Fréttir

Breytingar á hópnum sem fer til Indónesíu - 30.12.2017

Gerðar hafa verið breytingar á leikmannahópi A landsliðs karla sem mætir Indónesíu í tveimur vináttuleikjum ytra í janúar. Ragnar Sigurðsson og Sverrir Ingi Ingason verða ekki með landsliðinu í þessu verkefni, en inn í hópinn koma þrír leikmenn - þeir Albert Guðmundsson, Orri Sigurður Ómarsson og Ólafur Ingi Skúlason.

Lesa meira
 

Hæfileikamótun KSÍ og N1 í Grindavík í byrjun janúar - 29.12.2017

Hæfileikamótun KSÍ og N1 verður með æfingar í Hópinu, knatthöll Grindvíkinga, miðvikudaginn 3.janúar.

Lesa meira
 

Drög að niðurröðun leikja í Pepsi-deildunum og Inkasso-deildinni 2018 tilbúin - 29.12.2017

Mótanefnd KSÍ hefur birt drög að leikjaniðurröðun Pepsi-deildanna og Inkasso-deildarinnar. Íslandsmeistarar Vals í Pepsi-deild karla fá KR í heimsókn í opnunarleik Pepsi-deildar karla föstudagskvöldið 27. apríl. Pepsi-deild kvenna hefst svo fimmtudaginn 4. maí með leik Stjörnunnar og Breiðabliks.

Lesa meira
 

Karlalandsliðið lið ársins og Heimir Hallgrímsson þjálfari ársins - 28.12.2017

Karlalandsliðið í knattspyrnu var kjörið lið ársins 2017 af Samtökum íþróttafréttamanna og Heimir Hallgrímsson var valinn þjálfari ársins.

Lesa meira
 

Aron Einar, Gylfi Þór, Sara Björk og Jóhann Berg koma til greina sem íþróttamaður ársins 2017 - 27.12.2017

Aron Einar Gunnarsson, Gylfi Þór Sigurðsson, Jóhann Berg Guðmundsson og Sara Björk Gunnarsdóttir koma til greina sem íþróttamaður ársins 2017, en tilkynnt verður um sigurvegarann á morgun, fimmtudagskvöldið 28. desember.

Lesa meira
 

Ísland í fyrsta sæti háttvísislista UEFA - 27.12.2017

Ísland er í fyrsta sæti á háttvísislista UEFA sem hefur nú verið birtur. Listinn tekur til leiki á vegum UEFA frá 1. júlí 2016 til 30. júní 2017, bæði leiki félags- og landsliða.

Lesa meira
 
Coca-Cola styrkleikalisti FIFA fyrir karlalandslið

A karla - Ísland í 22. sæti á styrkleikalista FIFA í árslok - 22.12.2017

A landslið karla er í 22. sæti á desember-útgáfu FIFA styrkleikalistans.  Litlar breytingar eru á efri hluta listans milli mánaða og stendur íslenska liðið í stað.  Þýskaland, Brasilía og Portúgal eru í efstu þremur sætunum, en í fjórða sætinu eru fyrstu mótherjar Íslands á HM 2018 - Argentína. Lesa meira
 
Jólakveðja frá KSÍ

Hátíðarkveðja frá KSÍ - 22.12.2017

KSÍ sendir landsmönnum öllum óskir um gleðilega hátíð og farsæld á nýju ári. Vonum að allir hafi það sem allra best um hátíðirnar og njóti samveru með sínum nánustu.  Við þökkum frábæran stuðning á vellinum á árinu.

Lesa meira
 

Ómetanlegar minningar - 22.12.2017

Knattspyrnuárið 2017 hefur verið sannkallaður rússíbani fyrir knattspyrnuáhugafólk og framganga landsliðanna okkar hefur skapað ómetanlegar minningar. 

