir veðurtengdar tafir á heimalandinu, gekk ferðalagið ágætlega þótt langt væri. 

Lesa meira
 

U16 karla - Byrjunarlið Íslands gegn Eistlandi - 3.4.2018

U16 ára lið karla leikur fyrsta leik sinn í UEFA Development Tournament í dag þegar liðið mætir Eistlandi. Leikurinn hefst klukkan 12:00 að íslenskum tíma, en leikið er í Gargzdai í Litháen. Í riðlinum eru einnig Búlgaría og Litháen.

Lesa meira
 

U16 karla - UEFA Development Tournament hefst á þriðjudaginn - 31.3.2018

U16 ára lið karla hefur leik á UEFA Development Tournament á þriðjudaginn þegar liðið mætir Eistlandi. Ísland er einnig í riðli með Litháen og Búlgaríu, en leikið er í Litháen.

Lesa meira
 
Páskaegg

Páskakveðja - 30.3.2018

Knattspyrnusamband Íslands óskar landsmönnum nær og fjær gleðilegra páska.  Njótið samverunnar með hverjum öðru og góðs súkkulaðis!

Lesa meira
 
Lengjubikarinn

Lengjubikarinn - KA tekur á móti Grindavík - 29.3.2018

Seinni leikur undanúrslita A deildar karla í Lengjubikarnum fer fram í dag, fimmtudaginn 29. mars, þegar KA tekur á móti Grindavík í Boganum.  Leikurinn hefst kl. 14:00 og mun sigurvegarinn mæta Val í úrslitaleik. Lesa meira
 

U17 kvenna - Sigur í síðasta leiknum - 28.3.2018

Stelpurnar í U17 lögðu í dag Asera í lokaleik liðsins í milliriðli fyrir EM en riðillinn var leikinn í Þýskalandi.  Lokatölur urðu 3 - 1 fyrir Ísland sem leiddi, 2 - 0, í leikhléi.  Ísland endaði því í öðru sæti riðilsins á eftir gestgjöfunum í Þýskalandi

Lesa meira
 

A karla - 1-3 tap gegn Perú í New Jersey - 28.3.2018

A landslið karla tapaði 1-3 gegn Perú, en það var Jón Guðni Fjóluson sem skoraði mark Íslands í fyrri hálfleik. Leikurinn fór fram á Red Bull Arena í New Jersey.  

Lesa meira
 

U17 kvenna - Ísland mætir Aserbaídsjan á miðvikudag - 27.3.2018

U17 ára lið kvenna mætir á miðvikudag Aserbaídsjan í síðasta leik liðsins í milliriðlum undankeppni EM 2018. Leikurinn hefst klukkan 10:00 að íslenskum tíma, en leikið er í Þýskalandi.

Lesa meira
 

Breytingar á lögum KSÍ og breytingar á reglugerð KSÍ um knattspyrnumót - 27.3.2018

Á fundi stjórnar KSÍ 15. mars sl. samþykkti stjórn KSÍ breytingar á lögum KSÍ og breytingar á reglugerð KSÍ um knattspyrnumót. Breytingar þessar eru annars vegar til samræmis við samþykktir ársþings KSÍ 2018 og hins vegar samþykktar breytingar að tillögu mótanefndar KSÍ.

Lesa meira
 

Knattspyrnusamband Íslands sendi nýlega inn beiðni um stjórnsýslulega niðurfellingu á vörumerkjaskráningu Húh! - 27.3.2018

Knattspyrnusamband Íslands sendi nýlega inn beiðni um stjórnsýslulega niðurfellingu á vörumerkjaskráningu Húh!. Með þessu er ætlun KSÍ að koma í veg fyrir að utanaðkomandi aðilar geti hagnast á auðkenni landsliða Íslands.

Lesa meira
 

A karla - Ísland mætir Perú aðfararnótt miðvikudags - 26.3.2018

A landslið karla mætir Perú aðfararnótt miðvikudags, en þetta er í fyrsta sinn sem þjóðirnar mætast. Leikurinn fer fram á Red Bull Arena í New Jersey og hefst hann klukkan 00:00.

Lesa meira
 
U21 landslið karla

U21 karla - Markalaust jafntefli gegn Norður Írum - 26.3.2018

Strákarnir í U21 gerðu markalaust jafntefli gegn Norður Írum í kvöld í undankeppni EM en leikið var í Coleraine.  Heimamenn sóttu meira í leiknum og sköpuðu sér nokkur góð færi en íslenska liðið varðist vel og átti einnig sín færi. Lesa meira
 

Héraðsdómaranámskeið í höfuðstöðvum KSÍ fimmtudaginn 5. apríl - 26.3.2018

Héraðsdómaranámskeið verður haldið í Sókninni á 3. hæð í höfuðstöðvum KSÍ fimmtudaginn 5. apríl kl. 18:00. Námskeiðið er hugsað fyrir alla starfandi dómara og þá sem vilja öðlast réttindi héraðsdómara.

Lesa meira
 

Byrjendanámskeið í höfuðstöðvum KSÍ - 26.3.2018

Byrjendanámskeið fyrir dómara verður haldið í höfuðstöðvum KSÍ, þriðjudaginn 3. apríl. Námskeiðið er haldið af KSÍ í hefst kl. 17:30.

Lesa meira
 

KSÍ og Coca Cola skrifa undir nýjan samstarfssamning - 26.3.2018

KSÍ og Coca Cola hafa skrifað undir nýjan samstarfssamning og mun CCEP áfram vera einn af bakhjörlum knattspyrnusambandsins. Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, og Magnús Viðar Heimisson, vörumerkjastjóri Coca Cola á Íslandi, skrifuðu undir samninginn á dögunum.

Lesa meira
 
Vonarstræti  4 þar sem stofnfundur KSÍ var haldinn 26. mars 1947

KSÍ stofnað 26. mars fyrir 71 ári - 26.3.2018

Í dag, mánudaginn 26. mars fagnar Knattspyrnusamband Íslands 71 árs afmæli sínu.  Fjórtán félög og íþróttabandalög stofnuðu KSÍ 26. mars 1947 og var Agnar Klemens Jónsson fyrsti formaður KSÍ.

Lesa meira
 
EM U21 landsliða karla

U21 karla - Leikið gegn Norður Írlandi á mánudaginn - 25.3.2018

U21 ára lið karla mætir Norður Írlandi á mánudaginn, en leikurinn er liður í undankeppni EM 2019. Leikurinn hefst klukkan 18:30 að íslenskum tíma og fer fram á The Showgrounds í Sligo.

Lesa meira
 
UEFA EM U17 kvenna

U17 kvenna - Þjóðverjar höfðu betur - 25.3.2018

Stelpurnar í U17 biðu lægri hlut gegn stöllum sínum frá Þýskalandi í dag í milliriðlum EM en leikið er einmitt í Þýskalandi.  Lokatölur urðu 3 - 1 eftir að heimastúlkur höfðu leitt, 1 - 0,  í leikhléi.  Ísland leikur lokaleik sinn í riðlinum gegn Aserum, næstkomandi miðvikudag.

Lesa meira
 

U17 kvenna - Leikið gegn Þýskalandi á sunnudag - 24.3.2018

U17 ára lið kvenna mætir Þýskalandi á sunnudaginn í öðrum leik liðanna í milliriðlum undankeppni EM 2018, en leikið er í Þýskalandi. Ísland vann Írland 2-1 í fyrsta leik liðsins á meðan Þýskaland nældi í 5-0 sigur gegn Aserbaídsjan.

Lesa meira
 

A karla - 3-0 tap gegn Mexíkó - 24.3.2018

A landslið karla tapaði 3-0 gegn Mexíkó í San Fransisco, en leikið var á Levi's Stadium. Ísland skapaði sér fullt af færum og var óheppið að skora ekki.

Lesa meira
 

Vilhjálmur Alvar dæmir í Grikklandi - 23.3.2018

Vilhjálmar Alvar Þórarinsson mun dæma leik Grikklands og Tékklands í undankeppni EM U21 karla, en leikið verður í Xanthi í Grikklandi.

Lesa meira
 
Valgeir Valgeirsson kastar upp peningi, Reynir Leósson og Guðmundur Steinarsson fylgjast spenntir með

Fjórða leikmannaskiptingin leyfð í framlengingu - 23.3.2018

Alþjóðanefnd knattspyrnusambanda (IFAB) hefur nýlega samþykkt breytingar á knattspyrnulögunum og er ætlunin að þær taki gildi fyrir komandi keppnistímabil hér á landi. Ísland er þar með, nú sem oft áður, fyrst þjóða til að taka breytingarnar til framkvæmda.  Lesa meira
 
Gylfi Orrason

VAR-dómgæsla og 4. skiptingin í framlengingu - 23.3.2018

Á 132. ársfundi Alþjóðanefndar knattspyrnusambanda (IFAB) sem haldinn var í Zürich í byrjun þessa mánaðar voru ákvæðin um "vídeó-aðstoðardómgæslu" (VAR =Video Assistant Referees) formlega skrifuð inn í sjálf knattspyrnulögin. Lesa meira
 

A karla - Byrjunarliðið gegn Mexíkó - 23.3.2018

Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari A karla, hefur tilkynnt byrjunarlið Íslands fyrir leikinn gegn Mexíkó. Rúnar Alex Rúnarsson og Albert Guðmundsson eru báðir í byrjunarliðinu í dag.

Lesa meira
 
Merki Styrkleikalista FIFA kvenna

Styrkleikalisti FIFA kvenna - Ísland upp um eitt sæti - 23.3.2018

Íslenska kvennalandsliðið er í 19. sæti á nýjum styrkleikalista FIFA sem gefinn var út í morgun.  Fer liðið upp um eitt sæti frá síðasta lísta en af Evróipuþjóðunum er Ísland í 11. sæti.  Bandaríkin eru í efsta sæti listans en England, sem hefur sætaskipti við Þýskaland, er í öðru sæti. Lesa meira
 
U21 landslið karla

U21 karla - Írar höfðu betur í Dublin - 22.3.2018

Strákarnir í U21 biðu lægri hlut gegn Írum í vináttulandsleik sem fram fór í Dublin í kvöld,  Lokatölur urðu 3 - 1 fyrir heimamenn, sem leiddu 2 - 0 í leikhléi.  Leikurinn var undirbúningur fyrir leik gegn Norður Írum í undankeppni EM sem fram fer á þriðjudaginn. Lesa meira
 

Milliriðill EM U17 kvenna:  Ísland vann Írland - 22.3.2018

U17 landslið kvenna lék í dag fyrsta leik sinn í milliriðli EM 2018, en leikið er í Þýskalandi.  Mótherjinn var Írland og var um hörkuleik að ræða.  Svo fór að Ísland hafði 2-1 sigur og mætir Þýskalandi, sem vann sinn leik 5-0, á sunnudag í næstu umferð.

Lesa meira
 

A karla - Ísland mætir Mexíkó í dag á Levi's Stadium - 22.3.2018

A landslið karla mætir Mexíkó á föstudaginn, en leikurinn fer fram á Levi's Stadium í San Fransisco og hefst hann klukkan 02:00 aðfararnótt laugardags að íslenskum tíma.

Lesa meira
 

A kvenna - Hópurinn sem mætir Slóveníu og Færeyjum - 22.3.2018

Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari, hefur valið hópinn sem mætir Slóveníu og Færeyjum í undankeppni HM.  Leikið er ytra og fara leikirnr fram 6. og 10. apríl.  Ísland er í harðri baráttu um sæti á HM í Frakklandi 2019 og hefur tapað fæstum stigum allra þjóða í riðlinum.

Lesa meira
 
Lengjubikarinn

Lengjubikar karla - Valur tekur á móti Stjörnunni á Valsvelli - 22.3.2018

Framundan eru undanúrslitaleikir A deildar Lengjubikars karla og mætast Valur og Stjarnan í fyrri undanúrslitaleiknum, föstudaginn 23. mars kl. 18:00 á Valsvelli.  Það verða svo KA og Grindavík sem leika í hinum undanúrslitaleiknum og fer hann fram á KA velli, fimmtudaginn 29. mars kl. 14:00. Lesa meira
 
UEFA EM U17 kvenna

U17 kvenna - Mæta Írlandi í fyrsta leik liðsins í milliriðlum undankeppni EM 2018 - 21.3.2018

U17 ára lið kvenna mætir Írlandi fimmtudaginn 22. mars í fyrsta leik liðsins í milliriðlum undankeppni EM 2018. Riðillinn fer fram í Þýskalandi og ásamt heimamönnum eru Ísland, Írland og Aserbaídsjan í honum.

