Fréttir

U17 landslið karla

U17 karla - Stefán Viðar kemur inn fyrir Jökul - 28.2.2017

Þorlákur Árnason, landsliðsþjálfari U17 karla, hefur valið hópinn sem leikur á undirbúningsmóti UEFA í Edinborg í Skotlandi.  Leikið verður gegn heimamönnum, Austurríki og Króatíu og fara leikirnir fram dagana 27. febrúar til 3. mars.

Lesa meira
 

A kvenna – Mikilvægur hluti undirbúnings fyrir EM hafinn í Algarve - 27.2.2017

A landslið kvenna kom til Algarve í Portúgal seint í gærkveldi eftir langt og strangt ferðalag. Vegna snjóþunga í Reykjavík varð töluverð seinkun á flugi frá Keflavík sem varð til þess að hópurinn missti af tengiflugi frá Amsterdam til Lissabon.

Lesa meira
 

U17 karla - Jafntefli gegn Austurríki - 27.2.2017

U17 karla gerði 2-2 jafntefli í fyrsta leik sínum á UEFA-móti sem fram fer í Skotlandi. Austurríki komst tvívegis yfir í leiknum en strákarnir okkar náðu að jafna metin í tvígang og lauk leiknum því með jafntefli. Það var því farið beint í vítakeppni þar sem Austurríki hafði betur, 4-3, og fær því 2 stig en Ísland fær 1 stig.

Lesa meira
 

Hæfileikamótun N1 og KSÍ - Suðurland - 27.2.2017

Hæfileikamótun N1 og KSÍ fer fram í Hamarshöllinni föstudaginn 3. mars. Æfingarnar eru fyrir stráka sem eru fæddir 2003 og 2004. Það er Dean Martin sem fer fyrir verkefninu.

Lesa meira
 

U17 karla - Byrjunarlið Íslands gegn Austurríki - 27.2.2017

U17 karla hefur leik í dag á undirbúningsmóti UEFA en mótið fer fram í Skotlandi. Ísland er í riðli með Skotum, Króatíu og Austurríki og eru Austurríkismenn mótherjar Íslands í leiknum í dag sem hefst klukkan 15:30.

Lesa meira
 

Umsóknarfrestur í Mannvirkjasjóð KSÍ er til 1. mars 2017 - 27.2.2017

Umsóknarfrestur í Mannvirkjasjóð KSÍ er til 1. mars en sjóðnum er ætlað að styðja við nýframkvæmdir knattspyrnumannvirkja á Íslandi á árunum 2016 - 2019, til þess að skapa iðkendum, áhorfendum og stjórnendum sem besta aðstöðu.

Lesa meira
 

U17 kvenna - Góður sigur á Austurríki - 24.2.2017

U17 kvenna vann 1-0 sigur á Austurríki í seinasta leik liðsins á UEFA æfingarmóti sem fram fór á Skotlandi. Eina mark leiksins kom í seinni hálfleik en það var Signý Elfa Sigurðardóttir sem skoraði mark Íslands í leiknum.

Lesa meira
 

Þinggerð 71. ársþings KSÍ - 24.2.2017

Hér að neðan má sjá þinggerð 71. ársþings Knattspyrnusambands Íslands, sem haldið var í Vestmannaeyjum þann 11. febrúar síðastliðinn.

Lesa meira
 

U17 kvenna - Leikið gegn Austurríki í dag - 24.2.2017

Í dag er leikið við lið Austurríkis sem unnið hefur báða leiki sína í mótinu til þessa. Leikurinn hefst kl.11 eins og leikur Skotlands og Tékklands.

Lesa meira
 

Valur Reykjavíkurmeistari kvenna - 23.2.2017

Valur varð í kvöld Reykjavíkurmeistari kvenna en liðið vann 3-1 sigur á Fylki í úrslitaleiknum sem fram fór í Egilshöll. Það var samt Fylkir sem byrjaði betur í leiknum en Sæunn Rós Ríkharðsdóttir kom Fylki yfir á fyrstu mínútu leiksins.

