Fréttir

A kvenna - Miðasala á leik Íslands og Brasilíu hefst klukkan 12:00 - 30.5.2017

Stelpurnar okkar leika kveðjuleik á Laugardalsvelli gegn Brasilíu áður en haldið er á EM í Hollandi. Þetta er engin smáleikur en Brasilía, eitt besta landsliðs heims, mætir á Laugardalsvöllinn og etur kappi við stelpurnar okkar.

Lesa meira
 

Breytingar á reglugerðum KSÍ - 30.5.2017

Á fundi stjórnar KSÍ 24. maí sl. voru samþykktar breytingar á reglugerð KSÍ um knattspyrnumót annars vegar og reglugerð KSÍ um knattspyrnuleikvanga hins vegar.

Lesa meira
 

Borgunarbikarinn - 16 liða úrslit karla og kvenna framundan - 30.5.2017

Framundan eru 16 liða úrslit Borgunarbikars karla og kvenna og eru það karlarnir sem hefja leik í kvöld þegar lið Gróttu sækir Skagamenn heim á Norðurálsvöllinn.

Lesa meira
 

U21 karla - Vináttuleikur við Englendinga - 29.5.2017

Búið er að semja við England um vináttulandsleik ytra. Leikið verður 10. júní kl. 11:00 á St Georg´s Park æfingasvæði Englendinga. Leikurinn er liður í undirbúningi Íslands fyrir næsta EM og liður í undirbúningi U21 Englands fyrir lokakeppni EM í Póllandi í sumar.

Lesa meira
 

Hæfileikamótun KSÍ og N1 - Austurland - 29.5.2017

Hæfileikamótun KSÍ og N1 fer fram á Egilsstöðum laugardaginn 3. júní. Æfingarnar eru fyrir stráka og stúlkur sem eru fædd 2003 og 2004. Það er Dean Martin sem fer fyrir verkefninu. 

Lesa meira
 

U17 karla - Æfingahópur vegna undirbúnings fyrir NM U17 á Íslandi - 29.5.2017

Þorlákur Árnason, landsliðsþjálfari U17 karla, hefur valið eftirfarandi leikmenn til þátttöku á æfingum dagana 14.- og 15.júní. 

Lesa meira
 

A kvenna - Hópurinn sem mætir Írlandi og Brasilíu - 26.5.2017

Freyr Alexandersson, landliðsþjálfari, hefur valið hópinn sem leikur vináttuleiki við Írland og Brasilíu en leikirnir eru hluti af undirbúningi Íslands fyrir EM í Hollandi. Fyrri leikurinn fer fram þann 8. júní en seinni leikurinn er kveðjuleikur Íslands og er hann gegn Brasilíu þann 13. júní á Laugardalsvelli.

Lesa meira
 

Úrtökumót fyrir drengi á Akranesi 12.-16. júní 2017 - 26.5.2017

Úrtökumót KSÍ fyrir drengi fer fram á Akranesi, dagana 12. - 16. júní. Umsjón með mótinu hefur Dean Martin U16 þjálfari . Félög leikmanna og leikmenn eru beðnir um að kynna sér eftirfarandi upplýsingar:

Lesa meira
 

U19 kvenna - Hópurinn sem tekur þátt í milliriðli EM - 26.5.2017

Þórður Þórðarson, landsliðsþjálfari U-19 kvenna, hefur valið hópinn sem tekur þátt í milliriðli Evrópumótsins í Þýskalandi 4.-13. júní næstkomandi. Ísland leikur í riðli með Þýskalandi, Sviss og Póllandi. 

Lesa meira
 

Borgunarbikar kvenna - Bikarmeistarar Breiðabliks fá Þór/KA í heimsókn - 24.5.2017

Í dag var dregið í 16 liða úrslitum Borgunarbikars kvenna og fór drátturinn fram í höfuðstöðvum KSÍ.  Handhafar titilsins, Breiðablik, mæta Þór/KA á Kópavogsvelli.

Lesa meira
 

Borgunarbikar kvenna - Leikið í dag (mánudag) og á morgun - 22.5.2017

Það er leikið í Borgunarbikar kvenna í dag, mánudag, og á morgun en dregið er í 16-liða úrslitum á miðvikudaginn. Fjölmargir áhugaverðir leikir eru í boði en 6 lið komast áfram í 16-liða úrslit en þá koma einnig inn öll liðin úr Pepsi-deildinni.

Lesa meira
 

Frábær stemning á Íslandsleikum Special Olympics - 22.5.2017

Hinir árlegu Íslandsleikar Special Olympics í fótbolta voru haldnir á Þróttarvellinum í Laugardal um helgina en Íslandsleikar Special Olympics eru samstarfsverkefni ÍF og KSÍ.

