Fréttir

Þorvaldur dæmir hjá Gíbraltar - 31.8.2017

Þorvaldur Árnason mun dæma leik Gíbraltar og Bosníu og Herzegovinu í undankeppni HM 2018, en leikið verður í Faro sunnudaginn 3. september. Þorvaldi til aðstoðar verða þeir Jóhann Gunnar Guðmundsson og Gylfi Már Sigurðsson, en fjórði dómari er Gunnar Jarl Jónsson.

Lesa meira
 

U17 karla - Æfingahópur vegna undirbúnings fyrir undankeppni Evrópumótsins - 31.8.2017

Þorlákur Árnason, landsliðsþjálfari U17 karla, hefur valið eftirfarandi leikmenn til þátttöku á æfingum dagana 8.- og 9.september. Eru æfingarnar liður í undirbúningi fyrir undankeppni Evrópumótsins, en Ísland mun leika í Finnlandi.

Lesa meira
 

Hæfileikamótun N1 og KSÍ á Norðurlandi - 31.8.2017

Þessa dagana er Hæfileikamótun N1 og KSÍ að fara af stað og er það Dean Martin sem fer fyrir verkefninu. Verður hún föstudaginn 1. september á Akureyri.

Lesa meira
 

Pepsi kvenna - 15. umferð klárast með fjórum leikjum - 30.8.2017

15. umferð Pepsi deildar kvenna klárast í dag, miðvikudaginn 30. ágúst, með fjórum leikjum.

Lesa meira
 

Inkasso - heil umferð í vikunni - 30.8.2017

Heil umferð fer fram í vikunni í Inkasso-deildinni og hefst hún í dag með fjórum leikjum, en einnig er leikið á fimmtudag og laugardag.

Lesa meira
 

Útskrift af nýrri þjálfaragráðu - 30.8.2017

Sunnudaginn 27. ágúst útskrifuðust 11 þjálfarar með KSÍ Afreksþjálfun Unglinga (UEFA Elita A Youth) þjálfaragráðu. Eins og nafnið gefur til kynna er efni námskeiðsins helgað því hvernig vinna skuli með efnilegum leikmönnum á aldrinum 15-19 ára.

Lesa meira
 

Ungmennadeild UEFA - Breiðablik mætir Legia Varsjá - 29.8.2017

Í dag var dregið í fyrstu umferð Ungmennadeildar UEFA en dregið var í höfuðstöðvum UEFA.  Breiðablik er fulltrúi Íslands í keppninni, sem Íslandsmeistari í 2. flokki karla, og drógust gegn Legia Varsjá frá Póllandi.

Lesa meira
 
A landslið kvenna

A kvenna - Hópurinn sem mætir Færeyjum í undankeppni HM - 29.8.2017

Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari, hefur valið hópinn sem mætir Færeyjum í undankeppni HM.  Leikið verður á Laugardalsvelli, mánudaginn 18. september kl. 18:15 en þetta er fyrsti leikur íslenska liðsins í undankeppni fyrir HM í Frakklandi 2019.

Lesa meira
 

A karla – Landsliðið er mætt til Finnlands - 28.8.2017

Leikmenn A landsliðs karla eru nú komnir til Finnlands og dvelja næstu daga í Helsinki þar sem liðið undirbýr sig fyrir leikina mikilvægu gegn Finnlandi og Úkraínu í undankeppni HM 2018.

Lesa meira
 

Vilhjálmur Alvar og Oddur Helgi dæma á móti í Finnlandi - 28.8.2017

Vilhjálmur Alvar Þórarinsson dómari og Oddur Helgi Guðmundsson aðstoðardómari verða næstu dag við störf í vináttumóti U19 landsliða karla. Mótið sem þeir eru að dæma á fer fram í Finnlandi og auk heimamanna taka þátt lið Hollands, Belgíu og Portúgal.

Lesa meira
 
Stjarnan

Meistaradeild kvenna - Stjarnan í 32 liða úrslit - 28.8.2017

Stjarnan tryggði sér sæti í 32 liða úrslitum Meistaradeildar kvenna í dag þegar liðið lagði Osijek frá Króatíu í lokaumferð undanriðilsins sem leikinn var í Króatíu.  Lokatölur urðu 0 - 1 fyrir Stjörnuna eftr að markalaust var í leikhléi.  Katrín Ásbjörnsdóttir skoraði sigurmarkið á 69. mínútu leiksins.