Lesa meira
 

Sara Björk tilnefnd í lið ársins hjá FIFPro - 23.2.2017

Sara Björk Gunn­ars­dótt­ir, leikmaður Wolfs­burg og ís­lenska ­landsliðsins, hef­ur verið til­nefnd í lið árs­ins í heim­in­um af FIFPro, Alþjóðlegu leik­manna­sam­tök­un­um.

Lesa meira
 

Hæfileikamótun KSÍ og N1 - Suðurnes - 23.2.2017

Hæfileikamótun KSÍ og N1 fer fram í Reykjaneshöllinni mánudaginn 27. febrúar. Æfingarnar eru fyrir stráka sem eru fæddir 2003 og 2004. Það er Dean Martin sem fer fyrir verkefninu.

Lesa meira
 

U17 kvenna - Tap gegn Skotlandi - 22.2.2017

U17 kvenna tapaði 3-0 í dag gegn Skot­um á æf­inga­móti sem fram fer í Skotlandi. Skot­ar leiddu 1-0 eft­ir fyrri hálfleik­inn og bættu svo við tveim­ur mörk­um í síðari hálfleik.

Lesa meira
 

U17 kvenna - Hópurinn sem mætir Austurríki - 22.2.2017

U17 ára landslið kvenna mætir Austurríki þann 7. og 9. mars en leikirnir eru hluti af undirbúningi liðsins fyrir milliriðil EM U17 sem leikinn verður í lok mars. Leikirnir fara fram í Austurríki en æfingar fyrir leikina fara fram 3. – 5. mars.

Lesa meira
 

U19 kvenna - Hópur boðaðar til æfinga 3. - 5. mars - 22.2.2017

Eftirtaldir leikmenn eru valdir á landsliðsæfingar U19 kvenna sem fram fara dagana 3. - 5. mars. 2017. Æfingarnar fara fram undir stjórn Þórðar Þórðarsonar landsliðsþjálfara U19 kvenna.

Lesa meira
 

U17 kvenna - Byrjunarliðið gegn Skotum í dag - 22.2.2017

Ísland leikur gegn Skotlandi í dag á æfingamóti UEFA í Edinborg. Leikurinn hefst kl. 16:00 (ath breyttur leiktími).

Lesa meira
 
Knattspyrnuráð Reykjavíkur

Fylkir og Valur mætast í úrslitum Reykjavíkurmóts kvenna í kvöld - 22.2.2017

Fylkir og Valur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmóts kvenna og fer leikurinn fram í Egilshöll, fimmtudaginn 23. febrúar kl. 20:30.  Fylkir lagði Fjölni í undanúrslitum eftir vítaspyrnukeppni en Valur hafði betur gegn KR í hinum undanúrslitaleiknum.

Lesa meira
 
Aðstoðardómari að störfum á leik Íslands og Svíþjóðar

Grunnnámskeið fyrir aðstoðardómara miðvikudaginn 1. mars - 22.2.2017

Grunnnámskeið fyrir aðstoðardómara verður haldið miðvikudaginn 1. mars í höfuðstöðvum KSÍ og hefst það kl. 18:00. Einar Sigurðsson fyrrum FIFA aðstoðardómari mun fara yfir ýmis lykilatriði í aðstoðardómgæslunni.

Lesa meira
 
Dómaraflauta eða hljóðfæri?

Byrjendanámskeið fyrir dómara haldið hjá Víkingi í Víkinni - 21.2.2017

Byrjendanámskeið fyrir dómara verður haldið hjá Víking í Víkinni þriðjudaginn 28. febrúar kl. 19:00. Námskeiðið er haldið af KSÍ í samvinnu við Víking og hefst kl. 19:00.

Lesa meira
 

U17 kvenna - Naumt tap gegn Tékkum - 21.2.2017

U17 kvenna tapaði fyr­ir Tékk­um, 1-0, í fyrsta leik sín­um á æfingamóti á vegum UEFA en mótið fer fram í Skotlandi. Eina mark leiksins kom úr vítaspyrnu en leikurinn var jafn og spennandi.

Lesa meira
 

U17 kvenna - Byrjunarliðið gegn Tékkum - 20.2.2017

U17 ára landslið kvenna er þessa dagana í Skotlandi og tekur þar þátt í æfingamóti á vegum UEFA. Fyrsi leikur liðsins er gegn Tékkum í dag og hefst kl. 13:00 að íslenskum tíma.