Lesa meira
 

U19 kvenna - Hópur valinn fyrir úrtaksæfingar í byrjun janúar - 22.12.2017

Þórður Þórðarson, landsliðsþjálfari U19 kvenna, hefur valið úrtakshóp sem mun æfa dagana 5.-7. janúar, en æfingarnar fara fram í Akraneshöll og Egilshöll.

Lesa meira
 

Útgáfufagnaður í tilefni af útgáfu bókarinnar Stelpurnar okkar - Saga knattspyrnu kvenna á Íslandi frá 1914 - 21.12.2017

Út er komin bókin Stelpurnar okkar – Saga knattspyrnu kvenna á Íslandi frá 1914, eftir Sigmund Ó. Steinarsson. Að því tilefni var efnt til útgáfufagnaðar í höfuðstöðvum KSÍ fimmtudaginn 21. desember.

Lesa meira
 

U17 karla - Ísland tekur þátt í æfingamóti í Hvíta Rússlandi í janúar - 21.12.2017

U17 ára lið karla mun taka þá í æfingamóti í Hvíta Rússlandi dagana 21.-28. janúar næstkomandi. Mótið er liður í undirbúningi Íslands fyrir milliriðil í undankeppni EM 2018, en hann fer fram í byrjun mars.

Lesa meira
 

Bókin Íslensk knattspyrna 2017 komin út - 20.12.2017

Bókaútgáfan Tindur hefur gefið út bókina Íslensk knattspyrna 2017 eftir Víði Sigurðsson en þetta er 37. árið í röð sem árbók knattspyrnunnar á Íslandi kemur út.

Lesa meira
 

Út er komin bókin Stelpurnar okkar - Saga knattspyrnu kvenna á Íslandi frá 1914 - 19.12.2017

Út er komin bókin Stelpurnar okkar – Saga knattspyrnu kvenna á Íslandi frá 1914, eftir Sigmund Ó. Steinarsson. Bókin er glæsileg og hefur að geyma sögu knattspyrnu kvenna frá upphafi í máli og myndum.

Lesa meira
 

Knattspyrnuþing 2018 - 19.12.2017

72. ársþing KSÍ verður haldið á Hilton Reykjavík Nordica 10. febrúar 2018. Sambandsaðilar eru beðnir um að kynna sér eftirfarand

Lesa meira
 

Gylfi Þór og Sara Björk knattspyrnufólk ársins 2017 - 19.12.2017

Leikmannaval KSÍ hefur valið Gylfa Þór Sigurðsson og Söru Björk Gunnarsdóttur knattspyrnufólk ársins 2017. Þetta er í 14. Sinn sem knattspyrnufólk ársins er sérstaklega útnefnt af KSÍ og eru það fjölmargir aðilar, m.a. fyrrverandi landsliðsmenn, þjálfarar og forystumenn í knattspyrnuhreyfingunni, sem velja.

Lesa meira
 

KSÍ gerir sátt vegna birtingar á verði aðgöngumiða - 18.12.2017

Knattspyrnusamband Íslands og Samkeppniseftirlitið hafa gert með sér sátt í samræmi við 17. gr. f samkeppnislaga nr. 44/2005 og 22. gr. reglna nr. 880/2005 um málsmeðferð Samkeppniseftirlitsins.

Lesa meira
 

KSÍ III þjálfaranámskeið 5.-7. janúar 2018 - 18.12.2017

Knattspyrnusamband Íslands mun halda KSÍ III þjálfaranámskeið helgina 5.-7. janúar 2018. Námskeiðið fer fram á suðvestur horni landsins, bæði á höfuðborgarsvæðinu og á Akranesi.

Lesa meira
 

A kvenna - Ísland upp um eitt sæti á heimslistanum - 15.12.2017

A landslið kvenna fer upp um eitt sæti á nýjum heimslista FIFA sem kynntur var í dag, 15. desember. Liðið situr því í 20. sæti listans eftir að hafa verið í 21. sæti listans í síðustu útgáfu hans.