Lesa meira
 

A karla - Ósóttir miða á leikinn gegn Finnlandi - 28.8.2017

KSÍ vill benda miðakaupendum að enn eru ósóttir miðar fyrir leikinn gegn Finnlandi á skrifstofu KSÍ. Síðasti dagur til að sækja þá er á morgun, þriðjudaginn 29. ágúst.

Lesa meira
 

U-18 karla - Ísland endaði í 4. sæti á móti í Tékklandi - 28.8.2017

U-18 ára landslið karla tók í síðustu viku þátt í átta liða móti í Tékklandi þar sem það var í riðli með Tékklandi, Slóvakíu og Úkraínu. Ísland endaði mótið í 4. sæti, eftir tap fyrir Bandaríkjunum í leik um 3.-4. sæti.

Lesa meira
 

Meistaradeild kvenna - Stjarnan leikur síðasta leik sinn í dag - 28.8.2017

Stjarnan leikur í dag þriðja, og síðasta, leik sinn í sínum riðli í forkeppni Meistaradeildar Evrópu. Leikur dagsins er gegn ZNK Osijek, en riðillinn fer einmitt fram á heimavelli þess í Króatíu. Hefst leikurinn klukkan 15:00.

Lesa meira
 

Heil umferð í Pepsi deild karla í dag - 27.8.2017

Það fer fram heil umferð í Peps deild karla í dag, en einnig eru leikir í Pepsi deild kvenna, 1. deild kvenna og 2. deild kvenna.

Lesa meira
 

A karla – Hópurinn sem mætir Finnlandi og Úkraínu - 25.8.2017

Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari, hefur valið hópinn sem mætir Finnlandi og Úkraínu í undankeppni HM 2018. Leikurinn gegn Finnum fer fram í Tampere laugardaginn 2. september og hefst kl. 16:00 að íslenskum tíma en leikurinn gegn Úkraínu verður á Laugardalsvelli þriðjudaginn 5. september kl. 18:45.

Lesa meira
 

Meistaradeild kvenna - Stjarnan leikur gegn ZFK Istanov í dag - 25.8.2017

Stjarnan leikur í dag annan leik sinn í sínum riðli í forkeppni Meistaradeildar Evrópu. Í fyrsta leik sínum unnu þær KÍ frá Færeyjum 9-0, en í dag mæta þær ZFK Istanov frá Makedóníu. Þær töpuðu fyrsta leik sínum 7-0 fyrir Osijek.

Lesa meira
 

U19 kvenna - Hópurinn valinn fyrir undankeppni Evrópumótsins - 24.8.2017

Þórður Þórðarson, landsliðsþjálfari U-19 kvenna, hefur valið landsliðshópinn sem leikur í undankeppni Evrópumótsins sem leikinn verður í Þýskalandi 10.-19. september næstkomandi.

Lesa meira
 

Evrópudeildin - FH mætir Braga í seinni leik liðanna í dag - 24.8.2017

FH mætir í dag Braga í seinni leik liðanna í lokaumferð forkeppni Evrópudeildarinnar, en leikið er á Estadio Municipal de Braga í Braga. Hefst leikurinn klukkan 18:45.

Lesa meira
 

Ráðningarferli knattspyrnuþjálfara, atriði til íhugunar - 23.8.2017

Nú líður að háannatímabili í ráðningarmálum knattspyrnuþjálfara. Af því tilefni vill stjórn Knattspyrnuþjálfarafélags Íslands (KÞÍ) beina nokkrum atriðum/heilræðum til þjálfara og íþróttafélaga við ráðningarferli þjálfara.

