Fréttir

Pepsi deild karla - Andri Rúnar Bjarnason valinn bestur og markakóngur - 30.9.2017

Andri Rúnar Bjarnason, leikmaður Grindavíkur, var valinn besti leikmaður Pepsi-deildar karla fyrir keppnistímabilið 2017, en það eru leikmenn sjálfir sem velja. Jafnframt var hann markahæsti leikmaður deildarinnar og jafnaði markametið sem er 19 mörk.

Lesa meira
 

Pepsi deild karla - Valur fékk bikarinn í dag! - 30.9.2017

Valur lyfti Íslandsmeistaratitlinum í dag eftir 4-3 sigur á Víking Reykjavík í lokaumferð Pepsi deildar karla.

Lesa meira
 

Agla María Albertsdóttir og Alex Þór Hauksson efnilegustu leikmenn Pepsi deildanna - 30.9.2017

Agla María Albertsdóttir og Alex Þór Hauksson, bæði úr Stjörnunni, hafa verið valin efnilegustu leikmenn Pepsi deildanna.

Lesa meira
 

U17 karla - 2-0 sigur gegn Færeyjum í dag - 30.9.2017

U17 ára lið karla lék í dag annan leik sinn í undankeppni EM 2018. Mótherjar dagsins voru Færeyjar og unnu strákarnir 2-0 sigur. 

Lesa meira
 

Pepsi karla - Síðasta umferðin fer fram í dag - Fellur Víkingur Ólafsvík eða ÍBV? - 30.9.2017

Síðasta umferð Pepsi deildar karla fer fram laugardaginn 30. september og fara allir leikirnir fram klukkan 14:00. Ljóst er hvaða lið keppa í Evrópukeppni að ári og því á aðeins eftir að koma í ljós hvaða lið fellur í Inkasso-deildina með ÍA.

Lesa meira
 

Sigurður Óli Þorleifsson dæmir í Færeyjum - 29.9.2017

Sigurður Óli Þorleifsson mun dæma 2 leiki í Færeyjum um helgina. Annarsvegar leik í næstefstu deild á milli AB og ÍF II og hinsvegar leik íefstu deild á milli HB og EB/Streymur.

Lesa meira
 

Pepsi deild kvenna - Stephany Mayor valin best - 29.9.2017

Stephany Mayor, úr Þór/KA, var valin besti leikmaður Pepsi-deildar kvenna fyrir keppnistímabilið 2017 en það eru leikmenn sjálfir sem velja. Stephany var algjör lykilmaður í liði Þór/KA sem hampaði Íslandsmeistaratitlinum eftir harða baráttu við Breiðablik í lokaumferðinni. Hún skoraði 19 mörk í 18 leikjum með Þór/KA og er markahæst í Pepsi-deild kvenna í augnablikinu.

Lesa meira
 

Þór/KA Íslandsmeistari 2017 - 28.9.2017

Þór/KA er Íslandsmeistari kvenna í knattspyrnu, en liðið vann í dag FH í síðasta leik sínum í deildinni, 2-0. Liðið endaði tímabilið með 44 stig, á meðan Breiðablik endaði með 42 stig, en Blikar hefðu getað komist uppfyrir Þór/KA í dag ef þær hefðu ekki unnið FH.

Lesa meira
 
Ómar Smárason

Ómar Smárason kemur til starfa hjá KSÍ á ný - 28.9.2017

KSÍ hefur ráðið Ómar Smárason sem markaðsstjóra. Ómar er ekki ókunnugur starfsemi KSÍ, en hann starfaði á skrifstofunni árin 1998-2016, fyrst við móta- og markaðsmál, var síðan leyfisstjóri og markaðsstjóri til margra ára og gegndi hlutverki fjölmiðlafulltrúa landsliða. Ómar hefur störf fljótlega.

Lesa meira
 

U19 karla - Úrtaksæfingar í október - 28.9.2017

Þorvaldur Örlygsson, þjálfari U19 ára landsliðs karla, hefur valið æfingahóp sem mun æfa í október. Er þetta liður í undirbúningi liðsins fyrir undankeppni EM 2018, en liðið er með Búlgaríu, Englandi og Færeyjum í riðli. Riðillinn er leikinn í Búlgaríu dagana 8.-14. nóvember.