Lesa meira
 

Byrjendanámskeið fyrir dómara á Akranesi - 20.2.2017

Byrjendanámskeið fyrir dómara verður haldið hjá ÍA á Jaðarsbökkum mánudaginn 27. febrúar kl. 20:15. Námskeiðið er haldið af KSÍ í samvinnu við ÍA og hefst kl. 20:15. Námskeiðið stendur yfir í um tvær klukkustundir og er öllum opið sem náð hafa 15 ára aldri.

Lesa meira
 

Hæfileikamótun KSÍ og N1 - Suðurnes - 17.2.2017

Hæfileikamótun KSÍ og N1 fer fram í Reykjaneshöllinni mánudaginn 20. febrúar. Æfingarnar eru fyrir bæði stelpur og stráka sem eru fædd 2003 og 2004. Það er Dean Martin sem fer fyrir verkefninu.

Lesa meira
 

Lengjubikar karla hefst í dag, föstudag - 17.2.2017

Keppni í Lengjubikar karla hefst í dag, föstudag, en þrír leikir eru á dagskrá dagsins. Fyrsti leikurinn er leikur Vals og ÍR í Egilshöll en sá leikur hefst klukkan 19:00 en klukkan 20:00 eru tveir leikir. Keflavík mætir Gróttu í Reykjaneshöllinni og Berserkir etja kappi við Hamar á Víkingsvelli.

Lesa meira
 

Dómaranámskeið fyrir konur - 17.2.2017

Dómaranámskeið eingöngu fyrir konur verður haldið þriðjudaginn 21. febrúar í höfuðstöðvum KSÍ og hefst kl. 18:00.  Markmiðið með námskeiðinu er að reyna að auka hlut kvenna í dómgæslu en mikill áhugi er innan vébanda KSÍ að fá fleiri konur til starfa á þeim vettvangi.  Lesa meira
 

Úrtaksæfingar U19 karla - 16.2.2017

Eftirtaldir leikmenn eru valdir á úrtaksæfingar U19 karla (1999) sem fram fara 24. – 25. febrúar næstkomandi. Æfingarnar fara fram undir stjórn Þorvaldar Örlygssonar landsliðsþjálfara U19 karla.

Lesa meira
 

U21 karla - Tveir vináttuleikir við Georgíu í mars - 16.2.2017

Búið er að semja við Georgíu um tvo vináttulandsleiki ytra í mars en leikið verður í Tbilisi. Leikirnir fara fram dagana 22. og 25. mars. 

Lesa meira
 

A kvenna - Leikmannahópurinn sem tekur þátt í Algarve Cup - 16.2.2017

Freyr Alexandersson hefur nú valið 23 leikmenn sem taka þátt í Algarve Cup. Mótið fer fram í Algarve í Portúgal 1. – 8. mars og leikur Ísland í riðli með Noregi, Japan og Spáni.

Lesa meira
 

KSÍ B próf - 6. apríl - 16.2.2017

Fimmtudaginn 6. apríl kl. 16:00 stendur fræðslusvið KSÍ fyrir KSÍ B prófi (UEFA B prófi). Prófið er opið öllum þjálfurum sem hafa klárað KSÍ I, II, III, IV, KSÍ B þjálfaraskólann og skilað öllum verkefnum á fullnægjandi hátt (engar undantekningar eru gerðar).

Lesa meira
 

Ríkharður Jónsson látinn - 15.2.2017

Ríkharður Jónsson, einn þekktasti knattspyrnumaður Íslands, lést í gærkvöldi, 14. febrúar, á dvalarheimilinu Höfða á Akranesi. Ríkharður var fæddur 12. nóvember árið 1929 og var því 87 ára þegar hann lést. Ríkharður átti einstakan knattspyrnuferil og hampaði m.a. sex Íslandsmeistaratitlum og var lykilmaður í íslenska landsliðinu um margra ára skeið.

Lesa meira
 

Læknar og sjúkraþjálfarar á endurlífgunarnámskeiði - 15.2.2017

KSÍ stóð fyrir endurlífgunarnámskeið fyrir lækna og sjúkraþjálfara íslensku landsliðanna 14. febrúar. Formaður heilbrigðisnefndar KSÍ, Reynir Björnsson, hélt utan um námskeiðið en alls mættu 22 læknar og sjúkraþjálfarar.