Lesa meira
 

U21 karla - Ísland mætir Írlandi á fimmtudaginn - 21.3.2018

U21 ára lið karla mætir Írlandi fimmtudaginn 22. mars, en um er að ræða vináttuleik og fer hann fram á Tallaght Stadium í Dublin.

Lesa meira
 

HM styttan kemur til Íslands - 21.3.2018

Þann 25. mars næstkomandi mun hinn eini sanni HM-bikar koma til Íslands í boði Coca-Cola. Um er að ræða þaulskipulagt ferðalag til yfir 50 landa  Íslenskir aðdáendur fá því tækifæri til að virða fyrir sér eftirsóttasta verðlaunagrip knattspyrnunnar.  Bikarinn verður til sýnis í  Smáralindinn, sunnudaginn 25. mars, á milli kl.14 - 18. Lesa meira
 

Námskeið fyrir aðstoðardómara á Akureyri laugardaginn 31. mars - 20.3.2018

Námskeið fyrir aðstoðardómara verður haldið laugardaginn 31. mars í Hamri (Þórsheimilinu) og hefst það kl. 10:00. Bryngeir Valdimarsson FIFA aðstoðardómari mun fara yfir ýmis lykilatriði í aðstoðardómgæslunni.

Lesa meira
 

Hæfileikamótun KSÍ og N1 í Reykjavík - 20.3.2018

Þorlákur Árnason, yfirmaður Hæfileikamótunar KSÍ og N1, hefur kynnt hópa fyrir æfingar í Reykjavík dagana 27.-28. mars. Æfingarnar fara fram í Egilshöll, en stúlkur æfa 27. mars og piltar 28. mars.

Lesa meira
 
uefa-logo-biglandscape

U16 karla - Hópurinn sem fer á UEFA Development Tournament - 20.3.2018

Davíð Snorri Jónasson, landsliðsþjálfari U16 karla, hefur valið hóp til þáttöku í UEFA Development Tournament U16 karla.

Lesa meira
 

Ívar Orri og Birkir dæma í Póllandi - 19.3.2018

Ívar Orri Kristjánsson dómari og Birkir Sigurðarson aðstoðardómari verða við störf næstu daga í Pólland, en þar fer fram einn af milliðriðlum EM hjá U17 karla. Þjóðirnar sem leika í þessum riðli eru auk heimamanna Írland, Georgía og Makedónía.

Lesa meira
 

U16 kvenna - Hópurinn sem fer á UEFA Development Tournament - 19.3.2018

Jörundur Áki Sveinsson, landsliðsþjálfari U16 kvenna, hefur valið hóp til þáttöku í UEFA Development Tournament U16 kvenna. Mótið fer fram í Klaipeda í Litháen dagana 8.-13. apríl.

Lesa meira
 

Hæfileikamótun KSÍ og N1 á Vesturlandi á mánudaginn - 19.3.2018

Þorlákur Árnason, yfirmaður Hæfileikamótunar KSÍ og N1, hefur kynnt hóp fyrir æfingar á Vesturlandi næstkomandi mánudag. Æfingarnar fara fram í Akraneshöllinni. Næstu æfingar verða síðan í Ólafsvík, en þá bætast Vestfirðingar við.

Lesa meira
 
Knattspyrna á Íslandi

Leikjaniðurröðun í mót sumarsins - Síðasti dagur athugasemda er 20. mars - 19.3.2018

Félög eru vinsamlegast beðin um að skoða vandlega sína leiki í leikjaniðurröðun sumarsins og koma athugasemdum á framfæri í síðasta lagi þriðjudaginn 20. mars.  Mjög mikilvægt er að allar óskir/athugasemdir komi í einu lagi frá hverju félagi en ekki frá einstökum þjálfurum.  Lesa meira
 

A karla - Leikið gegn Gana á Laugardalsvelli 7. júní - 16.3.2018

A landslið karla mun leika gegn Gana á Laugardalsvelli 7. júní, en leikurinn er síðasti leikur liðsins í undirbúningi þess fyrir HM 2018 í Rússlandi. Um er að ræða fyrsta leik liðanna í sögunni.

Lesa meira
 

A karla - Hópurinn sem leikur gegn Mexíkó og Perú - 16.3.2018

Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari A karla, hefur valið hópinn sem tekur þátt í leikjunum tveimur gegn Mexíkó og Perú í Bandaríkjunum. Um er að ræða 29 leikmenn, en nokkrir þeirra taka aðeins þátt í leiknum gegn Mexíkó.

Lesa meira
 

U21 karla - Hópurinn sem spilar við Norður Írland og Írland - 16.3.2018

Eyjólfur Sverrisson, landsliðsþjálfari U21 karla, hefur valið hópinn sem leikur gegn Norður Írlandi og Írlandi 22. og 26. mars næstkomandi. Í hópnum eru átta nýliðar, sem eru einnig gjaldgengir í næsta U21 lið.

Lesa meira
 

Útgefin þátttökuleyfi á öðrum fundi leyfisráðs - 15.3.2018

Annar fundur leyfisráðs í leyfisferlinu fyrir keppnistímabilið 2018 fór fram í gær miðvikudag og voru þátttökuleyfi 15 félaga samþykkt. Átta af leyfunum 15 eru gefin út með fyrirvara. Níu félög fengu útgefin þátttökuleyfi á fundi ráðsins fyrir viku síðan.

Lesa meira
 

KSÍ B próf - 16. apríl - 15.3.2018

Mánudaginn 16. apríl kl. 16:00 stendur fræðslusvið KSÍ fyrir KSÍ B prófi (UEFA B prófi). Prófið er opið öllum þjálfurum sem hafa klárað KSÍ I, II, III, IV, KSÍ B þjálfaraskólann og skilað öllum verkefnum á fullnægjandi hátt (engar undantekningar eru gerðar).

Lesa meira
 

Knattspyrnudeild Vals sektuð vegna ummæla þjálfara - 15.3.2018

Á fundi Aga- og úrskurðarnefndar KSÍ 13. mars 2018 var tekin fyrir greinargerð sem framkvæmdastjóri KSÍ sendi til nefndarinnar þann 2. mars sl., skv. 21. gr. í reglugerð KSÍ um aga- og úrskurðarmál. Fram kemur í greinargerð framkvæmdastjóra að málið varði ósæmilega framkomu Ólafs Jóhannessonar, þjálfara Vals í mfl. kk., í útvarpsviðtali sem birtist á vefmiðlinum fótbolti.net, þann 1. mars 2018.

Lesa meira
 

U15 karla - Æfingar helgina 23.-25. mars - 14.3.2018

Þorlákur Árnason, landsliðsþjálfari U15 karla og yfirmaður Hæfileikamótunar KSÍ og N1, hefur valið úrtakshóp fyrir æfingar helgina 23.-25. mars.

Lesa meira
 
Russia 2018 Tickets

Miðasala HM - Leiðbeiningar FIFA til þeirra sem hafa hug á að skipta um nöfn á miðum eða selja þá - 14.3.2018

FIFA hefur gefið út leiðbeiningar til þeirra miðaeigenda sem hafa hug á að skipta um nöfn á miðum sem þeir hafa keypt eða selja þá.

Lesa meira
 

U17 karla - 0-1 tap gegn Ítalíu í síðasta leiknum í miliriðlinum - 13.3.2018

U17 ára lið karla tapaði 0-1 gegn Ítalíu í síðasta leik liðsins í milliriðlum undankeppni EM 2018. Riðillinn var leikinn í Hollandi og voru Tyrkland og Holland einnig í riðlinum.

Lesa meira
 

U17 karla - Byrjunarliðið gegn Ítalíu - 13.3.2018

Þorlákur Árnason, þjálfari U17 karla í milliriðlum undankeppni EM 2018, hefur tilkynnt byrjunarliðið fyrir leikinn gegn Ítalíu. Þetta er þriðji, og síðasti, leikur liðsins í riðlinum, en báðir leikirnir til þessa hafa tapast.

Lesa meira
 

Aðstoðarmaður framkvæmdarstjóra japanska knattspyrnusambandsins, í heimsókn hjá KSÍ 1. – 10. mars - 13.3.2018

Shun Kitamura, aðstoðarmaður framkvæmdarstjóra japanska knattspyrnusambandsins, var í heimsókn hjá KSÍ 1. – 10. mars. Shun hefur undanfarna mánuði ferðast um heiminn og kynnt sér starfsvenjur og kúltur nokkurra sérsambanda sem og álfusambanda.

Lesa meira
 

Samstarfsverkefni FIFA og KSÍ um frekari þróun á kvennaknattspyrnu - 13.3.2018

Alþjóða knattspyrnusambandið (FIFA) hefur valið KSÍ úr hópi evrópskra knattspyrnusambanda til að taka þátt í nýju tilraunarverkefni FIFA um kvennaknattspyrnu (Women‘s football development pilot project 2018).

Lesa meira
 

Ólöglegur leikmaður með Leikni Reykjavík í Lengjubikarnum - 13.3.2018

Í samræmi við greinar 10.1 og 11.2 í reglugerð KSÍ um Deildarbikarkeppni karla hefur skrifstofa KSÍ staðfest að Ryota Nakamura lék ólöglegur með Leikni R. gegn Fjölni í Lengjubikar karla þann 10. mars síðastliðinn. Leikmaðurinn er skráður erlendis.

Lesa meira
 

Námskeið fyrir dómara mánudaginn 19. mars - 13.3.2018

Námskeið fyrir dómara verður haldið í höfuðstöðvum KSÍ, mánudaginn 19. mars kl. 18:00, en Kristinn Jakobsson, fyrrum FIFA dómari mun kenna á námskeiðinu.

Lesa meira
 

U17 karla - Leikið gegn Ítalíu á þriðjudaginn - 12.3.2018

U17 ára lið karla leikur síðasta leik sinn í milliriðlum undankeppni EM 2018 á þriðjudaginn, en þá mætir liðið Ítalíu. Leikurinn hefst klukkan 18:00 að íslenskum tíma og fer fram á Sportpark Zuideinderpark. Leikið er í Hollandi.

Lesa meira
 

KSÍ styður Vinaliðaverkefnið - 12.3.2018

Nýverið gaf Knattspyrnusamband Íslands 96 bolta til Vinaliðaverkefnisins. 48 skólar eru þátttakendur í verkefninu og undanfarnar vikur hefur tveimur fótboltum verið dreift í hvern skóla.

Lesa meira
 

UPPFÆRT - Næsti miðasölugluggi á HM 2018 í Rússlandi opnaður - 12.3.2018

Næsti miðasölugluggi á HM 2018 í Rússlandi hefst á þriðjudaginn næstkomandi, 13. mars, klukkan 9:00 að íslenskum tíma. Um er að ræða sölu þar sem miðakaupendur fá strax svör frá kerfinu um það hvort miðarnir fást – fyrstur kemur, fyrstur fær.

Lesa meira
 

U17 karla - 0-3 tap gegn Tyrklandi - 10.3.2018

U17 ára lið karla tapaði á laugardaginn 0-3 gegn Tyrklandi í öðrum leik liðsins í milliriðlum undankeppni EM 2018. Liðið leikur síðasta leik sinn í riðlinum á þriðjudaginn þar sem strákarnir mæta Ítalíu.

Lesa meira
 

U17 karla - Byrjunarliðið gegn Tyrklandi - 9.3.2018

U17 ára lið karla leikur í dag annan leik sinn í milliriðlum undankeppni EM 2018 þegar það mætir Tyrklandi. Þorlákur Árnason, þjálfari liðsins, hefur tilkynnt byrjunarliðið. 

