Fréttir

U19 kvenna - Hópurinn sem leikur gegn Ungverjum - 31.3.2017

Þórður Þórðarson, landsliðsþjálfari U19 kvenna hefur valið landsliðshóp sem leikur tvo vináttulandsleiki gegn Ungverjum ytra 11. og 13. apríl.

Lesa meira
 

Ólöglegur leikmaður hjá KFR - 31.3.2017

Skrifstofa KSÍ hefur staðfest að KFR tefldi fram ólöglegu liði gegn Reyni S. í leik í Lengjubikar meistaraflokks karla, sem fram fór 25. mars síðastliðinn.  Úrslitum leiksins er því breytt, í samræmi við grein 10.1 í reglugerð KSÍ um knattspyrnumót og Reyni S. dæmdur sigur 3-0.

Lesa meira
 

U17 kvenna - 3-0 tap gegn Spánverjum - 30.3.2017

U17 ára landslið kvenna tapaði gegn Spánverjum í dag í milliriðli fyrir EM. Leikurinn endaði 3-0 fyrir Spán sem skoraði öll mörk sín í síðari hálfleik. Lokaleikur Íslands í milliriðlinum verður gegn Portúgal á sunnudaginn. Lesa meira
 

U17 kvenna - Ísland mætir Spánverjum í dag - 30.3.2017

U17 kvenna leikur annan leik sinn í milliriðli fyrir EM í dag. Leikurinn er gegn Spáni og verður blásið til leiks klukkan 14:00. Leikurinn verður sýndur beint á netinu og mun hlekkur á leikinn koma á Facebook-síðu KSI.
Lesa meira
 

Hæfileikamótun N1 og KSÍ á Austurlandi 7. apríl - 29.3.2017

Hæfileikamótun KSÍ og N1 fer fram á Reyðarfirði, föstudaginn 7. apríl.  Æfingarnar eru fyrir stúlkur og drengii sem eru fædd 2003 og 2004. Það er Dean Martin sem fer fyrir verkefninu. 

Lesa meira
 

Veðjað á rangan hest - Málstofa í HR - 29.3.2017

Lagadeild Háskólans í Reykjavík, í samstarfi við ÍSÍ og KSÍ stendur fyrir málstofu um hættuna af hagræðingu úrslita í íþróttakeppnum og nauðsynleg viðbrögð. Málstofan verður haldin í stofu V101, föstudaginn 31. mars, frá kl. 12:00 - 14:00. Lesa meira
 

Kvennalandsliðið í næstefsta styrkleikaflokki  - 29.3.2017

Kvenna­landsliðið verður í næ­stefsta styrk­leika­flokki þegar dregið verður í riðla fyr­ir undan­keppni HM 2019 þann 25. apríl. Styrk­leika­flokk­arn­ir eru fimm og verður dregið í sjö riðla. Efsta lið hvers riðils kemst beint á HM, og fjög­ur lið með best­an ár­ang­ur í 2. sæti fara í um­spil um tvö laus sæti til viðbót­ar.

Lesa meira
 

A kvenna - Landsliðshópurinn sem mætir Slóvakíu og Hollandi - 29.3.2017

Kvennalandsliðið leikur tvo vináttuleiki í apríl við Slóvakíu og Holland en leikirnir eru hluti af undirbúningi liðsins fyrir EM í sumar. Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari, hefur tilkynnt leikmannahópinn sem fer í þessi verkefni og má sjá hópinn hér.

Lesa meira
 

A karla – Góður 1-0 sigur á Írlandi - 28.3.2017

slenska karlalandsliðið vann góðan 1-0 sigur á Írum í vináttuleik þjóðanna sem fram fór á Aviva leikvangnum í Dublin í kvöld. Hörður Björgvin Magnússon skoraði eina mark leiksins beint úr aukaspyrnu á 21. mínútu.