Lesa meira
 

A karla - Aukamiðar á Finnland - Ísland í sölu þann 24. maí - 19.5.2017

Mikill áhugi er á leik Finnlands og Íslands í undankeppni HM en leikurinn fer fram þann 2. september í Tampere í Finnlandi. Allir miðar á svæði stuðningsmanna Íslands seldist upp þegar þeir fóru í sölu og óskaði KSÍ eftir fleiri miðum. Það bar árangur og fara 400 miðar í sölu n.k. miðvikudag.

Lesa meira
 

Borgunarbikarinn - Bikarmeistararnir mæta Stjörnunni - 19.5.2017

Dregið var í sex­tán liða úr­slit Borg­un­ar­bik­arsin í dag. Fjölmargar áhugaverðar viðureignir verða í umferðinni en bikarmeistarar Vals mæta Stjörnunni að þessu sinni.

Lesa meira
 

A kvenna - Ísland leikur við Brasilíu þann 13. júní - 19.5.2017

Kvennalandsliðið mun mæta Brasilíu í vináttuleik þann 13. júní en þetta verður kveðjuleikur íslenska liðsins áður en haldið er á EM í Hollandi. Samningur milli KSÍ og brasilíska knattspyrnusambandsins um leikinn var undirritaður í gærkvöldi.

Lesa meira
 
Knattþrautir í Vestmannaeyjum

Knattþrautir KSÍ - 18.5.2017

Knattþrautir KSÍ hafa komið út öðru hvoru undanfarna áratugi og hafa alltaf verið vinsælar. Aðalmarkmiðið með knattþrautunum er að fá börn til að vera dugleg að æfa knatttækni sína og fá þjálfara til að leggja áherslu tækniþjálfun í þjálfuninni hjá sér.

Lesa meira
 

Íslensk útgáfa af knattspyrnulögunum 2017-2018 - 17.5.2017

Hér á vefsvæði KSÍ má finna uppfærða íslenska útgáfu af knattspyrnulögum FIFA 2017/2018. Sem fyrr er það Gylfi Þór Orrason sem hefur veg og vanda með útgáfunni.

Lesa meira
 

Hólmfríður Magnúsdóttir heimsótti Hvammstanga og Vík í Mýrdal - 17.5.2017

Landsliðskonan Hólmfríður Magnúsdóttir er þessa dagana á ferðalagi um landið á vegum KSÍ. Tilgangur ferðarinnar er að vekja áhuga og athygli stúlkna og drengja á kvennalandsliðinu nú í aðdraganda EM.

Lesa meira
 

32 liða úrslit Borgunarbikars karla hefjast í dag - 16.5.2017

32 liða úrslit Borgunarbikars karla hefjast í dag með fjórum leikjum. Kl. 18:00 mætast Þór og Ægir á Þórsvelli, Kl. 19:15 verða tveir leikir, Leiknir R. tekur á móti Þrótti R. og Selfoss tekur á móti Kára. Kl. 20:00 hefst svo leikur Berserkja og Gróttu á Víkingsvelli. 

Lesa meira
 

KSÍ VI þjálfaranámskeið 2017 - 15.5.2017

Næsta haust mun Knattspyrnusamband Íslands halda KSÍ VI þjálfaranámskeið. Fyrsti hluti námskeiðsins er leikgreiningarnámskeið helgina 23.-24. september. Síðari hluti námskeiðsins verður svo í Danmörku dagana 25.-31. október 2017.

Lesa meira
 

Ísland - Króatía : Miðar fyrir handhafa A og DE skírteina - 15.5.2017

Handhafar A og DE skírteina frá KSÍ fá afhenta aðgöngumiða á leik Íslands og Króatíu í undankeppni HM A landsliða karla, fimmtudaginn 18. maí frá kl. 12:00 á hádegi til kl. 16:00, eða á meðan birgðir endast. Miðarnir verða afhentir á skrifstofu KSÍ gegn framvísun skírteinis. Lesa meira
 
Ný stúka hjá Fylki

Úthlutun úr Mannvirkjasjóði 2017 - 12.5.2017

Stjórn KSÍ samþykkti á fundi sínum 26. apríl síðastliðinn úthlutun úr Mannvirkjasjóði KSÍ. Þetta í tíunda skiptið sem úthlutað er úr sjóðnum en ný reglugerð um sjóðinn tók gildi í byrjun árs 2016.

Lesa meira
 

Samningsform fyrir staðalsamning KSÍ - 10.5.2017

Vegna breytinga á reglugerð KSÍ um félagaskipti, samninga og stöðu leikmanna og félaga, sem kynntar voru með dreifibréfi þann 12. apríl sl., tók nýtt samningsform fyrir staðalsamninga KSÍ gildi þann sama dag.