Lesa meira
 

Pepsi deild kvenna - Titilbaráttan ræðst í dag - 28.9.2017

Síðasta umferð Pepsi deildar kvenna fer fram í dag, fimmtudag, og föstudag. Í dag er sannkallaður úrslitadagur, en þá fara fram þrír leikir. Þór/KA – FH, Breiðablik – Grindavík og Haukar - ÍBV. Því er ljóst að titilbaráttan ræðst þá.

Lesa meira
 

U17 karla - Markalaust jafntefli í fyrsta leik í undankeppni EM 2018 - 27.9.2017

U17 ára lið karla lék í dag sinn fyrsta leik í undankeppni EM 2018, en þá mætti liðið Finnlandi en riðillinn er einmitt leikinn þar í landi. Leikurinn endaði með markalausu jafntefli.

Lesa meira
 
Breiðablik

2. flokkur Breiðabliks leikur gegn Legia á Kópavogsvelli í dag - 27.9.2017

2. flokkur karla hjá Breiðablik mætir pólska liðinu Legia frá Varsjá í Evrópukeppni U19 liða á Kópavogsvelli kl. 16:00 í dag. Þetta er fyrri viðureign liðanna í fyrstu umferð keppninnar. Seinni leikurinn verður í Varsjá þann 18. október.

Lesa meira
 

Þátttökutilkynning fyrir Íslandsmót meistaraflokka í Futsal 2018 - 27.9.2017

Þátttökutilkynning fyrir Íslandsmót meistaraflokka í knattspyrnu innanhúss 2018 (futsal) hefur verið send út til aðildarfélaga.  Frestur til að tilkynna þátttöku er til laugardagsins 10. október. 

Lesa meira
 

A karla - Ferðir í boði til Tyrklands með Vita og Úrval Útsýn - 27.9.2017

Ísland leikur næstsíðasta leik sinn í undankeppni HM 2018 föstudaginn 6. október. Mótherjar liðsins þá eru Tyrkland, en Vita og Úrval Útsýn bjóða upp á hópferðir á leikinn.

Lesa meira
 
U17 landslið karla

U17 karla - Fyrsti leikur í undankeppni EM 2018 í dag - Byrjunarliðið komið - 27.9.2017

U17 ára lið karla leikur fyrsta leik sinn í undankeppni EM 2018 í dag þegar liðið mætir Finnlandi, en leikið er í Finnlandi. Leikurinn hefst klukkan 15:00. 

Lesa meira
 

KSÍ V námskeið 13.-15. október 2017 - 26.9.2017

Helgina 13.-15. október verður KSÍ V þjálfaranámskeið haldið í höfuðstöðvum KSÍ í Laugardal. Þátttökurétt hafa allir þjálfara sem lokið hafa KSÍ B þjálfaragráðu og fengu amk 70 stig í skriflega prófinu.

Lesa meira
 

KSÍ I þjálfaranámskeið í október - 26.9.2017

KSÍ mun halda tvö KSÍ I þjálfaranámskeið á höfuðborgarsvæðinu í október. Það fyrra verður helgina 13.-15. október og það síðara helgina 20.-22. október.

Lesa meira
 

KSÍ III námskeið haldið í janúar 2018 - 26.9.2017

Vinsamlegast athugið að KSÍ III þjálfaranámskeið sem halda átti í nóvember á þessu ári hefur verið fært aftur til janúar 2018, n.t.t. helgina 5.-7. janúar. Allar dagsetningar á námskeiðum sem nú þegar liggja fyrir má finna hér...

Lesa meira
 

U21 karla - Eyjólfur Sverrisson hefur valið hópinn fyrir leikina gegn Slóvakíu og Albaníu - 25.9.2017

Eyjólfur Sverrisson, landsliðsþjálfari U21 landsliðs karla, hefur valið hópinn sem mætir Slóvakíu 5. október og Albaníu 10. október í riðlakeppni EM19, en báðir leikirnir fara fram ytra.

Lesa meira
 

Pepsi deild kvenna - Leikur Breiðabliks og Grindavíkur færður - 24.9.2017

Leikur Breiðabliks og Grindavíkur, sem átti að fara fram föstudaginn 29. september klukkan 16:15, hefur verið færður á fimmtudaginn 28. september og verður hann leikinn klukkan 16:15 á Kópavogsvelli.