Lesa meira
 
U21 landslið karla

U21 karla - Sigur gegn Sádí Arabíu - 28.3.2017

Strákarnir í U21 unnu góðan sigur á Sádí Arabíu í dag en vináttulandsleikur liðanna var leikinn í Róm.  Lokatölur urðu 3 - 1 fyrir Ísland en markalaust var í leikhléi.  Góður undirbúningur liðsins að baki fyrir undankeppni EM en liðið lék þrjá leiki í ferðinni. 

Lesa meira
 

U17 kvenna - Góður sigur á Svíum í milliriðli fyrir EM - 28.3.2017

U17 ára landslið kvenna vann frábæran 1-0 sigur á Svíum í fyrsta leik sín­um í mill­iriðli Evr­ópu­móts­ins en riðill­inn er leikinn í Portúgal. Stef­an­ía Ragn­ars­dótt­ir leikmaður Þrótt­ar Reykja­vík­ur skoraði sig­ur­markið á 8. mín­útu leiksins.

Lesa meira
 

U21 karla – Vináttuleikur við Saudi Arabíu í dag - 28.3.2017

U21 árs lið karla leikur vináttuleik gegn Saudi Arabíu í dag. Leikurinn sem fer fram á Ítalíu hefst kl. 13:00 að íslenskum tíma. Leikurinn er þriðji og síðasti vináttuleikur liðsins á einni viku en tveir leikir gegn Georgíu fóru fram í síðustu viku og um helgina. Fyrri leikurinn tapaðist 1-3 en þeim síðari lauk með jafntefli 4-4.

Lesa meira
 

A karla - Vináttuleikur gegn Írlandi í Dublin í dag - BYRJUNARLIÐIÐ - 28.3.2017

A landslið karla leikur vináttuleik gegn Írum í Dublin í dag. Leikurinn verður 11 viðureign þjóðanna sem fyrst mættust á Laugardalsvelli í vináttuleik 1958. Leikurinn sá endaði með sigri Írlands (2-3) þar sem Helgi Björgvinsson og Þórður Þórðarson skoruðu mörk Íslands.

Lesa meira
 

U17 kvenna – Byrjunarliðið á gegn Svíþjóð - 28.3.2017

U17 ára landslið kvenna leikur fyrsta leik sinn í milliriðli fyrir EM 2017 í dag gegn Svíþjóð. Jörundur Áki Sveinsson, þjálfari liðsins, hefur valið byrjunarliðið fyrir leikinn og er það skipað eftirtöldum leikmönnum.

Lesa meira
 
Úrslitaleikur Valitors bikars kvenna Valur - KR

Síðasta byrjendanámskeiðið í Reykjavík - 27.3.2017

Byrjendanámskeið fyrir dómara verður haldið í höfuðstöðvum KSÍ, mánudaginn 3. apríl. Námskeiðið er það síðasta sem haldið verður í Reykjavík að þessu sinni. Námskeiðið er haldið af KSÍ í hefst kl. 17:30. Lesa meira
 

Hvernig þjálfari ertu? - Námskeið - 26.3.2017

Laugardaginn 1. apríl kl. 10:00 munu íþróttasálfræðingarnir Hallur Hallsson og Haukur Ingi Guðnason, íþróttasálfræðingar og kennarar við Háskóla Íslands, halda áhugavert námskeið sem ber yfirskriftina Hvernig þjálfari ertu?

Lesa meira
 

A karla - Arnór Smárason kallaður í hópinn - 26.3.2017

Arnór Smárason hefur verið kallaður inn í hóp A landsliðs karla sem mætir Írlandi í vináttuleik á þriðjudag. Arnór kemur til móts við hópinn í Dublin í dag. Arnór sem á að baki 21 leik með A landsliðinu og hefur skorað í þeim 2 mörk, lék síðast með landsliðinu í China Cup í janúar.

Lesa meira
 

A karla - Arnór, Emil og Gylfi ekki með gegn Írlandi - 25.3.2017

Arnór Ingvi Traustason, Emil Hallfreðsson og Gylfi Þór Sigurðsson, munu ekki leika vináttuleikinn gegn Írlandi á þriðjudaginn.