Lesa meira
 

Fjölmenni á námskeiði hjá fitness þjálfara landsliðsins - 15.2.2017

Helgina 4.-5. febrúar mættu um 80 manns á námskeið í höfuðstöðvum KSÍ í Laugardalnum þar sem Sebastian Boxleitner, fitness þjálfari A landsliðs karla, fjallaði um fyrirbyggjandi þjálfun, upphitun og hraðaþjálfun.

Lesa meira
 
Valur

Valsmenn Reykjavíkurmeistarar - 14.2.2017

Valsmenn tryggðu sér Reykjavíkurmeistaratitilinn í meistaraflokki karla þegar þeir lögðu Fjölni í úrslitaleik.  Lokatölur urðu 1 - 0, en þannig var staðan í leikhléi, og var sigurmarkið sjálfsmark. Valur eygir því möguleika á að vinna tvöfaldan Reykjavíkurmeistaratitil í meistaraflokki. Lesa meira
 

Vel heppnuð ráðstefna fyrir aðstoðardómara - 14.2.2017

Dómaranefnd KSÍ stóð fyrir ráðstefnu fyrir aðstoðardómara í Kórnum 11. febrúar þar sem farið var yfir atvik úr leikjum, þau rædd og farið yfir störf aðstoðardómara.

Lesa meira
 

Borgunarbikarinn - Dregið í fyrstu umferðum karla og kvenna - 13.2.2017

Dregið hefur verið í fyrstu umferðum Borgunarbikars karla og kvenna og hefja karlarnir leik 21. apríl en konurnar 6. maí.  Hjá körlunum eru leiknar tvær umferðir áður en að Pepsi-deildar félögin koma inn í 32 liða úrslit.  Hjá konunum eru einnig tvær umferðir áður en Pepsi-deildar félögin koma til leiks í 16 liða úrslitum.

Lesa meira
 

2. deild kvenna - Drög að leikjaniðurröðun - 13.2.2017

Á ár verður í fyrsta skiptið leikið í 2. deild kvenna og eru 10 félög skráð til leiks.  Drög að leikjaniðurröðun hefur verið birt hér á heimasíðu sambandsins og eru félög beðin um að koma með athugasemdir, ef einhverjar eru, sem fyrst. Lesa meira
 
Knattspyrna á Íslandi

Riðlaskipting og drög að leikjaniðurröðun í 4.deild karla - 13.2.2017

Birt hefur verið riðlaskipting í 4. deild karla og einnig hafa verið gefin út drög að leikjaniðurröðun í deildinni. Félög eru beðin um að koma með athugasemdir við niðurröðun, ef einhverjar eru, sem fyrst.

Lesa meira
 
Dómaraflauta eða hljóðfæri?

Námskeið fyrir dómara mánudaginn 20. febrúar - 13.2.2017

Námskeið fyrir dómara verður haldið í höfuðstöðvum KSÍ, mánudaginn 20. febrúar kl. 18:00. Kristinn Jakobsson, reyndasti FIFA dómari Íslands, mun kenna á námskeiðinu. Aðaláherslan verður lögð á leikstjórn og nýjar hagnýtar leiðbeiningar fyrir dómara. Auk þess geta þátttakendur spurt Kristin spjörunum úr um hin ýmsu efni sem tengjast dómgæslunni.

Lesa meira
 
Knattspyrnuráð Reykjavíkur

Fjölnir og Valur leika til úrslita í Reykjavíkurmóti karla í kvöld - 13.2.2017

Fjölnir og Valur leika til úrslita í Reykjavíkurmóti karla í kvöld, mánudagskvöld, og hefst leikurinn kl. 19:00 í Egilshöll.  Fjölnismenn lögðu KR í undanúrslitum en Valsmenn höfðu betur gegn Víkingum, eftir vítaspyrnukeppni. Lesa meira
 

71. ársþingi KSÍ lokið - 11.2.2017

Ársþingi KSÍ, því 71. í röðinni, er lokið og var Guðni Bergsson þar kosinn formaður til tveggja ára. Hann tekur við starfinu af Geir Þorsteinssyni sem bauð sig ekki fram til endurkjörs eftir 10 ára starf sem formaður. Tveir nýir aðilar komu inn í stjórn KSÍ en 8 frambjóðendur voru í kjöri um 4 sæti.