Lesa meira
 

Drög að leikjaniðurröðun sumarsins liggur fyrir - 9.3.2018

Drög að leikjaniðurröðun í mótum sumarsins hefur verið birt á vef KSÍ. Félög eru vinsamlegast beðin um að skoða vandlega sína leiki og koma athugasemdum á framfæri í síðasta lagi þriðjudaginn 20. mars á netfangið birkir@ksi.is.

Lesa meira
 

U17 karla - Leikið gegn Tyrklandi á laugardaginn - 9.3.2018

U17 ára lið karla leikur á laugardaginn annan leik sinn í milliriðlum undankeppni EM 2018 þegar liðið mætir Tyrklandi. Leikurinn hefst klukkan 13:00 og fer fram á Sportpark Parkzicht, en riðillinn fer fram í Hollandi.

Lesa meira
 

Níu þátttökuleyfi útgefin á fyrri fundi leyfisráðs - 8.3.2018

Fyrri fundur leyfisráðs í leyfisferlinu fyrir keppnistímabilið 2018 fór fram í gær. Níu félög fengu útgefin þátttökuleyfi, en afgreiðslu leyfisumsókna 15 félaga var frestað um eina viku. Ráðið kemur aftur saman á miðvikudag í næstu viku.

Lesa meira
 

Forsetahjónin bjóða heiminum að ganga til liðs við #TeamIceland - 8.3.2018

Guðni Th. Jóhannesson, forseti og Eliza Reid, forsetafrú bjóða heiminum að taka þátt í HM-ævintýri Íslendinga í nýju myndbandi frá Inspired by Iceland. Forsetahjónin hvetja fólk til að ganga til liðs við „Team Iceland“ og upplifa gleðina frá fyrstu hendi og kynnast landinu betur.

Lesa meira
 

A kvenna - 6-5 sigur eftir vítaspyrnukeppni gegn Danmörku - 7.3.2018

Ísland vann Danmörku 6-5 eftir vítaspyrnukeppni og tryggði sér með því 9. sætið á Algarve Cup. Það var Hlín Eiríksdóttir sem skoraði mark Íslands í venjulegum leiktíma. Lesa meira
 

U19 karla - Úrtaksæfingar helgina 16.-18. mars - 7.3.2018

Þorvaldur Örlygsson, landsliðsþjálfari U19 karla, hefur valið úrtakshóp sem tekur þátt í æfingum helgina 16.-18. mars, en æfingarnar fara fram í Egilshöll og Kórnum.

Lesa meira
 

U17 karla - 1-2 tap gegn Hollandi í fyrsta leik liðsins í milliriðlum undankeppni EM 2018 - 7.3.2018

U17 ára lið karla tapaði 1-2 gegn Hollandi í fyrsta leik liðsins í undankeppni EM 2018, en leikið er í Hollandi. Það var Andri Lucas Guðjohnsen sem skoraði mark Íslands úr vítaspyrnu í síðari hálfleik.

Lesa meira
 

A kvenna - Byrjunarliðið gegn Danmörku - 7.3.2018

Ásmundur Haraldsson, aðstoðarþjálfari A landsliðs kvenna, hefur tilkynnt byrjunarlið Íslands fyrir leik liðsins gegn Danmörku, en leikið er um 9. sætið.

Lesa meira
 

U16 karla - Úrtaksæfingar helgina 16.-18. mars - 7.3.2018

Davíð Snorri Jónasson, landsliðsþjálfari U16 karla, hefur valið úrtakshóp sem tekur þátt í æfingum helgina 16.-18. mars, en æfingarnar fara fram í Egilshöll og Kórnum.

Lesa meira
 

U17 karla - Byrjunarliðið gegn Hollandi - 7.3.2018

U17 ára lið karla leikur í dag fyrsta leik sinn í milliriðlum undankeppni EM 2018 þegar það mætir Hollandi. Þorlákur Árnason, þjálfari liðsins, hefur tilkynnt byrjunarliðið.

Lesa meira
 

A kvenna - Leikið um 9. sætið gegn Danmörku í dag - 7.3.2018

A landslið kvenna leikur í dag síðasta leik sinn á Algarve Cup þegar liðið mætir Danmörku í leiknum um 9. sætið. Þetta er í annað sinn sem liðin mætast á mótinu, en fyrri leikur þeirra endaði með markalausu jafntefli. Leikurinn fer fram á Est. Municipal de Vila Real Santo Antonio og hefst hann klukkan 18:30 að íslenskum tíma.

Lesa meira
 

Byrjendanámskeið fyrir dómara verður haldið hjá ÍR þriðjudaginn 13. mars - 6.3.2018

Námskeiðið er haldið af KSÍ í samvinnu við ÍR og hefst kl. 19:30. Námskeiðið stendur yfir í um tvær klukkustundir og er öllum opið sem náð hafa 15 ára aldri.

Lesa meira
 

U19 kvenna - 1-1 jafntefli gegn Svíþjóð - 6.3.2018

U19 ára landslið kvenna lék í dag síðasta leik sinn á æfingamóti á La Manga þegar liðið mætti Svíþjóð. Leikurinn endaði með 1-1 jafntefli, en það var Dröfn Einarsdóttir sem skoraði mark Íslands í síðari hálfleik.

Lesa meira
 

Þinggerð 72. ársþings KSÍ - 6.3.2018

Hér að neðan má sjá þinggerð 72. ársþings Knattspyrnusambands Íslands, sem haldið var á Hilton Nordica, Reykjavík 10. febrúar síðastliðinn

Lesa meira
 

U17 karla - Fyrsti leikur í milliriðlum undankeppni EM 2018 á miðvikudaginn - 6.3.2018

U17 ára lið karla leikur fyrsta leik sinn í milliriðlum undankeppni EM 2018 á miðvikudaginn, en þá mætir liðið Hollandi. Leikurinn hefst klukkan 15:00 að íslenskum tíma og fer fram á Sportpark Parkzicht.

Lesa meira
 

U19 kvenna - Leikið gegn Svíþjóð í dag - 6.3.2018

U19 kvenna leikur síðasta leik sinn á æfingamóti á La Manga, Spáni, í dag þegar það mætir Svíþjóð. Liðið mættust einnig á laugardaginn, en þá vann Svíþjóð 2-0 sigur.

Lesa meira
 

A kvenna - Ísland mætir Danmörku í leiknum um 9. sæti - 5.3.2018

A landslið kvenna mun leika gegn Danmörku um 9.-10. sætið á Algarve Cup, en þetta varð ljóst eftir lokaumferðina í riðlakeppni mótsins. Ísland og Danmörk voru saman í riðli, Ísland endaði í því þriðja og Danir í því fjórða.

Lesa meira
 

A kvenna - Markalaust jafntefli gegn Evrópumeisturunum - 5.3.2018

Ísland gerði á mánudag markalaust jafntefli gegn Evrópumeisturum Hollands í síðasta leik liðsins í riðlakeppni Algarve Cup. Liðið mætir Danmörku í leik um 9. sæti á miðvikudaginn.

Lesa meira
 

A kvenna - Byrjunarliðið gegn Hollandi - 5.3.2018

Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari A kvenna, hefur valið byrjunarlið Íslands sem mætir ríkjandi  Evrópumeisturum, Hollandi, í dag. Fanndís Friðriksdóttir er í liðinu, en hún hefur misst af tveimur fyrstu leikjunum vegna meiðsla. 

Lesa meira
 

Byrjendanámskeið fyrir dómara í Garði frestað - 5.3.2018

Dómaranámskeiði sem átti að vera haldið í Garði þriðjudaginn 6. mars hefur verið frestað um óákveðin tíma.

Lesa meira
 

Grunnnámskeið fyrir aðstoðardómara þriðjudaginn 13. mars - 4.3.2018

Grunnnámskeið fyrir aðstoðardómara verður haldið þriðjudaginn 13. mars í höfuðstöðvum KSÍ og hefst það kl. 18:00. Bryngeir Valdimarsson FIFA aðstoðardómari mun fara yfir ýmis lykilatriði í aðstoðardómgæslunni.

Lesa meira
 

A kvenna - Leikið gegn Hollandi á mánudaginn - 4.3.2018

A landslið kvenna leikur þriðja, og síðasta, leik sinn í riðlakeppninni á Algarve Cup á mánudaginn. Mótherjarnir eru Hollendingar, en þær hafa unnið báða leiki sína til þessa og eru Evrópumeistarar frá síðasta sumri. Leikurinn hefst klukkan 15:40 og fer fram á Est. Municipal de Albufeira.

Lesa meira
 

Ræða hertar refsingar við hópmótmælum - 4.3.2018

Starfshópar á vegum IFAB, sem er verndari knattspyrnulaganna og leggur grunninn að öllum breytingum sem gerðar hafa verið á knattspyrnulögunum, hafa að undanförnu verið að skoða og meta ýmsar hugmyndir sem IFAB hefur borist að undanförnu.

Lesa meira
 

U19 kvenna - 0-2 tap gegn Svíþjóð á La Manga - 3.3.2018

U19 ára landslið kvenna tapaði fyrir Svíþjóð 0-2, en leikurinn fór fram á La Manga. Þetta var annar leikur liðsins á tveimur dögum, en liðið er á Spáni að leika á æfingamóti.

Lesa meira
 

U19 kvenna - Byrjunarliðið gegn Svíþjóð - 3.3.2018

U19 ára lið kvenna leikur í dag annan leik sinn á æfingamóti á La Manga. Liðið tapaði 1-2 fyrir Ítalíu á föstudag en leikur nú gegn Svíþjóð. Leikurinn hefst klukkan 14:00 að íslenskum tíma.

Lesa meira
 

U19 kvenna - 1-2 tap gegn Ítalíu - 2.3.2018

U19 ára lið kvenna tapaði í dag fyrir Ítalíu á æfingamóti á La Manga, Spáni. Það var Guðrún Gyða Haralz sem skoraði mark Íslands. Ísland leikur gegn Svíþjóð á morgun, en leikurinn hefst klukkan 14.00 að íslenskum tíma.

Lesa meira
 

A kvenna - 1-2 tap gegn Japan - 2.3.2018

Ísland tapaði 2-1 fyrir Japan í öðrum leik liðsins á Algarve Cup. Það var Glódís Perla Viggósdóttir sem skoraði mark Íslands í seinni hálfleik.

Lesa meira
 

U17 kvenna - Hópurinn sem keppir í milliriðlum undankeppni EM 2018 - 2.3.2018

Jörundur Áki Sveinsson, landsliðsþjálfari U17 landsliðs kvenna, hefur valið hópinn sem keppir í milliriðli undankeppni EM 2018 sem fer fram í Neubrandenburg í Þýskalandi dagana 20.-29. mars.

Lesa meira
 

U19 kvenna - Byrjunarliðið gegn Ítalíu - 2.3.2018

Þórður Þórðarson, landsliðsþjálfari U19 kvenna, hefur valið byrjunarliðið fyrir leikinn gegn Ítalíu, en hann hefst klukkan 17:30 að íslenskum tíma.

Lesa meira
 

A kvenna - Byrjunarlið Íslands gegn Japan - 1.3.2018

Freyr Alexandersson, þjálfari A landsliðs kvenna, hefur tilkynnt byrjunarlið Íslands gegn Japan. Freyr gerir 10 breytingar á liðinu sem hóf leikinn gegn Danmörku, en Ingibjörg Sigurðardóttir er sú eina sem heldur sæti sínu í byrjunarliðinu.

Lesa meira
 

A kvenna - Ísland mætir Japan á föstudaginn í öðrum leik sínum á Algarve Cup - 1.3.2018

A landslið kvenna mætir Japan á föstudaginn í öðrum leik sínum á Algarve Cup. Leikurinn fer fram á Est. Bela Vista Parchal og hefst klukkan 15:25 að íslenskum tíma.

Lesa meira
 

U19 kvenna - Leikið gegn Ítalíu á föstudaginn á La Manga - 1.3.2018

U19 ára lið kvenna leikur á föstudaginn fyrsta leik sinn á æfingamóti á La Manga og verða mótherjarnir Ítalía. Leikurinn hefst klukkan 18:30 að íslenskum tíma.