Lesa meira
 
U21 landslið karla

U21 karla - Jafntefli í markaleik - 25.3.2017

Strákarnir í U21 léku í dag anna vináttulandsleikinn gegn Georgíu á þremur dögum en leikið var í Tiblisi.  Heimamenn höfðu betur í fyrri leiknum en í dag endaði leikurinn með jafntefli, 4 - 4.  Liðið heldur nú til Rómar þar sem leikið verður gegn Sádí Arabíu á þriðjudaginn.  Lesa meira
 

U21 karla - Ísland mætir Georgíu klukkan 10:00 í dag - Byrjunarliðið - 24.3.2017

U21 karla leikur seinni leik sinn við Georgíu á laugardagsmorgun en leikurinn hefst klukkan 10:00. Fyrri leikur liðanna endaði með 3-1 sigri Georgíu en þar fengu margir leikmenn að stíga sín fyrsta skref með landsliðinu.

Lesa meira
 

A karla - Sigur gegn Kosóvó - 24.3.2017

Strákarnir okkar unnu 1-2 sigur á Kosóvó í undankeppni HM en leikurinn fór fram í Albaníu. Sigurinn var torsóttur en íslenska liðið byrjaði vel og leiddi 0-2 eftir 35. mínútu en Kosóvar létu íslenska liðið heldur betur hafa fyrir hlutunum. Sigurinn skilar Íslandi í 2. sæti riðilsins og það verður risastór leikur gegn Króatíu í júní.

Lesa meira
 

A karla – Byrjunarlið Íslands gegn Kósóvó - 24.3.2017

Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari, hefur valið þá 11 leikmenn sem munu hefja leik fyrir Íslands hönd í leiknum á móti Kósóvó í undankeppni HM 2018 í kvöld. 6 leikmenn úr byrjunarliðinu hófu einnig leikinn gegn Króatíu í nóvember sem var síðasti leikur Íslands í undankeppninni. 

Lesa meira
 

A karla – Leikur gegn Kósóvó í dag - 24.3.2017

A landslið karla leikur gegn Kósóvó í Shkoder í Albaníu í dag. Leikurinn er liður í undankeppni HM 2018 þar sem Ísland er í þriðja sæti I riðils en Kósóvó er í því sjötta með 1 stig.

Lesa meira
 

KSÍ 70 ára sunnudaginn 26. mars - 24.3.2017

Sunnudaginn 26. mars fagnar Knattspyrnusamband Íslands 70 ára afmæli sínu.  Fjórtán félög og íþróttabandalög stofnuðu KSÍ 26. mars 1947 og var Agnar Klemens Jónsson fyrsti formaður KSÍ. Í tilefni af afmælinu ætlar afmælisbarnið að gefa nokkrar afmælisgjafir næstu daga og eru áhugasamir hvattir til þess að kynna sér þetta betur á Facebook síðu KSÍ.

Lesa meira
 

Úrslit í leik Fram og Breiðabliks standa - 24.3.2017

Leikur Fram og Breiðbliks í A deild Lengjubikars karla sem fram fór fimmtudaginn 23. mars á Framvelli Úlfarsárdal var hætt eftir 70 mínútur. Dómari leiksins mat vallaraðstæður þannig að hann hefði áhyggjur af öryggi leikmanna ásamt því að línur vallarins sáust ekki.

Lesa meira
 

Landsliðið á uppleið á heimslista FIFA - 24.3.2017

Kvennalandsliðið fór í 18. sæti á heimslista FIFA sem birtur var í dag. Liðið færir sig upp á listanum en stelpurnar okkar gerðu jafntefli við Spán og sigruðu Kína á Algarve mótinu fyrr í mánuðinum en tapaði gegn Noregi og Japan.

Lesa meira
 
Dómaraflauta eða hljóðfæri?