Lesa meira
 

Pepsi deild karla - Næstsíðasta umferðin fer fram í dag - 24.9.2017

Næstsíðasta umferð Pepsi deildar karla fer fram sunnudaginn 24. september og hefjast allir leikirnir klukkan 14:00. ÍA er nú þegar fallið og gætu Víkingur Ólafsvík fylgt þeim niður ef önnur úrslit verða þeim óhagstæð.

Lesa meira
 

FYLKIR er Inkassso-deildarmeistari 2017 - 23.9.2017

Fylkir varð i dag Inkasso-deildarmeistari 2017 en liðið vann 2-1 sigur á ÍR í lokaumferðinni á meðan Keflavík tapaði 2-1 gegn HK. Fylkir er því meistari með 48 stig.

Lesa meira
 

Pepsi deild kvenna - Þór/KA getur tryggt sér titilinn - 22.9.2017

Næstsíðasta umferð Pepsi deildar kvenna er leikin föstudaginn 22. september og laugardaginn 23. september. Þór/KA getur þar tryggt sér titilinn með sigri í sínum leik, eða ef Breiðablik vinnur ekki Stjörnuna.

Lesa meira
 

Inkasso - Síðasta umferð deildarinnar fer fram laugardaginn 23. september - 22.9.2017

Síðasta umferð Inkasso-deildarinnar fer fram laugardaginn 23. september og hefjast allir leikirnir klukkan 14:00. Ljóst er að Keflavík og Fylkir fara upp í Pepsi deildina og Grótta og Leiknir F. falla í 2. deild. Það er þó enn óráðið hvort Fylkir eða Keflavík vinna titilinn.

Lesa meira
 

Pepsi deild karla - Fjölnir mætir FH í dag - 21.9.2017

Einn leikur er í Pepsi deild karla í dag, en um er að ræða viðureign sem var frestað í 15. umferð. Fjölnir taka á móti FH á Extra vellinum í Grafarvogi og hefst leikurinn klukkan 16:30.

Lesa meira
 

Dómur áfrýjunardómstóls KSÍ í máli Stjörnunnar gegn Breiðablik - 19.9.2017

Áfrýjunardómstóll KSÍ hefur staðfest úrskurð aga- og úrskurðarnefndar í kærumáli nr. 7/2017, Stjarnan gegn Breiðablik, en Stjarnan hafði áfrýjað úrskurði nefndarinnar um að úrslit í leik Breiðablik 1 gegn Stjörnunni í Íslandsmóti  4. flokks kvenna a-liða skyldu standa óbreytt.

Lesa meira
 
Íslenskir stuðningsmenn á Laugardalsvellinum

Ísland - Kósóvó : Miðar fyrir handhafa A og DE skírteina - 19.9.2017

Handhafar A og DE skírteina frá KSÍ fá afhenta aðgöngumiða á leik Íslands og Kósóvó í undankeppni HM A landsliða karla, fimmtudaginn 21. september frá kl.12:00 á hádegi til kl. 16:00, eða á meðan birgðir endast. Miðarnir verða afhentir á skrifstofu KSÍ gegn framvísun skírteinis.

Lesa meira
 

Valur Íslandsmeistari 2017 - 19.9.2017

Valur er Íslandsmeistari karla í knattspyrnu en ekkert lið getur náð Val að stigum þegar tvær umferðir eru eftir af Pepsi-deildinni. Valur er með 44 stig eða 9 stiga forskot í deildinni en Stjarnan kemur næst með 35 stig og þá FH með 34 stig.

Lesa meira
 

Alþjóðaleikar Asparinnar fóru fram 16. september í Egilshöll - 19.9.2017

Alþjóðaleikar íþróttafélagsins Asparinnar fóru fram 16. september síðastliðinn í Egilshöll. Á mótinu kepptu 12 lið og var leikið í tveimur riðlum. Þess má geta að gestalið komu frá Færeyjum og eyjunni Mön, einnig keppti 4. flokkur Fjölnis sem gestalið.

