Fréttir

Pepsi-deild karla hefst í dag sunnudag - 30.4.2017

Pepsi-deild karla hefst í dag en þá verða leiknir þrír leikir. Tveir leikir hefjast kl. 17:00 í dag. Á Akranesi taka heimamenn í ÍA á móti Íslandsmeisturunum úr FH og ÍBV fær Fjölni í heimsókn.

Lesa meira
 

FH spáð sigri í Pepsi-deild karla 2017 - 28.4.2017

Í dag fór fram hinn árlegi kynningarfundur Pepsideildar karla og fór hann fram í húsakynnum Ölgerðarinnar.  Að venju var kynnt spá forráðamanna félaganna og er Íslandsmeisturum FH spáð titlinum og KR öðru sæti.  Nýliðum Grindavíkur og Víkingi Ó. er spáð falli í 1. deild.

Lesa meira
 
Þróttur R.

Þróttur auglýsir eftir þjálfurum í yngri flokka í knattspyrnu - 28.4.2017

Barna – og unglingaráð knattspyrnudeildar Þróttar auglýsir eftir metnaðarfullum þjálfurum sem eru tilbúnir til að vinna skv. stefnu félagsins. Viðkomandi þurfa að geta hafið störf sem allra fyrst. Reynsla af þjálfarastörfum og þjálfaramenntun og/eða íþróttafræðimenntun skilyrði.

Lesa meira
 

Greiðslufyrirkomulag ferðaþátttökugjalds - 28.4.2017

Á fundi stjórnar KSÍ 26. apríl sl. var samþykkt að halda fyrirkomulagi á greiðslu ferðaþátttökugjalds óbreyttu, skv. reglugerð KSÍ um ferðaþátttökugjald. Nettókostnaður vegna ferðaþátttökugjalds umfram kr. 75.000 á lið er greiddur af KSÍ.

Lesa meira
 

Bráðabirgðarákvæði í reglugerð um knattspyrnumót - 27.4.2017

Á fundi stjórnar KSÍ, sem fram fór 26. apríl, var samþykkt bráðabirgðarákvæði í reglugerð um knattspyrnumót. Bráðabirgðaákvæðið er viðurlagaákvæði sem gildir út árið 2017 og varðar A og B leikmannalista í Pepsi-deild karla og Inkasso-deild karla.

Lesa meira
 

Handbók leikja 2017 - 27.4.2017

Handbók leikja inniheldur ábendingar og tilmæli til félaga um framkvæmd leikja.  Leiðbeiningarnar eru ætlaðar öllum félögum við framkvæmd leikja í meistaraflokki karla og kvenna. Sérstaklega er þó tekið mið af leikjum í Pepsi-deild karla, Pepsi-deild kvenna, Inkasso-deild karla og aðalkeppni Borgunarbikarsins.

Lesa meira
 

Kynningarfundur vegna Pepsi-deildar karla í dag - 27.4.2017

Kynningarfundur vegna Pepsi-deildar karla verður í dag, föstudag, í Ölgerðinni á Grjóthálsi. Á fundinum munu fulltrúar allra félaga í deildinni mæta til að svara spurningum fjölmiðla um mótið sem er framundan auk þess sem spá forráðamanna liðanna verður birt.

Lesa meira
 

Pepsi-deild kvenna hefst í dag - 27.4.2017

Pepsi-deild kvenna hefst í dag en þá verða leiknir fjórir leikir. Fyrsti leikur tímabilsins en viðureign Þórs/KA og Vals en sá leikur hefst kl. 17:45 í Boganum á Akureyri. Þegar blásið verður til leiks er Íslandsmótið formlega hafið og við tekur heilt tímabil af skemmtilegum leikjum.

Lesa meira
 

Góður vinnufundur um framkvæmd leikja - 26.4.2017

Fjölmennur og góður vinnufundur um framkvæmd leikja var haldinn í höfuðstöðvum KSÍ í dag. Alls mættu hátt í 40 manns á fundinn frá 20 félögum. Á fundinum var farið yfir ýmis hagnýt atriði úr Handbók leikja, sem gefin er út á hverju ári og inniheldur ábendingar og tilmæli til félaga.

Lesa meira
 

Freyr Alexandersson: “Gaman að fá Færeyjar” - 25.4.2017

Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari kvenna, er ánægður með að fá að mæta Færeyingum í undankeppni HM 2019 en Færeyingar eru nú í fyrsta sinn með í undankeppni HM kvenna.

