Fréttir

Breytingar á hópnum sem fer til Indónesíu - 30.12.2017

Gerðar hafa verið breytingar á leikmannahópi A landsliðs karla sem mætir Indónesíu í tveimur vináttuleikjum ytra í janúar. Ragnar Sigurðsson og Sverrir Ingi Ingason verða ekki með landsliðinu í þessu verkefni, en inn í hópinn koma þrír leikmenn - þeir Albert Guðmundsson, Orri Sigurður Ómarsson og Ólafur Ingi Skúlason.

Lesa meira
 

Hæfileikamótun KSÍ og N1 í Grindavík í byrjun janúar - 29.12.2017

Hæfileikamótun KSÍ og N1 verður með æfingar í Hópinu, knatthöll Grindvíkinga, miðvikudaginn 3.janúar.

Lesa meira
 

Drög að niðurröðun leikja í Pepsi-deildunum og Inkasso-deildinni 2018 tilbúin - 29.12.2017

Mótanefnd KSÍ hefur birt drög að leikjaniðurröðun Pepsi-deildanna og Inkasso-deildarinnar. Íslandsmeistarar Vals í Pepsi-deild karla fá KR í heimsókn í opnunarleik Pepsi-deildar karla föstudagskvöldið 27. apríl. Pepsi-deild kvenna hefst svo fimmtudaginn 4. maí með leik Stjörnunnar og Breiðabliks.

Lesa meira
 

Karlalandsliðið lið ársins og Heimir Hallgrímsson þjálfari ársins - 28.12.2017

Karlalandsliðið í knattspyrnu var kjörið lið ársins 2017 af Samtökum íþróttafréttamanna og Heimir Hallgrímsson var valinn þjálfari ársins.

Lesa meira
 

Aron Einar, Gylfi Þór, Sara Björk og Jóhann Berg koma til greina sem íþróttamaður ársins 2017 - 27.12.2017

Aron Einar Gunnarsson, Gylfi Þór Sigurðsson, Jóhann Berg Guðmundsson og Sara Björk Gunnarsdóttir koma til greina sem íþróttamaður ársins 2017, en tilkynnt verður um sigurvegarann á morgun, fimmtudagskvöldið 28. desember.

Lesa meira
 

Ísland í fyrsta sæti háttvísislista UEFA - 27.12.2017

Ísland er í fyrsta sæti á háttvísislista UEFA sem hefur nú verið birtur. Listinn tekur til leiki á vegum UEFA frá 1. júlí 2016 til 30. júní 2017, bæði leiki félags- og landsliða.

Lesa meira
 
Coca-Cola styrkleikalisti FIFA fyrir karlalandslið

A karla - Ísland í 22. sæti á styrkleikalista FIFA í árslok - 22.12.2017

A landslið karla er í 22. sæti á desember-útgáfu FIFA styrkleikalistans.  Litlar breytingar eru á efri hluta listans milli mánaða og stendur íslenska liðið í stað.  Þýskaland, Brasilía og Portúgal eru í efstu þremur sætunum, en í fjórða sætinu eru fyrstu mótherjar Íslands á HM 2018 - Argentína. Lesa meira
 
Jólakveðja frá KSÍ

Hátíðarkveðja frá KSÍ - 22.12.2017

KSÍ sendir landsmönnum öllum óskir um gleðilega hátíð og farsæld á nýju ári. Vonum að allir hafi það sem allra best um hátíðirnar og njóti samveru með sínum nánustu.  Við þökkum frábæran stuðning á vellinum á árinu.

Lesa meira
 

Ómetanlegar minningar - 22.12.2017

Knattspyrnuárið 2017 hefur verið sannkallaður rússíbani fyrir knattspyrnuáhugafólk og framganga landsliðanna okkar hefur skapað ómetanlegar minningar. 

Lesa meira
 

U19 kvenna - Hópur valinn fyrir úrtaksæfingar í byrjun janúar - 22.12.2017

Þórður Þórðarson, landsliðsþjálfari U19 kvenna, hefur valið úrtakshóp sem mun æfa dagana 5.-7. janúar, en æfingarnar fara fram í Akraneshöll og Egilshöll.

Lesa meira
 

Útgáfufagnaður í tilefni af útgáfu bókarinnar Stelpurnar okkar - Saga knattspyrnu kvenna á Íslandi frá 1914 - 21.12.2017

Út er komin bókin Stelpurnar okkar – Saga knattspyrnu kvenna á Íslandi frá 1914, eftir Sigmund Ó. Steinarsson. Að því tilefni var efnt til útgáfufagnaðar í höfuðstöðvum KSÍ fimmtudaginn 21. desember.

Lesa meira
 

U17 karla - Ísland tekur þátt í æfingamóti í Hvíta Rússlandi í janúar - 21.12.2017

U17 ára lið karla mun taka þá í æfingamóti í Hvíta Rússlandi dagana 21.-28. janúar næstkomandi. Mótið er liður í undirbúningi Íslands fyrir milliriðil í undankeppni EM 2018, en hann fer fram í byrjun mars.

Lesa meira
 

Bókin Íslensk knattspyrna 2017 komin út - 20.12.2017

Bókaútgáfan Tindur hefur gefið út bókina Íslensk knattspyrna 2017 eftir Víði Sigurðsson en þetta er 37. árið í röð sem árbók knattspyrnunnar á Íslandi kemur út.

Lesa meira
 

Út er komin bókin Stelpurnar okkar - Saga knattspyrnu kvenna á Íslandi frá 1914 - 19.12.2017

Út er komin bókin Stelpurnar okkar – Saga knattspyrnu kvenna á Íslandi frá 1914, eftir Sigmund Ó. Steinarsson. Bókin er glæsileg og hefur að geyma sögu knattspyrnu kvenna frá upphafi í máli og myndum.

Lesa meira
 

Knattspyrnuþing 2018 - 19.12.2017

72. ársþing KSÍ verður haldið á Hilton Reykjavík Nordica 10. febrúar 2018. Sambandsaðilar eru beðnir um að kynna sér eftirfarand

Lesa meira
 

Gylfi Þór og Sara Björk knattspyrnufólk ársins 2017 - 19.12.2017

Leikmannaval KSÍ hefur valið Gylfa Þór Sigurðsson og Söru Björk Gunnarsdóttur knattspyrnufólk ársins 2017. Þetta er í 14. Sinn sem knattspyrnufólk ársins er sérstaklega útnefnt af KSÍ og eru það fjölmargir aðilar, m.a. fyrrverandi landsliðsmenn, þjálfarar og forystumenn í knattspyrnuhreyfingunni, sem velja.

Lesa meira
 

KSÍ gerir sátt vegna birtingar á verði aðgöngumiða - 18.12.2017

Knattspyrnusamband Íslands og Samkeppniseftirlitið hafa gert með sér sátt í samræmi við 17. gr. f samkeppnislaga nr. 44/2005 og 22. gr. reglna nr. 880/2005 um málsmeðferð Samkeppniseftirlitsins.

Lesa meira
 

KSÍ III þjálfaranámskeið 5.-7. janúar 2018 - 18.12.2017

Knattspyrnusamband Íslands mun halda KSÍ III þjálfaranámskeið helgina 5.-7. janúar 2018. Námskeiðið fer fram á suðvestur horni landsins, bæði á höfuðborgarsvæðinu og á Akranesi.

Lesa meira
 

A kvenna - Ísland upp um eitt sæti á heimslistanum - 15.12.2017

A landslið kvenna fer upp um eitt sæti á nýjum heimslista FIFA sem kynntur var í dag, 15. desember. Liðið situr því í 20. sæti listans eftir að hafa verið í 21. sæti listans í síðustu útgáfu hans.

Lesa meira
 

A karla - Hópurinn sem fer til Indónesíu - 15.12.2017

A landslið karla fer til Indónesíu í byrjun janúar næstkomandi og leikur þar tvo leiki við heimamenn. Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari, hefur tilkynnt hvaða leikmenn munu taka þátt í verkefninu, en hann fer með 22 manna hóp út.

Lesa meira
 

Skilafrestur fyrir umsóknir í Ferðasjóð íþróttafélaga rennur út á miðnætti 10. janúar 2018 - 14.12.2017

Frestur til þess að sækja um í Ferðasjóð íþróttafélaga rennur út á miðnætti 10. janúar 2018. Ekki verður tekið við umsóknum eftir þann tíma.

Lesa meira
 
Lengjubikarinn

Drög að niðurröðun leikja í Lengjubikarnum 2018 klár - 12.12.2017

Drög að niðurröðun leikja í Lengjubikarnum 2018 hefur verið birt á vef KSÍ undir mót 2018. Athugasemdir við niðurröðun leikja ber að skila í síðasta lagi fimmtudaginn 28. desember á netfangið: birkir@ksi.is

Lesa meira
 

Úrtaksæfingar á Akureyri 19. desember fyrir leikmenn fædda 2003 - 12.12.2017

Úrtaksæfingar verða á Akureyri þriðjudaginn 19. desember fyrir leikmenn fædda 2003 undir stjórn Þorláks Árnasonar, þjálfara U15. Æfingarnar fara fram í Boganum.

Lesa meira
 

Hæfileikamótun KSÍ og N1 á Akureyri 18. desember - 12.12.2017

Hæfileikamótun KSÍ og N1 verður á Akureyri mánudaginn 18. desember og er verkefnið fyrir leikmenn fædda 2004 og 2005.

Lesa meira
 

Fyrra mark Íslands í 2- 0 sigri á Tyrklandi nú skráð á Theodór Elmar Bjarnason - 7.12.2017

Í 2-0 sigri Íslands gegn Tyrklandi 9. Október 2016, í undankeppni HM, var fyrra mark Íslands skráð sem sjálfsmark af FIFA. Þetta hefur hins vegar breyst, en FIFA hefur nú skráð markið á Theodór Elmar Bjarnason.

Lesa meira
 

Tveir nýir starfsmenn KSÍ - 7.12.2017

KSÍ hefur ráðið tvo nýja starfsmenn, þá Jóhann Ólaf Sigurðsson í markaðsdeild og Víði Reynisson í landsliðsdeild.

Lesa meira
 

FIFA og Hyundai standa fyrir keppni um slagorð á rútu landsliðsins í Rússlandi - 7.12.2017

FIFA og Hyundai standa fyrir keppni um val á slagorði fyrir rútur þeirra landsliða sem taka þátt í HM 2018 í Rússlandi. Samskonar keppni var haldin í aðdraganda EM 2016 í Frakklandi, en þar var Ísland með Áfram Ísland! á rútunni sinni.

Lesa meira
 

U16 og U17 kvenna - Úrtakshópar valdir - 6.12.2017

Jörundur Áki Sveinsson, landsliðsþjálfari U16 og U17 kvenna, hefur valið úrtakshópa sem munu æfa dagana 16. og 17. desember, en æfingarnar fara fram í Akraneshöll og Egilshöll.

Lesa meira
 
Getty Images for UEFA

U17 karla - Ísland með Ítalíu, Hollandi og Tyrklandi í milliriðlum - 6.12.2017

Í dag var dregið í milliriðla fyrir EM 2018 hjá U17 karla og var Ísland þar á meðal liða, en mótherjar liðsins þar verða Ítalía, Holland og Tyrkland.

Lesa meira
 

Algarve bikarinn 2018 - Ísland með Hollandi, Japan og Danmörku í riðli - 6.12.2017

Það er orðið ljóst með hverjum A landslið kvenna er með í riðli í Algarve bikarnum 2018. Mótherjar liðsins verða Holland, Japan og Danmörk, en mótið fer fram 28. febrúar - 7. mars.

Lesa meira
 
uefa-logo-biglandscape

Dregið í undakeppni U17 og U19 karla fyrir EM 2019 - 6.12.2017

Í dag var dregið í undankeppni EM 2019 í bæði U17 og U19 karla og var Ísland að sjálfsögðu á meðal liða.

Lesa meira
 

Þorlákur Árnason ráðinn sem umsjónarmaður með Hæfileikamótun KSÍ og N1 - 5.12.2017

KSÍ hefur ráðið Þorlák Árnason sem umsjónarmann með Hæfileikamótun KSÍ og N1 frá og með áramótum.

Lesa meira
 

KSÍ auglýsir eftir þjálfara fyrir yngri landslið karla - 5.12.2017

KSÍ auglýsir eftir þjálfara í fullt starf við þjálfun U16-U19 landslið karla.

Lesa meira
 

Ársþing KSÍ á Hilton Reykjavik Nordica 10. febrúar 2018 - 5.12.2017

72. ársþing KSÍ verður haldið á Hilton Reykjavík Nordica, 10. febrúar næstkomandi. Þingið verður sett kl. 11:00, laugardaginn 10. febrúar, og er gert ráð fyrir að því ljúki um kl. 16:00 sama dag.

Lesa meira
 

U18 karla og U19 karla - Æfingar fara fram 28.-29. desember - 5.12.2017

Þorvaldur Örlygsson, þjálfari U18 landsliðs Íslands, hefur valið úrtakshóp fyrir æfingar dagana 28.-29. desember næstkomandi og fara æfingarnar fram í Egilshöll.

Lesa meira
 

Miðasala á HM 2018 í Rússlandi er hafin að nýju - 4.12.2017

Miðasala á leiki HM 2018 í Rússlandi hófst að nýju þriðjudaginn 5. desember. Þar getur folk sótt um miða á staka leiki ásamt öðrum gerðum miða til 31. janúar. 

Lesa meira
 

Úrtakshópar fyrir U16 og U17 karla sem æfa í lok desember - 4.12.2017

Þorlákur Árnason, landsliðsþjálfari U16 og U17 karla, hefur valið úrtakshópa fyrir æfingar liðanna tveggja, en þær fara fram 27.-28. desember næstkomandi. Æfingarnar fara fram í Egilshöll. 

Lesa meira
 

Tveir leikir gegn Indónesíu í janúar - 1.12.2017

KSÍ getur staðfest að A landslið karla leikur tvo leiki gegn Indónesíu í janúar næstkomandi og fara leikirnir fram 11. og 14. janúar. Leikirnir verða leiknir utan alþjóðlegra leikdaga FIFA.

Lesa meira
 

Ísland í riðli með Argentínu, Króatíu og Nígeríu - 1.12.2017

Dregið var í riðla fyrir HM 2018 í Rússlandi og verða Argentína, Króatía og Nígería mótherjar Íslands í riðlakeppninni. Fyrsti leikur Íslands verður gegn Argentínu 16. júní í Moskvu.

Lesa meira
 

HM 2018 - Dregið í riðla í dag! - 1.12.2017

Það er komið að því. Í dag verður dregið í riðla fyrir Heimsmeistarakeppnina í Rússlandi 2018 og í fyrsta sinn verður Ísland á meðal liða, en drátturinn hefst klukkan 15:00 að íslenskum tíma.

Lesa meira
 

KSÍ og auglýsingastofan Pipar/TBWA gera samstarfssamning um vörumerkjavöktun - 1.12.2017

KSÍ og auglýsingastofan Pipar\TBWA hafa gert með sér samstarfssamning um vörumerkjavöktun í aðdraganda HM í knattspyrnu 2018. Samningurinn felur í sér að PIPAR\TBWA gæti hagsmuna KSÍ og sinni vörumerkjavöktun fyrir knattspyrnusambandið.

Lesa meira
 

Haukur Hinriksson sinnti kennslu við ISDE háskólann í Barcelona - 30.11.2017

Haukur Hinriksson, lögfræðingur og leyfisstjóri KSÍ, kenndi í vikunni við ISDE háskólann í Barcelona á Spáni. ISDE (The Instituto Superior de Derecho y Economía) er laga- og viðskiptaháskóli sem stofnaður var árið 1922 og er í dag starfandi í New York, Madrid og Barcelona.

Lesa meira
 

Fjármagn frá UEFA og KSÍ til íslenskra félagsliða - 30.11.2017

UEFA hefur ákveðið, líkt og áður, að hluti af þeim tekjum sem sambandið hafði af Meistaradeild UEFA (Champions League) 2016/2017 skuli renna til félaga í öllum aðildarlöndum UEFA til eflingar knattspyrnu barna- og unglinga.

Lesa meira
 

Icelandair flýgur beint á alla leikstaði Íslands á HM í Rússlandi í sumar - 29.11.2017

Icelandair hefur ákveðið að fljúga að minnsta kosti eitt flug til þeirra þriggja borga í Rússlandi þar sem leikir Íslands í riðlakeppninni fara fram. Ljóst verður 1. desember um hvaða borgir verður að ræða og hverjir leikdagar Íslands verða, en þá verður dregið í riðla keppninnar.

Lesa meira
 

Miðasala á HM 2018 í Rússlandi hefst aftur þriðjudaginn 5. desember - 28.11.2017

Fyrsta hluta miðasölu á HM 2018 í Rússlandi er nú lokið og var gríðarlega aðsókn í miða, en 724.760 miðar voru seldir. Flestar umsóknir um miða komu frá Rússlandi, eða 47%, en á topp tíu listanum eru einnig Bandaríkin, Brasilía, Þýskaland, Kína, Mexíkó, Ísrael, Argentína, Ástralía og England.

Lesa meira
 

Ísland með næsthæstan meðalaldur í undankeppni HM samkvæmt skýrslu CIES - 28.11.2017

CIES Football Observatory var að gefa út sína mánaðarlegu skýrslu og var sú nýjasta um HM 2018 í Rússlandi. Þar voru þær þjóðir sem unnu sér inn þáttökurétt á mótinu skoðaðar frá ýmsum hliðum.

Lesa meira
 

Opinbert plakat HM 2018 í Rússlandi kynnt - 28.11.2017

Það styttist óðfluga í dráttinn fyrir úrslitakeppni HM 2018 í Rússlandi, en hann fer fram á föstudaginn næstkomandi. Í dag var kynnt opinbert plakat mótsins. Á því má sjá hinn goðsagnakennda markvörð Sovétríkjanna, Lev Yashin.

Lesa meira
 

KSÍ og Sideline Sport í samstarf - 28.11.2017

KSÍ og Sideline Sport hafa gert með sér 5 ára samstarfsamning. Allir landsliðsþjálfarar sambandsins hafa fullan aðgang að hugbúnaði Sideline og hafa undanfarin ár nýtt sér forritið til leikgreiningar.

Lesa meira
 

Úrtaksæfingar fyrir 3. flokk karla og kvenna á Austfjörðum - 28.11.2017

Úrtaksæfingar fyrir 3.flokk stúlkna og drengja verða haldnar í Fjarðarbyggðarhöllinni næstkomandi laugardag.

Lesa meira
 

Hæfileikamótun KSÍ og NÍ á Austfjörðum næstkomandi föstudag - 28.11.2017

Hæfileikamótun KSÍ verður á Austfjörðum næstu helgi með æfingar fyrir stúlkur og drengi í 4.flokki. Æfingarnar verða haldnar í Fjarðarbyggðarhöllinni næstkomandi föstudag.

Lesa meira
 

Vel sóttur fundur formanna- og framkvæmdastjóra - 25.11.2017

Í dag fór fram hinn árlegi fundur formanna og framkvæmdastjóra aðildarfélaga KSÍ og fór hann fram í höfuðstöðvum KSÍ. Á fundinum fór formaður KSÍ, Guðni Bergsson, m.a. yfir málefni Laugardalsvallar og stöðu yfirmanns knattspyrnumála.

Lesa meira
 
UEFA EM U17 kvenna

U17 kvenna - Ísland með Þýskalandi, Azerbaijan og Írlandi í milliriðli fyrir EM 2018 - 24.11.2017

Dregið var í milliriðla í dag fyrir EM 2018 hjá U17 kvenna, en Ísland var dregið í riðil með Þýskalandi, Azerbaijan og Írlandi.

Lesa meira
 
UEFA EM U19 kvenna

U19 kvenna - Ísland með Noregi, Grikklandi og Póllandi í milliriðli fyrir EM 2018 - 24.11.2017

Dregið var í milliriðla í dag fyrir EM 2018 hjá U19 kvenna, en Ísland var dregið í riðil með Noregi, Grikklandi og Póllandi.

Lesa meira
 
UEFA EM U19 kvenna

U19 kvenna - Ísland með Belgíu, Wales og Armeníu í riðili í undankeppni EM 2019 - 24.11.2017

Dregið var í undankeppni EM 2019 hjá U19 kvenna í morgun, en Ísland var dregið í riðil með Belgíu, Wales og Armeníu.

Lesa meira
 
UEFA EM U17 kvenna

U17 kvenna - Ísland með Englandi, Azerbaijan og Moldavíu í undankeppni EM 2019 - 24.11.2017

Dregið var í undankeppni EM 2019 hjá U17 kvenna í morgun, en Ísland var dregið í riðil með Englandi, Azerbaijan og Moldavíu. Riðillinn verður leikinn í Moldavíu dagana 19.-25. september 2018.

Lesa meira
 

A karla - Ísland í 22. sæti á nýjum styrkleikalista FIFA - 23.11.2017

A landslið karla er í 22. sæti á nýjum styrkleikalista FIFA sem var gefinn út í dag. Liðið fellur niður um eitt sæti frá síðasta lista, en þetta er sá fyrsti síðan undankeppni HM 2018 kláraðist.

Lesa meira
 

Bríet Bragadóttir - ,,Að verða FIFA dómari hefur verið markmið mitt síðustu fjögur árin." - 22.11.2017

FIFA gaf á dögunum út nýjan dómaralista og þar var Bríet Bragadóttir á meðal nafna í fyrsta sinn. Hún er jafnframt fyrsta íslenska konan til að komast á listann sem dómari, en Rúna Kristín Stefánsdóttir er þar sem aðstoðardómari.

Lesa meira
 

U18 karla - Úrtaksæfingar 1.-3. desember - 22.11.2017

Þorvaldur Örlygsson, þjálfari U18 ára landsliðs karla, hefur valið hóp fyrir úrtaksæfingar dagana 1.-3. desember. Æfingarnar fara fram í Kórnum og Egilshöll.

Lesa meira
 

Þorvaldur Árnason dæmir í Sádi-Arabísku deildinni á laugardaginn - 21.11.2017

Þorvaldur Árnason dæmir leik Al Batin og Al Taawon í Sádi-Arabísku deildinni laugardaginn 25. nóvember. Honum til aðstoðar verða þeir Jóhann Gunnar Guðmundsson og Gylfi Már Sigurðsson.

Lesa meira
 

Bríet Bragadóttir og Ívar Orri Kristjánsson nýjir FIFA dómarar - 21.11.2017

Alþjóða knattspyrnusambandið, FIFA, hefur birt nýjan lista yfir alþjóðlega dómara og er þar að finna tvo nýja dómara. Bríet Bragadóttir og Ívar Orri Kristjánsson koma inn sem nýjir FIFA dómarar.

Lesa meira
 
Mynd: FIFA

HM 2018 - Stórstjörnur hjálpa til við dráttinn föstudaginn 1. desember - 21.11.2017

Dregið verður í riðla á HM 2018 föstudaginn 1. desember og hefur FIFA nú tilkynnt hverjir það verða sem hjálpa Gary Lineker og Maria Komandnaya við dráttinn.

Lesa meira
 

KSÍ og UEFA vinna að frekari framförum í íslenskri knattspyrnu - 21.11.2017

Mánudaginn 20. nóvember hófst UEFA GROW vinnuvika á Íslandi þar sem KSÍ og UEFA vinna saman að því og ræða hvernig hægt sé að þróa knattspyrnuna áfram á Íslandi.

Lesa meira
 

Vilhjálmur Alvar dæmir erlendis í vikunni - 20.11.2017

Vilhjálmur Alvar Þórarinsson mun í vikunni dæma leik Molde og FC Zimbru Chisinau í UEFA Youth League. Leikurinn fer fram í Molde í Noregi.

Lesa meira
 
Knattspyrnuþjálfarafélag Íslands - KÞÍ

Aðalfundur og fræðsluviðburður KÞÍ 2. desember - 20.11.2017

Hinn 2. desember nk. ætlar KÞÍ að sameina fræðsluviðburð (fyrirlestur og sýnikennslu) og aðalfund félagsins. Er þetta í fyrsta sinn í langan tíma sem það er gert. Leiðbeinandi fræðsluviðburðarins verður Michael Beale, yngriflokka þjálfari hjá Liverpool akademíunni. 

Lesa meira
 

HM 2018 - Gríðarleg aðsókn í miða í Rússlandi - 18.11.2017

Gríðarlega aðsókn er í miða á HM 2018 í Rússlandi, sem kemur kannski engum á óvart. Aðeins 24 klukkustundum eftir að miðasalan opnaði aftur höfðu um 98% af þeim miðum sem voru í boði í þeim hluta verið seldir. Það er því ljóst að mikill áhugi er fyrir því að sjá leikina í Rússlandi.

Lesa meira
 

HM 2018 - Gary Lineker og Maria Komandnaya sjá um dráttinn í lokakeppnina - 17.11.2017

FIFA hefur tilkynnt að Gary Lineker og Maria Komandnaya muni sjá um dráttinn í lokakeppni HM 2018. Drátturinn fer fram föstudaginn 1. desember í Moskvu og hefst klukkan 15:00. 

Lesa meira
 

Meistaradeild kvenna - Stjarnan úr leik eftir markalaust jafntefli gegn Slavia Prag - 16.11.2017

Stjarnan er úr leik í Meistaradeild kvenna eftir markalaust jafntefli gegn Slavia Prag, en leikið var ytra.


Lesa meira
 
Russia 2018 Tickets

HM 2018 - Annar hluti miðasölu hefst fimmtudaginn 16. nóvember - 15.11.2017

Fimmtudaginn 16. nóvember opnar FIFA annan hluta miðsölu á HM í Rússlandi 2018. Miðasalan opnar kl. 09:00 (að íslenskum tíma) á FIFA.com/tickets og stendur þessi hluti miðasölunnar til 28. nóvember.

Lesa meira
 

Félagaskipti í Pepsi-deild kvenna í FIFA TMS - 15.11.2017

Þann 31. október síðastliðinn tilkynnti Alþjóða Knattspyrnusambandið FIFA að félagaskiptakerfi þeirra FIFA ITMS (FIFA International Transfer Matching System) skyldi notað fyrir félagaskipti kvenna á milli landa. Þá er átt við félagaskipti þeirra leikmanna sem fara á leikmannssamninga.

Lesa meira
 

Leyfisferlið fyrir 2018 hafið - 15.11.2017

Í samræmi við leyfisreglugerð KSÍ (útg. 3.2.) hefur þeim félögum sem hyggjast sækja um þátttökuleyfi í Pepsi-deild karla og Inkasso-deild karla árið 2018 verið sendar nauðsynlegar upplýsingar, áður en vinna við leyfisumsókn hefst. Leyfisferlið hefst formlega 15.nóvember ár hvert.

Lesa meira
 

Árlegur fundur formanna og framkvæmdastjóra aðildarfélaga KSÍ 25. nóvember - 15.11.2017

Árlegur fundur formanna og framkvæmdastjóra aðildarfélaga KSÍ fer fram laugardaginn 25. nóvember næstkomandi kl. 13:00-16:00 í höfuðstöðvum KSÍ á Laugardalsvelli. Til fundarins eru boðaðir formenn og framkvæmdastjórar aðildarfélaga KSÍ.

Lesa meira
 

A karla - 1-1 jafntefli gegn Katar - 14.11.2017

Ísland gerði í dag 1-1 jafntefli við Katar, en leikurinn var seinni leikur liðsins í Katar. Viðar Örn Kjartansson skoraði mark Íslands um miðjan fyrri hálfleik, en heimamenn jöfnuðu í uppbótartíma í seinni hálfleik.

Lesa meira
 

U21 karla - Frábær 3-2 sigur gegn Eistlandi ytra - 14.11.2017

U21 ára lið karla vann frábæran 3-2 sigur á Eistlandi í dag eftir að hafa lent 2-0 undir í upphafi seinni hálfleiks, en leikið var ytra.

Lesa meira
 

U21 - Byrjunarliðið gegn Eistlandi komið - 14.11.2017

U21 ára lið karla leikur í dag gegn Eistlandi í undankeppni EM 2019, en leikið er ytra og hefst leikurinn klukkan 16:00 að íslenskum tíma. Byrjunarlið leiksins er komið og má sjá hér í fréttinni.

Lesa meira
 

U19 karla - 2-1 sigur gegn Færeyjum - 14.11.2017

U19 ára lið karla vann í dag Færeyjar 2-1 í síðasta leik sínum í undankeppni EM 2018. 

Lesa meira
 

A karla - Byrjunarliðið gegn Katar - 14.11.2017

Heimir Hallgrímsson hefur valið þá leikmenn sem hefja leik gegn Katar í vináttuleik í dag. Leikurinn hefst kl. 16:30 að íslenskum tíma og verður sýndur beint á Stöð 2 sport.

Lesa meira
 

U23 kvenna - Æfingahópur valinn - 14.11.2017

Freyr Alexandersson hefur valið eftirtalda leikmenn til æfinga dagana 24.-26. nóvember. Æfingarnar fara fram í Kórnum.

Lesa meira
 

FIFA WORLD CUP™ Trophy Tour í boði Coca-Cola kemur til Íslands - 14.11.2017

Þann 25. mars næstkomandi mun hinn eini sanni HM-bikar koma til Íslands í boði Coca-Cola. Þetta er í fjórða skiptið sem bikarinn fer í slíka reisu í aðdraganda heimsmeistaramóts en bikarinn mun að þessu sinni fara til yfir 50 landa.

Lesa meira
 

U19 karla - Ísland mætir Færeyjum í síðasta leik sínum í undankeppni EM 2018 - Byrjunarliðið komið - 13.11.2017

U19 ára lið karla leikur í dag síðasta leik sinn í undankeppni EM 2019, en mótherjar dagsins eru Færeyjar. Hefst leikurinn klukkan 12:30 að íslenskum tíma en leikið er í Búlgaríu.

Lesa meira
 

U21 karla - Ísland mætir Eistlandi ytra á morgun - 13.11.2017

U21 ára lið karla mætir Eistlandi á morgun í undankeppni EM 2019, en leikið er ytra. Þetta er fimmti leikur liðsins í riðlinum, en hann hefst klukkan 16:00 að íslenskum tíma.

Lesa meira
 
Ari Freyr Skúlason

Katar - Ísland í Doha á þriðjudag - 13.11.2017

A landslið karla er um þessar mundir statt í æfingabúðum í Katar og hefur þegar leikið einn vináttuleik, 1-2 tap gegn Tékkum á miðvikudag í síðustu viku.  Seinni leikurinn í þessu verkefni er gegn heimamönnum í Katar, og fer hann fram á þriðjudag í Doha.

Lesa meira
 
Omar al Yaquobi

Omar al Yaquobi dæmir leik Katars og Íslands - 13.11.2017

A landslið karla mætir Katar í vináttulandsleik á þriðjudag.  Leikið er í Doha, en íslenska liðið mætti Tékkum á sama stað í síðustu viku, auk þess sem Tékkland og Katar mættust síðastliðinn laugardag.  Dómarinn í leik Katars og Íslands kemur frá Óman og heitir hann Omar al Yaquobi. Lesa meira
 

Byrjendanámskeið fyrir dómara verður haldið hjá HK í Kórnum mánudaginn 20. nóvember kl. 20:00 - 13.11.2017

Námskeiðið er haldið af KSÍ í samvinnu við HK og hefst kl. 20:00. Námskeiðið stendur yfir í um tvær klukkustundir og er öllum opið sem náð hafa 15 ára aldri.

Lesa meira
 

U19 kvenna - 22 leikmenn valdir til þátttöku í æfingum - 13.11.2017

Þórður Þórðarson, þjálfari U19 ára landsliðs kvenna, hefur valið 22 leikmenn til þátttöku í æfingum sem fram fara í Kórnum og Egilshöll 24.-26. nóvember nk.

Lesa meira
 

Keppni hafin í Futsal - Tveir riðlar fóru fram um helgina - 13.11.2017

Keppni hófst um helgina í Futsal, íslandsmóti innanhús, þegar keppni í tveimur riðlum í flokki karla fór fram.

Lesa meira
 

U19 karla - 1-2 tap gegn Englandi - 10.11.2017

U19 ára lið karla tapaði 1-2 fyrir Englandi í öðrum leik sínum í undankeppni EM 2019, en leikið er í Búlgaríu. Það var Daníel Hafsteinsson sem skoraði mark Íslands.

Lesa meira
 

HM 2018 - Adidas kynnir nýjan bolta - 9.11.2017

Adidas hefur kynnt nýjan keppnisbolta fyrir Heimsmeistarakeppnina í Rússlandi 2018, en hann sækir innblástur í fyrsta boltann sem Adidas hannaði fyrir HM árið 1970.

Lesa meira
 

U16 og U17 karla - Æfingar 17.-19. nóvember - 9.11.2017

Þorlákur Árnason, landsliðsþjálfari U17 og U16 karla, hefur valið 41 leikmann til þátttöku á æfingum dagana 17-19.nóvember. Æfingarnar fara fram í Kórnum og Egilshöll.

Lesa meira
 

U21 karla - 0-1 tap gegn Spánverjum í kvöld - 9.11.2017

U21 ára lið karla tapaði í kvöld 1-0 fyrir Spánverjum, en leikið var ytra. Spánn var allan tímann sterkari aðilinn, var meira með boltann og stjórnaði leiknum. 

Lesa meira
 

Meistaradeild kvenna - 1-2 tap hjá Stjörnunni gegn Slavia Prag - 8.11.2017

Stjarnan tapaði í dag 1-2 gegn Slavia Prag í fyrri leik liðanna í 16 liða úrslitum Meistaradeildar kvenna. Leikurinn fór fram á Samsung vellinum.

Lesa meira
 

Eins marks tap gegn Tékklandi í Doha - 8.11.2017

A landslið karla mætti Tékklandi í vináttuleik í Doha í Katar í dag og beið lægri hlut.  Tékkar unnu með tveimur mörkum gegn einu.  Ísland mætir heimamönnum í Katar í sínum næsta leik, á þriðjudag, en í millitíðinni mætast Tékkland og Katar.

Lesa meira
 

U19 karla - 2-1 tap fyrir Búlgaríu í dag - 7.11.2017

U19 ára lið karla lék í dag fyrsta leik sinn í undankeppni EM 2018 þegar liðið tapaði 2-1 fyrir heimamönnum í Búlgaríu. Í riðlinum eru einnig England og Færeyjar. 

Lesa meira
 

Æft á keppnisvellinum í Doha - 7.11.2017

A landslið karla æfði á keppnisvellinum í Doha í  Katar í dag, þriðjudag,  þar sem liðið mætir Tékklandi í vináttulandsleik á miðvikudag.  Margir í hópnum léku með sínum félagsliðum um helgina og tóku menn mismikinn þátt í æfingunni.  Lesa meira
 
Khamis al Kuwari (Mynd:  QFA)

Dómarateymi frá Katar á leiknum við Tékka - 7.11.2017

FIFA hefur staðfest dómarateymið fyrir vináttulandsleik A karla gegn Tékklandi, en liðin mætast í Doha í Katar á miðvikudag.  Dómararnir koma allir frá Katar.

Lesa meira
 

Þorvaldur dæmir í Frakklandi - 6.11.2017

Þorvaldur Árnason mun dæma leik Frakklands og Búlgaríu í undankeppni EM U21 karla, en leikið verður í Le Mans í Frakklandi. Þorvaldi til aðstoðar verða þeir Jóhann Gunnar Guðmundsson og Birkir Sigurðarson.

Lesa meira
 

Upptaka frá súpufundi 2. nóvember. - 6.11.2017

Fimmtudaginn 2. nóvember bauð KSÍ til súpufundar þar sem knattspyrnuþjálfarinn Hilmar Rafn Kristinsson kynnti niðurstöður meistaraverkefni síns í íþrótta- og heilsufræðum frá Háskóla Íslands.