Lesa meira
 

A kvenna - Markalaust jafntefli gegn Danmörku - 28.2.2018

Ísland gerði markalaust jafntefli gegn Danmörku í fyrsta leik sínum á Algarve Cup. Liðið lék mjög vel varnarlega séð og hefði hæglega getað skorað.

Lesa meira
 

A kvenna - Byrjunarlið Íslands gegn Danmörku - 28.2.2018

Freyr Alexandersson, þjálfari A landsliðs kvenna, hefur gefið út byrjunarlið Íslands fyrir leikinn gegn Danmörku. Aðeins einn leikmaður getur ekki spilað vegna meiðsla, en það er Fanndís Friðriksdóttir.

Lesa meira
 

Craig Pawson gestur landsdómararáðstefnu KSÍ - 28.2.2018

Helgina 2-3. mars fer fram hin árlega landsdómararáðstefna KSÍ, en þar hittast dómararnir til að undirbúa sig fyrir komandi tímabil. Craig Pawson, alþjóðlegur dómari frá Englandi, verður gestur ráðstefnunnar að þessu sinni.

Lesa meira
 

A kvenna - Ísland mætir Danmörku á miðvikudaginn í fyrsta leik liðanna á Algarve Cup - 27.2.2018

A landslið kvenna mætir á miðvikudag Danmörku í fyrsta leik liðanna á Algarve Cup. Leikurinn fer fram á Estadio Municipal de Lagos og hefst hann klukkan 18:30 að íslenskum tíma.

Lesa meira
 

N1 og KSÍ endurnýja samstarfssamning sinn - 27.2.2018

N1 og KSÍ hafa endurnýjað samstarfssamning sinn sem fyrst var undirritaður árið 2014 og gildir endurnýjunin til þriggja ára. Um er að ræða stærsta samstarfssamning N1 en hann felur í sér að N1 verði áfram einn helsti bakhjarl KSÍ.

Lesa meira
 

U16 kvenna - Hópur valinn fyrir úrtaksæfingar helgina 9.-11. mars - 27.2.2018

Jörundur Áki Sveinsson, landsliðsþjálfari U16 kvenna, hefur valið hóp sem tekur þátt í úrtaksæfingum helgina 9.-11. mars, leikmenn fæddir 2002 og 2003. 

Lesa meira
 

U17 karla - Ísak Snær Þorvaldsson hefur dregið sig út úr hópnum vegna meiðsla - 27.2.2018

Þorlákur Árnason, landsliðsþjálfari U17 karla (leikmenn fæddir 2001 og síðar), hefur þurft að gera eina breytingu á hópnum sem leikur í milliriðlum undankeppni EM 2018.

Lesa meira
 

A kvenna - Fyrsta æfing ferðarinnar fór fram í dag - 26.2.2018

A landslið kvenna mætti til Algarve á sunnudagskvöld, en liðið leikur hér fjóra leiki á næstu dögum. Fyrsta æfing ferðarinnar fór fram í dag þar sem æft var frábærar aðstæður. Töluverð rigning, logn og grænt gras. Það gerist ekki mikið betra en það.

Lesa meira
 

U21 karla - Hópur valinn sem æfir 2. og 3. mars - 26.2.2018

Eyjólfur Sverrisson, landsliðsþjálfari U21 karla, hefur valið æfingahóp sem mun æfa í Kórnum 2. og 3. mars.

Lesa meira
 

A kvenna - Berglind Björg Þorvaldsdóttir inn í hópinn á Algarve Cup - 26.2.2018

Freyr Alexandersson, þjálfari A landsliðs kvenna, hefur þurft að gera eina breytingu á hópnum fyrir Algarve Cup. Sigrún Ella Einarsdóttir getur ekki komið til móts við liðið í Portúgal vegna meiðsla og í hennar stað kemur Berglind Björg Þorvaldsdóttir inn í hópinn.

Lesa meira
 

Umsóknarfrestur í Mannvirkjasjóð KSÍ er til 1. mars 2018 - 23.2.2018

Umsóknarfrestur í Mannvirkjasjóð KSÍ er til 1. Mars, en sjóðnum er ætlað að styðja við nýframkvæmdir knattspyrnumannvirkja á Íslandi á árunum 2016 - 2019, til þess að skapa iðkendum, áhorfendum og stjórnendum sem besta aðstöðu.

Lesa meira
 
Knattspyrnuráð Reykjavíkur

Valur Reykjavíkurmeistari í meistaraflokki kvenna - 23.2.2018

Úrslitaleikur Reykjavíkurmóts meistaraflokks kvenna fór fram fimmtudaginn 22. febrúar og mættust þar Valur og KR. Það voru Valsstúlkur sem unnu leikinn, 3-1, og lyftu því titlinum í lok leiks.

Lesa meira
 

ÍSÍ auglýsir eftir þátttakendum á námskeið á vegum Alþjóða Ólympíuakademíunnar í Grikklandi - 23.2.2018

Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands auglýsir eftir tveimur þátttakendum, kven- og karlkyns, á námskeið ungs íþróttafólks (20 til 35 ára) á vegum Alþjóða Ólympíuakademíunnar í Ólympíu í Grikklandi dagana 16.-30. júní n.k. 

Lesa meira
 
Russia 2018 Tickets

KSÍ hvetur miðaumsækjendur að fylgjast vel með tölvupóstinum sínum næstu daga - 21.2.2018

Fjöldi spurninga hafa borist KSÍ varðandi greiðslur á miðum á HM í Rússlandi. Svo virðist sem FIFA sé byrjað að úthluta miðum og að sumir miðaumsækjendur eru að lenda í því að FIFA takist ekki að skuldfæra á það kreditkort sem skráð er í miðaumsókninni.

Lesa meira
 

Meiðsli, meðhöndlun og fyrirbyggjandi aðgerðir - Fyrirlestrar í höfuðstöðvum KSÍ 21. febrúar - 21.2.2018

Miðvikudaginn 21. febrúar mun KSÍ og Háskóli Íslands standa fyrir fyrirlestrum um meiðsli og fyrirbyggjandi æfingar í íþróttum. Fyrirlestrarnir fara fram í höfuðstöðvum KSÍ í Laugardal frá 17:00-20:00.

Lesa meira
 

Jóhannes Ólafsson sæmdur Gullmerki KSÍ - 20.2.2018

Jóhannes Ólafsson var sæmdur Gullmerki KSÍ á ársþingi sambandsins á laugardaginn, en hann gaf ekki kost á sér að nýju í stjórn KSÍ eftir að hafa setið þar síðan 2013, og í varastjórn frá 2000.

Lesa meira
 

Kristinn V. Jóhannsson valinn vallarstjóri ársins 2017 - 20.2.2018

Aðalfundur samtaka íþrótta- og golfvallastarfsmanna á Íslandi var haldinn á dögunum. Þar var Kristinn V. Jóhannsson, vallarstjóri Laugardalsvallar, valinn vallarstjóri ársins 2017 í flokki Knattspyrnuvalla.

Lesa meira
 
UEFA

Styrkir vegna verkefna á sviði háttvísi eða samfélagslegrar ábyrgðar - 19.2.2018

Eins og kynnt var í lok desember hafnaði Ísland í fyrsta sæti á háttvísilista UEFA fyrir tímabilið frá  júlí 2016 til júní 2017.  Þessum árangri fylgir allt að 50 þúsund evra styrkur, sem eyrnamerktur er verkefnum á vegum aðildarfélaga, sem snúa að háttvísi eða samfélagslegri ábyrgð.    

Lesa meira
 
Knattspyrnuráð Reykjavíkur

Úrslitaleikur meistaraflokks kvenna á Reykjavíkurmóti KRR fer fram fimmtudaginn 22. febrúar - 19.2.2018

KR og Valur mætast 22. febrúar í úrslitaleik Reykjavíkurmóts meistaraflokks kvenna. Leikurinn fer fram í Egilshöll og hefst klukkan 19:00, en jafnframt verður hann í beinni útsendingu á Sport TV.

Lesa meira
 

U17 karla - Hópurinn sem leikur í milliriðlum undankeppni EM 2018 - 19.2.2018

Þorlákur Árnason, landsliðsþjálfari U17 karla, hefur valið hópinn sem leikur í milliriðlum undankeppni EM 2018 í mars. Mótherjar liðsins þar verða Holland, Ítalía og Tyrkland, en leikið er í Hollandi.

Lesa meira
 

Spurt og svarað um HM 2018 - upplýsingar frá sendiráði Íslands í Moskvu - 16.2.2018

Sendiráð Íslands í Moskvu hefur tekið saman skjal með helstu þáttum sem huga þarf að ef stefnan er sett á heimsmeistaramótið í knattspyrnu karla í Rússlandi í sumar.

Lesa meira
 

KSÍ B próf haldið 16. apríl - 16.2.2018

Mánudaginn 16. apríl kl. 16:00 stendur fræðslusvið KSÍ fyrir KSÍ B prófi (UEFA B prófi). Prófið er opið öllum þjálfurum sem hafa klárað KSÍ I, II, III, IV, KSÍ B þjálfaraskólann og skilað öllum verkefnum á fullnægjandi hátt (engar undantekningar eru gerðar).

Lesa meira
 

KSÍ IV B þjálfaranámskeið 23.-25. febrúar 2018 - 16.2.2018

KSÍ IV þjálfaranámskeið verður haldið helgina 23.-25. febrúar 2018. Námskeiðið fer fram í Reykjavík. Þjálfarar geta tekið þetta námskeið þó þeir hafi misst af fyrri hlutanum. Hann verða þeir þá að taka að ári.

Lesa meira
 

U17 kvenna - Úrtaksæfingar 23.-24. febrúar - 16.2.2018

Jörundur Áki Sveinsson, landsliðsþjálfari U17 kvenna, hefur valið hóp til úrtaksæfinga fyrir U17 kvenna. Æfingarnar fara fram 23.-24. febrúar og fara þær fram í Kórnum.

Lesa meira
 

U19 kvenna - Hópurinn sem fer til La Manga - 15.2.2018

Þórður Þórðarson, landsliðsþjálfari U19 kvenna, hefur valið hópinn sem fer í æfingabúðir á La Manga, Spáni. Mun hópurinn æfa þar og leika gegn Ítalíu, Skotlandi og Svíþjóð.

Lesa meira
 

A kvenna - Hópurinn sem fer á Algarve Cup - 15.2.2018

Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari A kvenna, hefur valið hópinn sem fer á Algarve Cup í Portúgal. Fyrsti leikur liðsins fer fram 28. febrúar þar sem liðið mætir Danmörku. Í riðlinum eru einnig Japan og Holland.

Lesa meira
 

A karla - Ísland í 18. sæti á heimslista FIFA - 15.2.2018

A landslið karla er í 18. sæti á nýjum heimslista FIFA, en það er besti árangur liðsins til þessa. Ísland var í 20. sæti í síðustu útgáfu hans og hækkar sig því um tvö sæti á milli lista.

Lesa meira
 

Haukur flutti fyrirlestur á ráðstefnu FIFA og CONCACAF - 14.2.2018

Á þriðjudag flutti Haukur Hinriksson, lögfræðingur og leyfisstjóri KSÍ, fyrirlestur á ráðstefnu FIFA og CONCACAF (FIFA-CONCACAF Professional Football Conference) í Orlando, Flórída. Ráðstefnan var hugsuð af FIFA sem vettvangur til að veita aðildarsamböndum CONCACAF í Norður- og Mið-Ameríku aðstoð og alhliða upplýsingar um málefni tengdum atvinnumanna fótbolta.

Lesa meira
 

A landslið kvenna - Hópurinn sem fer á Algarve Cup kynntur 15. febrúar - 14.2.2018

Freyr Alexandersson, þjálfari A landsliðs kvenna, mun þann 15. febrúar tilkynna hópinn sem fer og keppir á Algarve Cup, en fyrsti leikur liðsins þar er gegn Danmörku 28. febrúar. Bein útsending verður frá blaðmannafundinum á miðlum KSÍ og hefst hún klukkan 13:15.

Lesa meira
 

Dagskrá Hæfileikamótunar KSÍ og N1 á næstu mánuðum - 12.2.2018

Hæfileikamótun KSÍ og N1 er að fara aftur af stað á nýju ári og er komin dagskrá fyrir næstu mánuði. Nánari dagskrá og hópar koma síðar.