Lesa meira
 

Valskonum spáð sigri í Pepsi-deild kvenna 2017 - 25.4.2017

Í dag fór fram hinn árlegi kynningarfundur Pepsideildar kvenna og fór hann fram í húsakynnum Ölgerðarinnar.  Að venju var kynnt spá forráðamanna félaganna og er Valskonum spáð titlinum og Breiðablik öðru sæti.  Fylki og Haukum er spáð falli í 1. deild.

Lesa meira
 

Ísland í riðli með Þýskalandi í undankeppni HM kvenna 2019 - 25.4.2017

Ísland er í riðli með Þýskalandi, Tékklandi, Slóveníu og Færeyjum í undankeppni HM kvenna 2019. Riðill Íslands er nokkuð sterkur þar sem Þýskaland er augljóslega sterkasti mótherjinn.

Lesa meira
 

Dregið í dag í undankeppni HM kvenna - 25.4.2017

Í hádeginu í dag verður dregið í riðla í undankeppni HM kvenna. Ísland er meðal þjóða og er íslenska liðið núna í öðrum styrkleikaflokki. Það kemur svo í ljós fljótlega eftir dráttinn hvenær íslenska liðið hefur leik í undankeppninni.

Lesa meira
 

Valur vann Meistarakeppni KSÍ - 25.4.2017

Valur vann í gærkveldi 1-0 sigur gegn FH í Meistarakeppni KSÍ þar sem Íslands- og bikarmeistarar seinasta tímabils mætast. Það var Haukur Páll Sigurðsson sem skoraði eina mark leiksins á 42. mínútu.

Lesa meira
 

Kynningarfundur Pepsi-deildar kvenna er í dag - 24.4.2017

Kynningarfundur vegna Pepsi-deildar kvenna verður á morgun, þriðjudag, í Ölgerðinni á Grjóthálsi. Á fundinum munu fulltrúar allra félaga í deildinni mæta til að svara spurningum fjölmiðla um mótið sem er framundan auk þess sem spá forráðamanna liðanna verður birt.

Lesa meira
 

Keppni í Borgunarbikar karla er hafin - 24.4.2017

1. umferð Borgunarbikars karla hófst 17. apríl en alls hafa 25 leikir nú þegar farið fram. Síðasti leikur 1. umferðar fer fram í kvöld þegar Stál-úlfur tekur á móti Njarðvík á gervigrasinu við Kórinn í Kópavogi og hefst leikurinn kl. 18:45

Lesa meira
 

Breytingar á knattspyrnulögunum 2017 - 24.4.2017

Breytingar sem Alþjóðanefnd knattspyrnusambanda (IFAB) gerir á knattspyrnulögunum hverju sinni taka alla jafna ekki gildi fyrir en 1. júní ár hvert, en að fenginni heimild IFAB tók stjórn KSÍ þá ákvörðun að nýja útgáfa laganna taki gildi í knattspyrnuleikjum á vegum KSÍ 2017.

Lesa meira
 

Vinnufundur um framkvæmd leikja miðvikudaginn 26. apríl - 24.4.2017

Árlegur vinnufundur um framkvæmd leikja og önnur mál verður haldinn miðvikudaginn 26. apríl kl. 11:00 í höfuðstöðvum KSÍ. Að þessu sinni verður sameiginlegur fundur fyrir félög sem eru með lið í Pepsídeildum karla og kvenna auk Inkasso deildar.

Lesa meira
 

Meistarakeppni KSÍ karla í kvöld, mánudaginn 24. apríl - 24.4.2017

Valsmenn og FH-ingar leiða í kvöld saman hesta sína í Meistarakeppni KSÍ. Þar mætast Íslandsmeistarar og bikarmeistarar seinasta tímabils og eru það að þessu sinni FH og Valur sem mætast á Valsvelli.

Lesa meira
 

Breiðablik vann meistarakeppni KSÍ - 21.4.2017

Breiðablik vann í kvöld 3-0 sigur á Stjörnunni í Meistarakeppni KSÍ þar sem Íslands- og bikarmeistarar seinasta tímabils mætast. Breiðablik komst í 2-0 í fyrri hálfleik og bætti við marki í seinni hálfleik úr víti og vann að lokum 3-0 sigur.