Lesa meira
 

A kvenna - 8-0 sigur á Færeyjum í fyrsta leik í undankeppni HM 2019 - 18.9.2017

Ísland vann stórsigur á Færeyjum í kvöld, en leikurinn endaði 8-0 fyrir Ísland. Stelpurnar stjórnuðu leiknum frá upphafi og var aldrei spurning hvaða lið myndi enda sem sigurvegari í lok leiks.

Lesa meira
 

A kvenna - Byrjunarlið Íslands gegn Færeyjum - 18.9.2017

Freyr Alexandersson hefur valið þá 11 leikmenn sem hefja leik gegn Færeyjum í dag. Þetta er fyrsti leikur Íslands í undankeppni HM 2019.

Lesa meira
 

UEFA Pro þjálfaranámskeið í Svíþjóð - 18.9.2017

KSÍ og Knattspyrnusamband Svíþjóðar hafa komist að samkomulagi um að einn íslenskur þjálfari, með KSÍ A þjálfararéttindi, fái að sitja næsta UEFA Pro þjálfaranámskeið Svía. Námskeiðið hefst í janúar 2018.

Lesa meira
 

Hæfileikamótun KSÍ og N1 á Suðurlandi - 18.9.2017

Hæfileikamótun KSÍ og N1 fer fram á Selfossi föstudaginn 22. september. Æfingarnar eru fyrir stelpur sem eru fæddar 2003 og 2004. Það er Dean Martin sem fer fyrir verkefninu. 

Lesa meira
 

Hæfileikamótun N1 og KSÍ í Reykjavík - 18.9.2017

Hæfileikamótun KSÍ og N1 fyrir stelpur og drengi á höfuðborgarsvæðinu verður í Egilshöll laugardaginn 23. september og sunnudaginn 24. september. Eru þetta æfingar fyrir 2003 og 2004 árganga.

Lesa meira
 

U19 kvenna - Tap fyrir Þjóðverjum í síðasta leik, 0-1 - 18.9.2017

U19 ára lið kvenna lék á mánudaginn síðasta leik sinn í undanriðli sínum fyrir EM 2018. Mótherjar liðsins í dag voru Þýskaland og tapaðist leikurinn 0-1.

Lesa meira
 

Stuðningsmannasvæði fyrir leik Íslands og Færeyja - 18.9.2017

Stuðningsmannasvæði eða Fan Zone verður fyrir leik Íslands gegn Færeyjum í dag, þar sem áhorfendur geta hitað upp fyrir leikina og byggt upp stemningu.

Lesa meira
 
Við erum öll í íslenska landsliðinu!

Undankeppni HM - Ísland mætir Færeyjum kl. 18:15 - Leikskrá - 18.9.2017

Ísland mætir Færeyjum í undankeppni HM 2019 í kvöld og fer leikurinn fram á Laugardalsvelli.  Leikurinn hefst kl. 18:15 og er frítt á völlinn.  Þetta er fyrsti leikur Íslands í þessari undankeppni og jafnframt í fyrsta skiptið sem þessar þjóðir mætast í mótsleik hjá A landsliði kvenna.

Lesa meira
 

Pepsi deild karla - Leik Víkings Ólafsvíkur og Víkings Reykjavíkur frestað - 17.9.2017

Leik Víkings Ó og Víkings R í Pepsi-deild karla sem vera átti í dag hefur verið frestað til morguns.

Lesa meira
 

Pepsi deild karla - Fimm leikir í dag - 17.9.2017

Fimm leikir fara fram í Pepsi deild karla í dag og getur Valur orðið Íslandsmeistari með sigri í leik sínum gegn Fjölni.

Lesa meira
 

KSÍ styrkir söfnunarátak Á allra vörum - 15.9.2017

Leikmenn og þjálfarar A landsliðs kvenna fengu í dag varaglossa að gjöf frá KSÍ. Varaglossarnir eru frá Á allra vörum sem nú standa að söfnunarátaki áttunda sinn.

Lesa meira
 

A kvenna - Fyrsti leikur í undankeppni HM 2019 - 15.9.2017

A landslið kvenna spilar sinn fyrsta leik í undankeppni HM 2019, og sinn fyrsta síðan liðið lék á EM í sumar, mánudaginn 18. september. Mótherjar liðsins í þeim leik eru Færeyjar, en þær eru að taka þátt í undankeppni stórmóts í fyrsta sinn.