Lesa meira
 

Guðni Bergsson kjörinn formaður KSÍ - 11.2.2017

Guðni Bergsson var í dag kjörinn formaður KSÍ en kjörið fór fram á 71. ársþingi KSÍ sem fram fór í Vestmannaeyjum.  Hann hlaut 83 atkvæði en mótframbjóðandi hans, Björn Einarsson, fékk 66 atkvæði.  Guðni verður níundi formaður KSÍ en hann tekur við embættinu af Geir Þorsteinssyni sem lét af embætti eftir 10 ára sem formaður.

Lesa meira
 
Geir Þorsteinsson

Geir kosinn heiðursformaður - 11.2.2017

Á ársþingi KSÍ sem fram fer í Vestmannaeyjum var Geir Þorsteinsson kosinn heiðursformaður sambandsins. Heiðursformenn KSÍ eru nú 3, þeir Geir Þorsteinsson, Eggert Magnússon og Ellert B Schram

Lesa meira
 

Geir sæmdur gullmerki ÍSÍ - 11.2.2017

Geir Þorsteinsson, fráfarandi formaður KSÍ, var í dag sæmdur gullmerki ÍSÍ.  Það var Helga Steinunn Guðmundsdóttir, varaforseti ÍSÍ, sem sæmdi Geir merkinu á ársþingi KSÍ í dag en þingið fer fram í Vestmannaeyjum. Lesa meira
 
Geir Þorsteinsson

Setningarræða formanns á 71. ársþingi KSÍ - 11.2.2017

Síðasta ár var sennilega það besta í sögu KSÍ innan sem utan vallar. Ógleymanlegar minningar eru margar um sigra og skemmtilegar stundir á vellinum og stuðningur áhorfenda var stórkostlegur. Krafturinn og dugnaðurinn í forystufólki íslenskra knattspyrnu er einstakur. Þið eigið hrós skilið fyrir ykkar miklu og óeigingjörnu störf. Lesa meira
 

Fjölnir og Grindavík fengu Dragostytturnar - 11.2.2017

Fjölnir og Grindavík fengu Dragostytturnar á 71.. ársþingi KSÍ sem haldið er í Höllinni í Vestmannaeyjum.  Þá fengu Afturelding, Reynir Sandgerði og Ýmir viðurkenningar fyrir prúðmannlegan leik í 2., 3. og 4. deild karla. Það var formaður KSÍ, Geir Þorsteinsson, sem afhenti fulltrúum félaganna viðurkenninguna.

Lesa meira
 

Breiðablik fær viðurkenningu fyrir dómaramál - 11.2.2017

Stjórn KSÍ hefur ákveðið að veita Breiðablik viðurkenningu fyrir góða frammistöðu í dómaramálum. Ekkert félag á Íslandi þarf að útvega dómara á jafn marga leiki og Breiðablik og hefur frammistaða þeirra verið til fyrirmyndar í hvívetna.

Lesa meira
 

ÍA fékk Kvennabikarinn 2016 - 11.2.2017

Það var ÍA sem hlaut Kvennabikarinn fyrir árið 2016 en það eru verðlaun fyrir háttvísi í Pepsi-deild kvenna.  Verðlaunin voru veitt á 71. ársþingi KSÍ sem haldið er Höllinni í Vestmannaeyjum. Þá fengu Grótta viðurkenningu fyrir prúðmannlega framkomu í 1. deild kvenna á síðasta tímabili. Lesa meira
 

Einherji fær Grasrótarverðlaun KSÍ - 11.2.2017

KSÍ veitir Einherja frá Vopnafirði grasrótarviðurkenningu ársins 2016. Sumarið 2016 sendi Einherji lið til leiks í meistaraflokki, bæði í karla og kvenna, 4. og 5. flokki karla og 5. flokka kvenna. Á síðasta ári bjuggu 511 manns á Vopnafirði. 