Lesa meira
 

Félög hvött til þess að fara yfir leikskýrsluskráningar - 23.8.2017

Nú fer að síga á seinni hlutann í riðlakeppni Íslandsmóta yngri flokka og eru því úrslitakeppnir handan við hornið.  Mikilvægt er að félög séu með leikskýrsluskráningar á hreinu og vandi til verka þar, ekki síst þau félög sem eru líkleg til að vera í úrslitakeppnum.  Lesa meira
 
Knattspyrna á Íslandi

4. deild karla - Hvaða félög fara í úrslitakeppnina? - 23.8.2017

Línur eru farnar að skýrast í 4. deild karla en ennþá er hart barist um sæti í úrslitakeppninni. Lokaleikir riðlakeppninnar fara fram núna um komandi helgi og eftir hana verður ljóst hvaða félög mætast í 8 liða úrslitum og keppa um 2 sæti í 3. deild karla að ári. Lesa meira
 

U18 karla - Góður sigur á Slóvökum - 23.8.2017

Strákarnir í U18 lögðu Slóvaka í öðrum leik sínum á Tékklandsmótinu og urðu lokatölur 3 - 0 eftir að íslenska liðið hafði leitt með tveimur mörkum í leikhléi.  Dagur Dan Þórhallsson skoraði 2 mörk úr vítaspyrnum í fyrri hálfleik og Ágúst Hlynsson bætti við þriðja markinu undir lok leiksins. Lesa meira
 

Evrópudeild UEFA - FH sækir Braga heim - 23.8.2017

Íslandsmeistarar FH mæta Braga frá Portúgal í seinni viðureign félaganna í umspili fyrir riðlakeppni Evrópudeildar UEFA, fimmtudaginn 24. ágúst.  Leikið verður á Estadio Municipal vellinum í Braga og hefst leikurinn kl. 18:45 að íslenskum tíma.

Lesa meira
 
Merki Meistaradeildar UEFA kvenna

Meistaradeild UEFA - Stórsigur Stjörnunnar á Klakksvík - 23.8.2017

Stjarnan er um þessar mundir í Króatíu þar sem þær leika í undankeppni Meistaradeildar UEFA.  Fyrsti leikur Stjörnunnar var gegn Klakksvík frá Færeyjum og höfðu Stjörnustúlkur umtalsverða yfirburði í leiknum sem lyktaði með 9 - 0 sigri, eftir að staðan í leikhléi hafði verið 7 - 0. Lesa meira
 

Ósóttir miðar á Finnland - Ísland - 23.8.2017

Enn er nokkuð af miðum sem bíða afhendingar á leik Finnlands og Íslands í undankeppni HM en leikurinn fer fram í Tampere, laugardaginn 2. september.  Þeir sem keyptu miðana í gegnum miðasölukerfi hja midi.is þurfa að sækja miðana á skrifstofu KSÍ á Laugardalsvelli á milli 08:30 og 16:00. Lesa meira
 

Leikið gegn Tyrklandi á Eskişehir Yeni Stadyumu - 23.8.2017

Ísland leikur gegn Tyrklandi föstudaginn 6. október í undankeppni HM 2018. Tyrkir hafa nú staðfest hvar leikurinn fer fram, en hann verður á Eskişehir Yeni Stadyumu í Eskisehir.

Lesa meira
 

Úrslitaleikur Borgunarbikars kvenna verður laugardaginn 9. september - 23.8.2017

Ákveðið hefur verið að færa úrslitaleik Borgunarbikars kvenna af föstudeginum 8. september til laugardagsins 9. september. Er þetta gert til að auðvelda stuðningsmönnum ÍBV að mæta á leikinn.

Lesa meira
 

U18 karla - Tap í fyrsta leik gegn heimamönnum - 22.8.2017

Strákarnir í U18 töpuðu fyrsta leik sínum á Tékklandsmótinu í dag en leikið var gegn heimamönnum.  Lokatölur urðu 3 - 0 fyrir Tékka en það er skammt stórra högga á milli því að strákarnir eru aftur á ferðinni í fyrramálið þegar leikið verður gegn Slóvakíu.  Sá leikur hefst kl. 09:00 að íslenskum tíma.

Lesa meira
 

U21 karla - Hópurinn sem mætir Albaníu 4. september - 22.8.2017

Eyjólfur Sverrisson, landsliðsþjálfari U21 landsliðs karla, hefur valið hópinn sem mætir Albaníu í riðlakeppni EM19 á Vikingsvelli 4. september.

