Fréttir

A karla - Leikmannahópurinn sem mætir Mexíkó - 31.1.2017

Heimir Hallgrímsson landsliðsþjálfari hefur valið þá leikmenn sem skipa hópinn sem mætir Mexíkó í næstu viku. Leikurinn fer fram á Sam Boyd leikvangnum í Las Vegas miðvikudaginn 8. febrúar kl. 19:06 að staðartíma (3:06 að nóttu 9. febrúar).

Lesa meira
 
Geir Þorsteinsson

Geir Þorsteinsson skipaður í nefnd hjá FIFA - 31.1.2017

FIFA hefur undanfarna mánuði unnið að endurskipulagningu á hlutverki nefnda sambandsins og fjölda þeirra. Nefndunum var fækkað úr 24 í 9 og nýlega var skipað í þessar nýju nefndir.

Lesa meira
 

Hagnýtar leiðbeiningar fyrir dómarateymi 2016-2017 - 31.1.2017

Búið er að gefa út hagnýtar leiðbeiningar fyrir dómarateymi 2016 – 2017. Veg og vanda að útgáfunni hefur Gylfi Þór Orrason. Það er mjög mikilvægt að dómarar kynni sér ítarlega leiðbeiningarnar sem eru í raun viðauki við knattspyrnulögin.

Lesa meira
 

U17 kvenna - Úrtaksæfingar 3.-5. febrúar - 30.1.2017

Eftirtaldir leikmenn hafa verið valdir á úrtaksæfingar U17 kvenna sem fram fara dagana 3. – 5. febrúar 2017. Æfingarnar fara fram undir stjórn Jörundar Áka Sveinssonar landsliðsþjálfara U17 kvenna.

Lesa meira
 

Framboð á 71. ársþingi KSÍ - 30.1.2017

Framboð til stjórnar KSÍ skal skv. 15. grein laga KSÍ berast skrifstofu KSÍ minnst hálfum mánuði fyrir þing. Hér fyrir neðan er gerð grein fyrir þeim framboðum sem tilkynnt voru til skrifstofu KSÍ og eru þau birt í stafrófsröð. Lesa meira
 

Tillögur á 71. ársþingi KSÍ - 27.1.2017

Ársþing KSÍ, það 71. í röðinni, verður haldið í Höllinni Vestmannaeyjum, laugardaginn 11. febrúar næstkomandi.  Þingið verður sett kl. 11:00 og gert er ráð fyrir að því ljúki um kl. 18:00 sama dag.  Sambandsaðilar eru beðnir um að kynna sér eftirfarandi upplýsingar og gögn:

Lesa meira
 

Áhugaverður súpufundur um afreksstarf ÍA - Myndband - 27.1.2017

Jón Þór Hauksson, yfirþjálfari ÍA, hélt erindi á Súpufundi KSÍ miðvikudaginn 25. janúar. Rétt rúmlega 40 manns sóttu fundinn sem fjallaði um þjálfun leikmanna hjá ÍA, afreksstarf félagsins, samstarf ÍA og Kára og fleira áhugavert.

Lesa meira
 

Úrtaksæfingar U19 kvenna - 27.1.2017

Eftirtaldir leikmenn eru valdir á landsliðsæfingar U19 kvenna sem fram fara dagana 3. – 5. febrúar 2017. Æfingarnar fara fram undir stjórn Þórðar Þórðarsonar landsliðsþjálfara U19 kvenna.

Lesa meira
 

A karla – Íslenski sendiherrann í Kína heimsótti leikmenn - 26.1.2017

Áhrifin af íslenska fótboltaævintýrinu eru víða sýnileg og snerta við fólki út um allan heim. Mikil fjölmiðlaumfjöllun var í Kína um China Cup á meðan á mótinu stóð í janúar.

Lesa meira
 

Eyjólfur Sverrisson: “Öll liðin eru verðugir mótherjar” - 26.1.2017

Eyjólfi Sverrissyni, landsliðsliðsþjálfara U21 karla, leist vel á riðilinn sem Ísland dróst í undankeppni EM 2019. Ísland er í riðli með Norður Írlandi, Eistlandi, Albaníu, Slóvakíu og Spáni og segir Eyjólfur öll liðin í riðlinum verðuga mótherja.