Lesa meira
 

Guðmundur Pétursson sæmdur Heiðurskrossi KSÍ á ársþinginu á laugardaginn - 12.2.2018

Guðmundur Pétursson, fyrrum varaformaður KSÍ, var sæmdur Heiðurskrossi KSÍ á ársþingi sambandsins á laugardaginn fyrir störf sín í þágu þess. 

Lesa meira
 

Bikarkeppni KSÍ - Dregið í fyrstu umferðum karla og kvenna - 12.2.2018

Dregið hefur verið í fyrstu umferðum Bikarkeppni KSÍ karla og kvenna. Karlarnir hefja leik 12. apríl og konurnar 6. maí. 

Lesa meira
 

Drög að leikjaniðurröðun í 2. deild kvenna tilbúin - 12.2.2018

Drög að leikjaniðurröðun í 2. deild kvenna hefur verið birt og eru 8 félög skráð til leiks.

Lesa meira
 

Riðlaskipting og drög að leikjaniðurröðun í 4. deild karla tilbúin - 12.2.2018

Birt hefur verið riðlaskipting 4. deildar karla, jafnframt því að drög að leikjaniðurröðun í henni hafa verið gefin út.

Lesa meira
 

Læknamálþing UEFA var haldið í Aþenu 30. janúar - 1. febrúar síðastliðinn - 12.2.2018

Reynir Björnsson og Haukur Björnsson sóttu hið sjöunda lækna málþing á vegum UEFA fyrir hönd KSÍ á dögunum, en það fór fram í Aþenu dagana 30. janúar – 1. febrúar síðastliðinn.

Lesa meira
 

72. ársþingi KSÍ lokið - 10.2.2018

Rétt í þessu lauk 72. ársþingi KSÍ sem haldið var á Hótel Nordica Reykjavík.  Tveir nýir aðilar koma inn í aðalstjórn KSÍ að þessu sinni en 10 voru í framboði um fjögur sæti. Lesa meira
 

72. ársþing KSÍ hafið - Fylgist hér með framvindu þingsins - 10.2.2018

Nú er nýhafið 72. ársþing KSÍ en það haldið á Hilton Reykjavík Nordica.  Nokkrar tillögur liggja fyrir þinginu og verður fylgst með afgreiðslu þeirra hér í þessari frétt og verður hún uppfærð reglulega.

Lesa meira
 

Valur, Fylkir og Fram fengu Dragostyttur - 10.2.2018

Á 72. ársþingi KSÍ voru veittar viðurkenningar fyrir háttvísi í deildarkeppni.  Dragostytturnar eru veittar í Pepsi-deild karla og Inkasso deildinni en sérstök háttvísiverðlaun í öðrum deildum.

Lesa meira
 

RÚV fær Fjölmiðlaviðurkenningu KSÍ - 10.2.2018

Fjölmiðlaviðurkenningu KSÍ fyrir árið 2017 hlýtur íþróttadeild RÚV fyrir þættina „Leiðin á EM“, heimildaþáttaröð í umsjá Eddu Sifjar Pálsdóttur og Maríu Bjarkar Guðmundsdóttur. 

Lesa meira
 

Fylkir hlýtur Dómaraverðlaun KSÍ - 10.2.2018

Dómaraverðlaunun í ár hlýtur Fylkir fyrir öflugt dómarastarf í gegnum tíðina. Ásamt því að sinna vel málaflokknum í þeim leikjum sem félagið ber ábyrgð á að manna, hafa margir dómarar skilað sér frá Fylki inn í dómarahópinn sem starfar fyrir KSÍ. 

Lesa meira
 

Íþróttafélagið Ösp fær Grasrótarverðlaun KSÍ - 10.2.2018

Íþróttafélagið Ösp hefur verið leiðandi í knattspyrnu fatlaðra hér á landi undanfarin ár. Blómstrandi knattspyrna er í boði fyrir fatlaða einstaklinga undir handleiðslu Darra McMahon, knattspyrnuþjálfara og framkvæmdastjóra félagsins. 

Lesa meira
 

Málþing um stöðu og framtíð knattspyrnunnar á Íslandi vel sótt - 9.2.2018

KSÍ stóð í dag fyrir málþingi í tengslum við Ársþing KSÍ 2018 undir yfirskriftinni:Sækjum fram #fyririsland - Málþing um stöðu og framtíð knattspyrnunnar á Íslandi. 

Lesa meira
 

Minnt á undanþáguákvæði í reglugerð KSÍ um félagaskipti - 9.2.2018

Vert er að minna á undanþáguákvæði í grein 3.5 í reglugerð KSÍ um félagaskipti, samninga og stöðu leikmanna og félaga, nú þegar Lengjubikarinn er að hefja göngu sína.  Greinin er svohljóðandi: Lesa meira
 

KSÍ og Vodafone skrifa undir samstarfssamning - 8.2.2018

KSÍ og Vodafone hafa skrifað undir samstarfssamning og bætist Vodafone því í hóp bakhjarla sambandsins.

Lesa meira
 

Lengjubikar karla hefst á föstudaginn og kvenna á laugardaginn - 8.2.2018

Lengjubikar karla hefst á föstudaginn með leik HK og Grindavíkur og Lengjubikar kvenna á laugardaginn með leik Breiðabliks og ÍBV. 

Lesa meira
 

Sækjum fram #fyririsland - Málþing um stöðu og framtíð knattspyrnunnar á Íslandi - 8.2.2018

Föstudaginn 9. febrúar mun KSÍ standa fyrir málþingi um stöðu og framtíð knattspyrnunnar á Íslandi. Málþingið verður haldið í höfuðstöðvum KSÍ í Laugardal og byggt upp á örfyrirlestrum, auk pallborðsumræðu.

Lesa meira
 

Fjöldi þingfulltrúa á 72. ársþingi KSÍ - Uppfært 9. febrúar - 7.2.2018

Laugardaginn 10. febrúar næstkomandi fer fram 72. ársþing KSÍ og verður það haldið á Hilton Reykjavík Nordica.  Alls hafa 151 fulltrúar rétt til setu á þinginu, en nú þegar hefur kjörbréfum verið skilað fyrir 144 frá 21 héraðssambandi eða íþróttabandalögum.

Lesa meira
 

Dagskrá 72. ársþings KSÍ - 7.2.2018

Ársþing KSÍ, það 72. í röðinni, fer fram á Hilton Reykjavík Nordica, laugardaginn 10. febrúar.  Þingið verður sett kl. 11:00 en afhending þinggagna er frá 10:30.  Hér að neðan má sjá dagskrá þingsins.

Lesa meira
 

U17 kvenna - Átta fengu Nýliðamerki KSÍ - 7.2.2018

Átta leikmenn léku sinn fyrsta unglingalandsleik með U17 kvenna í leikjunum tveimur gegn Skotlandi á dögunum og fengu afhent Nýliðamerki KSÍ. 

Lesa meira
 

Þorvaldur Árnason dæmir leik Krasnodar og Real Madrid í UEFA Youth League í dag - 7.2.2018

Þorvaldur Árnason dæmir í dag leik Krasnodar og Real Madrid í 16 liða úrslitum UEFA Youth League, en honum til aðstoðar verða þeir Jóhann Guðmundsson og Andri Vigfússon.

Lesa meira
 

Öll 24 félögin hafa skilað leyfisgögnum - 6.2.2018

Öll 24 félögin sem undirgangast leyfiskerfi KSÍ fyrir keppnistímabilið 2018, þ.e. félögin í Pepsi-deild karla og Inkasso-deild karla, hafa skilað leyfisgögnum. Leyfisstjórn hefur þegar farið yfir gögnin og gert athugasemdir þar sem við á. 

Lesa meira
 

Upplýsingar um 72. ársþing KSÍ - 6.2.2018

Allar upplýsingar um 72. ársþing KSÍ, sem fram fer á Hilton Reykjavík Nordica hótelinu laugardaginn 10. febrúar næstkomandi, má finna hér á vef KSÍ.  Í aðdraganda þings eru ýmsar upplýsingar birtar, og á sjálfan þingdag má síðan fylgjast með framvindu mála Lesa meira
 

U15 karla - Úrtakshópur valinn fyrir æfingar helgina 16.-18. febrúar - 6.2.2018

Þorlákur Árnason, þjálfari U15 karla, hefur valið úrtakshóp sem tekur þátt í æfingum helgina 16.-18. febrúar. Æfingarnar fara fram í Kórnum og Egilshöll.

Lesa meira
 

U16 karla - Úrtaksæfingar helgina 16.-18. febrúar - 6.2.2018

Davíð Snorri Jónasson, þjálfari U16 ára landsliðs Íslands, hefur valið úrtakshóp sem tekur þátt í æfingum helgina 16.-18. febrúar. Æfingarnar fara fram í Kórnum og Egilshöll.

Lesa meira
 

U17 kvenna - Annar 4-0 sigur á Skotlandi - 6.2.2018

U17 ára lið kvenna vann annan 4-0 sigur á Skotlandi þegar liðin mættust í öðrum leik liðanna. Það voru þær Katla María Þórðardóttir, Ída Marín Hermannsdóttir, Karólína Lea Vilhjálmsdóttir og Karolína Jack sem skoruðu mörk Íslands.

Lesa meira
 

KSÍ IV B þjálfaranámskeið 23.-25. febrúar 2018 - 6.2.2018

KSÍ IV þjálfaranámskeið verður haldið helgina 23.-25. febrúar 2018. Námskeiðið fer fram í Reykjavík. Þjálfarar geta tekið þetta námskeið þó þeir hafi misst af fyrri hlutanum. Hann verða þeir þá að taka að ári.

Lesa meira
 

Byrjendanámskeið fyrir dómara verður haldið hjá Aftureldingu þriðjudaginn 13. febrúar - 6.2.2018

Námskeiðið er haldið af KSÍ í samvinnu við Aftureldingu og hefst kl. 20:00. Námskeiðið stendur yfir í um tvær klukkustundir og er öllum opið sem náð hafa 15 ára aldri.

Lesa meira
 

U17 kvenna - Ísland leikur seinni leik sinn gegn Skotlandi á þriðjudag - 5.2.2018

U17 ára lið kvenna leikur á þriðjudag seinni vináttuleik sinn við Skotland. Leikurinn fer fram í Kórnum og hefst klukkan 12:00. Ísland vann fyrri leik liðanna á sunnudag 4-0 með mörkum frá Karólínu Leu Vilhjálmsdóttur, Clöru Sigurðardóttur og Helenu Ósk Hálfdánardóttur.

Lesa meira
 

Fyrstu UEFA A markmannsþjálfararnir útskrifaðir - 5.2.2018

KSÍ hefur nú útskrifað fyrstu UEFA A markmannsþjálfarana hér á landi en á laugardaginn hlutu átta þjálfarar þann heiður að útskrifast með hæstu þjálfaragráðu sem UEFA veitir markmannsþjálfurum.

Lesa meira
 

U17 kvenna - Frábær 4-0 sigur gegn Skotlandi - 4.2.2018

U17 ára lið kvenna vann í dag góðan 4-0 sigur á Skotlandi, en liðin mættust í Kórnum. Ísland stjórnaði leiknum frá byrjun og var frammistaða liðsins mjög góð. Liðin mætast aftur á þriðjudaginn kemur og hefst sá leikur klukkan 12:00 og fer fram í Kórnum.

Lesa meira
 

Traust fjárhagsstaða - 2.2.2018

Rekstur KSÍ á árinu 2017 var að mestu leyti í samræmi við samþykkta fjárhagsáætlun. Rekstrartekjur sambandsins á árinu 2017 námu 1.379 mkr. en áætlun gerði ráð fyrir 1.356 mkr. Eigið fé KSÍ var 539 mkr. í árslok 2017. Rekstur KSÍ er í jafnvægi og fjárhagsstaðan er traust.