Lesa meira
 

ÍR óskar eftir að ráða þjálfara - 22.8.2017

Barna og unglingaráð (BUR) yngri flokka knd. ÍR óskar eftir að ráða þjálfara í yngstu flokka deildarinnar. Um er að ræða þjálfara í 5., 6. og 7. flokkum drengja. Lesa meira
 

Stjarnan hefur leik í dag í Meistaradeild kvenna - 22.8.2017

Stjarnan hefur í dag leik í forkeppni Meistaradeildar kvenna, en liðið er með KÍ frá Færeyjum, ZFK Istanov frá Makedóníu og ZNK Osijek frá Króatíu í riðli. Riðillinn er leikinn í Króatíu, en leikið er í dag, föstudaginn 25. ágúst og mánudaginn 28. ágúst.

Lesa meira
 

U18 karla - Ísland hefur leik í Tékklandi í dag - Byrjunarlið Íslands - 22.8.2017

Þorvaldur Örlygsson, landsliðsþjálfari U18 landsliðs karla, hefur valið landsliðshóp sem tekur þátt í alþjóðlegu móti í Tékklandi síðar í þessum mánuði.

Lesa meira
 
Áhorfendur á Ísland-Tyrkland

Ísland - Úkraína : Miðar fyrir handhafa A og DE skírteina - 21.8.2017

Handhafar A og DE skírteina frá KSÍ fá afhenta aðgöngumiða á leik Íslands og Úkraínu í undankeppni HM A landsliða karla, fimmtudaginn 24. ágúst frá kl. 12:00 á hádegi til kl. 16:00, eða á meðan birgðir endast. Miðarnir verða afhentir á skrifstofu KSÍ gegn framvísun skírteinis.

Lesa meira
 

Fjöldi leikja á knattspyrnuvöllum landsins um helgina - 19.8.2017

Það er nóg um að vera á knattspyrnuvöllum landsins um helgina.

Lesa meira
 
U19 landslið karla

U19 karla - hópur valinn fyrir leiki gegn Wales - 18.8.2017

Þorvaldur Örlygsson, landsliðsþjálfari U19 karla, hefur valið landsliðshóp sem leikur tvo vináttuleiki við Wales 2. og 4. september næstkomandi.

Lesa meira
 

FH tapaði 1-2 fyrir Braga á Kaplakrikavelli - 17.8.2017

FH tapaði í dag fyrri leik sínum gegn Braga í lokaumferð forkeppni Evrópudeildarinnar, 1-2.

Lesa meira
 

Úrskurður í máli Einherja gegn KA - 16.8.2017

Á fundi sínum, 15. ágúst síðastliðinn, tók aga- og úrskurðarnefnd KSÍ fyrir mál nr. 2/2017 Einherji gegn KA vegna leiks liðanna í 4. flokki kvenna. Kærandi taldi kærða hafa teflt fram ólöglega skipuðu liði.

Lesa meira
 

Uppselt er á leik Íslands og Úkraínu - 16.8.2017

Uppselt er á leik Íslands og Úkraínu sem fram fer á Laugardalsvelli, þriðjudaginn 5. september, kl. 18:45. Miðasala fór fram í gegnum miðasölukerfi hjá midi.is og varð uppselt á skömmum tíma eftir að sala hófst.

Lesa meira
 

Bryndís Einarsdóttir ráðin fjármálastjóri KSÍ - 16.8.2017

Bryndís Einarsdóttir hefur verið ráðin fjármálastjóri KSÍ og hefur hún störf 1. október næstkomandi. Bryndís var valin úr hópi rúmlega 70 umsækjenda um starfið en umsjón ráðningaferlisins var í höndum Capacent.

Lesa meira
 

Hæfileikamótun KSÍ og N1 - Suðurnes - 16.8.2017

Hæfileikamótun KSÍ og N1 fer fram í Grindavík föstudaginn 18. ágúst.  Æfingarnar eru fyrir stráka og stelpur sem eru fædd 2003 og 2004. Það er Dean Martin sem fer fyrir verkefninu. 

Lesa meira
 

FH mætir Braga í lokaumferð forkeppni Evrópudeildarinnar í dag - 16.8.2017

FH leikur fyrri leik sinn gegn Braga í síðustu umferð forkeppni Evrópudeildarinnar í dag. Leikurinn fer fram á Kaplakrikavelli og hefst klukkan 17:45.

Lesa meira
 

Stjarnan og ÍBV leika til úrslita í Borgunarbikar kvenna - 15.8.2017

ÍBV og Stjarnan munu leika til úrslita í Borgunarbikar kvenna, en leikurinn fer fram föstudaginn 8. september og hefst hann klukkan 19:15.

