Fréttir

Haukur Hinriksson sinnti kennslu við ISDE háskólann í Barcelona - 30.11.2017

Haukur Hinriksson, lögfræðingur og leyfisstjóri KSÍ, kenndi í vikunni við ISDE háskólann í Barcelona á Spáni. ISDE (The Instituto Superior de Derecho y Economía) er laga- og viðskiptaháskóli sem stofnaður var árið 1922 og er í dag starfandi í New York, Madrid og Barcelona.

Lesa meira
 

Fjármagn frá UEFA og KSÍ til íslenskra félagsliða - 30.11.2017

UEFA hefur ákveðið, líkt og áður, að hluti af þeim tekjum sem sambandið hafði af Meistaradeild UEFA (Champions League) 2016/2017 skuli renna til félaga í öllum aðildarlöndum UEFA til eflingar knattspyrnu barna- og unglinga.

Lesa meira
 

Icelandair flýgur beint á alla leikstaði Íslands á HM í Rússlandi í sumar - 29.11.2017

Icelandair hefur ákveðið að fljúga að minnsta kosti eitt flug til þeirra þriggja borga í Rússlandi þar sem leikir Íslands í riðlakeppninni fara fram. Ljóst verður 1. desember um hvaða borgir verður að ræða og hverjir leikdagar Íslands verða, en þá verður dregið í riðla keppninnar.

Lesa meira
 

Miðasala á HM 2018 í Rússlandi hefst aftur þriðjudaginn 5. desember - 28.11.2017

Fyrsta hluta miðasölu á HM 2018 í Rússlandi er nú lokið og var gríðarlega aðsókn í miða, en 724.760 miðar voru seldir. Flestar umsóknir um miða komu frá Rússlandi, eða 47%, en á topp tíu listanum eru einnig Bandaríkin, Brasilía, Þýskaland, Kína, Mexíkó, Ísrael, Argentína, Ástralía og England.

Lesa meira
 

Ísland með næsthæstan meðalaldur í undankeppni HM samkvæmt skýrslu CIES - 28.11.2017

CIES Football Observatory var að gefa út sína mánaðarlegu skýrslu og var sú nýjasta um HM 2018 í Rússlandi. Þar voru þær þjóðir sem unnu sér inn þáttökurétt á mótinu skoðaðar frá ýmsum hliðum.

Lesa meira
 

Opinbert plakat HM 2018 í Rússlandi kynnt - 28.11.2017

Það styttist óðfluga í dráttinn fyrir úrslitakeppni HM 2018 í Rússlandi, en hann fer fram á föstudaginn næstkomandi. Í dag var kynnt opinbert plakat mótsins. Á því má sjá hinn goðsagnakennda markvörð Sovétríkjanna, Lev Yashin.

Lesa meira
 

KSÍ og Sideline Sport í samstarf - 28.11.2017

KSÍ og Sideline Sport hafa gert með sér 5 ára samstarfsamning. Allir landsliðsþjálfarar sambandsins hafa fullan aðgang að hugbúnaði Sideline og hafa undanfarin ár nýtt sér forritið til leikgreiningar.

Lesa meira
 

Úrtaksæfingar fyrir 3. flokk karla og kvenna á Austfjörðum - 28.11.2017

Úrtaksæfingar fyrir 3.flokk stúlkna og drengja verða haldnar í Fjarðarbyggðarhöllinni næstkomandi laugardag.

Lesa meira
 

Hæfileikamótun KSÍ og NÍ á Austfjörðum næstkomandi föstudag - 28.11.2017

Hæfileikamótun KSÍ verður á Austfjörðum næstu helgi með æfingar fyrir stúlkur og drengi í 4.flokki. Æfingarnar verða haldnar í Fjarðarbyggðarhöllinni næstkomandi föstudag.

Lesa meira
 

Vel sóttur fundur formanna- og framkvæmdastjóra - 25.11.2017

Í dag fór fram hinn árlegi fundur formanna og framkvæmdastjóra aðildarfélaga KSÍ og fór hann fram í höfuðstöðvum KSÍ. Á fundinum fór formaður KSÍ, Guðni Bergsson, m.a. yfir málefni Laugardalsvallar og stöðu yfirmanns knattspyrnumála.