Íslenskir dómarar á CORE námskeiði í Sviss - 23.3.2017

Um þessar mundir eru þrír íslenskir dómarar staddir í  Sviss á svokölluðu "CORE" námskeið sem haldið er á vegum UEFA.  Um er að ræða verkefni fyrir unga og efnilega dómara en CORE stendur fyrir "Center of Refereeing Excellence" en þetta verkefni snýr að þjálfun og menntun dómara framtíðarinnar.

Lesa meira
 

A karla – Landsliðið komið til Albaníu - 22.3.2017

A landslið karla mætti til Albaníu í dag eftir þriggja daga dvöl í Parma á Ítalíu. Flogið var til Tirana og ekið þaðan til Shkoder þar sem leikurinn gegn Kósóvó mun fara fram á föstudag.

Lesa meira
 
U21 landslið karla

U21 karla - Heimasigur í fyrri leiknum - 22.3.2017

Strákarnir í U21 léku í dag fyrri vináttulandsleikinn gegn Georgiu en báðir leikirnir fara fram í Tiblisi.  Það voru heimamenn sem höfðu betur, 3 - 1, eftir að þeir höfðu leitt, 1 - 0, í leikhléi Liðin mætast svo aftur á laugardaginn á sama leikstað en þriðji leikur Íslands í þessari leikjatörn verður í Róm, 28. mars, þegar liðið mætir Sádí Arabíu.

Lesa meira
 
UEFA EM U19 karla

Þorvaldur og Jóhann Gunnar dæma í Portúgal - 22.3.2017

Dómararnir Þorvaldur Árnason og Jóhann Gunnar Guðmundsson eru nú staddir í Portúgal þar sem þeir verða við störf í milliriðli EM hjá U19 karla.  Auk heimamanna leika þar Króatía, Pólland og Tyrklandl og þar er einmitt hjá tveimur síðastöldu þjóðunum sem þeir félagar dæma sinn fyrsta leik á morgun.

Lesa meira
 

U21 karla - Ísland mætir Georgíu í dag - Byrjunarliðið tilkynnt - 22.3.2017

U21 karla leikur í vikunni tvo vináttuleiki við Georgíu en leikirnir fara fram á Mikheil Meskhi Stadium í Tbilisi. Fyrri leikurinn er í dag, miðvikudag, en liðin mætast svo aftur á laugardaginn. Á þriðjudaginn mætir svo U21 karla Saudi Arabíu en leikurinn fer fram á Ítalíu. Eyjólfur Sverrisson, landsliðsþjálfari U21, hefur tilkynnt byrjunarliðið fyrir leikinn í dag.

Lesa meira
 

EM kvenna - Miðasölu fyrir stuðningsmenn Íslands lokið - 22.3.2017

Sérstakri miðasölu fyrir stuðningsmenn á leiki Íslands á EM kvenna í Hollandi er nú lokið.  Ennþá er hægt að kaupa miða á leiki Íslands, sem og aðra leiki keppninnnar, í gegnum miðasölu hjá UEFA Lesa meira
 

A karla – Landsliðsmenn mættir til Parma - 20.3.2017

Leikmenn A landsliðs karla eru nú komnir til Parma á Ítalíu þar sem liðið undirbýr sig fyrir leikinn mikilvæga gegn Kósóvó. Leikurinn sem er fimmti leikur liðsins í undankeppni HM 2018 verður á föstudaginn í Shkoder í Albaníu.

Lesa meira
 

U17 kvenna - Hópur vegna milliriðils fyrir EM - 20.3.2017

Jörundur Áki Sveinsson hefur valið eftirtalda leikmenn til að leika í milliriðli EM 26. mars til 3. apríl næstkomandi. Leikið er í Portúgal.

Lesa meira
 

A karla - hópurinn sem mætir Kósóvó og Írlandi - 17.3.2017

Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari, hefur tilkynnt leikmannahópinn sem mætir Kósóvó þann 24. mars og Írlandi 28. mars. Leikurinn gegn Kósóvó sem er í undankeppni HM 2018 verður leikinn í Shkoder í Albaníu en leikurinn gegn Írlandi er vináttuleikur sem spilaður verður í Dublin.