Lesa meira
 

U21 karla - Ísland í riðli með Spánverjum - Leikdagar - 26.1.2017

U21 karla er í riðli með Norður Írlandi, Albaníu, Eistlandi, Slóvakíu og Spáni í undakeppni fyrir EM 2019. Lokamótið fer fram sumarið 2019 á Ítalíu

Lesa meira
 

Byrjendanámskeið fyrir dómara haldið hjá KA - 24.1.2017

Byrjendanámskeið fyrir dómara verður haldið hjá KA í KA-heimilinu fimmtudaginn 26. janúar kl. 16:45 Námskeiðið er haldið af KSÍ í samvinnu við KA.  Námskeiðið stendur í um tvær klukkustundir og er öllum opið sem náð hafa 15 ára aldri.

Lesa meira
 

Vinnufundur um afreksstefnur og afreksstarf - 24.1.2017

Laugardaginn 21. janúar komu saman fulltrúar 36 félaga á vinnufund í KSÍ. Efni fundarins var Afreksstefnur og Afreksstarf KSÍ og félaganna. Fulltrúunum var skipt í umræðuhópa þar sem fyrrnefnd efni voru rædd, sem og hvernig félögin og KSÍ geta unnið saman að afreksmálum.

Lesa meira
 

Námskeið með fitness þjálfara A-landsliðs karla - 23.1.2017

Dagana 4. og 5. febrúar mun Sebastian Boxleitner, fitness þjálfari A-landsliðs karla í knattspyrnu, halda námskeið hér á landi um fyrirbyggjandi þjálfun, sérhæfða upphitun og hraðaþjálfun knattspyrnumanna. Námskeiðið verður haldið í höfuðstöðvum KSÍ í Laugardal.

Lesa meira
 

Súpufundur KSÍ - Yfirþjálfari ÍA fjallar um uppbyggingu félagsins - 23.1.2017

Miðvikudaginn 25. janúar kl. 12.00 mun Jón Þór Hauksson, yfirþjálfari yngri flokka ÍA, halda fyrirlestur í höfuðstöðvum KSÍ í Laugardalnum. Jón Þór mun fjalla um þjálfun leikmanna hjá ÍA, uppbyggingu félagsins og samstarf ÍA við Knattspyrnufélagið Kára á Akranesi.

Lesa meira
 

A karla – Landsliðið tilnefnt í nýjum flokki Laureus samtakanna - 23.1.2017

Eins og fram hefur komið var íslenska karlalandsliðið tilnefnt til Laureus verðlaunanna í flokknum „Breakthroug of the Year“. Laureus samtökin hafa nú ákveðið að veita í fyrsta skipti verðlaun í nýjum flokki sem þeir kalla „The Laureus Best Sporting Moment of the Year“ og er íslenska landsliðið einnig tilnefnt í þeim flokki.

Lesa meira
 

Dómarar fengu FIFA-merki afhent - 20.1.2017

Hópur íslenskra dómarar fengu á dögunum afhent FIFA-merki sem staðfestir að þeir séu alþjóðlegir dómarar. Íslenskir dómarar fá margvísleg verkefni erlendis á ári hverju og hvetjum við alla sem hafa áhuga á að fá nánari upplýsingar um hvernig á að komast í dómgæslu að senda tölvupóst á magnus@ksi.is og eru konu sérstaklega hvattar til að kynna sér tækifærin sem felast í því að vera dómari.

Lesa meira
 

Frumdrög að leikdögum í landsdeildum - 20.1.2017

Mótanefnd KSÍ hefur birt á vef KSÍ frumdrög að leikjaniðurröðun í landsdeildum karla og kvenna (Pepsi-deild karla og kvenna, Inkasso-deild karla, 1. deild kvenna, 2. deild karla og 3. deild karla). Leikdagar Borgunarbikarsins hafa einnig verið birtir á vef KSÍ.

Lesa meira
 

Kosningar í stjórn á 71. ársþingi KSÍ - 20.1.2017

Framboð til stjórnar KSÍ skal skv. 15. grein laga KSÍ berast skrifstofu KSÍ skriflega minnst hálfum mánuði fyrir þing eða í síðasta lagi 28. janúar nk. Kjörnefnd er þó heimilt að samþykkja framboð sem fram kemur síðar ef nægjanlegur fjöldi hefur ekki tilkynnt framboð sitt innan tilkynningarfrests.