Lesa meira
 
Lengjubikarinn

Þátttökutilkynning í Lengjubikarinn 2018 - 6.11.2017

Þátttökutilkynning fyrir Lengjubikarinn 2018 hefur verið send til félaganna. Tilkynna ber þátttöku í síðasta lagi sunnudaginn 20. nóvember. Öll félög sem sendu meistaraflokk til keppni á Íslandsmótinu 2017 og hyggja á keppni á Íslandsmótinu 2018 hafa heimild til að senda lið til keppni.

Lesa meira
 

A karla - Diego Jóhannesson kallaður inn í landsliðshópinn - 6.11.2017

Heimir Hallgrímsson, þjálfari A landsliðs karla, hefur kallað Diego Jóhannesson inn í hópinn sem mætir Tékklandi og Katar í vináttuleikjum í Katar 8. og 14. nóvember nk. Diego kemur inn í stað Birkir Más Sævarssonar, en hann er meiddur.

Lesa meira
 

A karla - Kristján Flóki kallaður inn í landsliðshópinn - 5.11.2017

Heimir Hallgrímsson, þjálfari A landsliðs karla, hefur kallað Kristján Flóka Finnbogason inn í hópinn sem mætir Tékklandi og Katar í vináttuleikjum í Katar 8. og 14. nóvember nk. Kristján Flóki kemur inn í stað Björns B. Sigurðarsonar, sem er meiddur.

Lesa meira
 

Íslenskir dómarar dæma úrslitaleik í fjögurra liða U23 ára móti - 3.11.2017

Þrír íslenskir dómarar voru nýverið í Sviss á svokölluðu "CORE" námskeið sem haldið er á vegum UEFA. Um er að ræða verkefni fyrir unga og efnilega dómara en CORE stendur fyrir "Center of Refereeing Excellence".

Lesa meira
 

Landsdómararáðstefna KSÍ 4. nóvember - 3.11.2017

KSÍ er með landsdómararáðstefnu um komandi helgi þar sem farið verður yfir mörg mál sem tengjast dómgæslunni.

Lesa meira
 

A karla - Hópurinn sem mætir Tékklandi og Katar - 3.11.2017

Heimir Hallgrímsson landsliðsþjálfari hefur valið leikmannahópinn sem mætir Tékklandi og Katar í vináttuleikjum í Katar nú í nóvember.

Lesa meira
 

KSÍ VI þjálfaranámskeið í Danmörku - 2.11.2017

Nýverið sátu 27 þjálfarar frá Íslandi KSÍ VI þjálfaranámskeið í Danmörku. Hópurinn gisti á Hotel FC Nordsjælland í Farum sem er í útjaðri Kaupmannahafnar. Megin þemu námskeiðsins voru leikgreining og áætlanagerð (periodisation).

Lesa meira
 

Súpufundur 2. nóvember - Hvernig næst árangur í knattspyrnu? - 2.11.2017

Fimmtudaginn 2. nóvember mun KSÍ bjóða til súpufundar þar sem knattspyrnuþjálfarinn Hilmar Rafn Kristinsson mun kynna niðurstöður meistaraverkefni síns í íþrótta- og heilsufræðum frá Háskóla Íslands.

Lesa meira
 

KSÍ markmannsþjálfaragráða 2017-2018 - 1.11.2017

KSÍ markmannsþjálfaragráða mun fara af stað í nóvember en þetta er í þriðja sinn sem KSÍ býður upp á þessa þjálfaragráðu. KSÍ markmannsþjálfaragráðan samanstendur af tveimur helgarnámskeiðum, verkefnavinnu og verklegu prófi.

Lesa meira
 

U16 kvenna - Úrtaksæfingar 10.-12. nóvember - 30.10.2017

Jörundur Áki Sveinsson, landsliðsþjálfari U16 kvenna, hefur valið eftirfarandi leikmenn til þáttöku á æfingum dagana 10.-12. nóvember.

Lesa meira
 

U17 kvenna - Úrtaksæfingar 10.-12. nóvember - 30.10.2017

Jörundur Áki Sveinsson, landsliðsþjálfari U17 kvenna, hefur valið eftirfarandi leikmenn til þáttöku á æfingunm dagana 10.-12. nóvember.

Lesa meira
 
Russia 2018 Tickets

Miðamál fyrir HM í Rússlandi:  Það sem er bannað - 30.10.2017

Miðamál fyrir HM 2018 í Rússlandi eru mörgum hugleikin og hvetur KSÍ fólk til að kynna sér vel alla skilmála.  Sem dæmi um skilmála miðakaupa má nefna að í engum tilfellum er heimilt að nota miða í markaðslegum tilgangi nema að fengnu formlegu samþykki FIFA 

Lesa meira
 

Markmannskóli KSÍ fyrir stúlkur á Akranesi síðastliðna helgi - 30.10.2017

Nú er nýlokið Markmannsskóla KSÍ fyrir stúlkur á Akranesi en þangað mættu alls 35 stúlkur frá 24 félögum. Um næstu helgi mæta svo drengir á svæðið.

Lesa meira
 

U19 karla - Þorvaldur Örlygsson hefur valið þá leikmenn sem taka þátt í undankeppni EM 2018 - 30.10.2017

U19 ára landslið karla tekur þátt í undankeppni EM 2018 í nóvember. Riðill Íslands verður leikinn í Búlgaríu og hefur Þorvaldur Örlygsson valið þá leikmenn sem taka þátt í verkefninu.

Lesa meira
 

U15 karla - 7-0 sigur í seinni leiknum gegn Færeyjum - 30.10.2017

U15 ára lið karla vann í gær, sunnudag, 7-0 sigur á Færeyjum í seinni æfingaleik liðanna. Leikurinn fór fram í Akraneshöllinni og hófst klukkan 14:00.

Lesa meira
 

U21 - Hópurinn sem mætir Spáni og Eistlandi - 27.10.2017

Eyjólfur Sverrisson, landsliðsþjálfari U21 landsliðs karla, hefur valið hópinn sem mætir Spáni 9. nóvember og Eistlandi 14. nóvember í riðlakeppni EM19 og fara báðir leikirnir fram ytra.

Lesa meira
 

U15 karla - Frábær 5-1 sigur á Færeyjum - 27.10.2017

Ísland vann í kvöld frábæran 5-1 sigur á Færeyjum, en leikið var í Egilshöll. Liðin mætast aftur á sunnudaginn klukkan 14:00 í Akraneshöllinni.

Lesa meira
 

KSÍ II þjálfaranámskeið á Reyðarfirði - 27.10.2017

Knattspyrnusamband Íslands mun halda KSÍ II þjálfaranámskeið á Reyðarfirði helgina 10.-12. nóvember. Dagskrá námskeiðsins er í vinnslu og verður auglýst síðar. Námskeiðsgjald er kr. 19.000,-

Lesa meira
 

U15 karla - Leikir gegn Færeyjum á föstudag og sunnudag - 26.10.2017

U15 ára lið karla leikur um helgina tvo leiki við Færeyjar. Á föstudaginn er leikið í Egilshöll og hefst leikurinn klukkan 20:00 og á sunnudaginn er leikið í Akraneshöllinni og hefst sá leikur klukkan 14:00.

Lesa meira
 

Futsal - Leikjaniðurröðun hefur verið birt - 25.10.2017

Búið er að birta á vef KSÍ drög að leikjaniðurröðun í futsal. Eitt laust sæti er í keppni meistaraflokks karla og enn er opið fyrir skráningar hjá meistaraflokki kvenna.

Lesa meira
 

Breytingar á reglugerð - Umboðsmenn í knattspyrnu - 25.10.2017

Á fundi stjórnar KSÍ 19. október sl. samþykkti stjórn KSÍ breytingar á reglugerð KSÍ um milliliði. Fyrr á þessu ári hélt KSÍ fund með milliliðum en tilgangur fundarins var að vinna saman að því að bæta skráningu þeirra og umhverfi hjá KSÍ. Eru þær breytingar, sem samþykktar hafa verið á reglugerðinni, einn liður í því. 

Lesa meira
 

Kynferðislegt ofbeldi í íþróttum - bæklingur um forvarnir frá ÍSÍ - 25.10.2017

Í ljós umræðunnar undanfarið um kynferðislegt ofbeldi má benda á bækling hjá ÍSÍ um kynferðislegt ofbeldi í íþróttum sem gefinn var út í árslok 2013.

Lesa meira
 

A kvenna - 1-1 jafntefli gegn Tékklandi - 24.10.2017

Ísland gerði í dag 1-1 jafntefli við Tékkland ytra, en þetta var þriðji leikur liðsins í undankeppni HM 2019. Það var Dagný Brynjarsdóttir sem skoraði mark Íslands í lok fyrri hálfleiks.

Lesa meira
 

A kvenna - Byrjunarliðið gegn Tékklandi - 24.10.2017

Kvennalandslið Íslands mætir Tékklandi í Znjomo í dag en leikurinn er liður í undankeppni HM 2019. Freyr Alexandersson hefur valið byrjunarliðið fyrir leikinn í dag og er það óbreytt frá leiknum gegn Þýskalandi.

Lesa meira
 

U15 karla - Hópur fyrir leik gegn Færeyjum - 23.10.2017

Dean Martin, landsliðsþjálfari U15 karla, hefur valið eftirfarandi leikmenn til þáttöku í leiki gegn Færeyjum dagana 27. og 29. október, en leikið verður í Egilshöll og Akraneshöllinni.

Lesa meira
 

U17 karla - Úrtakshópur fyrir æfingar dagana 27.-29. október - 23.10.2017

Þorlákur Árnason, landsliðsþjálfari U17 karla, hefur valið eftirfarandi leikmenn til þáttöku á æfingum dagana 27.-29. október.

Lesa meira
 

A kvenna - Ísland mætir Tékklandi í dag - 23.10.2017

Ísland leikur þriðja leik sinn í undankeppni HM 2019 í dag þegar liðið mætir Tékklandi. Leikurinn fer fram ytra og hefst hann klukkan 16:00 að íslenskum tíma.

Lesa meira
 

A kvenna – Frábær sigur gegn Þýskalandi - 20.10.2017

Stelpurnar okkar gerðu sér lítið fyrir og sigruðu Þýskaland í Wiesbaden í dag. Leikurinn endaði með 3-2 sigri íslenska liðsins og er Ísland þar með í efsta sæti riðilsins í undankeppni HM með 6 stig.

Lesa meira
 

A kvenna - Byrjunarliðið gegn Þýskalandi í dag - 20.10.2017

Kvennalandslið Íslands mætir Þýskalandi í Wiesbaden í dag en eikurinn er liður í undankeppni HM 2019. Freyr Alexandersson hefur valið byrjunarliðið fyrir leikinn í dag og er það skipað eftirtöldum leikmönnum:

Lesa meira
 

A kvenna - Ísland mætir Þýskalandi í dag - 19.10.2017

Ísland leikur annan leik sinn í undankeppni HM 2019 í dag þegar liðið mætir Þýskalandi á BRITA arena í Wiesbaden. Hefst leikurinn klukkan 14:00 að íslenskum tíma.

Lesa meira
 

Uppbygging nýs þjóðarleikvangs í Laugardal - 19.10.2017

Tillögur að uppbyggingu nýs þjóðarleikvangs í Laugardal voru kynntar á blaðamannafundi í dag í höfuðstöðvum KSÍ að viðstöddum Bjarna Benediktssyni forsætisráðherra og Degi B. Eggertssyni borgarstjóra Reykjavíkur.

Lesa meira
 

Úttekt á aðgengi fatlaðra í Pepsi deildum karla og kvenna - 19.10.2017

KSÍ fékk í gær afhend eintök af skýrslu sem ber heitið: Allir á völlinn: Aðgengi fatlaðra stuðningsmanna að knattspyrnuvöllum í Pepsi deild karla og kvenna árið 2017. Höfundar skýrslunnar eru þeir Alexander Harðarson og Ólafur Þór Davíðsson en þeir voru báðir í vettvangsnámi hjá KSÍ í upphafi þessa árs.

Lesa meira
 

A karla - Tveir landsleikir í nóvember - 18.10.2017

A landslið karla mun leika tvo vináttuleiki í nóvember og fara þeir báðir fram í Katar. Leikirnir eru liður í undirbúningi liðsins fyrir HM 2018 í Rússlandi.

Lesa meira
 

Evrópukeppni unglingaliða - Breiðablik úr leik eftir markalaust jafntefli í Póllandi - 17.10.2017

Breiðablik er úr leik í Evrópukeppni unglingaliða, en liðið gerði markalaust jafntefli við Legia Varsjá í Póllandi í dag. Fyrri leikur liðanna, á Kópavogsvelli, fór 1-3 fyrir Legia Varsjá.

Lesa meira
 

A kvenna – Landsliðið mætt til Wiesbaden - 17.10.2017

A landslið kvenna dvelur nú í Wiesbaden í Þýskalandi þar sem undirbúningur fer fram fyrir leikina tvo sem framundan eru í undankeppni HM. Leikið verður gegn Þýskalandi í Wiesbaden á föstudag og gegn Tékklandi í Nojmo þriðjudaginn 24. október.

Lesa meira
 

KSÍ I - Námskeið á Akureyri helgina 27.-29. október - 16.10.2017

Fyrirhugað er að halda KSÍ I þjálfaranámskeið á Akureyri helgina 27.-29. október. Námskeiðið verður haldið í Hamri, félagsheimili Þórs, og í Boganum.

Lesa meira
 

Breytingar á reglugerð - Viðræður við leikmenn - 16.10.2017

Rétt er að minna á að í dag, 16. október, tóku gildi breytingar á reglugerð KSÍ um félagaskipti, samninga og stöðu leikmanna og félaga og varða hvenær megi hefja viðræður við leikmenn.

Lesa meira
 

Meistaradeild kvenna - Stjarnan mætir Slavia Prag í 16 liða úrslitum - 16.10.2017

Dregið var í 16 liða úrslit Meistaradeildar kvenna í dag í Nyon, Sviss. Stjarnan mætir þar Slavia Prag frá Tékklandi.

Lesa meira
 

U19 kvenna - Æfingahópur - 13.10.2017

Eftirtaldir leikmenn hafa verið valdir á landsliðsæfingar U19 kvenna sem fram fara dagana 3.-5. nóvember næstkomandi. Æfingarnar fara fram undir stjórn Þórðar Þórðarsonar landsliðsþjálfara U19 kvenna.

Lesa meira
 

U15 karla - Úrtakshópur æfir helgina 20.-22.október - 13.10.2017

U15 drengja mun spila tvo æfingaleiki gegn Færeyjum, 27. og 29. október 2017. Dean Martin hefur valið úrtakshóp sem mun æfa 20-22. október.

Lesa meira
 

U16 karla - Drengir fæddir 2002 - Æfingar 20.-22. október - 13.10.2017

Þorlákur Árnason hefur valið hóp sem mun taka þátt í úrtaksæfingum vegna U16 liðs karla. Æfingarnar fara fram helgina 20.-22.október í Kórnum og Egilshöll.

Lesa meira
 

A karla - Miðasala fyrir HM í Rússlandi - 12.10.2017

Mikið hefur verið spurt um miða á HM í Rússlandi undanfarna daga. Starfsmenn KSÍ áttu fund með miðasöludeild FIFA í morgun og er nú unnið úr þeim upplýsingum sem fengust á þeim fundi.

Lesa meira
 

A kvenna - Leikmannahópurinn sem mætir Þýskalandi og Tékklandi - 12.10.2017

Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari, hefur valið hópinn sem mætir Þýskalandi og Tékklandi í undankeppni HM 2019. Leikurinn gegn Þýskalandi fer fram í Wiesbaden föstudaginn 20. október og leikurinn gegn Tékklandi fer fram í Znojmo þriðjudaginn 24. október.

Lesa meira
 

Markmannsskóli KSÍ 2017 - Frestur framlengdur til mánudagsins 16. október - 12.10.2017

Frestur til að tilnefna leikmenn í Markmannsskóla KSÍ á Akranesi 2017 hefur verið framlengdur til mánudagsins næstkomandi, 16. október.

Lesa meira
 

Þjóðadeild UEFA - Ísland í Deild A - 11.10.2017

UEFA staðfesti í dag skiptingu liða í hina nýju Þjóðadeild, UEFA Nations League, og verður dregið í riðla 24. janúar næstkomandi. Ásamt Íslandi í deild A verða Þýskaland, Portúgal, Belgía, Spánn, Frakkland, England, Sviss, Ítalía, Pólland, Króatía og Holland.

Lesa meira
 

Hæfileikamót N1 og KSÍ stúlkna 2017 - Viðbótarupplýsingar - 11.10.2017

Hér eru nokkrar viðbótarupplýsingar vegna Hæfileikamótun stúlkna sem fram fer á Akranesi 14-15. október.

Lesa meira
 

Meistaradeild Evrópu - Stjarnan í 16 liða úrslit! - 11.10.2017

Stjarnan er komin áfram í 16 liða úrslit Meistaradeildar kvenna, en liðið vann í dag Rossiyanka 4-0 í seinni leik liðanna. Leikið var í Rússlandi.

Lesa meira
 

Kveðja frá Lars Lagerbäck - 10.10.2017

Good Morning Iceland and KSI. I woke up this morning, 10/10 2017, with a smile on my face. Iceland in WC 2018!! So first of all I would like to congratulate Iceland, all involved in football and all my friends and colleagues in Iceland.

Lesa meira
 

U21 karla - Markalaust jafntefli gegn Albaníu í dag - 10.10.2017

U21 ára lið karla lék í dag við Albaníu í þriðja leik sínum í undankeppni EM 2019. Leikurinn endaði með markalausu jafntefli.

Lesa meira
 

ÍSLAND Á HM! - 9.10.2017

ÍSLAND ER KOMIÐ Á HM! Já, Ísland er komið á HM í fyrsta skipti í sögunni! Strákarnir okkar tryggðu sér sætið með 2-0 sigri á Kosóvó á Laugardalsvelli í kvöld!

Lesa meira
 

ÍSLAND Á HM!!! INGÓLFSTORG Á EFTIR!!! - 9.10.2017

Strákarnir okkar hafa tryggt sér sæti í lokakeppni Heimsmeistaramótsins í knattspyrnu í fyrsta sinn. Af því tilefni verður blásið til hátíðar á Ingólfstorgi í kvöld og hefst dagskráin kl. 21.30 og nær hámarki um klukkustund síðar þegar leikmenn landsliðsins mæta á svæðið. Salka Sól, Emmsjé Gauti, Sverrir Bergmann og Halldór fjallabróðir eru meðal listmanna sem koma fram. Kynnir er Björn Bragi Arnarsson og DJ Margeir verður á tökkunum.

Lesa meira
 

A karla - Byrjunarliðið gegn Kósóvó - 9.10.2017

Heimir Hallgrímsson hefur valið byrjunarliðið fyrir leikinn mikilvæga gegn Kósóvó í dag. Liðið er skipað eftirtöldumleikmönnum:

Lesa meira
 

Miðasölubrask - 9.10.2017

Vegna auglýsinga sem birst hafa víðsvegar á veraldarvefnum, þar sem boðnir eru til sölu miðar á Ísland Kosóvó, vill KSÍ beina athygli að skilmálum miðakaupa hjá miði.is.

Lesa meira
 

Hæfileikamót N1 og KSÍ stúlkna 2017 - 9.10.2017

Hæfileikamót KSÍ og N1 2016 – stúlkur fer fram í Akranes dagana 14-15 október .    

Lesa meira
 

Ísland - Kosóvó - Inngangur fyrir miðahafa í austurstúku - 9.10.2017

KSÍ vill beina athygli að því að allir þeir sem eiga miða í austurstúkunni, einnig þeir sem eru í hólfum J, K og L, eiga að ganga inn um inngang í suðaustur horni vallarins. Það er næst Þróttaraheimilinu. 

Lesa meira
 

U17 kvenna - 2-1 tap fyrir Spáni í lokaleik riðilsins - 8.10.2017

U17 ára lið kvenna lék í dag síðasta leik sinn í riðlinum í undankeppni EM 2018 og voru mótherjar dagsins Spánn. Leikið var í Azerbaijan og hófst leikurinn klukkan 15:00.

Lesa meira
 

A karla - Ísland - Kosóvó í dag - 8.10.2017

Ísland leikur síðasta leik sinn í undankeppni HM 2018 á morgun, mánudag, þegar liðið mætir Kosóvó á Laugardalsvelli. Hefst leikurinn klukkan 18:45. Leikurinn er gríðarlega mikilvægur, en með sigri tryggir Ísland sér sæti í fyrsta skipti á HM

Lesa meira
 

U17 kvenna - Ísland leikur við Spán í dag - 7.10.2017

U17 ára lið kvenna leikur við Spán í dag í seinasta leik í sínum riðli í undankeppni EM 2018. Leikið er í Azerbaijan og hefst leikurinn klukkan 15:00.

Lesa meira
 

A karla - Frábær 3-0 sigur í Tyrklandi - 6.10.2017

Ísland vann í kvöld frábæran 3-0 sigur í Tyrklandi og tyllti sér í leiðinni á topp riðilsins, en Króatar gerðu jafntefli við Finnland á sama tíma.

Lesa meira
 

A karla – Byrjunarliðið gegn Tyrkjum  - 6.10.2017

Ísland leikur við Tyrkland klukkan 18:45 að íslenskum tíma. Heimir Hallgrímsson hefur valið byrjunarlið Íslands í leiknum og er það skipað eftirtöldum leikmönnum:

Lesa meira
 

A karla - Ísland - Tyrkland í dag - 6.10.2017

Ísland mætir Tyrklandi í dag í næst síðasta leik sínum í undankeppni HM 2018, en leikið er í Eskisehir. Hefst leikurinn klukkan 18:45 að íslenskum tíma.

Lesa meira
 

KSÍ II þjálfaranámskeið í október og nóvember - 5.10.2017

Knattspyrnusamband Íslands mun halda tvö KSÍ II þjálfaranámskeið á höfuðborgarsvæðinu á næstu vikum. Fyrra námskeiðið verður helgina 20.-22. október og það síðara helgina 3.-5. nóvember.

Lesa meira
 

U17 kvenna í milliriðla! - 2-0 sigur á Svartfjallalandi - 5.10.2017

U17 ára lið kvenna lék í dag annan leik sinn í undankeppni EM 2018, en mótherjar dagsins voru Svartfjallaland. Ísland vann leikinn 5-0 og er því öruggt í milliriðil.

Lesa meira
 

U21 karla - Frábær 2-0 sigur á Slóvakíu í dag - 5.10.2017

U21 ára lið karla lék í dag annan leik sinn í undankeppni EM 2019, en mótherjar dagsins voru Slóvakía og vannst 2-0 sigur. 

Lesa meira
 

Meistaradeild kvenna - Stjarnan mætir Rossiyanka - 3.10.2017

Stjarnan mætir rússneska liðinu Rossiyanka á fimmtudaginn næstkomandi, 5. október, í fyrri leik liðanna í 32 liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu.

Lesa meira
 

Vilhjálmur Alvar dæmir í Þýskalandi - 3.10.2017

Vilhjálmur Alvar Þórarinsson mun dæma leik Þýskalands og Azerbaijan í undankeppni EM U21 karla, en leikið verður í Cottbus í Þýskalandi. 

Lesa meira
 

U15 karla - Tveir leikir við Færeyjar í lok október - 3.10.2017

U15 ára lið karla leikur í lok október tvo vináttulandsleiki við Færeyjar.

Lesa meira
 

U17 karla - Ísland komið í milliriðil - 2.10.2017

U17 ára lið karla er komið í milliriðil í undankeppni EM 2018, en liðið vann Rússland 2-0 í dag. Leikið er í Finnlandi.

Lesa meira
 

Hæfileikamót N1 og KSÍ drengja 2017 - 2.10.2017

Hæfileikamót KSÍ og N1 drengja fer fram í Kórnum í Kópavogi dagana 7. – 8. október. Mótið fer fram undir stjórn Dean Martin.

Lesa meira
 

U17 kvenna - Sigur í fyrsta leik gegn Azerbaijan - 2.10.2017

Stelpurnar okkar í U17 léku í dag sinn fyrsta leik í undankeppni EM 2018, en leikið er í Azerbaijan. 

Lesa meira
 

U21 karla - Grétar Snær Gunnarsson kallaður inn í hópinn - 1.10.2017

Grétar Snær Gunnarsson hefur verið kallaður inn í hóp U21 ára liðs karla vegna meiðsla Mikael Anderson.

Lesa meira
 

Bríet Bragadóttir og Gunnar Jarl Jónsson dómarar ársins 2017 - 1.10.2017

Bríet Bragadóttir og Gunnar Jarl Jónsson eru dómarar ársins 2017 í Pepsi deildum karla og kvenna.

Lesa meira
 

Pepsi deild karla - Andri Rúnar Bjarnason valinn bestur og markakóngur - 30.9.2017

Andri Rúnar Bjarnason, leikmaður Grindavíkur, var valinn besti leikmaður Pepsi-deildar karla fyrir keppnistímabilið 2017, en það eru leikmenn sjálfir sem velja. Jafnframt var hann markahæsti leikmaður deildarinnar og jafnaði markametið sem er 19 mörk.

Lesa meira
 

Pepsi deild karla - Valur fékk bikarinn í dag! - 30.9.2017

Valur lyfti Íslandsmeistaratitlinum í dag eftir 4-3 sigur á Víking Reykjavík í lokaumferð Pepsi deildar karla.

Lesa meira
 

Agla María Albertsdóttir og Alex Þór Hauksson efnilegustu leikmenn Pepsi deildanna - 30.9.2017

Agla María Albertsdóttir og Alex Þór Hauksson, bæði úr Stjörnunni, hafa verið valin efnilegustu leikmenn Pepsi deildanna.

Lesa meira
 

U17 karla - 2-0 sigur gegn Færeyjum í dag - 30.9.2017

U17 ára lið karla lék í dag annan leik sinn í undankeppni EM 2018. Mótherjar dagsins voru Færeyjar og unnu strákarnir 2-0 sigur. 

Lesa meira
 

Pepsi karla - Síðasta umferðin fer fram í dag - Fellur Víkingur Ólafsvík eða ÍBV? - 30.9.2017

Síðasta umferð Pepsi deildar karla fer fram laugardaginn 30. september og fara allir leikirnir fram klukkan 14:00. Ljóst er hvaða lið keppa í Evrópukeppni að ári og því á aðeins eftir að koma í ljós hvaða lið fellur í Inkasso-deildina með ÍA.

Lesa meira
 

Sigurður Óli Þorleifsson dæmir í Færeyjum - 29.9.2017

Sigurður Óli Þorleifsson mun dæma 2 leiki í Færeyjum um helgina. Annarsvegar leik í næstefstu deild á milli AB og ÍF II og hinsvegar leik íefstu deild á milli HB og EB/Streymur.

Lesa meira
 

Pepsi deild kvenna - Stephany Mayor valin best - 29.9.2017

Stephany Mayor, úr Þór/KA, var valin besti leikmaður Pepsi-deildar kvenna fyrir keppnistímabilið 2017 en það eru leikmenn sjálfir sem velja. Stephany var algjör lykilmaður í liði Þór/KA sem hampaði Íslandsmeistaratitlinum eftir harða baráttu við Breiðablik í lokaumferðinni. Hún skoraði 19 mörk í 18 leikjum með Þór/KA og er markahæst í Pepsi-deild kvenna í augnablikinu.

Lesa meira
 

Þór/KA Íslandsmeistari 2017 - 28.9.2017

Þór/KA er Íslandsmeistari kvenna í knattspyrnu, en liðið vann í dag FH í síðasta leik sínum í deildinni, 2-0. Liðið endaði tímabilið með 44 stig, á meðan Breiðablik endaði með 42 stig, en Blikar hefðu getað komist uppfyrir Þór/KA í dag ef þær hefðu ekki unnið FH.

Lesa meira
 
Ómar Smárason

Ómar Smárason kemur til starfa hjá KSÍ á ný - 28.9.2017

KSÍ hefur ráðið Ómar Smárason sem markaðsstjóra. Ómar er ekki ókunnugur starfsemi KSÍ, en hann starfaði á skrifstofunni árin 1998-2016, fyrst við móta- og markaðsmál, var síðan leyfisstjóri og markaðsstjóri til margra ára og gegndi hlutverki fjölmiðlafulltrúa landsliða. Ómar hefur störf fljótlega.

Lesa meira
 

U19 karla - Úrtaksæfingar í október - 28.9.2017

Þorvaldur Örlygsson, þjálfari U19 ára landsliðs karla, hefur valið æfingahóp sem mun æfa í október. Er þetta liður í undirbúningi liðsins fyrir undankeppni EM 2018, en liðið er með Búlgaríu, Englandi og Færeyjum í riðli. Riðillinn er leikinn í Búlgaríu dagana 8.-14. nóvember.

Lesa meira
 

Pepsi deild kvenna - Titilbaráttan ræðst í dag - 28.9.2017

Síðasta umferð Pepsi deildar kvenna fer fram í dag, fimmtudag, og föstudag. Í dag er sannkallaður úrslitadagur, en þá fara fram þrír leikir. Þór/KA – FH, Breiðablik – Grindavík og Haukar - ÍBV. Því er ljóst að titilbaráttan ræðst þá.

Lesa meira
 

U17 karla - Markalaust jafntefli í fyrsta leik í undankeppni EM 2018 - 27.9.2017

U17 ára lið karla lék í dag sinn fyrsta leik í undankeppni EM 2018, en þá mætti liðið Finnlandi en riðillinn er einmitt leikinn þar í landi. Leikurinn endaði með markalausu jafntefli.

Lesa meira
 
Breiðablik

2. flokkur Breiðabliks leikur gegn Legia á Kópavogsvelli í dag - 27.9.2017

2. flokkur karla hjá Breiðablik mætir pólska liðinu Legia frá Varsjá í Evrópukeppni U19 liða á Kópavogsvelli kl. 16:00 í dag. Þetta er fyrri viðureign liðanna í fyrstu umferð keppninnar. Seinni leikurinn verður í Varsjá þann 18. október.

Lesa meira
 

Þátttökutilkynning fyrir Íslandsmót meistaraflokka í Futsal 2018 - 27.9.2017

Þátttökutilkynning fyrir Íslandsmót meistaraflokka í knattspyrnu innanhúss 2018 (futsal) hefur verið send út til aðildarfélaga.  Frestur til að tilkynna þátttöku er til laugardagsins 10. október. 

Lesa meira
 

A karla - Ferðir í boði til Tyrklands með Vita og Úrval Útsýn - 27.9.2017

Ísland leikur næstsíðasta leik sinn í undankeppni HM 2018 föstudaginn 6. október. Mótherjar liðsins þá eru Tyrkland, en Vita og Úrval Útsýn bjóða upp á hópferðir á leikinn.

Lesa meira
 
U17 landslið karla

U17 karla - Fyrsti leikur í undankeppni EM 2018 í dag - Byrjunarliðið komið - 27.9.2017

U17 ára lið karla leikur fyrsta leik sinn í undankeppni EM 2018 í dag þegar liðið mætir Finnlandi, en leikið er í Finnlandi. Leikurinn hefst klukkan 15:00. 

Lesa meira
 

KSÍ V námskeið 13.-15. október 2017 - 26.9.2017

Helgina 13.-15. október verður KSÍ V þjálfaranámskeið haldið í höfuðstöðvum KSÍ í Laugardal. Þátttökurétt hafa allir þjálfara sem lokið hafa KSÍ B þjálfaragráðu og fengu amk 70 stig í skriflega prófinu.

Lesa meira
 

KSÍ I þjálfaranámskeið í október - 26.9.2017

KSÍ mun halda tvö KSÍ I þjálfaranámskeið á höfuðborgarsvæðinu í október. Það fyrra verður helgina 13.-15. október og það síðara helgina 20.-22. október.

Lesa meira
 

KSÍ III námskeið haldið í janúar 2018 - 26.9.2017

Vinsamlegast athugið að KSÍ III þjálfaranámskeið sem halda átti í nóvember á þessu ári hefur verið fært aftur til janúar 2018, n.t.t. helgina 5.-7. janúar. Allar dagsetningar á námskeiðum sem nú þegar liggja fyrir má finna hér...

Lesa meira
 

U21 karla - Eyjólfur Sverrisson hefur valið hópinn fyrir leikina gegn Slóvakíu og Albaníu - 25.9.2017

Eyjólfur Sverrisson, landsliðsþjálfari U21 landsliðs karla, hefur valið hópinn sem mætir Slóvakíu 5. október og Albaníu 10. október í riðlakeppni EM19, en báðir leikirnir fara fram ytra.

Lesa meira
 

Pepsi deild kvenna - Leikur Breiðabliks og Grindavíkur færður - 24.9.2017

Leikur Breiðabliks og Grindavíkur, sem átti að fara fram föstudaginn 29. september klukkan 16:15, hefur verið færður á fimmtudaginn 28. september og verður hann leikinn klukkan 16:15 á Kópavogsvelli.

Lesa meira
 

Pepsi deild karla - Næstsíðasta umferðin fer fram í dag - 24.9.2017

Næstsíðasta umferð Pepsi deildar karla fer fram sunnudaginn 24. september og hefjast allir leikirnir klukkan 14:00. ÍA er nú þegar fallið og gætu Víkingur Ólafsvík fylgt þeim niður ef önnur úrslit verða þeim óhagstæð.

Lesa meira
 

FYLKIR er Inkassso-deildarmeistari 2017 - 23.9.2017

Fylkir varð i dag Inkasso-deildarmeistari 2017 en liðið vann 2-1 sigur á ÍR í lokaumferðinni á meðan Keflavík tapaði 2-1 gegn HK. Fylkir er því meistari með 48 stig.

Lesa meira
 

Pepsi deild kvenna - Þór/KA getur tryggt sér titilinn - 22.9.2017

Næstsíðasta umferð Pepsi deildar kvenna er leikin föstudaginn 22. september og laugardaginn 23. september. Þór/KA getur þar tryggt sér titilinn með sigri í sínum leik, eða ef Breiðablik vinnur ekki Stjörnuna.

Lesa meira
 

Inkasso - Síðasta umferð deildarinnar fer fram laugardaginn 23. september - 22.9.2017

Síðasta umferð Inkasso-deildarinnar fer fram laugardaginn 23. september og hefjast allir leikirnir klukkan 14:00. Ljóst er að Keflavík og Fylkir fara upp í Pepsi deildina og Grótta og Leiknir F. falla í 2. deild. Það er þó enn óráðið hvort Fylkir eða Keflavík vinna titilinn.

Lesa meira
 

Pepsi deild karla - Fjölnir mætir FH í dag - 21.9.2017

Einn leikur er í Pepsi deild karla í dag, en um er að ræða viðureign sem var frestað í 15. umferð. Fjölnir taka á móti FH á Extra vellinum í Grafarvogi og hefst leikurinn klukkan 16:30.

Lesa meira
 

Dómur áfrýjunardómstóls KSÍ í máli Stjörnunnar gegn Breiðablik - 19.9.2017

Áfrýjunardómstóll KSÍ hefur staðfest úrskurð aga- og úrskurðarnefndar í kærumáli nr. 7/2017, Stjarnan gegn Breiðablik, en Stjarnan hafði áfrýjað úrskurði nefndarinnar um að úrslit í leik Breiðablik 1 gegn Stjörnunni í Íslandsmóti  4. flokks kvenna a-liða skyldu standa óbreytt.