Lesa meira
 

Félagaskiptaglugginn lokar mánudaginn 15. maí - 9.5.2017

Athygli félaga er vakin á því að félagaskiptaglugginn lokar á miðnætti,  mánudaginn 15. maí.  Glugginn er lokaður fyrir alla leikmenn nema ósamningsbundna leikmenn yngri flokka.  Þeir geta skipt til og með 31. júlí að öðrum skilyrðum uppfylltum.  Glugginn opnar svo aftur 15. júlí og er opinn til 31. júlí Lesa meira
 

Úrskurður í máli Hamars gegn Árborg - 8.5.2017

Úrslit í leik Árborgar og Hamars í Borgunarbikar karla standa óhögguð. Á fundi sínum fimmtudaginn 4. maí tók aga- og úrskurðarnefnd KSÍ fyrir mál nr. 1/2017, Hamar gegn Árborg.

Lesa meira
 

Mót sumarsins - Staðfest niðurröðun yngri flokka - 8.5.2017

Mótanefnd KSÍ hefur staðfest niðurröðun leikja í yngri aldursflokkum og í keppni eldri flokks. Þar með hafa nánast allir leikir í mótum sumarsins verið staðfestir.

Lesa meira
 

Uppselt á leik Íslands og Króatíu - 5.5.2017

Uppselt er á leik Íslands og Króatíu sem fram fer á Laugardalsvelli, sunnudaginn 11. júní, kl. 18:45. Miðasala fór fram í gegnum miðasölukerfi hjá midi.is og varð uppselt á skömmum tíma eftir að sala hófst.

Lesa meira
 

Breytingar á reglugerð KSÍ um knattspyrnumót - 4.5.2017

Á fundi stjórnar KSÍ 26. apríl sl. samþykkti stjórn KSÍ breytingar á 15. gr. reglugerðar KSÍ um knattspyrnumót. Um er að ræða breytingar á grein 15.7. og varða hækkun á sérstöku breytingargjaldi ef ósk um breytingu á leik berst innan við sjö daga frá leikdag.

Lesa meira
 

Inkasso-deildin - Fylki og Keflavík spáð bestu gengi í sumar - 4.5.2017

Í há­deg­inu var kunn­gerð spá þjálf­ara, fyr­irliða og for­ráðamanna liðanna í Inkasso-deildinni en mótið hefst á morgun. Gangi spá­in eft­ir leika Kefla­vík og Fylk­ir í úr­vals­deild­inni á næstu leiktíð en það kem­ur í hlut Leikn­is frá Fá­skrúðsfirði og Gróttu að falla úr deild­inni.

Lesa meira
 

Dómaranámskeið og fundir á Austurlandi - 4.5.2017

KSÍ í samráði við félögin á Austurlandi stendur fyrir námskeiðahaldi og fundarherferð með dómurum á Austurlandi 9. - 11. maí. Umsjón með námskeiðinu hefur Magnús Jónsson dómarastjóri KSÍ.

Lesa meira
 

Hæfileikamótun KSÍ og N1 á Ísafirði - 4.5.2017

Hæfileikamótun KSÍ og N1 fer fram í Ísafirði föstudagur 5 Maí. Æfingarnar eru fyrir stráka og stelpur sem eru fædd 2003 og 2004. Það er Dean Martin sem fer fyrir verkefninu.

Lesa meira
 

Miðasala á leik Íslands og Króatíu í undankeppni HM hefst í dag - 3.5.2017

Miðasala á leik Íslands og Króatíu í undankeppni HM hefst á föstudaginn, 5. maí, kl. 12:00 á hádegi. Leikurinn fer fram sunnudaginn 11. júní, kl. 18:45, á Laugardalsvelli og fer miðasalan fram í gegnum miðasölukerfi hjá www.midi.is.

Lesa meira
 

UEFA Elite A Youth þjálfaranámskeið - 3.5.2017

Helgina 28. – 30. apríl hófst nýtt námskeið hjá KSÍ sem ber nafnið UEFA Elite A Youth. Markmið námskeiðsins er að bæta þjálfun efnilegustu leikmanna landsins á aldrinum 13-19 ára.

Lesa meira
 

Borgunarbikar karla - 32 liða úrslit - 3.5.2017

Það var dregið í 32-liða úrslitum Borgunarbikars karla í hádeginu og eins og áður verða margir áhugaverðir viðureignir. Liðin úr Pepsi-deildinni komu í pottinn í 32-liða úrslit.

Lesa meira
 

A karla - Uppselt á Finnland - Ísland - 2.5.2017

Allir miðar sem KSÍ fékk á Finnland - Ísland eru uppseldir. Mikill áhugi er fyrir leiknum meðal íslenskra stuðningsmanna en karlalandsliðið í körfubolta leikur sama dag við Pólland í Helsinki en leikurinn við Finna, sem er í undankeppni HM, fer fram í Tampere. 1300 miðar seldust upp á svæði stuðningsmanna Íslands en KSÍ hefur óskað eftir fleiri miðum og munum við birta á vef KSÍ og samfélagsmiðlum ef fleiri miðar verða í boði.

Lesa meira
 Fréttir
Aðildarfélög
Aðildarfélög