Lesa meira
 

A karla - Hópurinn sem fer til Indónesíu - 15.12.2017

A landslið karla fer til Indónesíu í byrjun janúar næstkomandi og leikur þar tvo leiki við heimamenn. Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari, hefur tilkynnt hvaða leikmenn munu taka þátt í verkefninu, en hann fer með 22 manna hóp út.

Lesa meira
 

Skilafrestur fyrir umsóknir í Ferðasjóð íþróttafélaga rennur út á miðnætti 10. janúar 2018 - 14.12.2017

Frestur til þess að sækja um í Ferðasjóð íþróttafélaga rennur út á miðnætti 10. janúar 2018. Ekki verður tekið við umsóknum eftir þann tíma.

Lesa meira
 
Lengjubikarinn

Drög að niðurröðun leikja í Lengjubikarnum 2018 klár - 12.12.2017

Drög að niðurröðun leikja í Lengjubikarnum 2018 hefur verið birt á vef KSÍ undir mót 2018. Athugasemdir við niðurröðun leikja ber að skila í síðasta lagi fimmtudaginn 28. desember á netfangið: birkir@ksi.is

Lesa meira
 

Úrtaksæfingar á Akureyri 19. desember fyrir leikmenn fædda 2003 - 12.12.2017

Úrtaksæfingar verða á Akureyri þriðjudaginn 19. desember fyrir leikmenn fædda 2003 undir stjórn Þorláks Árnasonar, þjálfara U15. Æfingarnar fara fram í Boganum.

Lesa meira
 

Hæfileikamótun KSÍ og N1 á Akureyri 18. desember - 12.12.2017

Hæfileikamótun KSÍ og N1 verður á Akureyri mánudaginn 18. desember og er verkefnið fyrir leikmenn fædda 2004 og 2005.

Lesa meira
 

Fyrra mark Íslands í 2- 0 sigri á Tyrklandi nú skráð á Theodór Elmar Bjarnason - 7.12.2017

Í 2-0 sigri Íslands gegn Tyrklandi 9. Október 2016, í undankeppni HM, var fyrra mark Íslands skráð sem sjálfsmark af FIFA. Þetta hefur hins vegar breyst, en FIFA hefur nú skráð markið á Theodór Elmar Bjarnason.

Lesa meira
 

Tveir nýir starfsmenn KSÍ - 7.12.2017

KSÍ hefur ráðið tvo nýja starfsmenn, þá Jóhann Ólaf Sigurðsson í markaðsdeild og Víði Reynisson í landsliðsdeild.

Lesa meira
 

FIFA og Hyundai standa fyrir keppni um slagorð á rútu landsliðsins í Rússlandi - 7.12.2017

FIFA og Hyundai standa fyrir keppni um val á slagorði fyrir rútur þeirra landsliða sem taka þátt í HM 2018 í Rússlandi. Samskonar keppni var haldin í aðdraganda EM 2016 í Frakklandi, en þar var Ísland með Áfram Ísland! á rútunni sinni.

Lesa meira
 

U16 og U17 kvenna - Úrtakshópar valdir - 6.12.2017

Jörundur Áki Sveinsson, landsliðsþjálfari U16 og U17 kvenna, hefur valið úrtakshópa sem munu æfa dagana 16. og 17. desember, en æfingarnar fara fram í Akraneshöll og Egilshöll.

Lesa meira
 
Getty Images for UEFA

U17 karla - Ísland með Ítalíu, Hollandi og Tyrklandi í milliriðlum - 6.12.2017

Í dag var dregið í milliriðla fyrir EM 2018 hjá U17 karla og var Ísland þar á meðal liða, en mótherjar liðsins þar verða Ítalía, Holland og Tyrkland.

Lesa meira
 

Algarve bikarinn 2018 - Ísland með Hollandi, Japan og Danmörku í riðli - 6.12.2017

Það er orðið ljóst með hverjum A landslið kvenna er með í riðli í Algarve bikarnum 2018. Mótherjar liðsins verða Holland, Japan og Danmörk, en mótið fer fram 28. febrúar - 7. mars.