Lesa meira
 
Íslenskir stuðningsmenn á Laugardalsvellinum

Ísland - Kósóvó : Miðar fyrir handhafa A og DE skírteina - 19.9.2017

Handhafar A og DE skírteina frá KSÍ fá afhenta aðgöngumiða á leik Íslands og Kósóvó í undankeppni HM A landsliða karla, fimmtudaginn 21. september frá kl.12:00 á hádegi til kl. 16:00, eða á meðan birgðir endast. Miðarnir verða afhentir á skrifstofu KSÍ gegn framvísun skírteinis.

Lesa meira
 

Valur Íslandsmeistari 2017 - 19.9.2017

Valur er Íslandsmeistari karla í knattspyrnu en ekkert lið getur náð Val að stigum þegar tvær umferðir eru eftir af Pepsi-deildinni. Valur er með 44 stig eða 9 stiga forskot í deildinni en Stjarnan kemur næst með 35 stig og þá FH með 34 stig.

Lesa meira
 

Alþjóðaleikar Asparinnar fóru fram 16. september í Egilshöll - 19.9.2017

Alþjóðaleikar íþróttafélagsins Asparinnar fóru fram 16. september síðastliðinn í Egilshöll. Á mótinu kepptu 12 lið og var leikið í tveimur riðlum. Þess má geta að gestalið komu frá Færeyjum og eyjunni Mön, einnig keppti 4. flokkur Fjölnis sem gestalið.

Lesa meira
 

A kvenna - 8-0 sigur á Færeyjum í fyrsta leik í undankeppni HM 2019 - 18.9.2017

Ísland vann stórsigur á Færeyjum í kvöld, en leikurinn endaði 8-0 fyrir Ísland. Stelpurnar stjórnuðu leiknum frá upphafi og var aldrei spurning hvaða lið myndi enda sem sigurvegari í lok leiks.

Lesa meira
 

A kvenna - Byrjunarlið Íslands gegn Færeyjum - 18.9.2017

Freyr Alexandersson hefur valið þá 11 leikmenn sem hefja leik gegn Færeyjum í dag. Þetta er fyrsti leikur Íslands í undankeppni HM 2019.

Lesa meira
 

UEFA Pro þjálfaranámskeið í Svíþjóð - 18.9.2017

KSÍ og Knattspyrnusamband Svíþjóðar hafa komist að samkomulagi um að einn íslenskur þjálfari, með KSÍ A þjálfararéttindi, fái að sitja næsta UEFA Pro þjálfaranámskeið Svía. Námskeiðið hefst í janúar 2018.

Lesa meira
 

Hæfileikamótun KSÍ og N1 á Suðurlandi - 18.9.2017

Hæfileikamótun KSÍ og N1 fer fram á Selfossi föstudaginn 22. september. Æfingarnar eru fyrir stelpur sem eru fæddar 2003 og 2004. Það er Dean Martin sem fer fyrir verkefninu. 

Lesa meira
 

Hæfileikamótun N1 og KSÍ í Reykjavík - 18.9.2017

Hæfileikamótun KSÍ og N1 fyrir stelpur og drengi á höfuðborgarsvæðinu verður í Egilshöll laugardaginn 23. september og sunnudaginn 24. september. Eru þetta æfingar fyrir 2003 og 2004 árganga.

Lesa meira
 

U19 kvenna - Tap fyrir Þjóðverjum í síðasta leik, 0-1 - 18.9.2017

U19 ára lið kvenna lék á mánudaginn síðasta leik sinn í undanriðli sínum fyrir EM 2018. Mótherjar liðsins í dag voru Þýskaland og tapaðist leikurinn 0-1.

Lesa meira
 

Stuðningsmannasvæði fyrir leik Íslands og Færeyja - 18.9.2017

Stuðningsmannasvæði eða Fan Zone verður fyrir leik Íslands gegn Færeyjum í dag, þar sem áhorfendur geta hitað upp fyrir leikina og byggt upp stemningu.

Lesa meira
 
Við erum öll í íslenska landsliðinu!

Undankeppni HM - Ísland mætir Færeyjum kl. 18:15 - Leikskrá - 18.9.2017

Ísland mætir Færeyjum í undankeppni HM 2019 í kvöld og fer leikurinn fram á Laugardalsvelli.  Leikurinn hefst kl. 18:15 og er frítt á völlinn.  Þetta er fyrsti leikur Íslands í þessari undankeppni og jafnframt í fyrsta skiptið sem þessar þjóðir mætast í mótsleik hjá A landsliði kvenna.

Lesa meira
 

Pepsi deild karla - Leik Víkings Ólafsvíkur og Víkings Reykjavíkur frestað - 17.9.2017

Leik Víkings Ó og Víkings R í Pepsi-deild karla sem vera átti í dag hefur verið frestað til morguns.

Lesa meira
 

Pepsi deild karla - Fimm leikir í dag - 17.9.2017

Fimm leikir fara fram í Pepsi deild karla í dag og getur Valur orðið Íslandsmeistari með sigri í leik sínum gegn Fjölni.

Lesa meira
 

KSÍ styrkir söfnunarátak Á allra vörum - 15.9.2017

Leikmenn og þjálfarar A landsliðs kvenna fengu í dag varaglossa að gjöf frá KSÍ. Varaglossarnir eru frá Á allra vörum sem nú standa að söfnunarátaki áttunda sinn.

Lesa meira
 

A kvenna - Fyrsti leikur í undankeppni HM 2019 - 15.9.2017

A landslið kvenna spilar sinn fyrsta leik í undankeppni HM 2019, og sinn fyrsta síðan liðið lék á EM í sumar, mánudaginn 18. september. Mótherjar liðsins í þeim leik eru Færeyjar, en þær eru að taka þátt í undankeppni stórmóts í fyrsta sinn.

Lesa meira
 

U17 karla - Lokahópurinn fyrir EM í Finnlandi - 14.9.2017

Þorlákur Árnason, þjálfari U17 ára landsliðs karla, hefur valið lokahópinn sem keppir í undankeppni EM í Finnlandi dagana 25. september til 4. október nk. Í hópnum eru 2 nýliðar.

Lesa meira
 
ÍR

Knattspyrnudeild ÍR óskar eftir að ráða þjálfara í yngstu flokka deildarinnar - 14.9.2017

Barna og unglingaráð (BUR) Knattspyrnudeildar. ÍR óskar eftir að ráða þjálfara í yngstu flokka deildarinnar. Um er að ræða meðþjálfara hjá 5., 6. og 7. flokkum drengja.

Lesa meira
 

Pepsi deild karla - Heil umferð í dag - 14.9.2017

Heil umferð fer fram fimmtudaginn 14. september í Pepsi deild karla og gæti Valur orðið Íslandsmeistari með hagstæðum úrslitum.

Lesa meira
 

Bílastæði af skornum skammti fyrir Breiðablik - KR - 13.9.2017

Eins og flestum er kunnugt um er Sjávarútvegssýningin í fullum gangi þessa dagana í Smáranum Kópavogi og því verða bílastæði af skornum skammti fyrir leik Breiðabliks og KR í Pepsí deild karla sem fram fer á morgun, fimmtudaginn 14. september.

Lesa meira
 

Úrskurður í máli Stjörnunnar gegn Breiðablik - 13.9.2017

fundi sínum, 12. september síðastliðinn, tók aga- og úrskurðarnefnd KSÍ fyrir mál nr. 7/2017, Stjarnan gegn Breiðablik, vegna leiks liðanna í úrslitakeppni Íslandsmóts í 4. flokki kvenna þann 6. september 2017.

Lesa meira
 

Uppselt á leik Íslands og Kósóvó - 12.9.2017

Uppselt er á leik Íslands og Kósóvó sem fram fer á Laugardalsvelli, mánudaginn 9. október, kl. 18:45. Miðasala fór fram í gegnum miðasölukerfi hjá midi.is og varð uppselt á skömmum tíma eftir að sala hófst.

Lesa meira
 

Árleg skýrsla um milliliði fyrir apríl 2016 til apríl 2017 - 11.9.2017

Í lok marsmánaðar á hverju almanaksári birtir Knattspyrnusamband Íslands opinberlega á heimasíðu sinni, nöfn allra milliliða sem skráðir eru ásamt yfirliti yfir gerninga sem þeir hafa komið að.

Lesa meira
 
Þorvaldur Árnason

Þorvaldur Árnason dæmir erlendis í vikunni - 11.9.2017

Þorvaldur Árnason mun í vikunni dæma leik Liverpool og Sevilla í UEFA Youth League. Leikurinn fer fram í Birkenhead í Englandi. Aðstoðardómarar Þorvaldar í leiknum verða þeir Birkir Sigurðarson og Andri Vigfússon.

Lesa meira
 

Miðasala á leik Íslands og Kósóvó hefst í dag - J, K og L hólf fara einnig í sölu - 11.9.2017

Miðasala á leik Íslands og Kósóvó í undankeppni HM hefst þriðjudaginn 12. september kl. 12:00 á hádegi á miði.is. Þess má geta að miðar í hólf J, K og L fara einnig í sölu til íslenskra stuðningsmanna og eru því fleiri miðar í boði á leikinn.

Lesa meira
 

ÍBV Borgunarbikarmeistari 2017 - 9.9.2017

ÍBV varð í dag Borgunarbikarmeistari kvenna eftir 3-2 sigur á Stjörnunni í framlengdum leik. ÍBV skoraði fyrsta mark leiksins eftir aðeins fjögurra mínútna leik en þar var að verki Cloé Lacasse.

Lesa meira
 

Úrskurður í máli Aftureldingar gegn Selfossi - 9.9.2017

Á fundi sínum, 5. september síðastliðinn, tók aga- og úrskurðarnefnd KSÍ fyrir mál nr. 5/2017, Afturelding gegn Selfossi, vegna leiks liðanna í 3. flokki karla þann 16. ágúst 2017. Kærandi taldi kærða hafa teflt fram ólöglega skipuðu liði.

Lesa meira
 

KSÍ I þjálfaranámskeið á Reyðarfirði - 9.9.2017

Knattspyrnusamband Íslands mun halda KSÍ I þjálfaranámskeið á Reyðarfirði helgina 29. september - 1. október nk. Námskeiðið fer fram í Grunnskóla Reyðarfjarðar og í Fjarðabyggðahöllinni.

Lesa meira
 

Pepsi deild karla - Heil umferð um helgina - 9.9.2017

Heil umferð fer fram í Pepsi deild karla á laugardag og sunnudag. Tveir leikir eru spilaðir á laugardag og einn á sunnudag.

Lesa meira
 

Hæfileikamótun KSÍ og N1 - Vesturland - 8.9.2017

Hæfileikamótun KSÍ og N1 fer fram á Akranesi sunnudaginn 17 september . Æfingarnar eru fyrir drengi og stúlkur sem eru fædd 2003 og 2004. Það er Dean Martin sem fer fyrir verkefninu. 

Lesa meira
 

U17 kvenna - Hópurinn sem mætir Aserbaijan - 8.9.2017

Jörundur Áki Sveinsson, landsliðsþjálfari U17 landsliðs kvenna, hefur valið hóp sem leikur í Undankeppni Evrópumótsins í Aserbaijan um næstu mánaðamót.

Lesa meira
 

Bikarúrslitaráðstefnu aflýst - 7.9.2017

Ráðstefnan sem fyrirhuguð var í tengslum við Bikarúrslitaleik kvenna á laugardaginn hefur verið blásin af. Ástæðan er lítil þátttaka. Lesa meira
 

Inkasso - Keflavík getur tryggt sér sæti í Pepsi deild karla - 7.9.2017

Heil umferð fer fram í vikunni í Inkasso-deildinni og eru fjórir leikir í dag, fimmtudag. Keflavík á möguleika á því að tryggja sér sæti í Pepsi deild karla.

Lesa meira
 

Úrslitaleikur Borgunarbikars kvenna - Stjarnan og ÍBV mætast í dag - 6.9.2017

Stjarnan og ÍBV mætast í úrslitaleik Borgunarbikars kvenna á Laugardalsvelli i dag. Hefst leikurinn klukkan 17:00.

Lesa meira
 

Ísland er með í FIFA 18 tölvuleiknum - 6.9.2017

Samningar hafa náðst á milli EA SPORTS™ og KSÍ um að íslenska karlalandsliðið verði með í FIFA 18 sem er einn vinsælasti tölvuleikur í heimi. Þetta eru góðar fréttir fyrir þá tugi þúsunda spilara sem að spila leikinn hér á landi og auðvitað hina fjölmörgu FIFA spilara um allan heim sem hafa hrifist af leik og árangri liðsins undanfarin misseri.

Lesa meira
 

A karla - Frábær 2-0 sigur á Úkraínu - 5.9.2017

Ísland vann í kvöld frábæran 2-0 sigur á Úkraínu á Laugardalsvelli. Gylfi Sigurðsson skoraði bæði mörk liðsins, fyrra strax í byrjun fyrri hálfleiks og hið seinna á 66. mínútu. Með sigrunum er Ísland komið að nýju upp að hlið Króatíu í efsta sæti riðilsins með 16 stig.

Lesa meira
 

A karla - Byrjunarlið Íslands gegn Úkraínu - 5.9.2017

Heimir Hallgrímsson hefur valið þá 11 leikmenn sem hefja leik gegn Úkraínu í dag. Heimir gerir tvær breytingar á liðinu frá leiknum í Finnlandi á laugardaginn. Sverrir Ingi Ingason kemur í vörnina í stað Kára Árnasonar og Jón Daði Böðvarsson verður fremsti maður í stað Alfreðs Finnbogasonar.

Lesa meira
 

U19 karla - Ísland vann Wales 1-0 - 4.9.2017

U19 ára landslið karla mætti í dag Wales í æfingaleik, en liðin mættust einnig á laugardaginn síðasta og hafði Ísland þá 4-0 sigur. Ísland vann leikinn 1-0 og var það Ástbjörn Þórðarson sem skoraði mark liðsins.

Lesa meira
 

U21 karla - 2-3 tap í fyrsta leik gegn Albaníu - 4.9.2017

U21 árs landslið karla tapaði fyrsta leik sínum í undankeppni EM 2019 í dag, 2-3 gegn Albaníu.

Lesa meira
 

A karla - Ísland mætir Úkraínu í dag - 4.9.2017

Ísland mætir í dag Úkraínu á Laugardalsvelli í undankeppni HM 2018. Hefst leikurinn klukkan 18:45 og fer hann fram á Laugardalsvelli.

Lesa meira
 

Hæfileikamótun KSÍ og N1 - Suðurland - 4.9.2017

Hæfileikamótun KSÍ og N1 fer fram í Selfoss föstudaginn 8. sept.  Æfingarnar eru fyrir stráka sem eru fæddir 2003 og 2004. Það er Dean Martin sem fer fyrir verkefninu. 

Lesa meira
 

Pepsi deild kvenna - 16. umferð fer fram í vikunni - 4.9.2017

16. umferð Pepsi deildar kvenna fer fram mánudaginn 4. september og miðvikudaginn 6. september. Tveir leikir eru í dag, mánudag, og þrír á miðvikudaginn.

Lesa meira
 

Samstarfsverkefni KSÍ og Knattspyrnusambands Hong Kong - 4.9.2017

Nýverið komust KSÍ og Knattspyrnusamband Hong Kong að samkomulagi um samstarf sín á milli. Markmið samstarfsins er að víkka sjóndeildarhring beggja þjóða, skiptast á hugmyndum er snúa að þjálfaramenntun og þjálfun ungra leikmanna, aðferðum og innihaldi í þeim efnum og að þjóðirnar aðstoði hvor aðra við þróun fótboltans í löndunum tveimur.

Lesa meira
 

U19 karla - Ísland mætir Wales í dag - 4.9.2017

U18 ára landslið karla mætir í dag Wales í æfingaleik, en liðið mætust einnig á laugardaginn síðasta og hafði Ísland þá 4-0 sigur. Leikurinn í dag hefst klukkan 16:00 að íslenskum tíma og fer hann fram á Corbett Sport Stadium í Rhyl.

Lesa meira
 

Stuðningsmannasvæði (Fan Zone) við Laugardalsvöll fyrir leikinn gegn Úkraínu - 4.9.2017

Stuðningsmannasvæði eða Fan Zone verður fyrir leik Íslands gegn Úkraínu 5. september, þar sem áhorfendur geta hitað upp fyrir leikina og byggt upp stemningu.

Lesa meira
 

Fótbolti án aðgreiningar / Football without restrictions - 3.9.2017

16. september nk. fer fram alþjóðlegt knattspyrnumót í Egilshöll sem ber yfirskriftina Fótbolti án aðgreiningar / Football without restrictions. Íþróttafélagið Ösp, Íþróttasamband fatlaðra og Knattspyrnusamband Íslands standa að mótinu í sameiningu og eru keppendur bæði fatlaðir og ófatlaðir.

Lesa meira
 

A karla - Viðar Örn kallaður í hópinn - 3.9.2017

Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari, hefur kallað Viðar Örn Kjartansson inn í hópinn sem mætir Úkraínumönnum á Laugardalsvelli, þriðjudaginn 5. september.  Viðar Örn kemur í hópinn í stað Rúriks Gíslasonar sem tekur út leikbann vegna brottvísunar í leiknum gegn Finnum. Lesa meira
 

A karla - Tap í Finnlandi - 2.9.2017

Íslenska landsliðið tapaði 1-0 í Finnlandi í undankeppni HM 2018. Eina mark leiksins kom á 8. mínútu en það var Alexander Ring sem skoraði beint úr aukaspyrnu. Íslenska liðið sótti stíft í leiknum og átti góð tækifæri til að jafna metin en inn vildi boltinn ekki.

Lesa meira
 

U19 karla - 4-0 sigur á Wales í dag - 2.9.2017

U19 ára landslið karla lék í dag æfingaleik við Wales, en leikið var á Corbett Sport Stadium í Rhyl. Leikurinn endaði með 4-0 sigri Íslands.

Lesa meira
 

A karla - Byrjunarlið Íslands gegn Finnum - 2.9.2017

Ísland leikur við Finnland klukkan 16:00 og er byrjunarlið Íslands hefur verið opinberað:

Lesa meira
 

KSÍ I þjálfaranámskeið í september - 1.9.2017

Knattspyrnusamband Íslands mun halda KSÍ I þjálfaranámskeið á höfuðborgarsvæðinu helgina 22.-24. september.

Lesa meira
 

U21 karla - Ísland leikur fyrsta leik sinn í undankeppni EM 2019 - Byrjunarlið Íslands komið - 1.9.2017

U21 árs lið Íslands leikur sinn fyrsta leik í undankeppni EM 2019 á morgun þegar liðið mætir Albaníu. Leikurinn fer fram á Víkingsvelli mánudaginn 4. september og hefst hann klukkan 17:00.

Lesa meira
 

Meistaradeild kvenna - Stjarnan mætir Rossijanka frá Rússland í 32 liða úrslitum - 1.9.2017

Dregið var í 32 liða úrslit Meistaradeildar kvenna í dag og var Stjarnan í neðri styrkleikaflokki. Garðbæingar drógust gegn Rossijanka frá Rússlandi.

Lesa meira
 

Úrslitakeppnir yngri flokka hefjast um helgina - 1.9.2017

Úrsiltakeppnir yngri flokka hefjast um helgina og er leikið á völlum um allt land. Í fréttinni má finna upplýsingar um úrslitakeppnir helgarinnar, en hægt verður að sjá framtíðarleikmenn landsins á völlum landsins.

Lesa meira
 

Úrslitakeppni 4. deildar karla hefst um helgina - 1.9.2017

Úrslitakeppni 4. deildar karla hefst um helgina, laugardaginn 2. september, og fara fram fjórir leikir klukkan 14:00.

Lesa meira
 

Úrskurður í máli Vals gegn Fjölni - 1.9.2017

Á fundi sínum, 1. september síðastliðinn, tók aga- og úrskurðarnefnd KSÍ fyrir mál nr. 6/2017, Valur gegn Fjölni, vegna leiks liðanna í 5. flokki karla þann 26. ágúst 2017. Kærandi taldi kærða hafa teflt fram ólöglega skipuðu liði. 

Lesa meira
 

Úrskurður í máli Fylkis og ÍBV - 1.9.2017

Á fundi sínum, 22. ágúst síðastliðinn, tók aga- og úrskurðarnefnd KSÍ fyrir mál nr. 4/2017, Fylkir gegn ÍBV, vegna leiks liðanna í 2. flokki kvenna þann 1. ágúst 2017. Kærandi taldi kærða hafa teflt fram ólöglega skipuðu liði.

Lesa meira
 

A karla - Ísland mætir Finnlandi á laugardag - 1.9.2017

A-landslið karla mætir Finnlandi á morgun, laugardaginn 2. september, í undankeppni HM 2018. Leikurinn fer fram í Tampere í Finnlandi og hefst klukkan 16:00 að íslenskum tíma.

Lesa meira
 
Áhorfendur á Ísland-Tyrkland

Ósóttir miðar afhentir á Passion í Tampere - 1.9.2017

Nokkuð er um ósóttar miðapantanir á leik Finnlands og Íslands í undankeppni HM en leikið verður í Tampere á morgun, laugardaginn 2. september.  Stuðningsmenn Íslands ætla að hittast á veitingastaðnum Passion og þar geta þeir sem eiga eftir að sækja sína miða  nálgast þá á milli kl. 13 - 15. Lesa meira
 
Þóroddur Hjaltalín

Þóroddur dæmir í Noregi - 1.9.2017

Þóroddur Hjaltalín mun dæma leik Noregs og Ísrael í undankeppni EM U21 karla, en leikið verður í Drammen í Noregi. Þóroddi til aðstoðar verða þeir Frosti Viðar Gunnarsson og Birkir Sigurðarson. Fjórði dómari leiksins verður Ívar Orri Kristjánsson.

Lesa meira
 

Þorvaldur dæmir hjá Gíbraltar - 31.8.2017

Þorvaldur Árnason mun dæma leik Gíbraltar og Bosníu og Herzegovinu í undankeppni HM 2018, en leikið verður í Faro sunnudaginn 3. september. Þorvaldi til aðstoðar verða þeir Jóhann Gunnar Guðmundsson og Gylfi Már Sigurðsson, en fjórði dómari er Gunnar Jarl Jónsson.

Lesa meira
 

U17 karla - Æfingahópur vegna undirbúnings fyrir undankeppni Evrópumótsins - 31.8.2017

Þorlákur Árnason, landsliðsþjálfari U17 karla, hefur valið eftirfarandi leikmenn til þátttöku á æfingum dagana 8.- og 9.september. Eru æfingarnar liður í undirbúningi fyrir undankeppni Evrópumótsins, en Ísland mun leika í Finnlandi.

Lesa meira
 

Hæfileikamótun N1 og KSÍ á Norðurlandi - 31.8.2017

Þessa dagana er Hæfileikamótun N1 og KSÍ að fara af stað og er það Dean Martin sem fer fyrir verkefninu. Verður hún föstudaginn 1. september á Akureyri.

Lesa meira
 

Pepsi kvenna - 15. umferð klárast með fjórum leikjum - 30.8.2017

15. umferð Pepsi deildar kvenna klárast í dag, miðvikudaginn 30. ágúst, með fjórum leikjum.

Lesa meira
 

Inkasso - heil umferð í vikunni - 30.8.2017

Heil umferð fer fram í vikunni í Inkasso-deildinni og hefst hún í dag með fjórum leikjum, en einnig er leikið á fimmtudag og laugardag.

Lesa meira
 

Útskrift af nýrri þjálfaragráðu - 30.8.2017

Sunnudaginn 27. ágúst útskrifuðust 11 þjálfarar með KSÍ Afreksþjálfun Unglinga (UEFA Elita A Youth) þjálfaragráðu. Eins og nafnið gefur til kynna er efni námskeiðsins helgað því hvernig vinna skuli með efnilegum leikmönnum á aldrinum 15-19 ára.

Lesa meira
 

Ungmennadeild UEFA - Breiðablik mætir Legia Varsjá - 29.8.2017

Í dag var dregið í fyrstu umferð Ungmennadeildar UEFA en dregið var í höfuðstöðvum UEFA.  Breiðablik er fulltrúi Íslands í keppninni, sem Íslandsmeistari í 2. flokki karla, og drógust gegn Legia Varsjá frá Póllandi.

Lesa meira
 
A landslið kvenna

A kvenna - Hópurinn sem mætir Færeyjum í undankeppni HM - 29.8.2017

Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari, hefur valið hópinn sem mætir Færeyjum í undankeppni HM.  Leikið verður á Laugardalsvelli, mánudaginn 18. september kl. 18:15 en þetta er fyrsti leikur íslenska liðsins í undankeppni fyrir HM í Frakklandi 2019.

Lesa meira
 

A karla – Landsliðið er mætt til Finnlands - 28.8.2017

Leikmenn A landsliðs karla eru nú komnir til Finnlands og dvelja næstu daga í Helsinki þar sem liðið undirbýr sig fyrir leikina mikilvægu gegn Finnlandi og Úkraínu í undankeppni HM 2018.

Lesa meira
 

Vilhjálmur Alvar og Oddur Helgi dæma á móti í Finnlandi - 28.8.2017

Vilhjálmur Alvar Þórarinsson dómari og Oddur Helgi Guðmundsson aðstoðardómari verða næstu dag við störf í vináttumóti U19 landsliða karla. Mótið sem þeir eru að dæma á fer fram í Finnlandi og auk heimamanna taka þátt lið Hollands, Belgíu og Portúgal.

Lesa meira
 
Stjarnan

Meistaradeild kvenna - Stjarnan í 32 liða úrslit - 28.8.2017

Stjarnan tryggði sér sæti í 32 liða úrslitum Meistaradeildar kvenna í dag þegar liðið lagði Osijek frá Króatíu í lokaumferð undanriðilsins sem leikinn var í Króatíu.  Lokatölur urðu 0 - 1 fyrir Stjörnuna eftr að markalaust var í leikhléi.  Katrín Ásbjörnsdóttir skoraði sigurmarkið á 69. mínútu leiksins.

Lesa meira
 

A karla - Ósóttir miða á leikinn gegn Finnlandi - 28.8.2017

KSÍ vill benda miðakaupendum að enn eru ósóttir miðar fyrir leikinn gegn Finnlandi á skrifstofu KSÍ. Síðasti dagur til að sækja þá er á morgun, þriðjudaginn 29. ágúst.

Lesa meira
 

U-18 karla - Ísland endaði í 4. sæti á móti í Tékklandi - 28.8.2017

U-18 ára landslið karla tók í síðustu viku þátt í átta liða móti í Tékklandi þar sem það var í riðli með Tékklandi, Slóvakíu og Úkraínu. Ísland endaði mótið í 4. sæti, eftir tap fyrir Bandaríkjunum í leik um 3.-4. sæti.

Lesa meira
 

Meistaradeild kvenna - Stjarnan leikur síðasta leik sinn í dag - 28.8.2017

Stjarnan leikur í dag þriðja, og síðasta, leik sinn í sínum riðli í forkeppni Meistaradeildar Evrópu. Leikur dagsins er gegn ZNK Osijek, en riðillinn fer einmitt fram á heimavelli þess í Króatíu. Hefst leikurinn klukkan 15:00.

Lesa meira
 

Heil umferð í Pepsi deild karla í dag - 27.8.2017

Það fer fram heil umferð í Peps deild karla í dag, en einnig eru leikir í Pepsi deild kvenna, 1. deild kvenna og 2. deild kvenna.

Lesa meira
 

A karla – Hópurinn sem mætir Finnlandi og Úkraínu - 25.8.2017

Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari, hefur valið hópinn sem mætir Finnlandi og Úkraínu í undankeppni HM 2018. Leikurinn gegn Finnum fer fram í Tampere laugardaginn 2. september og hefst kl. 16:00 að íslenskum tíma en leikurinn gegn Úkraínu verður á Laugardalsvelli þriðjudaginn 5. september kl. 18:45.

Lesa meira
 

Meistaradeild kvenna - Stjarnan leikur gegn ZFK Istanov í dag - 25.8.2017

Stjarnan leikur í dag annan leik sinn í sínum riðli í forkeppni Meistaradeildar Evrópu. Í fyrsta leik sínum unnu þær KÍ frá Færeyjum 9-0, en í dag mæta þær ZFK Istanov frá Makedóníu. Þær töpuðu fyrsta leik sínum 7-0 fyrir Osijek.

Lesa meira
 

U19 kvenna - Hópurinn valinn fyrir undankeppni Evrópumótsins - 24.8.2017

Þórður Þórðarson, landsliðsþjálfari U-19 kvenna, hefur valið landsliðshópinn sem leikur í undankeppni Evrópumótsins sem leikinn verður í Þýskalandi 10.-19. september næstkomandi.

Lesa meira
 

Evrópudeildin - FH mætir Braga í seinni leik liðanna í dag - 24.8.2017

FH mætir í dag Braga í seinni leik liðanna í lokaumferð forkeppni Evrópudeildarinnar, en leikið er á Estadio Municipal de Braga í Braga. Hefst leikurinn klukkan 18:45.

Lesa meira
 

Ráðningarferli knattspyrnuþjálfara, atriði til íhugunar - 23.8.2017

Nú líður að háannatímabili í ráðningarmálum knattspyrnuþjálfara. Af því tilefni vill stjórn Knattspyrnuþjálfarafélags Íslands (KÞÍ) beina nokkrum atriðum/heilræðum til þjálfara og íþróttafélaga við ráðningarferli þjálfara.

Lesa meira
 

Félög hvött til þess að fara yfir leikskýrsluskráningar - 23.8.2017

Nú fer að síga á seinni hlutann í riðlakeppni Íslandsmóta yngri flokka og eru því úrslitakeppnir handan við hornið.  Mikilvægt er að félög séu með leikskýrsluskráningar á hreinu og vandi til verka þar, ekki síst þau félög sem eru líkleg til að vera í úrslitakeppnum.  Lesa meira
 
Knattspyrna á Íslandi

4. deild karla - Hvaða félög fara í úrslitakeppnina? - 23.8.2017

Línur eru farnar að skýrast í 4. deild karla en ennþá er hart barist um sæti í úrslitakeppninni. Lokaleikir riðlakeppninnar fara fram núna um komandi helgi og eftir hana verður ljóst hvaða félög mætast í 8 liða úrslitum og keppa um 2 sæti í 3. deild karla að ári. Lesa meira
 

U18 karla - Góður sigur á Slóvökum - 23.8.2017

Strákarnir í U18 lögðu Slóvaka í öðrum leik sínum á Tékklandsmótinu og urðu lokatölur 3 - 0 eftir að íslenska liðið hafði leitt með tveimur mörkum í leikhléi.  Dagur Dan Þórhallsson skoraði 2 mörk úr vítaspyrnum í fyrri hálfleik og Ágúst Hlynsson bætti við þriðja markinu undir lok leiksins. Lesa meira
 

Evrópudeild UEFA - FH sækir Braga heim - 23.8.2017

Íslandsmeistarar FH mæta Braga frá Portúgal í seinni viðureign félaganna í umspili fyrir riðlakeppni Evrópudeildar UEFA, fimmtudaginn 24. ágúst.  Leikið verður á Estadio Municipal vellinum í Braga og hefst leikurinn kl. 18:45 að íslenskum tíma.

Lesa meira
 
Merki Meistaradeildar UEFA kvenna

Meistaradeild UEFA - Stórsigur Stjörnunnar á Klakksvík - 23.8.2017

Stjarnan er um þessar mundir í Króatíu þar sem þær leika í undankeppni Meistaradeildar UEFA.  Fyrsti leikur Stjörnunnar var gegn Klakksvík frá Færeyjum og höfðu Stjörnustúlkur umtalsverða yfirburði í leiknum sem lyktaði með 9 - 0 sigri, eftir að staðan í leikhléi hafði verið 7 - 0. Lesa meira
 

Ósóttir miðar á Finnland - Ísland - 23.8.2017

Enn er nokkuð af miðum sem bíða afhendingar á leik Finnlands og Íslands í undankeppni HM en leikurinn fer fram í Tampere, laugardaginn 2. september.  Þeir sem keyptu miðana í gegnum miðasölukerfi hja midi.is þurfa að sækja miðana á skrifstofu KSÍ á Laugardalsvelli á milli 08:30 og 16:00. Lesa meira
 

Leikið gegn Tyrklandi á Eskişehir Yeni Stadyumu - 23.8.2017

Ísland leikur gegn Tyrklandi föstudaginn 6. október í undankeppni HM 2018. Tyrkir hafa nú staðfest hvar leikurinn fer fram, en hann verður á Eskişehir Yeni Stadyumu í Eskisehir.

Lesa meira
 

Úrslitaleikur Borgunarbikars kvenna verður laugardaginn 9. september - 23.8.2017

Ákveðið hefur verið að færa úrslitaleik Borgunarbikars kvenna af föstudeginum 8. september til laugardagsins 9. september. Er þetta gert til að auðvelda stuðningsmönnum ÍBV að mæta á leikinn.

Lesa meira
 

U18 karla - Tap í fyrsta leik gegn heimamönnum - 22.8.2017

Strákarnir í U18 töpuðu fyrsta leik sínum á Tékklandsmótinu í dag en leikið var gegn heimamönnum.  Lokatölur urðu 3 - 0 fyrir Tékka en það er skammt stórra högga á milli því að strákarnir eru aftur á ferðinni í fyrramálið þegar leikið verður gegn Slóvakíu.  Sá leikur hefst kl. 09:00 að íslenskum tíma.

Lesa meira
 

U21 karla - Hópurinn sem mætir Albaníu 4. september - 22.8.2017

Eyjólfur Sverrisson, landsliðsþjálfari U21 landsliðs karla, hefur valið hópinn sem mætir Albaníu í riðlakeppni EM19 á Vikingsvelli 4. september.

Lesa meira
 

ÍR óskar eftir að ráða þjálfara - 22.8.2017

Barna og unglingaráð (BUR) yngri flokka knd. ÍR óskar eftir að ráða þjálfara í yngstu flokka deildarinnar. Um er að ræða þjálfara í 5., 6. og 7. flokkum drengja. Lesa meira
 

Stjarnan hefur leik í dag í Meistaradeild kvenna - 22.8.2017

Stjarnan hefur í dag leik í forkeppni Meistaradeildar kvenna, en liðið er með KÍ frá Færeyjum, ZFK Istanov frá Makedóníu og ZNK Osijek frá Króatíu í riðli. Riðillinn er leikinn í Króatíu, en leikið er í dag, föstudaginn 25. ágúst og mánudaginn 28. ágúst.

Lesa meira
 

U18 karla - Ísland hefur leik í Tékklandi í dag - Byrjunarlið Íslands - 22.8.2017

Þorvaldur Örlygsson, landsliðsþjálfari U18 landsliðs karla, hefur valið landsliðshóp sem tekur þátt í alþjóðlegu móti í Tékklandi síðar í þessum mánuði.

Lesa meira
 
Áhorfendur á Ísland-Tyrkland

Ísland - Úkraína : Miðar fyrir handhafa A og DE skírteina - 21.8.2017

Handhafar A og DE skírteina frá KSÍ fá afhenta aðgöngumiða á leik Íslands og Úkraínu í undankeppni HM A landsliða karla, fimmtudaginn 24. ágúst frá kl. 12:00 á hádegi til kl. 16:00, eða á meðan birgðir endast. Miðarnir verða afhentir á skrifstofu KSÍ gegn framvísun skírteinis.

Lesa meira
 

Fjöldi leikja á knattspyrnuvöllum landsins um helgina - 19.8.2017

Það er nóg um að vera á knattspyrnuvöllum landsins um helgina.