Lesa meira
 

Unnið að þróun UEFA A markmannsþjálfaragráðu - 21.4.2017

Vinna við að fá markmannsnámskeið KSÍ samþykkt og metið sem UEFA A markmannsþjálfaranámskeið er á lokastigi. KSÍ býður sem stendur upp á KSÍ markmannsþjálfaragráðu og hefur haldið tvö slík námskeið undanfarin 5 ár.

Lesa meira
 

Meistarakeppni KSÍ kvenna á föstudaginn - 19.4.2017

Meistarakeppni kvenna fer fram á Samsung vellinum á föstudaginn og hefst leikurinn kl. 19:15. Stjarnan varð Íslandsmeistari seinasta sumar en Breiðablik vann Borgunarbikarinn eftir að hafa lagt ÍBV að 3-1 á Laugardalsvelli.

Lesa meira
 

A karla - Miðasala á Finnland - Ísland hefst í dag, mánudag - 19.4.2017

Miðasala á leik Finnlands og Íslands í undankeppni HM sem fram fer laugardaginn 2. september í Finnlandi hefst mánudaginn 24. apríl klukkan 12:00 á Miði.is.

Lesa meira
 

Valur er Lengjubikarmeistari kvenna 2017 - 17.4.2017

Er Lengjubikarmeistari kvenna 2017 eftir sigur 2-1 sigur í úrslitaleiknum sem fram fór í Egilshöll. Leikurinn var hinn fjörugasti en Stefanía Ragnarsdóttir kom Val yfir á 14. mínútu en Fanndís Friðriksdóttir jafnaði metin undir lok fyrri hálfleiks og var jafnt í hálfleik.

Lesa meira
 

KR Lengjubikarmeistari karla 2017 - 17.4.2017

KR er Lengjubikarmeistari karla eftir 4-0 sigur á Grindavík í úrslitaleiknum sem fram fór í Egilshöll. KR komst yfir á 29. mínútu er Óskar Örn Hauksson skoraði með þrumuskoti eftir að KR fékk aukaspyrnu fyrir utan vítateig Grindavíkur, Pálmi Rafn renndi knettinum á Óskar sem skoraði með þrumufleyg.

Lesa meira
 

Lengjubikarinn - Leikið til úrslita á mánudaginn (annan í páskum) í Egilshöll - 15.4.2017

Það er leikið til úrslita í Lengjubikarnum á mánudaginn (annan í páskum) en úrslitaleikir karla og kvenna munu þá fara fram Í Egilshöll. Klukkan 14:00 er leikið til úrslita í Lengjubikar karla þar sem Grindavík mætir KR. Valur mætir svo Breiðablik í úrslitum Lengjubikars kvenna en leikurinn fer fram klukkan 16:30.

Lesa meira
 

U19 kvenna - Jafntefli gegn Ungverjum - 13.4.2017

U19 kvenna gerði 1-1 jafn­tefli við Ung­verja­land þegar liðin mætt­ust í vináttu­lands­leik á Grosics Gyula Stadi­on í Tata­bánya í Ung­verjalandi í morg­un. Anna Rakel Pét­urs­dótt­ir skoraði mark Íslands á 25. mínútu leiksins en Anna átti glæsilegt skot sem endaði í marki ungverska liðsins.

Lesa meira
 

U19 kvenna - Ísland mætir Ungverjum í fyrramálið, fimmtudag - 12.4.2017

U19 kvenna leikur í fyrramálið, fimmtudag, seinni vináttuleikinn gegn Ungverjalandi. Liðin mættust á þriðjudaginn var og unnu Ungverjar þá 2-0 sigur. Leikirnir eru hluta af undirbúningi liðanna fyrir komandi verkefni.

Lesa meira
 

Óúttekin leikbönn í byrjun Íslandsmóts, bikarkeppni og Meistarakeppni KSÍ 2017 - 12.4.2017

KSÍ hefur tekið saman lista til upplýsinga fyrir félögin um þá leikmenn í meistaraflokki sem eiga eftir að taka út leikbönn vegna leikja fyrir keppnistímabilið 2016.  Sérstök athygli er vakin á því að gefnir eru út tveir listar, annars vegar fyrir Íslandsmót og Meistarakeppni KSÍ og hins vegar fyrir bikarkeppni KSÍ. Lesa meira
 

Breytingar á reglugerð um félagaskipti, samninga og stöðu leikmanna og félaga - 12.4.2017

Á fundi stjórnar KSÍ 30. mars sl. samþykkti stjórn KSÍ breytingar á reglugerð KSÍ um félagaskipti, samninga og stöðu leikmanna og félaga. Breytingar þessar eru til samræmis við samþykktir ársþings KSÍ 2017. Um er að ræða breytingar þess efnis að félögum og leikmönnum í 2. deild karla er nú heimilt að gera leikmannssamninga.