Lesa meira
 

U17 karla - Lokahópurinn fyrir EM í Finnlandi - 14.9.2017

Þorlákur Árnason, þjálfari U17 ára landsliðs karla, hefur valið lokahópinn sem keppir í undankeppni EM í Finnlandi dagana 25. september til 4. október nk. Í hópnum eru 2 nýliðar.

Lesa meira
 
ÍR

Knattspyrnudeild ÍR óskar eftir að ráða þjálfara í yngstu flokka deildarinnar - 14.9.2017

Barna og unglingaráð (BUR) Knattspyrnudeildar. ÍR óskar eftir að ráða þjálfara í yngstu flokka deildarinnar. Um er að ræða meðþjálfara hjá 5., 6. og 7. flokkum drengja.

Lesa meira
 

Pepsi deild karla - Heil umferð í dag - 14.9.2017

Heil umferð fer fram fimmtudaginn 14. september í Pepsi deild karla og gæti Valur orðið Íslandsmeistari með hagstæðum úrslitum.

Lesa meira
 

Bílastæði af skornum skammti fyrir Breiðablik - KR - 13.9.2017

Eins og flestum er kunnugt um er Sjávarútvegssýningin í fullum gangi þessa dagana í Smáranum Kópavogi og því verða bílastæði af skornum skammti fyrir leik Breiðabliks og KR í Pepsí deild karla sem fram fer á morgun, fimmtudaginn 14. september.

Lesa meira
 

Úrskurður í máli Stjörnunnar gegn Breiðablik - 13.9.2017

fundi sínum, 12. september síðastliðinn, tók aga- og úrskurðarnefnd KSÍ fyrir mál nr. 7/2017, Stjarnan gegn Breiðablik, vegna leiks liðanna í úrslitakeppni Íslandsmóts í 4. flokki kvenna þann 6. september 2017.

Lesa meira
 

Uppselt á leik Íslands og Kósóvó - 12.9.2017

Uppselt er á leik Íslands og Kósóvó sem fram fer á Laugardalsvelli, mánudaginn 9. október, kl. 18:45. Miðasala fór fram í gegnum miðasölukerfi hjá midi.is og varð uppselt á skömmum tíma eftir að sala hófst.

Lesa meira
 

Árleg skýrsla um milliliði fyrir apríl 2016 til apríl 2017 - 11.9.2017

Í lok marsmánaðar á hverju almanaksári birtir Knattspyrnusamband Íslands opinberlega á heimasíðu sinni, nöfn allra milliliða sem skráðir eru ásamt yfirliti yfir gerninga sem þeir hafa komið að.

Lesa meira
 
Þorvaldur Árnason

Þorvaldur Árnason dæmir erlendis í vikunni - 11.9.2017

Þorvaldur Árnason mun í vikunni dæma leik Liverpool og Sevilla í UEFA Youth League. Leikurinn fer fram í Birkenhead í Englandi. Aðstoðardómarar Þorvaldar í leiknum verða þeir Birkir Sigurðarson og Andri Vigfússon.

Lesa meira
 

Miðasala á leik Íslands og Kósóvó hefst í dag - J, K og L hólf fara einnig í sölu - 11.9.2017

Miðasala á leik Íslands og Kósóvó í undankeppni HM hefst þriðjudaginn 12. september kl. 12:00 á hádegi á miði.is. Þess má geta að miðar í hólf J, K og L fara einnig í sölu til íslenskra stuðningsmanna og eru því fleiri miðar í boði á leikinn.

Lesa meira
 

ÍBV Borgunarbikarmeistari 2017 - 9.9.2017

ÍBV varð í dag Borgunarbikarmeistari kvenna eftir 3-2 sigur á Stjörnunni í framlengdum leik. ÍBV skoraði fyrsta mark leiksins eftir aðeins fjögurra mínútna leik en þar var að verki Cloé Lacasse.

Lesa meira
 

Úrskurður í máli Aftureldingar gegn Selfossi - 9.9.2017

Á fundi sínum, 5. september síðastliðinn, tók aga- og úrskurðarnefnd KSÍ fyrir mál nr. 5/2017, Afturelding gegn Selfossi, vegna leiks liðanna í 3. flokki karla þann 16. ágúst 2017. Kærandi taldi kærða hafa teflt fram ólöglega skipuðu liði.