Lesa meira
 

71. ársþing KSÍ - Fylgist hér með framvindu þingsins - 11.2.2017

Nú er nýhafið 71. ársþing KSÍ en það haldið í Höllinni í Vestmannaeyjum.  Nokkrar tillögur liggja fyrir þinginu og verður fylgst með afgreiðslu þeirra hér í þessari frétt og verður hún uppfærð reglulega.

Lesa meira
 
Coca-Cola styrkleikalisti FIFA fyrir karlalandslið

Styrkleikalisti FIFA - Karlalandsliðið í 20. sæti - 9.2.2017

Á nýjum styrkleikaslista FIFA, sem út kom í morgun, er íslenska karlalandsliðið í 20. sæti og hefur það aldrei verið hærra.  Ísland fer upp um eitt sæti frá síðasta lista en Argentína trónir á toppi listans og Brasilía koma næstir. Lesa meira
 

KSÍ IV B þjálfaranámskeið 17.-19. febrúar 2017 - 9.2.2017

KSÍ IV þjálfaranámskeið verður haldið helgina 17.-19. febrúar 2017. Námskeiðið fer fram í Reykjavík. Sú breyting hefur orðið að nú er KSÍ IV námskeiðinu skipt í tvo hluta, KSÍ IV A og KSÍ IV B. Þjálfarar geta tekið þetta námskeið þó þeir hafi misst af fyrri hlutanum. Hann verða þeir þá að taka að ári.

Lesa meira
 
Lengjubikarinn

Lengjubikarinn fer af stað á sunnudaginn - 9.2.2017

Lengjubikarinn hefst á sunnudaginn en þá hefst keppn i í A deild Lengjubikars kvenna með þremur leikjum.  Þór/KA tekur á móti FH í Boganum, Valur mætir ÍBV í Egilshöll og í Fífunni leika Breiðablik og Stjarnan. Lesa meira
 
Knattspyrnuráð Reykjavíkur

Undanúrslit Reykjavíkurmótsins í kvöldi - 9.2.2017

Undanúrslit Reykjavíkurmóts karla fara fram í kvöld, fimmtudaginn 9. febrúar og verða leikin í Eghilshöll.  Víkingur og Valur mætast kl. 19:00 og strax á eftir, eða kl 21:00, leika Fjölnir og KR. Sigurvegarar þessara viðureigna mætast svo í úrslitaleiknum, mánudaginn 13. febrúar. Lesa meira
 

Tólfan hlýtur Jafnréttisverðlaun KSÍ 2016 - 9.2.2017

Stuðningssveitin Tólfan hlýtur jafnréttisverðlaun KSÍ að þessu sinni. Tólfan er búin að festa sig í sessi sem ein af bestu stuðningssveitum heims en UEFA, FIFA og fleiri hafa tilnefnt Tólfuna til verðlauna fyrir magnaðan stuðning við landsliðin.

Lesa meira
 

Sjónvarp Símans hlýtur Fjölmiðlaverðlaun KSÍ 2016 - 9.2.2017

Sjónvarp Símans tryggði sér útsendingarrétt á úrslitakeppni EM karla sem fram fór í Frakklandi. Strax frá upphafi var ljóst að mikill metnaður var lagður í að gera upplifun áhorfenda sem besta og skilaði gott gengi landsliðsins sér heim í stofu á heimili landsmanna með lifandi og skemmtilegri nálgun hjá Sjónvarpi Símans.

Lesa meira
 

Hörður Magnússon hlýtur Fjölmiðlaverðlaun KSÍ 2016 - 9.2.2017

Hörður Magnússon hefur um áralangt skeið flutt fréttir sem tengjast knattspyrnu sem og lýst ógrynni leikja í beinni útsendingu og séð um markaþætti úr fótboltanum. Á undanförnum árum hefur umfang og fagmennska í kringum beinar útsendingar og markaþætti stóraukist og hefur Hörður átt stóran þátt í að auka veg og vanda fótboltans með óeigingjarnri vinnu sinni hjá 365-miðlum.