Lesa meira
 

Valur og Breiðablik mætast í úrslitaleik Lengjubikars kvenna á mánudag - 12.4.2017

Valur og Breiðablik mætast í úrslitaleik Lengjubikars mánudaginn 17. apríl (annan í páskum) en leikurinn fer fram á Valsvelli. Breiðablik vann 3-0 sigur á ÍBV í undanúrslitum en Valur tryggði sér sæti í úrslitaleiknum með 2-1 sigri a Þór/KA.

Lesa meira
 

U19 kvenna - Tap í spennandi leik gegn Ungverjum - 11.4.2017

U19 kvenna tapaði 0-2 gegn Ungverjalandi í vináttuleik sem fram fór í dag. Ungverjar komust í 2-0 í fyrri hálfleik en stelpurnar okkar sóttu í sig veðrið í seinni hálfleik og áttu góð færi til að skora.

Lesa meira
 

A kvenna - Tap gegn Hollandi - 11.4.2017

Kvennalandsliðið tapaði 0-4 gegn Hollandi í vináttuleik sem fram fór í Vijverberg í dag. Hollendingar voru sterkari aðilinn og stjórnuðu leiknum lengst af. Úrslitakeppni EM fer fram í Hollandi í sumar og var leikurinn hluti af undirbúningi liðanna.

Lesa meira
 

A kvenna – Ísland mætir Hollandi í dag - BYRJUNARLIÐIÐ - 11.4.2017

Holland og Ísland mætast í vináttuleik kvennalandsiða þjóðanna í dag. Leikurinn fer fram á Vijverberg leikvangnum í Doetinchem í Hollandi og hefst kl. 17:00. Um er að ræða 9. viðureign þjóðanna sem fyrst mættust í undankeppni EM árið 1995.

Lesa meira
 

U19 kvenna - Ísland mætir Ungverjum í dag - Byrjunarlið - 11.4.2017

U19 kvenna leikur í dag, þriðjudag, fyrri vináttuleikinn gegn Ungverjalandi. Liðin mætast að nýju á fimmtudaginn. Leikirnir eru hluta af undirbúningi liðanna fyrir komandi verkefni.

Lesa meira
 

Staðfest niðurröðun í Borgunarbikarnum og landsdeildum meistaraflokka - 10.4.2017

Mótanefnd KSÍ hefur staðfest niðurröðun leikja í Borgunarbikarnum og landsdeildum meistaraflokka. Þar með hefur leikjaskrá allra móta verið staðfest, nema leikir í 4. deild karla og 2. deild kvenna.

Lesa meira
 

A kvenna – Ísland mætir Hollandi í dag - 9.4.2017

A landslið kvenna er nú í Hollandi þar sem liðið dvelur á sama hóteli og það verður á þegar lokakeppni EM fer fram í sumar. Dvölin á hótelinu núna er einstakt tækifæri til að slípa til það sem í ólagi er og tryggja þannig að allt verði í góðu standi þegar stóra stundin rennur upp þann 14. júlí nk. en þá heldur liðið til Hollands.

Lesa meira
 

Ívar Orri og Jóhann Ingi til Englands - 9.4.2017

Ívar Orri Kristjánsson og Jóhann Ingi Jónsson halda til Englands í vikunni þar sem þeir munu m.a. fylgjast með undirbúningi dómara í ensku úrvalsdeildinni. Þeir munu einnig starfa á leikjum í U19 deildinni í Englandi sem og sækja ráðstefnu úrvaldsdeildardómara og aðstoðardómara.

Lesa meira
 

Landsdómararáðstefna KSÍ 8. apríl - 7.4.2017

Líkt og leikmenn og aðrir, eru landsdómarar KSÍ í óða önn að undirbúa sig fyrir Íslandsmótið í knattspyrnu sem er handan við hornið.  Dómarar hittast og funda reglulega og þann 8. apríl, fer fram ein af landsdómararáðstefnunum. 