Lesa meira
 

KSÍ I þjálfaranámskeið á Reyðarfirði - 9.9.2017

Knattspyrnusamband Íslands mun halda KSÍ I þjálfaranámskeið á Reyðarfirði helgina 29. september - 1. október nk. Námskeiðið fer fram í Grunnskóla Reyðarfjarðar og í Fjarðabyggðahöllinni.

Lesa meira
 

Pepsi deild karla - Heil umferð um helgina - 9.9.2017

Heil umferð fer fram í Pepsi deild karla á laugardag og sunnudag. Tveir leikir eru spilaðir á laugardag og einn á sunnudag.

Lesa meira
 

Hæfileikamótun KSÍ og N1 - Vesturland - 8.9.2017

Hæfileikamótun KSÍ og N1 fer fram á Akranesi sunnudaginn 17 september . Æfingarnar eru fyrir drengi og stúlkur sem eru fædd 2003 og 2004. Það er Dean Martin sem fer fyrir verkefninu. 

Lesa meira
 

U17 kvenna - Hópurinn sem mætir Aserbaijan - 8.9.2017

Jörundur Áki Sveinsson, landsliðsþjálfari U17 landsliðs kvenna, hefur valið hóp sem leikur í Undankeppni Evrópumótsins í Aserbaijan um næstu mánaðamót.

Lesa meira
 

Bikarúrslitaráðstefnu aflýst - 7.9.2017

Ráðstefnan sem fyrirhuguð var í tengslum við Bikarúrslitaleik kvenna á laugardaginn hefur verið blásin af. Ástæðan er lítil þátttaka. Lesa meira
 

Inkasso - Keflavík getur tryggt sér sæti í Pepsi deild karla - 7.9.2017

Heil umferð fer fram í vikunni í Inkasso-deildinni og eru fjórir leikir í dag, fimmtudag. Keflavík á möguleika á því að tryggja sér sæti í Pepsi deild karla.

Lesa meira
 

Úrslitaleikur Borgunarbikars kvenna - Stjarnan og ÍBV mætast í dag - 6.9.2017

Stjarnan og ÍBV mætast í úrslitaleik Borgunarbikars kvenna á Laugardalsvelli i dag. Hefst leikurinn klukkan 17:00.

Lesa meira
 

Ísland er með í FIFA 18 tölvuleiknum - 6.9.2017

Samningar hafa náðst á milli EA SPORTS™ og KSÍ um að íslenska karlalandsliðið verði með í FIFA 18 sem er einn vinsælasti tölvuleikur í heimi. Þetta eru góðar fréttir fyrir þá tugi þúsunda spilara sem að spila leikinn hér á landi og auðvitað hina fjölmörgu FIFA spilara um allan heim sem hafa hrifist af leik og árangri liðsins undanfarin misseri.

Lesa meira
 

A karla - Frábær 2-0 sigur á Úkraínu - 5.9.2017

Ísland vann í kvöld frábæran 2-0 sigur á Úkraínu á Laugardalsvelli. Gylfi Sigurðsson skoraði bæði mörk liðsins, fyrra strax í byrjun fyrri hálfleiks og hið seinna á 66. mínútu. Með sigrunum er Ísland komið að nýju upp að hlið Króatíu í efsta sæti riðilsins með 16 stig.

Lesa meira
 

A karla - Byrjunarlið Íslands gegn Úkraínu - 5.9.2017

Heimir Hallgrímsson hefur valið þá 11 leikmenn sem hefja leik gegn Úkraínu í dag. Heimir gerir tvær breytingar á liðinu frá leiknum í Finnlandi á laugardaginn. Sverrir Ingi Ingason kemur í vörnina í stað Kára Árnasonar og Jón Daði Böðvarsson verður fremsti maður í stað Alfreðs Finnbogasonar.

Lesa meira
 

U19 karla - Ísland vann Wales 1-0 - 4.9.2017

U19 ára landslið karla mætti í dag Wales í æfingaleik, en liðin mættust einnig á laugardaginn síðasta og hafði Ísland þá 4-0 sigur. Ísland vann leikinn 1-0 og var það Ástbjörn Þórðarson sem skoraði mark liðsins.