Lesa meira
 
U19 landslið karla

U19 karla - hópur valinn fyrir leiki gegn Wales - 18.8.2017

Þorvaldur Örlygsson, landsliðsþjálfari U19 karla, hefur valið landsliðshóp sem leikur tvo vináttuleiki við Wales 2. og 4. september næstkomandi.

Lesa meira
 

FH tapaði 1-2 fyrir Braga á Kaplakrikavelli - 17.8.2017

FH tapaði í dag fyrri leik sínum gegn Braga í lokaumferð forkeppni Evrópudeildarinnar, 1-2.

Lesa meira
 

Úrskurður í máli Einherja gegn KA - 16.8.2017

Á fundi sínum, 15. ágúst síðastliðinn, tók aga- og úrskurðarnefnd KSÍ fyrir mál nr. 2/2017 Einherji gegn KA vegna leiks liðanna í 4. flokki kvenna. Kærandi taldi kærða hafa teflt fram ólöglega skipuðu liði.

Lesa meira
 

Uppselt er á leik Íslands og Úkraínu - 16.8.2017

Uppselt er á leik Íslands og Úkraínu sem fram fer á Laugardalsvelli, þriðjudaginn 5. september, kl. 18:45. Miðasala fór fram í gegnum miðasölukerfi hjá midi.is og varð uppselt á skömmum tíma eftir að sala hófst.

Lesa meira
 

Bryndís Einarsdóttir ráðin fjármálastjóri KSÍ - 16.8.2017

Bryndís Einarsdóttir hefur verið ráðin fjármálastjóri KSÍ og hefur hún störf 1. október næstkomandi. Bryndís var valin úr hópi rúmlega 70 umsækjenda um starfið en umsjón ráðningaferlisins var í höndum Capacent.

Lesa meira
 

Hæfileikamótun KSÍ og N1 - Suðurnes - 16.8.2017

Hæfileikamótun KSÍ og N1 fer fram í Grindavík föstudaginn 18. ágúst.  Æfingarnar eru fyrir stráka og stelpur sem eru fædd 2003 og 2004. Það er Dean Martin sem fer fyrir verkefninu. 

Lesa meira
 

FH mætir Braga í lokaumferð forkeppni Evrópudeildarinnar í dag - 16.8.2017

FH leikur fyrri leik sinn gegn Braga í síðustu umferð forkeppni Evrópudeildarinnar í dag. Leikurinn fer fram á Kaplakrikavelli og hefst klukkan 17:45.

Lesa meira
 

Stjarnan og ÍBV leika til úrslita í Borgunarbikar kvenna - 15.8.2017

ÍBV og Stjarnan munu leika til úrslita í Borgunarbikar kvenna, en leikurinn fer fram föstudaginn 8. september og hefst hann klukkan 19:15.

Lesa meira
 

Vel heppnuð bikarúrslitaráðstefna KSÍ og KÞÍ - 15.8.2017

KSÍ og KÞÍ stóðu fyrir ráðstefnu í tengslum við bikarúrslitaleik FH og ÍBV sem fram fór á laugardaginn. Dagskráin var metnaðarfull og um 50 þjálfarar mættu á ráðstefnuna. Aðalfyrirlesari þetta árið var Þjóðverjinn Bernd Stöber, en hann er yfirmaður þjálfaramenntunar hjá þýska knattspyrnusambandinu.

Lesa meira
 

Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst í dag, miðvikudaginn 16. ágúst - 14.8.2017

Miðasala á leik Íslands og Úkraínu í undankeppni HM hefst í dag, miðvikudaginn 16. ágúst, kl. 12:00 á hádegi. Leikurinn fer fram þriðjudaginn 5. september, kl. 18:45, á Laugardalsvelli og fer miðasalan fram í gegnum miðasölukerfi hjá www.midi.is.

Lesa meira
 

Fjórir leikir í Pepsi deild karla í dag - 13.8.2017

Fjórir leikir fara fram í Pepsi deild karla í dag, en einnig er leikið í 1. deild kvenna og 4. deild karla.

Lesa meira
 

Undanúrslit Borgunarbikars kvenna í dag - 12.8.2017

Undanúrslit í Borgunarbikars kvenna fara fram í dag og verður án efa hart barist. ÍBV og Grindavík mætast á Vestmannaeyjavelli klukkan 14:00 og Stjarnan og Valur mætast á Samsung vellinum klukkan 16:00. Sigurvegarar leikjanna mætast síðan í úrslitaleik þann 8. september á Laugardalsvelli.

Lesa meira
 

ÍBV Borgunarbikarmeistari karla árið 2017 - 12.8.2017

ÍBV sigraði FH 1-0 í úrslitaleik Borgunarbikars karla á Laugardalsvelli í dag. Vestmannaeyingar komu öflugir til leiks og höfðu yfirhöndina í fyrri hálfleiknum. Eina mark leiksins kom á 37. mínútu þegar Gunnar Heiðar Þorvaldsson skoraði eftir góða skyndisókn og frábæra sendingu frá Kaj Leo í Bartalsstovu.

Lesa meira
 

Leikskrá fyrir úrslitaleik Borgunarbikars karla - 12.8.2017

Út er komin leikskrá fyrir úrslitaleik Borgunarbikars karla sem fram fer í dag á Laugardalsvelli. Í leikskránni má finna upplýsingar um leikinn og liðin sem leika til úrslita.

Lesa meira
 

HM 2018 - Miðar á leik Íslands og Finnlands - 10.8.2017

Miðar sem keyptir voru á leik Íslands og Finnlands í undankeppni HM 2018 eru á leiðinni til landsins og mun afhending þeirra hefjast á þriðjudaginn næstkomandi, 15. ágúst.

Lesa meira
 

Bikarúrslitaráðstefna KÞÍ og KSÍ 12. ágúst 2017 - 10.8.2017

Líkt og undanfarin ár munu Knattspyrnuþjálfarafélag Íslands og Knattspyrnusamband Íslands standa fyrir veglegri ráðstefnu í tengslum við úrslitaleik Borgunarbikars karla sem fram fer laugardaginn 12. ágúst.

Lesa meira
 

Leikið til úrslita í Borgunarbikar karla í dag! - 9.8.2017

Úrslitaleikur Borgunarbikars karla fer fram í dag, 12. ágúst. Þar mætast FH og ÍBV á Laugardalsvelli, en leikurinn hefst klukkan 16:00.

Lesa meira
 

Dómarar frá Wales að störfum á leik ÍA - KR - 7.8.2017

Nick Pratt frá Wales dæmir leik ÍA og KR í Pepsi-deild karla þriðjudaginn 8. ágúst. Annar af aðstoðardómurunum kemur einnig frá Wales og heitir Ashley Davis.

Lesa meira
 

U16 karla - Noregur Norðurlandameistari - 5.8.2017

Noregur varð í dag Norðurlandameistari U16 karla eftir 4-1 sigur á Danmörku í úrslitaleik mótsins, en leikið var á Floridana-vellinum. Ísland lék um 5.-6. sætið gegn Finnlandi á Alvogen-vellinum og endaði sá leikur 2-2, en Finnar unnu síðan í vítaspyrnukeppni.

Lesa meira
 

Þúsundir skemmtu sér vel á The Super Match - 4.8.2017

Mörg þúsund manns skemmtu sér vel á Super Match á Laugardalsvelli í dag þar sem West Ham og Manchester City leiddu saman hesta sína.

Lesa meira
 

FH mætir Braga í lokaumferð forkeppni Evrópudeildarinnar - 4.8.2017

Búið er að draga í lokaumferð forkeppni Evrópudeildarinnar og voru FH í pottinum. Ljóst var fyrir drátt að mögulegir mótherjar þeirra væru Braga, Salzburg, Midtjylland, Athletic Bilbao eða Everton.

Lesa meira
 

U16 karla - Ísland tapaði fyrir Póllandi í dag - 3.8.2017

Ísland tapaði í dag 1-2 fyrir Póllandi í þriðja, og síðasta, leik riðlakeppninnar á opna Norðurlandamótinu en leikið var á Nesfisk-vellinum í Garði. Ísland endaði því í þriðja sæti riðilsins á eftir Noregi og Póllandi, en Noregur vann Norður Írland 3-2 í dag.

Lesa meira
 

Pepsi-deild kvenna – Leikur Grindavíkur og Stjörnunnar fer fram í dag - 3.8.2017

Vegna þátttöku Stjörnunnar í forkeppni Meistaradeildar kvenna fer leikur Grindavíkur og Stjörnunnar í Pepsi-deild kvenna fram í dag. Leikurinn hefst kl. 19:15 á Grindavíkurvelli.

Lesa meira
 

U16 karla - Ísland mætir Póllandi á Nesfisk-vellinum í dag - 3.8.2017

Þriðji, og síðasti, leikur strákanna okkar á Norðurlandamóti U16 ára landsliða fer fram á Nesfisk-vellinum í Garði í dag og hefst hann klukkan 16:00. Ísland mætir þá Póllandi, en með sigri mun Ísland spila úrslitaleik mótsins á laugardaginn.

Lesa meira
 

FH tapaði með gegn Maribor - 3.8.2017

FH tapaði seinni leik sinum við Maribor 0-1 á Kaplakrika og því samanlagt 2-0. FH er því úr leik í Meistaradeildinni en Maribor fer í umspil um sæti í riðlakeppni Meistaradeildarinnar.

Lesa meira
 

Opin æfing fyrir miðahafa The Super Match - 2.8.2017

Þeir sem hafa tryggt sér miða á stórleik Manchester City og West Ham sem fram fer á föstudaginn er boðið að mæta og horfa á æfingu hjá liðunum á morgun, fimmtudag. Liðin æfa á Laugardalsvelli og veitir aðgöngumiði aðgang í austur-stúku (nær Valbjarnarvelli) á æfingar liðanna, en gengið er inn í suðurenda stúkunnar.

Lesa meira
 

Breytingar á reglugerð - Viðræður við leikmenn - 2.8.2017

Á fundi stjórnar KSÍ 13. júlí sl. samþykkti stjórn KSÍ breytingar á reglugerð KSÍ um félagaskipti, samninga og stöðu leikmanna og félaga. Breytingar þessar eru til samræmis við samþykktir ársþings KSÍ 2016 og snúa að reglum um hvenær megi hefja viðræður við leikmenn.

Lesa meira
 

U16 karla - Ísland gerði jafntefli við Noreg - 1.8.2017

Opna Norðurlandamót U17 drengja hélt áfram í dag þegar 2. umferð riðlakeppninnar var leikin. Mótið fer fram hér á landi á Suðurnesjum og Suðurlandi.

Lesa meira
 

U16 karla – Ísland mætir Noregi í dag á Vogabæjarvelli - 1.8.2017

Annar leikur strákanna okkar á opna Norðurlandamóti U16 ára landsliða karla fer fram á Vogabæjarvelli í dag og hefst hann kl. 16:00. Ísland mætir þá Noregi en bæði liðin unnu fyrsta leik sinn í riðlinum sem fram fór á föstudag.

Lesa meira
 
Grindavík

Knattspyrnudeild Grindavíkur auglýsir eftir yfirþjálfara - 31.7.2017

Við leitum að metnaðarfullum, skipulögðum, áreiðanlegum og kraftmiklum einstaklingi með reynslu og menntun í knattspyrnuþjálfun. Umsækjendur þurfa að eiga auðvelt með mannleg samskipti og leita leiða til að efla en frekar yngri flokka starf félagsins.

Lesa meira
 

U17 karla - Strákarnir okkar byrjuðu með sigri - 30.7.2017

Opna Norðurlandamót U17 ára landsliða drengja hófst í dag en leikið var í báðum riðlum mótsins. Mótið fer fram hér á landi.

Lesa meira
 

Úrtökumót fyrir U16 stúlkna - 28.7.2017

Úrtökumót KSÍ fyrir stelpur fer fram á Akranesi, dagana 8. - 12. ágúst. Umsjón með mótinu hefur Dean Martin U16 þjálfari. Félög leikmanna og leikmenn eru beðin um að kynna sér eftirfarandi upplýsingar.

Lesa meira
 

Borgunarbikarinn og Pepsi deild karla í dag - 27.7.2017

Undanúrslit Borgunarbikars karla hefjast í dag með leik Stjörnunnar og ÍBV á meðan KR og Fjölnir mætast í Pepsi deild karla.

Lesa meira
 

EM 2017 - 0-3 tap í síðasta leik gegn Austurríki í Rotterdam - 26.7.2017

Ísland tapaði í kvöld 0-3 fyrir Austurríki í þriðja, og síðasta, leik sínum á EM 2017. Austurríki skoruðu tvö mörk í fyrri hálfleik og bættu því þriðja við undir lok leiksins.

Lesa meira
 

FH leikur við Maribor í forkeppni Meistaradeildarinnar í dag - 26.7.2017

FH leikur í dag fyrri leik sinn í 3. umferð forkeppni Meistaradeildarinnar. Mótherjar þeirra eru Maribor frá Slóveníu og fer leikur dagsins fram í Maribor. Hefst leikurinn klukkan 18:20 að íslenskum tíma. Lesa meira
 

EM 2017 - Byrjunarlið Íslands gegn Austurríki - 26.7.2017

Ísland leikur í dag þriðja, og síðasta, leik sinn á EM í Hollandi þegar það mætir Austurríki á Sparta Stadion í Rotterdam. Íslenska liðið hefur tapað báðum leikjum sínum til þessa og á því ekki möguleika að komast áfram.

Lesa meira
 

Norðurlandamót U17 drengja komið af stað - 25.7.2017

Norðurlandamót U17 drengja er hafið en það er að þessu sinni haldið á Íslandi. Fyrstu leikir mótsins eru í dag, sunnudag, en leikið er næstu daga hér á landi.

Lesa meira
 

EM 2017 - Upplýsingar um leik Íslands og Austurríkis í Rotterdam - 24.7.2017

Þriðji, og síðasti, leikur Íslands fer fram á Sparta Stadion Het Kasteel í Rotterdam. Þar mun íslenska liðið mæta Austurríki, en þær eru með fjögur stig og í góðum möguleika að fara áfram í 8 liða úrslit. Á vellinum leikur Sparta leiki sína, en hann tekur 11.000 manns í sæti.

Lesa meira
 

Undanúrslit Borgunarbikars karla í vikunni - 24.7.2017

Undanúrslit Borgunarbikars karla fara fram í vikunni og er leikið á fimmtudag og laugardag.

Lesa meira
 

EM 2017 - Freyr segir mikinn áhuga á leikmönnum Íslands - 24.7.2017

Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari, sagði á fjölmiðlafundi í dag að íslenska liðið gæti farið frá EM með höfuðið hátt. Freyr sagði á fundinum að íslenska liðið hafi lært marft á mótinu og leikmenn hafi vakið áhuga margara erlendra liða.

Lesa meira
 

EM 2017 - Frakkland og Austurríki gerðu jafntefli og Ísland því úr leik - 22.7.2017

Frakkland og Austurríki gerðu 1-1 jafntefli í kvöld og það er því ljóst að Ísland getur ekki tryggt sér áframhaldandi þátttöku á mótinu þrátt fyrir að eiga eftir leikinn gegn Austurríki. 

Lesa meira
 

EM 2017 - 1-2 tap gegn Sviss í Doetinchem - 22.7.2017

Ísland tapaði í dag fyrir Sviss, 1-2, í öðrum leik sínum á EM 2017. Fanndís Friðriksdóttir kom Íslandi yfir í fyrri hálfleik, áður en Sviss jafnaði metin rétt fyrir lok hálfleiksins. Þær svissnesku skoruðu síðan annað mark sitt í byrjun seinni hálfleiks og þar við sat.

Lesa meira
 

EM 2017 - Ísland mætir Sviss í dag - BYRJUNARLIÐ - 22.7.2017

Ísland leikur í dag annan leik sinn á EM í Hollandi þegar það mætir Sviss á De Vijverberg vellinum í Doetinchem.

Lesa meira
 
Pepsi-deildin

Breyttur leiktími á leik Víkings Ólafsvíkur og Vals - 20.7.2017

Vegna þáttöku Vals í 2. umferð forkeppni Evrópudeildarinnar hefur eftirfarandi leik verið breytt:

Lesa meira
 

EM 2017 - Upplýsingar um leik Íslands og Sviss í Doetinchem - 20.7.2017

Annar leikur Íslands fer fram á De Vijverberg vellinum í Doetinchem. Þar mun íslenska liðið mæta Sviss, en þær töpuðu fyrir Austurríki í fyrsta leik sínum, 0-1. Á vellinum leikur De Graafschap leiki sína, en völlurinn tekur 12.600 manns í sæti.

Lesa meira
 

Enskir dómarar að störfum hér á landi - 20.7.2017

Ensku dómararnir Peter Wright og Martin Coy verða að störfum hér á landi á næstum dögum, en þeir eru hér sem hluti af verkefni knattspyrnusambanda Íslands og Englands um dómaraskipti. Þeir munu dæma leiki í Inkasso-deildinni sem og verða aðstoðardómarar á leik í Pepsi-deild karla.

Lesa meira
 

Danskur dómari dæmir leik Þróttar og ÍR í Inkasso-deildinni - 20.7.2017

Danskir dómarar munu dæma leik Þróttar Reykjavíkur og ÍR í Inkasso-deildinni föstudaginn 21. júlí og fer leikurinn fram á Eimskipsvellinum í Laugardal. Jonas Hansen er dómari leiksins en annar af aðstoðardómurunum kemur einnig frá Danmörku og heitir Danny Kolding.

Lesa meira
 

KR og Valur leika í Evrópudeildinni í kvöld  - 20.7.2017

KR og Valur leika í dag seinni leiki sína í 2. umferð undankeppni Evrópudeildarinnar

Lesa meira
 

Breyttur leiktími á leik FH og Leiknis Reykjavíkur - 19.7.2017

Vegna þáttöku FH í 3. umferð forkeppni Meistaradeildar Evrópu hefur leik liðsins gegn Leikni Reykjavík í undanúrslitum Borgunarbikarsins verið breytt.

Lesa meira
 

EM 2017 - Forseti Íslands heimsótti stelpurnar í dag - 19.7.2017

Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, heimsótti stelpurnar okkar á hótelið eftir æfingu og snæddi með þeim hádegisverð. Létt var yfir forsetanum og voru stelpurnar hæstánægðar með heimsóknina.

Lesa meira
 

EM 2017 - Léttleiki á æfingu dagsins - 19.7.2017

Það var léttleiki á æfingu hjá stelpunum okkar í dag en liðið undirbýr sig nú af krafti fyrir leikinn gegn Sviss, en leikurinn fer fram í Doetinchem á laugardaginn næstkomandi.

Lesa meira
 

EM 2017 - Grátlegt 1-0 tap fyrir Frakklandi - 18.7.2017

Ísland tapaði í kvöld 1-0 fyrir Frakklandi í fyrsta leik liðanna á EM í Hollandi. Það var Eugenie Le Sommer sem skoraði sigurmark Frakka af vítapunktinum í enda seinni hálfleiks. Grátlegt tap staðreynd.

Lesa meira
 

FH áfram í 3. umferð forkeppni Meistaradeildar Evrópu - 18.7.2017

FH er komið áfram í 3. umferð forkeppni Meistaradeildar Evrópu eftir 2-0 sigur á Víking Gotu í Þórshöfn, Færeyjum, í kvöld. Það var ekki fyrr en eftir 79 mínútur sem FH tókst að brjóta heimamenn niður, en þá skoraði Steven Lennon úr vítaspyrnu. Þórarinn Ingi Valdimarsson gulltryggði síðan sigurinn á 90 mínútu. Góður 2-0 sigur staðreynd.

Lesa meira
 

EM 2017 - Byrjunarlið Íslands gegn Frakklandi - 18.7.2017

Byrjunarlið Íslands gegn Frakklandi hefur verið opinberað. Leikurinn fer fram í Tilburg og hefst klukkan 18:45 að íslenskum tíma, í beinni útsendingu á RÚV.

Lesa meira
 

FH leikur seinni leik sinn gegn Víking Gotu í dag - 18.7.2017

FH leikur í dag seinni leik sinn í 2. umferð forkeppni Meistaradeildar Evrópu, en andstæðingur þess er Víkingur Gotu frá Færeyjum og hefst leikurinn klukkan 18:00 að íslenskum tíma. Leikið er í Þórshöfn.

Lesa meira
 

Íslenskir dómarar dæma í Evrópudeildinni í vikunni - 18.7.2017

Íslenskir dómarar eru á faraldsfæti um þessar mundir þar sem þeir taka þátt í erlendum verkefnum, en þeir munu dæma í forkeppni Evrópudeildarinnar sem leikin er í þessari viku.

Lesa meira
 

EM 2017 - Ísland mætir Frakklandi í dag - 18.7.2017

Það er komið að því. Ísland hefur leik í dag á EM 2017 þegar liðið mætir Frakklandi á Koning Willem II Stadion í Tilburg, en þetta er í þriðja skiptið í röð sem Ísland leikur á EM.

Lesa meira
 

EM 2017 - Mikilvægar upplýsingar fyrir leikinn í Tilburg - 17.7.2017

Ísland leikur við Frakkland í Tilburg og hefst leikurinn klukkan 20:45 á staðartíma. Vinsamlega kynnið ykkur upplýsingarnar hér að neðan.

Lesa meira
 

EM 2017 - Fyrsti áfangastaður: Tilburg - 17.7.2017

Fyrsti leikur Íslands fer fram á Koning Willem II stadion í Tilburg. Þar mun íslenska liðið mæta Frakklandi, en þær eru taldar einna líklegastar til að verða krýndar Evrópumeistarar. Völlurinn var upphaflega byggður árið 1995, en endurbættur árið 2000, og tekur hann alls 14.637 í sæti.

Lesa meira
 

EM 2017 - Upplýsingar um leik Íslands og Frakklands í Tilburg - 17.7.2017

Fyrsti leikur Íslands á EM 2017 er á morgun, þriðjudag, en liðið mætir þá Frakklandi í Tilburg. Í borginni verður stuðningsmannasvæði, “Fan Zone”, og er það staðsett á Pieter Vreedeplein torginu. Svæðið verður opið frá 13:00 – 20:00 og verður nóg að gera þar allan daginn.

Lesa meira
 

EM 2017 - Fjölmiðlafundur á æfingarsvæði í Ermelo - 16.7.2017

Landsliðið var með fjölmiðlafund í dag við æfingarvöll liðsins í Ermelo. Freyr Alexandersson, Hallbera Guðný Gísladóttir og Fanndís Friðriksdóttir voru á fundinum og var rætt um fyrstu daganna í Hollandi, hótellífið og leikinn gegn Frökkum.

Lesa meira
 

EM 2017 - Fyrsta æfing í Hollandi gekk vel - 15.7.2017

Stelpurnar okkar æfðu í dag á æfingarvellinum í Hollandi og gekk allt að óskum. Veðrið leikur við okkur og er veðurspáin fyrir komandi daga mjög góð. Öll aðstaða er til fyrirmyndar og eru stelpurnar okkar spenntar fyrir komandi vikum.

Lesa meira
 

A kvenna - Stelpurnar farnar til Hollands - 14.7.2017

Fjölmenni kvaddi íslenska kvennalandsliðið í dag í Leifsstöð þegar stelpurnar lögðu af stað til Hollands, en fyrsti leikur liðsins á EM er á þriðjudaginn kemur gegn Frakklandi.

Lesa meira
 

Fjölmenni mætti á Laugardalsvöll til að hitta kvennalandsliðið - 13.7.2017

Fjölmenni mætti á Laugardalsvöll í gær til að fá eiginhandaráritanir hjá stelpunum okkar, en kvennalandsliðið heldur til Hollands á EM á morgun, föstudag. Áritað var á glænýja liðsmynd sem tekin var af hópnum sérstaklega fyrir EM.

Lesa meira
 

FH mætir Víking Gota í 2. umferð undankeppni Meistaradeildarinnar - 12.7.2017

FH tekur á móti Víking Gota í Kaplakrika í kvöld í fyrri leik liðanna í 2. umferð undankeppni Meistaradeildarinnar. Mótherjar FH slógu út KF Trepca´89 frá Kósovó í 1. umferð. Leikurinn hefst klukkan 19:15.

Lesa meira
 

U18 karla - 29 leikmenn valdir til úrtaksæfinga - 12.7.2017

Þorvaldur Örlygsson, landsliðsþjálfari U18 karla, hefur valið 29 leikmenn til úrtaksæfinga sem fara fram 23. og 24. júlí. Æfingarnar eru liður í undirbúningi fyrir æfingamót í þessum aldursflokki sem fer fram í Prag í ágúst.

Lesa meira
 

A kvenna - Stelpurnar árita plaköt miðvikudaginn 12. júlí - 11.7.2017

Íslenska kvennalandsliðið leggur af stað til Hollands föstudaginn 14. júlí, en áður en að þeirri ferð kemur mun liðið árita plaköt á Melavellinum (anddyri Laugardalsvallar) miðvikudaginn 12. júlí. Stelpurnar okkar verða á staðnum frá 14:30 – 15:00 og árita glænýja liðsmynd sem tekin var sérstaklega af hópnum fyrir EM.

Lesa meira
 

Þorvaldur dæmir í Svíþjóð - 11.7.2017

Þorvaldur Árnason verður í eldlínunni miðvikudaginn 12 .júlí þegar hann dæmir leik Malmö og FK Vardar í Meistaradeild Evrópu, en leikið verður í Malmö í Svíþjóð. Þetta er fyrri viðureign liðanna í 2. umferð undankeppni Meistaradeildar Evrópu.

Lesa meira
 

EM 2017 - fólk hvatt til að sækja miða sem allra fyrst - 11.7.2017

Það er farið að styttast verulega í að Ísland hefji leik á EM 2017 í Hollandi, en fyrsti leikur liðsins er á þriðjudaginn kemur. Því eru þeir stuðningsmenn sem ætla að leggja leið sína til Hollands hvattir til að sækja miða sína á skrifstofu KSÍ á Laugardalsvelli sem allra fyrst. Skrifstofan er opin alla virka frá 8-16.

Lesa meira
 

U16 karla - Hópurinn sem leikur á Norðurlandamótinu - 10.7.2017

Þorlákur Árnason hefur valið eftirtalda leikmenn fyrir Norðurlandamót U16 karla dagana 30. júlí - 5. ágúst næstkomandi. Leikið er á Suðurnesjum og Suðurlandi.

Lesa meira
 

Knattspyrnudeild Afríku sektuð vegna ummæla þjálfara - 10.7.2017

Aga- og úrskurðarnefnd KSÍ ákvað á fundi sínum 4. júlí síðastliðinn að sekta knattspyrnudeild Afríku um kr. 50.000,- vegna ummæla Zakaría Elíasar Anbari, þjálfara félagsins, í viðtali sem birtist á vefsíðu fotbolta.net.

Lesa meira
 

Knattspyrnuskóli drengja 17. - 19. júlí - 10.7.2017

Knattspyrnuskóli drengja verður í Garði í ár og fer fram dagana 17. - 19. júlí næstkomandi. Skólinn verður með hefðbundnu sniði en þátttakendur í ár eru fæddir árið 2003.

Lesa meira
 

Knattspyrnuskóli stúlkna í Garði 19. - 21. júlí - 10.7.2017

Knattspyrnuskóli stúlkna verður í Garði í ár og fer fram dagana 19. - 21. júlí næstkomandi. Skólinn verður með hefðbundnu sniði en þátttakendur í ár eru fæddir árið 2003.

Lesa meira
 

Færeyskur dómari dæmir leik Keflavíkur og HK í Inkasso-deildinni - 10.7.2017

Færeyskir dómarar munu dæma leik Keflavíkur og HK í Inkasso-deildinni þriðjudaginn 11. júlí og fer leikurinn fram á Nettóvellinum í Keflavík. Rúni Gaardbo er dómari leiksins en annar af aðstoðardómurunum kemur einnig frá Færeyjum og heitir Jan Andersen.

Lesa meira
 

Stelpurnar okkar klæðast Polo Ralph Lauren fötum frá Mathilda í Kringlunni - 10.7.2017

Það styttist í að stelpurnar okkar haldi á EM í Hollandi, en liðið ferðast út þann 14. júlí. Eitt af stóru atriðunum fyrir mótið er að hafa samræmi þegar kemur að fötum og útbúnaði og munu stelpurnar okkar klæðast glæsilegum fötum frá Polo Ralph Lauren á ferðalögum sínum. 

Lesa meira
 

A kvenna - Fjölmenni mætti og fékk áritanir hjá stelpunum okkar á Selfossi - 7.7.2017

Kvennalandsliðið undirbýr sig þessa daganna af krafti fyrir EM í Hollandi en liðið dvelur um helgina á Selfossi í æfingarbúðum. Eftir æfingu í dag var iðkendum frá Selfossi boðið til að hitta stelpurnar okkar og fá eiginhandaráritanir og myndir teknar af sér með landsliðinu.

Lesa meira
 

KR og Valur áfram í Evrópudeildinni - 7.7.2017

Seinni leikur 1. umferðar undankeppni Evrópudeildarinnar fór fram í gær, þar sem KR, Stjarnan og Valur tóku þátt. Allir leikirnir þrír voru frekar jafnir eftir fyrri viðureignina og því ljóst að spennandi dagur væri í vændum.

Lesa meira
 

Breytingar á reglugerð um aðgönguskírteini - 6.7.2017

Á fundi stjórnar KSÍ, sem fram fór 15. júní, voru samþykktar breytingar á reglugerð KSÍ um aðgönguskírteini. Breytingar þessar eru óverulegar en þær fela í sér að orðalag 1. gr. reglugerðarinnar er nú skýrara en áður og hefur nú verið tekinn allur vafi um hvaða leiki A og DE aðgönguskírteini heimila ókeypis aðgang að. Félög eru hvött til að kynna sér þær breytingar sem orðið hafa á reglugerðinni. Dreifibréf, þar sem farið er yfir helstu breytingarnar, hefur verið sent til félaganna.

Lesa meira
 

U16 kvenna - Tap gegn Þýskalandi í dag - 6.7.2017

Ísland tapaði síðasta leik sínum á Norðurlandamóti U16 kvenna í dag gegn Þýskalandi 4-0 og endaði liðið því mótið í 4. sæti. Þjóðverjar voru sterkari aðilinn allan leikinn og voru 3-0 yfir í hálfleik. Bættu þær síðan við fjórða markinu í seinni hálfleik.

Lesa meira
 

Færeyskur dómari dæmir í Pepsi deild karla - 6.7.2017

Færeyskur dómari, Ransin Djurhuus, kemur til Íslands um helgina og dæmir tvo leiki.

Lesa meira
 

Ísland aldrei ofar á heimslista FIFA - 6.7.2017

Nýr heimslisti FIFA var gefinn út í dag og er Ísland komið í 19.sæti, upp um þrjú frá síðustu útgáfu listans. Ísland hefur aldrei verið ofar á listanum en frábær úrslit gegn Króatíu gerðu það að verkum að liðið stökk yfir Slóvakíu, Egyptaland og Kosta Ríka.

Lesa meira
 

Evrópudeildin heldur áfram í dag - 6.7.2017

KR, Stjarnan og Valur leika í dag seinni leiki sína í 1. umferð undankeppni Evrópudeildarinnar.

Lesa meira
 

U16 kvenna - Leikið um bronsið í dag - 6.7.2017

Ísland leikur í dag um bronsið á Norðurlandamóti U16 kvenna í Finnlandi. Andstæðingar dagsins eru Þýskaland og hefst leikurinn klukkan 11:00 að íslenskum tíma. Íslenska liðið hefur leikið mjög vel á mótinu, unnið Finnland og Svíþjóð en tapað fyrir Frakklandi. Þýskaland vann Danmörk, gerði jafntefli við Hollendinga en töpuðu fyrir Noregi. Það má því búast við góðum og spennandi leik í dag.

Lesa meira
 

Lest frá Helsinki til Tampere - 5.7.2017

VITA Sport ætlar að bjóða upp á lest frá Helsinki til Tampere á landsleik Finnlands og Íslands. Lestin fer klukkan 16:28 frá lestarstöð í Helsinki sem er 200 m frá körfuboltahöllinni þar sem körfuboltalandslið Íslands leikur fyrr um daginn, klukkan 14:00. Lestin stoppar síðan 400 m frá vellinum í Tampere, áætluð koma þangað er klukkan 18:20 og hefst leikurinn 19:00.

Lesa meira
 

U16 kvenna - Frábær sigur á Svíum - 4.7.2017

U16 ára lið kvenna lék seinasta leik sinn í riðlakeppni á Opna Norðurlandamótinu í dag en leiknum lauk með frábærum 3-2 sigri á Svíum. Seinasti leikur Íslands verður á fimmtudaginn en þá er leikið um 3. - 4. sæti en mótherjar Íslands í leiknum er Þýskaland. Leikurinn hefst klukkan 11:00 að íslenskum tíma.

Lesa meira
 

Alfreð afhenti Guðna ritgerð um Improved and sustainable FA - 4.7.2017

Á dögunum útskrifaðist landsliðsmaðurinn Alfreð Finnbogason með Masters-gráðu í Sport Management frá Cruyff Institute. 

Lesa meira
 

Borgunarbikarinn - Dregið í undanúrslitum karla og kvenna - 4.7.2017

Í dag var dregið í undanúrslit Borgunarbikars karla og kvenna í höfuðstöðvum KSÍ. Í Borgunarbikar kvenna tekur Stjarnan á móti Val og ÍBV leikur við Grindavík. Leikirnir fara fram 13. ágúst næstkomandi. Úrslitaleikurinn fer síðan fram föstudaginn 8. september. Í Borgunarbikar karla tekur Stjarnan á móti ÍBV og FH fær Leiknir Reykjavik í heimsókn. Leikirnir fara fram 27.- og 28. júlí. Úrslitaleikurinn fer síðan fram laugardaginn 12. ágúst.

Lesa meira
 

U16 kvenna – Síðasti leikur riðlakeppninnar í dag - 4.7.2017

U16 ára landslið kvenna leikur í dag þriðja og síðasta leik sinn í riðlakeppni Norðurlandamótsins sem haldið er í Finnlandi. Svíþjóð er andstæðingur Íslands í dag og hefst leikurinn klukkan 15:30 að íslenskum tíma.

Lesa meira
 

Vilhjálmur Alvar og Gunnar Jarl dæma erlendis - 3.7.2017

Vilhjálmur Alvar Þórarinsson og Gunnar Jarl Jónsson munu í næstu viku dæma sitthvorn leikinn í UEFA Europa League.

Lesa meira
 

500 miðar til viðbótar á Finnland – Ísland - 3.7.2017

KSÍ hefur fengið 500 miða til viðbótar á leikinn gegn Finnlandi, en áður höfðu allir 2000 miðar sem fengust selst upp. Völlurinn tekur um 16.800 manns í sæti og því er ljóst að stuðningur við liðið verður mikill á leiknum.

Lesa meira
 

U16 kvenna - 1-0 tap gegn Frökkum - 2.7.2017

Ísland lék í dag annan leik sinn á Norðurlandamóti U16 kvenna þegar liðið mætti Frakklandi. Fyrri hálfleikur var nokkuð jafn og íslenska liðið spilaði vel, þó Frakkar hafi aðeins verið meira með boltann án þess að skapa mikla hættu. Lesa meira
 

U16 kvenna - Góður sigur í fyrsta leik - 1.7.2017

U16 kvenna hóf Norðurlandamótið með góðum sigri á Finnlandi, 2-1. Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir kom Íslandi yfir í fyrri hálfleik. Finnar náðu að jafna eftir hlé, en Barbára Sól Gísladóttir skoraði síðan sigurmark Íslands um miðjan seinni hálfleik og þar við sat.