Lesa meira
 

U19 karla - Úrtaksæfingar 27.-29. janúar - 20.1.2017

Valdir hafa verið leikmenn til þátttöku í úrtaksæfingum U19 ára landsliðs karla. Æfingarnar fara fram 27.-29. janúar undir stjórn Þorvaldar Örlygssonar. 

Lesa meira
 
Þjálfari að störfum

KSÍ IV A þjálfaranámskeið 27.-29. janúar 2017 - 19.1.2017

KSÍ IV A þjálfaranámskeið verður haldið helgina 27.-29. janúar 2017. Námskeiðið fer fram í Reykjavík og Hveragerði. Sú breyting hefur orðið að nú er KSÍ IV námskeiðinu skipt í tvo hluta, KSÍ IV A og KSÍ IV B. Síðari hluti námskeiðsins verður helgina 17.-19. febrúar.

Lesa meira
 

EM 2017 - Barnamiðar eru uppseldir - 18.1.2017

Miðasala á leiki Íslands á EM 2017 gengur vel. Barnamiðar eru uppseldir á leikina en það eru miðar sem voru seldir með 50% afslætti. Hægt er að kaupa miða á leiki Íslands í verðsvæði 2 á fullu verði en þeir gilda jafnt fyrir börn sem fullorðna.

Lesa meira
 

Úrtaksæfingar U16 kvenna og karla - 18.1.2017

Valdir hafa verið leikmenn til þátttöku í úrtaksæfingum U16 kvenna og karla. Úrtaksæfingar U16 kvenna fara fram 20. - 22. janúar næstkomandi og úrtaksæfingar U16 karla fara fram 27. - 29. janúar.

Lesa meira
 

Landshlutaæfingar U16 drengja á Norðurlandi - 18.1.2017

Valdir hafa verið 24 drengir til þátttöku í landshlutaæfingum U16 drengja á Norðurlandi. Æfingarnar fara fram í Boganum 11. febrúar undir stjórn Dean Martin.

Lesa meira
 

Byrjendanámskeið fyrir dómara þriðjudaginn 24. janúar kl. 20:00 - 18.1.2017

Byrjendanámskeið fyrir dómara verður haldið hjá Aftureldingu í Varmárskóla (yngri deild) þriðjudaginn 24. janúar kl. 20:00. Námskeiðið er haldið af KSÍ í samvinnu við Aftureldingu og hefst kl. 20:00.

Lesa meira
 

Búið er að draga í töfluröð í Pepsi-deild karla - 16.1.2017

Búið er að draga í töfluröð í Pepsi-deild karla og er hægt að sjá leiki mótsins í á vef KSÍ. Íslandsmeistarar FH hefja titilvörnina á Akranesi þar sem þeir mæta ÍA. 

Lesa meira
 

A karla - Ísland í 2. sæti á China Cup - 15.1.2017

Ísland endaði í 2. sæti China Cup eftir að tapa 1-0 gegn Síle í úrslitaleiknum. Eina mark leiksins kom á 19. mínútu en það var Angelo Sagal sem skoraði markið með skalla. Íslenska liðið fékk ágæt færi til að jafna metin í leiknum en hafði ekki árangur sem erfiði og svo fór að Síle fagnaði sigri.

Lesa meira
 

A karla - Úrslitaleikur China Cup í dag - Byrjunarlið Íslands - 15.1.2017

Ísland mætir Síle í úrslitaleiknum á China Cup kl. 7:35 í dag, sunnudag. Leikurinn fer fram á Guangxi Sports Centre Stadium í Nanning.

Lesa meira
 

A karla – Ísland og Síle eigast við á morgun - Viðtöl - 14.1.2017

Ísland mætir Síle í úrslitaleiknum á China Cup kl. 7:35 á morgun, sunnudag. Leikurinn fer fram á Guangxi Sports Centre Stadium í Nanning.

Lesa meira
 

Árlegur vinnufundur um leyfismál - 13.1.2017

Árlegur vinnufundur með endurskoðendum og leyfisfulltrúum félaga var haldinn í höfuðstöðvum KSÍ á mánudag og var hann að venju vel sóttur af fulltrúum félaga í efstu tveimur deildum karla, sem eru þær deildir sem undirgangast leyfiskerfi KSÍ.