Lesa meira
 

U21 karla - 2-3 tap í fyrsta leik gegn Albaníu - 4.9.2017

U21 árs landslið karla tapaði fyrsta leik sínum í undankeppni EM 2019 í dag, 2-3 gegn Albaníu.

Lesa meira
 

A karla - Ísland mætir Úkraínu í dag - 4.9.2017

Ísland mætir í dag Úkraínu á Laugardalsvelli í undankeppni HM 2018. Hefst leikurinn klukkan 18:45 og fer hann fram á Laugardalsvelli.

Lesa meira
 

Hæfileikamótun KSÍ og N1 - Suðurland - 4.9.2017

Hæfileikamótun KSÍ og N1 fer fram í Selfoss föstudaginn 8. sept.  Æfingarnar eru fyrir stráka sem eru fæddir 2003 og 2004. Það er Dean Martin sem fer fyrir verkefninu. 

Lesa meira
 

Pepsi deild kvenna - 16. umferð fer fram í vikunni - 4.9.2017

16. umferð Pepsi deildar kvenna fer fram mánudaginn 4. september og miðvikudaginn 6. september. Tveir leikir eru í dag, mánudag, og þrír á miðvikudaginn.

Lesa meira
 

Samstarfsverkefni KSÍ og Knattspyrnusambands Hong Kong - 4.9.2017

Nýverið komust KSÍ og Knattspyrnusamband Hong Kong að samkomulagi um samstarf sín á milli. Markmið samstarfsins er að víkka sjóndeildarhring beggja þjóða, skiptast á hugmyndum er snúa að þjálfaramenntun og þjálfun ungra leikmanna, aðferðum og innihaldi í þeim efnum og að þjóðirnar aðstoði hvor aðra við þróun fótboltans í löndunum tveimur.

Lesa meira
 

U19 karla - Ísland mætir Wales í dag - 4.9.2017

U18 ára landslið karla mætir í dag Wales í æfingaleik, en liðið mætust einnig á laugardaginn síðasta og hafði Ísland þá 4-0 sigur. Leikurinn í dag hefst klukkan 16:00 að íslenskum tíma og fer hann fram á Corbett Sport Stadium í Rhyl.

Lesa meira
 

Stuðningsmannasvæði (Fan Zone) við Laugardalsvöll fyrir leikinn gegn Úkraínu - 4.9.2017

Stuðningsmannasvæði eða Fan Zone verður fyrir leik Íslands gegn Úkraínu 5. september, þar sem áhorfendur geta hitað upp fyrir leikina og byggt upp stemningu.

Lesa meira
 

Fótbolti án aðgreiningar / Football without restrictions - 3.9.2017

16. september nk. fer fram alþjóðlegt knattspyrnumót í Egilshöll sem ber yfirskriftina Fótbolti án aðgreiningar / Football without restrictions. Íþróttafélagið Ösp, Íþróttasamband fatlaðra og Knattspyrnusamband Íslands standa að mótinu í sameiningu og eru keppendur bæði fatlaðir og ófatlaðir.

Lesa meira
 

A karla - Viðar Örn kallaður í hópinn - 3.9.2017

Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari, hefur kallað Viðar Örn Kjartansson inn í hópinn sem mætir Úkraínumönnum á Laugardalsvelli, þriðjudaginn 5. september.  Viðar Örn kemur í hópinn í stað Rúriks Gíslasonar sem tekur út leikbann vegna brottvísunar í leiknum gegn Finnum. Lesa meira
 

A karla - Tap í Finnlandi - 2.9.2017

Íslenska landsliðið tapaði 1-0 í Finnlandi í undankeppni HM 2018. Eina mark leiksins kom á 8. mínútu en það var Alexander Ring sem skoraði beint úr aukaspyrnu. Íslenska liðið sótti stíft í leiknum og átti góð tækifæri til að jafna metin en inn vildi boltinn ekki.

Lesa meira
 

U19 karla - 4-0 sigur á Wales í dag - 2.9.2017

U19 ára landslið karla lék í dag æfingaleik við Wales, en leikið var á Corbett Sport Stadium í Rhyl. Leikurinn endaði með 4-0 sigri Íslands.