Lesa meira
 
UEFA EM U17 kvenna

U17 kvenna - Ísland með Þýskalandi, Azerbaijan og Írlandi í milliriðli fyrir EM 2018 - 24.11.2017

Dregið var í milliriðla í dag fyrir EM 2018 hjá U17 kvenna, en Ísland var dregið í riðil með Þýskalandi, Azerbaijan og Írlandi.

Lesa meira
 
UEFA EM U19 kvenna

U19 kvenna - Ísland með Noregi, Grikklandi og Póllandi í milliriðli fyrir EM 2018 - 24.11.2017

Dregið var í milliriðla í dag fyrir EM 2018 hjá U19 kvenna, en Ísland var dregið í riðil með Noregi, Grikklandi og Póllandi.

Lesa meira
 
UEFA EM U19 kvenna

U19 kvenna - Ísland með Belgíu, Wales og Armeníu í riðili í undankeppni EM 2019 - 24.11.2017

Dregið var í undankeppni EM 2019 hjá U19 kvenna í morgun, en Ísland var dregið í riðil með Belgíu, Wales og Armeníu.

Lesa meira
 
UEFA EM U17 kvenna

U17 kvenna - Ísland með Englandi, Azerbaijan og Moldavíu í undankeppni EM 2019 - 24.11.2017

Dregið var í undankeppni EM 2019 hjá U17 kvenna í morgun, en Ísland var dregið í riðil með Englandi, Azerbaijan og Moldavíu. Riðillinn verður leikinn í Moldavíu dagana 19.-25. september 2018.

Lesa meira
 

A karla - Ísland í 22. sæti á nýjum styrkleikalista FIFA - 23.11.2017

A landslið karla er í 22. sæti á nýjum styrkleikalista FIFA sem var gefinn út í dag. Liðið fellur niður um eitt sæti frá síðasta lista, en þetta er sá fyrsti síðan undankeppni HM 2018 kláraðist.

Lesa meira
 

Bríet Bragadóttir - ,,Að verða FIFA dómari hefur verið markmið mitt síðustu fjögur árin." - 22.11.2017

FIFA gaf á dögunum út nýjan dómaralista og þar var Bríet Bragadóttir á meðal nafna í fyrsta sinn. Hún er jafnframt fyrsta íslenska konan til að komast á listann sem dómari, en Rúna Kristín Stefánsdóttir er þar sem aðstoðardómari.

Lesa meira
 

U18 karla - Úrtaksæfingar 1.-3. desember - 22.11.2017

Þorvaldur Örlygsson, þjálfari U18 ára landsliðs karla, hefur valið hóp fyrir úrtaksæfingar dagana 1.-3. desember. Æfingarnar fara fram í Kórnum og Egilshöll.

Lesa meira
 

Þorvaldur Árnason dæmir í Sádi-Arabísku deildinni á laugardaginn - 21.11.2017

Þorvaldur Árnason dæmir leik Al Batin og Al Taawon í Sádi-Arabísku deildinni laugardaginn 25. nóvember. Honum til aðstoðar verða þeir Jóhann Gunnar Guðmundsson og Gylfi Már Sigurðsson.

Lesa meira
 

Bríet Bragadóttir og Ívar Orri Kristjánsson nýjir FIFA dómarar - 21.11.2017

Alþjóða knattspyrnusambandið, FIFA, hefur birt nýjan lista yfir alþjóðlega dómara og er þar að finna tvo nýja dómara. Bríet Bragadóttir og Ívar Orri Kristjánsson koma inn sem nýjir FIFA dómarar.

Lesa meira
 
Mynd: FIFA

HM 2018 - Stórstjörnur hjálpa til við dráttinn föstudaginn 1. desember - 21.11.2017

Dregið verður í riðla á HM 2018 föstudaginn 1. desember og hefur FIFA nú tilkynnt hverjir það verða sem hjálpa Gary Lineker og Maria Komandnaya við dráttinn.

Lesa meira
 

KSÍ og UEFA vinna að frekari framförum í íslenskri knattspyrnu - 21.11.2017

Mánudaginn 20. nóvember hófst UEFA GROW vinnuvika á Íslandi þar sem KSÍ og UEFA vinna saman að því og ræða hvernig hægt sé að þróa knattspyrnuna áfram á Íslandi.