Lesa meira
 
Stadion De Vijverbeg Doetinchem

A kvenna - Leikið við Holland 11. apríl - 9.2.2017

Knattspyrnusambönd Íslands og Hollands hafa komist að samkomulagi um að kvennalandslið þjóðanna leiki vináttulandsleik De Vijverberg vellinum í Doetinchem, þann 11. apríl næstkomandi.  Leikurinn er liður í undirbúningi liðanna fyrir úrslitakeppni EM í sumar en Ísland mun einmitt leika á þessum velli í úrslitakeppninni. Lesa meira
 

A karla - Góð frammistaða í Las Vegas þrátt fyrir tap - 9.2.2017

Ísland tapaði fyrir Mexíkó í vináttuleik þjóðanna sem fram fór í Las Vegas í nótt. Lokaniðurstaða leiksins var 1-0 fyrir Mexíkó en mark leiksins skoraði Alan Pulido á 21. mínútu eftir aukaspyrnu.

Lesa meira
 

A karla – Byrjunarlið Íslands gegn Mexíkó - 9.2.2017

Ísland mætir Mexíkó í nótt klukkan 3:06. Leikurinn fer fram á Sam Boyd leikvangnum í Las Vegas og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport.

Lesa meira
 
Valbjarnarvöllur

Öll 24 félögin hafa skilað leyfisgögnum - 8.2.2017

Öll 24 félögin sem undirgangast leyfiskerfi KSÍ fyrir keppnistímabilið 2017, þ.e. félögin í Pepsi-deild karla og Inkasso-deild karla, hafa skilað leyfisgögnum.  Leyfisstjórn hefur þegar farið yfir gögnin og gert athugasemdir þar sem við á. Lesa meira
 

Upplýsingar um 71. ársþing KSÍ - 8.2.2017

Vert er að vekja athygli á að hægt er að nálgast allar upplýsingar varðandi 71. ársþing KSÍ á einum stað hér á heimasíðunni.  Birtar hafa verið m.a. þær tillögur sem liggja fyrir þinginu sem og upplýsingar og nöfn þeirra sem eru í framboði.  Þá er birtur nafnalisti fyrir skráða þingfulltrúa og er hann uppfærður reglulega eða sem tilefni er til.

Lesa meira
 

Dagskrá 71. ársþings KSÍ - 8.2.2017

Ársþing KSÍ, það 71. í röðinni, verður haldið í Höllinni í Vestmannaeyjum, laugardaginn 11. febrúar.  Þingið verður sett kl. 11:00 en afhending þinggagna hefst kl. 10:30.  Hér að neðan má sjá dagskrá þingsins.

Lesa meira
 
Frá hæfileikamótun frá Austfjörðum

Hæfileikamótun N1 og KSÍ á Norðurlandi 11. febrúar - 8.2.2017

Þessa dagana er Hæfileikamótun N1 og KSÍ að fara af stað og er það Dean Martin sem fer fyrir verkefninu. Nú er leiðinni heitið á Akureyri þar sem æfingar verða fyrir félög af Norðurlandi.

Lesa meira
 

Þorvaldur dæmir í Þrándheimi - 8.2.2017

Þorvaldur Árnason verður í eldlínunni í kvöld þegar hann dæmir leik Rosenborgar og Basel í Ungmennadeild UEFA en leikið er í Þrándheimi.  Þorvaldi til aðstoðar verða þeir Jóhann Gunnar Guðmundsson og Frosti Viðar Gunnarsson en fjórði dómari er norskur, Mads Folstad Skarsem.

Lesa meira
 

A karla – Leikur gegn Mexíkó í Las Vegas á morgun - 7.2.2017

A landslið karla leikur gegn Mexíkó á morgun í Las Vegas og hefur liðið, sem kom til Las Vegas á sunnudagskvöldið, undirbúið sig undir leikinn síðustu tvo daga. Tvær æfingar hafa farið fram og hefur þjálfarateymið notað þær til að undirbúa liðið sem best fyrir leikinn sem fram fer á Sam Boyd leikvanginum á morgun kl. 19:06 að staðartíma (3:06 ísl tíma aðfaranótt fimmtudags).

Lesa meira
 

Fjöldi þingfulltrúa á 71. ársþingi KSÍ - Uppfært - 7.2.2017

Laugardaginn 11. febrúar næstkomandi fer fram 71. ársþing KSÍ og verður það haldið í Höllinni í Vestmannaeyjum.  Alls hafa 153 fulltrúar rétt til setu á þinginu, en nú þegar hefur kjörbréfum verið skilað fyrir 147 fulltrúa frá 23 héraðssambandi eða íþróttabandalögum.