Lesa meira
 

Bríet og Eydís dæma á Opna NM U16 kvenna í Finnlandi - 30.6.2017

Norðurlandamót U16 landsliða kvenna fer fram í Finnlandi dagana 30. júní - 6. júlí. Íslenska U16 landsliðið spilar auðvitað þar, en það eru ekki eingöngu íslenskir leikmenn sem taka þátt í NM í ár, heldur munu þær Bríet Bragadóttir og Eydís Ragna Einarsdóttir starfa við dómgæslu - Bríet sem dómari og Eydís sem aðstoðardómari.  

Lesa meira
 

U16 kvenna – Norðurlandamótið hefst í dag, föstudag - 30.6.2017

U16 kvenna leikur á Norðurlandamótinu næstu vikuna og er fyrsti leikur liðsins í dag gegn Finnlandi. Fer mótið fram í Oulu í Finnlandi. Ísland er í riðli með Finnlandi, Svíþjóð og Frakklandi en næsti leikur liðsins er á sunnudaginn gegn Frakklandi. Síðasti leikur riðilsins er síðan á þriðjudaginn gegn Svíþjóð.

Lesa meira
 

Íslensku liðin hefja leik í Evrópukeppni - 29.6.2017

Valur, KR og Stjarnan hófu leik í Evrópudeildinni í gær. Valsmenn voru fyrstir og léku við Ventspils í Lettlandi. Leikurinn var heldur tíðindalítill, þó Valur hafi verið ívið betri aðilinn. Hvorugu liðinu tókst hins vegar að skora og markalaust jafntefli staðreynd. Valur er því í góðri stöðu fyrir seinni leik liðanna sem fer fram á Valsvelli næstkomandi fimmtudag klukkan 20:00

Lesa meira
 

Leikur Afríku og KFR leikinn 30. júní  - 29.6.2017

Leik Afríku og KFR  í 4. deild karla sem fram fór miðvikudaginn 28. júní kl. 20.00 á Hertz vellinum, var hætt eftir 9 mínútur.  Að teknu tilliti til greinar 15.6 í Reglugerð KSÍ um knattspyrnumót er það niðurstaða nefndarinnar að leikurinn skuli hefjast aftur frá 9. mínútu. Lesa meira
 

EM 2017 – Miðar til afhendingar - 29.6.2017

Miðarnir sem keyptir voru á EM 2017 á midi.is eru komnir til landsins og verða afhentir á skrifstofu KSÍ á Laugardalsvelli. Skrifstofan er opin virka daga frá kl. 08:30-16:00.

Lesa meira
 

Þóroddur Hjaltalín dæmir í lokakeppni UEFA Regions Cup - 28.6.2017

Þóroddur Hjaltalín mun í byrjun júlí dæma á lokamóti UEFA Regions Cup sem fram fer í Tyrklandi. Um er að ræða keppni áhugamannaliða á vegum UEFA en leikið var í riðlakeppni mótsins síðastliðinn vetur þar sem Þóroddur var einnig við störf.

Lesa meira
 

Evrópudeildin fer af stað - 28.6.2017

Evrópudeildin hefst á morgun, fimmtudag, aðeins 37 dögum eftir úrslitaleik Manchester United og Ajax. Þetta árið eru það Stjarnan, KR og Valur sem taka þátt í keppninni fyrir hönd Íslands.

Lesa meira
 

Stjarnan á leið til Króatíu í Meistaradeild Evrópu - 23.6.2017

Dregið var í undankeppni Meistardeildar kvenna í höfuðstöðvum UEFA í Nyon í dag. Stjarnan var með í drættinum sem Íslandsmeistarar 2016. Drógust Garðbæingar í riðil með Osijek frá Króatíu, KÍ Klaksvík frá Færeyjum og SC Istatov frá Makedóníu.

Lesa meira
 

8 liða úrslit Borgunarbikars kvenna fara fram í dag - 23.6.2017

Allir leikirnir í 8 liða úrslitum Borgunarbikars kvenna verða í dag. Stórleikur 8 liða úrslitanna verður í Garðabænum kl. 18:00 þar sem Stjarnan tekur á móti Þór/KA og verður leikurinn sýndur beint á Stöð 2 sport.

Lesa meira
 

A kvenna – Lokahópur fyrir EM 2017 - 22.6.2017

Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari, tilkynnti í dag lokahóp leikmanna sem munu leika á EM í Hollandi. Valdir voru 23 leikmenn í hópinn en 8 aðrir leikmenn eru tilbúnir að koma til móts við liðið verði skakkaföll á hópnum fyrir fyrsta leik.

Lesa meira
 

Miðasala á stórleik Manchester City og West Ham hefst í hádeginu - 22.6.2017

Miðasala á stórleik Manchester City og West Ham hefst á hádegi í dag, klukkan 12:00, en leikurinn mun fara fram föstudaginn 4. ágúst á Laugardalsvelli.

Lesa meira
 

KSÍ gestgjafi á UEFA Study Group - 19.6.2017

Dagana 14. – 17. júní var KSÍ gestgjafi á svokölluðu UEFA Study Group Scheme (SGS) þar sem viðfangsefnið var grasrótarknattspyrna og starfið í félögum landsins.

Lesa meira
 

Evrópukeppni - Íslensku liðin á faraldsfæti um Evrópu - 19.6.2017

Dregið hefur verið í undankeppni Meistaradeildarinnar og Evrópudeildarinnar, þar sem fjögur íslensk lið voru í pottinum. FH kemur inn í forkeppni Meistaradeildarinnar í 2. umferð og mun þar mæta Víking Götu, frá Færeyjum, eða Trepca 89, frá Kosovó. Fyrri viðureignin fer fram í Kaplakrika 11. eða 12. júlí og síðari leikurinn viku síðar.

Lesa meira
 

9 þjálfarar útskrifaðir með KSÍ A þjálfararéttindi - 19.6.2017

Fyrir leik Íslands og Brasilíu sem fram fór 13. júní, útskrifaði KSÍ 9 þjálfara með KSÍ A þjálfararéttindi. Að þessu sinni voru þetta eingöngu konur sem útskrifuðust og nú eru alls 22 konur með réttindin.

Lesa meira
 

Dregið í Evrópukeppnirnar í dag - 19.6.2017

Í dag verður dregið í fyrstu umferðir forkeppni Meistaradeildarinnar og Evrópudeildarinnar. Fjögur íslensk lið taka þátt og fá því að vita hverjir andstæðingar þeirra verða.

Lesa meira
 

U16 kvenna - Hópurinn sem leikur á NM - 19.6.2017

Jörundur Áki Sveinsson hefur valið eftirtalda leikmenn fyrir NM U16 kvenna dagana 29. júní -7.júlí næstkomandi. Leikið er í Oulu í Finnlandi.

Lesa meira
 

Pepsi-deildin rúllar af stað aftur - 14.6.2017

Pepsi-deild karla fer af staða aftur í dag eftir landsleikjahlé. Þrír leikir verða spilaðir í dag þar sem Breiðablik og Valur mætast á Kópavogsvelli, KA tekur á móti ÍA á Akureyrarvelli og Grindavík og FH leika á Grindavíkurvelli.

Lesa meira
 

A kvenna - Aðsóknarmet á Laugardalsvelli - 13.6.2017

Aðsóknarmet var slegið á Laugardalsvelli í dag þegar 7.521 áhorfandi mætti á kveðjuleik A landsliðs kvenna sem senn heldur til Hollands til að taka þátt í lokakeppni EM. Andstæðingurinn í dag var Brasilía sem er eitt besta landslið í heimi.

Lesa meira
 

A kvenna - Byrjunarliðið gegn Brasilíu - 13.6.2017

Freyr Alexandersson landsliðsþjálfari hefur valið þá 11 leikmenn sem hefja leik gegn Brasilíu á Laugardalsvelli í dag. Leikurinn, sem er lokaleikur liðsins fyrir lokakeppni EM, hefst kl. 18:30 og verður sýndur í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport.

Lesa meira
 

Fjórir útskrifaðir með KSÍ markmannsþjálfaragráðu - 13.6.2017

Síðastliðinn sunnudag voru fjórir markmannsþjálfarar útskrifaðir með KSÍ markmannsþjálfaragráðu. Það voru þeir Gísli Þór Einarsson, Ómar Jóhannsson, Sigmar Ingi Sigurðarson og Þorleifur Óskarsson.

Lesa meira
 

A kvenna - Leikskrá fyrir Ísland - Brasilía - 12.6.2017

Út er komin rafræn leikskrá fyrir leik Íslands og Brasilíu en í henni má finna viðtöl við Frey Alexandersson, landsliðsþjálfara, og Margréti Láru Viðarsdóttur, fyrirliða landsliðsins.

Lesa meira
 

U19 kvenna – Jafntefli í lokaleiknum í milliriðli EM - 12.6.2017

U19 ára landslið kvenna lék síðasta leik sinn í milliriðli EM í morgun. Leikurinn var gegn Sviss og endaði hann með 2-2 jafntefli. Ísland byrjaði leikinn af krafti og skoraði Ásdís Karen Halldórsdóttir fyrsta mark leiksins á 4. mínútu.

Lesa meira
 

A kvenna - Ísland tekur á móti Brasilíu í dag - 12.6.2017

Ísland tekur á móti Brasilíu í vináttulandsleik í dag. Leikurinn hefst kl. 18:30 og verður leikið á Laugardalsvelli. Þetta er síðasti leikur Íslands fyrir úrslitakeppni EM sem hefst í Hollandi í júlí.  Þetta er í fyrsta skipti sem landslið frá Brasilíu leikur landsleik í knattspyrnu hér á landi.

Lesa meira
 

A karla - Mikilvægur sigur gegn Króötum á Laugardalsvelli í kvöld - 11.6.2017

A landslið karla vann mikilvægan sigur á Króötum í undankeppni HM 2018 á Laugardalsvelli í kvöld. Leikurinn endaði 1-0 fyrir Ísland sem nú er komið upp að hlið Króata í efsta sæti riðilsins með 13 stig.

Lesa meira
 

A karla - Byrjunarlið Íslands gegn Króatíu - 11.6.2017

Heimir Hallgrímsson landsliðsþjálfari hefur valið þá 11 leikmenn sem hefja leik gegn Krótötum í undankeppni HM í dag. Leikurinn hefst kl. 18:45 og fyrir þá sem ekki eiga miða á leikinn er tilvalið að mæta í Laugardalinn og horfa á leikinn á risaskjá sem settur hefur verið upp á bílastæðinu fyrir framan völlinn.

Lesa meira
 

Stórleikur á Laugardalsvelli í dag - 11.6.2017

Þá er runninn upp leikdagur og allt að verða klárt á Laugardalsvelli fyrir stórleik Íslands og Króatíu í undankeppni HM 2018. Leikurinn hefst kl. 18:45 en Fan Zone opnar á bílastæðinu fyrir framan Laugardalsvöll kl. 16:45.

Lesa meira
 

A karla - Leikskrá fyrir Ísland - Króatía - 10.6.2017

Út er komin rafræn leikskrá fyrir leik Íslands og Króatíu en í henni má finna viðtöl við Heimi Hallgrímsson, landsliðsþjálfara, og Aron Einar Gunnarsson, fyrirliða. Einnig má finna upplýsingar um leikinn og stuðningsmannasvæði sem verður fyrir leik.

Lesa meira
 

U21 karla - 3-0 tap á móti Englendingum í vináttuleik í dag - 10.6.2017

U21 árs lið karla tapaði 3-0 á móti sterku liði Englendinga á St. Georges Park í dag. Leikurinn var vináttuleikur og mikilvægur liður í undirbúningi enska liðsins fyrir lokakeppni EM.

Lesa meira
 

U21 karla - Byrjunarliðið í æfingaleiknum gegn Englendingum í dag - 10.6.2017

U21 árs landslið karla leikur gegn æfingaleik gegn Englandi í dag. Upplýsingar um byrjunarliðið eru að finna hér í leikskýrslu

Lesa meira
 

U19 kvenna – 2-1 tap gegn Póllandi - 9.6.2017

U19 ára landslið kvenna tapaði 2-1 gegn Póllandi í milliriðli EM í Þýskalandi í dag. Pólsku stúlkurnar skoruðu fyrsta markið strax á upphafsmínútum leiksins og var það eina mark hálfleiksins.

Lesa meira
 

Stuðningsmannasvæði (Fan Zone) við Laugardalsvöll fyrir komandi landsleiki - 9.6.2017

Í undirbúningi er sérstakt stuðningsmannasvæði (Fan Zone) fyrir leiki karlalandsliðs Íslands gegn Króatíu 11. júní og kvennalandsliðsins gegn Brasilíu 13. júní n.k., þar sem áhorfendur geta hitað upp fyrir leikina og byggt upp stemningu.

Lesa meira
 

Umhyggja í heimsókn - 8.6.2017

Aðildarfélög frá Umhyggju, félags langveikra barna, heimsóttu landsliðið í kvöld. Krakkarnir fengu eiginhandaráritanir, myndir og spjölluðu við leikmenn. Gleði skein úr hverju andliti og voru strákarnir okkar himinlifandi með þessa skemmtilegu heimsókn.

Lesa meira
 

A kvenna - Markalaust jafntefli í bleytunni í Dublin - 8.6.2017

Ísland og Írland gerðu marklaust jafntefli í vináttulandsleik í kvöld en leikið var á Tallaght vellinum í Dublin.  Næsti leikur Íslands verður á Laugardalsvelli, þriðjudaginn 8. júní kl. 18:30, þegar leikið verður gegn Brasilíu.  Það verður jafnframt lokaleikur Íslands fyrir úrslitakeppni EM í Hollandi.

Lesa meira
 

Ísland mætir Írlandi í kvöld í vináttulandsleik - Byrjunarliðið - 8.6.2017

Ísland mætir Írlandi í kvöld í vináttulandsleik en leikið verður á Tallagth vellinum í Dublin.  Leikurinn hefst kl. 19:30 að staðartíma eða kl. 18:30 að íslenskum tíma.  Þetta er fyrri vináttulandsleikurinn á nokkrum dögum sem Ísland leikur en á þriðjudaginn tekur Ísland á móti Brasilíu á Laugardalsvelli.

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands - KSÍ

Polla- og Hnátumót 2017 - Staðfestir leikdagar - 7.6.2017

Leikdagar í Polla og Hnátumótum hafa nú allir verið staðfestir á heimasíðu KSÍ og hefst fyrsti riðillin í dag á Egilsstöðum. Úrslitakeppnir Polla og Hnátumóta fara svo fram dagana 14. til 20. ágúst.

Lesa meira
 

U19 kvenna - 4-0 tap gegn Þýskalandi í fyrsta leik - 7.6.2017

Íslenska U19 ára landslið kvenna tapaði 4-0 fyrir Þjóðverjum í fyrsta leik sínum í milliriðli EM í Þýskalandi í dag. Þýska liðið var mun sterkara í leiknum en staðan var 1-0 í hálfleik.

Lesa meira
 

A karla – Undirbúningur fyrir stórleikinn gegn Króötum - 7.6.2017

Leikmenn A landsliðs karla undirbýr sig nú af kappi undir stórleikinn gegn Króötum. Leikurinn fer fram sunnudaginn 11. júní nk. á Laugardalsvelli og er liður í undankeppni HM 2018.

Lesa meira
 

Borgunarbikarinn – Tvö efstu liðin úr Pepsi-deild kvenna mætast - 7.6.2017

Í dag var dregið í 8 liða úrslitum Borgunarbikars karla og kvenna og var dregið í höfuðstöðvum KSÍ. Hjá konunum verður stórslagur á dagskránni þegar Stjarnan tekur á móti Þór/KA en liðin eru eins og er í efstu tveimur sætum Pepsi-deildar kvenna.

Lesa meira
 

U19 kvenna - Keppni í milliriðli fyrir EM hefst í dag - 7.6.2017

U19 kvenna leikur í milliriðli fyrir EM í vikunni og er fyrsti leikur liðsins í dag gegn Þýskalandi. Ísland er í riðli með Þýskalandi, Sviss og Póllandi en næsti leikur er á föstudaginn gegn Sviss en svo er seinasti leikur riðilsins gegn Póllandi á mánudaginn. Eitt lið fer áfram úr milliriðli.

Lesa meira
 

A kvenna - Undirbúningur fyrir vináttulandsleikinn gegn Írlandi - 6.6.2017

Stelpurnar okkar undirbúa sig nú fyrir vináttulandsleik gegn Írum sem fram fer í Dublin, fimmtudaginn 8. júní og hefst kl. 19:30 að staðartíma eða 18:30 að íslenskum tíma.  Þetta er fyrri vináttulandsleikurinn sem stelpurnar leika nú á nokkrum dögum en liðið mætir Brasilíu á Laugardalsvelli, þriðjudaginn 13. júní kl. 18:30.  Það verður síðasti leikur Íslands fyrir úrslitakeppni EM í Hollandi.

Lesa meira
 

Ráðstefna á vegum KSÍ og Knattspyrnuþjálfarafélags Íslands 11. júní - 6.6.2017

Knattspyrnuþjálfarafélag Íslands og Knattspyrnusamband Íslands standa fyrir áhugaverðri ráðstefnu í Laugardalnum í Reykjavík sunnudaginn 11. júní nk. Fyrirlesarar frá Spáni og Króatíu.

Lesa meira
 

A karla – Hópurinn sem mætir Króatíu - 2.6.2017

Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari, hefur valið hópinn sem mætir Króatíu í undankeppni HM 2018. Leikurinn fer fram á Laugardalsvelli þann 11. júní nk. og hefst kl. 18:45.

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands - KSÍ

U16 kvenna - 29 leikmenn valdir til úrtaksæfinga - 2.6.2017

Jörndur Áki Sveinsson, landsliðsþjálfari U16 kvenna, hefur valið 29 leikmenn til úrtaksæfinga sem fram fara helgina 16. - 17. júní.  Æfingarnar eru liður í undirbúningi fyrir Norðurlandamótið í þessum aldursflokki sem fer fram í Finnlandi, dagana 29. júní - 7. júlí. Lesa meira
 

KSÍ bíður yngri iðkendum á leik Íslands og Brasilíu - 2.6.2017

Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu leikur gegn Brasilíu á Laugardalsvelli þriðjudaginn 13. júní nk. Þetta verður síðasti leikur liðsins á heimavelli áður en liðið heldur á EM í Hollandi.

Lesa meira
 

Borgunarbikarinn – 16 liða úrslit kvenna hefjast í dag - 2.6.2017

16 liða úrslit í Borgunarbikar kvenna hefjast í dag með 7 leikjum. Kl. 16.30 hefst leikur Þróttar R. og Hauka á Eimskipsvellinum í Laugardal, kl. 18:00 verða tveir leikir þar sem Sindri fær Grindavík í heimsókn og Selfoss tekur á móti ÍBV.

Lesa meira
 
U21 landslið karla

U21 karla - Hópurinn sem mætir Englendingum 10. júní - 1.6.2017

Eyjólfur Sverisson. landsliðsþjálfari U21 karla, hefur valið hópinn sem mætir Englandi í vináttulandsleik, 10. júní.  Leikið verður á æfingasvæði Englendinga, St Georg´s Park, en leikið er fyrir luktum dyrum. Lesa meira
 

A kvenna - Miðasala á leik Íslands og Brasilíu hefst klukkan 12:00 - 30.5.2017

Stelpurnar okkar leika kveðjuleik á Laugardalsvelli gegn Brasilíu áður en haldið er á EM í Hollandi. Þetta er engin smáleikur en Brasilía, eitt besta landsliðs heims, mætir á Laugardalsvöllinn og etur kappi við stelpurnar okkar.

Lesa meira
 

Breytingar á reglugerðum KSÍ - 30.5.2017

Á fundi stjórnar KSÍ 24. maí sl. voru samþykktar breytingar á reglugerð KSÍ um knattspyrnumót annars vegar og reglugerð KSÍ um knattspyrnuleikvanga hins vegar.

Lesa meira
 

Borgunarbikarinn - 16 liða úrslit karla og kvenna framundan - 30.5.2017

Framundan eru 16 liða úrslit Borgunarbikars karla og kvenna og eru það karlarnir sem hefja leik í kvöld þegar lið Gróttu sækir Skagamenn heim á Norðurálsvöllinn.

Lesa meira
 

U21 karla - Vináttuleikur við Englendinga - 29.5.2017

Búið er að semja við England um vináttulandsleik ytra. Leikið verður 10. júní kl. 11:00 á St Georg´s Park æfingasvæði Englendinga. Leikurinn er liður í undirbúningi Íslands fyrir næsta EM og liður í undirbúningi U21 Englands fyrir lokakeppni EM í Póllandi í sumar.

Lesa meira
 

Hæfileikamótun KSÍ og N1 - Austurland - 29.5.2017

Hæfileikamótun KSÍ og N1 fer fram á Egilsstöðum laugardaginn 3. júní. Æfingarnar eru fyrir stráka og stúlkur sem eru fædd 2003 og 2004. Það er Dean Martin sem fer fyrir verkefninu. 

Lesa meira
 

U17 karla - Æfingahópur vegna undirbúnings fyrir NM U17 á Íslandi - 29.5.2017

Þorlákur Árnason, landsliðsþjálfari U17 karla, hefur valið eftirfarandi leikmenn til þátttöku á æfingum dagana 14.- og 15.júní. 

Lesa meira
 

A kvenna - Hópurinn sem mætir Írlandi og Brasilíu - 26.5.2017

Freyr Alexandersson, landliðsþjálfari, hefur valið hópinn sem leikur vináttuleiki við Írland og Brasilíu en leikirnir eru hluti af undirbúningi Íslands fyrir EM í Hollandi. Fyrri leikurinn fer fram þann 8. júní en seinni leikurinn er kveðjuleikur Íslands og er hann gegn Brasilíu þann 13. júní á Laugardalsvelli.

Lesa meira
 

Úrtökumót fyrir drengi á Akranesi 12.-16. júní 2017 - 26.5.2017

Úrtökumót KSÍ fyrir drengi fer fram á Akranesi, dagana 12. - 16. júní. Umsjón með mótinu hefur Dean Martin U16 þjálfari . Félög leikmanna og leikmenn eru beðnir um að kynna sér eftirfarandi upplýsingar:

Lesa meira
 

U19 kvenna - Hópurinn sem tekur þátt í milliriðli EM - 26.5.2017

Þórður Þórðarson, landsliðsþjálfari U-19 kvenna, hefur valið hópinn sem tekur þátt í milliriðli Evrópumótsins í Þýskalandi 4.-13. júní næstkomandi. Ísland leikur í riðli með Þýskalandi, Sviss og Póllandi. 

Lesa meira
 

Borgunarbikar kvenna - Bikarmeistarar Breiðabliks fá Þór/KA í heimsókn - 24.5.2017

Í dag var dregið í 16 liða úrslitum Borgunarbikars kvenna og fór drátturinn fram í höfuðstöðvum KSÍ.  Handhafar titilsins, Breiðablik, mæta Þór/KA á Kópavogsvelli.

Lesa meira
 

Borgunarbikar kvenna - Leikið í dag (mánudag) og á morgun - 22.5.2017

Það er leikið í Borgunarbikar kvenna í dag, mánudag, og á morgun en dregið er í 16-liða úrslitum á miðvikudaginn. Fjölmargir áhugaverðir leikir eru í boði en 6 lið komast áfram í 16-liða úrslit en þá koma einnig inn öll liðin úr Pepsi-deildinni.

Lesa meira
 

Frábær stemning á Íslandsleikum Special Olympics - 22.5.2017

Hinir árlegu Íslandsleikar Special Olympics í fótbolta voru haldnir á Þróttarvellinum í Laugardal um helgina en Íslandsleikar Special Olympics eru samstarfsverkefni ÍF og KSÍ.

Lesa meira
 

A karla - Aukamiðar á Finnland - Ísland í sölu þann 24. maí - 19.5.2017

Mikill áhugi er á leik Finnlands og Íslands í undankeppni HM en leikurinn fer fram þann 2. september í Tampere í Finnlandi. Allir miðar á svæði stuðningsmanna Íslands seldist upp þegar þeir fóru í sölu og óskaði KSÍ eftir fleiri miðum. Það bar árangur og fara 400 miðar í sölu n.k. miðvikudag.

Lesa meira
 

Borgunarbikarinn - Bikarmeistararnir mæta Stjörnunni - 19.5.2017

Dregið var í sex­tán liða úr­slit Borg­un­ar­bik­arsin í dag. Fjölmargar áhugaverðar viðureignir verða í umferðinni en bikarmeistarar Vals mæta Stjörnunni að þessu sinni.

Lesa meira
 

A kvenna - Ísland leikur við Brasilíu þann 13. júní - 19.5.2017

Kvennalandsliðið mun mæta Brasilíu í vináttuleik þann 13. júní en þetta verður kveðjuleikur íslenska liðsins áður en haldið er á EM í Hollandi. Samningur milli KSÍ og brasilíska knattspyrnusambandsins um leikinn var undirritaður í gærkvöldi.

Lesa meira
 
Knattþrautir í Vestmannaeyjum

Knattþrautir KSÍ - 18.5.2017

Knattþrautir KSÍ hafa komið út öðru hvoru undanfarna áratugi og hafa alltaf verið vinsælar. Aðalmarkmiðið með knattþrautunum er að fá börn til að vera dugleg að æfa knatttækni sína og fá þjálfara til að leggja áherslu tækniþjálfun í þjálfuninni hjá sér.

Lesa meira
 

Íslensk útgáfa af knattspyrnulögunum 2017-2018 - 17.5.2017

Hér á vefsvæði KSÍ má finna uppfærða íslenska útgáfu af knattspyrnulögum FIFA 2017/2018. Sem fyrr er það Gylfi Þór Orrason sem hefur veg og vanda með útgáfunni.

Lesa meira
 

Hólmfríður Magnúsdóttir heimsótti Hvammstanga og Vík í Mýrdal - 17.5.2017

Landsliðskonan Hólmfríður Magnúsdóttir er þessa dagana á ferðalagi um landið á vegum KSÍ. Tilgangur ferðarinnar er að vekja áhuga og athygli stúlkna og drengja á kvennalandsliðinu nú í aðdraganda EM.

Lesa meira
 

32 liða úrslit Borgunarbikars karla hefjast í dag - 16.5.2017

32 liða úrslit Borgunarbikars karla hefjast í dag með fjórum leikjum. Kl. 18:00 mætast Þór og Ægir á Þórsvelli, Kl. 19:15 verða tveir leikir, Leiknir R. tekur á móti Þrótti R. og Selfoss tekur á móti Kára. Kl. 20:00 hefst svo leikur Berserkja og Gróttu á Víkingsvelli. 

Lesa meira
 

KSÍ VI þjálfaranámskeið 2017 - 15.5.2017

Næsta haust mun Knattspyrnusamband Íslands halda KSÍ VI þjálfaranámskeið. Fyrsti hluti námskeiðsins er leikgreiningarnámskeið helgina 23.-24. september. Síðari hluti námskeiðsins verður svo í Danmörku dagana 25.-31. október 2017.

Lesa meira
 

Ísland - Króatía : Miðar fyrir handhafa A og DE skírteina - 15.5.2017

Handhafar A og DE skírteina frá KSÍ fá afhenta aðgöngumiða á leik Íslands og Króatíu í undankeppni HM A landsliða karla, fimmtudaginn 18. maí frá kl. 12:00 á hádegi til kl. 16:00, eða á meðan birgðir endast. Miðarnir verða afhentir á skrifstofu KSÍ gegn framvísun skírteinis. Lesa meira
 
Ný stúka hjá Fylki

Úthlutun úr Mannvirkjasjóði 2017 - 12.5.2017

Stjórn KSÍ samþykkti á fundi sínum 26. apríl síðastliðinn úthlutun úr Mannvirkjasjóði KSÍ. Þetta í tíunda skiptið sem úthlutað er úr sjóðnum en ný reglugerð um sjóðinn tók gildi í byrjun árs 2016.

Lesa meira
 

Samningsform fyrir staðalsamning KSÍ - 10.5.2017

Vegna breytinga á reglugerð KSÍ um félagaskipti, samninga og stöðu leikmanna og félaga, sem kynntar voru með dreifibréfi þann 12. apríl sl., tók nýtt samningsform fyrir staðalsamninga KSÍ gildi þann sama dag.

Lesa meira
 

Félagaskiptaglugginn lokar mánudaginn 15. maí - 9.5.2017

Athygli félaga er vakin á því að félagaskiptaglugginn lokar á miðnætti,  mánudaginn 15. maí.  Glugginn er lokaður fyrir alla leikmenn nema ósamningsbundna leikmenn yngri flokka.  Þeir geta skipt til og með 31. júlí að öðrum skilyrðum uppfylltum.  Glugginn opnar svo aftur 15. júlí og er opinn til 31. júlí Lesa meira
 

Úrskurður í máli Hamars gegn Árborg - 8.5.2017

Úrslit í leik Árborgar og Hamars í Borgunarbikar karla standa óhögguð. Á fundi sínum fimmtudaginn 4. maí tók aga- og úrskurðarnefnd KSÍ fyrir mál nr. 1/2017, Hamar gegn Árborg.

Lesa meira
 

Mót sumarsins - Staðfest niðurröðun yngri flokka - 8.5.2017

Mótanefnd KSÍ hefur staðfest niðurröðun leikja í yngri aldursflokkum og í keppni eldri flokks. Þar með hafa nánast allir leikir í mótum sumarsins verið staðfestir.

Lesa meira
 

Uppselt á leik Íslands og Króatíu - 5.5.2017

Uppselt er á leik Íslands og Króatíu sem fram fer á Laugardalsvelli, sunnudaginn 11. júní, kl. 18:45. Miðasala fór fram í gegnum miðasölukerfi hjá midi.is og varð uppselt á skömmum tíma eftir að sala hófst.

Lesa meira
 

Breytingar á reglugerð KSÍ um knattspyrnumót - 4.5.2017

Á fundi stjórnar KSÍ 26. apríl sl. samþykkti stjórn KSÍ breytingar á 15. gr. reglugerðar KSÍ um knattspyrnumót. Um er að ræða breytingar á grein 15.7. og varða hækkun á sérstöku breytingargjaldi ef ósk um breytingu á leik berst innan við sjö daga frá leikdag.

Lesa meira
 

Inkasso-deildin - Fylki og Keflavík spáð bestu gengi í sumar - 4.5.2017

Í há­deg­inu var kunn­gerð spá þjálf­ara, fyr­irliða og for­ráðamanna liðanna í Inkasso-deildinni en mótið hefst á morgun. Gangi spá­in eft­ir leika Kefla­vík og Fylk­ir í úr­vals­deild­inni á næstu leiktíð en það kem­ur í hlut Leikn­is frá Fá­skrúðsfirði og Gróttu að falla úr deild­inni.

Lesa meira
 

Dómaranámskeið og fundir á Austurlandi - 4.5.2017

KSÍ í samráði við félögin á Austurlandi stendur fyrir námskeiðahaldi og fundarherferð með dómurum á Austurlandi 9. - 11. maí. Umsjón með námskeiðinu hefur Magnús Jónsson dómarastjóri KSÍ.

Lesa meira
 

Hæfileikamótun KSÍ og N1 á Ísafirði - 4.5.2017

Hæfileikamótun KSÍ og N1 fer fram í Ísafirði föstudagur 5 Maí. Æfingarnar eru fyrir stráka og stelpur sem eru fædd 2003 og 2004. Það er Dean Martin sem fer fyrir verkefninu.

Lesa meira
 

Miðasala á leik Íslands og Króatíu í undankeppni HM hefst í dag - 3.5.2017

Miðasala á leik Íslands og Króatíu í undankeppni HM hefst á föstudaginn, 5. maí, kl. 12:00 á hádegi. Leikurinn fer fram sunnudaginn 11. júní, kl. 18:45, á Laugardalsvelli og fer miðasalan fram í gegnum miðasölukerfi hjá www.midi.is.

Lesa meira
 

UEFA Elite A Youth þjálfaranámskeið - 3.5.2017

Helgina 28. – 30. apríl hófst nýtt námskeið hjá KSÍ sem ber nafnið UEFA Elite A Youth. Markmið námskeiðsins er að bæta þjálfun efnilegustu leikmanna landsins á aldrinum 13-19 ára.

Lesa meira
 

Borgunarbikar karla - 32 liða úrslit - 3.5.2017

Það var dregið í 32-liða úrslitum Borgunarbikars karla í hádeginu og eins og áður verða margir áhugaverðir viðureignir. Liðin úr Pepsi-deildinni komu í pottinn í 32-liða úrslit.

Lesa meira
 

A karla - Uppselt á Finnland - Ísland - 2.5.2017

Allir miðar sem KSÍ fékk á Finnland - Ísland eru uppseldir. Mikill áhugi er fyrir leiknum meðal íslenskra stuðningsmanna en karlalandsliðið í körfubolta leikur sama dag við Pólland í Helsinki en leikurinn við Finna, sem er í undankeppni HM, fer fram í Tampere. 1300 miðar seldust upp á svæði stuðningsmanna Íslands en KSÍ hefur óskað eftir fleiri miðum og munum við birta á vef KSÍ og samfélagsmiðlum ef fleiri miðar verða í boði.

Lesa meira
 

Pepsi-deild karla hefst í dag sunnudag - 30.4.2017

Pepsi-deild karla hefst í dag en þá verða leiknir þrír leikir. Tveir leikir hefjast kl. 17:00 í dag. Á Akranesi taka heimamenn í ÍA á móti Íslandsmeisturunum úr FH og ÍBV fær Fjölni í heimsókn.

Lesa meira
 

FH spáð sigri í Pepsi-deild karla 2017 - 28.4.2017

Í dag fór fram hinn árlegi kynningarfundur Pepsideildar karla og fór hann fram í húsakynnum Ölgerðarinnar.  Að venju var kynnt spá forráðamanna félaganna og er Íslandsmeisturum FH spáð titlinum og KR öðru sæti.  Nýliðum Grindavíkur og Víkingi Ó. er spáð falli í 1. deild.

Lesa meira
 
Þróttur R.

Þróttur auglýsir eftir þjálfurum í yngri flokka í knattspyrnu - 28.4.2017

Barna – og unglingaráð knattspyrnudeildar Þróttar auglýsir eftir metnaðarfullum þjálfurum sem eru tilbúnir til að vinna skv. stefnu félagsins. Viðkomandi þurfa að geta hafið störf sem allra fyrst. Reynsla af þjálfarastörfum og þjálfaramenntun og/eða íþróttafræðimenntun skilyrði.

Lesa meira
 

Greiðslufyrirkomulag ferðaþátttökugjalds - 28.4.2017

Á fundi stjórnar KSÍ 26. apríl sl. var samþykkt að halda fyrirkomulagi á greiðslu ferðaþátttökugjalds óbreyttu, skv. reglugerð KSÍ um ferðaþátttökugjald. Nettókostnaður vegna ferðaþátttökugjalds umfram kr. 75.000 á lið er greiddur af KSÍ.

Lesa meira
 

Bráðabirgðarákvæði í reglugerð um knattspyrnumót - 27.4.2017

Á fundi stjórnar KSÍ, sem fram fór 26. apríl, var samþykkt bráðabirgðarákvæði í reglugerð um knattspyrnumót. Bráðabirgðaákvæðið er viðurlagaákvæði sem gildir út árið 2017 og varðar A og B leikmannalista í Pepsi-deild karla og Inkasso-deild karla.

Lesa meira
 

Handbók leikja 2017 - 27.4.2017

Handbók leikja inniheldur ábendingar og tilmæli til félaga um framkvæmd leikja.  Leiðbeiningarnar eru ætlaðar öllum félögum við framkvæmd leikja í meistaraflokki karla og kvenna. Sérstaklega er þó tekið mið af leikjum í Pepsi-deild karla, Pepsi-deild kvenna, Inkasso-deild karla og aðalkeppni Borgunarbikarsins.