Lesa meira
 

A karla - Byrjunarlið Íslands gegn Finnum - 2.9.2017

Ísland leikur við Finnland klukkan 16:00 og er byrjunarlið Íslands hefur verið opinberað:

Lesa meira
 

KSÍ I þjálfaranámskeið í september - 1.9.2017

Knattspyrnusamband Íslands mun halda KSÍ I þjálfaranámskeið á höfuðborgarsvæðinu helgina 22.-24. september.

Lesa meira
 

U21 karla - Ísland leikur fyrsta leik sinn í undankeppni EM 2019 - Byrjunarlið Íslands komið - 1.9.2017

U21 árs lið Íslands leikur sinn fyrsta leik í undankeppni EM 2019 á morgun þegar liðið mætir Albaníu. Leikurinn fer fram á Víkingsvelli mánudaginn 4. september og hefst hann klukkan 17:00.

Lesa meira
 

Meistaradeild kvenna - Stjarnan mætir Rossijanka frá Rússland í 32 liða úrslitum - 1.9.2017

Dregið var í 32 liða úrslit Meistaradeildar kvenna í dag og var Stjarnan í neðri styrkleikaflokki. Garðbæingar drógust gegn Rossijanka frá Rússlandi.

Lesa meira
 

Úrslitakeppnir yngri flokka hefjast um helgina - 1.9.2017

Úrsiltakeppnir yngri flokka hefjast um helgina og er leikið á völlum um allt land. Í fréttinni má finna upplýsingar um úrslitakeppnir helgarinnar, en hægt verður að sjá framtíðarleikmenn landsins á völlum landsins.

Lesa meira
 

Úrslitakeppni 4. deildar karla hefst um helgina - 1.9.2017

Úrslitakeppni 4. deildar karla hefst um helgina, laugardaginn 2. september, og fara fram fjórir leikir klukkan 14:00.

Lesa meira
 

Úrskurður í máli Vals gegn Fjölni - 1.9.2017

Á fundi sínum, 1. september síðastliðinn, tók aga- og úrskurðarnefnd KSÍ fyrir mál nr. 6/2017, Valur gegn Fjölni, vegna leiks liðanna í 5. flokki karla þann 26. ágúst 2017. Kærandi taldi kærða hafa teflt fram ólöglega skipuðu liði. 

Lesa meira
 

Úrskurður í máli Fylkis og ÍBV - 1.9.2017

Á fundi sínum, 22. ágúst síðastliðinn, tók aga- og úrskurðarnefnd KSÍ fyrir mál nr. 4/2017, Fylkir gegn ÍBV, vegna leiks liðanna í 2. flokki kvenna þann 1. ágúst 2017. Kærandi taldi kærða hafa teflt fram ólöglega skipuðu liði.

Lesa meira
 

A karla - Ísland mætir Finnlandi á laugardag - 1.9.2017

A-landslið karla mætir Finnlandi á morgun, laugardaginn 2. september, í undankeppni HM 2018. Leikurinn fer fram í Tampere í Finnlandi og hefst klukkan 16:00 að íslenskum tíma.

Lesa meira
 
Áhorfendur á Ísland-Tyrkland

Ósóttir miðar afhentir á Passion í Tampere - 1.9.2017

Nokkuð er um ósóttar miðapantanir á leik Finnlands og Íslands í undankeppni HM en leikið verður í Tampere á morgun, laugardaginn 2. september.  Stuðningsmenn Íslands ætla að hittast á veitingastaðnum Passion og þar geta þeir sem eiga eftir að sækja sína miða  nálgast þá á milli kl. 13 - 15. Lesa meira
 
Þóroddur Hjaltalín

Þóroddur dæmir í Noregi - 1.9.2017

Þóroddur Hjaltalín mun dæma leik Noregs og Ísrael í undankeppni EM U21 karla, en leikið verður í Drammen í Noregi. Þóroddi til aðstoðar verða þeir Frosti Viðar Gunnarsson og Birkir Sigurðarson. Fjórði dómari leiksins verður Ívar Orri Kristjánsson.

Lesa meira
 Fréttir
Aðildarfélög
Aðildarfélög