Lesa meira
 

Vel heppnuð bikarúrslitaráðstefna KSÍ og KÞÍ - 15.8.2017

KSÍ og KÞÍ stóðu fyrir ráðstefnu í tengslum við bikarúrslitaleik FH og ÍBV sem fram fór á laugardaginn. Dagskráin var metnaðarfull og um 50 þjálfarar mættu á ráðstefnuna. Aðalfyrirlesari þetta árið var Þjóðverjinn Bernd Stöber, en hann er yfirmaður þjálfaramenntunar hjá þýska knattspyrnusambandinu.

Lesa meira
 

Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst í dag, miðvikudaginn 16. ágúst - 14.8.2017

Miðasala á leik Íslands og Úkraínu í undankeppni HM hefst í dag, miðvikudaginn 16. ágúst, kl. 12:00 á hádegi. Leikurinn fer fram þriðjudaginn 5. september, kl. 18:45, á Laugardalsvelli og fer miðasalan fram í gegnum miðasölukerfi hjá www.midi.is.

Lesa meira
 

Fjórir leikir í Pepsi deild karla í dag - 13.8.2017

Fjórir leikir fara fram í Pepsi deild karla í dag, en einnig er leikið í 1. deild kvenna og 4. deild karla.

Lesa meira
 

Undanúrslit Borgunarbikars kvenna í dag - 12.8.2017

Undanúrslit í Borgunarbikars kvenna fara fram í dag og verður án efa hart barist. ÍBV og Grindavík mætast á Vestmannaeyjavelli klukkan 14:00 og Stjarnan og Valur mætast á Samsung vellinum klukkan 16:00. Sigurvegarar leikjanna mætast síðan í úrslitaleik þann 8. september á Laugardalsvelli.

Lesa meira
 

ÍBV Borgunarbikarmeistari karla árið 2017 - 12.8.2017

ÍBV sigraði FH 1-0 í úrslitaleik Borgunarbikars karla á Laugardalsvelli í dag. Vestmannaeyingar komu öflugir til leiks og höfðu yfirhöndina í fyrri hálfleiknum. Eina mark leiksins kom á 37. mínútu þegar Gunnar Heiðar Þorvaldsson skoraði eftir góða skyndisókn og frábæra sendingu frá Kaj Leo í Bartalsstovu.

Lesa meira
 

Leikskrá fyrir úrslitaleik Borgunarbikars karla - 12.8.2017

Út er komin leikskrá fyrir úrslitaleik Borgunarbikars karla sem fram fer í dag á Laugardalsvelli. Í leikskránni má finna upplýsingar um leikinn og liðin sem leika til úrslita.

Lesa meira
 

HM 2018 - Miðar á leik Íslands og Finnlands - 10.8.2017

Miðar sem keyptir voru á leik Íslands og Finnlands í undankeppni HM 2018 eru á leiðinni til landsins og mun afhending þeirra hefjast á þriðjudaginn næstkomandi, 15. ágúst.

Lesa meira
 

Bikarúrslitaráðstefna KÞÍ og KSÍ 12. ágúst 2017 - 10.8.2017

Líkt og undanfarin ár munu Knattspyrnuþjálfarafélag Íslands og Knattspyrnusamband Íslands standa fyrir veglegri ráðstefnu í tengslum við úrslitaleik Borgunarbikars karla sem fram fer laugardaginn 12. ágúst.

Lesa meira
 

Leikið til úrslita í Borgunarbikar karla í dag! - 9.8.2017

Úrslitaleikur Borgunarbikars karla fer fram í dag, 12. ágúst. Þar mætast FH og ÍBV á Laugardalsvelli, en leikurinn hefst klukkan 16:00.

Lesa meira
 

Dómarar frá Wales að störfum á leik ÍA - KR - 7.8.2017

Nick Pratt frá Wales dæmir leik ÍA og KR í Pepsi-deild karla þriðjudaginn 8. ágúst. Annar af aðstoðardómurunum kemur einnig frá Wales og heitir Ashley Davis.

Lesa meira
 

U16 karla - Noregur Norðurlandameistari - 5.8.2017

Noregur varð í dag Norðurlandameistari U16 karla eftir 4-1 sigur á Danmörku í úrslitaleik mótsins, en leikið var á Floridana-vellinum. Ísland lék um 5.-6. sætið gegn Finnlandi á Alvogen-vellinum og endaði sá leikur 2-2, en Finnar unnu síðan í vítaspyrnukeppni.