Lesa meira
 
uefa-logo-biglandscape

Dregið í undakeppni U17 og U19 karla fyrir EM 2019 - 6.12.2017

Í dag var dregið í undankeppni EM 2019 í bæði U17 og U19 karla og var Ísland að sjálfsögðu á meðal liða.

Lesa meira
 

Þorlákur Árnason ráðinn sem umsjónarmaður með Hæfileikamótun KSÍ og N1 - 5.12.2017

KSÍ hefur ráðið Þorlák Árnason sem umsjónarmann með Hæfileikamótun KSÍ og N1 frá og með áramótum.

Lesa meira
 

KSÍ auglýsir eftir þjálfara fyrir yngri landslið karla - 5.12.2017

KSÍ auglýsir eftir þjálfara í fullt starf við þjálfun U16-U19 landslið karla.

Lesa meira
 

Ársþing KSÍ á Hilton Reykjavik Nordica 10. febrúar 2018 - 5.12.2017

72. ársþing KSÍ verður haldið á Hilton Reykjavík Nordica, 10. febrúar næstkomandi. Þingið verður sett kl. 11:00, laugardaginn 10. febrúar, og er gert ráð fyrir að því ljúki um kl. 16:00 sama dag.

Lesa meira
 

U18 karla og U19 karla - Æfingar fara fram 28.-29. desember - 5.12.2017

Þorvaldur Örlygsson, þjálfari U18 landsliðs Íslands, hefur valið úrtakshóp fyrir æfingar dagana 28.-29. desember næstkomandi og fara æfingarnar fram í Egilshöll.

Lesa meira
 

Miðasala á HM 2018 í Rússlandi er hafin að nýju - 4.12.2017

Miðasala á leiki HM 2018 í Rússlandi hófst að nýju þriðjudaginn 5. desember. Þar getur folk sótt um miða á staka leiki ásamt öðrum gerðum miða til 31. janúar. 

Lesa meira
 

Úrtakshópar fyrir U16 og U17 karla sem æfa í lok desember - 4.12.2017

Þorlákur Árnason, landsliðsþjálfari U16 og U17 karla, hefur valið úrtakshópa fyrir æfingar liðanna tveggja, en þær fara fram 27.-28. desember næstkomandi. Æfingarnar fara fram í Egilshöll. 

Lesa meira
 

Tveir leikir gegn Indónesíu í janúar - 1.12.2017

KSÍ getur staðfest að A landslið karla leikur tvo leiki gegn Indónesíu í janúar næstkomandi og fara leikirnir fram 11. og 14. janúar. Leikirnir verða leiknir utan alþjóðlegra leikdaga FIFA.

Lesa meira
 

Ísland í riðli með Argentínu, Króatíu og Nígeríu - 1.12.2017

Dregið var í riðla fyrir HM 2018 í Rússlandi og verða Argentína, Króatía og Nígería mótherjar Íslands í riðlakeppninni. Fyrsti leikur Íslands verður gegn Argentínu 16. júní í Moskvu.

Lesa meira
 

HM 2018 - Dregið í riðla í dag! - 1.12.2017

Það er komið að því. Í dag verður dregið í riðla fyrir Heimsmeistarakeppnina í Rússlandi 2018 og í fyrsta sinn verður Ísland á meðal liða, en drátturinn hefst klukkan 15:00 að íslenskum tíma.

Lesa meira
 

KSÍ og auglýsingastofan Pipar/TBWA gera samstarfssamning um vörumerkjavöktun - 1.12.2017

KSÍ og auglýsingastofan Pipar\TBWA hafa gert með sér samstarfssamning um vörumerkjavöktun í aðdraganda HM í knattspyrnu 2018. Samningurinn felur í sér að PIPAR\TBWA gæti hagsmuna KSÍ og sinni vörumerkjavöktun fyrir knattspyrnusambandið.

Lesa meira
 Fréttir
Aðildarfélög
Aðildarfélög