Lesa meira
 
ÍSÍ

Kynferðislegt áreiti og ofbeldi - 2.2.2018

Í ljósi umræðunnar í kjölfarið á #metoo hefur ÍSÍ sent erindi á sérsambönd og íþróttabandalög, íþróttafélög og deildir þeirra, til að upplýsa um það helsta sem nú er unnið að af hálfu ÍSÍ varðandi málefnið.  Á vef ÍSÍ hafa auk þess verið birtar ýmsar gagnlegar upplýsingar og fræðsluefni,   Lesa meira
 

Ein sterk heild - 2.2.2018

Það er óhætt að segja að við séum að lifa skemmtilega tíma sem áhugafólk um fótbolta. Við eigum svo sannarlega að njóta augnabliksins núna sem stuðningsmenn landsliðanna okkar.

Lesa meira
 
Knattspyrnuráð Reykjavíkur

Fjölnir og Fylkir mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmóts meistaraflokks karla á mánudaginn - 2.2.2018

Fjölnir og Fylkir mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmóts meistaraflokks karla mánudaginn 5. febrúar og hefst leikurinn klukkan 20:00. Hann fer fram í Egilshöll og verður sýndur beint á Sport TV.

Lesa meira
 

KSÍ I þjálfaranámskeið haldið í Ólafsvík - 1.2.2018

Knattspyrnusamband Íslands mun halda KSÍ I þjálfaranámskeið í Ólafsvík helgina 9.-11. febrúar. Námskeiðið verður haldið í íþróttahúsi Snæfellsbæjar, að Engjahlíð 1.

Lesa meira
 

Miðasöluglugganum fyrir HM 2018 í Rússlandi hefur verið lokað - 31.1.2018

Miðasöluglugganum sem opnaði 5. desember síðastliðinn hefur nú verið lokað og var fjöldi miðasöluumsókna um allan heim rétt tæpar 5 milljónir.

Lesa meira
 

Þátttaka leikmanna í sýningarleikjum - 31.1.2018

Af gefnu tilefni vill Knattspyrnusamband Íslands koma því á framfæri að sýningarleikir sem fyrirhugaðir eru á föstudag og laugardag eru hvorki skipulagðir af sambandinu né aðildarfélögum þess. Samningsbundnir leikmenn þurfa að hafa heimild frá því félagi sem þeir eru samningsbundir til að taka þátt framangreindum viðburði.

Lesa meira
 

U17 kvenna - Leikið gegn Skotlandi í dag - 31.1.2018

U17 ára lið kvenna leikur tvo leiki gegn Skotlandi á næstu dögum, sá fyrri fer fram í dag og sá síðari á þriðjudag. Báðir leikirnir fara fram í Kórnum og verða í beinni útsendingu hjá SportTV.

Lesa meira
 

U16 kvenna - Úrtakshópur valinn til æfinga 9.-11. febrúar - 31.1.2018

Jörundur Áki Sveinsson, þjálfari U16 kvenna, hefur valið úrtakshóp til æfinga helgina 9.-11. febrúar, en æft verður í Kórnum og Egilshöll.

Lesa meira
 

Þróun knattspyrnulaganna á næstu árum - 31.1.2018

Allt frá árinu 1886 hefur IFAB verið verndari knattspyrnulaganna um heim allan. Nefndin er nú skipuð átta fulltrúum, þ.e. fjórum frá Alþjóða knattspyrnusambandinu (FIFA) og fjórum frá bresku knattspyrnusamböndunum (Englandi, Skotlandi, Wales og N-Írlandi), en til þess að tillaga að lagabreytingu nái fram að ganga þurfa sex af átta fulltrúum IFAB að samþykkja hana.

Lesa meira
 

U15 kvenna - Æfingar 9.-11. febrúar - 31.1.2018

Þorlákur Árnason, landsliðsþjálfari U15 kvenna, og Jörundur Áki Sveinsson, landsliðsþjálfari U17 kvenna, hafa í sameiningu valið úrtakshóp sem æfir helgina 9.-11. febrúar næstkomandi. Æfingarnar fara fram í Kórnum og Egilshöll.

Lesa meira
 

A karla - Leikið við Noreg 2. júní á Laugardalsvelli - 30.1.2018

A landslið karla mun leik vináttuleik gegn Noregi 2. júní næstkomandi, en leikurinn fer fram á Laugardalsvelli. Leikurinn er liður í lokaundirbúningi Íslands fyrir HM í Rússlandi þar sem liðið mætir Argentínu í fyrsta leik þann 16. júní í Moskvu.

Lesa meira
 

Miðasöluglugginn á HM í Rússlandi lokar 31. janúar - 29.1.2018

Miðasöluglugginn sem opnaði 5. desember síðastliðinn lokast klukkan 09:00 að íslenskum tíma á miðvikudaginn næstkomandi, 31. janúar.

Lesa meira
 

Hæfileikamótun ungra dómara - 29.1.2018

Laugardaginn 27. janúar var fundur með þátttakendum sem valdir voru í hæfileikamótun fyrir unga dómara árið 2018. 10 þátttakendur á aldrinum 17-25 ára voru valdir til þess að taka þátt í verkefninu að þessu sinni.

Lesa meira
 

Framboð á 72. ársþingi KSÍ - 29.1.2018

Framboð til stjórnar KSÍ skal skv. 15. grein laga KSÍ berast skrifstofu KSÍ minnst hálfum mánuði fyrir þing. Kjörnefnd er þó heimilt að samþykkja framboð sem fram kemur síðar ef nægjanlegur fjöldi hefur ekki tilkynnt framboð sitt innan tilkynningarfrests.

Lesa meira
 

U17 karla - 3-0 sigur gegn Moldóva og 7. sætið staðreynd - 28.1.2018

U17 ára lið karla vann 3-0 sigur gegn Moldóva og endaði því í 7. sæti á móti í Hvíta Rússlandi, en leikið var í Minsk. Það voru Jóhann Árni Gunnarsson, Arnór Ingi Kristinsson og Davíð Snær Jóhannsson sem skoruðu mörk Íslands.

Lesa meira
 

U17 karla - Ísland mætir Moldóva á sunnudag í leik um 7. sætið - 27.1.2018

U17 ára lið karla leikur á sunnudag um 7. sæti á móti í Hvíta Rússlandi, en mótherjar liðsins verða Moldóva. Þetta er fimmti, og síðasti, leikur liðsins á mótinu. Hingað til hefur liðið unnið Slóvakíu, Rússland og Litháen, en tapað fyrir Ísrael.

Lesa meira
 

Tillögur á 72. ársþingi KSÍ - 26.1.2018

72. ársþing KSÍ verður haldið á Hilton Reykjavík Nordica þann 10. febrúar nk. Sambandsaðilar eru beðnir um að kynna sér viðeigandi upplýsingar og gögn, sem má sjá með því að smella hér að neðan.

Lesa meira
 
Ingibjörg Jónsdóttir (Systa)

Nýr starfsmaður á skrifstofu KSÍ - 26.1.2018

KSÍ hefur ráðið Ingibjörgu (Systu) Jónsdóttur í tímabundið starf á skrifstofu sambandsins. Systa mun sjá um símavörslu og móttöku gesta, og meðal annarra verkefna má nefna útgáfu aðgönguskírteina, verkefni á sviði mótadeildar, undirbúningur funda og viðburða. Lesa meira
 

U21 karla - Æfingar 2.-3. febrúar - 26.1.2018

Eyjólfur Sverrisson, landsliðsþjálfari U21 karla, hefur valið úrtakshóp sem mun taka þátt á æfingum 2.-3. febrúar, en báðar æfingarnar fara í Kórnum.

Lesa meira
 

A kvenna - Leikjaniðurröðun fyrir Algarve Cup staðfest - 26.1.2018

Leikjaniðurröðun A landsliðs kvenna á Algarve Cup hefur verið staðfest, en Ísland er í riðli með Danmörku, Japan og Hollandi. Fyrsti leikur liðsins fer fram 28, febrúar og mætir liðið þá Danmörku. 

Lesa meira
 

Upplýsingar um utanferðir yngri flokka - 26.1.2018

Mótadeild KSÍ óskar eftir upplýsingum varðandi untanferðir yngri flokka félaganna, en fullt tillit verður tekið til þeirra félaga sem senda upplýsingarnar inn strax við niðurröðun á leikjum í Íslandsmótinu 2018.

Lesa meira
 

U17 karla - Sigur á Litháen eftir vítaspyrnukeppni - 26.1.2018

U17 karla vann Litháen eftir vítaspyrnukeppni og er því ljóst að liðið mun leika um 7.-8. sæti mótsins gegn Moldóva á sunnudaginn, en leikið er í Hvíta Rússlandi. Staðan var 0-0 eftir venjulegan leiktíma, en Ísland vann síðan 5-4 sigur í vítspyrnukeppninni.

Lesa meira
 

TUFF-verkefnið til að auka þátttöku barna af erlendum uppruna í íþróttum í Breiðholti - 26.1.2018

Undanfarnar vikur hefur verið unnið að undirbúningi nýs verkefnis sem hefur það að markmiði að auka þátttöku barna og unglinga af erlendum uppruna í íþróttum og um leið að auðvelda sömu börnum og foreldrum þeirra aðlögun að íslensku samfélagi. Reykjavíkurborg hefur valið Breiðholtið sem vettvang fyrir þetta verkefni og óskað eftir þátttöku ÍR í því ásamt Leikni og Ægi. Alþjóðasamtökin TUFF eru aðilar að verkefninu.

Lesa meira
 

U17 karla - Leikið gegn Litháen í dag - 26.1.2018

U17 ára lið karla leikur í dag við Litháen í fyrri leik sínum í umspili á móti í Hvíta Rússlandi. Leikurinn hefst klukkan 11:15 að íslenskum tíma. Liðið sigraði Slóvakíu og Rússland í riðlakeppninni, en tapaði fyrir Ísrael. Liðið leikur því um 7.-9. sæti á mótinu.

Lesa meira
 

U19 karla - Úrtaksæfingar 2.-4. febrúar - 25.1.2018

Þorvaldur Örlygsson, landsliðsþjálfari U19 karla, hefur valið hóp sem tekur þátt í úrtaksæfingum 2.-4. febrúar, en æfingarnar fara fram í Kórnum og Egilshöll.

Lesa meira
 

A kvenna - Fimm leikmenn fengu Nýliðamerki KSÍ - 25.1.2018

Fimm leikmenn léku sinn fyrsta landsleik með A landsliði kvenna í leiknum gegn Noregi á La Manga og fengu afhent Nýliðamerki KSÍ. Þetta voru þær Andrea Mist Pálsdóttir, Hlín Eiríksdóttir, Selma Sól Magnúsdóttir, Anna Rakel Pétursdóttir og Guðný Árnadóttir.

Lesa meira
 

A karla – Belgía og Sviss mæta á Laugardalsvöll í haust - 24.1.2018

Ísland dróst í 2. riðil A deildar Þjóðadeildarinnar ásamt Belgíu og Sviss. Leikirnir munu fara fram í september, október og nóvember 2018 og verður leikið heima og heiman.

Lesa meira
 

A karla - Dregið í þjóðadeildinni í dag - 24.1.2018

Dregið verður í riðla í Þjóðadeild UEFA í höfuðstöðvum UEFA í Lausanne í Sviss í dag. Drátturinn hefst kl. 11:00 að íslenskum tíma og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport og á Vísi.is.

Lesa meira
 

A kvenna - 1-2 tap gegn Noregi á La Manga - 23.1.2018

Ísland tapaði 1-2 gegn Noregi, en leikurinn fór fram á La Manga á Spáni. Það var Fanndís Friðriksdóttir sem skoraði mark Íslands strax í byrjun leiks áður en Norðmenn skoruðu eitt mark í hvorum hálfeik.

Lesa meira
 

A kvenna - Byrjunarliðið gegn Noregi - 23.1.2018

A landslið kvenna mætir Noregi í dag á La Manga, Spáni, og hefst leikurinn klukkan 17:00 að íslenskum tíma. Byrjunarlið Íslands er tilbúið og er ljóst að Anna Rakel Pétursdóttir leikur sinn fyrsta landsleik í dag.

Lesa meira
 

U17 karla - 0-3 tap gegn Ísrael - 23.1.2018

U17 karla tapaði í dag 0-3 gegn Ísrael í öðrum leik liðsins á móti í Hvíta Rússlandi. Liðið leikur næsta leik sinn á morgun, miðvikudag, þegar það mætir Rússlandi og hefst sá leikur klukkan 11:00 að íslenskum tíma.