Lesa meira
 

Kynningarfundur vegna Pepsi-deildar karla í dag - 27.4.2017

Kynningarfundur vegna Pepsi-deildar karla verður í dag, föstudag, í Ölgerðinni á Grjóthálsi. Á fundinum munu fulltrúar allra félaga í deildinni mæta til að svara spurningum fjölmiðla um mótið sem er framundan auk þess sem spá forráðamanna liðanna verður birt.

Lesa meira
 

Pepsi-deild kvenna hefst í dag - 27.4.2017

Pepsi-deild kvenna hefst í dag en þá verða leiknir fjórir leikir. Fyrsti leikur tímabilsins en viðureign Þórs/KA og Vals en sá leikur hefst kl. 17:45 í Boganum á Akureyri. Þegar blásið verður til leiks er Íslandsmótið formlega hafið og við tekur heilt tímabil af skemmtilegum leikjum.

Lesa meira
 

Góður vinnufundur um framkvæmd leikja - 26.4.2017

Fjölmennur og góður vinnufundur um framkvæmd leikja var haldinn í höfuðstöðvum KSÍ í dag. Alls mættu hátt í 40 manns á fundinn frá 20 félögum. Á fundinum var farið yfir ýmis hagnýt atriði úr Handbók leikja, sem gefin er út á hverju ári og inniheldur ábendingar og tilmæli til félaga.

Lesa meira
 

Freyr Alexandersson: “Gaman að fá Færeyjar” - 25.4.2017

Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari kvenna, er ánægður með að fá að mæta Færeyingum í undankeppni HM 2019 en Færeyingar eru nú í fyrsta sinn með í undankeppni HM kvenna.

Lesa meira
 

Valskonum spáð sigri í Pepsi-deild kvenna 2017 - 25.4.2017

Í dag fór fram hinn árlegi kynningarfundur Pepsideildar kvenna og fór hann fram í húsakynnum Ölgerðarinnar.  Að venju var kynnt spá forráðamanna félaganna og er Valskonum spáð titlinum og Breiðablik öðru sæti.  Fylki og Haukum er spáð falli í 1. deild.

Lesa meira
 

Ísland í riðli með Þýskalandi í undankeppni HM kvenna 2019 - 25.4.2017

Ísland er í riðli með Þýskalandi, Tékklandi, Slóveníu og Færeyjum í undankeppni HM kvenna 2019. Riðill Íslands er nokkuð sterkur þar sem Þýskaland er augljóslega sterkasti mótherjinn.

Lesa meira
 

Dregið í dag í undankeppni HM kvenna - 25.4.2017

Í hádeginu í dag verður dregið í riðla í undankeppni HM kvenna. Ísland er meðal þjóða og er íslenska liðið núna í öðrum styrkleikaflokki. Það kemur svo í ljós fljótlega eftir dráttinn hvenær íslenska liðið hefur leik í undankeppninni.

Lesa meira
 

Valur vann Meistarakeppni KSÍ - 25.4.2017

Valur vann í gærkveldi 1-0 sigur gegn FH í Meistarakeppni KSÍ þar sem Íslands- og bikarmeistarar seinasta tímabils mætast. Það var Haukur Páll Sigurðsson sem skoraði eina mark leiksins á 42. mínútu.

Lesa meira
 

Kynningarfundur Pepsi-deildar kvenna er í dag - 24.4.2017

Kynningarfundur vegna Pepsi-deildar kvenna verður á morgun, þriðjudag, í Ölgerðinni á Grjóthálsi. Á fundinum munu fulltrúar allra félaga í deildinni mæta til að svara spurningum fjölmiðla um mótið sem er framundan auk þess sem spá forráðamanna liðanna verður birt.

Lesa meira
 

Keppni í Borgunarbikar karla er hafin - 24.4.2017

1. umferð Borgunarbikars karla hófst 17. apríl en alls hafa 25 leikir nú þegar farið fram. Síðasti leikur 1. umferðar fer fram í kvöld þegar Stál-úlfur tekur á móti Njarðvík á gervigrasinu við Kórinn í Kópavogi og hefst leikurinn kl. 18:45

Lesa meira
 

Breytingar á knattspyrnulögunum 2017 - 24.4.2017

Breytingar sem Alþjóðanefnd knattspyrnusambanda (IFAB) gerir á knattspyrnulögunum hverju sinni taka alla jafna ekki gildi fyrir en 1. júní ár hvert, en að fenginni heimild IFAB tók stjórn KSÍ þá ákvörðun að nýja útgáfa laganna taki gildi í knattspyrnuleikjum á vegum KSÍ 2017.

Lesa meira
 

Vinnufundur um framkvæmd leikja miðvikudaginn 26. apríl - 24.4.2017

Árlegur vinnufundur um framkvæmd leikja og önnur mál verður haldinn miðvikudaginn 26. apríl kl. 11:00 í höfuðstöðvum KSÍ. Að þessu sinni verður sameiginlegur fundur fyrir félög sem eru með lið í Pepsídeildum karla og kvenna auk Inkasso deildar.

Lesa meira
 

Meistarakeppni KSÍ karla í kvöld, mánudaginn 24. apríl - 24.4.2017

Valsmenn og FH-ingar leiða í kvöld saman hesta sína í Meistarakeppni KSÍ. Þar mætast Íslandsmeistarar og bikarmeistarar seinasta tímabils og eru það að þessu sinni FH og Valur sem mætast á Valsvelli.

Lesa meira
 

Breiðablik vann meistarakeppni KSÍ - 21.4.2017

Breiðablik vann í kvöld 3-0 sigur á Stjörnunni í Meistarakeppni KSÍ þar sem Íslands- og bikarmeistarar seinasta tímabils mætast. Breiðablik komst í 2-0 í fyrri hálfleik og bætti við marki í seinni hálfleik úr víti og vann að lokum 3-0 sigur.

Lesa meira
 

Unnið að þróun UEFA A markmannsþjálfaragráðu - 21.4.2017

Vinna við að fá markmannsnámskeið KSÍ samþykkt og metið sem UEFA A markmannsþjálfaranámskeið er á lokastigi. KSÍ býður sem stendur upp á KSÍ markmannsþjálfaragráðu og hefur haldið tvö slík námskeið undanfarin 5 ár.

Lesa meira
 

Meistarakeppni KSÍ kvenna á föstudaginn - 19.4.2017

Meistarakeppni kvenna fer fram á Samsung vellinum á föstudaginn og hefst leikurinn kl. 19:15. Stjarnan varð Íslandsmeistari seinasta sumar en Breiðablik vann Borgunarbikarinn eftir að hafa lagt ÍBV að 3-1 á Laugardalsvelli.

Lesa meira
 

A karla - Miðasala á Finnland - Ísland hefst í dag, mánudag - 19.4.2017

Miðasala á leik Finnlands og Íslands í undankeppni HM sem fram fer laugardaginn 2. september í Finnlandi hefst mánudaginn 24. apríl klukkan 12:00 á Miði.is.

Lesa meira
 

Valur er Lengjubikarmeistari kvenna 2017 - 17.4.2017

Er Lengjubikarmeistari kvenna 2017 eftir sigur 2-1 sigur í úrslitaleiknum sem fram fór í Egilshöll. Leikurinn var hinn fjörugasti en Stefanía Ragnarsdóttir kom Val yfir á 14. mínútu en Fanndís Friðriksdóttir jafnaði metin undir lok fyrri hálfleiks og var jafnt í hálfleik.

Lesa meira
 

KR Lengjubikarmeistari karla 2017 - 17.4.2017

KR er Lengjubikarmeistari karla eftir 4-0 sigur á Grindavík í úrslitaleiknum sem fram fór í Egilshöll. KR komst yfir á 29. mínútu er Óskar Örn Hauksson skoraði með þrumuskoti eftir að KR fékk aukaspyrnu fyrir utan vítateig Grindavíkur, Pálmi Rafn renndi knettinum á Óskar sem skoraði með þrumufleyg.

Lesa meira
 

Lengjubikarinn - Leikið til úrslita á mánudaginn (annan í páskum) í Egilshöll - 15.4.2017

Það er leikið til úrslita í Lengjubikarnum á mánudaginn (annan í páskum) en úrslitaleikir karla og kvenna munu þá fara fram Í Egilshöll. Klukkan 14:00 er leikið til úrslita í Lengjubikar karla þar sem Grindavík mætir KR. Valur mætir svo Breiðablik í úrslitum Lengjubikars kvenna en leikurinn fer fram klukkan 16:30.

Lesa meira
 

U19 kvenna - Jafntefli gegn Ungverjum - 13.4.2017

U19 kvenna gerði 1-1 jafn­tefli við Ung­verja­land þegar liðin mætt­ust í vináttu­lands­leik á Grosics Gyula Stadi­on í Tata­bánya í Ung­verjalandi í morg­un. Anna Rakel Pét­urs­dótt­ir skoraði mark Íslands á 25. mínútu leiksins en Anna átti glæsilegt skot sem endaði í marki ungverska liðsins.

Lesa meira
 

U19 kvenna - Ísland mætir Ungverjum í fyrramálið, fimmtudag - 12.4.2017

U19 kvenna leikur í fyrramálið, fimmtudag, seinni vináttuleikinn gegn Ungverjalandi. Liðin mættust á þriðjudaginn var og unnu Ungverjar þá 2-0 sigur. Leikirnir eru hluta af undirbúningi liðanna fyrir komandi verkefni.

Lesa meira
 

Óúttekin leikbönn í byrjun Íslandsmóts, bikarkeppni og Meistarakeppni KSÍ 2017 - 12.4.2017

KSÍ hefur tekið saman lista til upplýsinga fyrir félögin um þá leikmenn í meistaraflokki sem eiga eftir að taka út leikbönn vegna leikja fyrir keppnistímabilið 2016.  Sérstök athygli er vakin á því að gefnir eru út tveir listar, annars vegar fyrir Íslandsmót og Meistarakeppni KSÍ og hins vegar fyrir bikarkeppni KSÍ. Lesa meira
 

Breytingar á reglugerð um félagaskipti, samninga og stöðu leikmanna og félaga - 12.4.2017

Á fundi stjórnar KSÍ 30. mars sl. samþykkti stjórn KSÍ breytingar á reglugerð KSÍ um félagaskipti, samninga og stöðu leikmanna og félaga. Breytingar þessar eru til samræmis við samþykktir ársþings KSÍ 2017. Um er að ræða breytingar þess efnis að félögum og leikmönnum í 2. deild karla er nú heimilt að gera leikmannssamninga.

Lesa meira
 

Valur og Breiðablik mætast í úrslitaleik Lengjubikars kvenna á mánudag - 12.4.2017

Valur og Breiðablik mætast í úrslitaleik Lengjubikars mánudaginn 17. apríl (annan í páskum) en leikurinn fer fram á Valsvelli. Breiðablik vann 3-0 sigur á ÍBV í undanúrslitum en Valur tryggði sér sæti í úrslitaleiknum með 2-1 sigri a Þór/KA.

Lesa meira
 

U19 kvenna - Tap í spennandi leik gegn Ungverjum - 11.4.2017

U19 kvenna tapaði 0-2 gegn Ungverjalandi í vináttuleik sem fram fór í dag. Ungverjar komust í 2-0 í fyrri hálfleik en stelpurnar okkar sóttu í sig veðrið í seinni hálfleik og áttu góð færi til að skora.

Lesa meira
 

A kvenna - Tap gegn Hollandi - 11.4.2017

Kvennalandsliðið tapaði 0-4 gegn Hollandi í vináttuleik sem fram fór í Vijverberg í dag. Hollendingar voru sterkari aðilinn og stjórnuðu leiknum lengst af. Úrslitakeppni EM fer fram í Hollandi í sumar og var leikurinn hluti af undirbúningi liðanna.

Lesa meira
 

A kvenna – Ísland mætir Hollandi í dag - BYRJUNARLIÐIÐ - 11.4.2017

Holland og Ísland mætast í vináttuleik kvennalandsiða þjóðanna í dag. Leikurinn fer fram á Vijverberg leikvangnum í Doetinchem í Hollandi og hefst kl. 17:00. Um er að ræða 9. viðureign þjóðanna sem fyrst mættust í undankeppni EM árið 1995.

Lesa meira
 

U19 kvenna - Ísland mætir Ungverjum í dag - Byrjunarlið - 11.4.2017

U19 kvenna leikur í dag, þriðjudag, fyrri vináttuleikinn gegn Ungverjalandi. Liðin mætast að nýju á fimmtudaginn. Leikirnir eru hluta af undirbúningi liðanna fyrir komandi verkefni.

Lesa meira
 

Staðfest niðurröðun í Borgunarbikarnum og landsdeildum meistaraflokka - 10.4.2017

Mótanefnd KSÍ hefur staðfest niðurröðun leikja í Borgunarbikarnum og landsdeildum meistaraflokka. Þar með hefur leikjaskrá allra móta verið staðfest, nema leikir í 4. deild karla og 2. deild kvenna.

Lesa meira
 

A kvenna – Ísland mætir Hollandi í dag - 9.4.2017

A landslið kvenna er nú í Hollandi þar sem liðið dvelur á sama hóteli og það verður á þegar lokakeppni EM fer fram í sumar. Dvölin á hótelinu núna er einstakt tækifæri til að slípa til það sem í ólagi er og tryggja þannig að allt verði í góðu standi þegar stóra stundin rennur upp þann 14. júlí nk. en þá heldur liðið til Hollands.

Lesa meira
 

Ívar Orri og Jóhann Ingi til Englands - 9.4.2017

Ívar Orri Kristjánsson og Jóhann Ingi Jónsson halda til Englands í vikunni þar sem þeir munu m.a. fylgjast með undirbúningi dómara í ensku úrvalsdeildinni. Þeir munu einnig starfa á leikjum í U19 deildinni í Englandi sem og sækja ráðstefnu úrvaldsdeildardómara og aðstoðardómara.

Lesa meira
 

Landsdómararáðstefna KSÍ 8. apríl - 7.4.2017

Líkt og leikmenn og aðrir, eru landsdómarar KSÍ í óða önn að undirbúa sig fyrir Íslandsmótið í knattspyrnu sem er handan við hornið.  Dómarar hittast og funda reglulega og þann 8. apríl, fer fram ein af landsdómararáðstefnunum. 

Lesa meira
 

A kvenna - 0-2 sigur gegn Slóvakíu - 6.4.2017

A landslið kvenna sigraði Slóvakíu 0-2 í vináttuleik í Senec í Slóvakíu í dag. Það voru þær Elín Metta Jensen og Berglind Björg Þorvaldsdóttir sem skoruðu mörk Íslands. Sigur Íslands var nokkuð öruggur og hefði hæglega getað orðið stærri. Mark Berglindar var hennar fyrsta mark fyrir landsliðið og ljóst að það var langþráð.

Lesa meira
 
Lengjubikarinn

Lengjubikarinn - 8 liða úrslit karla - 6.4.2017

8 liða úrsli í Lengjubikar karla fara fram 9. og 10. apríl næstkomandi. Viðureignirnar eru eftirfarandi: KR-Þór, KA-Selfoss, Breiðablik-FH og ÍA-Grindavík.

Lesa meira
 

A kvenna – Vináttuleikur gegn Slóvakíu í dag - BYRJUNARLIÐIÐ - 6.4.2017

A landslið kvenna leikur vináttuleik gegn Slóvakíu í dag. Leikurinn fer fram í Senec í Slóvakíu og hefst kl. 15:00 að íslenskum tíma. Landsliðið hefur dvalið í Senec síðan á mánudag og hefur undirbúningur fyrir leikinn gengið vel.

Lesa meira
 

Skipað í embætti stjórnar og nefndir KSÍ - 5.4.2017

Á fundi stjórnar KSÍ á dögunum var skipað í nefndir KSÍ og má sjá nefndarskipan hér að neðan.  Einnig hefur verið skipað í embætti stjórnar og er Guðrún Inga Sívertsen varaformaður, Gísli Gíslason er gjaldkeri og Magnús Gylfason er ritari.

Lesa meira
 

Skýrsla um skráða milliliði hjá KSÍ - 4.4.2017

samræmi við reglugerð KSÍ um milliliði birtir KSÍ í lok mars mánaðar nöfn allra milliliða sem skráðir hafa verið á árinu ásamt þeim gerningum sem þeir hafa komið að. Ekki hefur farið mikið fyrir skráningu milliliða en sem stendur eru aðeins tveir skráðir milliliðir hjá KSÍ. Þá hefur engum gerningum milliliða verið skilað inn til KSÍ á árinu.

Lesa meira
 

A kvenna – Landsliðið komið til Senec í Slóvakíu - 4.4.2017

A landslið kvenna er nú mætt til Senec í Slóvakíu þar sem liðið mætir heimamönnum í vináttuleik á fimmtudag. Nú þegar aðeins eru um 100 dagar þar til EM í Hollandi hefst er góður gangur í undirbúningnum og gott líkamlegt ástand á leikmönnum.

Lesa meira
 

Hæfileikamótun KSÍ og N1 á höfuðborgarsvæðinu - 4.4.2017

Hæfileikamótun KSÍ og N1 fyrir stráka og stelpur á höfuðborgarsvæðinu verður í Kórnum 10. - 12. apríl. Æfingarnar eru fyrir drengi og stúlkur fædd 2003 og 2004. Það er Dean Martin sem fer fyrir verkefninu.

Lesa meira
 

Héraðsdómaranámskeið í höfuðstöðvum KSÍ miðvikudaginn 5. apríl - 3.4.2017

Héraðsdómaranámskeið verður haldið í Sókninni á 3. hæð í höfuðstöðvum KSÍ miðvikudaginn 5. apríl kl. 18:00.  Námskeiðið er hugsað fyrir alla starfandi dómara og þá sem vilja öðlast réttindi héraðsdómara. Kristinn Jakobsson fyrrverandi FIFA dómari mun kenna á námskeiðinu.

Lesa meira
 

U17 kvenna - Sigur gegn Portúgal dugði ekki til - 2.4.2017

U17 kvenna vann í dag góðan 4-1 sigur á Portúgal í milliriðli fyrir EM. Al­ex­andra Jó­hanns­dótt­ir skoraði þrennu í leiknum og Svein­dís Jane Jóns­dótt­ir eitt mark.

Lesa meira
 

U17 kvenna - Ísland mætir Portúgal á morgun, sunnudag - 1.4.2017

U17 kvenna leikur lokaleik sinn í milliriðli á morgun, sunnudag. Leikurinn er gegn Portúgal en stelpurnar okkar eiga ennþá möguleika á að komast áfram í úrslitakeppnina. Til að það gangi upp þarf Ísland að vinna Portúgal og treysta á hagstæð úrslit í öðrum leikjum í milliriðli.

Lesa meira
 

U19 kvenna - Hópurinn sem leikur gegn Ungverjum - 31.3.2017

Þórður Þórðarson, landsliðsþjálfari U19 kvenna hefur valið landsliðshóp sem leikur tvo vináttulandsleiki gegn Ungverjum ytra 11. og 13. apríl.

Lesa meira
 

Ólöglegur leikmaður hjá KFR - 31.3.2017

Skrifstofa KSÍ hefur staðfest að KFR tefldi fram ólöglegu liði gegn Reyni S. í leik í Lengjubikar meistaraflokks karla, sem fram fór 25. mars síðastliðinn.  Úrslitum leiksins er því breytt, í samræmi við grein 10.1 í reglugerð KSÍ um knattspyrnumót og Reyni S. dæmdur sigur 3-0.

Lesa meira
 

U17 kvenna - 3-0 tap gegn Spánverjum - 30.3.2017

U17 ára landslið kvenna tapaði gegn Spánverjum í dag í milliriðli fyrir EM. Leikurinn endaði 3-0 fyrir Spán sem skoraði öll mörk sín í síðari hálfleik. Lokaleikur Íslands í milliriðlinum verður gegn Portúgal á sunnudaginn. Lesa meira
 

U17 kvenna - Ísland mætir Spánverjum í dag - 30.3.2017

U17 kvenna leikur annan leik sinn í milliriðli fyrir EM í dag. Leikurinn er gegn Spáni og verður blásið til leiks klukkan 14:00. Leikurinn verður sýndur beint á netinu og mun hlekkur á leikinn koma á Facebook-síðu KSI.
Lesa meira
 

Hæfileikamótun N1 og KSÍ á Austurlandi 7. apríl - 29.3.2017

Hæfileikamótun KSÍ og N1 fer fram á Reyðarfirði, föstudaginn 7. apríl.  Æfingarnar eru fyrir stúlkur og drengii sem eru fædd 2003 og 2004. Það er Dean Martin sem fer fyrir verkefninu. 

Lesa meira
 

Veðjað á rangan hest - Málstofa í HR - 29.3.2017

Lagadeild Háskólans í Reykjavík, í samstarfi við ÍSÍ og KSÍ stendur fyrir málstofu um hættuna af hagræðingu úrslita í íþróttakeppnum og nauðsynleg viðbrögð. Málstofan verður haldin í stofu V101, föstudaginn 31. mars, frá kl. 12:00 - 14:00. Lesa meira
 

Kvennalandsliðið í næstefsta styrkleikaflokki  - 29.3.2017

Kvenna­landsliðið verður í næ­stefsta styrk­leika­flokki þegar dregið verður í riðla fyr­ir undan­keppni HM 2019 þann 25. apríl. Styrk­leika­flokk­arn­ir eru fimm og verður dregið í sjö riðla. Efsta lið hvers riðils kemst beint á HM, og fjög­ur lið með best­an ár­ang­ur í 2. sæti fara í um­spil um tvö laus sæti til viðbót­ar.

Lesa meira
 

A kvenna - Landsliðshópurinn sem mætir Slóvakíu og Hollandi - 29.3.2017

Kvennalandsliðið leikur tvo vináttuleiki í apríl við Slóvakíu og Holland en leikirnir eru hluti af undirbúningi liðsins fyrir EM í sumar. Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari, hefur tilkynnt leikmannahópinn sem fer í þessi verkefni og má sjá hópinn hér.

Lesa meira
 

A karla – Góður 1-0 sigur á Írlandi - 28.3.2017

slenska karlalandsliðið vann góðan 1-0 sigur á Írum í vináttuleik þjóðanna sem fram fór á Aviva leikvangnum í Dublin í kvöld. Hörður Björgvin Magnússon skoraði eina mark leiksins beint úr aukaspyrnu á 21. mínútu.

Lesa meira
 
U21 landslið karla

U21 karla - Sigur gegn Sádí Arabíu - 28.3.2017

Strákarnir í U21 unnu góðan sigur á Sádí Arabíu í dag en vináttulandsleikur liðanna var leikinn í Róm.  Lokatölur urðu 3 - 1 fyrir Ísland en markalaust var í leikhléi.  Góður undirbúningur liðsins að baki fyrir undankeppni EM en liðið lék þrjá leiki í ferðinni. 

Lesa meira
 

U17 kvenna - Góður sigur á Svíum í milliriðli fyrir EM - 28.3.2017

U17 ára landslið kvenna vann frábæran 1-0 sigur á Svíum í fyrsta leik sín­um í mill­iriðli Evr­ópu­móts­ins en riðill­inn er leikinn í Portúgal. Stef­an­ía Ragn­ars­dótt­ir leikmaður Þrótt­ar Reykja­vík­ur skoraði sig­ur­markið á 8. mín­útu leiksins.

Lesa meira
 

U21 karla – Vináttuleikur við Saudi Arabíu í dag - 28.3.2017

U21 árs lið karla leikur vináttuleik gegn Saudi Arabíu í dag. Leikurinn sem fer fram á Ítalíu hefst kl. 13:00 að íslenskum tíma. Leikurinn er þriðji og síðasti vináttuleikur liðsins á einni viku en tveir leikir gegn Georgíu fóru fram í síðustu viku og um helgina. Fyrri leikurinn tapaðist 1-3 en þeim síðari lauk með jafntefli 4-4.

Lesa meira
 

A karla - Vináttuleikur gegn Írlandi í Dublin í dag - BYRJUNARLIÐIÐ - 28.3.2017

A landslið karla leikur vináttuleik gegn Írum í Dublin í dag. Leikurinn verður 11 viðureign þjóðanna sem fyrst mættust á Laugardalsvelli í vináttuleik 1958. Leikurinn sá endaði með sigri Írlands (2-3) þar sem Helgi Björgvinsson og Þórður Þórðarson skoruðu mörk Íslands.

Lesa meira
 

U17 kvenna – Byrjunarliðið á gegn Svíþjóð - 28.3.2017

U17 ára landslið kvenna leikur fyrsta leik sinn í milliriðli fyrir EM 2017 í dag gegn Svíþjóð. Jörundur Áki Sveinsson, þjálfari liðsins, hefur valið byrjunarliðið fyrir leikinn og er það skipað eftirtöldum leikmönnum.

Lesa meira
 
Úrslitaleikur Valitors bikars kvenna Valur - KR

Síðasta byrjendanámskeiðið í Reykjavík - 27.3.2017

Byrjendanámskeið fyrir dómara verður haldið í höfuðstöðvum KSÍ, mánudaginn 3. apríl. Námskeiðið er það síðasta sem haldið verður í Reykjavík að þessu sinni. Námskeiðið er haldið af KSÍ í hefst kl. 17:30. Lesa meira
 

Hvernig þjálfari ertu? - Námskeið - 26.3.2017

Laugardaginn 1. apríl kl. 10:00 munu íþróttasálfræðingarnir Hallur Hallsson og Haukur Ingi Guðnason, íþróttasálfræðingar og kennarar við Háskóla Íslands, halda áhugavert námskeið sem ber yfirskriftina Hvernig þjálfari ertu?

Lesa meira
 

A karla - Arnór Smárason kallaður í hópinn - 26.3.2017

Arnór Smárason hefur verið kallaður inn í hóp A landsliðs karla sem mætir Írlandi í vináttuleik á þriðjudag. Arnór kemur til móts við hópinn í Dublin í dag. Arnór sem á að baki 21 leik með A landsliðinu og hefur skorað í þeim 2 mörk, lék síðast með landsliðinu í China Cup í janúar.

Lesa meira
 

A karla - Arnór, Emil og Gylfi ekki með gegn Írlandi - 25.3.2017

Arnór Ingvi Traustason, Emil Hallfreðsson og Gylfi Þór Sigurðsson, munu ekki leika vináttuleikinn gegn Írlandi á þriðjudaginn.

Lesa meira
 
U21 landslið karla

U21 karla - Jafntefli í markaleik - 25.3.2017

Strákarnir í U21 léku í dag anna vináttulandsleikinn gegn Georgíu á þremur dögum en leikið var í Tiblisi.  Heimamenn höfðu betur í fyrri leiknum en í dag endaði leikurinn með jafntefli, 4 - 4.  Liðið heldur nú til Rómar þar sem leikið verður gegn Sádí Arabíu á þriðjudaginn.  Lesa meira
 

U21 karla - Ísland mætir Georgíu klukkan 10:00 í dag - Byrjunarliðið - 24.3.2017

U21 karla leikur seinni leik sinn við Georgíu á laugardagsmorgun en leikurinn hefst klukkan 10:00. Fyrri leikur liðanna endaði með 3-1 sigri Georgíu en þar fengu margir leikmenn að stíga sín fyrsta skref með landsliðinu.

Lesa meira
 

A karla - Sigur gegn Kosóvó - 24.3.2017

Strákarnir okkar unnu 1-2 sigur á Kosóvó í undankeppni HM en leikurinn fór fram í Albaníu. Sigurinn var torsóttur en íslenska liðið byrjaði vel og leiddi 0-2 eftir 35. mínútu en Kosóvar létu íslenska liðið heldur betur hafa fyrir hlutunum. Sigurinn skilar Íslandi í 2. sæti riðilsins og það verður risastór leikur gegn Króatíu í júní.

Lesa meira
 

A karla – Byrjunarlið Íslands gegn Kósóvó - 24.3.2017

Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari, hefur valið þá 11 leikmenn sem munu hefja leik fyrir Íslands hönd í leiknum á móti Kósóvó í undankeppni HM 2018 í kvöld. 6 leikmenn úr byrjunarliðinu hófu einnig leikinn gegn Króatíu í nóvember sem var síðasti leikur Íslands í undankeppninni. 

Lesa meira
 

A karla – Leikur gegn Kósóvó í dag - 24.3.2017

A landslið karla leikur gegn Kósóvó í Shkoder í Albaníu í dag. Leikurinn er liður í undankeppni HM 2018 þar sem Ísland er í þriðja sæti I riðils en Kósóvó er í því sjötta með 1 stig.

Lesa meira
 

KSÍ 70 ára sunnudaginn 26. mars - 24.3.2017

Sunnudaginn 26. mars fagnar Knattspyrnusamband Íslands 70 ára afmæli sínu.  Fjórtán félög og íþróttabandalög stofnuðu KSÍ 26. mars 1947 og var Agnar Klemens Jónsson fyrsti formaður KSÍ. Í tilefni af afmælinu ætlar afmælisbarnið að gefa nokkrar afmælisgjafir næstu daga og eru áhugasamir hvattir til þess að kynna sér þetta betur á Facebook síðu KSÍ.

Lesa meira
 

Úrslit í leik Fram og Breiðabliks standa - 24.3.2017

Leikur Fram og Breiðbliks í A deild Lengjubikars karla sem fram fór fimmtudaginn 23. mars á Framvelli Úlfarsárdal var hætt eftir 70 mínútur. Dómari leiksins mat vallaraðstæður þannig að hann hefði áhyggjur af öryggi leikmanna ásamt því að línur vallarins sáust ekki.

Lesa meira
 

Landsliðið á uppleið á heimslista FIFA - 24.3.2017

Kvennalandsliðið fór í 18. sæti á heimslista FIFA sem birtur var í dag. Liðið færir sig upp á listanum en stelpurnar okkar gerðu jafntefli við Spán og sigruðu Kína á Algarve mótinu fyrr í mánuðinum en tapaði gegn Noregi og Japan.

Lesa meira
 
Dómaraflauta eða hljóðfæri?

Íslenskir dómarar á CORE námskeiði í Sviss - 23.3.2017

Um þessar mundir eru þrír íslenskir dómarar staddir í  Sviss á svokölluðu "CORE" námskeið sem haldið er á vegum UEFA.  Um er að ræða verkefni fyrir unga og efnilega dómara en CORE stendur fyrir "Center of Refereeing Excellence" en þetta verkefni snýr að þjálfun og menntun dómara framtíðarinnar.

Lesa meira
 

A karla – Landsliðið komið til Albaníu - 22.3.2017

A landslið karla mætti til Albaníu í dag eftir þriggja daga dvöl í Parma á Ítalíu. Flogið var til Tirana og ekið þaðan til Shkoder þar sem leikurinn gegn Kósóvó mun fara fram á föstudag.

Lesa meira
 
U21 landslið karla

U21 karla - Heimasigur í fyrri leiknum - 22.3.2017

Strákarnir í U21 léku í dag fyrri vináttulandsleikinn gegn Georgiu en báðir leikirnir fara fram í Tiblisi.  Það voru heimamenn sem höfðu betur, 3 - 1, eftir að þeir höfðu leitt, 1 - 0, í leikhléi Liðin mætast svo aftur á laugardaginn á sama leikstað en þriðji leikur Íslands í þessari leikjatörn verður í Róm, 28. mars, þegar liðið mætir Sádí Arabíu.

Lesa meira
 
UEFA EM U19 karla

Þorvaldur og Jóhann Gunnar dæma í Portúgal - 22.3.2017

Dómararnir Þorvaldur Árnason og Jóhann Gunnar Guðmundsson eru nú staddir í Portúgal þar sem þeir verða við störf í milliriðli EM hjá U19 karla.  Auk heimamanna leika þar Króatía, Pólland og Tyrklandl og þar er einmitt hjá tveimur síðastöldu þjóðunum sem þeir félagar dæma sinn fyrsta leik á morgun.

Lesa meira
 

U21 karla - Ísland mætir Georgíu í dag - Byrjunarliðið tilkynnt - 22.3.2017

U21 karla leikur í vikunni tvo vináttuleiki við Georgíu en leikirnir fara fram á Mikheil Meskhi Stadium í Tbilisi. Fyrri leikurinn er í dag, miðvikudag, en liðin mætast svo aftur á laugardaginn. Á þriðjudaginn mætir svo U21 karla Saudi Arabíu en leikurinn fer fram á Ítalíu. Eyjólfur Sverrisson, landsliðsþjálfari U21, hefur tilkynnt byrjunarliðið fyrir leikinn í dag.

Lesa meira
 

EM kvenna - Miðasölu fyrir stuðningsmenn Íslands lokið - 22.3.2017

Sérstakri miðasölu fyrir stuðningsmenn á leiki Íslands á EM kvenna í Hollandi er nú lokið.  Ennþá er hægt að kaupa miða á leiki Íslands, sem og aðra leiki keppninnnar, í gegnum miðasölu hjá UEFA Lesa meira
 

A karla – Landsliðsmenn mættir til Parma - 20.3.2017

Leikmenn A landsliðs karla eru nú komnir til Parma á Ítalíu þar sem liðið undirbýr sig fyrir leikinn mikilvæga gegn Kósóvó. Leikurinn sem er fimmti leikur liðsins í undankeppni HM 2018 verður á föstudaginn í Shkoder í Albaníu.

Lesa meira
 

U17 kvenna - Hópur vegna milliriðils fyrir EM - 20.3.2017

Jörundur Áki Sveinsson hefur valið eftirtalda leikmenn til að leika í milliriðli EM 26. mars til 3. apríl næstkomandi. Leikið er í Portúgal.

Lesa meira
 

A karla - hópurinn sem mætir Kósóvó og Írlandi - 17.3.2017

Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari, hefur tilkynnt leikmannahópinn sem mætir Kósóvó þann 24. mars og Írlandi 28. mars. Leikurinn gegn Kósóvó sem er í undankeppni HM 2018 verður leikinn í Shkoder í Albaníu en leikurinn gegn Írlandi er vináttuleikur sem spilaður verður í Dublin.

Lesa meira
 
Knattspyrna á Íslandi

Útgefin þátttökuleyfi á öðrum fundi leyfisráðs - 17.3.2017

Annar fundur leyfisráðs í leyfisferlinu fyrir keppnistímabilið 2017 fór fram í gær fimmtudag og voru þátttökuleyfi 18 félaga samþykkt.  Níu af leyfunum 18 eru gefin út með fyrirvara. Þar með hafa öll 24 félögin í efstu tveimur deildum karla fengið útgefin þátttökuleyfi, en þó 11 með fyrirvörum vegna vallarmála eða frekari gagnaskila fyrir 31. mars nk.

Lesa meira
 

U19 karla - Úrtaksæfingar 24.-26. mars - 17.3.2017

Eftirtaldir leikmenn voru valdir á úrtaksæfingar U19 karla sem fram fara 24.-26. mars næstkomandi.  Æfingarnar fara fram undir stjórn Þorvaldar Örlygssonar.

Lesa meira
 

EM kvenna – Miðasalan framlengd til þriðjudagsins 21. mars - 15.3.2017

Ákveðið hefur verið að framlengja miðasöluna á EM kvenna í Hollandi, fyrir íslenska stuðningsmenn, en miðasalan fer fram í gegnum miðasölukerfi hjá mid.is.  Bætt hefur verið við miðum á alla leiki Íslands í keppninni, í flestum verðflokkum, en þeir barnamiðar sem KSÍ fékk til umráða eru uppseldir.