Lesa meira
 
Knattspyrna á Íslandi

Útgefin þátttökuleyfi á öðrum fundi leyfisráðs - 17.3.2017

Annar fundur leyfisráðs í leyfisferlinu fyrir keppnistímabilið 2017 fór fram í gær fimmtudag og voru þátttökuleyfi 18 félaga samþykkt.  Níu af leyfunum 18 eru gefin út með fyrirvara. Þar með hafa öll 24 félögin í efstu tveimur deildum karla fengið útgefin þátttökuleyfi, en þó 11 með fyrirvörum vegna vallarmála eða frekari gagnaskila fyrir 31. mars nk.

Lesa meira
 

U19 karla - Úrtaksæfingar 24.-26. mars - 17.3.2017

Eftirtaldir leikmenn voru valdir á úrtaksæfingar U19 karla sem fram fara 24.-26. mars næstkomandi.  Æfingarnar fara fram undir stjórn Þorvaldar Örlygssonar.

Lesa meira
 

EM kvenna – Miðasalan framlengd til þriðjudagsins 21. mars - 15.3.2017

Ákveðið hefur verið að framlengja miðasöluna á EM kvenna í Hollandi, fyrir íslenska stuðningsmenn, en miðasalan fer fram í gegnum miðasölukerfi hjá mid.is.  Bætt hefur verið við miðum á alla leiki Íslands í keppninni, í flestum verðflokkum, en þeir barnamiðar sem KSÍ fékk til umráða eru uppseldir.

Lesa meira
 

U21 karla - Hópurinn sem mætir Georgíu og Sádí Arabíu - 14.3.2017

Eyjólfur Sverrisson, landsliðsþjálfari U21 landsliðs karla, hefur valið hópinn sem leikur þrjá vináttuleiki í mars. Liðið leikur gegn Georgíu 22. og 25. mars í Georgíu og leikur síðan gegn Sádí Arabíu 28. mars á Ítalíu.

Lesa meira
 

80 strákar á æfingum hjá U18 og U17 um helgina - 13.3.2017

Sameiginlegar æfinga U18 og U17 karla fóru fram í Kórnum og Egilshöll um helgina. Alls tóku um 70 drengir, þátt í æfingunum sem voru undir stjórn Þorvaldar Örlygssonar , Dean Martin og Þorláks Más Árnassonar. Strákarnir sem tóku þátt í æfingunum eru fæddir 2000 og 2001.

Lesa meira
 
Fífan

Breytingar á reglugerðum - 13.3.2017

Á fundi stjórnar KSÍ 22. febrúar sl. samþykkti stjórn KSÍ margþættar breytingar á reglugerð KSÍ um knattspyrnumót. Breytingar þessar eru annars vegar til samræmis við samþykktir ársþings KSÍ 2014 og hins vegar til samræmis við samþykktir ársþings KSÍ 2017.

Lesa meira
 

Úrtaksæfingar U16 karla 24.-26. mars - 13.3.2017

Eftirtaldir leikmenn voru valdir á úrtaksæfingar U16 karla (2002) sem fram fara 24. - 26. mars næstkomandi.  Æfingarnar fara fram í Egilshöll og Kórnum og verða undir stjórn Dean Martin.

Lesa meira
 

Drög að leikjaniðurröðun sumarsins liggur fyrir - 11.3.2017

Drög að leikjaniðurröðun í mótum sumarsins hefur verið birt á vef KSÍ. Félög eru vinsamlegast beðin um að skoða vandlega sína leiki og koma athugasemdum á framfæri í síðasta lagi mánudaginn 20. mars á netfangið birkir@ksi.is.

Lesa meira
 

Sex þátttökuleyfi útgefin á fyrri fundi leyfisráðs - 9.3.2017

Fyrri fundur leyfisráðs í leyfisferlinu fyrir keppnistímabilið 2017 fór fram í vikunni.  Sex félög fengu útgefin þátttökuleyfi, en afgreiðslu leyfisumsókna 18 félaga var frestað um eina viku.  Ráðið kemur aftur saman á fimmtudag í næstu viku. Lesa meira
 

U21 karla - Vináttuleikur við Sádí Arabíu á Ítalíu - 9.3.2017

Samið hefur verið við Sádi Araba um að U21 landslið þjóðanna leiki vináttuleik í Fiuggi á Ítalíu þann 28. mars.