Lesa meira
 

Stærsti styrktarsamningur íþróttahreyfingarinnar undirritaður - 23.1.2018

Í gær endurnýjaði Icelandair samning um að vera aðalstyrktaraðili Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands og fimm sérsambanda innan þess, þ.e. GSÍ, HSÍ, ÍF, KKÍ og KSÍ. Þessir styrktarsamningar milli flugfélagsins og ÍSÍ eru þeir umfangsmestu í sögu íþróttahreyfingarinnar.

Lesa meira
 

A kvenna - Leikið gegn Noregi í dag á La Manga - 23.1.2018

A landslið kvenna leikur í dag æfingaleik gegn Noregi, en leikurinn fer fram á La Manga þar sem liðin eru í æfingabúðum. Leikurinn hefst klukkan 17:00 að íslenskum tíma og er hægt að nálgast beina útsending á vefsíðu norska knattspyrnusambandsins. 

Lesa meira
 

U17 karla - Ísland mætir Ísrael á morgun - 22.1.2018

U17 ára lið karla mætir á morgun Ísrael í öðrum leik sínum á móti í Hvíta Rússlandi, en það er liður í undirbúningi liðsins fyrir milliriðla í undankeppni EM 2018. 

Lesa meira
 

Kosningar í stjórn á 72. ársþingi KSÍ - 22.1.2018

Framboð til stjórnar KSÍ skal skv. 15. grein laga KSÍ berast skrifstofu KSÍ skriflega minnst hálfum mánuði fyrir þing eða í síðasta lagi 27. janúar nk. Kjörnefnd er þó heimilt að samþykkja framboð sem fram kemur síðar ef nægjanlegur fjöldi hefur ekki tilkynnt framboð sitt innan tilkynningarfrests.

Lesa meira
 

Fræðsluviðburður fyrir félög í leyfiskerfinu haldinn - 22.1.2018

Fimmtudaginn 18. janúar sl. kom í heimsókn til KSÍ Jochen Kemmer verkefnastjóri hjá CAFE (Centre for Access to Football in Europe). Stýrði Jochen fræðsluviðburði sem var sérstaklega tileinkaður fulltrúum félaga í leyfiskerfinu og tengiliðum fatlaðra stuðningsmanna í efstu deild karla.

Lesa meira
 

U17 karla - 1-0 sigur gegn Slóvakíu í fyrsta leik í Hvíta Rússlandi - 21.1.2018

U17 ára lið karla vann Slóvakíu 1-0 í fyrsta leik liðsins á móti í Hvíta Rússlandi, en liðið er þar að undirbúa sig fyrir milliriðla í undankeppni EM 2018. Það var Karl Friðleifur Gunnarsson sem skoraði eina mark leiksins á 24. mínútu. Næsti leikur liðsins er gegn Ísrael á þriðjudaginn kemur.

Lesa meira
 

A kvenna - Sara Björk ekki með á La Manga vegna meiðsla - 19.1.2018

Ljóst er að Sara Björk Gunnarsdóttir, fyrirliði Íslands, verður ekki með íslenska liðinu í æfingabúðum á La Manga vegna meiðsla. Mun hún því ekki spila leikinn gegn Noregi á þriðjudaginn næstkomandi. 

Lesa meira
 
U17 landslið karla

U17 karla í Hvíta-Rússlandi - 19.1.2018

U17 landslið karla leikur í æfingamóti í Hvíta-Rússlandi dagana 21.-28. janúar.  Mótið er liður í undirbúningi liðsins fyrir milliriðla í undankeppni EM 2018. og taka 12 lið þátt í því. Þegar riðlakeppninni er lokið hefjast innbyrðis viðureignir milli riðla og mun Ísland því í heildina leika fimm leiki.  Lesa meira
 

U17 kvenna - Hópur valinn fyrir leiki gegn Skotlandi - 19.1.2018

Jörundur Áki Sveinsson, landsliðsþjálfari U17 kvenna, hefur valið hóp Íslands sem leikur tvo vináttuleiki við Skotland 4. og 6. febrúar n.k.

Lesa meira
 
Mexíkó (mynd af vef mexíkóska knattspyrnusambandsins)

Leikið við Mexíkó í San Francisco 23. mars - 19.1.2018

KSÍ getur nú staðfest að A landslið karla leiki vináttuleik við Mexíkó þann 23. mars næstkomandi.  Leikurinn fer fram á Levi´s leikvanginum í San Francisco, heimavelli ruðningsliðsins San Francisco 49ers. Áður hafði leikur við Perú 27. mars verið staðfestur.

Lesa meira
 
Stjarnan

Stjarnan auglýsir eftir yfirþjálfara yngri flokka - 18.1.2018

Stjarnan auglýsir eftir umsóknum um starf yfirþjálfara yngri flokka.  Yfirþjálfari hefur yfirumsjón með og ber ábyrgð á öllu faglegu barna- og unglingastarfi knattspyrnudeildar í samráði við barna- og unglingaráð og framkvæmdastjóra.

Lesa meira
 
U19 landslið kvenna

U19 kvenna:  Æfingar 26.-28. janúar - 18.1.2018

Þórður Þórðarson, þjálfari U19 landsliðs kvenna, hefur valið 23 leikmenn frá 13 félögum á landsliðsæfingar sem fram fara dagana 26.-28. janúar næstkomandi, í Kórnum í Kópavogi og Egilshöll í Reykjavík. 

Lesa meira
 
Kúvær er annar af hástökkvurum mánaðarins á FIFA-listanum

A karla í 20. sæti á styrkleikalista FIFA - 18.1.2018

A landslið karla er í 20. sæti á nýútgefnum styrkleikalista FIFA og hækkar um tvö sæti á milli mánaða.  Ísland hefur hæst verið í 19. sæti.  Ekki er um miklar breytingar á listanum að ræða, enda tiltölulega fáir landsleikir farið fram síðustu vikur.  Hástökkvarar mánaðarins eru Kúvæt og Túnis.

Lesa meira
 
ÍR

Ólöglegir leikmenn hjá ÍR gegn Fjölni í Reykjavíkurmótinu - 16.1.2018

Skrifstofa KSÍ hefur staðfest að ÍR tefldi fram ölöglegu liði gegn Fjölni í leik í Reykjavíkurmóti meistaraflokks karla, sem fram fór 12. janúar síðastliðinn.  Úrslitum leiksins er því breytt, í samræmi við grein 40.1 í reglugerð KSÍ um knattspyrnumót, og Fjölni dæmdur sigur, 3-0.

Lesa meira
 
Klara, Aleksandra og Kristján

Fulltrúar KSÍ sóttu UEFA-ráðstefnu um öryggismál - 16.1.2018

Dagana 15. og 16. janúar sóttu fulltrúar KSÍ ráðstefnu UEFA um öryggisþætti á knattspyrnuleikvöngum. Á ráðstefnunni, sem var haldin í München í Þýskalandi, var fjallað um ýmsa öryggisþætti í tengslum við knattspyrnuleiki.

Lesa meira
 

A kvenna - Tvær breytingar á hópnum sem fer til La Manga - 16.1.2018

Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari A kvenna, hefur gert tvær breytingar á hóp liðsins sem heldur til La Manga á fimmtudaginn og leikur þar við Noreg 23. janúar.

Lesa meira
 

Byrjendanámskeið fyrir dómara verður haldið hjá Víking Reykjavík í Víkingsheimilinu miðvikudaginn 24. janúar kl. 18:15 - 15.1.2018

Námskeiðið er haldið af KSÍ í samvinnu við Víking og hefst klukkan 18:15. Námskeiðið stendur yfir í um tvær klukkustundir og er öllum opið sem náð hafa 15 ára aldri.

Lesa meira
 

FIFA-merkin afhent - 15.1.2018

Í lok síðasta árs staðfesti FIFA íslenskar tilnefningar á FIFA-lista yfir dómara og aðstoðardómara fyrir árið 2018 og eru Bríet Bragadóttir og Ívar Orri Kristjánsson nýliðar á listanum sem kynntur var á vef KSÍ í desember.

Lesa meira
 

Hæfileikamótun KSÍ og N1 á Hornafirði á miðvikudaginn - 15.1.2018

Hæfileikamótun KSÍ og N1 verður á Hornafirði á miðvikudaginn með æfingar fyrir stelpur og stráka frá Sindra og Neista Djúpavogi. Þorlákur Árnason, yfirmaður Hæfileikamótunar KSÍ, hefur umsjón með æfingunum.

Lesa meira
 

Fræðsluviðburður fyrir félög í leyfiskerfinu - 15.1.2018

Fimmtudaginn 18. janúar nk. mun KSÍ fá í heimsókn Jochen Kemmer verkefnastjóra hjá CAFE (Centre for Access to Football in Europe). Skipulagður hefur verið þríþættur viðburður í kringum hans heimsókn. Viðburðurinn er sérstaklega ætlaður fulltrúm félaga í leyfiskerfinu og tengiliðum fatlaðra stuðningsmanna í efstu deild.

Lesa meira
 

A karla - Sex leikmenn fengu Nýliðamerki KSÍ - 15.1.2018

Sex leikmenn léku sinn fyrsta landsleik með A landsliði karla í leikjunum tveimur gegn Indónesíu og fengu afhent Nýliðamerki KSÍ. Þetta voru þeir Samúel Kári Friðjónsson, Anton Ari Einarsson, Mikael Neville Anderson, Andri Rúnar Bjarnason, Felix Örn Friðriksson og Hilmar Árni Halldórsson.

Lesa meira
 

KSÍ IV A þjálfaranámskeið 19.-21. janúar 2018 - 15.1.2018

KSÍ IV A þjálfaranámskeið verður haldið helgina 19.-21. janúar 2018. Námskeiðið fer fram í Reykjavík og Hveragerði. KSÍ IV námskeiðið skiptist í tvo hluta, KSÍ IV A og KSÍ IV B. Síðari hluti námskeiðsins verður helgina 23.-25. febrúar.

Lesa meira
 

A karla - Flottur 4-1 sigur gegn Indónesíu - 14.1.2018

Ísland vann í dag 4-1 sigur á Indónesíu í síðari leik liðanna, en leikið var á Gelora Bung Karno vellinum í Jakarta. Albert Guðmundsson og Arnór Smárason skoruðu mörk Íslands.

Lesa meira
 

Byrjunarlið Íslands gegn Indónesíu tilbúið - 14.1.2018

Byrjunarlið Íslands gegn Indónesíu í dag er tilbúið og gerir Heimir sex breytingar á íslenska liðinu. Leikurinn hefst klukkan 12:00 að íslenskum tíma og fer fram á Gelora Bung Karno vellinum í Jakarta.

Lesa meira
 

A karla - Leikið gegn Indónesíu á sunnudag - ath breyttan leiktíma - 13.1.2018

A landslið karla leikur á sunnudag seinni leik sinn gegn Indónesíu, en leikurinn fer fram á Gelora Bung Karno vellinum í Jakarta. Hefst hann klukkan 12:00 að íslenskum tíma.

Lesa meira
 
Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands

Ofbeldi verður ekki liðið! - 12.1.2018

Regnhlífarsamtök íþróttahreyfingarinnar á Íslandi, ÍSÍ, hafa gefið út yfirlýsingu í tengslum við frásagnir af ofbeldi í íþróttahreyfingunni og þakkar þeim einstaklingum sem þar hafa komið fram með frásagnir sínar fyrir frumkvæðið og hugrekkið sem þeir hafa sýnt.

Lesa meira
 

A karla - Liðið kom til Jakarta í dag - 12.1.2018

A landslið karla er mætt til Jakarta, en liðið ferðaðist þangað í dag. Síðari leikur liðsins gegn Indónesíu fer fram á sunnudaginn á Gelora Bung Karno vellinum í borginni. 

Lesa meira
 

U21 karla - Leikið við Írland 22. mars - 12.1.2018

KSÍ hefur komist að samkomulagi við Írland um að U21 landslið þjóðanna mætist í vináttulandsleik á Tallaght Stadium, en hann er heimavöllur Shamrock Rovers í Dublin 22. mars. 