Lesa meira
 

A karla - Skemmtileg heimsókn í kínverskan skóla - Myndband - 13.1.2017

Undirbúningur landsliðsins fyrir úrslitaleik China Cup hefur gengið vel. 8 klukkustunda tímamismunur á milli Íslands og Kína og hafa leikmenn átt misauðvelt með að aðlagast þessum tímamismun. Þrátt fyrir það er virkilega góður andi í hópnum og allir ákveðnir í að eiga góðan leik á sunnudag.

Lesa meira
 

Úrtaksæfingar U17 kvenna (2001) - 13.1.2017

Jörundur Áki Sveinsson, landsliðsþjálfari U17 kvenna (fæddar 2001), hefur valið úrtakshóp til æfinga helgina 20. – 22. janúar 2017. Hér að neðan má finna hópinn.

Lesa meira
 

Þátttökutilkynningar fyrir mót sumarsins- Skilafrestur er til 19. janúar - 13.1.2017

Þátttökutilkynningar hafa verið póstlagðar til aðildarfélaga KSÍ í almennum pósti og ættu þær að hafa borist aðildarfélögum. Nauðsynlegt er fyrir félögin að skila inn frumriti af þátttökutilkynningu sinni og skal henni skilað í síðasta lagi 19. janúar næstkomandi. 

Lesa meira
 

A karla – Hannes Þór ekki meira með á China Cup - 13.1.2017

Hannes Þór Halldórsson fékk högg á hné í leiknum á móti Kína á dögunum. Hannes hefur verið í meðhöndlun hjá sjúkrateymi íslenska liðsins síðustu daga og í samráði við félag hans í Danmörku, Randers, var ákveðið að hann héldi heim fyrr en áætlað var þar sem meðhöndlun verður haldið áfram.

Lesa meira
 

Byrjendanámskeið fyrir dómara í Garðinum - 12.1.2017

Byrjendanámskeið fyrir dómara verður haldið hjá Reyni/Víði í Víðishúsinu í Garðinum þriðjudaginn 17. janúar kl. 20:00. Námskeiðið er haldið af KSÍ í samvinnu við Reyni/Víði og hefst kl. 20:00.  Námskeiðið stendur í um tvær og hálfa klukkustund og er öllum opið sem náð hafa 15 ára aldri.

Lesa meira
 

Íslenska karlalandsliðið tilnefnt til Laureus verðlaunanna - 11.1.2017

Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu hefur verið tilnefnt til hinna virtu Laureus verðlauna en þau hafa verið afhent árlega frá árinu 2000. Liðið er tilnefnt í flokknum „Framfarir ársins“ fyrir afrek sitt á EM í Frakklandi síðasta sumar. Laureus verðlaunin eru með virtustu viðurkenningum í íþróttaheiminum og hafa margar stjörnur úr hinum ýmsu íþróttagreinum verið tilnefndar í gegnum árin.

Lesa meira
 
Valur

Ólöglegir leikmann hjá Val  - 11.1.2017

Skrifstofa KSÍ hefur staðfest að Valur tefldi fram ólöglegu liði gegn Fylki í leik í Reykavíkurmóti meistaraflokks kvenna, sem fram fór 8. janúar síðastliðinn.  Úrslit leiksins er því breytt, í samræmi við grein 40.1 í reglugerð KSÍ um knattspyrnumót, og Fylki dæmdur sigur 0 - 3. Lesa meira
 

A karla - Sigur gegn Kína - 10.1.2017

Ísland vann 2-0 sigur á Kína á China Cup sem haldið er í Nanning í Kína. Sigurinn þýðir að Ísland leikur til úrslita á mótinu sem fer fram á sunnudaginn og mætir íslenska liðið Króatíu eða Síle í úrslitaleiknum.

Lesa meira
 

A karla – Ísland mætir Kína í hádeginu - Byrjunarlið Íslands - 10.1.2017

Ísland mætir Kína í dag klukkan 12:00 í opnunarleiknum á China Cup í Nanning. Leikurinn fer fram á Guangxi Sports Centre Stadium. Á morgun leika svo Chile og Króatía á sama velli. Sigurvegararnir úr leikjunum tveimur mætast svo í úrslitaleik mótsins á sunnudag og tapliðin mætast í leik um þriðja sætið á laugardag.