Lesa meira
 

Vilhjálmur Alvar dæmir erlendis í vikunni - 20.11.2017

Vilhjálmur Alvar Þórarinsson mun í vikunni dæma leik Molde og FC Zimbru Chisinau í UEFA Youth League. Leikurinn fer fram í Molde í Noregi.

Lesa meira
 
Knattspyrnuþjálfarafélag Íslands - KÞÍ

Aðalfundur og fræðsluviðburður KÞÍ 2. desember - 20.11.2017

Hinn 2. desember nk. ætlar KÞÍ að sameina fræðsluviðburð (fyrirlestur og sýnikennslu) og aðalfund félagsins. Er þetta í fyrsta sinn í langan tíma sem það er gert. Leiðbeinandi fræðsluviðburðarins verður Michael Beale, yngriflokka þjálfari hjá Liverpool akademíunni. 

Lesa meira
 

HM 2018 - Gríðarleg aðsókn í miða í Rússlandi - 18.11.2017

Gríðarlega aðsókn er í miða á HM 2018 í Rússlandi, sem kemur kannski engum á óvart. Aðeins 24 klukkustundum eftir að miðasalan opnaði aftur höfðu um 98% af þeim miðum sem voru í boði í þeim hluta verið seldir. Það er því ljóst að mikill áhugi er fyrir því að sjá leikina í Rússlandi.

Lesa meira
 

HM 2018 - Gary Lineker og Maria Komandnaya sjá um dráttinn í lokakeppnina - 17.11.2017

FIFA hefur tilkynnt að Gary Lineker og Maria Komandnaya muni sjá um dráttinn í lokakeppni HM 2018. Drátturinn fer fram föstudaginn 1. desember í Moskvu og hefst klukkan 15:00. 

Lesa meira
 

Meistaradeild kvenna - Stjarnan úr leik eftir markalaust jafntefli gegn Slavia Prag - 16.11.2017

Stjarnan er úr leik í Meistaradeild kvenna eftir markalaust jafntefli gegn Slavia Prag, en leikið var ytra.


Lesa meira
 
Russia 2018 Tickets

HM 2018 - Annar hluti miðasölu hefst fimmtudaginn 16. nóvember - 15.11.2017

Fimmtudaginn 16. nóvember opnar FIFA annan hluta miðsölu á HM í Rússlandi 2018. Miðasalan opnar kl. 09:00 (að íslenskum tíma) á FIFA.com/tickets og stendur þessi hluti miðasölunnar til 28. nóvember.

Lesa meira
 

Félagaskipti í Pepsi-deild kvenna í FIFA TMS - 15.11.2017

Þann 31. október síðastliðinn tilkynnti Alþjóða Knattspyrnusambandið FIFA að félagaskiptakerfi þeirra FIFA ITMS (FIFA International Transfer Matching System) skyldi notað fyrir félagaskipti kvenna á milli landa. Þá er átt við félagaskipti þeirra leikmanna sem fara á leikmannssamninga.

Lesa meira
 

Leyfisferlið fyrir 2018 hafið - 15.11.2017

Í samræmi við leyfisreglugerð KSÍ (útg. 3.2.) hefur þeim félögum sem hyggjast sækja um þátttökuleyfi í Pepsi-deild karla og Inkasso-deild karla árið 2018 verið sendar nauðsynlegar upplýsingar, áður en vinna við leyfisumsókn hefst. Leyfisferlið hefst formlega 15.nóvember ár hvert.

Lesa meira
 

Árlegur fundur formanna og framkvæmdastjóra aðildarfélaga KSÍ 25. nóvember - 15.11.2017

Árlegur fundur formanna og framkvæmdastjóra aðildarfélaga KSÍ fer fram laugardaginn 25. nóvember næstkomandi kl. 13:00-16:00 í höfuðstöðvum KSÍ á Laugardalsvelli. Til fundarins eru boðaðir formenn og framkvæmdastjórar aðildarfélaga KSÍ.