Lesa meira
 

U17 kvenna - Jafntefli gegn Austurríki - 9.3.2017

U17 kvenna lék seinni vináttuleikinn við Austurríki í dag. Leikurinn var bráðfjörugur og endaði með 2-2 jafntefli. Fyrri leikur liðanna fór 2-0 fyrir Íslandi.

Lesa meira
 

Hæfileikamótun ungra dómara - 9.3.2017

Laugardaginn 11. mars verður hrint af stokkunum hæfileikamótun fyrir unga dómara. 14 þátttakendur á aldrinum 17-25 ára hafa verið valdir til þess að taka þátt í verkefninu Allir munu þeir fá kennara sem mun skoða þá í 5 leikjum og gefa þeim góð ráð í kjölfarið.

Lesa meira
 

U17 kvenna - Ísland og Austurríki mætast aftur í dag - Byrjunarlið - 9.3.2017

U17 kvenna leikur seinni vinátuleik sinn við Austurríki í dag og er blásið til leiks klukkan 10:00. Fyrri leikurinn var á þriðjudaginn og þá vann ísland 2-0 sigur. Leikirnir eru hluti af undirbúningi liðanna fyrir komandi verkefni.

Lesa meira
 

A kvenna - Sigur á Kína í lokaleiknum á Algarve-mótinu - 8.3.2017

Stelpurnar okkar unnu góðan 2-1 sigur á Kína í lokaleik Algarve-mótsins. Ísland hafnaði því í 9. sæti mótsins. Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari, gerði margar breytingar milli leikja og lék liðið mismunandi leikkerfi sem verða mögulega notuð á EM í sumar.

Lesa meira
 

A kvenna – Byrjunarlið Íslands í lokaleiknum á Algarve Cup - 8.3.2017

Lokaleikur Íslands á Algarve Cup að þessu sinni verður gegn Kína. Þjóðirnar mættust síðast á Sincere Cup í Kína í október sl. og endaði sá leikur með 2-2 jafntefli þar sem Fanndís Friðriksdóttir og Katrín Ásbjörnsdóttir skoruðu mörk Íslands.

Lesa meira
 

Úrtaksæfingar U16 kvenna - 8.3.2017

Eftirtaldir leikmenn voru valdir á úrtaksæfingar U16 kvenna (2002) sem fram fara 17. - 19. mars næstkomandi. Æfingarnar fara fram undir stjórn Dean Martin.

Lesa meira
 

KSÍ B próf - 6. apríl - 8.3.2017

Fimmtudaginn 6. apríl kl. 16:00 stendur fræðslusvið KSÍ fyrir KSÍ B prófi (UEFA B prófi). Prófið er opið öllum þjálfurum sem hafa klárað KSÍ I, II, III, IV, KSÍ B þjálfaraskólann og skilað öllum verkefnum á fullnægjandi hátt (engar undantekningar eru gerðar).

Lesa meira
 

U17 kvenna - Góður sigur á Austurríki - 7.3.2017

U17 kvenna vann góðan 2-0 sigur á Austurríki í dag. Fyrra mark Íslands kom strax á 10. mínútu en það var Karólína Lea Vilhjálmsdóttir sem skoraði markið en Hlín Eiríksdóttir skoraði seinna mark Íslands en markið kom á 40. mínútu eftir hornspyrnu.

Lesa meira
 

U17 kvenna - Ísland leikur við Austurríki í dag - Byrjunarlið - 7.3.2017

U17 kvenna leikur tvo vináttuleiki í vikunni við Austurríki. Fyrri leikurinn er í dag og hefst hann klukkan 15:00. Seinni leikurinn er á fimmtudaginn en leikirnir eru hluti af undirbúningi liðsins fyrir komandi verkefni.