Lesa meira
 

Tillögur fyrir ársþing KSÍ skulu berast í seinasta lagi 11. janúar - 10.1.2017

Knattspyrnusamband Íslands minnir á, í samræmi við 10. gr. laga knattspyrnusambands Íslands, að tillögur og málefni þau er sambandsaðilar KSÍ óska eftir að tekin verði fyrir á þingi skulu berast stjórn KSÍ minnst mánuði fyrir þing eða í síðasta lagi á morgun, miðvikudaginn 11. janúar nk.

Lesa meira
 

Úrtaksæfingar U16 kvenna (2002) - 9.1.2017

Dean Martin, þjálfari U16 kvenna (fæddar 2002), hefur valið úrtakshóp til æfinga helgina 20. – 22. janúar 2017.

Lesa meira
 

Verða stuðningsmenn Íslands valdir stuðningsmenn ársins 2016? - 9.1.2017

FIFA er með verðlaunahátíð fyrir árið 2016 í dag þar sem það mun koma í ljós hverjir þóttu vera fremstir meðal jafningja. Stuðningsmenn Íslands eru tilnefndir sem stuðningsmenn ársins fyrir frábæran stuðning á EM í Frakklandi og eru fulltrúar Tólfunnar í Sviss til halda uppi heiðri þeirra þúsunda sem studdu frábærlega við landsliðið á EM.

Lesa meira
 

Niðurröðun í Lengjubikarnum lokið - 9.1.2017

Mótanefnd KSÍ hefur lokið við niðurröðun leikja í Lengjubikarnum 2017. Verulegar breytingar hafa verið gerðar frá áður útgefnum drögum. Nauðsynlegt er að forráðamenn félaga sjái til þess að öll eldri drög verði tekin úr umferð til að forðast óþarfa misskilning.

Lesa meira
 

Innanhúsknattspyrna - Selfoss og Álftanes Íslandsmeistarar - 8.1.2017

Selfoss og Álftanes urðu í dag Íslandsmeistarar í innanhússknattspyrnu, futsal, en Selfoss varð Íslandsmeistari karla með 3-2 sigri á Víkingi frá Ólafsvík en Álftanes varð Íslandsmeistari kvenna eftir að leggja Selfoss 4-3 að velli.

Lesa meira
 

Úrslitaleikir Íslandsmótsins innanhúss í dag - 8.1.2017

Úrslitaleikir í Íslandsmótinu í innanhússknattspyrnu, Futsal, fara fram í dag, sunnudaginn 8. janúar, en leikið er í Laugardalshöll.  Álftanes og Selfoss mætast í úrslitaleik meistaraflokks kvenna kl. 12:15 en í karlaflokki mætast Selfoss og Víkingur Ólafsvík kl. 14:00.

Lesa meira
 

A karla - Landsliðshópurinn kominn til Kína - Viðtöl - 7.1.2017

A landslið karla kom til Nanning í Kína síðdegis í dag eftir langt og strangt ferðalag. Skipuleggjendur China Cup tóku vel á móti hópnum og færðu Rúnari Arnarsyni formanni landsliðsnefndar blómvönd og fjöldi skólabarna fagnaði hópnum við flugstöðina.

Lesa meira
 

EM 2017 - Uppselt í verðsvæði 1 á leikina gegn Frakklandi og Sviss - 6.1.2017

Það er nánast uppselt í verðsvæði 1 á leiki Íslands gegn Frökkum og Sviss á EM í Hollandi. Miðasalan hefur farið vel af stað og eru mjög fáir miðar eftir í dýrasta verðsvæðið á þessa leiki. Enn er hægt að kaupa miða í önnur verðsvæði á leiki Íslands gegn Frökkum, Sviss og Austurríki.

Lesa meira
 

Úrtaksæfingar U17 karla - 6.1.2017

Eftirtaldir leikmenn voru valdir á úrtaksæfingar U17 karla (2001) sem fram fara 13. – 15. janúar næstkomandi. Æfingarnar fara fram undir stjórn Þorláks Árnasonar.

Lesa meira
 

Ferðasjóður íþróttafélaga - Umsóknarfrestur - 6.1.2017

Minnt er á að frestur til að skila inn umsóknum í Ferðasjóð íþróttafélaga rennur út á miðnætti mánudaginn 9. janúar 2017. Ekki verður hægt að taka við umsóknum eftir þann tíma.