Lesa meira
 

A kvenna - 0-2 sigur gegn Slóvakíu - 6.4.2017

A landslið kvenna sigraði Slóvakíu 0-2 í vináttuleik í Senec í Slóvakíu í dag. Það voru þær Elín Metta Jensen og Berglind Björg Þorvaldsdóttir sem skoruðu mörk Íslands. Sigur Íslands var nokkuð öruggur og hefði hæglega getað orðið stærri. Mark Berglindar var hennar fyrsta mark fyrir landsliðið og ljóst að það var langþráð.

Lesa meira
 
Lengjubikarinn

Lengjubikarinn - 8 liða úrslit karla - 6.4.2017

8 liða úrsli í Lengjubikar karla fara fram 9. og 10. apríl næstkomandi. Viðureignirnar eru eftirfarandi: KR-Þór, KA-Selfoss, Breiðablik-FH og ÍA-Grindavík.

Lesa meira
 

A kvenna – Vináttuleikur gegn Slóvakíu í dag - BYRJUNARLIÐIÐ - 6.4.2017

A landslið kvenna leikur vináttuleik gegn Slóvakíu í dag. Leikurinn fer fram í Senec í Slóvakíu og hefst kl. 15:00 að íslenskum tíma. Landsliðið hefur dvalið í Senec síðan á mánudag og hefur undirbúningur fyrir leikinn gengið vel.

Lesa meira
 

Skipað í embætti stjórnar og nefndir KSÍ - 5.4.2017

Á fundi stjórnar KSÍ á dögunum var skipað í nefndir KSÍ og má sjá nefndarskipan hér að neðan.  Einnig hefur verið skipað í embætti stjórnar og er Guðrún Inga Sívertsen varaformaður, Gísli Gíslason er gjaldkeri og Magnús Gylfason er ritari.

Lesa meira
 

Skýrsla um skráða milliliði hjá KSÍ - 4.4.2017

samræmi við reglugerð KSÍ um milliliði birtir KSÍ í lok mars mánaðar nöfn allra milliliða sem skráðir hafa verið á árinu ásamt þeim gerningum sem þeir hafa komið að. Ekki hefur farið mikið fyrir skráningu milliliða en sem stendur eru aðeins tveir skráðir milliliðir hjá KSÍ. Þá hefur engum gerningum milliliða verið skilað inn til KSÍ á árinu.

Lesa meira
 

A kvenna – Landsliðið komið til Senec í Slóvakíu - 4.4.2017

A landslið kvenna er nú mætt til Senec í Slóvakíu þar sem liðið mætir heimamönnum í vináttuleik á fimmtudag. Nú þegar aðeins eru um 100 dagar þar til EM í Hollandi hefst er góður gangur í undirbúningnum og gott líkamlegt ástand á leikmönnum.

Lesa meira
 

Hæfileikamótun KSÍ og N1 á höfuðborgarsvæðinu - 4.4.2017

Hæfileikamótun KSÍ og N1 fyrir stráka og stelpur á höfuðborgarsvæðinu verður í Kórnum 10. - 12. apríl. Æfingarnar eru fyrir drengi og stúlkur fædd 2003 og 2004. Það er Dean Martin sem fer fyrir verkefninu.

Lesa meira
 

Héraðsdómaranámskeið í höfuðstöðvum KSÍ miðvikudaginn 5. apríl - 3.4.2017

Héraðsdómaranámskeið verður haldið í Sókninni á 3. hæð í höfuðstöðvum KSÍ miðvikudaginn 5. apríl kl. 18:00.  Námskeiðið er hugsað fyrir alla starfandi dómara og þá sem vilja öðlast réttindi héraðsdómara. Kristinn Jakobsson fyrrverandi FIFA dómari mun kenna á námskeiðinu.

Lesa meira
 

U17 kvenna - Sigur gegn Portúgal dugði ekki til - 2.4.2017

U17 kvenna vann í dag góðan 4-1 sigur á Portúgal í milliriðli fyrir EM. Al­ex­andra Jó­hanns­dótt­ir skoraði þrennu í leiknum og Svein­dís Jane Jóns­dótt­ir eitt mark.

Lesa meira
 

U17 kvenna - Ísland mætir Portúgal á morgun, sunnudag - 1.4.2017

U17 kvenna leikur lokaleik sinn í milliriðli á morgun, sunnudag. Leikurinn er gegn Portúgal en stelpurnar okkar eiga ennþá möguleika á að komast áfram í úrslitakeppnina. Til að það gangi upp þarf Ísland að vinna Portúgal og treysta á hagstæð úrslit í öðrum leikjum í milliriðli.

Lesa meira
 Fréttir
Aðildarfélög
Aðildarfélög