Lesa meira
 

Ísland og Spánn skildu jöfn á Algarve Cup - 6.3.2017

Ísland og Spánn skildu jöfn á Algarve Cup í dag þar sem hvorugu liðinu tókst að skora. Leikurinn í dag var besti leikur Íslands til þessa í mótinu og var íslenska liðið mun nær því að ná í öll stigin úr þessum leik.

Lesa meira
 

A kvenna – Byrjunarliðið gegn Spáni í dag - 6.3.2017

Síðasti dagur riðlakeppninnar á Algarve Cup er í dag. Staðan í riðli Íslands er þannig að Spánn hefur unnið báða sína leiki til þessa og er þar með efst í riðlinum með 6 stig,

Lesa meira
 

EM 2017 - Miðasala á vegum KSÍ lýkur þann 15. mars - 6.3.2017

Miðasala á vegum KSÍ á leiki Íslands á EM 2017 í Hollandi lýkur þann 15. mars. Eftir þann tíma verður einungis hægt að kaupa miða á miðasöluvef UEFA en þá er ekki tryggt að sætin séu meðal stuðningsmanna Íslands.

Lesa meira
 

Úrtaksæfingar U16 kvenna (fæddar 2001) - 6.3.2017

Jörundur Áki Sveinsson,landsliðsþjálfari, hefur valið eftirtalda leikmenn til úrtaksæfinga fyrir U16 kvenna. Æfingarnar fara fram 17. – 19. mars n.k.

Lesa meira
 

A kvenna – Tap gegn Japan á Algarve Cup - 3.3.2017

Íslenska kvennalandsliðið tapaði gegn Japan í leik liðanna á Algarve Cup í Portúgal í dag. Japan komst yfir með marki frá Yui Hasagawa á 11. mínútu leiksins. Hún var svo aftur á ferðinni aðeins fjórum mínútum síðar þegar hún skoraði seinna mark leiksins.

Lesa meira
 

A kvenna - 100 leikur Söru Bjarkar Gunnarsdóttur - 3.3.2017

Sara Björk Gunnarsdóttir leikur sinn 100 A landsleik í dag. Fyrsti leikur Söru með landsliðinu var 26. ágnúst 2007 þegar hún kom inná sem varamaður í útileik á móti Slóveníu.

Lesa meira
 

U17 karla - Jafntefli gegn Króatíu - 3.3.2017

U17 karla lék lokaleik sinn á UEFA-móti sem fram fór í Skotlandi í vikunni í dag. Leikurinn var gegn Króatíu og endaði með markalausu jafntefli. Strákarnir okkar áttu betri færi í leiknum og léku vel en náðu samt ekki að skora.

Lesa meira
 

A kvenna – Ísland leikur gegn Japan á Algarve Cup í dag - 3.3.2017

Annar leikdagur á Algarve Cup verður leikinn í dag í roki og rigningu. Ísland mætir Japan í dag en liðin hafa einu sinni áður mæst og var það einmitt á Algarve Cup fyrir tveimur árum síðan.

Lesa meira
 

Ólöglegur leikmaður hjá HK  - 3.3.2017

Skrifstofa KSÍ hefur staðfest að HK tefldi fram ólöglegu liði gegn ÍA í leik í Lengjubikar meistaraflokks karla, sem fram fór 24. febrúar síðastliðinn. 

Lesa meira
 

U17 karla - Ísland mætir Króatíu í dag - 2.3.2017

Lokaleikur U17 karla á UEFA-móti sem fram fer í Skotlandi er í dag en þá mæta strákarnir okkar Króatíu.

Lesa meira
 

A kvenna - Guðmunda Brynja kölluð inn í hópinn - 2.3.2017

Eins og vitað er meiddist Sandra María Jessen í leiknum gegn Noregi á Algarve Cup í gær.  Í myndatökum í gærkveldi kom í ljós að Sandra er óbrotin en hún mun gangast undir frekari skoðun næstu daga.   Lesa meira
 

U18 karla - Úrtaksæfingar - 2.3.2017

Eftirtaldir leikmenn hafa verið valdir til að taka þátt í úrtaksæfingum vegna U18 liðs karla. Æfingarnar fara fram undir stjórn Þorvaldar Örlygssonar þjálfara U18 landsliðs Íslands.