Lesa meira
 

A karla - 1-1 jafntefli gegn Katar - 14.11.2017

Ísland gerði í dag 1-1 jafntefli við Katar, en leikurinn var seinni leikur liðsins í Katar. Viðar Örn Kjartansson skoraði mark Íslands um miðjan fyrri hálfleik, en heimamenn jöfnuðu í uppbótartíma í seinni hálfleik.

Lesa meira
 

U21 karla - Frábær 3-2 sigur gegn Eistlandi ytra - 14.11.2017

U21 ára lið karla vann frábæran 3-2 sigur á Eistlandi í dag eftir að hafa lent 2-0 undir í upphafi seinni hálfleiks, en leikið var ytra.

Lesa meira
 

U21 - Byrjunarliðið gegn Eistlandi komið - 14.11.2017

U21 ára lið karla leikur í dag gegn Eistlandi í undankeppni EM 2019, en leikið er ytra og hefst leikurinn klukkan 16:00 að íslenskum tíma. Byrjunarlið leiksins er komið og má sjá hér í fréttinni.

Lesa meira
 

U19 karla - 2-1 sigur gegn Færeyjum - 14.11.2017

U19 ára lið karla vann í dag Færeyjar 2-1 í síðasta leik sínum í undankeppni EM 2018. 

Lesa meira
 

A karla - Byrjunarliðið gegn Katar - 14.11.2017

Heimir Hallgrímsson hefur valið þá leikmenn sem hefja leik gegn Katar í vináttuleik í dag. Leikurinn hefst kl. 16:30 að íslenskum tíma og verður sýndur beint á Stöð 2 sport.

Lesa meira
 

U23 kvenna - Æfingahópur valinn - 14.11.2017

Freyr Alexandersson hefur valið eftirtalda leikmenn til æfinga dagana 24.-26. nóvember. Æfingarnar fara fram í Kórnum.

Lesa meira
 

FIFA WORLD CUP™ Trophy Tour í boði Coca-Cola kemur til Íslands - 14.11.2017

Þann 25. mars næstkomandi mun hinn eini sanni HM-bikar koma til Íslands í boði Coca-Cola. Þetta er í fjórða skiptið sem bikarinn fer í slíka reisu í aðdraganda heimsmeistaramóts en bikarinn mun að þessu sinni fara til yfir 50 landa.

Lesa meira
 

U19 karla - Ísland mætir Færeyjum í síðasta leik sínum í undankeppni EM 2018 - Byrjunarliðið komið - 13.11.2017

U19 ára lið karla leikur í dag síðasta leik sinn í undankeppni EM 2019, en mótherjar dagsins eru Færeyjar. Hefst leikurinn klukkan 12:30 að íslenskum tíma en leikið er í Búlgaríu.

Lesa meira
 

U21 karla - Ísland mætir Eistlandi ytra á morgun - 13.11.2017

U21 ára lið karla mætir Eistlandi á morgun í undankeppni EM 2019, en leikið er ytra. Þetta er fimmti leikur liðsins í riðlinum, en hann hefst klukkan 16:00 að íslenskum tíma.

Lesa meira
 
Ari Freyr Skúlason

Katar - Ísland í Doha á þriðjudag - 13.11.2017

A landslið karla er um þessar mundir statt í æfingabúðum í Katar og hefur þegar leikið einn vináttuleik, 1-2 tap gegn Tékkum á miðvikudag í síðustu viku.  Seinni leikurinn í þessu verkefni er gegn heimamönnum í Katar, og fer hann fram á þriðjudag í Doha.

Lesa meira
 
Omar al Yaquobi

Omar al Yaquobi dæmir leik Katars og Íslands - 13.11.2017

A landslið karla mætir Katar í vináttulandsleik á þriðjudag.  Leikið er í Doha, en íslenska liðið mætti Tékkum á sama stað í síðustu viku, auk þess sem Tékkland og Katar mættust síðastliðinn laugardag.  Dómarinn í leik Katars og Íslands kemur frá Óman og heitir hann Omar al Yaquobi. Lesa meira
 

Byrjendanámskeið fyrir dómara verður haldið hjá HK í Kórnum mánudaginn 20. nóvember kl. 20:00 - 13.11.2017

Námskeiðið er haldið af KSÍ í samvinnu við HK og hefst kl. 20:00. Námskeiðið stendur yfir í um tvær klukkustundir og er öllum opið sem náð hafa 15 ára aldri.