Lesa meira
 

Súpufundur - Aðgengi fatlaðra stuðningsmanna - 11.1.2018

Fimmtudaginn 18. janúar nk. mun KSÍ bjóða til súpufundar þar sem Jochen Kemmer verkefnastjóri hjá CAFE (Centre for Access to Football in Europe) mun halda fræðslufyrirlestur um aðgengi fatlaðra stuðningsmanna að fótboltavöllum í Evrópu.

Lesa meira
 
Frá viðburðinum: Guðni Bergsson, formaður KSÍ, ásamt fulltrúum ríkis og borgar. (mynd af vef forsætisráðuneytisins)

Yfirlýsing um skipan starfshóps um uppbyggingu Laugardalsvallar undirrituð - 11.1.2018

KSÍ hefur haft til skoðunar um nokkurt skeið mögulega uppbyggingu Laugardalsvallar sem þjóðarleikvangs fyrir knattspyrnu. Forsætisráðherra og borgarstjórinn í Reykjavík hafa ákveðið að skipa starfshóp í samstarfi við KSÍ sem fara skal yfir fyrirliggjandi tillögur, leggja mat á þær og gera tillögur.

Lesa meira
 

A karla - 6-0 sigur gegn Indónesíu - 11.1.2018

Ísland vann góðan 6-0 sigur á Indónesíu í dag, en leikið var á Maguwoharjo vellinum í Yogyakarta. Mörk Íslands skoruðu þeir Andri Rúnar Bjarnason, Kristján Flóki Finnbogason, Óttar Magnús Karlsson, Tryggvi Hrafn Haraldsson, Hjörtur Hermannsson og Hólmar Örn Eyjólfsson. 

Lesa meira
 

Byrjunarlið Íslands í dag gegn Indónesíu - 11.1.2018

Byrjunarlið Íslands sem mætir Indónesíu í dag er tilbúið, en leikurinn fer fram á Maguwoharjo vellinum í Yogyakarta. Leikurinn hefst klukkan 11:30 og verður í beinni útsendingu á RÚV.

Lesa meira
 

A karla - Fyrri leikur Íslands gegn Indónesíu á morgun - 10.1.2018

A landslið karla mætir Indónesíu á morgun, fimmtudag, og fer leikurinn fram á Maguwoharjo vellinum í Yogyakarta. Leikurinn hefst klukkan 11:30 og verður í beinni útsendingu á RÚV.

Lesa meira
 

Hæfileikamótun KSÍ og N1 í Hamarshöll á föstudaginn - 10.1.2018

Hæfileikamótun KSÍ verður í Hamarshöllinni á föstudaginn með æfingar fyrir stelpur og stráka frá Selfossi, KFR, Hamar og Ægi. 

Lesa meira
 

Tillögur og málefni á ársþingi KSÍ 2018 - 10.1.2018

Minnt er á að tillögur og málefni þau er sambandsaðilar óska eftir að tekin verði fyrir á þingi skulu berast stjórn KSÍ minnst mánuði fyrir þing eða í síðasta lagi í dag, miðvikudaginn 10. janúar nk.

Lesa meira
 
pepsi-deildin-100509_113

Árlegur vinnufundur um leyfismál haldinn - 10.1.2018

Árlegur vinnufundur með endurskoðendum og leyfisfulltrúum félaga var haldinn í höfuðstöðvum KSÍ á mánudag og var hann að venju vel sóttur af fulltrúum félaga í efstu tveimur deildum karla, sem eru þær deildir sem undirgangast leyfiskerfi KSÍ.

Lesa meira
 

U16 karla - Úrtakshópur valinn - 10.1.2018

Davíð Snorri Jónasson, landslisþjálfari U16 karla, hefur valið hóp til úrtaksæfinga helgina 19.–21. janúar. Æfingarnar fara fram í Kórnum, Akraneshöll og Egilshöll.

Lesa meira
 

Davíð Snorri Jónasson ráðinn nýr þjálfari U17 karla - 9.1.2018

KSÍ hefur gengið frá tveggja ára samningi við Davíð Snorra Jónasson um þjálfun U17 karla. Davíð mun jafnframt sjá um þjálfun U16 karla og verður aðstoðarþjálfari U19 karla og hefur hann þegar hafið störf.

Lesa meira
 

A karla – Landsliðið mætt til Indónesíu - 8.1.2018

A landslið karla er nú komið til Indónesíu þar sem liðið mætir heimamönnum í tveimur vináttuleikju. Fyrri leikurinn verður í borginni Yogyakarta fimmtudaginn 11. janúar og sá síðari í Jakarta sunnudaginn 14. janúar.

Lesa meira
 

Álftanes og Vængir Júpíters Íslandsmeistarar innanhúss - 7.1.2018

Úrslitaleikir Íslandsmótsins innanhúss fóru fram síðustu helgi í Laugardalshöll, bæði í meistaraflokki kvenna og karla. Í meistaraflokki kvenna varði Álftanes titil sinn á meðan Vængir Júpíters lyftu titlinum karlamegin.

Lesa meira
 

Leikið til úrslita í Íslandsmóti innanhús í dag í Laugardalshöll - 7.1.2018

Leikið er til úrslita í Íslandsmótinu innanhús í dag í meistaraflokki karla og kvenna, en undanúrslitin fóru fram í gær. Í kvennaflokki mætast Breiðablik og Álftanes á meðan Augnablik og Vængir Júpíters mætast í karlaflokki.

Lesa meira
 
Lengjubikarinn

Mótanefnd KSÍ hefur lokið við niðurröðun leikja í Lengjubikarinn 2018 - 5.1.2018

Mótanefnd KSÍ hefur lokið við niðurröðun leikja í Lengjubikarnum 2018. Verulegar breytingar hafa verið gerðar á leikjaniðurröðun mótsins frá áður útgefnum drögum. Nauðsynlegt er að forráðamenn félaga sjái til þess að öll eldri drög verði tekin úr umferð til að forðast óþarfa misskilning.

Lesa meira
 

Byrjendanámskeið fyrir dómara haldið hjá Fjölni í Egilshöll fimmtudaginn 11. janúar - 5.1.2018

Námskeiðið er haldið af KSÍ í samvinnu við Fjölni og hefst kl. 18:00. Námskeiðið stendur yfir í um tvær klukkustundir og er öllum opið sem náð hafa 15 ára aldri.

Lesa meira
 
Knattspyrnuráð Reykjavíkur

Reykjavíkurmót meistaraflokka hefst um helgina - 5.1.2018

Reykjavíkurmót meistarflokks karla og kvenna hefjast um helgina með þremur leikjum. Opnunarleikur meistaraflokks karla er Fjölnir - Valur og hefst hann klukkan 15:15 á laugardaginn. Hjá meistaraflokki kvenna mætast á sunnudaginn ÍR og Fylkir og hefst sá leikur klukkan 16:15. Allir leikir mótsins fara fram í Egilshöll.


Lesa meira
 

Vinnufundur með leyfisfulltrúum félaga nk. mánudag, 8. janúar - 5.1.2018

Boðað er til fundar með leyfisfulltrúum og endurskoðendum félaga í Pepsi-deild karla og Inkasso-deild karla í höfuðstöðvum KSÍ (3. hæð) mánudaginn 8. janúar nk. kl. 15:00. 

Lesa meira
 

Sami stigabónus til leikmanna A landsliða karla og kvenna - 4.1.2018

Stjórn KSÍ hefur endurskoðað fyrirkomulag á árangurstengdum greiðslum (stigabónus) til leikmanna A landsliðanna vegna leikja í undankeppnum stórmóta. Upphæðir sem greiddar eru til leikmanna fyrir áunnin stig í undankeppnum stórmóta verða þær sömu óháð því hvort lið sé um að ræða.

Lesa meira
 
Knattspyrnuráð Reykjavíkur

Leikir á Reykjavíkurmóti meistaraflokks karla og kvenna staðfestir - 4.1.2018

Leikir á Reykjavíkurmóti meistaraflokks karla og kvenna hafa nú verið staðfestir á heimasíðu KSÍ.

Lesa meira
 

Breytingar á reglugerð KSÍ um knattspyrnuleikvanga - 4.1.2018

Á fundi stjórnar KSÍ 18. desember síðastliðinn samþykkti stjórn KSÍ breytingar á reglugerð KSÍ um knattspyrnuleikvanga. Breytingartillaga á reglugerðinni, sem samþykkt var af stjórn, var unnin af mannvirkjanefnd KSÍ. Um er að ræða breytingar á grein 8.4.3.

Lesa meira
 
Lengjubikarinn

Breytingar á reglugerð um deildarbikarkeppni karla - 4.1.2018

Á fundi stjórnar KSÍ 18. desember síðastliðinn samþykkti stjórn KSÍ breytingar á reglugerð KSÍ um deildarbikarkeppni karla. Breytingartillaga á reglugerðinni, sem samþykkt var af stjórn, var unnin af mótanefnd KSÍ. Um er að ræða breytingar á grein 2.6.

Lesa meira
 

A kvenna - hópurinn sem leikur gegn Noregi á La Manga - 4.1.2018

Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari, hefur valið hópinn sem mætir Noregi á La Manga, Spáni, 23. janúar næstkomandi. 

Lesa meira
 

A karla - Andri Rúnar Bjarnason inn í hópinn sem fer til Indónesíu - 3.1.2018

Andri Rúnar Bjarnason kemur inn í hóp Íslands sem fer til Indónesíu í vikunni í stað Björns Bergmanns Sigurðarsonar.

Lesa meira
 

A karla - Leikið gegn Perú 27. mars á Red Bull Arena í New Jersey - 3.1.2018

Ísland leikur æfingaleik gegn Perú þann 27. mars næstkomandi, en leikurinn mun fara fram á Red Bull Arena í Harrison, New Jersey.

Lesa meira
 

U17 karla - Hópurinn sem fer til Hvíta Rússlands í lok janúar - 3.1.2018

Þorlákur Árnason hefur valið hóp sem fer til Hvíta Rússlands í lok janúar og tekur þar þátt í æfingamóti. Mótið er liður í undirbúningi liðsins fyrir milliriðla í undankeppni EM 2018.

Lesa meira
 

Úrslitakeppni Íslandsmótsins innanhús hefst á föstudaginn - 3.1.2018

Úrslitakeppni Íslandsmótsins innanhús hefst á föstudaginn með 8 liða úrslitum karlamegin. Á laugardaginn eru undanúrslit í karla- og kvennaflokki og síðan eru úrslitaleikirnir á sunnudaginn. Leikið er í Laugardalshöll að undanskildum tveimur leikjum í 8 liða úrslitum karla.

Lesa meira
 

Þátttökutilkynning í mót sumarsins send aðildarfélögum - 2.1.2018

KSÍ hefur sent aðildarfélögum gögn er varða þátttöku í mótum sumarsins 2018, en síðasti skiladagur á þátttökutilkynningu er föstudagurinn 19. janúar.

Lesa meira
 

U16 og U17 kvenna - Úrtaksæfingar 12.-14. janúar - 2.1.2018

Jörundur Áki Sveinsson, landsliðsþjálfari U16 og U17 kvenna, hefur valið úrtakshópa fyrir æfingar hjá báðum liðum helgina 12.-14. janúar næstkomandi.

Lesa meira
 

A kvenna - Leikið gegn Noregi á La Manga 23. janúar - 2.1.2018

A landslið kvenna leikur vináttuleik gegn Noregi þann 23. janúar, en leikurinn fer fram á La Manga á Spáni. Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari A kvenna, mun tilkynna hópinn sem fer í verkefnið á fimmtudaginn næstkomandi.

Lesa meira
 

U15 karla - Úrtaksæfingar 5.-6. janúar - ATH breytta tíma- og staðsetningu - 2.1.2018

Þorlákur Árnason, landsliðsþjálfari U15 karla, hefur valið úrtakshóp til að taka þátt í æfingum 5.-6. janúar næstkomandi. Æfingarnar fara fram í Kórnum.

Lesa meira
 Fréttir
Aðildarfélög
Aðildarfélög