Lesa meira
 

Þúsundir skemmtu sér vel á The Super Match - 4.8.2017

Mörg þúsund manns skemmtu sér vel á Super Match á Laugardalsvelli í dag þar sem West Ham og Manchester City leiddu saman hesta sína.

Lesa meira
 

FH mætir Braga í lokaumferð forkeppni Evrópudeildarinnar - 4.8.2017

Búið er að draga í lokaumferð forkeppni Evrópudeildarinnar og voru FH í pottinum. Ljóst var fyrir drátt að mögulegir mótherjar þeirra væru Braga, Salzburg, Midtjylland, Athletic Bilbao eða Everton.

Lesa meira
 

U16 karla - Ísland tapaði fyrir Póllandi í dag - 3.8.2017

Ísland tapaði í dag 1-2 fyrir Póllandi í þriðja, og síðasta, leik riðlakeppninnar á opna Norðurlandamótinu en leikið var á Nesfisk-vellinum í Garði. Ísland endaði því í þriðja sæti riðilsins á eftir Noregi og Póllandi, en Noregur vann Norður Írland 3-2 í dag.

Lesa meira
 

Pepsi-deild kvenna – Leikur Grindavíkur og Stjörnunnar fer fram í dag - 3.8.2017

Vegna þátttöku Stjörnunnar í forkeppni Meistaradeildar kvenna fer leikur Grindavíkur og Stjörnunnar í Pepsi-deild kvenna fram í dag. Leikurinn hefst kl. 19:15 á Grindavíkurvelli.

Lesa meira
 

U16 karla - Ísland mætir Póllandi á Nesfisk-vellinum í dag - 3.8.2017

Þriðji, og síðasti, leikur strákanna okkar á Norðurlandamóti U16 ára landsliða fer fram á Nesfisk-vellinum í Garði í dag og hefst hann klukkan 16:00. Ísland mætir þá Póllandi, en með sigri mun Ísland spila úrslitaleik mótsins á laugardaginn.

Lesa meira
 

FH tapaði með gegn Maribor - 3.8.2017

FH tapaði seinni leik sinum við Maribor 0-1 á Kaplakrika og því samanlagt 2-0. FH er því úr leik í Meistaradeildinni en Maribor fer í umspil um sæti í riðlakeppni Meistaradeildarinnar.

Lesa meira
 

Opin æfing fyrir miðahafa The Super Match - 2.8.2017

Þeir sem hafa tryggt sér miða á stórleik Manchester City og West Ham sem fram fer á föstudaginn er boðið að mæta og horfa á æfingu hjá liðunum á morgun, fimmtudag. Liðin æfa á Laugardalsvelli og veitir aðgöngumiði aðgang í austur-stúku (nær Valbjarnarvelli) á æfingar liðanna, en gengið er inn í suðurenda stúkunnar.

Lesa meira
 

Breytingar á reglugerð - Viðræður við leikmenn - 2.8.2017

Á fundi stjórnar KSÍ 13. júlí sl. samþykkti stjórn KSÍ breytingar á reglugerð KSÍ um félagaskipti, samninga og stöðu leikmanna og félaga. Breytingar þessar eru til samræmis við samþykktir ársþings KSÍ 2016 og snúa að reglum um hvenær megi hefja viðræður við leikmenn.

Lesa meira
 

U16 karla - Ísland gerði jafntefli við Noreg - 1.8.2017

Opna Norðurlandamót U17 drengja hélt áfram í dag þegar 2. umferð riðlakeppninnar var leikin. Mótið fer fram hér á landi á Suðurnesjum og Suðurlandi.

Lesa meira
 

U16 karla – Ísland mætir Noregi í dag á Vogabæjarvelli - 1.8.2017

Annar leikur strákanna okkar á opna Norðurlandamóti U16 ára landsliða karla fer fram á Vogabæjarvelli í dag og hefst hann kl. 16:00. Ísland mætir þá Noregi en bæði liðin unnu fyrsta leik sinn í riðlinum sem fram fór á föstudag.

Lesa meira
 Fréttir
Aðildarfélög
Aðildarfélög