Lesa meira
 

U19 kvenna - 22 leikmenn valdir til þátttöku í æfingum - 13.11.2017

Þórður Þórðarson, þjálfari U19 ára landsliðs kvenna, hefur valið 22 leikmenn til þátttöku í æfingum sem fram fara í Kórnum og Egilshöll 24.-26. nóvember nk.

Lesa meira
 

Keppni hafin í Futsal - Tveir riðlar fóru fram um helgina - 13.11.2017

Keppni hófst um helgina í Futsal, íslandsmóti innanhús, þegar keppni í tveimur riðlum í flokki karla fór fram.

Lesa meira
 

U19 karla - 1-2 tap gegn Englandi - 10.11.2017

U19 ára lið karla tapaði 1-2 fyrir Englandi í öðrum leik sínum í undankeppni EM 2019, en leikið er í Búlgaríu. Það var Daníel Hafsteinsson sem skoraði mark Íslands.

Lesa meira
 

HM 2018 - Adidas kynnir nýjan bolta - 9.11.2017

Adidas hefur kynnt nýjan keppnisbolta fyrir Heimsmeistarakeppnina í Rússlandi 2018, en hann sækir innblástur í fyrsta boltann sem Adidas hannaði fyrir HM árið 1970.

Lesa meira
 

U16 og U17 karla - Æfingar 17.-19. nóvember - 9.11.2017

Þorlákur Árnason, landsliðsþjálfari U17 og U16 karla, hefur valið 41 leikmann til þátttöku á æfingum dagana 17-19.nóvember. Æfingarnar fara fram í Kórnum og Egilshöll.

Lesa meira
 

U21 karla - 0-1 tap gegn Spánverjum í kvöld - 9.11.2017

U21 ára lið karla tapaði í kvöld 1-0 fyrir Spánverjum, en leikið var ytra. Spánn var allan tímann sterkari aðilinn, var meira með boltann og stjórnaði leiknum. 

Lesa meira
 

Meistaradeild kvenna - 1-2 tap hjá Stjörnunni gegn Slavia Prag - 8.11.2017

Stjarnan tapaði í dag 1-2 gegn Slavia Prag í fyrri leik liðanna í 16 liða úrslitum Meistaradeildar kvenna. Leikurinn fór fram á Samsung vellinum.

Lesa meira
 

Eins marks tap gegn Tékklandi í Doha - 8.11.2017

A landslið karla mætti Tékklandi í vináttuleik í Doha í Katar í dag og beið lægri hlut.  Tékkar unnu með tveimur mörkum gegn einu.  Ísland mætir heimamönnum í Katar í sínum næsta leik, á þriðjudag, en í millitíðinni mætast Tékkland og Katar.

Lesa meira
 

U19 karla - 2-1 tap fyrir Búlgaríu í dag - 7.11.2017

U19 ára lið karla lék í dag fyrsta leik sinn í undankeppni EM 2018 þegar liðið tapaði 2-1 fyrir heimamönnum í Búlgaríu. Í riðlinum eru einnig England og Færeyjar. 

Lesa meira
 

Æft á keppnisvellinum í Doha - 7.11.2017

A landslið karla æfði á keppnisvellinum í Doha í  Katar í dag, þriðjudag,  þar sem liðið mætir Tékklandi í vináttulandsleik á miðvikudag.  Margir í hópnum léku með sínum félagsliðum um helgina og tóku menn mismikinn þátt í æfingunni.  Lesa meira
 
Khamis al Kuwari (Mynd:  QFA)

Dómarateymi frá Katar á leiknum við Tékka - 7.11.2017

FIFA hefur staðfest dómarateymið fyrir vináttulandsleik A karla gegn Tékklandi, en liðin mætast í Doha í Katar á miðvikudag.  Dómararnir koma allir frá Katar.

Lesa meira
 

Þorvaldur dæmir í Frakklandi - 6.11.2017

Þorvaldur Árnason mun dæma leik Frakklands og Búlgaríu í undankeppni EM U21 karla, en leikið verður í Le Mans í Frakklandi. Þorvaldi til aðstoðar verða þeir Jóhann Gunnar Guðmundsson og Birkir Sigurðarson.