Lesa meira
 

U21 karla - Hópurinn sem mætir Georgíu og Sádí Arabíu - 14.3.2017

Eyjólfur Sverrisson, landsliðsþjálfari U21 landsliðs karla, hefur valið hópinn sem leikur þrjá vináttuleiki í mars. Liðið leikur gegn Georgíu 22. og 25. mars í Georgíu og leikur síðan gegn Sádí Arabíu 28. mars á Ítalíu.

Lesa meira
 

80 strákar á æfingum hjá U18 og U17 um helgina - 13.3.2017

Sameiginlegar æfinga U18 og U17 karla fóru fram í Kórnum og Egilshöll um helgina. Alls tóku um 70 drengir, þátt í æfingunum sem voru undir stjórn Þorvaldar Örlygssonar , Dean Martin og Þorláks Más Árnassonar. Strákarnir sem tóku þátt í æfingunum eru fæddir 2000 og 2001.

Lesa meira
 
Fífan

Breytingar á reglugerðum - 13.3.2017

Á fundi stjórnar KSÍ 22. febrúar sl. samþykkti stjórn KSÍ margþættar breytingar á reglugerð KSÍ um knattspyrnumót. Breytingar þessar eru annars vegar til samræmis við samþykktir ársþings KSÍ 2014 og hins vegar til samræmis við samþykktir ársþings KSÍ 2017.

Lesa meira
 

Úrtaksæfingar U16 karla 24.-26. mars - 13.3.2017

Eftirtaldir leikmenn voru valdir á úrtaksæfingar U16 karla (2002) sem fram fara 24. - 26. mars næstkomandi.  Æfingarnar fara fram í Egilshöll og Kórnum og verða undir stjórn Dean Martin.

Lesa meira
 

Drög að leikjaniðurröðun sumarsins liggur fyrir - 11.3.2017

Drög að leikjaniðurröðun í mótum sumarsins hefur verið birt á vef KSÍ. Félög eru vinsamlegast beðin um að skoða vandlega sína leiki og koma athugasemdum á framfæri í síðasta lagi mánudaginn 20. mars á netfangið birkir@ksi.is.

Lesa meira
 

Sex þátttökuleyfi útgefin á fyrri fundi leyfisráðs - 9.3.2017

Fyrri fundur leyfisráðs í leyfisferlinu fyrir keppnistímabilið 2017 fór fram í vikunni.  Sex félög fengu útgefin þátttökuleyfi, en afgreiðslu leyfisumsókna 18 félaga var frestað um eina viku.  Ráðið kemur aftur saman á fimmtudag í næstu viku. Lesa meira
 

U21 karla - Vináttuleikur við Sádí Arabíu á Ítalíu - 9.3.2017

Samið hefur verið við Sádi Araba um að U21 landslið þjóðanna leiki vináttuleik í Fiuggi á Ítalíu þann 28. mars.

Lesa meira
 

U17 kvenna - Jafntefli gegn Austurríki - 9.3.2017

U17 kvenna lék seinni vináttuleikinn við Austurríki í dag. Leikurinn var bráðfjörugur og endaði með 2-2 jafntefli. Fyrri leikur liðanna fór 2-0 fyrir Íslandi.

Lesa meira
 

Hæfileikamótun ungra dómara - 9.3.2017

Laugardaginn 11. mars verður hrint af stokkunum hæfileikamótun fyrir unga dómara. 14 þátttakendur á aldrinum 17-25 ára hafa verið valdir til þess að taka þátt í verkefninu Allir munu þeir fá kennara sem mun skoða þá í 5 leikjum og gefa þeim góð ráð í kjölfarið.

Lesa meira
 

U17 kvenna - Ísland og Austurríki mætast aftur í dag - Byrjunarlið - 9.3.2017

U17 kvenna leikur seinni vinátuleik sinn við Austurríki í dag og er blásið til leiks klukkan 10:00. Fyrri leikurinn var á þriðjudaginn og þá vann ísland 2-0 sigur. Leikirnir eru hluti af undirbúningi liðanna fyrir komandi verkefni.

Lesa meira
 

A kvenna - Sigur á Kína í lokaleiknum á Algarve-mótinu - 8.3.2017

Stelpurnar okkar unnu góðan 2-1 sigur á Kína í lokaleik Algarve-mótsins. Ísland hafnaði því í 9. sæti mótsins. Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari, gerði margar breytingar milli leikja og lék liðið mismunandi leikkerfi sem verða mögulega notuð á EM í sumar.

Lesa meira
 

A kvenna – Byrjunarlið Íslands í lokaleiknum á Algarve Cup - 8.3.2017

Lokaleikur Íslands á Algarve Cup að þessu sinni verður gegn Kína. Þjóðirnar mættust síðast á Sincere Cup í Kína í október sl. og endaði sá leikur með 2-2 jafntefli þar sem Fanndís Friðriksdóttir og Katrín Ásbjörnsdóttir skoruðu mörk Íslands.

Lesa meira
 

Úrtaksæfingar U16 kvenna - 8.3.2017

Eftirtaldir leikmenn voru valdir á úrtaksæfingar U16 kvenna (2002) sem fram fara 17. - 19. mars næstkomandi. Æfingarnar fara fram undir stjórn Dean Martin.

Lesa meira
 

KSÍ B próf - 6. apríl - 8.3.2017

Fimmtudaginn 6. apríl kl. 16:00 stendur fræðslusvið KSÍ fyrir KSÍ B prófi (UEFA B prófi). Prófið er opið öllum þjálfurum sem hafa klárað KSÍ I, II, III, IV, KSÍ B þjálfaraskólann og skilað öllum verkefnum á fullnægjandi hátt (engar undantekningar eru gerðar).

Lesa meira
 

U17 kvenna - Góður sigur á Austurríki - 7.3.2017

U17 kvenna vann góðan 2-0 sigur á Austurríki í dag. Fyrra mark Íslands kom strax á 10. mínútu en það var Karólína Lea Vilhjálmsdóttir sem skoraði markið en Hlín Eiríksdóttir skoraði seinna mark Íslands en markið kom á 40. mínútu eftir hornspyrnu.

Lesa meira
 

U17 kvenna - Ísland leikur við Austurríki í dag - Byrjunarlið - 7.3.2017

U17 kvenna leikur tvo vináttuleiki í vikunni við Austurríki. Fyrri leikurinn er í dag og hefst hann klukkan 15:00. Seinni leikurinn er á fimmtudaginn en leikirnir eru hluti af undirbúningi liðsins fyrir komandi verkefni.

Lesa meira
 

Ísland og Spánn skildu jöfn á Algarve Cup - 6.3.2017

Ísland og Spánn skildu jöfn á Algarve Cup í dag þar sem hvorugu liðinu tókst að skora. Leikurinn í dag var besti leikur Íslands til þessa í mótinu og var íslenska liðið mun nær því að ná í öll stigin úr þessum leik.

Lesa meira
 

A kvenna – Byrjunarliðið gegn Spáni í dag - 6.3.2017

Síðasti dagur riðlakeppninnar á Algarve Cup er í dag. Staðan í riðli Íslands er þannig að Spánn hefur unnið báða sína leiki til þessa og er þar með efst í riðlinum með 6 stig,

Lesa meira
 

EM 2017 - Miðasala á vegum KSÍ lýkur þann 15. mars - 6.3.2017

Miðasala á vegum KSÍ á leiki Íslands á EM 2017 í Hollandi lýkur þann 15. mars. Eftir þann tíma verður einungis hægt að kaupa miða á miðasöluvef UEFA en þá er ekki tryggt að sætin séu meðal stuðningsmanna Íslands.

Lesa meira
 

Úrtaksæfingar U16 kvenna (fæddar 2001) - 6.3.2017

Jörundur Áki Sveinsson,landsliðsþjálfari, hefur valið eftirtalda leikmenn til úrtaksæfinga fyrir U16 kvenna. Æfingarnar fara fram 17. – 19. mars n.k.

Lesa meira
 

A kvenna – Tap gegn Japan á Algarve Cup - 3.3.2017

Íslenska kvennalandsliðið tapaði gegn Japan í leik liðanna á Algarve Cup í Portúgal í dag. Japan komst yfir með marki frá Yui Hasagawa á 11. mínútu leiksins. Hún var svo aftur á ferðinni aðeins fjórum mínútum síðar þegar hún skoraði seinna mark leiksins.

Lesa meira
 

A kvenna - 100 leikur Söru Bjarkar Gunnarsdóttur - 3.3.2017

Sara Björk Gunnarsdóttir leikur sinn 100 A landsleik í dag. Fyrsti leikur Söru með landsliðinu var 26. ágnúst 2007 þegar hún kom inná sem varamaður í útileik á móti Slóveníu.

Lesa meira
 

U17 karla - Jafntefli gegn Króatíu - 3.3.2017

U17 karla lék lokaleik sinn á UEFA-móti sem fram fór í Skotlandi í vikunni í dag. Leikurinn var gegn Króatíu og endaði með markalausu jafntefli. Strákarnir okkar áttu betri færi í leiknum og léku vel en náðu samt ekki að skora.

Lesa meira
 

A kvenna – Ísland leikur gegn Japan á Algarve Cup í dag - 3.3.2017

Annar leikdagur á Algarve Cup verður leikinn í dag í roki og rigningu. Ísland mætir Japan í dag en liðin hafa einu sinni áður mæst og var það einmitt á Algarve Cup fyrir tveimur árum síðan.

Lesa meira
 

Ólöglegur leikmaður hjá HK  - 3.3.2017

Skrifstofa KSÍ hefur staðfest að HK tefldi fram ólöglegu liði gegn ÍA í leik í Lengjubikar meistaraflokks karla, sem fram fór 24. febrúar síðastliðinn. 

Lesa meira
 

U17 karla - Ísland mætir Króatíu í dag - 2.3.2017

Lokaleikur U17 karla á UEFA-móti sem fram fer í Skotlandi er í dag en þá mæta strákarnir okkar Króatíu.

Lesa meira
 

A kvenna - Guðmunda Brynja kölluð inn í hópinn - 2.3.2017

Eins og vitað er meiddist Sandra María Jessen í leiknum gegn Noregi á Algarve Cup í gær.  Í myndatökum í gærkveldi kom í ljós að Sandra er óbrotin en hún mun gangast undir frekari skoðun næstu daga.   Lesa meira
 

U18 karla - Úrtaksæfingar - 2.3.2017

Eftirtaldir leikmenn hafa verið valdir til að taka þátt í úrtaksæfingum vegna U18 liðs karla. Æfingarnar fara fram undir stjórn Þorvaldar Örlygssonar þjálfara U18 landsliðs Íslands.

Lesa meira
 

U17 karla - Úrtaksæfingar - 2.3.2017

Eftirtaldir leikmenn hafa verið valdir til að taka þátt í úrtaksæfingum vegna U17 liðs karla. Æfingarnar fara fram undir stjórn Þorláks Árnasonar þjálfara U17 landsliðs Íslands. Athugið að þeir leikmenn sem taka þátt í UEFA móti í Skotlandi eru ekki boðaðir

Lesa meira
 

Landsdómararáðstefna 3.- 4. mars - 2.3.2017

Um komandi helgi fer fram hin árlega landsdómararáðstefna KSÍ en þar hittast landsdómarar til að undirbúa sig fyrir komandi tímabil. Að venju er fenginn gestafyrirlesari erlendis frá og að þessu sinni er það Leif Lindberg sem verður gestur ráðstefnunnar.  Þetta er fyrsta af þremur landsdómararáðstefnum sem haldin er á árinu.

Lesa meira
 

Hæfileikamótun N1 og KSÍ - Vesturland - 2.3.2017

Hæfileikamótun KSÍ og N1 fer fram á Akranesi þriðjudaginn 7. mars. Æfingarnar eru fyrir drengi og stúlkur sem eru fædd 2003 og 2004. Það er Dean Martin sem fer fyrir verkefninu. 

Lesa meira
 

A kvenna – Jafntefli gegn Noregi í baráttuleik - 1.3.2017

Kvennalandsliðið gerði 1-1 jafntefli gegn Noregi í baráttuleik á Algarve Cup í kvöld. Ade Hegelberg skoraði fyrir Noreg strax á 4. mínútu leiksins en Gunnhildur Yrsa var fljót að svara fyrir okkar hönd og jafnaði leikinn á 10. mínútu eftir góða takta hjá afmælisbarninu, Elínu Mettu, á hægri kantinum.

Lesa meira
 

A kvenna – Ísland-Noregur hefst kl. 18:30 - 1.3.2017

Fyrsti leikur Íslands á Algarve Cup í ár verður gegn Noregi í dag og hefst hann kl. 18:30. Íslenska liðið kom til Algarve á sunnudag og hefur nýtt síðustu daga til að undirbúa sig fyrir leikinn í kvöld.

Lesa meira
 

U17 karla - Naumt tap gegn Skotum - 1.3.2017

U17 karla tapaði í dag, 2-1, gegn Skotlandi á UEFA-móti sem fram fer þessa vikuna. Sigurmark Skota kom undir lok leiksins en íslenska liðið hafði varist vel í leiknum og var grátlegt að fá mark á sig rétt áður en flautað var til leiksloka.

Lesa meira
 
U21 landslið karla

U21 karla - 25 leikmenn valdir í æfingahóp - 1.3.2017

Eyjólfur Sverrisson, landsliðsþjálfari U21 karla, hefur valið 25 leikmenn í æfingahóp sem æfir um komandi helgi.  Alls velur Eyjólfur 25 leikmenn að þessu sinni og koma þeir frá 14 félögum en einungis eru valdir leikmenn sem leika með íslenskum féllögum.

Lesa meira
 

U17 karla - Ísland mætir Skotlandi í dag - Byrjunarlið Íslands - 1.3.2017

U17 karla leikur annan leik sinn í dag á UEFA-móti sem fram fer í Skotlandi. Strákarnir okkar mæta heimamönnum í leik dagsins en Skotar unnu 1-0 sigur á Króatíu í fyrsta leik sínum en Ísland gerði 2-2 jafntefli við Austurríki á sama tíma.

Lesa meira
 
U17 landslið karla

U17 karla - Stefán Viðar kemur inn fyrir Jökul - 28.2.2017

Þorlákur Árnason, landsliðsþjálfari U17 karla, hefur valið hópinn sem leikur á undirbúningsmóti UEFA í Edinborg í Skotlandi.  Leikið verður gegn heimamönnum, Austurríki og Króatíu og fara leikirnir fram dagana 27. febrúar til 3. mars.

Lesa meira
 

A kvenna – Mikilvægur hluti undirbúnings fyrir EM hafinn í Algarve - 27.2.2017

A landslið kvenna kom til Algarve í Portúgal seint í gærkveldi eftir langt og strangt ferðalag. Vegna snjóþunga í Reykjavík varð töluverð seinkun á flugi frá Keflavík sem varð til þess að hópurinn missti af tengiflugi frá Amsterdam til Lissabon.

Lesa meira
 

U17 karla - Jafntefli gegn Austurríki - 27.2.2017

U17 karla gerði 2-2 jafntefli í fyrsta leik sínum á UEFA-móti sem fram fer í Skotlandi. Austurríki komst tvívegis yfir í leiknum en strákarnir okkar náðu að jafna metin í tvígang og lauk leiknum því með jafntefli. Það var því farið beint í vítakeppni þar sem Austurríki hafði betur, 4-3, og fær því 2 stig en Ísland fær 1 stig.

Lesa meira
 

Hæfileikamótun N1 og KSÍ - Suðurland - 27.2.2017

Hæfileikamótun N1 og KSÍ fer fram í Hamarshöllinni föstudaginn 3. mars. Æfingarnar eru fyrir stráka sem eru fæddir 2003 og 2004. Það er Dean Martin sem fer fyrir verkefninu.

Lesa meira
 

U17 karla - Byrjunarlið Íslands gegn Austurríki - 27.2.2017

U17 karla hefur leik í dag á undirbúningsmóti UEFA en mótið fer fram í Skotlandi. Ísland er í riðli með Skotum, Króatíu og Austurríki og eru Austurríkismenn mótherjar Íslands í leiknum í dag sem hefst klukkan 15:30.

Lesa meira
 

Umsóknarfrestur í Mannvirkjasjóð KSÍ er til 1. mars 2017 - 27.2.2017

Umsóknarfrestur í Mannvirkjasjóð KSÍ er til 1. mars en sjóðnum er ætlað að styðja við nýframkvæmdir knattspyrnumannvirkja á Íslandi á árunum 2016 - 2019, til þess að skapa iðkendum, áhorfendum og stjórnendum sem besta aðstöðu.

Lesa meira
 

U17 kvenna - Góður sigur á Austurríki - 24.2.2017

U17 kvenna vann 1-0 sigur á Austurríki í seinasta leik liðsins á UEFA æfingarmóti sem fram fór á Skotlandi. Eina mark leiksins kom í seinni hálfleik en það var Signý Elfa Sigurðardóttir sem skoraði mark Íslands í leiknum.

Lesa meira
 

Þinggerð 71. ársþings KSÍ - 24.2.2017

Hér að neðan má sjá þinggerð 71. ársþings Knattspyrnusambands Íslands, sem haldið var í Vestmannaeyjum þann 11. febrúar síðastliðinn.

Lesa meira
 

U17 kvenna - Leikið gegn Austurríki í dag - 24.2.2017

Í dag er leikið við lið Austurríkis sem unnið hefur báða leiki sína í mótinu til þessa. Leikurinn hefst kl.11 eins og leikur Skotlands og Tékklands.

Lesa meira
 

Valur Reykjavíkurmeistari kvenna - 23.2.2017

Valur varð í kvöld Reykjavíkurmeistari kvenna en liðið vann 3-1 sigur á Fylki í úrslitaleiknum sem fram fór í Egilshöll. Það var samt Fylkir sem byrjaði betur í leiknum en Sæunn Rós Ríkharðsdóttir kom Fylki yfir á fyrstu mínútu leiksins.

Lesa meira
 

Sara Björk tilnefnd í lið ársins hjá FIFPro - 23.2.2017

Sara Björk Gunn­ars­dótt­ir, leikmaður Wolfs­burg og ís­lenska ­landsliðsins, hef­ur verið til­nefnd í lið árs­ins í heim­in­um af FIFPro, Alþjóðlegu leik­manna­sam­tök­un­um.

Lesa meira
 

Hæfileikamótun KSÍ og N1 - Suðurnes - 23.2.2017

Hæfileikamótun KSÍ og N1 fer fram í Reykjaneshöllinni mánudaginn 27. febrúar. Æfingarnar eru fyrir stráka sem eru fæddir 2003 og 2004. Það er Dean Martin sem fer fyrir verkefninu.

Lesa meira
 

U17 kvenna - Tap gegn Skotlandi - 22.2.2017

U17 kvenna tapaði 3-0 í dag gegn Skot­um á æf­inga­móti sem fram fer í Skotlandi. Skot­ar leiddu 1-0 eft­ir fyrri hálfleik­inn og bættu svo við tveim­ur mörk­um í síðari hálfleik.

Lesa meira
 

U17 kvenna - Hópurinn sem mætir Austurríki - 22.2.2017

U17 ára landslið kvenna mætir Austurríki þann 7. og 9. mars en leikirnir eru hluti af undirbúningi liðsins fyrir milliriðil EM U17 sem leikinn verður í lok mars. Leikirnir fara fram í Austurríki en æfingar fyrir leikina fara fram 3. – 5. mars.

Lesa meira
 

U19 kvenna - Hópur boðaðar til æfinga 3. - 5. mars - 22.2.2017

Eftirtaldir leikmenn eru valdir á landsliðsæfingar U19 kvenna sem fram fara dagana 3. - 5. mars. 2017. Æfingarnar fara fram undir stjórn Þórðar Þórðarsonar landsliðsþjálfara U19 kvenna.

Lesa meira
 

U17 kvenna - Byrjunarliðið gegn Skotum í dag - 22.2.2017

Ísland leikur gegn Skotlandi í dag á æfingamóti UEFA í Edinborg. Leikurinn hefst kl. 16:00 (ath breyttur leiktími).

Lesa meira
 
Knattspyrnuráð Reykjavíkur

Fylkir og Valur mætast í úrslitum Reykjavíkurmóts kvenna í kvöld - 22.2.2017

Fylkir og Valur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmóts kvenna og fer leikurinn fram í Egilshöll, fimmtudaginn 23. febrúar kl. 20:30.  Fylkir lagði Fjölni í undanúrslitum eftir vítaspyrnukeppni en Valur hafði betur gegn KR í hinum undanúrslitaleiknum.

Lesa meira
 
Aðstoðardómari að störfum á leik Íslands og Svíþjóðar

Grunnnámskeið fyrir aðstoðardómara miðvikudaginn 1. mars - 22.2.2017

Grunnnámskeið fyrir aðstoðardómara verður haldið miðvikudaginn 1. mars í höfuðstöðvum KSÍ og hefst það kl. 18:00. Einar Sigurðsson fyrrum FIFA aðstoðardómari mun fara yfir ýmis lykilatriði í aðstoðardómgæslunni.

Lesa meira
 
Dómaraflauta eða hljóðfæri?

Byrjendanámskeið fyrir dómara haldið hjá Víkingi í Víkinni - 21.2.2017

Byrjendanámskeið fyrir dómara verður haldið hjá Víking í Víkinni þriðjudaginn 28. febrúar kl. 19:00. Námskeiðið er haldið af KSÍ í samvinnu við Víking og hefst kl. 19:00.

Lesa meira
 

U17 kvenna - Naumt tap gegn Tékkum - 21.2.2017

U17 kvenna tapaði fyr­ir Tékk­um, 1-0, í fyrsta leik sín­um á æfingamóti á vegum UEFA en mótið fer fram í Skotlandi. Eina mark leiksins kom úr vítaspyrnu en leikurinn var jafn og spennandi.

Lesa meira
 

U17 kvenna - Byrjunarliðið gegn Tékkum - 20.2.2017

U17 ára landslið kvenna er þessa dagana í Skotlandi og tekur þar þátt í æfingamóti á vegum UEFA. Fyrsi leikur liðsins er gegn Tékkum í dag og hefst kl. 13:00 að íslenskum tíma.

Lesa meira
 

Byrjendanámskeið fyrir dómara á Akranesi - 20.2.2017

Byrjendanámskeið fyrir dómara verður haldið hjá ÍA á Jaðarsbökkum mánudaginn 27. febrúar kl. 20:15. Námskeiðið er haldið af KSÍ í samvinnu við ÍA og hefst kl. 20:15. Námskeiðið stendur yfir í um tvær klukkustundir og er öllum opið sem náð hafa 15 ára aldri.

Lesa meira
 

Hæfileikamótun KSÍ og N1 - Suðurnes - 17.2.2017

Hæfileikamótun KSÍ og N1 fer fram í Reykjaneshöllinni mánudaginn 20. febrúar. Æfingarnar eru fyrir bæði stelpur og stráka sem eru fædd 2003 og 2004. Það er Dean Martin sem fer fyrir verkefninu.

Lesa meira
 

Lengjubikar karla hefst í dag, föstudag - 17.2.2017

Keppni í Lengjubikar karla hefst í dag, föstudag, en þrír leikir eru á dagskrá dagsins. Fyrsti leikurinn er leikur Vals og ÍR í Egilshöll en sá leikur hefst klukkan 19:00 en klukkan 20:00 eru tveir leikir. Keflavík mætir Gróttu í Reykjaneshöllinni og Berserkir etja kappi við Hamar á Víkingsvelli.

Lesa meira
 

Dómaranámskeið fyrir konur - 17.2.2017

Dómaranámskeið eingöngu fyrir konur verður haldið þriðjudaginn 21. febrúar í höfuðstöðvum KSÍ og hefst kl. 18:00.  Markmiðið með námskeiðinu er að reyna að auka hlut kvenna í dómgæslu en mikill áhugi er innan vébanda KSÍ að fá fleiri konur til starfa á þeim vettvangi.  Lesa meira
 

Úrtaksæfingar U19 karla - 16.2.2017

Eftirtaldir leikmenn eru valdir á úrtaksæfingar U19 karla (1999) sem fram fara 24. – 25. febrúar næstkomandi. Æfingarnar fara fram undir stjórn Þorvaldar Örlygssonar landsliðsþjálfara U19 karla.

Lesa meira
 

U21 karla - Tveir vináttuleikir við Georgíu í mars - 16.2.2017

Búið er að semja við Georgíu um tvo vináttulandsleiki ytra í mars en leikið verður í Tbilisi. Leikirnir fara fram dagana 22. og 25. mars. 

Lesa meira
 

A kvenna - Leikmannahópurinn sem tekur þátt í Algarve Cup - 16.2.2017

Freyr Alexandersson hefur nú valið 23 leikmenn sem taka þátt í Algarve Cup. Mótið fer fram í Algarve í Portúgal 1. – 8. mars og leikur Ísland í riðli með Noregi, Japan og Spáni.

Lesa meira
 

KSÍ B próf - 6. apríl - 16.2.2017

Fimmtudaginn 6. apríl kl. 16:00 stendur fræðslusvið KSÍ fyrir KSÍ B prófi (UEFA B prófi). Prófið er opið öllum þjálfurum sem hafa klárað KSÍ I, II, III, IV, KSÍ B þjálfaraskólann og skilað öllum verkefnum á fullnægjandi hátt (engar undantekningar eru gerðar).

Lesa meira
 

Ríkharður Jónsson látinn - 15.2.2017

Ríkharður Jónsson, einn þekktasti knattspyrnumaður Íslands, lést í gærkvöldi, 14. febrúar, á dvalarheimilinu Höfða á Akranesi. Ríkharður var fæddur 12. nóvember árið 1929 og var því 87 ára þegar hann lést. Ríkharður átti einstakan knattspyrnuferil og hampaði m.a. sex Íslandsmeistaratitlum og var lykilmaður í íslenska landsliðinu um margra ára skeið.

Lesa meira
 

Læknar og sjúkraþjálfarar á endurlífgunarnámskeiði - 15.2.2017

KSÍ stóð fyrir endurlífgunarnámskeið fyrir lækna og sjúkraþjálfara íslensku landsliðanna 14. febrúar. Formaður heilbrigðisnefndar KSÍ, Reynir Björnsson, hélt utan um námskeiðið en alls mættu 22 læknar og sjúkraþjálfarar.

Lesa meira
 

Fjölmenni á námskeiði hjá fitness þjálfara landsliðsins - 15.2.2017

Helgina 4.-5. febrúar mættu um 80 manns á námskeið í höfuðstöðvum KSÍ í Laugardalnum þar sem Sebastian Boxleitner, fitness þjálfari A landsliðs karla, fjallaði um fyrirbyggjandi þjálfun, upphitun og hraðaþjálfun.

Lesa meira
 
Valur

Valsmenn Reykjavíkurmeistarar - 14.2.2017

Valsmenn tryggðu sér Reykjavíkurmeistaratitilinn í meistaraflokki karla þegar þeir lögðu Fjölni í úrslitaleik.  Lokatölur urðu 1 - 0, en þannig var staðan í leikhléi, og var sigurmarkið sjálfsmark. Valur eygir því möguleika á að vinna tvöfaldan Reykjavíkurmeistaratitil í meistaraflokki. Lesa meira
 

Vel heppnuð ráðstefna fyrir aðstoðardómara - 14.2.2017

Dómaranefnd KSÍ stóð fyrir ráðstefnu fyrir aðstoðardómara í Kórnum 11. febrúar þar sem farið var yfir atvik úr leikjum, þau rædd og farið yfir störf aðstoðardómara.

Lesa meira
 

Borgunarbikarinn - Dregið í fyrstu umferðum karla og kvenna - 13.2.2017

Dregið hefur verið í fyrstu umferðum Borgunarbikars karla og kvenna og hefja karlarnir leik 21. apríl en konurnar 6. maí.  Hjá körlunum eru leiknar tvær umferðir áður en að Pepsi-deildar félögin koma inn í 32 liða úrslit.  Hjá konunum eru einnig tvær umferðir áður en Pepsi-deildar félögin koma til leiks í 16 liða úrslitum.

Lesa meira
 

2. deild kvenna - Drög að leikjaniðurröðun - 13.2.2017

Á ár verður í fyrsta skiptið leikið í 2. deild kvenna og eru 10 félög skráð til leiks.  Drög að leikjaniðurröðun hefur verið birt hér á heimasíðu sambandsins og eru félög beðin um að koma með athugasemdir, ef einhverjar eru, sem fyrst. Lesa meira
 
Knattspyrna á Íslandi

Riðlaskipting og drög að leikjaniðurröðun í 4.deild karla - 13.2.2017

Birt hefur verið riðlaskipting í 4. deild karla og einnig hafa verið gefin út drög að leikjaniðurröðun í deildinni. Félög eru beðin um að koma með athugasemdir við niðurröðun, ef einhverjar eru, sem fyrst.

Lesa meira
 
Dómaraflauta eða hljóðfæri?

Námskeið fyrir dómara mánudaginn 20. febrúar - 13.2.2017

Námskeið fyrir dómara verður haldið í höfuðstöðvum KSÍ, mánudaginn 20. febrúar kl. 18:00. Kristinn Jakobsson, reyndasti FIFA dómari Íslands, mun kenna á námskeiðinu. Aðaláherslan verður lögð á leikstjórn og nýjar hagnýtar leiðbeiningar fyrir dómara. Auk þess geta þátttakendur spurt Kristin spjörunum úr um hin ýmsu efni sem tengjast dómgæslunni.

Lesa meira
 
Knattspyrnuráð Reykjavíkur

Fjölnir og Valur leika til úrslita í Reykjavíkurmóti karla í kvöld - 13.2.2017

Fjölnir og Valur leika til úrslita í Reykjavíkurmóti karla í kvöld, mánudagskvöld, og hefst leikurinn kl. 19:00 í Egilshöll.  Fjölnismenn lögðu KR í undanúrslitum en Valsmenn höfðu betur gegn Víkingum, eftir vítaspyrnukeppni. Lesa meira
 

71. ársþingi KSÍ lokið - 11.2.2017

Ársþingi KSÍ, því 71. í röðinni, er lokið og var Guðni Bergsson þar kosinn formaður til tveggja ára. Hann tekur við starfinu af Geir Þorsteinssyni sem bauð sig ekki fram til endurkjörs eftir 10 ára starf sem formaður. Tveir nýir aðilar komu inn í stjórn KSÍ en 8 frambjóðendur voru í kjöri um 4 sæti.

Lesa meira
 

Guðni Bergsson kjörinn formaður KSÍ - 11.2.2017

Guðni Bergsson var í dag kjörinn formaður KSÍ en kjörið fór fram á 71. ársþingi KSÍ sem fram fór í Vestmannaeyjum.  Hann hlaut 83 atkvæði en mótframbjóðandi hans, Björn Einarsson, fékk 66 atkvæði.  Guðni verður níundi formaður KSÍ en hann tekur við embættinu af Geir Þorsteinssyni sem lét af embætti eftir 10 ára sem formaður.

Lesa meira
 
Geir Þorsteinsson

Geir kosinn heiðursformaður - 11.2.2017

Á ársþingi KSÍ sem fram fer í Vestmannaeyjum var Geir Þorsteinsson kosinn heiðursformaður sambandsins. Heiðursformenn KSÍ eru nú 3, þeir Geir Þorsteinsson, Eggert Magnússon og Ellert B Schram

Lesa meira
 

Geir sæmdur gullmerki ÍSÍ - 11.2.2017

Geir Þorsteinsson, fráfarandi formaður KSÍ, var í dag sæmdur gullmerki ÍSÍ.  Það var Helga Steinunn Guðmundsdóttir, varaforseti ÍSÍ, sem sæmdi Geir merkinu á ársþingi KSÍ í dag en þingið fer fram í Vestmannaeyjum. Lesa meira
 
Geir Þorsteinsson

Setningarræða formanns á 71. ársþingi KSÍ - 11.2.2017

Síðasta ár var sennilega það besta í sögu KSÍ innan sem utan vallar. Ógleymanlegar minningar eru margar um sigra og skemmtilegar stundir á vellinum og stuðningur áhorfenda var stórkostlegur. Krafturinn og dugnaðurinn í forystufólki íslenskra knattspyrnu er einstakur. Þið eigið hrós skilið fyrir ykkar miklu og óeigingjörnu störf. Lesa meira
 

Fjölnir og Grindavík fengu Dragostytturnar - 11.2.2017

Fjölnir og Grindavík fengu Dragostytturnar á 71.. ársþingi KSÍ sem haldið er í Höllinni í Vestmannaeyjum.  Þá fengu Afturelding, Reynir Sandgerði og Ýmir viðurkenningar fyrir prúðmannlegan leik í 2., 3. og 4. deild karla. Það var formaður KSÍ, Geir Þorsteinsson, sem afhenti fulltrúum félaganna viðurkenninguna.

Lesa meira
 

Breiðablik fær viðurkenningu fyrir dómaramál - 11.2.2017

Stjórn KSÍ hefur ákveðið að veita Breiðablik viðurkenningu fyrir góða frammistöðu í dómaramálum. Ekkert félag á Íslandi þarf að útvega dómara á jafn marga leiki og Breiðablik og hefur frammistaða þeirra verið til fyrirmyndar í hvívetna.

Lesa meira
 

ÍA fékk Kvennabikarinn 2016 - 11.2.2017

Það var ÍA sem hlaut Kvennabikarinn fyrir árið 2016 en það eru verðlaun fyrir háttvísi í Pepsi-deild kvenna.  Verðlaunin voru veitt á 71. ársþingi KSÍ sem haldið er Höllinni í Vestmannaeyjum. Þá fengu Grótta viðurkenningu fyrir prúðmannlega framkomu í 1. deild kvenna á síðasta tímabili. Lesa meira
 

Einherji fær Grasrótarverðlaun KSÍ - 11.2.2017

KSÍ veitir Einherja frá Vopnafirði grasrótarviðurkenningu ársins 2016. Sumarið 2016 sendi Einherji lið til leiks í meistaraflokki, bæði í karla og kvenna, 4. og 5. flokki karla og 5. flokka kvenna. Á síðasta ári bjuggu 511 manns á Vopnafirði. 

Lesa meira
 

71. ársþing KSÍ - Fylgist hér með framvindu þingsins - 11.2.2017

Nú er nýhafið 71. ársþing KSÍ en það haldið í Höllinni í Vestmannaeyjum.  Nokkrar tillögur liggja fyrir þinginu og verður fylgst með afgreiðslu þeirra hér í þessari frétt og verður hún uppfærð reglulega.

Lesa meira
 
Coca-Cola styrkleikalisti FIFA fyrir karlalandslið

Styrkleikalisti FIFA - Karlalandsliðið í 20. sæti - 9.2.2017

Á nýjum styrkleikaslista FIFA, sem út kom í morgun, er íslenska karlalandsliðið í 20. sæti og hefur það aldrei verið hærra.  Ísland fer upp um eitt sæti frá síðasta lista en Argentína trónir á toppi listans og Brasilía koma næstir. Lesa meira
 

KSÍ IV B þjálfaranámskeið 17.-19. febrúar 2017 - 9.2.2017

KSÍ IV þjálfaranámskeið verður haldið helgina 17.-19. febrúar 2017. Námskeiðið fer fram í Reykjavík. Sú breyting hefur orðið að nú er KSÍ IV námskeiðinu skipt í tvo hluta, KSÍ IV A og KSÍ IV B. Þjálfarar geta tekið þetta námskeið þó þeir hafi misst af fyrri hlutanum. Hann verða þeir þá að taka að ári.