Lesa meira
 

U17 karla - Úrtaksæfingar - 2.3.2017

Eftirtaldir leikmenn hafa verið valdir til að taka þátt í úrtaksæfingum vegna U17 liðs karla. Æfingarnar fara fram undir stjórn Þorláks Árnasonar þjálfara U17 landsliðs Íslands. Athugið að þeir leikmenn sem taka þátt í UEFA móti í Skotlandi eru ekki boðaðir

Lesa meira
 

Landsdómararáðstefna 3.- 4. mars - 2.3.2017

Um komandi helgi fer fram hin árlega landsdómararáðstefna KSÍ en þar hittast landsdómarar til að undirbúa sig fyrir komandi tímabil. Að venju er fenginn gestafyrirlesari erlendis frá og að þessu sinni er það Leif Lindberg sem verður gestur ráðstefnunnar.  Þetta er fyrsta af þremur landsdómararáðstefnum sem haldin er á árinu.

Lesa meira
 

Hæfileikamótun N1 og KSÍ - Vesturland - 2.3.2017

Hæfileikamótun KSÍ og N1 fer fram á Akranesi þriðjudaginn 7. mars. Æfingarnar eru fyrir drengi og stúlkur sem eru fædd 2003 og 2004. Það er Dean Martin sem fer fyrir verkefninu. 

Lesa meira
 

A kvenna – Jafntefli gegn Noregi í baráttuleik - 1.3.2017

Kvennalandsliðið gerði 1-1 jafntefli gegn Noregi í baráttuleik á Algarve Cup í kvöld. Ade Hegelberg skoraði fyrir Noreg strax á 4. mínútu leiksins en Gunnhildur Yrsa var fljót að svara fyrir okkar hönd og jafnaði leikinn á 10. mínútu eftir góða takta hjá afmælisbarninu, Elínu Mettu, á hægri kantinum.

Lesa meira
 

A kvenna – Ísland-Noregur hefst kl. 18:30 - 1.3.2017

Fyrsti leikur Íslands á Algarve Cup í ár verður gegn Noregi í dag og hefst hann kl. 18:30. Íslenska liðið kom til Algarve á sunnudag og hefur nýtt síðustu daga til að undirbúa sig fyrir leikinn í kvöld.

Lesa meira
 

U17 karla - Naumt tap gegn Skotum - 1.3.2017

U17 karla tapaði í dag, 2-1, gegn Skotlandi á UEFA-móti sem fram fer þessa vikuna. Sigurmark Skota kom undir lok leiksins en íslenska liðið hafði varist vel í leiknum og var grátlegt að fá mark á sig rétt áður en flautað var til leiksloka.

Lesa meira
 
U21 landslið karla

U21 karla - 25 leikmenn valdir í æfingahóp - 1.3.2017

Eyjólfur Sverrisson, landsliðsþjálfari U21 karla, hefur valið 25 leikmenn í æfingahóp sem æfir um komandi helgi.  Alls velur Eyjólfur 25 leikmenn að þessu sinni og koma þeir frá 14 félögum en einungis eru valdir leikmenn sem leika með íslenskum féllögum.

Lesa meira
 

U17 karla - Ísland mætir Skotlandi í dag - Byrjunarlið Íslands - 1.3.2017

U17 karla leikur annan leik sinn í dag á UEFA-móti sem fram fer í Skotlandi. Strákarnir okkar mæta heimamönnum í leik dagsins en Skotar unnu 1-0 sigur á Króatíu í fyrsta leik sínum en Ísland gerði 2-2 jafntefli við Austurríki á sama tíma.

Lesa meira
 Fréttir
Aðildarfélög
Aðildarfélög