Lesa meira
 

Upptaka frá súpufundi 2. nóvember. - 6.11.2017

Fimmtudaginn 2. nóvember bauð KSÍ til súpufundar þar sem knattspyrnuþjálfarinn Hilmar Rafn Kristinsson kynnti niðurstöður meistaraverkefni síns í íþrótta- og heilsufræðum frá Háskóla Íslands.

Lesa meira
 
Lengjubikarinn

Þátttökutilkynning í Lengjubikarinn 2018 - 6.11.2017

Þátttökutilkynning fyrir Lengjubikarinn 2018 hefur verið send til félaganna. Tilkynna ber þátttöku í síðasta lagi sunnudaginn 20. nóvember. Öll félög sem sendu meistaraflokk til keppni á Íslandsmótinu 2017 og hyggja á keppni á Íslandsmótinu 2018 hafa heimild til að senda lið til keppni.

Lesa meira
 

A karla - Diego Jóhannesson kallaður inn í landsliðshópinn - 6.11.2017

Heimir Hallgrímsson, þjálfari A landsliðs karla, hefur kallað Diego Jóhannesson inn í hópinn sem mætir Tékklandi og Katar í vináttuleikjum í Katar 8. og 14. nóvember nk. Diego kemur inn í stað Birkir Más Sævarssonar, en hann er meiddur.

Lesa meira
 

A karla - Kristján Flóki kallaður inn í landsliðshópinn - 5.11.2017

Heimir Hallgrímsson, þjálfari A landsliðs karla, hefur kallað Kristján Flóka Finnbogason inn í hópinn sem mætir Tékklandi og Katar í vináttuleikjum í Katar 8. og 14. nóvember nk. Kristján Flóki kemur inn í stað Björns B. Sigurðarsonar, sem er meiddur.

Lesa meira
 

Íslenskir dómarar dæma úrslitaleik í fjögurra liða U23 ára móti - 3.11.2017

Þrír íslenskir dómarar voru nýverið í Sviss á svokölluðu "CORE" námskeið sem haldið er á vegum UEFA. Um er að ræða verkefni fyrir unga og efnilega dómara en CORE stendur fyrir "Center of Refereeing Excellence".

Lesa meira
 

Landsdómararáðstefna KSÍ 4. nóvember - 3.11.2017

KSÍ er með landsdómararáðstefnu um komandi helgi þar sem farið verður yfir mörg mál sem tengjast dómgæslunni.

Lesa meira
 

A karla - Hópurinn sem mætir Tékklandi og Katar - 3.11.2017

Heimir Hallgrímsson landsliðsþjálfari hefur valið leikmannahópinn sem mætir Tékklandi og Katar í vináttuleikjum í Katar nú í nóvember.

Lesa meira
 

KSÍ VI þjálfaranámskeið í Danmörku - 2.11.2017

Nýverið sátu 27 þjálfarar frá Íslandi KSÍ VI þjálfaranámskeið í Danmörku. Hópurinn gisti á Hotel FC Nordsjælland í Farum sem er í útjaðri Kaupmannahafnar. Megin þemu námskeiðsins voru leikgreining og áætlanagerð (periodisation).

Lesa meira
 

Súpufundur 2. nóvember - Hvernig næst árangur í knattspyrnu? - 2.11.2017

Fimmtudaginn 2. nóvember mun KSÍ bjóða til súpufundar þar sem knattspyrnuþjálfarinn Hilmar Rafn Kristinsson mun kynna niðurstöður meistaraverkefni síns í íþrótta- og heilsufræðum frá Háskóla Íslands.

Lesa meira
 

KSÍ markmannsþjálfaragráða 2017-2018 - 1.11.2017

KSÍ markmannsþjálfaragráða mun fara af stað í nóvember en þetta er í þriðja sinn sem KSÍ býður upp á þessa þjálfaragráðu. KSÍ markmannsþjálfaragráðan samanstendur af tveimur helgarnámskeiðum, verkefnavinnu og verklegu prófi.

Lesa meira
 Fréttir
Aðildarfélög
Aðildarfélög