Lesa meira
 

Dean Martin ráðinn þjálfari í Hæfileikamótun KSÍ - 6.1.2017

KSÍ hefur gengið frá ráðningu á Dean Edward Martin sem þjálfara í hæfileikamótun KSÍ. Dean mun einnig hafa yfirumsjón með úrtaksæfingum U16 karla og kvenna. Þá er honum ætlað að koma enn frekar inn í kennslu á þjálfaranámskeiðum, starfi sem hann er ekki alls ókunnugur.

Lesa meira
 

Knattþrautir KSÍ aðgengilegar á rafrænu formi - 5.1.2017

Nú hefur bæklingurinn með Knattþrautum KSÍ verið færður í nýjan og endurbættan búninga og er hann aðgengilegur öllum á heimasíðunni, bæði í pdf útgáfu og í ISSUU lesara.

Lesa meira
 

Úrslitakeppnin í Futsal hefst á föstudag - 5.1.2017

Úrslitakeppnin í innanhússknattspyrnu, Futsal, hefst föstudaginn 6. janúar þegar leikið verður í 8 liða úrslitum karla.  Undanúrslit karla og kvenna fara svo fram, laugardaginn 7. janúar, í Laugardalshöllinni og úrslitaleikirnir fara svo fram á sama stað.

Lesa meira
 

Byrjendanámskeið fyrir dómara hjá Fylki - 5.1.2017

Byrjendanámskeið fyrir dómara verður haldið hjá Fylki í Fylkisheimilinu miðvikudaginn 11. janúar kl. 17:00. Námskeiðið er haldið af KSÍ í samvinnu við Fylki.  Námskeiðið stendur í um tvær og hálfa klukkustund og er öllum opið sem náð hafa 15 ára aldri.

Lesa meira
 

Byrjendanámskeið fyrir dómara á Selfossi - 5.1.2017

Byrjendanámskeið fyrir dómara verður haldið hjá Selfossi í Tíbrá fimmtudaginn 12. janúar kl. 18:00. Námskeiðið er haldið af KSÍ í samvinnu við Selfoss.  Námskeiðið stendur í um tvær og hálfa klukkustund og er öllum opið sem náð hafa 15 ára aldri.

Lesa meira
 

Úrtaksæfingar U21 karla - 5.1.2017

Eftirtaldir leikmenn hafa verið valdir til að taka þátt í úrtaksæfingum vegna U21 liðs karla. Æfingarnar fara fram undir stjórn Eyjólfs Sverrissonar þjálfara U21 landsliðs Íslands.

Lesa meira
 

EM 2017 - Miðasala á leiki Íslands fór vel af stað - 5.1.2017

Miðasala fyrir stuðningsmenn á leiki Íslands í úrslitakeppni EM í Hollandi 2017, hófst í hádeginu í dag - föstudag, og fór hún vel af stað. Miðasalan fer fram í gegnum miðasölukerfi hjá midi.is.

Lesa meira
 

Yfirlýsing frá formanni KSÍ - 4.1.2017

Snemma á níunda áratugnum fyrir rúmum 30 árum hóf ég afskipti af knattspyrnumálum utan mín félags þegar ég tók að mér niðurröðun knattspyrnuleikja í Reykjavík, sat síðan í stjórn KSÍ 1986-87 undir forystu Ellerts B. Schram og tók að mér formennsku í mótanefnd KSÍ.

Lesa meira
 
l01260812-bikarkvk-42

Breytt reglugerð KSÍ um félagaskipti, samninga og stöðu leikmanna og félaga - 3.1.2017

Þann 16. maí sl. tók gildi breytt reglugerð KSÍ um félagaskipti, samninga og stöðu leikmanna og félaga. Breytingar þær sem orðið hafa á reglugerðinni byggja á niðurstöðum vinnuhóps og á ályktunartillögu sem lögð var fyrir og samþykkt á 68. ársþingi KSÍ þann 15. febrúar 2014. Um er ræða umfangsmiklar breytingar.

Lesa meira
 

A karla - Hópurinn sem leikur á Kína-mótinu - 2.1.2017

Karlalandsliðið leikur á sterku æfingarmóti í Kína en á mótinu leika ásamt Íslandi, Kína, Króatía og Chile. Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari, hefur tilkynnt hvaða leikmenn munu taka þátt í verkefninu og má sjá listann hér að neðan.

Lesa meira
 Fréttir
Aðildarfélög
Aðildarfélög