Lesa meira
 
U21 landslið karla

U21 karla - Hópur valinn til úrtaksæfinga um helgina - 7.2.2017

Eyjólfur Sverrisson, landsliðsþjálfari U21 karla, hefur valið leikmenn til úrtaksæfinga sem fram fara um komandi helgi.  Æfingarnar fara fram í Kórnum og eru einungis leikmenn frá íslenskum félagsliðum í úrtakshópnum en hann telur 33 leikmenn frá 16 félögum.

Lesa meira
 

U17 kvenna - Hópurinn sem leikur í Skotlandi - 7.2.2017

Jörundur Áki Sveinsson, landsliðsþjálfari U17 kvenna, hefur tilkynnt landslið Íslands sem leikur í undirbúningsmóti UEFA sem fram fer í Edinborg í Skotlandi 19.-25. Febrúar n.k.

Lesa meira
 
Áhorfendur á Ísland-Tyrkland

A karla - Tvær breytingar á hópnum sem spilar á móti Mexíkó - 4.2.2017

vær breytingar hafa verið gerðar á A landsliði karla sem leikur gegn Mexíkó miðvikudaginn 8. febrúar næstkomandi. Ingvar Jónsson þurfti að draga sig út úr hópnum vegna veikinda... Lesa meira
 
Geir Þorsteinsson

Lengi í minnum höfð - 3.2.2017

Þátttaka Íslands á EM 2016 verður lengi í minnum höfð. Árangur landsliðsins var umfram væntingar og vakti athygli um heim allan. Íslensku stuðningsmennirnir sem fjölmenntu til Frakklands gerðu sitt til að gera keppnina ógleymanlega og víkingaklappið vakti enn frekar athygli á íslenska liðinu. Á Íslandi snerist mest allt um fótbolta og gleðin yfir árangri liðsins var ósvikin hjá þjóðinni.

Lesa meira
 

Metár hjá KSÍ - 3.2.2017

Árið 2016 fer í sögubækurnar sem frábært knattspyrnuár, bæði innan sem utan vallar. Þar ber hæst frábær árangur landsliðanna og þátttaka Íslands á EM í Frakklandi.

Lesa meira
 

U17 karla - Úrtaksæfingar 10.-12. febrúar - 3.2.2017

Eftirtaldir leikmenn hafa verið valdir á úrtaksæfingar U17 karla sem fram fara dagana 10.-12. febrúar 2017. Æfingarnar fara fram undir stjórn Þorláks Árnasonar landsliðsþjálfara U17 karla.  Hópurinn

Lesa meira
 

10 þátttökulið í nýrri 2. deild kvenna - 3.2.2017

10 félög hafa tilkynnt þátttöku í 2. deild kvenna. í ár er í fyrsta skipti leikið í þremur deildum kvenna. Stefnir því í að þátttökulið í Íslandsmóti meistaraflokks kvenna verði 30, en voru 32 árið 2016.

Lesa meira
 

Metþátttaka í 4. deild karla í sumar - 3.2.2017

Alls hafa 33 félög tilkynnt þátttöku í 4. deild karla og hafa aldrei verið fleiri. Stefnir því í að þátttökulið í Íslandsmóti meistaraflokks karla verði 79, en voru 73 árið 2016.

Lesa meira
 

Byrjendanámskeið fyrir dómara verður haldið hjá FH - 2.2.2017

Námskeiðið er haldið af KSÍ í samvinnu við FH og hefst kl. 17:00. Námskeiðið stendur í um tvær klukkustundir og er öllum opið sem náð hafa 15 ára aldri.

Lesa meira
 

Upplýsingar óskast um utanferðir yngri flokka - 1.2.2017

Skipulagning á niðurröðun leikja hefst fljótlega og því er mikilvægt að þessar upplýsingar berist sem fyrst. Því fyrr sem upplýsingarnar berast er líklegra að hægt verði að taka fullt tillit til óskanna.

Lesa meira
 Fréttir
Aðildarfélög
Aðildarfélög