Lesa meira
 
Lengjubikarinn

Lengjubikarinn fer af stað á sunnudaginn - 9.2.2017

Lengjubikarinn hefst á sunnudaginn en þá hefst keppn i í A deild Lengjubikars kvenna með þremur leikjum.  Þór/KA tekur á móti FH í Boganum, Valur mætir ÍBV í Egilshöll og í Fífunni leika Breiðablik og Stjarnan. Lesa meira
 
Knattspyrnuráð Reykjavíkur

Undanúrslit Reykjavíkurmótsins í kvöldi - 9.2.2017

Undanúrslit Reykjavíkurmóts karla fara fram í kvöld, fimmtudaginn 9. febrúar og verða leikin í Eghilshöll.  Víkingur og Valur mætast kl. 19:00 og strax á eftir, eða kl 21:00, leika Fjölnir og KR. Sigurvegarar þessara viðureigna mætast svo í úrslitaleiknum, mánudaginn 13. febrúar. Lesa meira
 

Tólfan hlýtur Jafnréttisverðlaun KSÍ 2016 - 9.2.2017

Stuðningssveitin Tólfan hlýtur jafnréttisverðlaun KSÍ að þessu sinni. Tólfan er búin að festa sig í sessi sem ein af bestu stuðningssveitum heims en UEFA, FIFA og fleiri hafa tilnefnt Tólfuna til verðlauna fyrir magnaðan stuðning við landsliðin.

Lesa meira
 

Sjónvarp Símans hlýtur Fjölmiðlaverðlaun KSÍ 2016 - 9.2.2017

Sjónvarp Símans tryggði sér útsendingarrétt á úrslitakeppni EM karla sem fram fór í Frakklandi. Strax frá upphafi var ljóst að mikill metnaður var lagður í að gera upplifun áhorfenda sem besta og skilaði gott gengi landsliðsins sér heim í stofu á heimili landsmanna með lifandi og skemmtilegri nálgun hjá Sjónvarpi Símans.

Lesa meira
 

Hörður Magnússon hlýtur Fjölmiðlaverðlaun KSÍ 2016 - 9.2.2017

Hörður Magnússon hefur um áralangt skeið flutt fréttir sem tengjast knattspyrnu sem og lýst ógrynni leikja í beinni útsendingu og séð um markaþætti úr fótboltanum. Á undanförnum árum hefur umfang og fagmennska í kringum beinar útsendingar og markaþætti stóraukist og hefur Hörður átt stóran þátt í að auka veg og vanda fótboltans með óeigingjarnri vinnu sinni hjá 365-miðlum.

Lesa meira
 
Stadion De Vijverbeg Doetinchem

A kvenna - Leikið við Holland 11. apríl - 9.2.2017

Knattspyrnusambönd Íslands og Hollands hafa komist að samkomulagi um að kvennalandslið þjóðanna leiki vináttulandsleik De Vijverberg vellinum í Doetinchem, þann 11. apríl næstkomandi.  Leikurinn er liður í undirbúningi liðanna fyrir úrslitakeppni EM í sumar en Ísland mun einmitt leika á þessum velli í úrslitakeppninni. Lesa meira
 

A karla - Góð frammistaða í Las Vegas þrátt fyrir tap - 9.2.2017

Ísland tapaði fyrir Mexíkó í vináttuleik þjóðanna sem fram fór í Las Vegas í nótt. Lokaniðurstaða leiksins var 1-0 fyrir Mexíkó en mark leiksins skoraði Alan Pulido á 21. mínútu eftir aukaspyrnu.

Lesa meira
 

A karla – Byrjunarlið Íslands gegn Mexíkó - 9.2.2017

Ísland mætir Mexíkó í nótt klukkan 3:06. Leikurinn fer fram á Sam Boyd leikvangnum í Las Vegas og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport.

Lesa meira
 
Valbjarnarvöllur

Öll 24 félögin hafa skilað leyfisgögnum - 8.2.2017

Öll 24 félögin sem undirgangast leyfiskerfi KSÍ fyrir keppnistímabilið 2017, þ.e. félögin í Pepsi-deild karla og Inkasso-deild karla, hafa skilað leyfisgögnum.  Leyfisstjórn hefur þegar farið yfir gögnin og gert athugasemdir þar sem við á. Lesa meira
 

Upplýsingar um 71. ársþing KSÍ - 8.2.2017

Vert er að vekja athygli á að hægt er að nálgast allar upplýsingar varðandi 71. ársþing KSÍ á einum stað hér á heimasíðunni.  Birtar hafa verið m.a. þær tillögur sem liggja fyrir þinginu sem og upplýsingar og nöfn þeirra sem eru í framboði.  Þá er birtur nafnalisti fyrir skráða þingfulltrúa og er hann uppfærður reglulega eða sem tilefni er til.

Lesa meira
 

Dagskrá 71. ársþings KSÍ - 8.2.2017

Ársþing KSÍ, það 71. í röðinni, verður haldið í Höllinni í Vestmannaeyjum, laugardaginn 11. febrúar.  Þingið verður sett kl. 11:00 en afhending þinggagna hefst kl. 10:30.  Hér að neðan má sjá dagskrá þingsins.

Lesa meira
 
Frá hæfileikamótun frá Austfjörðum

Hæfileikamótun N1 og KSÍ á Norðurlandi 11. febrúar - 8.2.2017

Þessa dagana er Hæfileikamótun N1 og KSÍ að fara af stað og er það Dean Martin sem fer fyrir verkefninu. Nú er leiðinni heitið á Akureyri þar sem æfingar verða fyrir félög af Norðurlandi.

Lesa meira
 

Þorvaldur dæmir í Þrándheimi - 8.2.2017

Þorvaldur Árnason verður í eldlínunni í kvöld þegar hann dæmir leik Rosenborgar og Basel í Ungmennadeild UEFA en leikið er í Þrándheimi.  Þorvaldi til aðstoðar verða þeir Jóhann Gunnar Guðmundsson og Frosti Viðar Gunnarsson en fjórði dómari er norskur, Mads Folstad Skarsem.

Lesa meira
 

A karla – Leikur gegn Mexíkó í Las Vegas á morgun - 7.2.2017

A landslið karla leikur gegn Mexíkó á morgun í Las Vegas og hefur liðið, sem kom til Las Vegas á sunnudagskvöldið, undirbúið sig undir leikinn síðustu tvo daga. Tvær æfingar hafa farið fram og hefur þjálfarateymið notað þær til að undirbúa liðið sem best fyrir leikinn sem fram fer á Sam Boyd leikvanginum á morgun kl. 19:06 að staðartíma (3:06 ísl tíma aðfaranótt fimmtudags).

Lesa meira
 

Fjöldi þingfulltrúa á 71. ársþingi KSÍ - Uppfært - 7.2.2017

Laugardaginn 11. febrúar næstkomandi fer fram 71. ársþing KSÍ og verður það haldið í Höllinni í Vestmannaeyjum.  Alls hafa 153 fulltrúar rétt til setu á þinginu, en nú þegar hefur kjörbréfum verið skilað fyrir 147 fulltrúa frá 23 héraðssambandi eða íþróttabandalögum.

Lesa meira
 
U21 landslið karla

U21 karla - Hópur valinn til úrtaksæfinga um helgina - 7.2.2017

Eyjólfur Sverrisson, landsliðsþjálfari U21 karla, hefur valið leikmenn til úrtaksæfinga sem fram fara um komandi helgi.  Æfingarnar fara fram í Kórnum og eru einungis leikmenn frá íslenskum félagsliðum í úrtakshópnum en hann telur 33 leikmenn frá 16 félögum.

Lesa meira
 

U17 kvenna - Hópurinn sem leikur í Skotlandi - 7.2.2017

Jörundur Áki Sveinsson, landsliðsþjálfari U17 kvenna, hefur tilkynnt landslið Íslands sem leikur í undirbúningsmóti UEFA sem fram fer í Edinborg í Skotlandi 19.-25. Febrúar n.k.

Lesa meira
 
Áhorfendur á Ísland-Tyrkland

A karla - Tvær breytingar á hópnum sem spilar á móti Mexíkó - 4.2.2017

vær breytingar hafa verið gerðar á A landsliði karla sem leikur gegn Mexíkó miðvikudaginn 8. febrúar næstkomandi. Ingvar Jónsson þurfti að draga sig út úr hópnum vegna veikinda... Lesa meira
 
Geir Þorsteinsson

Lengi í minnum höfð - 3.2.2017

Þátttaka Íslands á EM 2016 verður lengi í minnum höfð. Árangur landsliðsins var umfram væntingar og vakti athygli um heim allan. Íslensku stuðningsmennirnir sem fjölmenntu til Frakklands gerðu sitt til að gera keppnina ógleymanlega og víkingaklappið vakti enn frekar athygli á íslenska liðinu. Á Íslandi snerist mest allt um fótbolta og gleðin yfir árangri liðsins var ósvikin hjá þjóðinni.

Lesa meira
 

Metár hjá KSÍ - 3.2.2017

Árið 2016 fer í sögubækurnar sem frábært knattspyrnuár, bæði innan sem utan vallar. Þar ber hæst frábær árangur landsliðanna og þátttaka Íslands á EM í Frakklandi.

Lesa meira
 

U17 karla - Úrtaksæfingar 10.-12. febrúar - 3.2.2017

Eftirtaldir leikmenn hafa verið valdir á úrtaksæfingar U17 karla sem fram fara dagana 10.-12. febrúar 2017. Æfingarnar fara fram undir stjórn Þorláks Árnasonar landsliðsþjálfara U17 karla.  Hópurinn

Lesa meira
 

10 þátttökulið í nýrri 2. deild kvenna - 3.2.2017

10 félög hafa tilkynnt þátttöku í 2. deild kvenna. í ár er í fyrsta skipti leikið í þremur deildum kvenna. Stefnir því í að þátttökulið í Íslandsmóti meistaraflokks kvenna verði 30, en voru 32 árið 2016.

Lesa meira
 

Metþátttaka í 4. deild karla í sumar - 3.2.2017

Alls hafa 33 félög tilkynnt þátttöku í 4. deild karla og hafa aldrei verið fleiri. Stefnir því í að þátttökulið í Íslandsmóti meistaraflokks karla verði 79, en voru 73 árið 2016.

Lesa meira
 

Byrjendanámskeið fyrir dómara verður haldið hjá FH - 2.2.2017

Námskeiðið er haldið af KSÍ í samvinnu við FH og hefst kl. 17:00. Námskeiðið stendur í um tvær klukkustundir og er öllum opið sem náð hafa 15 ára aldri.

Lesa meira
 

Upplýsingar óskast um utanferðir yngri flokka - 1.2.2017

Skipulagning á niðurröðun leikja hefst fljótlega og því er mikilvægt að þessar upplýsingar berist sem fyrst. Því fyrr sem upplýsingarnar berast er líklegra að hægt verði að taka fullt tillit til óskanna.

Lesa meira
 

A karla - Leikmannahópurinn sem mætir Mexíkó - 31.1.2017

Heimir Hallgrímsson landsliðsþjálfari hefur valið þá leikmenn sem skipa hópinn sem mætir Mexíkó í næstu viku. Leikurinn fer fram á Sam Boyd leikvangnum í Las Vegas miðvikudaginn 8. febrúar kl. 19:06 að staðartíma (3:06 að nóttu 9. febrúar).

Lesa meira
 
Geir Þorsteinsson

Geir Þorsteinsson skipaður í nefnd hjá FIFA - 31.1.2017

FIFA hefur undanfarna mánuði unnið að endurskipulagningu á hlutverki nefnda sambandsins og fjölda þeirra. Nefndunum var fækkað úr 24 í 9 og nýlega var skipað í þessar nýju nefndir.

Lesa meira
 

Hagnýtar leiðbeiningar fyrir dómarateymi 2016-2017 - 31.1.2017

Búið er að gefa út hagnýtar leiðbeiningar fyrir dómarateymi 2016 – 2017. Veg og vanda að útgáfunni hefur Gylfi Þór Orrason. Það er mjög mikilvægt að dómarar kynni sér ítarlega leiðbeiningarnar sem eru í raun viðauki við knattspyrnulögin.

Lesa meira
 

U17 kvenna - Úrtaksæfingar 3.-5. febrúar - 30.1.2017

Eftirtaldir leikmenn hafa verið valdir á úrtaksæfingar U17 kvenna sem fram fara dagana 3. – 5. febrúar 2017. Æfingarnar fara fram undir stjórn Jörundar Áka Sveinssonar landsliðsþjálfara U17 kvenna.

Lesa meira
 

Framboð á 71. ársþingi KSÍ - 30.1.2017

Framboð til stjórnar KSÍ skal skv. 15. grein laga KSÍ berast skrifstofu KSÍ minnst hálfum mánuði fyrir þing. Hér fyrir neðan er gerð grein fyrir þeim framboðum sem tilkynnt voru til skrifstofu KSÍ og eru þau birt í stafrófsröð. Lesa meira
 

Tillögur á 71. ársþingi KSÍ - 27.1.2017

Ársþing KSÍ, það 71. í röðinni, verður haldið í Höllinni Vestmannaeyjum, laugardaginn 11. febrúar næstkomandi.  Þingið verður sett kl. 11:00 og gert er ráð fyrir að því ljúki um kl. 18:00 sama dag.  Sambandsaðilar eru beðnir um að kynna sér eftirfarandi upplýsingar og gögn:

Lesa meira
 

Áhugaverður súpufundur um afreksstarf ÍA - Myndband - 27.1.2017

Jón Þór Hauksson, yfirþjálfari ÍA, hélt erindi á Súpufundi KSÍ miðvikudaginn 25. janúar. Rétt rúmlega 40 manns sóttu fundinn sem fjallaði um þjálfun leikmanna hjá ÍA, afreksstarf félagsins, samstarf ÍA og Kára og fleira áhugavert.

Lesa meira
 

Úrtaksæfingar U19 kvenna - 27.1.2017

Eftirtaldir leikmenn eru valdir á landsliðsæfingar U19 kvenna sem fram fara dagana 3. – 5. febrúar 2017. Æfingarnar fara fram undir stjórn Þórðar Þórðarsonar landsliðsþjálfara U19 kvenna.

Lesa meira
 

A karla – Íslenski sendiherrann í Kína heimsótti leikmenn - 26.1.2017

Áhrifin af íslenska fótboltaævintýrinu eru víða sýnileg og snerta við fólki út um allan heim. Mikil fjölmiðlaumfjöllun var í Kína um China Cup á meðan á mótinu stóð í janúar.

Lesa meira
 

Eyjólfur Sverrisson: “Öll liðin eru verðugir mótherjar” - 26.1.2017

Eyjólfi Sverrissyni, landsliðsliðsþjálfara U21 karla, leist vel á riðilinn sem Ísland dróst í undankeppni EM 2019. Ísland er í riðli með Norður Írlandi, Eistlandi, Albaníu, Slóvakíu og Spáni og segir Eyjólfur öll liðin í riðlinum verðuga mótherja.

Lesa meira
 

U21 karla - Ísland í riðli með Spánverjum - Leikdagar - 26.1.2017

U21 karla er í riðli með Norður Írlandi, Albaníu, Eistlandi, Slóvakíu og Spáni í undakeppni fyrir EM 2019. Lokamótið fer fram sumarið 2019 á Ítalíu

Lesa meira
 

Byrjendanámskeið fyrir dómara haldið hjá KA - 24.1.2017

Byrjendanámskeið fyrir dómara verður haldið hjá KA í KA-heimilinu fimmtudaginn 26. janúar kl. 16:45 Námskeiðið er haldið af KSÍ í samvinnu við KA.  Námskeiðið stendur í um tvær klukkustundir og er öllum opið sem náð hafa 15 ára aldri.

Lesa meira
 

Vinnufundur um afreksstefnur og afreksstarf - 24.1.2017

Laugardaginn 21. janúar komu saman fulltrúar 36 félaga á vinnufund í KSÍ. Efni fundarins var Afreksstefnur og Afreksstarf KSÍ og félaganna. Fulltrúunum var skipt í umræðuhópa þar sem fyrrnefnd efni voru rædd, sem og hvernig félögin og KSÍ geta unnið saman að afreksmálum.

Lesa meira
 

Námskeið með fitness þjálfara A-landsliðs karla - 23.1.2017

Dagana 4. og 5. febrúar mun Sebastian Boxleitner, fitness þjálfari A-landsliðs karla í knattspyrnu, halda námskeið hér á landi um fyrirbyggjandi þjálfun, sérhæfða upphitun og hraðaþjálfun knattspyrnumanna. Námskeiðið verður haldið í höfuðstöðvum KSÍ í Laugardal.

Lesa meira
 

Súpufundur KSÍ - Yfirþjálfari ÍA fjallar um uppbyggingu félagsins - 23.1.2017

Miðvikudaginn 25. janúar kl. 12.00 mun Jón Þór Hauksson, yfirþjálfari yngri flokka ÍA, halda fyrirlestur í höfuðstöðvum KSÍ í Laugardalnum. Jón Þór mun fjalla um þjálfun leikmanna hjá ÍA, uppbyggingu félagsins og samstarf ÍA við Knattspyrnufélagið Kára á Akranesi.

Lesa meira
 

A karla – Landsliðið tilnefnt í nýjum flokki Laureus samtakanna - 23.1.2017

Eins og fram hefur komið var íslenska karlalandsliðið tilnefnt til Laureus verðlaunanna í flokknum „Breakthroug of the Year“. Laureus samtökin hafa nú ákveðið að veita í fyrsta skipti verðlaun í nýjum flokki sem þeir kalla „The Laureus Best Sporting Moment of the Year“ og er íslenska landsliðið einnig tilnefnt í þeim flokki.

Lesa meira
 

Dómarar fengu FIFA-merki afhent - 20.1.2017

Hópur íslenskra dómarar fengu á dögunum afhent FIFA-merki sem staðfestir að þeir séu alþjóðlegir dómarar. Íslenskir dómarar fá margvísleg verkefni erlendis á ári hverju og hvetjum við alla sem hafa áhuga á að fá nánari upplýsingar um hvernig á að komast í dómgæslu að senda tölvupóst á magnus@ksi.is og eru konu sérstaklega hvattar til að kynna sér tækifærin sem felast í því að vera dómari.

Lesa meira
 

Frumdrög að leikdögum í landsdeildum - 20.1.2017

Mótanefnd KSÍ hefur birt á vef KSÍ frumdrög að leikjaniðurröðun í landsdeildum karla og kvenna (Pepsi-deild karla og kvenna, Inkasso-deild karla, 1. deild kvenna, 2. deild karla og 3. deild karla). Leikdagar Borgunarbikarsins hafa einnig verið birtir á vef KSÍ.

Lesa meira
 

Kosningar í stjórn á 71. ársþingi KSÍ - 20.1.2017

Framboð til stjórnar KSÍ skal skv. 15. grein laga KSÍ berast skrifstofu KSÍ skriflega minnst hálfum mánuði fyrir þing eða í síðasta lagi 28. janúar nk. Kjörnefnd er þó heimilt að samþykkja framboð sem fram kemur síðar ef nægjanlegur fjöldi hefur ekki tilkynnt framboð sitt innan tilkynningarfrests.

Lesa meira
 

U19 karla - Úrtaksæfingar 27.-29. janúar - 20.1.2017

Valdir hafa verið leikmenn til þátttöku í úrtaksæfingum U19 ára landsliðs karla. Æfingarnar fara fram 27.-29. janúar undir stjórn Þorvaldar Örlygssonar. 

Lesa meira
 
Þjálfari að störfum

KSÍ IV A þjálfaranámskeið 27.-29. janúar 2017 - 19.1.2017

KSÍ IV A þjálfaranámskeið verður haldið helgina 27.-29. janúar 2017. Námskeiðið fer fram í Reykjavík og Hveragerði. Sú breyting hefur orðið að nú er KSÍ IV námskeiðinu skipt í tvo hluta, KSÍ IV A og KSÍ IV B. Síðari hluti námskeiðsins verður helgina 17.-19. febrúar.

Lesa meira
 

EM 2017 - Barnamiðar eru uppseldir - 18.1.2017

Miðasala á leiki Íslands á EM 2017 gengur vel. Barnamiðar eru uppseldir á leikina en það eru miðar sem voru seldir með 50% afslætti. Hægt er að kaupa miða á leiki Íslands í verðsvæði 2 á fullu verði en þeir gilda jafnt fyrir börn sem fullorðna.

Lesa meira
 

Úrtaksæfingar U16 kvenna og karla - 18.1.2017

Valdir hafa verið leikmenn til þátttöku í úrtaksæfingum U16 kvenna og karla. Úrtaksæfingar U16 kvenna fara fram 20. - 22. janúar næstkomandi og úrtaksæfingar U16 karla fara fram 27. - 29. janúar.

Lesa meira
 

Landshlutaæfingar U16 drengja á Norðurlandi - 18.1.2017

Valdir hafa verið 24 drengir til þátttöku í landshlutaæfingum U16 drengja á Norðurlandi. Æfingarnar fara fram í Boganum 11. febrúar undir stjórn Dean Martin.

Lesa meira
 

Byrjendanámskeið fyrir dómara þriðjudaginn 24. janúar kl. 20:00 - 18.1.2017

Byrjendanámskeið fyrir dómara verður haldið hjá Aftureldingu í Varmárskóla (yngri deild) þriðjudaginn 24. janúar kl. 20:00. Námskeiðið er haldið af KSÍ í samvinnu við Aftureldingu og hefst kl. 20:00.

Lesa meira
 

Búið er að draga í töfluröð í Pepsi-deild karla - 16.1.2017

Búið er að draga í töfluröð í Pepsi-deild karla og er hægt að sjá leiki mótsins í á vef KSÍ. Íslandsmeistarar FH hefja titilvörnina á Akranesi þar sem þeir mæta ÍA. 

Lesa meira
 

A karla - Ísland í 2. sæti á China Cup - 15.1.2017

Ísland endaði í 2. sæti China Cup eftir að tapa 1-0 gegn Síle í úrslitaleiknum. Eina mark leiksins kom á 19. mínútu en það var Angelo Sagal sem skoraði markið með skalla. Íslenska liðið fékk ágæt færi til að jafna metin í leiknum en hafði ekki árangur sem erfiði og svo fór að Síle fagnaði sigri.

Lesa meira
 

A karla - Úrslitaleikur China Cup í dag - Byrjunarlið Íslands - 15.1.2017

Ísland mætir Síle í úrslitaleiknum á China Cup kl. 7:35 í dag, sunnudag. Leikurinn fer fram á Guangxi Sports Centre Stadium í Nanning.

Lesa meira
 

A karla – Ísland og Síle eigast við á morgun - Viðtöl - 14.1.2017

Ísland mætir Síle í úrslitaleiknum á China Cup kl. 7:35 á morgun, sunnudag. Leikurinn fer fram á Guangxi Sports Centre Stadium í Nanning.

Lesa meira
 

Árlegur vinnufundur um leyfismál - 13.1.2017

Árlegur vinnufundur með endurskoðendum og leyfisfulltrúum félaga var haldinn í höfuðstöðvum KSÍ á mánudag og var hann að venju vel sóttur af fulltrúum félaga í efstu tveimur deildum karla, sem eru þær deildir sem undirgangast leyfiskerfi KSÍ.

Lesa meira
 

A karla - Skemmtileg heimsókn í kínverskan skóla - Myndband - 13.1.2017

Undirbúningur landsliðsins fyrir úrslitaleik China Cup hefur gengið vel. 8 klukkustunda tímamismunur á milli Íslands og Kína og hafa leikmenn átt misauðvelt með að aðlagast þessum tímamismun. Þrátt fyrir það er virkilega góður andi í hópnum og allir ákveðnir í að eiga góðan leik á sunnudag.

Lesa meira
 

Úrtaksæfingar U17 kvenna (2001) - 13.1.2017

Jörundur Áki Sveinsson, landsliðsþjálfari U17 kvenna (fæddar 2001), hefur valið úrtakshóp til æfinga helgina 20. – 22. janúar 2017. Hér að neðan má finna hópinn.

Lesa meira
 

Þátttökutilkynningar fyrir mót sumarsins- Skilafrestur er til 19. janúar - 13.1.2017

Þátttökutilkynningar hafa verið póstlagðar til aðildarfélaga KSÍ í almennum pósti og ættu þær að hafa borist aðildarfélögum. Nauðsynlegt er fyrir félögin að skila inn frumriti af þátttökutilkynningu sinni og skal henni skilað í síðasta lagi 19. janúar næstkomandi. 

Lesa meira
 

A karla – Hannes Þór ekki meira með á China Cup - 13.1.2017

Hannes Þór Halldórsson fékk högg á hné í leiknum á móti Kína á dögunum. Hannes hefur verið í meðhöndlun hjá sjúkrateymi íslenska liðsins síðustu daga og í samráði við félag hans í Danmörku, Randers, var ákveðið að hann héldi heim fyrr en áætlað var þar sem meðhöndlun verður haldið áfram.

Lesa meira
 

Byrjendanámskeið fyrir dómara í Garðinum - 12.1.2017

Byrjendanámskeið fyrir dómara verður haldið hjá Reyni/Víði í Víðishúsinu í Garðinum þriðjudaginn 17. janúar kl. 20:00. Námskeiðið er haldið af KSÍ í samvinnu við Reyni/Víði og hefst kl. 20:00.  Námskeiðið stendur í um tvær og hálfa klukkustund og er öllum opið sem náð hafa 15 ára aldri.

Lesa meira
 

Íslenska karlalandsliðið tilnefnt til Laureus verðlaunanna - 11.1.2017

Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu hefur verið tilnefnt til hinna virtu Laureus verðlauna en þau hafa verið afhent árlega frá árinu 2000. Liðið er tilnefnt í flokknum „Framfarir ársins“ fyrir afrek sitt á EM í Frakklandi síðasta sumar. Laureus verðlaunin eru með virtustu viðurkenningum í íþróttaheiminum og hafa margar stjörnur úr hinum ýmsu íþróttagreinum verið tilnefndar í gegnum árin.

Lesa meira
 
Valur

Ólöglegir leikmann hjá Val  - 11.1.2017

Skrifstofa KSÍ hefur staðfest að Valur tefldi fram ólöglegu liði gegn Fylki í leik í Reykavíkurmóti meistaraflokks kvenna, sem fram fór 8. janúar síðastliðinn.  Úrslit leiksins er því breytt, í samræmi við grein 40.1 í reglugerð KSÍ um knattspyrnumót, og Fylki dæmdur sigur 0 - 3. Lesa meira
 

A karla - Sigur gegn Kína - 10.1.2017

Ísland vann 2-0 sigur á Kína á China Cup sem haldið er í Nanning í Kína. Sigurinn þýðir að Ísland leikur til úrslita á mótinu sem fer fram á sunnudaginn og mætir íslenska liðið Króatíu eða Síle í úrslitaleiknum.

Lesa meira
 

A karla – Ísland mætir Kína í hádeginu - Byrjunarlið Íslands - 10.1.2017

Ísland mætir Kína í dag klukkan 12:00 í opnunarleiknum á China Cup í Nanning. Leikurinn fer fram á Guangxi Sports Centre Stadium. Á morgun leika svo Chile og Króatía á sama velli. Sigurvegararnir úr leikjunum tveimur mætast svo í úrslitaleik mótsins á sunnudag og tapliðin mætast í leik um þriðja sætið á laugardag.

Lesa meira
 

Tillögur fyrir ársþing KSÍ skulu berast í seinasta lagi 11. janúar - 10.1.2017

Knattspyrnusamband Íslands minnir á, í samræmi við 10. gr. laga knattspyrnusambands Íslands, að tillögur og málefni þau er sambandsaðilar KSÍ óska eftir að tekin verði fyrir á þingi skulu berast stjórn KSÍ minnst mánuði fyrir þing eða í síðasta lagi á morgun, miðvikudaginn 11. janúar nk.

Lesa meira
 

Úrtaksæfingar U16 kvenna (2002) - 9.1.2017

Dean Martin, þjálfari U16 kvenna (fæddar 2002), hefur valið úrtakshóp til æfinga helgina 20. – 22. janúar 2017.

Lesa meira
 

Verða stuðningsmenn Íslands valdir stuðningsmenn ársins 2016? - 9.1.2017

FIFA er með verðlaunahátíð fyrir árið 2016 í dag þar sem það mun koma í ljós hverjir þóttu vera fremstir meðal jafningja. Stuðningsmenn Íslands eru tilnefndir sem stuðningsmenn ársins fyrir frábæran stuðning á EM í Frakklandi og eru fulltrúar Tólfunnar í Sviss til halda uppi heiðri þeirra þúsunda sem studdu frábærlega við landsliðið á EM.

Lesa meira
 

Niðurröðun í Lengjubikarnum lokið - 9.1.2017

Mótanefnd KSÍ hefur lokið við niðurröðun leikja í Lengjubikarnum 2017. Verulegar breytingar hafa verið gerðar frá áður útgefnum drögum. Nauðsynlegt er að forráðamenn félaga sjái til þess að öll eldri drög verði tekin úr umferð til að forðast óþarfa misskilning.

Lesa meira
 

Innanhúsknattspyrna - Selfoss og Álftanes Íslandsmeistarar - 8.1.2017

Selfoss og Álftanes urðu í dag Íslandsmeistarar í innanhússknattspyrnu, futsal, en Selfoss varð Íslandsmeistari karla með 3-2 sigri á Víkingi frá Ólafsvík en Álftanes varð Íslandsmeistari kvenna eftir að leggja Selfoss 4-3 að velli.

Lesa meira
 

Úrslitaleikir Íslandsmótsins innanhúss í dag - 8.1.2017

Úrslitaleikir í Íslandsmótinu í innanhússknattspyrnu, Futsal, fara fram í dag, sunnudaginn 8. janúar, en leikið er í Laugardalshöll.  Álftanes og Selfoss mætast í úrslitaleik meistaraflokks kvenna kl. 12:15 en í karlaflokki mætast Selfoss og Víkingur Ólafsvík kl. 14:00.

Lesa meira
 

A karla - Landsliðshópurinn kominn til Kína - Viðtöl - 7.1.2017

A landslið karla kom til Nanning í Kína síðdegis í dag eftir langt og strangt ferðalag. Skipuleggjendur China Cup tóku vel á móti hópnum og færðu Rúnari Arnarsyni formanni landsliðsnefndar blómvönd og fjöldi skólabarna fagnaði hópnum við flugstöðina.

Lesa meira
 

EM 2017 - Uppselt í verðsvæði 1 á leikina gegn Frakklandi og Sviss - 6.1.2017

Það er nánast uppselt í verðsvæði 1 á leiki Íslands gegn Frökkum og Sviss á EM í Hollandi. Miðasalan hefur farið vel af stað og eru mjög fáir miðar eftir í dýrasta verðsvæðið á þessa leiki. Enn er hægt að kaupa miða í önnur verðsvæði á leiki Íslands gegn Frökkum, Sviss og Austurríki.

Lesa meira
 

Úrtaksæfingar U17 karla - 6.1.2017

Eftirtaldir leikmenn voru valdir á úrtaksæfingar U17 karla (2001) sem fram fara 13. – 15. janúar næstkomandi. Æfingarnar fara fram undir stjórn Þorláks Árnasonar.

Lesa meira
 

Ferðasjóður íþróttafélaga - Umsóknarfrestur - 6.1.2017

Minnt er á að frestur til að skila inn umsóknum í Ferðasjóð íþróttafélaga rennur út á miðnætti mánudaginn 9. janúar 2017. Ekki verður hægt að taka við umsóknum eftir þann tíma.

Lesa meira
 

Dean Martin ráðinn þjálfari í Hæfileikamótun KSÍ - 6.1.2017

KSÍ hefur gengið frá ráðningu á Dean Edward Martin sem þjálfara í hæfileikamótun KSÍ. Dean mun einnig hafa yfirumsjón með úrtaksæfingum U16 karla og kvenna. Þá er honum ætlað að koma enn frekar inn í kennslu á þjálfaranámskeiðum, starfi sem hann er ekki alls ókunnugur.

Lesa meira
 

Knattþrautir KSÍ aðgengilegar á rafrænu formi - 5.1.2017

Nú hefur bæklingurinn með Knattþrautum KSÍ verið færður í nýjan og endurbættan búninga og er hann aðgengilegur öllum á heimasíðunni, bæði í pdf útgáfu og í ISSUU lesara.

Lesa meira
 

Úrslitakeppnin í Futsal hefst á föstudag - 5.1.2017

Úrslitakeppnin í innanhússknattspyrnu, Futsal, hefst föstudaginn 6. janúar þegar leikið verður í 8 liða úrslitum karla.  Undanúrslit karla og kvenna fara svo fram, laugardaginn 7. janúar, í Laugardalshöllinni og úrslitaleikirnir fara svo fram á sama stað.

Lesa meira
 

Byrjendanámskeið fyrir dómara hjá Fylki - 5.1.2017

Byrjendanámskeið fyrir dómara verður haldið hjá Fylki í Fylkisheimilinu miðvikudaginn 11. janúar kl. 17:00. Námskeiðið er haldið af KSÍ í samvinnu við Fylki.  Námskeiðið stendur í um tvær og hálfa klukkustund og er öllum opið sem náð hafa 15 ára aldri.

Lesa meira
 

Byrjendanámskeið fyrir dómara á Selfossi - 5.1.2017

Byrjendanámskeið fyrir dómara verður haldið hjá Selfossi í Tíbrá fimmtudaginn 12. janúar kl. 18:00. Námskeiðið er haldið af KSÍ í samvinnu við Selfoss.  Námskeiðið stendur í um tvær og hálfa klukkustund og er öllum opið sem náð hafa 15 ára aldri.

Lesa meira
 

Úrtaksæfingar U21 karla - 5.1.2017

Eftirtaldir leikmenn hafa verið valdir til að taka þátt í úrtaksæfingum vegna U21 liðs karla. Æfingarnar fara fram undir stjórn Eyjólfs Sverrissonar þjálfara U21 landsliðs Íslands.

Lesa meira
 

EM 2017 - Miðasala á leiki Íslands fór vel af stað - 5.1.2017

Miðasala fyrir stuðningsmenn á leiki Íslands í úrslitakeppni EM í Hollandi 2017, hófst í hádeginu í dag - föstudag, og fór hún vel af stað. Miðasalan fer fram í gegnum miðasölukerfi hjá midi.is.

Lesa meira
 

Yfirlýsing frá formanni KSÍ - 4.1.2017

Snemma á níunda áratugnum fyrir rúmum 30 árum hóf ég afskipti af knattspyrnumálum utan mín félags þegar ég tók að mér niðurröðun knattspyrnuleikja í Reykjavík, sat síðan í stjórn KSÍ 1986-87 undir forystu Ellerts B. Schram og tók að mér formennsku í mótanefnd KSÍ.

Lesa meira
 
l01260812-bikarkvk-42

Breytt reglugerð KSÍ um félagaskipti, samninga og stöðu leikmanna og félaga - 3.1.2017

Þann 16. maí sl. tók gildi breytt reglugerð KSÍ um félagaskipti, samninga og stöðu leikmanna og félaga. Breytingar þær sem orðið hafa á reglugerðinni byggja á niðurstöðum vinnuhóps og á ályktunartillögu sem lögð var fyrir og samþykkt á 68. ársþingi KSÍ þann 15. febrúar 2014. Um er ræða umfangsmiklar breytingar.

Lesa meira
 

A karla - Hópurinn sem leikur á Kína-mótinu - 2.1.2017

Karlalandsliðið leikur á sterku æfingarmóti í Kína en á mótinu leika ásamt Íslandi, Kína, Króatía og Chile. Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari, hefur tilkynnt hvaða leikmenn munu taka þátt í verkefninu og má sjá listann hér að neðan.

Lesa meira
 Fréttir
Aðildarfélög
Aðildarfélög